Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 8
s LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ, 1947 Úr borg og bygð Islenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að sóma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef aeskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Hið nýja heimilisfang Guð- mundar E. Eyford er að 691 Sher- burn Street. Sími 72 980. Langferðabíll (bus) fer frá Winnipeg kl. 12 á hádegi, sunnu- daginn þann 22. þ. m. norður að Husavick, og leggur af stað frá Sunrise Lutheran Camp eftir kvöldsamkomuna; nánari um- sögn í næsta blaði. -t- Mr. Gunnar Matthíasson frá Los Angeles, er staddur í borg- inni þessa dagana ásamt frú sinni. Gunnar er sonur Matthíasar Joohumssonar skálds, en frú hans Guðný, dóttir Árna Sveinssonar, sem um langt skeið bjó stórbúi í Argylebygð; þau hjónin eru á leið til íslands og sigla heim frá New York þann 27. yfirstandandi mánaðar, og eru þá liðin 38 ár frá því er Gunnar síðast leit aug- um æítjörð sína. -t Frú Sigríður Johnson frá Graf- ton, N. Dak., hefr dvalð í borg- inni nokkra undaníarna cjaga, í heimsókn til ættingja og vina. Nýlátinn er í Selkirk, Einar Jóhannesson frá Hrappstöðum í Vopnafirði, hagleiksmaður með ágætum, en hafði lengi átt við heilsuveiklun að stríða. ♦ Látinn er hér í borginni Ágúst Byron, 63 ára, sonur Björns heit- ins Byrons, sem flestir hinna eldri Islendinga hér um slóðir glögt muna eftir. -t- Guðsþjóniustur fara fram eins og venjulega í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur, 15. Júní, að því úndanteknu að kvöld messan fer fram einnig á ensku máli. TILKYNNING Þann 30. júní n. k. eiga þau séra Sigurður og frú Ingibjörg Ólafsson í Sel- kirk, tuttugu og fimm ára giftingarafmæli. — Vinir þeirra í Selkirk-söfnuði bjóða kunningjum þeirra og vinum að heimsækja þau þann dag að 305 Sup- erior Ave., Selkirk, frá kl. 2—5 e. h. og frá kl. 7.30—10 að kvöldi. Allir, sem á þennan hátt vildu heiðra þau, eru beðn- ir að tilkynna einhverri af eftirfylgjandi nefndarkon- um fyrir 20. júní. Mrs. Dr. Eyjólfur Johnson —Box 394, Mrs. Grimur Eyman—Box 233 og Mrs. Anna Magnússon—Box 296. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngn flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 22 júní: Ensk messa kl. 11 árd. — Lokahátíð Sunnudagaskólans. Verðlauna- hnappar gefnir fyrir mjög reglu- bundna aðsökn. — Aðstandend- ur barna sérstaklega boðnir. íslenzk messa kl. 7 tíðdegis. — Fréttir sagðar af kirkjuþingi. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. inu, sem sló með orfi og ljá í flugum og féni, og síðast en ekki síst kann að koma orðum að því sem hann vill segja. Önnur hepni henti nefndina, sem sé, að fá herra Árna Bjarna- son frá Akureyri á Islaryli, að mæla fyrir minni íslands. Verð- ur hann hér á ferð um þetta leyti í erindum fyrir blað sitt “Eddu.” Hann mun lítið kunnur hér vestra en starfar að þlaðamensku á Akureyri; eitthvað mun hafa borist hingað vestur af blaðinu “Edda”; sá er þetta ritar hefir séð eitt eintak af því, er þar minst ýmsra merkra Vestur-Islendinga mjög hlýlega. G. J. Guttormsson skáld kyntist hexra Bjarnason í ferð sinni til Islands og telur hann mjög mætan mann, og mik- inn feng að fá hann til að vera með okkur þennan dag. Kvæði fyrir minni Islands yrk- ir og flytur Dr. S. J. Johannesson, er það í fyrsta sinn að hann hefir gefið kost.á því að koma til Iða- valla við Hnau-sa, Man., mun þó oft hafa verið beðinn þess, en nú kemur hann; enn er hann ern og fullur af lífi og yrkir, sem ungur væri; hann er gamall og góður vinur okkar allra, og við hans, — veri hann velkommn. Fyrir minni Canada mælir ung mentastúlka, er hlotið hefir verð- laun í mælskusamkepni, Vordís Friðfinnsson; þetta minni verður að líkindum flutt á ensku máli, þykir það viðeigandi þar sem PLAY SAFE! Store Your Fur artd Cloth Coats in Perth's SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Fréttir frá lýðveldishátíðarnefnd inni að Hnausa (Frh. af bls. 5) in sig stórhepna að ná í hann til að mæla fyrir þessu minni, mann, sem sjálfur tók þátt í landnám- Hún er hér! Önnur stór, myndauðug Sumar Verðskrá frá EATON'S Hundrað tuttupru og átta hlað- síður at eftirþiáðum vörum — hlaðnar spjaldanna á milli af þeim tegundum, sem þér viljið ekki án vera. Nú er verið að senda i póst sumarverðskrá EATON’S. Ef þér hafið ekki fengið eintak vðar, þá spyrjist fyrir á næsta pósthúsi, eða næstu póstpantanaskrifstofu EATON'S. Séu birgðir þar þrotnar, skrifið eftir eintaki til Circulation Department. THE T. EATON Co. Limited WINNIPEG ^T. EATON WINNIPEG CANADA EATONS THE BREWERS AND HOTELKEEPERS OF MANITOBA WAR FUND announces For competition in 1947 at the University of Maniloba a further grant ot $15,000.00 in Scholarships . Open to Manitoba War Veterans, not otherwise adequately provided for, or for the sons and daughters of Veterans. A student must have clear Grade XI or Grade XII standing obtained as a result of Departmental examinations, but any student writing Grade XI may apply. Application forms can be obtained from any Hotelkeeper, High School Principal, The Department of Education, or The Registrar, at the University of Manitoba. Applications must be filed with The Registrar at lhe Universily of Manitoba before Augusl lst, 1947. ÞECAR ÞÉR BYGGIÐ Þá notið ávalt CITY HYDRO RAFLEIÐSLU Ábyggilegasta og ódýrasta rafleiðslan SIMIÐ - CITYHYDRO - 848 124 ISLENDINGADAGURINN . NORTH DAKOTA verður haldinn hátíðlegur að MOUNTAIN, N. DAKOTA ÞRIÐJUDACINN 17. JÚNÍ 1947 Þjóðræknisdeildin ,,BÁRAN“ í N. DAK. annast hátíða- höldin, forseti R. H. RAGNAR. Kvæði flytja sr. Egild H. Fáfnir og Guðmundur Jónas- son, auk þess verður lesið kvæði eftir Sigfús Benediktsson. Aðalræðumaður verður VALDEMAR BJÖRNSSON frá Minneapolis, Minn. — Tveir söngflokkar: Blandaður kór íslendinga í N. Dak. og ungmeyjakór frá Garðar syngja íslenzk lög undir stjórn R. H. Ragnars. Aðgangur 50 ceni. SAMKOMAN HEFST KL. 2 E. H. TUTTUGASTA OG ÞRIÐJA ÁRSÞING Bandalags Lúterskra Kvenna verður haldið í Sunrise Lutheran Camp. dagana 22. 24. JÚNi, 1947 l SUNNUDAGINN 22. JÚNÍ kl. 2.30 e.h. Guðþjónusta. Vígsla minningarskálans og þingsetning. Guðþjónustunni stjórnað af séra S. J. Sig- urgeirssyni. Prédikun flutt af séra B. A Bjarnasyni. Söngflokkur Ardalssafnaðar. Vígsluathðfn framkvæmd af forseta kirkjufélagsins. kl. 8.00 eJh. Erindi: „Hugsjónir“, Mrs. O. Stephensen. — Erindi: „Sunnudagaskólastarf“, Mrs. G. Thorleifsson. Vandað söngprógram undir umsjón söngflokks frá Gimli. , MÁNUDAGINN 23. JÚNÍ Starfsfundir klukkan 9 fyrir hádegi til klukkan 6 eftir hádegi. kl. 8.00 e.h. Erindi flutt af Miss Vordís Friðfinnsson. — Vandað söngprógram undir umsjón söngflokks frá Geysir. — ÞRIÐJUDAGINN 24. JÚNÍ Starfsfundir kl. 9—kl. 3. — Hagfhyrðasýning kl. 3—4. kl. 8.00 e.h. Erindi: „New Horizons“ — Miss Margaret Nix. , Vandað söngprógram undir umsjón söngflokks frá Arborg. Ingibjörg J. Ólafsson — forseti. vænst er eftir ýmsum boðsgestum er ekki skilja íslenzku. Kvæði fyrir minni Oanada yrk- ir og flytur G. O. Einarsson; er hann vel þektur meðal Islend- inga af kvæðum, er oft hafa birst eftir hann í íslenzku vikublöðun- um og hér í norðurhluta Nýja íslands, sem stór þátttakandi í flestum ökkar félagsmálum. Söngflokk hátíðarinnar stjórnar Jóhannes Pálsson með aðstoð systur sinnar, Lilju Martin, mun sönigurinn ekki verða veigaminsti þáttur hátíðarinnar fremur en að undanförnu. Þá hefi eg að nokkru minst þess helsta er fram á að fara á Iðavelli 21. júní, 1947, og vona það verði ykkur hvöt til að koma og skemta ykkur. Um veðr- ið hefir nefndin ekki fengið á- kveðið loforð, en liggur á bæn um að það verði skínandi bjart. Fyrir hönd nefndarinnar, T. Böðvrasson. ritari. The Swan Monufacturíng Company Manufacturert oj SWAN WEATHER STRXP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phene 22 «41 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 eindlálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og ikomið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUltflBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU -Á ISLANDl * Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfinstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtima. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísufi. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK The Following Doctors Wish to Announce They Are Now Associated with the KOBRINSKY CLINIC 216 KENNEDY STREET SOLOMON KOBRINSKY, M.D. Maternity and Diseases of Women LOUIS KOBRINSKY, M.D.. F.R.C.S., (Edin.) General Surgery , SIDNEY KOBRINSKY, M.D. Internal Medicine M. TUBBER KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAM KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAMUEL RUSEN, M.D. Physician and Surgeon Telcphone 96 391 — if l\o Ænstver, Call Doctor9s Directory — 72 152 LÝÐVELDISHATÍÐ ÍSLENDINGA verður haldin að Iðavelli, Hnausa. Man. 21. JÚNÍ, 1947 íþróttir hefjast kl. 10 f. h. Álitleg verðlaun veitt sigurvegurunum SKEMTISKRÁ BYRJAR KL. 2 E.H. Söngflokkurinn: Ávarp forseta: Ávarp Fjallkonunnar: Söngflokkurinn: Ávarp Miss Canada: Söngflokkurinn Ávörp heiðursgesta Minni landnemanna: Söngflokkurinn Minni íslands: Minni íslands, kvæði: Söngflokkurinn Minni Canada: Minni Canada, kvæði: Söngflokkurinn Ó, Canada. Ó, Guð vors lands Böðvar H. Jakobsson Hrund Skúlason Frances Finnsson Dr. J. P. Pálsson Árni Bjarnason frá Akurevri Dr. S. J. Jóhannesson Vordís Friðfinnsson G. O. Einarsson Dans að kveldinu í Hnausa og Riveríon Halls. Einn inngangs- eyrir á báðum siöðunum. — Ágæi hljómsveil. Forseii: G. Sæmundsson. Söngstjóri: Jóhannes Pálsson. Riiari: T. Böðvarsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.