Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ, 1947 3 Waller J. Lindal: Brýrnar tvær Eins og kunnugt er, halda Vestur-íslendingar úti tveim vikublöðum, Lögbergi og Heims kringlu. En þeir gefa líka út blað a ensku, sem heitir „The Icelan- dic Canadian“. Það er sérstaklega ^etlað því fólki, sem er af ísl. ^rgi brotið, en er ekki svo vel að sér í íslenzku, að það hafi fult Sagn af ísilenzku lesmáli, og til- gsngur blaðsins er að glæða hjá því fólki skilning á íslenzkri ^enningu og löngun til að kggja rækt við íslenzka þjóð- ernisarfinn. Einn þeirra manna er að því blaði standa, er hinn góðkunni dómari Walter J. Lín- dal í Winnipeg, maður prýðilega ^enntaður, þjóðrækinn og mik- ds metinn. Honum er mjög annt Urn það, að sem best kynni geti *ekist með ungu fólki beggja Vegna hafsins. í því skyni hefir kann ritað grein þá, er hér fer á ®ftir, og er vonandi að henni Verði góður gaurnur gefinn, því aÓ hér er um mjög þýðingar- rnikið má/1 að ræða. Lesbók Mbl. Fyrir rúmum sjötíu árum ^Ógðu hópar af íslendingum af stað.yfir Atlantshafið til Norður Ameríku. Þeir stofnuðu nýlend- Ur víða og var aðal nýlendan við ströndina á Winnipegvatni. Hún Var kölluð Nýja ísland og hefir hafnið haldist við til þessa dags. 1 þessari nýlendu myndaðist ís- knzkur félagsskapur, stjórnarfyr lpkomulag var stofnsett sem var íd^klu fullkomnara en venjuleg- ar sveitastjórnir og innan skams ^fr gefið út íslenzkt blað. — Alt fór fram á íslenzku, sem er auð- ^kilið, þar sem fólkið var ný- komið frá íslandi. A þessu stutta tímabili — rúm- Ulu mannsaldri — hefir mikil óreyting átt sér stað. Víðast 'l!Var, einkum í borgunum, er eOskan daglega málið; á flestum undum fer alt franr á ensku; í kirkjunum er messað bæði á ^slenzku og ensku. Nýjar kynslóð lr hafa fæðst og vaxið upp og a®rar dáið og hefir það valdið 'diklum umskiftum, En það sem fneir en nokkuð anr.að flýtir fyr- lr þessari breytingu og gerir Varanlegt viðnám ómögulegt, eru S'ftingarnar. Prestar segja að isndaðar hjónavígslur — þar ^111 annaðhvort hjónanna er ^kki íslenzkt — sé miklu fleiri hinar, í borgunum fjórar af Verjum fimm, í íslenzku byggð- Uuum að minsta kosti helming- Urinn. Að börn þessara hjóna- anda læri íslenzku er sú fá- ®ma undantekning að naumast þarf að taka hana til greina. A síðasta ársþingi Þjóðræknis ^tagsins í Vesturheimi var ég ^iaddur. Einn kunningi minn og litum yfir hópinn mjög ná- væmlega í því skyni að reyna a komast að meðalaldri þeirra, ep sátu þingið. Við vorum sam- ^áia um að hann væri ekki lægri 611 sextíu ár. ^egar íslenzkir merkismenn 1113 til Winnipæg og halda hér p^ður er oftast húsfyllir. Margir þeim sem þangað koma, kunna Uið í íslenzku, einstaka als ekk- Gpk Alla langar til að vera við- f^ddir, þó ekki væri nema til Ss að taka í hendina á gesti frá Samla föðurlandinu. ess ber einnig að gæta að eíff13 ^^kið. engu síður en það pa, næstum undantekningar- aust hikar ekki við að láta hér- j*nt fólk vita að það sé af ís- ^zku bergi brotið. Margur i r^ari þessa lands, sem er ís- ^Oskiir aðeins í aðra ætt eða lnna, hefir meiri mætur á sín- u lslenzka ættstofni en hin- jj, því leyti er hann mjög Ur Skotum í þessu landi. sj£*enfafólk meðal yngri kyn- Semanna> eða jafnvel allir þeir, fr£eð kugsa alvarlega og lesa andi bækur, grípa tækifærið, Bjarni Ólafsson fiskiútvegsmaður Bjarni Ólafsson fiskiútvegs- ef þess gefst kostur, að kynna sér sögu íslendinga bæði austan hafs og vestan. Þýðingar úr ís- lenzkum bókmenntum; fornum og nýjum, eru lesnar, en þær eru af skornum skamti og væri nauð- synlegt að fá umbót á því. Þjóðernistillfinningin þarf ekki að eyðileggjast þótt ættblóðið þynnist. Canada og Bandaríkja- borgurum af íslenzkum ættum þykir vænt um þjóðina litlu á eyjunni í Atlantshafinu. — En fróðleikur þeirra um ísland og íslendinga er að miklu levti byggður á afspurn og því als ekki fullnægjandi og stundum ekki áreiðanlegur. Nú hefi óg bent á sumar stað- reyndirnar eins og þær koma okkur fyrir augu hér vestra. — Þær eru að sumu leyti ekki hug- hreystandi en samt er hægt að finna í þeim framtíðarvon. Þær knýja menn til alvarlegra hugs- ana og krefjast þess að hlynt sé að því sem hægt er að varðveita. Tungan er að hverfa sem dag- legt mál en ættar- og þjóðræknis tiilfinnnigin er enn sterk. Hér virðast vera andstæður sem sumir álíta að ómögulegt sé að samræma. En samt veirður að gera það. Ekki bætir úr að æðr- ast þótt ekki sé alt eins og mað- ur hefði ákosið. En þá síður má láta skeika að sköpuðu og leggja árar í bát. Fyrsta sporið er að greiða svo fyrir að æskulýðnum í þessari álfu gefist tækifæri að kynnast stofnþjóðinni betur. Ef það heppnast liggur næsta sporið við, að opna dyrnar að fjársjóð- um þeim sem íslenzk menning menning hefir að geyma. Þótt það væri æskilegt þá þarf lyk- illinn samt ekki nauðsynlega að vera úr hreinum íslenzkum málrni. Aðra mál-mynd mætti nota. Það þarf að brúa hafið svo allir hafi not af og til þess þurfa brýrnar að vera tvær. önnur er nú þegar til og er margra ára gömul. Hún er úr há-íslenzkum viðum, er enn sterk og mun hald- ast við að minsta kosti um tíma, ef til vill marga mannsaldra. — Eldra fólkið, jafnvel það sem fætt er hér og uppalið, les og talar íslenzku og hefir í mörgum tilfellum ótrú'lega góða þekk- ingu á sögu og bókmenntum íslendinga. Þjóðræknisfélagið nær til þessa fólks heldur við minningum og styrkir böndin við ættlandið og er þar þörfu starfi afkastað. Næst er að hefjast handa og byggja hina brúna. Efnin í hana verða að vera tvenn. Islenzka þjóðin þarf að kvnnast yngri kynslóðunum hér, sem lítið eða ekkert kunna í íslenzku, fólki sem ann þessu landi, föðurlandi sínu, en hefir samt ekki gleymt stofnþjóðinni Einnig þarf þetta fólk, sem er meira og minna blandað öðrum þjóðflokkum, að kynnast gamla ættlandinu og þjóðinni þar. Móðurmál heima- þjóðarinnar er íslenzkan; móð- urmál okkar hér vestra, eða mál ið sem ökkur er tamast, og sem við verðum að grípa til ef við eigum að gefa hugsunum okkar full skil, er enskan. Það verður að nota báðar tungumar. Með því móti getur nýja brúin orðið að tilætluðum notum. Menn hafa oft hugsað um þetta qg hafa ýmsar bugmyndir verið ræddar og á nú að reyna að koma einni þeirra í fram- kvæmd. Hún er sú, að menn hér, sérstaklega meðal hinna yngri, skrifi greinar á því máli sem þeim fellur best, og láti í ljós af- dráttarlaust tilfinningar sínar og sannfæringu varðandi þessi mál, og eiga þær greinar að koma út í blöðum og tímaritum á íslandi. Búist er við að sumir þeirra, sem maður frá Selkirk, druknaði í Winnipegvatni þann 15. nóv. s. 1. haust. — Útför hans fór fram frá kirkju Selkirks safnaðar 19. maí að viðstöddum mannfjölda. Bjarni var fæddur á Sauðár- króki í Skagafjarðarsýslu, 12. sept. 1903, sonur Kristínar Bjarnadóttur Ólafssonar frá Svartárdal í Húnavatnssýslu og Hinriks Árnasonar, manns henn ar; leiðir foreldra hans skildu og bar Kristín jafnan föðurnafn sitt, íslenzkri málvenju samkv. Bjarni var föstraður á íslandi til 5 ára aldurs, en árið 1909 kom hann vestur um haf til móður sinnar, er farið hafði vestur um haf árið 1904 og setst að í Árborg, Man. Þar ólst Bjarni upp með móður sinni, ásamt Jóni eldri bróður sínum. Þaðan af mátti segja að hann dveldi a'ldrei lang dvölum að heiman frá henni, ut- an þess er hann var fjarverandi við fiskiveiðar. Þau áttu heimili í Árborg til ársins 1921, en þaðan af í Selkirk-bæ. Unglingur að aldri tók Bjarni að stunda fiskiveiðar á Winnipeg vatni, um hríð í annara þjónustu; en mörg síðari ár starfrækti hann fiskiútveg á eigin reikning; mátti segja að það yrði æfistarf hans, er hann stundaði af kost- gæfni og kappi, og mátti hann fengsælann telja. Bjarni var óvenjulega mikill og karlmann'legur að vallarsýn og bar sig prýðilega; hann var háttprúður maður í allri fram- komu og góður maður að hjarta' lagi. Lítt mun hann hafa leitað vináttu manna að fyrrabragði, en ávann sér hlýhug og tiltrú samverkamanna sinna og annara er honum kyntust á æfileið sinni. Eins og hann var óvenjulega karlmannlegur og fagur að vall- arsýn, þannig er mér af kunnugri Business and Professional Cards BJARNIÓLAFSSON mönnum tjáð, að hann væri ágæt um sálarhæfileikum gæddur; var bókihneigður, vandaður að vali bóka, hafði góð not þess, er hann las, og braut það til mergj- ar eftir bestu getu. Hann varð vel kunnugur mörgu því er ísland snerti; var vel að sér í íslenzku máli, þótt litillar fræðslu yrði hann aðnjótandi í þeim efnum utan þeirrar er bókfróð og gáfuð móðir veitti honum. Móður sinni reyndist hann tryggur og góður sonur í gegn- um hin mörgu samvistarár, og vildi eftir því sem honum var frekast auðið, að henni hlynna, og mein hennar græða. Líklegt tel ég að kærleiksum- önnun og ást móður hans væri bjartasta stjarnan á æfihimni hans; ljós er lýsti honum, þegar dimt var umhverfis hann, pól- stjarnan er lýsti honum lifandi, stríðandi og deyjandi til Guðs. Eins og áður er getið, fjöl- menti fólk við útför hans, var athöfnin fögur og í samræmi við fegurð útfarardagsins. „Vertu sæll, við söknum þín“. S. Ólafsson. Þ jÓÐRÆKN ISST ARF meðal ungra íslendinga Á meðal Vestur-Islendinga eru allmargir áhugamenn sem láta sér ant um það, að sú kynnslóð sem er að alast þar upp nú og kann lítið í íslenzku, fái nokkra fræðslu um ísland og íslenzkt þjóðlíf. í því skyni hafa þeir stofnað félag í Winnipeg, sem nefnist The Icelandic Canadian Club of Winnipeg. Það félag held ur al'l-oft fundi til fræðslu og skemmtunar og auk þess gefur það út blað á ensku er nefnist The Icelandic Canadian, og kem ur út á hverjum ársfjórðungi. í síðasta hefti þess blaðs er at- þetta verk er falið á hendur, sé ekki nema að parti af íslenzkum ættum og ef til vill kunni ekk- ert í íslenzkri tungu. Svo er von- ast eftir að Islendingar austan hafs riti greinar sem aðallega eiga að ná til yngri kynslóðanna hér og munu þær koma út á ensku í tímariti okkar sem nefnistfThe Icelandic Canadian. Fyrsta greinin frá Islandi, rit- uð af séra Friðriki Hallgríms- syni, kom út í vor-hefti þessa árs og þetta er fyrsta greinin að vestan. Vonandi er að þessari hug- mynd verði vel tekið og að hún fái byr undir vængi beggja meg- in hafsins. Hún er hér aðeins dálítil byrjun, en að mér finst, byrjun í þá einu átt sem hægt er að stefna, ef ætlunin er að ná til yngra fólksins. Ef þetta mis- heppnast og ékkert annað er fengið í staðinn, hlýtur að koma að því fyrr eða síðar að sá hóp- urinn meðal okkar, sem fer sí- stækkandi, muni hverfa algjör- lega inn í þjóðarstraumana hér og tapast heimaþjóðinni. W. J. Lindal. Lesbok Mbl., 1. júní. hyglisverð grein eftir Walter J. Líndal, dómara í Winnipeg, sem lætur sér mjög ant um að unga kynslóðin vestur-íslenzka glati ekki tengslum við íslenzkt þjóð- erni og menningu. I sama hefti birtist grein um samstarf íslend inga austan hafs og vestan eftir séra Friðrik Hallgrímsson, og munu fleiri greinar héðan að heiman birtast í blaðinu á næst- unni. I Lesbók Morgunblaðsins mun næstkomandi sunnudag birtast grein eftir Líndal dómara, en hann ritaði í fyrsta hefti þessa árg. Icelandic Canadian grein, sem að efninu til er erindi er hann flutti í íslenzka kvöldskól- anum í Winnipeg um mentamál á íslandi. Morgunblaðið telur það vel farið ef almenningur hér á landi gæfi gaum að þessu máli, því að svo margir íslendingar hafa orðið þjóð sinni til sóma vestan hafs að hún ætti að gleðjast af því og meta það að verðleikum. Þjóðræknisfélag ÍSlendinga vill greiða fyrir útbreiðslu blaðs- ins The Icelandic Canadian hér heima. Það kostar hér 8 krónur árgangurinn, en 18 krónur 3 ár- gangar, greiddir fyrirfram. Þeir sem vilja gjöast áskrifendur, geta snúið sér til skrifstofu fé lagsins í Þjóðleikhúsinu — geng ið inn frá Lindargötu, — sem verður opin fyrst um sinn á mánudögum og fimmtudögum kl. 10—12 árd. F Mbl. 11. maí. — Hefir þú nokkurn tímFann lifað kartöfluuppskerubrest? spurði ferðalangur nokkur eitt sinn gamlan mann. — Hvort ég hefi. Eg man ti dæmis eftir því, að 1884 var uppskeran svo lítil, að hann pabbi át 14 ekrur af kartöflum í eina máltíð. Thule Ship Agency l«c. 11 Broadway, New York, N.Y. umboðsmenn fyrir h.f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS (The Icelandic Steamship Co. Ltd.) FLUGFÉLAG ÍSLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New Yorþ og Halifax til Islands. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Hcalth Jnsurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðinyur i augna, eyma, 'nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimastmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pðsU. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Keimilis talsfmi 26/444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. DAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldfi., Winnipeg rilNCEXX MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, \ húsgögn úr smœrri IbúSum, og húsmuni af öllu tæi. 68 ALBERT ST. — WINNIPEG Sfmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitoh, framkv.stf. Verzla t heildsölu meC nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrlfst.sfml 25 355 Helma 66 462 RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anyu'h ere Phone 34 403 Y’our Prescriptions called for and delivered. A complete line of baby needs. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) Talsfmi 30 877 Viðtalstfmi 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone 94 762 Res Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING * Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiCaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðtngar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sfml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaKty Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Direotor Wholesale Dlstributors of Fraah and Frozen Ftóh. 311 CHAMBERS STREET Offloe Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 H HAGBO RG FUEL CO. H Dial 21 331 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.