Lögberg


Lögberg - 21.08.1947, Qupperneq 6

Lögberg - 21.08.1947, Qupperneq 6
LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi Er nokkuð meir lirífandi til í heimin- um en söngur ungrar stúlku? Dora þekti ekki hið minnsta inn á söngreglhr; hún hafði engrar söngkennslu notið; en rödd hennar var fögur, hreip og skær. Nú þurfti ekki að biðja Fred að slaka til með róðurinn! Hann hætti alveg að róa og hallaði sér fram á árarnar og starði hugfanginn á hana. Hinir bátarnir hægðu á ferðinni, er þeir, sem í þeim voru, heyrðu hinn hríf- andi og hljómfagra söng. Miss Edith sat hnuggin og fölleit; er söngnum lauk leit hún upp með tára- móðu í augunum. “Kæra Dora, Miss Dora”, sagði hún, “hvar hefurðu lært að syngja svona fal- lega?” Dora varð hálf feimin við þá eftirtekt sem söngnum hennar hafði verið veitt, hún roðnaði og set^ist í sæti sitt. “Eg hefi aldrei lært að syngja,” sagði hún rólega. Lafði Monro sneri sér að henni og leit forvitnislega á hana. “jÞú hefir fagra söngrödd, og aðdáan- legan smekk fyrir söng, annars gætir þú ekki sungið svona vel. Það er skaði, að þú hefir ekki notið söngkennslu. Þú þarft að læra hjá frægum söngkenn- ara”. ”Hún skal gera það!” sagði Miss Edith með áherslu. “Hún skal fá hinn besta kennara sem til er í London. Það værj nærri'því glæpsamlegt að láta slíka gáfu ónotaða!” . Fred leit upp, og það var innilegt þakklæti í augum hans; Miss Edith tók eftir því. Henni brá við og fölnaði í andliti. Hún sá að andlit hans Ijómaði af ást og ánægju, svo leit hún á Dora, sem sat með niðurlútt og feimnislegt andlit; það var sem hrollur færi um hana og hún settist niður. “Er ekki kalt í veðrinu?” sagði hún í breyttum málróm. “Jú”, sagði Fred. Við skulum halda áfram, og hann tók hreystilega til ár- anna. Það varð nú þögn, það var eins og fólkið í bátnum væri ennþá að hlusta á sönginn. Miss Edith lét aftur augun og sat hreyfingarlaus; en Fred réri af heljarkrafti, svo hinir ræðararnir urðu sem einskis nýtir. Þegar komið var til Richmond, drakk fólkið te á lendingarpallinum, meðan verið var að setja hestana fyrir vagn- ana, og leggja svo á stað til London. Cunningham sagðist vera of stirð- ur í handleggjunum eftir róðurinn, til að stjórna hestunum, svo Fred var kos- inn í einu hljóði til þess. Hann vildi komast hjá því, en er hann sá að Dora hafði fengið sæti al- veg á bak við ökumanns-sætið, hljóp hann upp í sætið og tók taumana án nokkurrar undanfærslu. Fyrstu tvær mílurnar hafði hann íullt í fangi með að ráða við hestana, og halda þeim til baka; en hann fann að Dora var nærri sér og heyrði hvert orð er hún sagði, svo honum leið upp á það allra besta. Þegar hann var búinn að fá hestana til að ganga eins og honum líkaði, leit hann við til Dora, og benti henni með svipunni á einn eða annan stað, sem hann vildi vekja athygli hennar á, og sagði lágt. “Dora, geturðu heyrt til mín?” “Já,” svaraði hún og hallaði sér áfram. “Eg hefi hugsað um þetta alt saman, en get ekki fundið neitt samhengi í því. Það er mér fullkomin ráðgáta. En ég veit nú hvar þú ert, og ég get komið og séð þig; það er mér mest um vert. Ertu reið við mig af því ég tala svona opin- skátt?” “Nei,” sagði hún lágt. “Viltu þá leyfa mér að heimsækja þig? Eg þekki Mrs. Lamonte; hún er góð kona, þrátt fyrir að hún hugsar alt ilt um mig — kanske hún geri mér ekki mikið rangt til, ég er hræddur um —” Dora varpaði mæðilega öndinni. “Það er hugsanlegt að hún geti sagt mér, hvers vegna George sendi þig til hennar. Hvernig stendur á því, Dora, að faðir þinn leyfði þér að fara til Lond- on, og vera hjá Mrs. Lamonte? Hann var svo reiður við mig, af því að ég var ættingi Squire Lamonte og fjölskyld- unnar.” “Eg veit ekkert um það,” svaraði Dora. “Kærðu þig ekkert um það!” sagði Fred. “Hann getur hafa haft rétt fyrir sér. Eg hélt svo mikið upp á hann fyrir, hve ant hann lét sér vera um þig. Eg kem til að heimsækja þig.” Þau voru nú í engum vafá um, að þau elskuðu hvort annað. Það var rétt með naumindum að Fred gæti gætt sín til að stýra hestunum, en alt gekk þó vel, og hann stansaði fyrir framan hús Miss Rusley. “Þið verðið öll að koma inn,” sagði hún. Karlmenn- > irnir fóru að afsaka róðrarbúningana sína, en hún bara hló að þeim. “Við skulum ímynda okkur eina kvöld stund að við ráðum okkur sjálf, en sé- um ekki þrælar tískunnar.” Fred vissi að hann fengi þar ekki neitt tækifæri til að tala einslega við Dora, svo hann afsakaði sig og fékk vagn og fór án tafar heim til sín, þar sem hann mætti Edward Newton, vini sínum. “Hvað gengur að þér, ertu orðinn brjálaður?” sagði E!d. “Já, veit ekki mitt rjúkandi ráð; ég hefi fundið hana!” “Er það mögulegt,” sagði Newton og sneri sér að honum. “Já, og aftur já! Og ég hefi verið með henni í allan dag. Hún er hér í London; hjá hverjum helduröu að hún sé? Hjá Mrs. Lamonte, móðir George!” “Hjá móðir George!” sagði Newton alveg stein hissa. “Það er eins og ég segi! Hvernig get- ur þú gert þér grein fyrir þessu?” Edward hugsaði sig um sem snöggvast. “Nei, ég get ekki skilið í því,” sagði hann loksins. “Þekkti hún Miss Lamonte?” “Nei,” svaraði Fred; “þetta er full- kominn leyndardómur. Það er sem George hafi komið henni til móður sinnar. Hann snuðraði upp hvar faðir hennar bjó — en hvernig, get ég ekki skilið — hann hefir sjálfsagt séð hana áður; það væri ekkert undarlegt við það. En það undarlega er, að George skuli gera nokkuð gott, nema ef hann sjái sér stóran hagnað í því”. “Hvaða hagnaöar von gat hann séð sér í því?” “Jú, Ed., en það er sem ég get ekki séð núna; getur þú séð það, Ed?” Edward bara hristi höfuðið. Þetta er býsna undarleg saga, frá upphafi til enda,” sagði hann. . “Já, sannarlega,” sagði Fred hnugg- inn. “En, George Lamonte, ef þú hefir nokkuð illt í huga, þá gættu þín! Eg skal fylgja hverju þínu fótmáli! En Ed., þú lítur svo raunalega út; hvað hefir komið fyrir þig?? Hefir nokkuð óþægi- legt komið fyrir þig?” Edward Newton strauk hendinni yfir ennið. “Já, nokkuð sem bæði er undarlegt og dularfult,” svaraði hann. “Eg fór núna rétt áður en þú komst, þangað sem Holcombs bjuggu, til að reyna að sjá —” “Gladys Holcomb; nú og svo?” “Og ég varð fyrir sömu sáru reynsl- unni og þú í Sylvester skógi. Eg fann húsið lokað ,og hún burtu — horfin!” “Hvað!” sagði Fred. Edward gekk um gólf í þungum þönkum. “Eg spurðist fyrir í næsta húsi og frétti þar að< gamli maðurinn, afi Gladys Holcomb, væri dauður — þú manst, að ég sagði þér að gluggablæj- urnar hefðu verið dregnar niður — og að búið væri að jarða hann, og að Miss Holcomb væri farin í burtu. Þau höfðu bara leigt þar, svo hún gat farið, hve- nær sem henni sýndist. Engin virtist vita, hvenær hún fór eða hvert hún fór. „Þannig er mitt litla æfintýri endað! — Nei, það skal ekki vera búið!” “Nei,” sagði Fred; láttu þig ekki bila kjarkinn! Þú hefir nú heyrt, hve hepp- inn ég var; við skulum tala meira um hana.” “Nei, nei!” sagði Edward, “ég get það ekki, að minsta kosti ekki núna. Þú hefir hugmynd um, hvernig mér líð- ur. Segðu mér, hverng þér hefir liðið í dag? Léstu það sjást á þér, að þú vær- ir að leita að henni? Auðvitað hefurðu gert það.” “Já,” sagði Fred með gleðibros á andlitinu; “Eg gat sagt henni, að ég elskaði hana,” hann hafði hvíslað því að henni í vagninum, “og ég fékk líka fullvissu um að hún elskar mig; já, ég veit það.” Hún hafði fyllilega látið hann skilja það. Edward Newton horfði alvarlega á hann, og lagði frá sér skjal, sem hann hafði tekið upp. Fred tók eftir því og tók það af borðinu. “Hvað er það sem þú ert að lesa, Ed.?” Edward tók það af honum. “Minn vesalings, galgopalegi, hugs- unarlausi, Fred,” sagði hann; “það er skuldasamningurinn, sem þú gerðir við Gyðinginn.” Fred varð eins og steini lostinn, og settist niður. “Það er rétt, Ed,” sagði hann í hás- um róm, “ég er alveg meiningarlaus bjáni! Hvað hefi ég gert? Eg hefi hag- að mér eins og bófi! Eg hefi fengið þennan engil .til að elska mig — mig, betlara — meira en betlara! En ég get svarið það, að ég gleymdi öllu, meðan ég var í návist hennar. Ó, Ed., hvað á ég að gera? Bara ef Squire Arthur hefði skilið mér eftir nokkur hundruð pund í árlega intekt, hve sæl gætum við þá ekki verið!” “En hann hefir ekki gert það,” sagði Edward alvarlega, en þó vingjarnlega. “Hvað ætlarðu að gera? Og svo pen- ingarnir sem þú tapaðir í gærkvöldi?” Fred nöldraði eitthvað fyrir munni sér. “Já, hvaða bjáni ég gat verið! Ed., ég get svarið þér, að ég var ekki með sjálf- um mér í gærkvöldi. Fyrst var það Miss Rusley — hún var svo yfirmáta vin- gjarnleg við mig — og hún er svo að- dáanlega falleg. Þegar hún horfir í augu manns og brosir, er eins og hún geti gert við mann hvað helst sem hún vill. Svo sá ég myndina í speglinum — ég gat ekki annað en tekið það fyrir, fyrir- brigði. Nú veit ég að það var hún sjálf, sem var milli hinna stóru burkna. En ég. En ég gat ekki annaö en tekið mynd- ina í speglinum fyrir fyrirbrigði, og það fór út um þúfur með skynsemi mína. Eg flýtti mér í burtu og í klúbbinn, þar sem ég spilaði út því litla sem ég átti.” “Og gerðir kringumstæður þínar ennþá verri,” sagði Newton. “Eg er hræddur um, Fred, að þú sért kominn í gildru. Okurkarlinn vill ekki bíða; þarna eru líka aðrir reikningar, og svo er þarna kvittun fyrir því sem þú gast borgað af því sem þú tapaðir í 'gær- kvöldi, svo þú hefir minna en enga pen- inga, og samt sem áður hefurðu komið þessari ungu stúlku til að gefa til kynna að hún elski þig. Þú hugsar þér víst að giftast henni —”. Fred þaut upp og var alveg eyðilagð- ur. “Eg segi, að það sé meining þín að giftast henni, en upp á hvað? Hvernig geturðu farið til föður hennar, sem þú veist aö hatar þig, og beðið hann að gefa blásnauðum manni dóttur sína? Ef þú værir skógarhöggsmaður eins og hann, þá væri það öðru máli að gegna, þó þú værir fátækur. Þú gætir tekið öxina þína, eða hver önnur áhöld sem þeir brúka, og unnið fyrir ykkur, en þú get- ur ekki farið til hans og beðið hann að borga skulda reikninga þína og víxla.” Fred varð alveg hamslaus. “Hvað á ég að gera, Edward? Hugs- aðu bara, hvað við mér tekur, ef mín elskulega Dora —!” Newton dróg þungt andann, hann kendi í brjósti um vin sinn. “Var Miss Rusley þar?” spurði hann. . Fred þaut upp. Miss Rusley! Eg skil, hvað þú mein- ar!” stamaði hann út úr sér. “Ed., þú ert sjálfur ástfanginn, og þó getur þú látið þér koma til hugar, að ég geti selt mig —”. Newton roðnaði í andliti. “Fred, eins sannarlega og mér þyk- ir vænt um þig, þá get ég fullvissað þig um, að ég hugsa eins mikið um stúlk- una sem þ úelskar og þig sjálfan. Ef þú giftist skógarstúlkunni — sem þú get- ur ekki — en ef þú gætir, mundirðu gera hana óhamingjusama alla hennar æfi; en ef þú giftist Miss Rusley, þá, að minsta kosti, gerirðu hana hamingju- sama.” “Það er satt, sem þú segir; en ég vildi óska að þú hefðir ekki sagt það! Það er bláköld skynsemi. Eg vil ekki vera valdur að því, að gera líf hennar óham- ingjusamt. En — en — ég verð að sjá hana og segja henni eins og er. Guð lijálpi okkur báðum!” 24. Kafli. George hélt sig á Wood Castle, en vissi ekkert um, hverju fram fór í London. Það sem hann hafði skrifað móður sinni var satt; hann var of hygg- in til að skrifa nokkuð annað, eins og hann sagði, var hann neyddur til að vera þar, því hann hafði mörgu að sinna. — tíquire. Arthur hafði arfleitt hann að öllu: peningum, byggingum, löndum, að undanteknu því, sem þjónustufólkinu var ánafnað. Hann hafði miklu að sinna, að finna út, hve mikils virði þessi arfur væri. Við rannsókn skjala, kom dag eftir dag betur í ljós, að auðurinn var fjarska mikill, sem hafði tilfallið honum, eða réttara sagt, sem hann hafði komist yfir með svikum. í mörg ár hafði gamli maðurinn ekki eytt helmingnum af inntektum sínum, en varið því til margföldunar á ýmsan hátt, og hann hafði haft mikla hepni í spákaupmensku sinni. Það var eins og hvað sem hann tók sér fyrir, yrði að gulli. Haann hafði keypt gjaldþrota herragarða fyrir sára lítið, en selt aft- ur fyrir afar verð. Mörgu af þessu gróðabralli sínu hafði liann haldið leyndu fyrir sínum gamla vini, Lyster, sem nú fyrst, er hann skoð- aði bækur hans og plögg, fann út hvers konar maður hann hafði verið. Öllum jörðunum í kringum Wood Castle hafði hann hagað þannig, að á- búðarsamningar voru ’rétt útrunnir er hann dó. George var alveg utan við sig yfir þessum feikna auð, sem hann var nú orðinn eigandi að. Hann gekk um, þegjandi og hugsandi. En það var altaf ein hugsun sem hringdi fyrir eyrum hans, og það var: “Og ég var nærri því búinn að missa þetta allt saman!” Þegar hann sat í lestrarsalnum, með bækur og skjöl allt í kringu msig, ná- fölnaði hann stundum og fór að skjálfa, er hann hugsaði um, hvernig hann bara við tilfelli hefði getað tryggt sér þennan mikla auð. En hafði hann virkilega tryggt sér hann? Honum flaug þetta spursmál í hug oft'á dag, og í hvert sinn bliknaði hann, og varð öskugrár í andliti, og skalf, svo hann varð að halda sér í borðið. Hvar var erfðaskráin — sú rétta, sem gaf Dora allan auðinn, nema þessi 50 þúsund pund, sem Fred var ánafnað Á hverjum degi, er hann sat yfir reikn- ingum sínum, fanst honum einhver, en hann vissi ekki hver, mundi koma inn og segja: “Þetta tilheyrir þér ekki. Hér er rétta erfðaskráin; ég fann hana.” — Honum fanst, ef slíkt kæmi fyrir, mundi það drepa sig. Tíminn leið, enginn kom til að gera honum neina erfiðleika með arfinn; hann varð smátt og smátt ör- uggari, og að síöustu varð hann sann- færður um, að hann hefði brent erfða- skránni, kvöldið sem Gladys kom til lians. Hann var önnum kafinn að koma öllu sem tryggilegast fyrir, og að því loknu ætlaði hann til London, og giftast Dora. “Hún er í góðri gæslu þar,” sagði hann við sjálfan sig, og brosti. “Móðir mín lifir einsetulífi, og Dora á þar enga vini — hún þekkir ekki eina einustu sál í London. Eg skal vera eini vinurinn hennar, og — hitt gengur auðveldlega.” Ræfils George, hve hann dró sig á tálar. Stundum hvarflaði hugur hans til Gladys Holcomb, og leit þá á bunka af bréfum, sem hún hafði skrifað honum, síðan um kvöldið sem hún kom til Wood Castle. Hann hafði ekki svarað einu einasta þeirra, og það síðasta var skrif- að fyrir einni viku. “Hún hefir gleymt mér,” hugsaði hann, eða það sem betra er, hún hefir lært að skilja, að réttur og sléttur, Ge- orge Lamonte og Squire Lamonte af Wood Castle, eru tvær mismunandi persónur. Vesalings Gladys! Eg er vilj- ugur að gera eitthvað fyrir hana ■ kanske gefa henni 1000 pund, og út- vega henni mann. Hún er greindar stúlka, of greind til að bíða og vona, að ég, undir þessum kringumstæðum gift- ist henni. Og svo þegar að öllu er gætt, hvaða skaði hefir skeð? Við vorum hamingjusöm, og skemtum okkur með saklausu daðri, það var allt.” Hann reyndi að gleyma hinu náföla andliti og hinu starandi augnaráði hennar, kvöldið sem hún kom til Wood Castle, og þeirri aðvörun sem hún gaf honum, er hún fór. En honum heppn- aðist ekki ávalt að hrekja minninguna um hana úr huga sér. Stundum brá fyr- ir augu hans mynd hennar, á milli augna hans og hinna endalausu töludálka og reikninga, er hann sat yfir, sem kom honum til að hrökkva við.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.