Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.06.1947, Blaðsíða 6
(i LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNl, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi _________________ “Hann beiddi mig að koma þangað og líta yfir nokkur skjöl, svo ég fór þang- að; ég fór til baka með síðustu lestinni. Þegar ég kom inn í vagninn, sá ég unga stúlku — taktu eftir því sem ég ætla að segja þér — ung stúlka — sem sat einsömul í einu horninu; mér fanst það undarlegt að hún var á ferð á þeim tíma nætur; ég kom mér þannig fyrir að ég gæti virt hana sem best fyrir mér. PYed, þú ert ekki eini maðurinn, sem í síðustu viku hefir séð fallega stúlku.” “Falleg, hvað?” sagði Fred með ákafa. “Já, falleg í mínum augum; ég hefi aldrei á ævi minni séð svo falleg augu, og ég hafði gott tækifæri til að sjá þau og virða fyrir mér, því hún virtist ekki veita því neina eftirtekt að. ég var þarna. Eg er að upplagi feiminn og óframfærin, en aldrei fremur en þá; ég hefði viljað gefa hvað helst sem væri til þess að ég hefði getað talað við hana og heyrt hana tala. Hún sat þarna eins og myndastytta, án þess að hreyfa sig minstu vitund, og starði stöðugt á lampann, og ég sat þarna og gat ekki safnað í mig svo miklu áræði, að ég þyrði að ávarpa hana einu einasta orði. Loksins nálguðumst við London; far- miðarnir voru teknir, en hún gat ekki fundið sinn farmiða. Eg lagðist á hnén og hendurnar, og fann hann undir sæt- inu. Eg leit á hann og fékk hann svo lestarstjóranum. Hvert heldurðu að miðinn hafi verið til?” Fred hristi höfuðið Honum fanst þetta ekki mikið ævintýri á við sitt í Sylvester skóginum. “I>ú getur aldrei getið upp á því. — Hann var til Wood Castle,” “Wood Castle!” hrópaðí Fred og hljóp upp. “Hver var hún þá? Ef til vill þekki ég hana.” Newton hristi höfuðið. “Að lokum herti ég upp hugann og spurði stúlkuna: “Hefurðu ferðast langt? Wood Castle er fallegur staður. Og hverju heldurðu hún hafi svarað?” Fred aðeins hristi höfuðið. “Eg veit það ekki, ég hefi aMrei kom- ið þar fyrr en í dag,” og það var alt sem við töluðumst við þangað til við kom- um til London. Þegar lestin rann inn á stöðina, spurði ég hana, hvort hún vildi ekki, að ég sæi um að ná farangri henn- ar. Hún sagðist engan farangur hafa. Eða hvort hún vildi þá ekki að ég kall- aði á ökumann? Jú, hún vildi það. Náði ég þegar í ökumann, og hún sté inn í vagninn. Á þann hátt er hún þakk- aði mér fyrir, fullvissaðist ég um að hún var fullkomin hefðarmær. — Svo spurði ég hana, hvort ég ætti ekki að gefa ökumanninum heimilisfang henn- ar, svo hann gæti ekið hina styðstu leið; jú, sagði hún, “Nothingham Terrasse.” Svo ók vagninn á stað.” “Og svo?” sagði Fred og horfði á fé- laga sinn, sem leit út eins og hann væri annars hugar. “Já, ég — þú auðvitað kallar mig bjána, Fred, það er ég viss um — ég leigði mér annan vagn og ók á eftir henni. Eg sá hvar hún gekk inn, svo ég fór að næsta húsi og barði þar að dyr- um. Eg spurði þar um, hver byggi í næsta húsi, og benti á það; fólkið var alúðlegt og sagði mér, að þar byggi aldraður herramaður með barnabarni sínu, Miss. Gladys Holcomb.” 15. Kafli. “Hún heitir Gladys Holcomb,” sagði Edward Newton. Fred hneigði sig fyrir honum. “Gladys Holcomb. Eg hefi aldrei heyrt það nafn áður,” sagði Fred. “Eg ekki heldur,” sagði Newton, “en það tilheyrir hinni fegurstu og fríðustu stúlku, sem ég hefi nokkurn tíma séð.” “Það er af því að þú hefir aldrei séð Dora Nichols,” sagði Fred. “Eg skal segja þér, Ed.: Það eru víst fallin yfir okkur einhver undarlegheit, að sami kvillin skuli hafa sýkt okkur báða — við erum ástfangnir. Það.er nú ekki svo spánýtt fyrir mér, en að hugsa sér þig, sem aldrei hefir viljað líta á stúlku; ertu alvarlega ástfangin, Ed?” Newton leit upp brosandi og hneigði sig. “Já, býsna alvarlega, Fred, og sem nýbyrjandi í ástamálum, kem ég til þín, að leita ráða.” “í þessu tilfelli er það auðvelt mál; Þú veist, hvar þú getur fundið þessa ungu stúlku; það sem þú skalt gera er, að búa þig eins og sótara og fara og hreinsa pípurnar í húsinu nr. 11 í Not- hingham Terrasse, eða þykjast vera tollheimtumaður, eða þú getur látist vera að líta eftir gasmælirnum. — Þú getur fundið þér margt til erindis en ég — hvað á ég að gera? Eg hefi séð yndislegustu stúlkuna í heiminum, og, ef ég er ekki ástfangin í henni —.” “Eg held að mér sé óhætt að segja að þú sért,” sagði Newton. “Já,” sagði Fred, “ég sannarlega er. Eg skildi það fyrst til fulls. er ég fann að skógarhúsið var tómt. En hvað á ég nú að gera? Eg hefi enga hugmynd um, hvar hún muni vera. Gamli, geð- vondi Nichols, getur hafa myrt hana með skógaröxinni sinni, og strokið svo til Ástralíu.” “Þetta er mjög undarlegt,” sagði Newton hugsandi. “Sástu engin merki til þess að þau væru í undirbúningi með að flytja, þegar þú komst þar í fyrra sinnið?” “Nei, engin merki til þess,” sagði Fred. “Alt leit út eins og það var þá, og hafði verið í hundrað ár, að Dóru undantekinni, og að þau ætluðu sér að vera þar önnur hundrað ár. Ed, ég er hræddur um að við séum sjúkir af ást. Kanske að það sé alt saman draumur — og að ég hafi ekki komið til Wood Castle, og þú ekki til Glenwood. Við skulum reyna að vakna — nei, þá! — Vesalings gamli Squirinn! Ed, það er alt saman raunveruleiki, um það er engum blöðum um að fletta, og við er- um báðir reglulegir aulabárðar!” “Talaðu bara fyrir þig sjálfan, óhemjan þín,” sagði Newton. “Eg hefi verið kjáni, þangað til nú fyrir þremur dögum; nú er ég eins vitur og Saiomon, því nú veit ég hvað ást er.” “Eg hefi lært það sama — en ég hefi líka lært, hve lítið ástir mannanna þýða. Það næsta sem ég þarf að læra er, hvernig ég á að vinna fyrir mér. Eg vil reyna að lifa heiðarlegu lífi, en fá- tækt fólk getur ekki ætíð verið vand- látt að vali sínu, og auk þess borga heiðarlegheit sig ekki nú á tímum. Eg er fallinn svo lágt, að ég gæti verið bankastjóri eða þingmaður, án þess að finna hið minsta til samviskusemi út af því.” Newton leit á hann, því hann skildi strax, að í þessum glensyrðum lá heil- mikill biturleiki; hann vissi líka svo vel, að þegar Fred var gramt í geði — sem sjaldan kom fyrir — að þá var hann alveg óbilgjarn. “Við skulum tala um það, Fred. — Setstu niður, en svolítið frá borðinu; þú ruglar öllum skjölunum mínum. Við skulum tala um það, þú ferð ekki út í kvöld.” “Jú, ég fer út,” sagði Fred harkalega, “jú, ég fer í klúbbinn.” “Nei, nei,” sagði Newton alvarlega. “Þú mátt ekki fara þangað í kvöld, Fred.” “Hvað ertu hræddur um, Ed?” sagði Fred. “Heldurðu að ég ætli að spila? Eg hefi enga peninga til að tapa.“ “Það er ástæðan fyrir því. að þú ætl- ar að spila. Vertu hérna heima í kvöld.” F'red lagði hendina á herðar Newtons og sagði: “Eg get það ekki; mér er það ómögu- legt; ég brenn af ótta og óvissu. Ef ég sit hér lengur, mundi ég myrða þig og ræna herbergið. Eg ræð ekki við mig.” “Láttu ekki eins og bjáni,” sagði Ed áhyggjufullur. “Þú ert í æstu skapi. — Haltu þig burtu frá klúbbnum í kvöld; en ef þú ferð, þá snertu ekki á spilum.” Fred hló sinn vanalega, stutta hlátur. “Eg skal lofa þér því, ég skal ekki snerta á spilum í kvöld. Ed., ég vildi óska að þú værir stærri og sterkari, en þú ert, þá skyldi ég fara í handalög- mál við þig, setstu niður! Eg væri ekki fær um það. Mig langar til að gera eitt- hvað — eitthvað æðisgengið. Þú getur setið hér og látið þig dreyma þína ástar- drauma; ég get það ekki — ég yrði al- veg vitlaus. Þú skalt ekki sitja uppi og bíða eftir mér.” Newton horfði á eftir honum er hann hvarf inn í annað svefnherbergið, sem var til hliðar við stóru stöfuna þeirra; hann hristi höfuðið. og sagði við sjálf- j an sig: “Vesalings Fred!” Og BTélt svo áfram starfi sínu. Fred fór í kalt bað, skifti um klæðn- að og sagði góða nótt við Newton, fór svo ofan stigann og út í ganginn, og út á strætið. Hann fór upp í vagn og sagði ökumanninum að fara með sig til Elks-klúbbsins. Það v|ar fyrr en klúbbfélagarnir venjulega komu. Það var klúbbur, sem maður eins og Fred, hefði síst átt að vera í. Þar var alt fínt og dýrt, og þar gátu menn spilað hvenær sem var og um eins mikla peningaupphæðir og þeir vildu. Þegar Fred kom inn í spilasalinn, var hann nærri því tómur, en í kringum mörg löng borð stóðu stólar þannig, að bakið á stólunum hallaðist upp að borðinu, sem þýddi, að þau sæti voru pöntuð, í hinum sem hærra voru sat fólk sem hneigt var til að spila. Allir litu við er Fred kom inn, og heilsuðu honum með fögnuði. Menn sögðu hver við annan, að hann yrði að fá sæti og taka þátt í spilinu. En hversu hart sem gengið var að honum með að spila, fékkst hann ekki til þess; hann hristi aðeins höfuðið. “Það er eitthvað að Fred,” héldu þeir. “Það er satt,” sagði hann, “ég er banhungraður, og verð að fá mér að éta.” Hann gekk inn í borðsalinn. “Ed. hefir alveg rétt fyrir sér,” hugs- aði hann; “það væri alveg vitlaust af mér að vera í klúbbnum í kvöld; ég gæti ekki fylgst með í spilinu, þó ég reyndi. Hann hafði ekki lokið við fyrsta réttinn, er tveir kunningjar hans, ung- ir aðalsmenn, komu inn. Þeir heilsuðu honum og reyndu á allan mögulegan hátt að æsa hann upp; annar vildi veðja á það, að hann hefði aldrei farið frá London, dagana sem hann hefði ekki séð hann, og svo var veðjað um eitt og annað, sem er svo vanalegt á Eng- landi. Svo fóru þessir aðalsmenn að tala um svo aðdáanlega fríða stúlku, sem væri miljóna-erfingi frá einni nýlend- unni; hún hét Edith Rusley, og þeir dáðu hana og hófu upp til skýjanna. — Þessir herramenn beiddu um kampavín; Fred neitaði fyrst að drekka meira en það vín sem hann hafði beðið um með matpum, en lét þó að síðustu tilleiðast, fyrir áskoranir þeirra. Sem snöggvast hvarflaði hugur hans til Newtons; honum fanst það svo und- arlegt, að þeir báðir, næstum á sama tíma, virtust hafa fundið hugsjóna- gyðjur sínar. Ef hann hefði getað lyft lítilsháttar upp blæju framtíðarinnar, hefði hann orðið enn meir undrandi yfir. að forlagaþráður hans skyldi spinnast inn í sama vef. ekki einungis Dóra, heldur og Gladys Holcoma og lafði Edith Rusleys; að þær allar skyldu hafa mikla þýðingu fyrir. líf hans. Fred efndi loforð sitt við Newton, að spila ekki á spil það kvöld, en hann spil- aði knattborðsleik við þessa kunningja sína, sem því miður drukku, ásamt honum, of mikið af þessu ljúffenga víni. • 16. Kafli. Það er ekki meiningin að afsaka söguhetjuna í þessari frásögn, né skýla göllum hans. Enginn maður er að öllu góður né að öllu vondur. Hann var ör- geðja maður, ög það er hættulegt. Þetta kvöld sauð blóðið í æðum hans. Fyrst hafði hann séð og mætt Dóru, og hún hafði sett hjarta hans í bál; en svo hafði hann týnt henni. Svo það, að hans var ekki getið með einu orði í erfða- skrá föðurbróður hans, svo það var ekki að furða þó hugur hans væri í æsingu. , Um klukkan 2 um nóttina var klúbb- urinn orðinn fullur af fólki; þangað hafði safnast fólk frá leikhúsum og dönsum, og kampavínið flaut í stríðum straumum, en Fred fann brátt að hann hafði neytt of mikils af þeim lúmska drykk, svo hann ætlaði að fara heim. Hann hætti við knattborðsleikinn, og fór dult út úr salnum, svo sem minst bæri á, svo vinir hans héldu honum þar ekki lengur. Hið ferska næturloft kældi höfuð hans, svo hann hristist; en hið ólgandi vín ólgaði enn meira inni fyrir. “O, nei, ég vil ekki fara strax heim,“ sagði hann við sjálfan sig; “Ed. verður reiður við mig, eins og altaf þegar ég er lengi úti. Hann er eins strangur eins og hann væri faðir minn — já, nærri því eins og stjúpmóðir. En ég hefi ekki snert spilin; og hefði það ekki verið vegna þessara tveggja manna sem komu til mín, þegar ég var að borða, hefði ég ekki drukkið svona mikið. Nei, ég vil ekki fara heim. Hvað stjörnurnar skína skært í kvöld, — og þær eru svo ótrúlega margar. Eg hefi aldrei áður séð svona margar stjörnur. Eg skal ganga um göturnar til morguns. Hvar er ég, Hvar er hún? Það er gott að hún sér mig ekki núa‘ Mér þykir vænt um að hún er ekki hér; mér þykir vænt um að ég sé hana ekki framar. Það væri ekki rétt af slíkum manni sem mér, að gjá hana; ég er ekki þess verðugur að snerta hendi hennar. En ég hefi snert hana.” Og undrandi yfir frekju sinni rétti hann út hendina og horfði á hana við birtuna frá götuljósinu; svo gekk hann áfram án þess að hugsa um, hvert hann gekk, og án þess að veita athygli þeirri þreytu og magnleysi, sem smátt og smátt færðist yfir hann. Rétt þegar hann var að ganga sig út úr þessum dauðsjúku draumum sem hann var í, kom þar lest af fínum vögn- um, sem var ekið með hægð, frá einu fínasta húsinu í Lane Park — Lafði Wales. Þessi hefðarfrú var ein af leiðtogum hins fínna samkvæmis, og hafði verið það í mörg ár. Að vera séður í hennar hópi var sama sem að maður tilheyrði hinum fínasta samkvæmishring borg- arinnar. Þetta kvöld hafði hún haft stóran dansleik, og danssalurinn og allar stof- ur troðfullt af dansgestum. Þó húsið væri stórt, varð margt af fólkinu að standa í stiganum, svo það var ekki auðvelt að komast áfram gegnum slíka þröng ungra manna og meyja, sem til- heyrðu fínustu f jölskyldum samkvæmis- lífsins. Það er óþarfi að taka það fram, að dansinn var hinn skemtilegasti og vel heppnaður; því svo voru allar skemt- anir, stm lafði Wales stóð fyrir. Þessi dans var einn hinna stærstu og fjöl- mennustu sem hún hafði nokkurn tíma efnt til, því auk konunglegra prinsa, hafði hún trygt sér á dansinn lafði Edith Rusley, hina stórauðugu, ungu hefðar- mey, sem ungu aðalsmennirnir höfðu verið að tala um í Elk-klúbbnum. Það var ekki auðvelt að fá hana til að þiggja heimboð, og það var oft að hún, þó hún hefði þegið boðið. að hún kom ekki. En þetta kvöld hafði hún þegið boðið á dansinn, og var einnig drottning skemt- unarinnar. Hún var ekki einungis fríð, en hún var meira — hún var yndisleg. Hún var ekki há vexti, en rétt í meðal lagi; hafði ljómandi fagurt vaxtarlag, framkoma hennar var yndisleg, hvít á hörund, með ólýsanlega fögur augu;, sem stundum brá fyrir í glettnis- eða háðglampa. Hvar sem hún kom, var dáðst að henni og hinir ungu aðalsmenn hópuðust í kringpm hana. Hún hafði gaman af spjátrungsskap þeirra og yfirlæti, og hæddist að uppgerðartil- beiðslu þeirra og auðmýkt. Þetta kvöld var hún í indverskAim netludúkskjól, sem hvorki var skraut- legur né íburðarmikill; stúlkurnar, sem öfunduðu hana, sögðu, að hún hefði bú- ið sig þannig til þess að vekja eftirtekt ungu aðalsmannanna á sér. En svo hafði hún, til að bæta fyrir kjólinn, afar dýrt gimsteinaskraut í hárinu, um háls sér og handleggi'. Með henni fylgdist öldruð kona, sem ungu mennirnir köll- uðu ,,varðhundinn“, en hún átti það nafn ekki skilið. Lafði Edith var fyllilega fær um að gæta sín sjálf, og Mrs. Nobel, ekkja eftir indverskan hersir, var altof mild og gæf til að vera nokkurs varð- maður. Gestirnir voru að búa sig til heim- ferðar, og svo voru og þessar tvær kon- ur; það voru bara þrengslin sem töfðu þær frá að komast áfram. Við dyrnar stóð lafði Wales til að kveðja gestina; í full 40 ár hafði félagsskapur hennar og dansar haft sérstákt aðdráttarafl, og er slíkum samkvæmum lauk, hafði hún staðið við dyrnar til að kveðja gestina, eins og þetta kvöld; hún stóð þar bros- andi, án hinna minstu merkja um þreytu, og bauð sínum þakklátu gest- um „góða nótt!“ Loksins komst Miss Edith þangað sem húsmóðirin var, sem, þó hún ætti í miklum önnum, sýndi henni þó sér- staka virðingu og eftirtekt. “Þarftu líka að fara núna, Miss Edith. Jæja þá, góða nótt, og ég þakka þér fyr- ir, að þú gerðir dansinn minn svo eftir- minnilegan. Eg skulda þér sannarlega þakklæti fyrir það ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.