Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ, 1947 5 /ililJGAM/iL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON UNGA KYNSLÓÐIN Á þessum tíma árs ber ávalt mikið á hinni ungu kynslóð, vegna þess að þá eru ungling- arnir að skrifast út úr skólunum og þeir. sem ljúka sínum fullnað- arprófum, leggja nú út í lífsbar- áttuna, útbúnir til að taka að sér vinnu og sjálfstæðar stöður í þjóðfélaginu. Hvernig þeim reiðir af í framtíðinni er mikið undir því komið, hve foreldrar þeirra hafa vandað til uppeldis þeirra. jþeir foreldrar, sem nú á þessu ári senda frá sér fullveðja syni og dætur, þróttmikið fólk, dreng- skaparfólk og mentað fólk — fólk er mun verða nýtir borgarar landsins, hafa afkastað ómetan- legu starfi fyrir þjóðfélagið. — Þeir foreldrar hafa. mér liggur við að segja, gert kraftaverk. Sennilega hafa ekki allir íhugað þá staðreynd. að þeir foreldrar, sem nú erui búnir að ala upp börn til fullorðins ára, hafa gjcrt það á þeim tíma. sem er gagn- ólíkur þeim árum, er þeir voru sjálfir að alast upp. Þar af leið- andi gátu þeir ekki tekið sér til fyrirmyndar að öllu leyti upp- eldisaðferðir foreldra sinna; þeir hafa orðið að miða uppeldisstarf- ið við gjörbreytt lífsskilyrði og hætti. Hin‘ mikla breyting sem orðið hefir á högum og líferni fólks á síðustu áratugum, hefir haft í för með sér mörg ný vanda- mál, hvað snertir uppeldi æsk- unnar. Eitt af mestu vandamál- um nútímans eru vandræðabörn er lent hafa á glapstigu og er það engin furða á öðru eins um- rótatímabili; hitt gegnir furðu, hversu mörgum foreldrum hef- ir, þrátt fyrir alt, lánast uppeldið vel. Foreldrar nú á tímum standa í stöðugri togstreitu um börnin gegn utanaðkomandi áhrifum. Og utanaðkomandi áhrif taka huga foreldranna frá börnun- um. Heimilið stendur nú ekki á eins föstum grundvelli og áður. Meiri hluti þjóðarinnar býr nú í þéttbýlinu í borgunum, þar sem hinn stöðugi hávaði og glaumur glepur hugsunina og dregur oft börnin út í sollinn. — Fyrir 70 árum síðan bjó 80 pró- sent af fólkinu úti á landsbyggð- inni, en samkvæmt manntals- skýrslunum 1941 býr nú aðeins 46 prósent í sveit Flóttin úr sveitinni heldur stöðugt áfram og er hann hugsandi fólki ^hyggjuefni. Það er ólíkt hollara fyrir æskuna að alast upp í sveit en í fjölhýsum og á götum borg- anna. Bílarnir voru fundnir upp í hringum aldamótin, og tala þeirra hefir þrefaldast á síðustu tveimur áratugum; nú er svo kom að sjötta hver manneskja í landinu á bíl. Þettæ er að mörgu leyti þægilegt tæki, en hvort það hefir bætt fólkið að nokkrum mun er vafamál. Eitt er víst að yngri kynslóðin er ekki ánægð íyrr en hún er komin á hjól. reið- hjól, mótorhjól eða í bíl. Svo er ekið úr einum stað í *annan og Venjulega svo hratt að enginn hefir gagn af því, sem fyrir auga her, enda virðast skemtibílferðir sJaldnast vera farnar í þeim til- gangi að sjá eitthvað nýtt og ^narkvert, heldur bara til þess að drepa tímann, aka eitthvað — eitthvað út í bláinn. Að komast þannig á hreyfingu í félagi með Jafnöldrum sínum hefir ósegjan- ^egt aðdráttarafl fyrir æskuna eg dregur huga hennar frá e|milinu og lærdóminum. — 1 ^örgum tilfellum fer tilhugalíf Ungmenna nútímans fram í bíl- um, en ekki á heimili stúlkunn- ar, eins og áður átti sér oftast stað. Bílarnir hafa grafið undan hinum stranga aga og eftirliti foreldranna. Enda er ekki auð- velt að fylgjast með því, sem unglingarnir hafa fyrir stafni, þegar þeir geta á svipstundu komist út um hvippin og hvapp- in, langt frá umvöndunnar auga foreldra sinna. Annað nýtt áhrifaafl í lífi æskunnar eru kvikmyndirnar; börnin eru sólgin í að sjá kvik- myndir. Mikið hneyksli er það að þessi áhrifamiklu tæki skuli vera að mestu í höndum ein- stakra gróðamanna. Fæstar af þeim myndum, sem sýndar eru, eru við hæfi barna og unglinga; mikið af þeim eru glæpamanna- myndir; og fæstar myndirnar eru sannar. þannig að þær sýni lífið eins og það er í raun og veru; margar þeirra varpa ljóma á ýmsa óknytti, drj^kkjuskap og kynferðismál. Það má nærri geta, hve hollur skóli þetta er fyrir börnin. Að börnin eru næm fyrir því, sem þau sjá á þessum myndum, má marka á því, hve fljót þau eru að reyna að líkja eftir búningi leikaranna, apa orðatiltæki þeirra og hreyfing- ar. Mikil hjálp myndi það vera foreldrunum og kennurunum, ef hreyfimyndirnar væri notað- ar meira til kenslu við að kenna sögu þjóðarinnar, sögu pnann- kynsins, sýna þeim fræg leik- rit; og ýmsa leiki, sem innræta þeim góða siði. Það er eins auð- velt að kenna börnunum það sem gott er eins og það sem ilt er. — Fyrir 20 árum voru aðeins fáein radio til í Canada, en árið 1941 voru þau orðin 2.150.000; 78 prósent heimila í landinu hafa radio. Það sem yfir þau heyrist nær ekki síst til æskunnar. Þetta tæki hefir verið notað ofurlítið til að fræða ungdóminn, en ekki nærri því eins mikið eins og ætti að gjöra; kaupsýslufélög kaupa tíma í útvarpinu og velja sjálf það efni. sem útvarpað er; þannig eiga þeir menn, sem standa að fyrirtækjunum, er auglýsa í út- varpinu, engu síður en kvik- myndafélögin. kost á að móta að' miklu leyti hugarfar ungdómsins, sem blustar á útvarpið sem og þeirra er horfa á kvikmyndirnar. Ætli það væri ekki gagnlegra fyrir land og þjóð, að útlistað væri oftar í útvarpinu, hvernig best væri að verða sem nýtast- ur borgari landsins, í stað þess að vera sífelt að auglýsa sápur, skegghnífa, fegrunarvörur og svo framvegis Svo er önnur framleiðsla, sem byrjaði fyrr á þessari öld og hef- ir stórkostlega aukist á ári hverju, en það eru skrípamynda- blöðin og sorpreyfaramir. — 1 hverri bókabúð og lyfjabúð sjást staflar af þessari blaða- og bókaútgáfu. og þetta er ætlað börnum og unglingum. — Þáu liggja líka yfir þessu og lesa það og skoða svo tímunum skiftir. 1 fæstum þessum blöðum finst nokkuð það, sem er göfgandi eða fræðandi; enda eru þau ekki gef- in út í þeim tilgangi; hagsmunir útgáfufélaganna ráða þar mestu um; þess vegna er um að gera að innihaldið sé spennandi og æs- andi svo að unglingar sækist eftir þessum ritum. Hér hefir nú verið sagt ofur- lítið frá þeim erfiðleikum, sem foreldrar nútímans hafa við að etja í sambandi við uppeldi barna sinna — erfiðleikar, sem undanfarnar kynslóðir höfðu lit- ið af að segjá. Þessar uppfinning ar nútímans — bílarnir, kvik- myndirnar,» útvarpið og margt fleira hafa veitt aukin þægindi og aukna fræðslu, en þær geta líka verið stórhættulegar og mun verða vikið að annari hættu er af þeirn stafar, í næsta blaði. Eitt er víst að hin unga kyn- slóð er upp hefir vaxið á síðustu tveimur eða þremur áratugum, hlýtur að verða að mörgu leyti ólík undanfarandi kynslóðum, vegna þess að hún er alin upp í gagnólíku umhverfi og við breyttar kringumstæðum, og hún hefir orðið fyrir miklu marg breytilegri áhrifum á uppeldis- árununU heldur en foreldrar hennar urðu. Fréttir frá lýðveldishátíðar nefndinni að Hnausa Undirbúning hátíðarinnar er nú að mestu lokið. Hátíðarhaldið fer fram með líku móti og að umdanförnur. Byrjað verður á íþróttum kl. 10 f.h. Átlitleg verð- laun verða veitt þeim, er koma sigrihrósandi af hólminum. Um- bætur af ýmsu tagi er verið að gera á skemtistaðnum, o.s. frv. Skemtiskráin hefst kl. 2 e. h. Til hennar er vandað engu síður en að undanförnu, ræðumenn og skáld fengnir að úr öllum áttum, svo engum þarf að leiðast að sjá og heyra sama fólkið flytja ræð- ur og kvæði frá ári til árs. Enda hefir það verið markmið nefnd- arinnar á undanförnum árum, að gæða fólki á einhverju nýju ár- lega, og má segja að nefndin hef- ir oft verið feng'sæl í þeim efn- um. Sú breyting hefir verið gerð á skemtiskrá þessa dags, að tek- ið verður aftur upp Minni land- nemanna: þessa minnis, sem felt hefir verið niður um nokkur ár, sakna margir, og telja ræktar- leysi að minnast ekki að neinu þeirra manna og kvenna, er gerðu það stóra Grettistak, að nema Nýja ísland. Enginn nema sá, er gekk í gegnum þær þrautir, er þessu sé.rstaka landnámi fylgdi, getur til fullnustu skilið hve stór kostlegt átak það var að gera þetta landssvæði byggilegt. Þrek og þrautseigju þurfti til þess, og það höfðu okkar ágætu landnem ar í ríkum mæli. Nú er skógurinn að mestu horfinn og kviksyndið orðið að ágætu akurlendi, og Nýja Island orðið að einni af blómlegustu bygðum er Islend- ingar námu í Vesturheimi. Auð- vitað er þetta ekki alt verk land- námsmannanna sjálfra, en þeir brutu ísinn, og var það sem eftir var ógert til að gera Nýja ísland að því sem það er í dag tiltölu- lega létt verk, samanborið við verk frumherjanna. Fyrir minni landnemanna mæl- ir Dr. J. P. Pálsson; telur nefnd- (Framh. á bls. 8) BLÓM í VORÞEYNUM (Frh. af bls. 4) glæsilegrar framtíðar þessa yngsta listamanns íslands í landi, þar sem almenningur heldur að íslendingar séu Eski- móar, sem búi í snjóhúsum og éti hráan fisk úr hnefa. — Það liggur því í augum uppi, hve mikið kynningargildi fyrir þjóð- ina slíkt undrabarn hefir. Væri full ástæða til að fagna þessu, ef ekki væru alldapurleg örðug- leikaský á lofti, sem ekki lofa góðu sé ekkert aðhafst. Jóhann Tryggvason stundar af fádæma dugnaði dýrt nám í Roy- al Academy of Music ásamt litlu dóttur sinni, en hann hefir auk þess á framfæri sínu konu og tvö ung 'börn. — Okkur, sem stund- um nám þjerna í Lundúnum, er manna best kunnugt um það hve dýrt er hér að lifa fyrir einstakl- inga, hvað þá fjölskyldu. Þar eð Jóhann er íslenskur ríkisborgari e r h o n u m bannað að stunda nokkra atvinnu hér í landi, þótt hann væri þess albúinn að leggja slíkt erfiði á sig samfara náminu. Hann veit sem sé, að verði ekki einhver óvænt breyting til batn- aðar í fjármálum hans, muni hann neyðast til að hverfa þegar aftur heim til Islands, og yrði þá að láta þetta bráðefnilega barn hverfa frá nauðsynlegu námi á örlagaríkum vegamótum á náms- ferli hennar. Þessi ungi listamaður. Þórunn Jóhannsdóttir, nýtur e i n s k i s styrks frá íslenska ríkinu, þótt hún ef til vill eigi eftir að vekja meiri athygli á íslensku þjóðinni, en margir þeirra listamanna, sem stryrks njóta af opinberu íslens- ku fé, þótt þeir séu vissulega allir vel að því komnir. Það yrði einhvern tíma í fram tíðinni talið óglæsilegur vottur um menningarviðleitni okkar á þessu tímabili, ef við látum þetta sjaldgæfa blóm í garði íslenskrar listar visna af þeim ástæðum ei'n- um, að enginn fengist til að hlúa að því. Ef einhver eða einhverjir góð ir íslendingar hafa áhuga á að styrkja þetta óvenjulega gáfaða hljómlistarbarn svo að það megi þroskast í listinni undir stjórn hinna færustu kennara — sem er það eina sem slíkum hæfileik- um er samboðið, — væri það mér óblandið gleðiefni að gerast þar milligöngumaður. Eg mundi verá mjög þakklátur að heyra ein- hverjar raddir í þessa átt. Heimilisfang mitt er: 15, Man- son Place, London, S. W. N., England. Lundúnum 30. mars 1947. Mbl.. 9. maí. Verzlunarmenntun I Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG múnista, og mörg verkalýðsfé- lög á lanvjinu hafa neitað að segja upp samningum. Er því talið, að það sé nánast sagt hæp- ið fyrir kommúnista að leggja út í verkfallsöldu að svo stöddu. hvort sem þeir reyna það eða ekki. FRÉTTABRÉF (Frh. af bls. 1) sem í landinu er. í fyrsta lagi hefir stjórnin fest dýrtíðina við 310 stig, og greiðir nú niður þá hækkun, sem ætti að verða á henni. Við þetta helst niðri fram- leiðslukostnaður landsmanna og verður von um markaðsmögu- leika fyrir fiskafurðir. Þá hefir stjórnin látið auka mjög todla á ýmsum ónauðsynlegum varningi, en hins vegar ekki á nauðsynja- vörum. Á þennan hátt fær ríkið tekjuauka, -sem gerir niður- greiðslu dýrtíðarinnar mögulega. Þá hefir stjórnin lagt fyrir þingið og fengið samþykkt lög um eignakönnun. í þessum lög- um felst það, að innkallaðir verða núverandi peningar, og aðrir gefnir út í staðinn í haust. Þegar peningar eru kallaðir inn. verður hver og einn að gera grein fyrir peningaeign sínni, og finnist þar skattsvikið fé, sem mjög mikið mun vera um eftir hernámsárin, verður það annað hvort skattað eða fyrir það greidd ríkisskuldabréf. — Hefir þetta vakið mikla athygli að vonum, en mun, þegar fram- kvæmt verður, valda mikilli breytingu í fjármálalífi þjóðar- innar. Kommúnistar haia látið mjög illa, síðan þeir urðu einir utan stjórnar. Réðust þeir gegn hin- um nýju tollalögum og létu Al- þýðusamband Islands, sem þeir ráða yfir, fara þess á leit við ölf félög sín, að þau segi upp samn- ingum ig hefji í landinu verk- fallsöldu, líkt og nú er í Frakk- landi. I kosningum í Dagsbrún í Reykjavík, öndvegis virki kommúnista, fékkst samninga- uppsögn þó aðeins samþykkt með litlum meiri hluta, sem þótti sýna hnignandi fylgi ko#i- STORE FUR and CLOTH COATS NOW! Avoid risking valuable furs to Moths, Fire and Theft— store t h e m in Quinton’s modern storage vaults. Call them today! CALL 42 361 U CLEANERS - DYERS - FURRIFRS HAMBLEY Electric Chicks Still time to raise an extra hundred, for fall meat and eggs. All from Governmení Approved and Tested flocks. Prices Kffective June 2nd ORDER NOW ! R.O.P. Sired 100 50 25 White Leghorns ...14.25 7.60 4.05 W Leighorn Pullets . ...29.00 15.00 7.75 W. Leghom Cockls . ... 4.00 2.50 1.50 Barred Rocks ...15.25 8.10 4.30 Barr Rock Pullets . ...26.00 13.50 7.00 B. Roek Cockerels . ...11.00 6.00 3.25 Government Approved— White Leghorns ...13.25 7.10 3.bv W. Lekhorn Pullets. ...27.00 14.00 7.25 W. Leg. Cockls ... 3.00 2.00 1.00 Barred Rocks ...14.25 7.60 4.05 B. Rock Pullets ...24.00 12.50 6.50 New Hampshires ...14.25 7.60 1.05 New Hamp. Pullets . ...24.00 12.50 6.50 New Hamp. Cockls . ...10.00 5.50 3.00 We Guarantee 100% JÁve ArrivaJ J. J. Hambley Hatcheries ‘ WINNIPEG, BRANDON, REGINA, SASKATOON, CALGARY, EDMONTON, ABBOTSFORD, PORTAGE, DAUPHIN, SWAN LAKE, BOISSEVAIN, PORT ARTHUR Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Backoo, N. Dakota. Árborg, Man . K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask .. S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton. Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal •

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.