Lögberg - 21.08.1947, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST, 1947
5
/UilGAMAL
■WENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Félagssíörf kvenna
Eg hefi áður í þessum dálkum
lýst að nokkru starfsemi Vestur
íslenzkra kvennfélaga, eins og
hún kom mér fyrir sjónir á árs-
þingum þeirra síðastliðið vor; ég
hefi orðið þess vör að mörgum
félli vel í geð hinar stuttorðu
lýsingar mínar í áminstum efn-
um og ég tel víst að Vestur-ís-
lenzkum konum leiki hugur á
að kynnast áhugamálum kvenn-
þjóðarinnar á Islandi ,og með
þetta fyrir augum leyfi ég mér
að birta greinina, sem hér fer á
eftir um nýlega afstaðið árs-
þing Kvennfélagssambands ís-
lands. Mér var það sérstakt á-
nægjuefni að kynnast þeim
meginmálum, er konur tóku til
meðferðar á ársþinginu; ég færð
ist nær íslandi við lesturinn; —
mér fanst ég skilja betur en áð-
ur, hin menningarlegu átök ís-
lenzkra kvenna, og ég efast ekki
um að svipuðum augum líti
margir lesendur þessara dálka
á málið.
ÞING KVENNFÉLAGASAM-
BANDS ÍSLANDS
Þingi Kvenfélagasambands Is-
lands lauk síðastliðið miðviku-
dagskvöld, o| hafði það þá staðið
eina viku. Alls voru mættir 39
fulltrúar af 17 kjörsvæðum. —
Fara hér á eftir helztu tíðindi og
ályktanir frá þinginu:
Þessi erindi voru flutt á þing-
inu:
Framtíðarstarf Kvenfélaga-
sambands Islands: Rannveig
Kristjánsdóttir. Húsmæðraskól-
ar: Helgi Elíasson, fræðslumála
stjóri. Héraðshæli: Páll Kolka,
læknir. Konur dreifbýlisins og
Kvenfélagasamband Islands:
Guðrún Pálsdóttir, Hallorms-
stað.
Auk þess voru rædd ýms mál-
efni sambandsins.
Meðal annarra samþykkta
þingsins voru eftirfarandi álykt
anir gerðar:
Um heimilisvélar og raf-
orkumál.
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að áætla á næstu
tveimur árum ríflega upphæð í
erlendum gjaldeyri til innkaupa
á áhöldum og rafknúnum vélum
til þess að létta heimilisstörfin,
og sé gjaldeyrinum skipt til
kaupa á hinum ýmsu tækjum í
samráði við Kvenfélagasamband
Islands.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands felur stjórn sinni
að senda svo fljótt sem unnt er
eyðublöð út til allra kvenfélaga
landsins og fela stjórnum félag-
anna að safna nákvæmum upp-
lýsingum um það hvaða áhöld-
um heimilin óska eftir til eigin
afnota eða sameiginlegra afnota.
Jafnframt sé aflað upplýsinga
um, hvaða áhöld hafa verið
pöntuð hjá kaupmönnum og
kaupfélögurú.
Ennfremur felur landsþingið
stjórn sinni að sjá til að unnið
sé úr þessum gögnum og niður-
stöðunum fylgt eftir við Alþingi
og ríkisstjórn.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands Íslands skorar á stjórn
sambandsins að undirbúa stofn-
un verkfærakaupasjóðs fyrir
húsmæður, er í líkingu við
verkfærakaupasjóð Búnaðarfé-
lags íslands styrki efnalitlar hús
mæður til kaupa á nauðsynleg-
um verkfærum til léttis við
heimilisstörfin.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að hraða sem mest
rannsóknum á möguleikum til
Prófessor Thomas Thorleifsson
rafvirkjunar í stórum stíl út um
sveitir landsins, þar sem þess
hefir verið óskað.”
Uppeldis- og menningarmál.
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands beinir þeirri áskor
un til stjórnar sinnar, að auk
þess sem sambandið hafi sendi-
kennara til þess að halda mat-
reiðslunámskeið og veiti styrki
til saumanámskeiða, leitist
stjórnin einnig við að fá hæfa
ráðunauta til leiðbeininga- og
fyrirlestrarstarfsemi.
Leggur þingið sérstaka á
herzlu á, að ekki sé síður nauð-
synlegt að leiðbeina fólki um
hýbýlaskipan og húsgagnaval,
og felur stjórninni að athuga,
hvort ekki mætti t. d. koma á
samkeppni milli húsgagnateikn-
ara.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands beinir þeirri á-
skorun til fræðslumálastjórnar-
innar, að komið verði sem fyrst
á fót fullkominni kennaramennt
un í saumum og annarri handa-
vinnu, en meðan því takmarki
verður ekki náð, séu starfrækt
námskeið fyrir handavinnu-
kennara, sem ekki hafa kennara
menntun, fyrst og fremst í hag-
nýtum saumum og prjóni. Lítur
þingið svo á, að slík námskeið
geti komið til mála í sambandi
við Handíðaskólann, og séu þá
haldin að vorinu eða sumrinu
til.”
“Landsþing K. I. telur nauð-
synlegt að samræma og kerfis-
binda handavinnukennslu í
barnaskólum og skorar á fræðslu
málastjóra að gera öflugar ráð-
stafanir því til framkvæmda.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands telur að í bæjum
og þorpurn geti dagheimili og
leikskólar fyrir börn innan skóla
skyldualdurs verið mæðrum hin
mesta hjálp. Beinir þingið þeirri
áskorun til kvenfélaga og kven-
félagasambanda, að vinna að
þessum málum eftir því sem við
á, á hverjum stað, og heitir á
Alþingi og bæjarfélög að veita
til þess nauðsynlega aðstoð.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands lýsir ánægju sinni
yfir samtökum kvenna í áfengis-
málum og óskar þess eindregið,
að öll félög innan sambandsins
styðji þau samtök af alefli. Jáfn-
framt skorar þingið á ríkisstjórn
ina og Alþingi það, er næst kem
ur saman, að láta ekki lengur
dragast að gera ráðstafanir til
úrbóta áfengisböli þjóðarinnar.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands skorar á ríkisstjórn
Islands og bæjarstjórn Reykja-
víkur að skipa nú þegar nefnd,
til þess að íhuga og gera áætlun
um framkvæmd tillagna þeirra,
er herra Alfred Gíslason læknir
hefir lagt fram til úrbóta í á-
fengismálum.
Nefndina skipi fulltrúar frá
Barnaverndarráði, Læknafélagi
íslands og Kvenfélagasambandi
íslands.”
Heilbrigðismál.
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands telur það orðna
óumflýjanlega nauðsyn að bæta
úr sjúkrahússþörf og elliheimilis
þörf í héruðum landsins og mæl
ir eindregið með frumvarpi því
til laga um héraðshæli, sem lagt
var fyrir síðasta Alþingi.”
“7. landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands beinir þeirri ein-
dregnu ósk til landlæknis og heil
brigðisstjórnar landsins, að
vegna bráðaðkallandi þarfar og
tilfinnanlegrar vöntunar verði
fæðingardeild Landspítalans tek
Minningar- og kveðjuorð
Orð skáldsins “Skjótt hefir sól'
brugðið sumri” hurfu mér í
hug, þegar mér barst fregnin um
lát vinar míns og starfsbróður,
prófessors Thomasar Thorleifs-
son, því að jafnan er það líkt og
ský dragi fyrir sól og dimmi í
lofti á miðjum sumardegi, þegar
hæfileikamenn hníga til moldar
á blómaskeiði ævinnar; en
Thomas prófessor, sem var rúm-
lega fertugur að aldri, andaðist
að heimili sínu í Grand Forks,
N.-Dakota, 4. júní síðastliðinn.
Hann hafði að vísu eigi verið
heill heilsu um langt skeið, og
legið rúmfastur all-lengi áður
en dauða hans bar að höndum,
en í brjóstum ástvina hans, og
annara vina, lifði vonin um, að
hann hlyti enn nokkurn bata; því
var þeim lát hans — eins og
koma dauðans er öllum, sem
unna og missa — þungt reiðar-
slag, og þá sér í lagi ekkjunni og
barnungri dóttur, aldurhnign-
um föður og sytkinahópnum.
Thomas Thorleifsson var íædd
úr að Garðar, N.-Dakota, þ. 6.
september 1905, sonur merkis
hjónanna Gamalíels Thorleifs-
sonar og Katrínar Tómasdóttur.
Er Katrín, sem var hin ágætasta
kona, látin fyrir rúmum tuttugu
árum — 1926, — en Gamalíel,
sem kominn er yfir áttrætt, er
enn mjög ern eftir aldri, gengur
að bændavinnu, og er, sem áður,
glaðvakandi í áhuga sínum á
menningarmálum, bókmennta-
legum efnum og atburðum líð-
andi tíðar, enda er hann sérstæð
ur gáfumaður, sem fer eigin göt
ur í skoðunum, og fróðleiksmað
ur að sama skapi.
Thomasi Thorleifsson var því
eigl í ætt skotið um prýðilegar
gáfur og námsfýsi, eins og fljótt
kom á daginn á skólaárum hans.
Hann útskrifaðist af gagnfræða-
skólanum í Edinburg, N.-Da-
kota og stundaði síðan æðra nám
á ríkisháskólanum í N.-Dakota
— University of N.-Dakota -
Grand Forks og lauk þar
“Bachelor of Science” prófi í
verslunarfræði sumarið 1937;
sama haust varð hann kennari
— Instructor — í þeirri grein í
verslunarskóladeild háskólans.
Jafnframt hélt hann áfram
framhaldsnámi í sérgrein sinni,
með þeim árangri, að hann lauk
“Master of Science” prófi við há-
skólann sumarið ,1940, í verslun-
ar -og hagfræði; fjallaði meist-
araprófs-ritgerð hans, sem þótti
vöpduð og prýðisvel úr garði
gerð, um skattamál. Um þær
in til afnota eigi
komandi hausti.”
síðar en á
Sljórnarkosning og þinglok.
I þingsetningarræðu sinni
hafði forseti sambahdsins, frú
Ragnhildar Pétursdóttur í Há-
teigi lýst yfir því, að hún mundi
eigi taka við koíningu sem for-
seti, enda hefir hún gegnt for-
setastörfum frá stofnun sam-
bandsins eða í 17 ár samflevtt.
Kosin var í hennar stað frú Guð
rún Pétursdóttir, Skólavörðustíg
11 A, Reykjavík, en hún hefir
verið meðstjórnandi sambands-
ins frá upphafi. Meðstjórnandi
var kosin Rannveig Þorsteins-
dóttir, Reykjavík, en frú Aðal-
björg Sigurðardóttir var fyrir
í stjórninni. Þingið kaus fyrrver
andi forseta sem heiðursforseta.
Sunnudaginn 22. júní fóru
fundarkonur austur að Laugar-
vatni í boði Húsmæðrakennara-
skóla íslands og bæjarstjórnar
Reykjavíkur.
Á mánudagskvöld sátu þær
boð Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga í Valhöll á Þingvöll-
um.
Auk þess skoðuðu þingfulltrú-
ar sýningu Nínu Sæmundsson í
boði listakonunnar og sátu 19.
íslands, er félagið bauð þeim til.
júní fagnað Kvenréttindafélags
Tíminn, 28. júlí.
Prófessör Thomas Thorleifsson.
mundir varð hann dósent —
Assistant Professor — við há-
skólann í verslunarfræði, með
bókfærslu að aðalgrein, og skip-
aði hann kennarasess til dauða-
dags.
En Thomas lét ekki þar við
lenda um framhaldandi mennt-
un, einkum í þeirri grein versl-
unarfræðinnar, sem hann hafði
gert að sérgrein sinni: — bók-
færslu. Veturinn 1943 lauk hann
sérstöku prófi í bókfærslu og
skyldum greinum með ágætri
einkunn, og hlaut þá mennta-
stígið “C.P.A.” — Certified
Public Accuntant. — Var þar um
margþætt og erfitt próf að ræða
í umræddum 'greinum, sem
haldið var undir umsjón alls-
herjarfélagsins ameríska í þeim
fræðum, “American Institute of
Accountants”. Ber það gott
vitni námshæfileikum Thomas-
ar og dugnaði, að hann stóðst
prófið við fyrstu raun jafn ágæt
lega og að ofan getur, því að þess
eru næg dæmi, að háskólakenn-
arar í þeim fræðum hafi orðið
að ganga undir slík próf oftar
en einu sinni, áður en þeir báru
sigur úr býtum.
Það fór að vonum um jafn
námsfúsan og ágætan náms-
mann og Thomas prófessor hafði
verið, að hann reyndist einnig
prýðilegur kennari, enda var
hann virtur og vinsæll bæði af
nemendum sínum og samkenn-
urum á háskólanum. Var þeim
því öllum eftirsjá að honum, og
runnu enn fleiri stoðir undir
vinsældir hans. Hann var hinn
drenglyndasti maður, heill og
hreinn, ákveðinn í skoðunum
og djarfmæltur, þegar því var
að skipta, t.d. á kennarafund-
um, en framkoman altaf hin
prúðmannlegasta.
Ein er þá sú hliðin á skapgerð
hans og hæfileikum, sem hreint
eigi má ganga fram hjá, en það
var áhugi hans á íþróttum og
þátttaka í þeim. Var hann þegar
á unga aldri mjög hneigður í
þá átt, og skaraði fram úr jafn-
öldrum sínum í þeim efnum,
ekki síst leikfimi, en sjúkleiki
sá — sykursýkin, — er hann
átti við að stríða, frá því að hann
var rétt kominn á fullorðins ald
ur, varð eðlilega þröskuldur á
vegi íþróttaiðkana hans, en ást
hans á þeim var jafn lifandi
fyrir því. Hann átti til daganna
ei*da skap hins sanna og dreng-
lundaða íþróttamanns, kapp
hans og hollan metnað, en einn-
ig hæfileikann til þess að taka
drengilega og æðrulaust hverju,
sem að höndum bar, sigurgleð-
inni eða vonbrigðunum. Þess
var því réttilega getið í minn-
ingarræðunum um hann, að
íþróttamanns-hugsjón hans hefði
mjög mótað horf hans við lífinu,
örvað honum kjark í brjósti og
karlmennsku í* sjúkdómssi
hans.
Thomas hafði á heimili i
alist upp í íslenzku umhv
þar í byggðinni og við djúps
íslenzk menningaráhrif, e
yar hann bæði íslenzkur í 1
og ágætur íslendingur í þ
skilningi, að hann var ræktar-
ingarerfðir sínar og vildi veg
hins íslenzka kynstofns. Hafði
hann árum saman verið félagi
þjóðræknisdeildinni “Bár-
unni” og kunni vel að meta við-
leitni Þjóðræknisfélagsins og
deilda þess í þjóðernis- og
menningaráttina og hið vandaða
ársrit þess. Honum var það
einnig jafnan fagnaðarefni, þeg-
ar góða gesti heiman af íslandi
bar að garði, og hann tók drjúg-
an þátt í samkomuhöldum ís-
lendinga í Grand Forks, og var
altaf reiðubúinn að leggja þeim
samtökum lið sitt. íslendingar
eiga því mætum manni og góð-
um dreng á bak að sjá úr sínum
hóp, þar sem prófessor Thomas
Thorleifsson var.
Jarðarför hans fór fram laug
ardaginn 7. júní s.l. Hann hafði
verið félagi í Reglu Frímúrara
í Grand Forks, og kvöddu þeir
hann með virðulegri minningar
athöfn, að viðstöddum stórum
vinahópi, í samkomuhúsi sínu
þar í borg fyrir hádegið útfarar
daginn. Mjög fjölmenn og áhrifa
mikil kveðjuathöfn fór síðan
fram seinna um daginn í kirkj-
unni að Garðar. Sóknarprestur-
inn, séra Egill H. Fáfnis, flutti
fögur og einkar viðeigandi
kveðjumál, og tilkómumikill
söngur jók á hátíðleik athafnar
innar. Nokkrir samkennarar
Thomasar prófessors frá ríkis-
háskólanum voru þar viðstaddir,
meðal þeirra dr. Richard Beck,
fulltrúi forseta háskólans, pró-
fessor W. Kaloupek, af hálfu
verslunarskóladeildar hans, og
prófessor B. Gustafson, fyrir
hönd Frímúrara í Grand Forks.
Er þeim öllum þungur harm-
ur kveðinn með láti Thomasar
prófessors á besta skeiði. Oð það
því fremur, þar sem systir hans,
Elín, andaðist fyrir rúmlega ári
síðan — 9. apríl 1946, — einnig
ung að aldri. Hún var fædd að
Garðar 6. ágúst 1903. Stundaði
barnaskólanám í heimabyggð
sinni og lauk gagnfræðaskóla-
prófi í Park River, N.-Dak. En
þegar Ólöf systir hennar — Mrs.
W. K. Halldórsson — giftist
tók Elín við búsforráðum innan
húss heima fyrir, og fórst það úr
hendi með frábærri prýði, iðju-
semi og samvizkusemi. Var hún
samhent mjög móður sinni, með-
an þær lifðu báðar; var og- ljúf-
mennska þeirra mæðgna í allri
framkomu, bæði utan húss sem
innan, með fágætum, að dómi
gagnkunnra. Elín hafði átt við
veikindi að stríða all lengi, áð-
ur en hún létsf.
Með láti þessara mannkosta-
iríku og vinsælu systkina á rúmu
ári, er því eðlilegt, að ástvina-
hópnum, og öðrum vinum þeirra
finnist sem dimmt hafi drjúgum
í lofti og stórum sé nú dapur-
legra um að litast. En hin kæra
minning um hvern góðan gang-
inn lifir í hugum ættmenna og
vina ofan moldar, varpar mildum
bjarma sínum yfir skuggaský
saknaðarins og mýkir hjartasár-
in. —
Richard Beck.
Lítil telpa sá, að sagi hafði
verið stráð á gólfið í kjötbúð
einni og sagði við mömmu sína:
— Ósköp hlýtur maðurinn að
hafa mölvað mar^ar brúður.
ur ágætri konu og vel mennt- „Quislingur" í lögreglunni.
aðri, Margréti Hjörtson, dóttur Tveir norskir hundar sátu og
hinna góðkunnu hjóna Jóns og horfðu á lögregluþjón, sem gekk
Margrétar Hjörtsson, sem lengi framhjá með lögregluhund sér
bjuggu að Garðar. Lifir hún við hlið.
Thomas mann sinn, ásamt kjör- “Nei, líttu á”, sagði annar,
dóttur þeirra hjóna, Leslie hvernig skyldi “Fylla” hafa far-
Margaret að nafni, auk Gamalí ið að því að svindla sig inn í
els föður hans, sem fyrr getur, lögregluna — hún, sem átti átta
og eftirfarandi systkini: Theo- hvolpa með “Rollo” hans Ter-
dore og Thorleifur, Garðar, N.- bovens”.
Dakota, Friðjón, Park River, ■f
Dak., Mrs. Dan Flannigan, Þjónninn í veitingasjaldinu:
Garðar; Mrs. W. K. Halldórs- Óskar herrann að fá ennþá eitt
son, Mountain, N.-Dak.; Mrs. glas af öli?
S. A. Arason, Grand, Forks, N,- Hann — við konuna sína: —
Dak.; og Mrs. T. B. Strandness, Hvað segirðu, heillin. Heldurðu
Lansing, Michigan. að ég sé þyrstur enn?
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak y
Backoo, N. Dakota.
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man. M. Einarsson
Baldur, Man O. Anderson
Bellingham, Wash. Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Boston, Mass. Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak
Cypress River, Man. O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak v. Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson, N. Dak Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man 0. N. Kárdal
Langruth, Man. John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón ólafsson
Lundar, Man Dan. Lindal
Mountain, N. Dak Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash J. J. Middal
6522 Dibble N.W, Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C F. 0. Lyngdal
5975 Sherbrooke St, Vancouver, B.C.
Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal
/