Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ, 1947
7
l
Fjórveldastjórnin í Þýskalandi
S. K. Padaver
Að ferðast um Þýzkaland nú
á dögum, vekur upp ptiargar og
sundurleitar spurningar í huga
manns. “Þriðja ríkið”, sem eftir
spádómum Hitlers átti að lifa og
blómgast í þúsund ár, er nú ger-
sigrað land. Eru í raun og veru
aðeins fjórar nýlendur sem
stjórnað er af útlendingum. —
Bretar, Ameríkanar, Rússar og
Frakkar stjórrna hver sínum
'hluta eftir eigin geðþótta og með
sín eigin takmörk fyrir augum.
Með því að athuga stjórnarfar
þeirra hvers fyrir sig, fær mað-
ur talsvert glögga hugmynd um
þjóðareinkenni þeirra, og jafn-
framt um skoðanir þeirra á al-
þjóða pólitík.
Bretar og Rússar hafa norð-
ur-helming landsins, en Frakk-
ar og Ameríkumenn suður-hlut-
ann. Mest af auðæfum, náttúru-
fríðindum og verksmiðjum eru
í norður-hlutanum. Frakkar og
Bandaríkjamenn hafa lítið ann-
að en eyðilagðar borgir, smá
bændabýli og fjalllendi.
Það eru litlar samgöngur
Uiilli hinna ýmsu landshluta. Að
vísu eru Bretar og Bandaríkja-
Uienn að reyna að koma á sam-
aiginlegri stjórn í sínum lands-
blutum, þó erii samgöngur, enn
sem komið er, aðallega flutn-
ingur á járnbrautum og póst-
málin.
Látum oss athuga brezka
hlutann fyrst. I þeim hluta eru
ýmsir helstu sögustaðir Þýzka-
iands. Þar eru hinar fornfrægu
borgir Cologne, Bonn og Aac-
hen. Þar eru fylkin Westphalia.
^uhr, Hannover — vagga bresku
honungsættarinnar, Scheswik-
Holstein og stórborgin Hamborg.
^essi fimm héruð hafa sína eig-
m stjórn hvort fyrir sig með
Þýzkan mann fyrir forseta, og
þeir eiga að taka sér ráðuneyti
Ur fjórum helstu stjórnmóla-
flokkunum. En meira mun
þetta þó til að sýnast en vera.
í»að er í raun og veru um
mjög litla sjálfstjórn að ræða,
°S kosningar hafa ekki verið
^átnar fara fram fyrr en rétt ný-
fega. Útrýming Nazistanna úr
ábyrgðarstöðum hefir líka geng-
ið seint, einkum í iðnaði og
verzlun. En úr opinberum stöð-
hefir þeim flestum verið
vikið.
Hað er mesti fjöldi af enskum
stjórnarþjónum í þessum héruð-
hm. Margir þeirra hafa komið
llleð fjölskyldur sínar, og hafa
sett umm nokkurs konar vasaút-
Safur af Englandi hér og þar. —
■^ar finnur maður enska
”klúbba“. veitingahús, golfvelli,
°S jafnvel menntaskóla.
Bretar sjórna Þjóðverjum
stranglega, en mjög sanngjarn-
Z®8a. Samneyti milli Breta og
jóðverja er mjög lítið, naumast
®unað en það, sem ekki verður
]a komist. Lögum og reglum er
ramfylgt eins stranglega og í
retlandi sjálfu, og Þjóðverjar
^uast vel ánægðir með her-
jórnina, hvað það snertir. Að-
f óánægjuefni þeirra er að þeir
afa ekki nægilega stjálfstjórn í
sveitamálum og það tefji við-
reisnarstarfið.
■^ó einkennilegt sé, sýnist það
6 ki hafa aflað Bretum neinna
Serstakra óvinsælda, að fjármál
* hinu mesta öngþveiti. Því
b° fólkið svelti ekki beint heilu
Uugri. þá hefir enginn nóg að
rða. Hvað matvæli snertir eru
^rezku og frönsku hlutarnir
ei-st á vegi staddir. Þetta er
J°g óheppilegt, ekki síst vegna
lf?s að fyrir stríðið var inesti
°riðnaður Evrópu einmitt á
^essu svæði. Ruhr-héraðið er
i?ns °g vængbrotinn fugl enn-
^ • Stálframleiðslan er ekki
v^a fjórði hluti af því sem hún
t_r 1938> og kolaframleiðslan
Þega 40 prósent. Bæði er
skortn-r A
ur a namumonnum. og svo
ekV ^elr’ 8601 viooa í námunum,
1 iokið fullu dagsverki vegna
fæðuskprts. Og þó hafa Bretar
orðið að taka talsvert af sínum
litlu matvælabyrgðum til að
halda lífinu í Þjóðverjum, og
það hefir kostað Breta 320.millj.
dollara á ári til að bæta upp það
sem vantar á að þeirra hluti sé
sjálfbjarga, hvað matvæli snert-
ir. Og það hlýtur að verða þeim
kostnaðarsamt í framtíðinni,
nema þeim takist að auka að
miklum mun framleiðsluna í
Ruhr-dalnum.
Franski hlutinn er minnstur
og fátækastur af hinum fjórum
landshlutum. J>ar eru víngarð-
arnir við Masell-ána. Hinn frægi
„Svarti skógur“ eða dimmviður
og Saardalurinn. Hann er besta
héraðið sem Frakkar hafa. Kola-
framleiðslan þar er orðin 60
prósent af því sem hún var 1939
og fer vaxandi.
Matarskammturinn er hvergi
eins lítill og í þessum héruðum.
með fram vegna þess að setu-
liðið ,.lifir af landinu". Franska
setuliðið hagar sér samt svo vel,
og stefna Frakka svo vingjarnleg.
að íbúarnir kenna þeim ekki svo
mjög um matvælaskortinn. —
„Frakkar háfa ekki nóg að borða
sjálfir“, sögðu Þjóðverjar við
mig aftur og aftur.
Franskir herforingjar og
stjórnarþjónar eru hér með fjöl-
skyldur sínar, en ólíkt því er ger-
ist í breska hlutanum, búa þeir
venjulega í sömu húsum og Þjóð-
verjar. Maður getur ekki varist
þeirri hugsun, að Frakkar ætli
sér als ekki að fara héðan aftur.
En eigi að síður sjá Frakkar
eins það, að enginn efi leiki á því
hverjir ráði hér lögum og lofum.
Hingað til hafa engar kosning-
ar farið fram í þessum héruð-
um. Allar framkvæmdir eru
gjörðar samkvæmt fyrirskipun-
um Frakka, og Þjóðverjar verða
að hlýða þeim fyrirskipunum.
Frakkar hafa vikið Nazistum úr
öllum opinberum stöðum, en
eigi að síður er þó fjöldi nazista
i þessum héruðum og sumir
•þeirra gegna ábyrgðarstöðum í
iðnaði og verzlun. Aftur á móti
varðar það háum sektum að
sýna nokkurn ytri merki þess,
að þeir séu Nazistar. t. d. að vera
í einkennisbúningi. hvort sem
er þýzka hersins eða Nazista. —
Leiðarmerki á þjóðvegunum eru
hér öll á frönsku.
Frakkar eru auðsjáanlega að
reyna að koma sér í mjúkinn hjá
Þjóðverjum á ýmsan hátt. Vita-
skuld treysta þeir ekki „Húnun-
um“ stjórnmálalega, en vilja þó
eflaust hæna þá að franska lýð-
veldinu menningarlega. — Þeir
senda hingað franska mennta-
menn, prófessora frá Sorbonne
háskólanum og aðra þekta menn
til að halda fyrirlestra um
þýzka menningu. Söngflokkar
frá París syngja frönsk og
þýzk lög og hljómsveitir koma
og leika alþjóða músik. öllu
þessu er tekið með mestu hrifn-
ingu af íbúunum. Svo vera má
að þetta beri ávexti síðar meir.
Því Frakkar vona eflaust að geta
innlimað þenna hluta þýzkalands
í franska lýðveldið, með frjáls-
um atkvæðum íbúanna.
Þegar kemur yfir hina þrjú
■hundruð mílna löngu landamæra
línu, sem skilur franska hlutann
frá þeim Ameríska, er að sumú
leyti eins og komið sé í annan
heim. Það sem fyrst vekur at-
hygli manns. er sjálfstjórn sú, er
íbúarnir hafa. Hér eru þýzkar
sveitastjórnir og bæjarstjórnir,
sem sýnast ráða sínum sérmálum
nokkurn veginn íhlutunarlaust,
og fylkin Wurtenburg, Hesse og
Bovasia, hafa öll sína eigin
stjórn, og það hefir jafnvel verið
kosin miðstjórn eða sambands-
stjórn fyrir öll fylkin, sem kem-
ur samna við og við í Stuttgart,
til að ráðstafa sameiginlegum
málum þeirra.
Matarskamturinn er talsvert
ríflegri í þessum héruðum. en
hjá Bretum og Frökkum, og
ýmsar vörur sjást hér í búðar-
gluggum, sem ekki eru fáanleg-
ar í hinum fyrrnefndum lands-
hlutum. Ekki svo að skilja að
landið fljóti hér í smjöri og hun-
angi, síður en svo, því margar
vörutegundir, sem venjulega
eru kallaðar nauðsynjavörur,
eru als ekki fáanlegar, og það
sem til er, er mjög af skornum
skamti, og Bandaríkjamenn hafa
orðið að flytja inn ógrynni af
matvörum, til að geta haldið við
þeim matarskamti sem ákveðinn
var í fyrstu.
Viðskifti og samneyti með
setuliðinu og íbúunum er meira
hér en nokkurs staðar annars
staðar í landinu, en ekki virðist
það hafa orðið til að auka vin-
sældir Bandaríkjamanna, því
ýmislegir árekstrar hafa orðið
með setuliðinu og íbúunum, ekki
síst útaf „Svarta markaðinum“,
sem er bæði öflugur og útbreidd
ur á umráðasvæði þeirra. Mið-
stéttimar þýzku eru að eðlisfari
löghlýðnar og þeim er meinilla
við „Svarta markaðinn“, þó
þær neyðist til að nota hann til
að halda í sér lífinu En nú hefir
viljað svo til að nokkrir amerísk-
ir hermenn hafa orðið uppvísir
að því að vera bendlaðir við
Svarta markaðinn, og eins og
gengur, er setuliðinu í heild
kennt um yfirsjónir einstakling-
anna, þó herstjórnin hafi senni-
lega ekkert verið við það riðin,
að öðru leyti en því að hegna
þeim er uppvísir hafa orðið að
þess konar braski.
Að öllu þessu athuguðu verð-
ur manni á að spyrja: Gæti ekki
farið svo, að of mikið lýðræði
yrði hér lýðræðinu að falli?
Þá er komið að rússneska hlut-
anum. En þann hluta er flestum
vestrænum mönnum meiri for-
vitni að athuga en hina. Þessi
'hluti er að ýmsu leyti best sett-
ur en nokkur hinna. Hér eru
bestu landbúnaðarhéruðin í íllu
Þýzkalandi, og iðnaður var
einnig mikill fyrir stríðið, svo
jöfnuður atvinnuveganna er
meiri en annars staðar. Rússar
sýnast hafa sett sér það mark frá
upphafi að gjöra landið sjálf-
bjarga, hvað matvæli snertir, og
þeim hefir tekist það að talsvert
miklu leyti, svo nú er framleitt
nægilegt af flestum korntegund-
um, kartöflum, garðávöxtum
o. fl. — Rússar hafa gert sér
meira far um að útrýma „junk-
urunum“ heldur en jafnvel naz-
istum. Þeir halda því *fram, ef-
laust réttilega, að þeir hafi ávalt
verið í fylkingarbrjósti her-
stefnunnar, og ef áhrif þeirra
séu eyðilögð, verði þjóðin frið-
samari, en áður.
Rússar halda megin hlutanum
af því sem eftir er af Prússlandi,
en þar áttu „Junkararnir“ mikl-
ar landeignir, sem allar hafa ver-
ið gjörðar upptækar, sumir
þeirra höfðu flúið óðul sín áður
en Rússar komu, en þeir sem eft-
ir voru, hafa verið teknir úr um-
ferð, dn jörðum þeirra skift í
smá hluta, 12—15 ekrur, og gefn
ar ýmist flóttamönnum úr héruð-
um þeim er Pólverjar fengu,
verkamönnum úr borgunum, og
bændum seín voru leiguliðar
áður.
Þessum nýbyggjum er lagt til
efni til að byggja skýli yfir sig
og sína, ein kýr, plógur, vinnu-
dýr munu þeir hafa í félagi.
í þeim hlutum landsins sem
áður eru nefndir hefir yfirleitt
verið fylgt þeirri reglu, að skipa
menn úr Öllum pólitískum flokk-
um í opinberar stöður, en hér eru
það aðeins kommúnistar eða aðr-
ir sem Rússar telja sér vinveitta,
er slíkar stöður skipa. — Her-
stjórnin gefur þeirn sínar áætl-
anir um það hvað framleiða
skuli, en að öðru leyti sýnast
þeir sjálfráðir hvernig þeir koma
því í framkvæmd.
Iðnaðurinn er einnig orðinn
talsverður á þessu svæði. Sam-
kvæmt Potsdam samningnum
áttu Þjóðverjar ekki að hafa
neinar iðnaðarstofnanir er fram-
leiddu hernaðarvörur, og því hef-
ir verið stranglega framfylgt af
Bretum, en hér eru ýmsar vör-
ur framleiddar sem venjulega
■mundu taldar hernaðarvörur,
þannig er t. d. gerfigúmmí-verk-
smiðjan í Buna, sem framleiðir
eins mikið nú og nokkru sinni
áður.
Rússar taka 90 prósent af fram
leiðslunni sem stríðsskaðabætur,
en þrátt fyrir það virtist mér að
fyllilega eins miklar vörur væru
hér til almenningsnota og í hin-
um hlutum landsins.
Samneyti með setuliðinu og
íbúunum er hér eins og hjá
Bretum, aðeins það sem ekki
verður hjá komist, og ekki virðist
setuliðið gjöra neina tilraun til
að nota sér aðstöðu sína til að
lifa stórum betur en íbúarnir,
því eftir því sem ég leit til um
viðurværi þess, virtist mér það
á þann veg, að hermenn vest-
rænu þjóðanna hefðu ekki gjört
sig ánægða með slíkt.
Ekki hafa Rússar gjört neina
tilraun til að innleiða sameignar-
stefnuna, þvert á móti hafa þeir
stofnsett stóran flokk kapitalista,
þar sem eru hinir nýju landeig-
endur. Á hinn bóginn er þeim
eflaust áhugamál að ávinna sér
traust og vináttu íbúanna, og er
ýmislegt gjört til að benda þeim
á, hversu alt gangi betur undir
russneska fyrirkomulaginu held-
ur en annars staðar í landinu.
E. S.
\ ’
Stavanger er fjórði stærsti bœr . . .
(Frh. af bls. 3)
tíð. Stavangur hefi;r ekki haft
af neinum stórbrunum að segja
lengi, og því er miðbik bæjar-
ins með gömlu sniði. — Göturn
ar þröngar og krókóttar og húsin
ósamstæð og fornfáleg. Á aðal
götu bæjarins, Kirkjugötu, sem
liggur frá dómkirkjunni og norð
ur að höfn, er víða ómögulegt
fyrir bifreiðar að mætast. Þar
eru mestmegnis timburhús, sam
byggð^og má kalla furðulegt, að
þessi bæjarhluti skuli ekki vera
orðinn að ösku fyrir löngu.
Aðaltorg bæjarins liggur í
halla, fyrir miðjum botni aðal-
hafnarinnar, Vogsins, svokallaða.
Ofarlega á torginu er stand-
mynd af Kjelland. En fyrir of-
an torgið stendur, fyrir miðju
eina sögulega byggingin, sem til
er í Stavangri, Dómkirkjan. —
Hún er frá 12. öld og helguð dýr-
lignum Svithun. Því að Stavang
ur hafði mikil viðskipti við Eng
land til forna og bærinn var
kristnaður þaðan. Biskupska
pella er sérstök bygging við
kirkjuna og á næstu grösum er
gamall og kunnur menntaskóli.
Kongsgaard. Upp af kirkjunni
tekur skemtigarður bæjarins
við; hann er lítill og liggur með
fram Bredevannet, sem er lítill
tjöm, minni en Reykjavíkur-
tjörn. Á bakkanum andspænis
er járnbrautarstöðin og fyrir
enda tjarnarinnar, þeim megin,
sem að torginu veit, stór bygg-
ing, sem geymir póst og síma.
Ofor í bænum er vegleg bygg-
ing fyrir þjóðminjasafn og skamt
þaðan gott og fallegt málverka-
safn. Eru þá taldar helstu bygg-
ingar, sem vert er að skoða í
Stavangri. En til þess að fá útsýn
yfir bæinn er gott að bregða sér
upp í Valbergturninn, sem stend
ur á hæð framarlega á nesinu
milli austur- og vesturhafnar.
Þaðan sér yfir bæinn allan, út
yfir byggðir og til fjallanna í
Rygjafylki. Einkum verður
manni starsýnt á allan þann ara-
grúa af hólmum, eyjum og
skerjum, sem dreifð eru eins og
krækiber í skyri yfir allan Bokn
fjörðinn. Og í vestri sér vfir Haf-
ursfjörð og Sóla, þar sem flug-
völlurinn mikli er, sá blettur
Noregs, sem mun verða einna
mest í alþjóðaleið í framtíðinni.,
Hann er aðeins 11 kílómetra frá
Stavangri, og eru ferðir þaðan
tvisvar á dag til Oslo og Bergen,
og daglegar ferðir til London,
Kaupmannahafnar og Stokk-
hólms. Það er ekki ólíklegt að
íslenku flugfélögin fari bráðlega
að fljúga til Sóla, því að það
ætti að verða hentugasta leiðin
fyrir Norðurlandafarþegana.
— Síldargöngurnar í Boknfirði
gerðu Stavangur að niðursuðu-
bæ. Niðursuða og dósasöltun
síldar er mesti stóriðnaðurinn í
Stavangri og það er eins og áð-
ur segir Chr. Bjelland, sem verið
hefir mikilvirkastur á því sviði.
En um helmingur af niðursuðu-
stofnunum Noregs er í Stavangri
og aðalframleiðslan er smásíld í
olíu eða tómatsósu. Nemur fram-
leiðslan um 750.000 kössum íá
ári og andvirðið er um 18 miljón
kr. Um 90 prósent framleiðslunn-
ar er selt til útlanda, aðallega
Englands, bretsku nýlendnanna
og Bandaríkjanna. Smásíldin er
seld undir nafninu sardínur og
stóð í málaferlum um það nafn
árum saman, því að franskir og
porúgalskir sardínuframleiðend-
ur vildu ekki leyfa að - norska
síldin væri nefnd sardína, enda
er hún það ekki. En Bjelland
vann það mál og nú fara norskar
sardínur og ansjósur um allan
heim, þó að hvorugt sé í raun-
inni til, og skila sem svarar
krónu á dag á hvern bæjarbúa í
Stavangri. Þeir eru um 50
þúsund. ,
En að er líka annars konar iðn
aður þarna í Stavangri og ná-
grenni. Sauðfjáreign Ryga hef-
ir ,.ýtt undir ullariðnaðinn og á
Jaðri eru mestu dúkagerðir
Norðmanna, svo sem Stavanger
Ullvarefabrik, Algaards Fabrik-
ker og verksmiðjurnar í Sand-
nesi. I Sandnesi er líka stærsta
reiðhjólaverksmiðjan á Norður-
löndum og eina verksmiðjan á
Norðurlöndum, sem býr til band-
prjóna.
Þegar talað er um iðnað má
þó síst af öllu gleyma húsgagna-
iðnaðinum. Það eru hlutfalls-
lega margir búðargluggar 1
Stavangri, þar sem sjá má hús-
gögn, vönduð og falleg og úr
hvaða viðartegund, sem óskað
er — en þó einkum úr birki. —
Roglendingar eru mestu hús-
gagnasmiðir Noregs og einkum
kveður mikið að þessum iðnaði
í þorpi einu fyrir sunnan Stav-
angur, sem Moi nefnist. — Þessi
norsku „Moi-húsgögn“ eru þó
ekkert „möj“, heldur viðurkend
fyrir gæði um öll Norðurlönd og
hafa mikinn markað í Englandi.
Eins og áður segir er Roga-
land mesta kvikfjárræktarfylki
Noregs og sláturhús eru þar
mörg og allmikil sala sláturaf-
urða til annara fylkja. Og ali-
fuglarækt er þar mikil og svína
rækt. Rogaland hefir margvís-
legan iðnað sem af landbúnað-
inum leiðir, þar eru framleidd
amboð allskonar og landbúnað-
arvélar.
Félagslíf er lítið í Stavangri
— nema á trúmálasviðinu. En
þar stendur bærinn fremst allra
bæja í Noregi og trúarhreyfing-
arnar setja ótvíræðan svip á bæ-
inn. Skemtanalíf er þar mjög fá-
breytt, kaffihúsin fremur fátæk
leg og sviplaus, dansskemtanir
fágætar nema í heimahúsum.
En hver sem vill getur komist
á trúmálasamkomu á hverjum
degi og enda oft á dag. Þarna
er eigi aðeins öflugt heimatrú-
boð heldur má segja að bærinn
sé klakstöð fyrir alla sértrúar-
flokka, sem nöfnum tjáir að
nefna, ekki aðeins adventista,
baptista, methódista, Smitsvini
og Hvítasunnubræður, heldur'
fyrir trúarbrögð, sem ekki eiga
áhangendur nema mjög óvíða.
í einni götunni má héita að röð-
in sé samfeld af þessum sam-
kunduhúsum trúmálafélaganna,
en hinsvegar lítið um önnur
samkomuhús. Bindindisstarfsemi
er þar mikil, og einn mesti fröm
uður hennar, Ásbjörn Kloster,
var frá Rogalandi og er eirmynd
af honum fyrir framan járnbraut
arstöðina. Ber Stavangur þess
menjar, því að hann er sá eini
af hinum stærri bæjum Noregs
sem hefir vínsölubann.
í Stavanger er fegurð kven-
fólks mjög rómuð, og hún er
þökkuð því, að stúlkumar éti
svo mikið af fiski. Ef til vill er
sama ástæðan til þess að stúlk-
urnar þykja svo fallegar í Rvík.
Það er víst eitthvað til í þessu,
enda auglýsa t. d. enskir fisksal-
ar með fiskinum sem fegrunar-
lyfi.
Vestarlega í bænum er gamalt
og merkilegt kaupmannssetur,
sem Ledal nefnist. — Þar ríkti
Kjellandsættin mann íram af
manni og græddi peninga á versl
un og útgerð. Stavangur var í
þá daga miðstöð verslunarinnar
við England og bar hærra á
Stavangri þá en nú. J. Kjelland
yngri, sem bjó í Ledal um miðja
síðustu öld, var talinn ríkasti
maður í Noregi. Þarna var og
bústaður skáldsins, sem ól mest
aldurs síns í Stavangri, þar
fæddist hann og ólst upp og að
loknu laganámi keypti hann þar
leirbrennslu og fór að búa til
múrstein meðan hann var að
búa sig undir skáldferilinn. —
Múrsteinsgerðin fór á hausinn,
en skáldið lifði og varð borgar-
stjóri í Stavangri 1891 til 1902,
er hann var skipaður amtmað-
ur á Mæri. Dó hann aðeins 57
ára gamall og verður um aldur
stolt Stavanéursbúa, þó að hann
í lifanda lífi kaghýddi þá með
sínum hvassa penna fyrir
hræsni og yfirdrepskap.
Stvangaur telst vera um 800
ára gamall bær og þannig með
elstu bæjum Noregs. Saga hans
sem „niðursuðubæjar“ hefst 1873
með stofnun „Stavanger pre-
serving Co.“ en 1925 voru fyrir-
tækin í þessari grein orðin 78.
Hins vegar á bærinnn nú orðið
við skæða samkeppni að stríða
frá öðrum bæjum í Noregi og
blómgast ekki eins vel og hann
gerði. Haugasund er t. d. miklu
meiri athafnabær nú en Stav-
angur, þó minni sé. 1 Hauga-
sundi lögðu allir aura sína í skip
og báta en í Stavangri í niður-
suðuna. Og skipin í Haugasundi
gefa betri arð en síldardósirnar
í Stavangri.
Um aldamótin síðustu voru
allmikil skipti milli Stavangurs
og íslands. Það var á þeim tíma
sem Otto Wathne var sem at-
hafnasamastur á Seyðisfirði. —
Maður hittir í Stavangri gamalt
fólk, sem verið hefir á íslandi,
en í Haugasundi er annar hver
karlmaður Islandsfari. Það er
líklegt að Stavangur verði í
þjóðbraut íslendinga á ný, vegna
Sóla-flugvallarins. Stavangurs-
búar lögðu mikið kapp á að
koma honum upp og lagði bær-
inn fram helming kostnaðar við
gerð hans, fram að styrjöldinni.
Á stríðsárunum stækkuðu Þjóð-
verjar völlinn mikið, svo að telja
má hann besta flugvöllinn í
Noregi. Brautirnar eru þrjár, ein
120 metra breið og 2000 metra
löng, en hinar 40 metra breiðar
og önnur 2000 metra löng og hin
nokkru lengri. Annar minni flug-
völlur er þar skamt frá og flug-
höfn á Hafursfirði. Flugleiðina
milli Reykjavíkur og Sóla má
fara á 3—4 tímum.
Fálkinn.
Borgið Lögberg
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar