Lögberg - 19.06.1947, Síða 6

Lögberg - 19.06.1947, Síða 6
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi / Miss Bdith svaraði þessu ekki; hún brosti aðeins ,,á sinn fyrri nýlendu- manna hátt“, eins og menn voru vanir að kalla það, og svo fór hún inn í vagn- inn sinn. Henni var ógeðfelt mikið skraut og íburður. En hesta sína og vagna hafði hún kostulega skreytta á ýmsan hátt, með dýrum áklæðum, hún ók sjálf oft- ast í litlum veiðivagni, og sjálfri virt- ist henni geðjast best látlaus búningur. Hópur ungra manna höfðu hópast í kringum hana við útganginn, og margir þeirra fylgdu henni að vagninum. “Guði sé lof að þetta er búið,” sagði liún og hallaði sér aftur í vagnsætið. — “Þú veslings Mrs. Nobel, ert alveg yfir þig þreytt og úttauguð; er það ekki?” “Jú, ég er sannarlega þreytt,” sagði Mrs. Nobel, sem alt kvöldið hafði setið upp við vegginn. “Þreytt! Já, auðvitað ertu þreytt; það er altaf meira þreytandi að sitja og horfa á en dansa og vera inni í þröng- inni. Eg er ekki vitund þreytt; ég er bara dálítið leið.” “Leið! Það er undarlegt, mín kæra Edith,” umlaði Mrs. Nofcle hálf sofandi. “Það er gott orð — það lýsir því bet- ur en önnur orð, hvernig mér líður.” “Og það, þrátt fyrir það, mín kæra Edith, að þér var veitt meiri eftirtekt, en nokkurri annari stúlku í danssaln- um,” sagði Mrs. Noble hálf sofandi. “Já, það getur vel hafa svo verið, að peningarnir mínir hafi valdið því,” sagði hin unga og fríða stúlka háðs- lega. “Heldurðu að ef ég væri eins fá- tæk og dætur lafði Easterlys eru, að mér hefði verið veitt eins mikil eftir- tekt? Mrs. Noble, þú mátt ekki fara að skjalla mig; það get ég ekki liðið.” “f>að er ekki vani minn að smjaðra fyrir þér, kæra Edith; en þegar prins dansar tvo dansa við þig —” “Já, auðvitað geði hann það. Eg er álitin einhver ríkasta stúlkan í land- inu, og hann hefði dansað við mig, þó ég væri eins ljót og syndin — sem í sjálfu sér er ekki svo ljót. “Hversu undarlega þú talar,” sagði Mrs. Nohle, í ávítunarróm. “Eg er viss um að engin af ungu stúlkunum vakti meiri aðdáun og eftirtekt en þú. Eg sat og tók eftir þeim, kæra Edith, og áhorf- andi sér meira af leiknum en leikar- inn, sem tekur þátt í honum.” “Það er rétt; það er alt sjónleikur, — leikur —,” sagði Miss Edith; “allir þessir ungu menn spila um það, hver þeirra yrði slingastur að ná í ríkan erfingja. Heldurðu að ég sé blind? Eg get séð í gegnum þá alla saman, og ég forsmái þá. Það finst ekki einn ein- asti maður meðal þeirra, sem ekki vildi daðra við mig, þó ég væri blátt áfram ljót —.” “En kæra Edith —” “En, það er satt,” sagði Edith. “Eg get lesið hugsanir þeirra; ef þeir vissu, hve mikið ég forsmái þá, þó ég brosi til þeirra, þá mundu þeir skammast sín og halda sig burt frá mér. Eg vildi óska að ég ætti ekki einn eyrir.“ “Kæra Edith!“ sagði Mrs. Noble al- veg forviða yfir að heyra slíka fjar- stæðu. “Já, ég óska þess, og þá skyldi ég fljótt finna út, hver það væri, sem raun- verulega kærði sig um mig — um mig sjálfa. Það er sagt að ég sé fríð, en fólk er svo hlutdrægt; heldurðu að ég sé svo fríð, að nokkur maður vildi leggja alt líf sitt í sölurnar mín vegna?” “Eg veit ekki, ég fylgist ekki með því sem þú segir,” sagði vesalings ekkjan. “Nei,þ ú ert nærri því sofandi,” sagði Edith. “Sofðu bara, ég skal ekki segja meira.” Gamla konan dæsti og gerði eins og henni var sagt. Miss Edith horfði á stjörnurnar út um gluggann — og fanst þær, eins og vesalings Fred, vera fleiri en vanalega — hugur hennar hvarflaði til skemt- unarinnar um kvöldið. Það hafði prins dansað við hana; það var satt, að hún hafði alt kvöldið verið umkringd af fín- ustu herrum höfuðborgarinnar; það var líka satt, að helmingurinn af hin- um ungu dansmeyjum voru farnar heim ergilegar og óánægðar yfir, að hún hafði notið svo mikillar aðdáunar hjá öllum, en til allrar hamingju var hún samt ekki — “Nei,” hugsaði hún, og hvíslaði því að sér sjálfri — gamla konan svaf vært — “Nei, lífsdraumur minn hefir ekki rætst ennþá. Enn hefi ég ekki mætt þeim manni, sem ég vildi segja við: ég er þín- Kannske ég mæti honum aldrei; þangað til ég mæti hon- um, skal ég vera Miss Edith. þrátt fyrir að þeir sæki að mínum miklu auðæf- um, og ég verð heyrnarlaus af fagur- gala þeirra.” Ökumaðurinn keyrði býsna hart, því hann vildi komast sem fyrst heim, þar sem orðið var áliðið nætur, og Edith tók eftir því, hve vagninn flaug fljótt framhjá húsunum. En alt í einu hall- aðist vagninn og var nærri kominn um. Ökumaðurinn sagði eitthvað sem líktist blótsyrði. Miss Edith skildi að það væri eitthvað að; en henni brá ekki og lauk upp vagnglugganum og stakk gim- steinum prýdda kollinum út og sagði: “Hvað er að, Thompson?” Ökumaðurinn stöðvaði hestana. “Eg veit það ekki upp á víst, ég held að það sé maður. Það var eitthvað sem kom þvert yfir götuna. Já, það er mað- ur.” Miss Edith opnaði vagnhurðina, steig út úr vagninum og gekk til hestanna; við vagnljósin gljáði á alt gimsteina- skrautið, sem hún bar á sér. “í guðanna bænum, þú mátt ekki fara bak við hestana, Miss Edith,” sagöi ökumaðurinn, og talaði um leið til hestanna að standa kyrrum. "Hvað er það, hvað er það?” spurði Edith, er hún litaðist um. “Hér, Miss Edith, til vinstri. Það liggur þarna á veginum, hvað svo sem það er.” Miss Edith fór þangað sem ökumað- urinn hafði bent henni, en sá ekkert fyrst í stað; en er hún gætti betur að, sá hún mann, sem henni sýndist liggja undir öðrum hestinum. Það fyrsta sem hún hugsaði — og hún fór æfinlega eftir því sem henni kom fyrst í hug — var, að draga mann- inn strax undan kviði hestsins. En það er ekki auðvelt fyrir stúlku, þó hún sé sterk, að draga fullorðinn mann, sem liggur á jörðinni, þó ekki sé meira en fáein fet. Eftir að hún hafði árangurs- laust reynt að hreifa hann, ætlaði hún að kalla á ökumanninn til að hjálpa sér að ná manninum undan hestunum, en þá gat hann sjálfur hreift sig og skriðið undan hestunum, stóð upp og studdi sig við vagninn. Miss Edith fór til hans og lagði hend- ina á handlegg hans. “Hvað hefir komið fyrir þig?” spurði hún meðaumkunarlega. “Var ekið yfir þig — ertu mikið meiddur?” Fred — þetta var hann — opnaði augun og horfði á þessa fallegu stúlku, með sömu alvöru og maður, sem verð- ur alt í einu algáður eftir ofdrykkju. “Nei,” sagði hann. “Eg er ekki mikið meiddur. Þú mátt ekki ásaka ökumann- inn, það er mér að kenna. Það er ekk- ert að mér. Góða nótt!” Og hann ætl- aði að lyfta hattinum, en fann hann ekki á höfðinu; hatturinn var í tætlum undir fæti hestsins. Meðan Fred talaði, tók Miss Edith eftir, að blóð draup af fingrum hans. Hún gat ekki þolað að sjá blóðið, hryllti við því og sagði: “Eikki slasast! En það blæðir úr þér.” “Er það nokkuð,” sagði Fred stilli- lega. “Það gerir mér ekkert til. Óttastu það ekki, jómfrú. Eg er vánur að detta hér í þessum heimi, og beinin mín eru svo hörð að þau brotna ekki. Góða nótt!” Hann gekk nokkurn veginn óreikuU upp á gangstéttina; en mjúk og heit hönd stöðvaði hann. “Stansaðu,” sagði Edith. “Eg er viss um að þú ert meiddur; hvernig vildi það til að ekið var yfir þig?” “Eg fór rétt í veginn fyrir hestana, held ég,” sagði hann rólega. “Það kem- ur ekki svo sjaldan fyrir.“ “En — en,” sagði Edith og horfði og athugaði hið fríða og karlmannlega andlit hans. — Hún hætti þó brátt að horfa í andlit hans, hún sá, eftir öllum kennimerkjum, í fyrsta lagi, að hann var prúðmenni, bæði hvað framkomu og klæðnað snerti, og svo það, að hann hafði drukkið meir en góðu hófi gengdi. ”Bíddu aðeins,” sagði hún, og hélt í handlegg hans; “Þú ert ekki fær um að fara einsamall, án hjálpar. og ég er viss um að þú ert meiddur. — Sjáðu bara hvað þig blæðir.” “Það gerir mér ekkert til,” sagði hann, “þú mátt ekki hugsa neitt um það. Lofaði mér að hjálpa þér inn í vagninn, ég er viss um að ég kemst heim. Hún hélt áfram að virða fyrir sér and- lit hans, og hristi höfuðið. “Nei, ég get ekki yfirgefið þig eins og þú ert á þig komin,” sagði hún. “Hvar áttu heima?” “Hvar ég á heima?” endurtók hann. “í dómsmála höllinni. Það er ekki langt héðan.” “Dómsmála höllinni!” endurtók Miss Ethel. “Það er víst margar mílur héð- an.” “Eg get fengið mér keyrsluvagn,” sagði hann brosandi. “Það er engin slíkur vagn hér nálagt nú, og ég get ekki yfirgefið þig, eins og þú ert — þú verður að fara inn í vagninn minn.” Fred var nú kominn það til sjálfsvit- undar, að hann af þakkaði þetta göfuga tilboð hennar. Ekki fyrir nokkurn mun,” sagði hann; “ég held ég sé búinn að valda þér nægrar fyrirhafnar. Eg kemst heim einhvernveginn.” Hann ætlaði að fara, en Miss EMith, sem hélt í handlegginn á honum, hún hafði vanist að styrkja handleggi sína með átökum í nýlendunni þar sem hún ólst upp, og var nógu sterk til að halda honum. “Nei,” sagði hún, “ég get ekki látið þig fara, fyr en ég sé þig kominn inn í keyrsluvagn, en það er enginn slíkur vagn hér nálægt. Þú veist ekki — og ég veit ekki heldur, hversu mikið þú ert meiddur. Þú verður að láta mig koma þér heim til þín.” Fred hélt hendinni að enni sér og horfði á hana. Birtan frá vagnlugt- inni skein á andlit hennar, og þar sem hún var í dálítilli æsingu út af því sem hafði skeð, leit hún út enn fríðari og tilkomumeiri en annars. “Eg get fullvissað þig um, að ég er ekki neitt mikið meiddur,” sagði hann. “En ég tek ekki þá fullvissu þína gilda,” svaraði hún, því hún sá blóð renna ofan eftir enni hans. “Komdu þú neitar ekki stúlku um að gera eins og hún biður þig. Eg bið þig að fara inn í vagninn.” Fred sagði ekki neitt, en bara hneigði sig. — “Nei, ég get ekki annað gert en það sem þú óskar,” sagði hann dræmt. “Nú, komdu nú með mér,” sagði hún ákveðin og opnaði vagnhurðina, en hélt á sama tíma í handlegg hans. —• Hann gætti þó þeirrar kurteisi að láta hana stíga fyrst inn í vagninn. “Hvert á ég að keyra, jómfrú?” spurði ökumaðurinn, sem var vanur að hún segði sér hvert hann ætti að fara, og sat og beið þess þolinmóður, hver endirinn yrði á þessu undarlega tilfelli. “Til — hvert sagirðu?” spurði hún Fred. “Law Court Temple,” svaraði hann, “en mér væri kærast, að þú vildir lofa mér að fara út úr vagninum og ganga heim.” “Það er víst langt héðan, þar sem þú býrð?” “Law Court Temple,” sagði hún við ökumanninn, sem ók strax af stað. Mrs.Noble hafði steinsofið meðan þessu fór fram, og þau Miss Edith og Fred voru sama sem einsömul. — Hún horfði á hann, þar sem hann sat út í horni í vagninum. Það draup stöðugt blóð ofan eftir enni hans. “Hvernig vildi það til, að það var ekið yfir þig?” spurði hún. “Dastu?” “Fred hugsaði sig um, sem snöggv- ast. “Já, ég hefi líklega dottið,” sagði hann stillilega; “ég get að mista kosti fullvissað þig um, að það var ekki öku- manninum þínum að kenna.” “Nei, ég skal ekki ávíta hann með einu orði fyrir það,” sagði hún og brosti. “Það er gott,” sagði hann; “það var mér að kenna. Eg hafði verið — verið í heimboði í kvöld —” “Þú hefir verið í klúbbnum þínum,” sagði hún. “Hvernig veistu það?” spurði Fred. Miss EMith brosti ofurlítið, og Fred fanst bros hennar töfrandi. “Það var lítill fugl, sem sagði mér það,” sagði hún. “Sá litli fugl hefir ekki skrökvað að þér,” sagði hann; andlit hans bar glögg merki þjáningar og samviskubits. “Eg borðaði kvöldmat í klúbbnum; kannske að þessi litli fugl hafi sagt þér alt saman?” “Já, hann sagði mér líka, að þú hefðir —” “Drukkið heldur mikið af kampa- víni? “Eg hata þessa ungu menn sem komu mér til þess. Það hlýtur að vera undarlegur lítill fugl sem segir þér fréttir,” sagði hann. “Það var bæði ljótt og illa gert af þeim,” sagði Miss Edith alvarlega, og leit á FYed, sem var bæði fríður og leit vel út, þrátt fyrir blóðrákirnar á enn- inu; hún varð vissari og vissari um, að hún hafði aldrei séð svo fallegt mannsandlit, og svo falslaus augu. “Það var mjög illa gert af þeim,” endurtók hún alvarlega. “Já,” sagði hann, “ég var ósjálfstæð- ur ræfill; það er alveg óforsvaranlegt að ég skuli vera í vagninum með þér. Eg borðaði kvöldverð í klubbnum í kvöld. En ég get ekki skilið hvernig þú getur vitað það. Og — og —” “Segðu mér ekki meira,” sagði hún. “Mér þykir svo mikið fyrir því, að það var ekið yfir þig, og ég vona að þú sért ekki stórslasaður. Það — það rennur blóð ofan eftir andlitinu á þér; því þurkaðu það ekki af? Eg þoli ekki að sjá það.” “Eg bið þig fyrirgefningar,” sagði hann og þreifaði í vasa sinn eftir klút, en hann hafði gleymt honum á stól í knattborðsstofunni. “Hér, hérna er klútur, taktu við honum,” sagði Miss Edith og rétti hon- um afar fínan knipplingaklút. Fred þurkaði blóðið af enni sér og andliti eins vel og.hann gat. “Sést nú nokkuð blóð?” spurði hann. “Já, það heldur áfram að blæða,” svaraði hún dálítið kvíðafull. “Eg er hrædd um að þú sért mikið meiddur.” “Nei, ég get fullvissað þig um að ég er ekki mikið meiddur,” svaraði Fred. “Hérna — nei, ég ætla að hafa klútinn, þangað til búið er að þvo úr honum blóðið,” og hann strakk þessum fína klút í vasa sinn. Miss EMith hallaði sér aftur í sætinu, en af og til leit hún á þttta góðmann- lega og fríða andlit, sem nú var fölt og litlaust. Skömmu seinna stansaði vagninn, og ökumaðurinn steig ofan úr sæti sínu, og sagði: “Law Court.” *‘Law Court,” endurtók Fred; “Þá er ég kominn heim. Eg er þér svo óend- anlega þakklátur, göfuga jómfrú, og ég vildi óska að ég þyrfti ekki að skammast mín fyrir gáleysi mitt eins og ég geri.” í því kom maður að vagn- hurðinni. “Það er ég — Edward Newton,” var sagt úti fyrir vagninum. “Ert það þú, Fred Hamilton?“ “Já, svaraði Fred, og lauk upp hurð- inni og sté út úr vagninum. “Þessi kona —.” Miss Edith leit út um vagndyrnar, og horfði alvarlega á hið óttaslegna andlit Edwards Newton. “Vinur þinn hefir orðið fyrir óhappi,” sagði hún, “og ég hefi komið honum heim.” “Eg þekka þér svo margsinnis fyrir það,” sagði Eldward. “Eg vona að hann sé ekki mikið meiddur. Hann hefir særst á enninu, og ég hefi ekið hingað með hann, sem hann sagðist eiga heima. Viltu gera svo vel og láta mig vita um, ef það er nokkuð alvarlegt meiðsli,” sagði Miss Edith og rétti honum nafnspjaldið sitt. “Þú gerir svo vel að láta mig vita, hvernig honum reiðir af. Góða nótt!” Hún rétti út hendina, en Edward sá það ekki, og tók ofan hattinn í kveðju skyni. En Fred, sem stóð nærri vagn- inum, tók þakksamlega í hendi hennar. “Góða nótt! Góða nótt!” sagði hann. “Eg get aldrei fyrirgefið mér, að ég hefi gert þér svo mikla fyrirhöfn,” og þrýsti hennar nettu, hvítu hendi svo fast, eins og hann væri að staðfe'sta sáttmála. Miss Edith hallaði sér aftur í vagn- sætið og ofurlitlum roða brá fyrir á andliti hennar. Mrs. Noble. sem hafði vaknað er vagninn stansaði, sagði og geispaði: “Þá erum við loksins komin heim.” “Nei,” sagði Miss Edith; “legðu þig fyrir aftur og reyndu að sofna, við eigum eftir margar mílur ennþá heim til okkar.” Edward tók í handlegg Freds þótt þess þyrfti ekki með, því hann var nú orðinn algáður; en Ed. leiddi hann upp stigann.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.