Lögberg - 21.08.1947, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST, 1947
--------Hogberg----------------------
OeflO ðt hvern flmtuda* af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 í'-argent Ave., Winnipeg, Manirtoba
Utan&akrift rltaí J6rarus:
EDITOR LÖGBERG
(95 Sargent Ave., Wínnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
VerÖ $3.00 um árið—Borgist fyriifram
The “Löírbergr” is printed and pubiished by
The Columbia Press, Limlted, 695 SarRent
Averue, Winnlpec, Manitoba, Canada.
Authorized aa-S-x;ond Claas Maii,
Poet Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 »04
Tíunda fylkið?
Á öndverðu sumri kom til Ottawa
sendinefnd frá Newfoundland með það
fyrir augum, að kynna sér skilyrðin fyr-
ir hugsanlegri sameiningu við Canada,
þannig, að landið yrði tíunda fylkið inn-
an vébanda fylkjasambandsins cana-
diska; til viðræðna við áminsta sendi-
nefnd voru valdir 7 ráðherrar af hálfu
sambandsstjórnar, og verður ekki ann-
að séð á þessu stigi málsins en alt hafi
fallið í ljúfa löð, varðandi varanlegan
samkomulagsgrundvöll, og eins og nú
horfir við, má nokkurn veginn víst telja,
að áður en langt um líður, fari fram á
Newfoundland þjóðaratkvæði um vænt-
anlegt sameiningarmál; þrisvar sinnum
áður hefir komið til orða, að Newfound-
land sameinaðist Canada án þess að til
framkvæmda kæmi, en nú má vel ætla,
að gert verði út um málið á einn eða
annan veg.
Megin tekjur Newfoundlands koma
frá innflutningstollum, og árið, sem
leið námu þær liðugum 18 miljónum
dollara; í því falli að landið sameinaðist
Canada og gerðist tíunda fylkið, hlyti
það óhjákvæmilega að láta af hendi
mest af slíkum tekjum, en Canada yrði
að bæta það upp á einhvern hátt.
Canada yrði að taka að sér greiðslu elli
styrks á Newfoundland og hækka hann
til móts við hin fylkin, sem nú nemur,
þótt ófullnægjandi sé, þrjátíu dollurum
á mánuði miðað við 70 ára lágmarksald
ur; á Newfoundland nemur ellistyrkur
gifts fólks, er náð hefir 70 ára aldri, tíu
dollurum á mánuði, en einhleypingar á
sama aldursreki fá sex dollara; jafnvel
þetta eina atriði út af fyrir sig, hækk-
un ellistyrksins, getur auðveldlega haft
all veruleg áhrif á þjóðaratkvæðið í
Newfoundland, er til slíks kemur í ná-
inni framtíð.
Framfærslustyrkur barna fyrirfinst
ékki þó leitað væri með logandi ljósi i
Newfoundland, því svo er þjóðarbúskap
urinn þar bágborinn; ef af sameiningu
við Canada yrði, myndi fjárframlög
sambandsstjórnar til hins nýja fylkis
nema hálfri fimtu miljón dollara árlega
fyrst um sinn til stuðnings við uppeldi
barna; myndi þetta að sjálfsögðu bæta
talsvert úr brýnni þörf.
Járnbrautir* á Newfoundland hafa
jafnan verið reknar með tekjuhalla, og
er hið sama um vita og flugvelli að
segja; öll slík tæki myndi sambands-
stjórn taka að sér og bera ábyrgð á
rekstri þeirra.
Eins og sakir standa, nemur þjóð-
skuld Newfoundlands 80 miljónum
dollara; þetta er geisiupphæð fyrir jafnt
fámennt þjóðfélag; þessa skuld yrði
Canada einnig að taka að sér, og bera
ábyrgð á greiðslu hennar; slíkt ætti
heldur ekki að vera þjóðinni ofvaxið,
því nægar eru hér auðsuppsprettur sé
skynsamlega með þær farið.
Út frá ströndum Newfoundlands
liggja ein hin auðugustu fiskimið
heimsins, er íbúarnir vegna umkomu-
leysis hafa ekki getað fært sér í nyt
nema að tiltölulega litlu leyti; þróun
útvegsins og nýsköpun við strendur
Newfoundlands, yrði eigi aðeins íbúum
hins væntanlega nýja fylkis til ómetan-
legra hágsmuna, heldur og canadisku
þjóðinni í heild, því hún hefir óneitan-
lega til brunns að bera afl þeirra hluta,
sem gera skal.
Newfoundland naut um nokkurt
sketð sjálfforræðis, en tapaði því vegna
óstjórnar og fjárhagslegrar sóunar; um
all-mörg undanfarin ár hefir sex manna
nefnd farið með umboðsstjórn lands-
ins, er skipuð hefir verið þremur brezk
um fésýslumönnum og þremur innfædd
um landsmönnum, er tekist hefir sæmi
lega til um forustuna, þótt sennilega
hefði mátt betur vera.
Canadiska þjóðin sækist ekki eftir
auknu landrými, og hún þarf þess ekki
heldur með; það voru innbúar New-
foundlands sjálfir, er frumkvæði áttu
að áminstum sameiningartilraunum,
og var þá ekki nema sanngjarnt, að
Canada léði þeim samúðarríkt og vin-
gjarnlegt eyra.
Biður hjartanlega að heilsa
Undanfarna tvo mánuði hefir dvalið
hér um slóðir góður og velkominn gest-
ur af íslandi, Jón Helgason blaðamaður
við Tímann í Reykjavík; hann hefir ferð
ast nokkuð um íslenzku byggðarlögin
í Manitoba, er nú alfarinn héðan, en
mun dveljast nokkra daga í íslenzku
bygðunum í North Dakota, Jón hefir
viðað að sér ýmissum fróðleik varðandi
landriám íslendinga vestan hafs; hann
er skarpgáfaður maður og manna lík-
astur til þess að vinna af vandvirkni úr
því efni, sem hann hefir komist yfir;
verður slíkt vafalaust að makleikum
metið beggja vegna hafs; hann hefir
þegar byrjað á greinaflokki, um eitt og
annað, er fyrir augu bar á ferðalögum
um byggðir Vestur-íslendinga; ritgerð-
ir hans, sem birtast eiga í Tímanum,
ganga undir nafninu Á slóðum Vestur-
íslendinga, og er hin fyrsta þeirra end-
urprentuð í Lögbergi í þessari viku;
hún ber þess glögg merki, að höfund-
ur hennar er maður, sem kann að halda
á penna, og er gæddur ágætum frá-
sagnarstíl; málfarið sviphreint og laust
með öllu við tildur, og er þá vel til verks
gengið.
Ritstjóra Lögbergs, eins og vitaskuld
fjölda annara, var það óblandið ánægju
efni, að kynnast Jóni Helgasyni, og
hinum fjölþættu kostum hans sem blaða
manns; liggi það fyrir honum að heim
sækja Vestur-íslendinga í annað sinn,
má hann treysta því, að meðal þeirra
eigi hann fjölmennum vinahópi að
mæta. Jón blaðamaður biður hjartan-
lega að heilsa Vestur-íslendingum með
ógleymanlegu þakklæti fyrir ástúðleg-
ar viðtökur. Lögberg árnar honum
góðs brautargengis, og biður að heilsa
heim.
Til austfirzkra skálda vestan hafs
Á áðrum stað hér í blaðinu birtist á-
varp frá Helga Valtýssyni rithöfundi
og skáldi ,er í rauninni skýrir sig sjálft;
er þar frá því skýrt, að í ráði sé á ís-
landi að gefa út á næstunni sýnishorn
af ljóðum austfirzkra hagyrðinga og
skálda þeirra, er nú lifa, og eins hinna,
sem eigi hafa alls fyrir löngu safnast
til feðra sinna; er þetta hið mesta þarfa
verk, er vekja mun almennan fögnuð
meðal þeirra mörgu, sem enn unna fal-
legurn vísum og kvæðum; — hinar
undur vel kveðnu vísur, sem birtar eru
í hinu vingjarnlega bréfi, sem ávarpinu
er samfara til ritstjóra þessa blaðs,
bera þess auðsæ merki, hve enn eru
ortar snjallar og ljóshugsaðar vísur í
hinu fagra Fljótsdalshéraði, eins og
vitaskuld svo víða annarsstaðar aust-
an lands.
Austfirzk ljóðskáld vestan hafs, eru
hér með ámint um að bregðast hið bráð
asta við, velja úr verkum sínum stutt
kvæði og senda þau Helga Valtýssyni
á Akureyri, ásamt mynd og stuttu ævi-
ágripi; ritstjóra þess blaðs væri það
mikið ánægjuefni, að greiða fyrir fram-
gangi þessa máls á allan þann hátt, er
í hans valdi stæði.
Helgi Valtýsson er mikilvirkur og
þjóðkunnur rithöfundur sem leggja
mun sig í líma um vandaða útgáfu
fyrirhugaðrar ljóðabókar.
Hvers eiga þeir að gjalda?
Þetta mikla land, sem hvítir menn nú
ráða yfir, var fyrst byggt af Indíánum,
éða Rauðskinnum eins og íslendingar
lengi vel kölluðu þá; nú hafa margir
þeirra skipt um lit fyrir tilstilli hins
hvíta manns og nefnast kynblending-
ar; og áður en tiltölulega langt um líð-
ur, munu þeir algerlega tapa sínum
upprunalega lit; þessir menn eru sann-
nefndir Canadamenn; þeir hafa fæstir
annað land augum litið. Því njóta þeir
ekki sömu réttinda og aðrir canadiskir
þegnar? Hvað á það enn að.dragast
lengi, að þeim verði veittur kosninga-
réttur og kjörgengi? /
Dr. Helgi Pétursson: I.
Hin nýja, franska heimspeki og mesta
vandamál vorra tíma
LOFSVERT má það teljast, að
nýtt tímarit — Nýir pennar er
það kallað — flytur grein, að
vísu aðeins þýdda, um nýja heim
speki; eða tilraun í þá átt. Er
það hinn svonefndi „existential-
ismi“, sem franskur rithöfund-
ur, J. P. Sartre, hefir komið
fram með. Hafði ég áður í út-
lendu tímariti, séð getið um
þessa nýju heimspeki, sem er að
verða mjög fræg. Sartre kvað
hafa samið ýms leikrit og skáld-
sögur, og er það líklega mest því
að þakka hversu gott skáld hann
er, að þessi nýja heimspeki hans
skuli svona fljótt hafa orðið
fræg. — En mjög eftirtektar-
vert er^þessi mikli áhugi á því
sem menn halda að sé ný heim-
speki, og hann bendir ótvíræð-
lega til þess, að fyrir hendi sé
rík þrá eftir leiðbeiningu til að
geta áttað sig á sjálfum sér og
heiminum.
Sartre kvað leggja mikið upp
úr Pascal og Sören Kierkegaard,
en einnig Nietzsche.
Nú er að vísu þekking mín á
ritum Pascals og Kierkegaards
mjög takmörkuð, en ég leyfi
mér samt að halda, að þessa ann
áluðu ritsnillinga sé réttara að
kalla andríkismenn og trúmenn
en heimspekinga. Það er fremur
Nietzsche sem á það heiti skilið,
og hefi ég, þó að all-langt sé síð-
an, mörgum stundum varið til
að kynna mér rit hans. Nietzsche
var á yngri árum mjög gagntek-
inn af speki Schopenhauers, en
aðalniðurstaða þess vitrings var
sú dapurlega, að lífið sé það sem
betur væri ekki. Sá hann þar í
rauninni ekki annað ráð en það,
að löngunin til að lifa — der
Wille zun Leben, er hann nefnir
svo — kulnaði alveg út. Fram-
farir þær í líffræði, sem einkum
eru kendar við nöfn Darvins og
Spencers, urðu Nietzsche þó sú
hjálp sem dugði til þess að hann
hvarf frá hinni algerlega nei-
kvæða stefnu Schopenhauers.
Ráðið sem hann sá, var að fram
gæti komið ný og fullkomnari
manntegund, sem hann kallaði
Ubermensch — Superman; dr.
Ág. Bjarnason held ég það sé,
sem hefir kallað Ubermensch
Nietzsches ofurmenni. — En um
það hvernig þetta ætti að geta
orðið, voru hugmyndir þær sem
Nietzsche gerði sér mjög ófull-
nægjandi, og hafa þess vegna
haft óheppileg áhrif á þýzka
sögu. Nietzsche dáðist mjög að
mönnum eins og Cesare Borgia
og Napoleon, og virtist sem siík-
ir mundu helst vera í ofurmennis
áttina. Ætti öðrum eins og þeim
að vera leyfilegt jafnvel það sem
vér mundum nefna glæpsamlegt
athæfi gagnvart hversdagsfólk-
inu, af því að nauðsynlegt gæti
verið til þess að mannkynið
kæmist á æðra stig, að beita
grimmd og miskunnarleysi. —
Nietzsche grunaðí ekki, að þessir
skörungar mannkynssögunnar
sem hann dáðist svo mjög að,
voru helstefnumenn af sérstak-
léga illkynjaðri tegund. — Hug-
myndin um hinar tvær stefnur
var ekki til í heimspeki hans,
eða neinni heimspeki þá. —
Scopenhauer hafði að vísu fálm
að eitthvað í þá átt, en árangurs-
lítið, líklega mest af því hversu
þekking hans í jarðfræði og líf-
fræði var ónóg.
II.
Það má segja það hiklaust fyr-
ir, að þessi nýja franska heim-
speki, sem nefnd er „existential-
ismi“ á ekki mikla framtíð í
vændum. Því að það er víst, að
til þess að um geti orðið að ræða
það sem í sannleika eigi skilið
að heita ný heimspeki, þarf ný
þekking að koma til, og það á
svo háu stigi, að heita megi að
verulegu leyti ný heimsfræði,
tilverufræði, sem geti gert oss
skiljanlegan tilgang heimsins og
lífsins, og sýnt oss fram á, að vel
megi takast að koma til réttrar
leiðar því sem nú stefnir svo
háskalega rangt. Mundi slík
þekking leiða til þess að vér
eignuðumst það sem vér þörfn-
umst svo mjög fyrir; en það er
fullkomlega vísindaleg lífernis-
fræði.
III.
I upphafi heimspekigreinarinn
ar í „Nýjum pennum“ stendur
þetta: „Maðurinn . . . veit ekki
hvernig eða hvers vegna hann
hefir orðið til, í heimi, sem hann
ekki skilur“.
Þetta er mjög rangt. — Maður
inn hefir þegar öðlast allmikla
vitneskju um það, hvernig hann
hefir orðið til. Það er vitað, að
vorir fyrstu foreldrar, sem komu
til sögunnar fyrir svo sem 1000
milljónum ára, voru ósæjar
— míkroskópskar — lífganir, í
hafi er sennilega lukti um alla
jörð. Tilgangur heimsins er auð
sjáanlega vaxandi samhæfing
og samstilling, sífellt samsettari
einda. Tilgangur lífsins sá, að
geta tekið vaxandi þátt í þess-
ari svo óskiljanlega furðulegu
smíð sem alheimurinn er. Til-
gangur mannkynsins: að þrosk-
ast svo, að það geti öðlast sem
fullkomnasta stjórn á náttúru-
öflum síns hnattar, og lifað í
sem fullkomnustu samræmi við
tilgang heimsins og lífsins.
IV.
Sú heimspeki sem hefir ekki
áttað sig á hinum tveim stefnum
framvindunnar er ég nefni hel-
stefnu og lífstefnu, hlýtur altaf
að vera mjög ófullnægjandi, svo
ófullnægjandi, að þar er í raun
inni ekki um það að ræða, sem
rétt sé að nefna heimspeki.
Það getur ekki verið neitt vafa
mál hvor stefnan það er, sem
ráðið hefir hér á jörðu. — Hin
mikla spurning verður því þessi:
Er unnt að breyta svo til, að líf-
stefna komi í stað helstefnu. Og
verður þeiriri spurningu að svara
á þá leið, að það er enginn vafi
á því að svo gæti orðið. En þaí^
er einnig alveg efalaust, að án
hjálpar nokkurra nýrra vísinda,
getur það ekki orðið.
Það mun vera óhætt að segja,
að öllum þorra mannkynsins hef
ir verið það að mestu leyti hulið
hversu geysi mikil þýðing vís-
indanna getur verið,
nokkrir vísindamenn, sem að
vísu störfuðu við meir en þúsund
sinnum betri ástæður en nokkr-
ir þekkingarinnar menn áður,
leiddu það í ljós, að á skammri
stundu má leggja í rústir hinar
stærstu borgir jarðarinnar og
drepa niður fólkið svo tugum
milljóna skiptir. Og eru þeir nú
að vísu sumir sem eru þeirrar
skoðunar, að betri væri vanþekk
ing en slík vísindi. Og er þar þó
þess að geta, að það er ekki vís-
indamönnunum að kenna, að
uppgötvunum þeirra hefir ver-
ið þannig beitt. Fer á þá leið þar
sem helstefnan ræður. En hugs-
anlegar eru þær rannsóknir, sem
leitt gætu til svo aukinnar þekk-
ingar á eðli og tilgangi lífsins,
að unnt yrði að breyta gersam-
lega þeirri viðburðarás sem
nefnd hefir verið veraldarsag-
an, og koma mannkyninu á braut
óslitins friðar og vaxandi far-
sældar. Eða með öðrum orðum:
að breyta um frá helstefnu til
lífstefnu.
V.
í útvarpinu var í gær sagt frá
ræðu, sem haldið hafði Jan
Smuts, einn af merkilegustu
stjórnmálamönnum. vorra tíma.
Hafði hinn vitri öldungur lagt
mikla áherslu á að brýna fyrir
áheyrendum sínum — sem raun
ar má segja að sé allt mannkyn-
ið — hversu hættulegir þessir
tímar eru. Og þarf ekki að efa,
að þar hefir síst verið orðum
aukið. Því að um ekkert minna
er að ræða nú en það, hvort
mannkynið á að geta haldið á-
fram að vera til, eða líða undir
lok, eftir hörmungar, ógurlegri,
en jafnvel þær sem mestar hafa
verið áður á þessari jörðu vorri,
sem þó réttilega hefir verið
nefnd heimkynni hörmung-
anna.
Um hvítasunnuleytið 1947.
Helgi Pjelurss.
Lesbók Mbl.
íslendingadagurinn
í Peace Arch Park
Sameiginlegur íslendingadag-
ur Bellingham, Blaine. Pt. Ro
berts U.S.A. og Vancouver B.C.,
var haldinn í Peace Arch Park
á landamærunum 27. júlí síðast-
liðinn. Forseti dagsins var Stef-
án Eymundsson frá Van., B. C.
Séra Haraldur Sigmar frá
Van., B.C., gerði heiðursgesti
kunnuga. Þeir voru séra Arthur
Hanson, séra Eiríkur Brynjólfs-
son frá Útskálum, séra G. P.
Johnson og séra Albert Kristjáns
son. —
Séra Eiríkur skilaði kveðju
heiman frá Islandi til íslendinga
hér vestan hafs. — Skemtiskráin
var ágæt og entist í rúma tvo
tíma. Stefán Sölvason stýrði
söngflokknum sem var frá
Vancouver B.C.
Aðalræðumaður dagsins var
dómari W. J. Lindal frá Wpg. og
hélt góða og skemtilega ræðu. —
Einnig talaði Axel Vopnfjörð
um 20 mínútur á ensku og hafði
yfir fáein íslenzk kvæði. — Þær
Mrs. Ninna Stevens frá Belling-
ham og Miss Margaret Sigmar
frá Van., sungu einsöngva. Og
þeir Elías Breiðfjörð og Walter
Johnson sungu tvísöng. Einnig
söng Tani Björnsson frá Seattle,
einsöng. Mr. Árman Björnsson
frá Van., bar fram kvæði. Að
loknum skemtiatriðum stýrði E.
Breiðfjörð almennum söng. Leo
G. Sigurðsson frá Van., lagði til
gjallarhorn. Kvenfélögin frá
Blaine báru fram veitingar og
eins og venjulega var mikið og
gott að borða.
Almenningsvagnar voru fengn
ir til að flytja fólk frá Van-
couver og voru um hundrað
manns sem höfðu not af þeim.
Veður var hið ákjósanlegasta og
allir skemtu sér vel.
Litist um!
Hin mikla EATON'S
nýja verðskrá
*
fyrir
Haust og vetur
1947—1948
ER BRÁÐUM Á
FERÐ
Biðin borgar sig!
*T. EATON
WINNIPEG CANAOA
EATONS
»