Lögberg - 28.08.1947, Side 3

Lögberg - 28.08.1947, Side 3
LcXjBERG, EIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947 3 Framtíð mannkynsins Business and Professional Cards í bókinni “Human Destiny”, sem nýlega kom út í New York sýnir rithöfundurinn, dr. Le- corute du Nouy, fram á það, með vísindalegum skilningi, hvernig efnishyggjan hlýtur að líða skipbrot. Þetta getur enginn gert jafn vel nema því aðeins að hann sé gagnkunnugur nýj- ustu uppgötvunum í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og heimspeki. Bókin er fullkomin bæði frá sjónarmiði vísindanna og trúar. Hún er er gagnmerk, að slíkar bækur eru ekki ritað- ar nema einu sinni eða tvisvar á öld. — Dr. Robert A. Milli- kan, Nobelsverðlaunamaður fyr ir rannsóknir í eðlisfræði. — Síðan Darwin kom fram með framþróunarkenningu sína, hefir vantraust manna á grundvallar- atriðum kristindómsins mjög farið í vöxt. Það er orðin venja að líta á manninn sem hvert annað dýr, og neita því að hann hafi sál og frjálsan vilja til að velja milli góðs og ills. Og það hefir mjög farið í vöxt að álíta lífið tilgangslaust. Vantrúar menn halda því fram að vísind- in hafi greitt trúnni rothögg. En nú kemur ný rödd — rödd vísindamanns — sem segir að kenningar trúarinnar séu réttar. Það er líffræðingurinn dr. Le- corute du Noiiy, sem segir þetta. Hann hefir áður verið við Rocke- feller-stofnunina og Pasteur- stofnunina. í bók sinni “Human Destiny” birtir hann nýjar kenn ingar um framvinduna. — Með hjálp vísinda og rökvísi blæs hann nýju lífi í hinar gömlu og umdeildu vonir mannnkynsins og trú á frjálsan vilja, tilgang lífsins hlutverk einstaklingsins, ódauðleikann og guð. Sem líffræðingur játar hann þa ðað vísindunum sé ábótavant. Þeim megi ekki treysta í blindni. Ekkert verður rannsakað til fullnustu í þessum heimi. Skiln- ingsvit vor eru of ófullkomin. Vísindaáhöld vor aldrei nógu nákvæm. Vér erum ekki einu sinni fær- ir um að gera oss grein fyrir staðreyndum. Sé blandað sam- an hveiti og sóti, þá sýnist oss verða úr því grátt duft. En smá- kvikindi, sem skríður yfir þann haug, sér þar hvíta og svarta mola. Frá sjónarmiði þess er þetta ekki grátt duft. Vísindin hafa ekki öðlast nema lítil brot af þekkingu á þessum mikla heimi, og milli þeirra þekk ingarbrota er gínandi hyldýpi. Jörðin, sem vér lifum á, er hér um bil 2000 milljóna ára gömul. Á þessum tíma hefir framþróun in orðið. En hvar var upphafið? Mönnum hefir ekki enn tekist að sanna hvernig lífið hófst. öll saga framvindunnar er full a fráðgátum. Hvert framfara spor var stigið í trássi við öll líkindi; hver framsókn óskiljan- legt spor frá lægra stigi á hærra stig. Það er nú til dæmis þetta þeg- ar lífið breytti um gang með æxlun. Um milljónir ára höfðu fyrstlingarnir aukið kyn sitt með því að skifta sér, skiftast í tvennt, verða tvær lífverur. — Þannig gekk koll af kolli og þá virðist lífið hafa verið ódauð- legt. En svo skeður hið furðu- lega, að þetta breytist og kyn- æxlun hefst. Og þá fer alveg eins og í sögunni um Adam og Evu, með kynæxluninni kemur dauðinn. Fimm stig framþróunarinnar eru augljós: 1. Upphaf lífsins í einfaldri mynd. 2. Breyting til fullkomnari lífsmynda. 3. Árangur aldalangrar þró- unar: hugsandi mannvera. 4. Vaxið fram til vits. 5. Upptök siðgæðishugmynda og trúarhugmynda víðs vegar um heim. Vísindalega er ekki hægt að skýra það, hvers vegna lífið hef- ir þannig þroskast stig af stigi. Milli þessara staðreynda eru langar eyður, sem vér verðum að fylla í með getgátum. Getgátur eru oft nauðsynlegar. — Þegar Einstein var að byggja upp afstæðiskenningu sína, varð hann að reikna með rúmlega tylft atriða, sem ekki var hægt að sanna. En vegna þess, tókst að leysa kjarnorkuna úr læð- ingi. Dr. Nouy reiknar með því, að lífið hafi tilgang. Það sé ó- hugsandi að lífið sé upp komið fyrir tilviljun og snilligáfa mannsins hafi fengist fyrir hend ingu. Árum saman hafa efnishyggju menn barið það blákalt fram, að olind hending réði öllu dauð- legu. En Nouy svarar: Maðurinn ersjálfráður að því hvort hann fylgir dýrslegum hvötum sínum eða fer aðrar brautir. Keppi hann að öðru takmarki en að fullnægja lökamsþörfum, verð- ur hann að há harða baráttu við hinar frumstæðu hvatir hjá sjálfum sér. Oft verður sú bar- átta honum til mikils tjóns. En sumir berjast þessari baráttu hvað sem í húfi er. Slíkt hlut- skiftisval hefir enginn lifandi vera nema maðurinn. Margir fara breiða veginn, fá- ir þann þröngva. En það eru þess ir fáu, sem ætíð hafa rutt fram- þróuninni braut. Þessir sárfáu menn hafa hlýtt ómótstæðilega kalli og ósýnilegri forustu. Þeir hafa hlýtt æðra valdi. Þegar snjór bráðnar á fjöllum myndast . lækir og beljandi ár, sem streyma til sjávar. Þær leita leita undan hallanum og fylgja þar þyngdarlögmálinu. En fram vinda lífsins er öfug, því að hún leitar upp á við og fylgir um það jafngildu náttúrulögmáli. Síðan líf hófst á jörðunni, hefir það haldið stefnunni upp á við. Það byrjaði sem örlítill óskapnaður en hefir nú náð því að verða að hugsandi manni, sem gæddur er samvisku. Hafa vísindamenn efnishyggj unar getað gengið fram hjá þess um staðreyndum? Alls ekki. — Framsókn lífsins hefir sýnt það að um hendingar lögmál er ekki að ræða, og þess vegna hafa hin ir einstrengingslegustu efnis- hyggjumenn orðið að viður- kenna, að þar ráði eitthvert óþekkt lögmál. Og þegar þeir urðu að gera ráð fyrir því, urðu þeir að gefa því eitthvert nafn. En af því að þeir þóttust ekki mega viður- kenna að guð væri til, þá köll- uðu þeir þetta tilviljun. — En það skiftir auðvitað engu hvort það er heldur kallað guð eða til- viljun. Um þúsundir milljóna ára, eða þangað til maðurinn fór að hugsa, stjórnaðist lífið einvörð- ungu af sjálfsbjargarhvöt. En svo koma fram menn með hug- sjónir, menn, sem gera greinar- mun á réttu og röngu, og voru fúsir til þess að fórna lífi sínu fyrir hið rétta. Du Nouy segir þar um, að það hafi verið alveg eins og rödd forsjónarinnar haifi hvíslað að sál mannsins: “Fram að þessu hefir þú hugs- að um það eitt að lifa og auka kyn þitt. Þú máttir drepa, stela fæði eða konum og gast sofið rólega á eftir vegna þess að þú hlýddir frumhvötum þínum. En upp frá þessum degi skaltu heyja baráttu við þessar hvatir. Þú skalt ekki mann deyða. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns. Nú geturðu aðeins sofið ró- lega ef þ úhefir taumhald á sjálfum þér. Hét eftir skaltu vera fús til að taka á þig þján- ingar og lát alífið fremur en að bregðast hugsjónum þínum. •— Framar er það ekki markmið I þitt að lifa og éta. Fyrir fagrar hugsjónir skaltu þola hungur og kulda og dauða. Þú verður að vera göfuglyndur, því að það er eðli hinnar nýju veru, sem í þér býr. Og þú verðu rað hlýðnast henni, þótt það brjóti í bág við óskir þínar”. Maðurinn er ekki ímynd full- kominnarframþróunar. Hann er tengiliður milli hinna uppruna- legu frumstæðu hvata, og þess sem koma skal með sigri sálar- innar. Héðan af verður fram- v i n d a n ekki líkamleg heldur andlegs eðlis. Framtíðarmaður- inn verður algjörlega laus við hinar illu hvatir: eigingirni, á- girnd, valdafíkn. Hann getur notið líkamalífsins, en lætur ekki stjórnast af því. Hann verður leystur undan ánauðaroki líka- mans. Enginn efi er á því að fram- vinda lífsins er komin undir góð- um mönnum hér á jörð. En hver er góður og hver er vondur? Efnishyggjumenn neita því að til sé gott og illt, en Nouy er ekki alveg á sama máli. Hann segir: ‘Frá upphafi vega hafa verið til tvennskonar lífverur. Það má kalla þær illar og góðar, eða nyt- samar og skaðlegar. Hinar skað- legu hafa alltaf gert það, sem þeim gott þykir, hagað sér eftir kringumstæðum og fullnægt hvötum sínum. Lengra hafa þær ekki komist. Hinar lífverurnar eru einbeittar og byltingagjam- ar. Þær sæta sig ekki við það, sem er og sækja því fram. Ein- kenni annar er sérgæska, hinna frelsisþrá — að brjóta af sér öll höft. Og það voru þeir, sem leit- uðu frelsisins, sem hófu mann- ið á hærra stig. Á þennan hátt hefir maðurinn skift um húsbónda. Einu sinni var hann þræll líkamans. — Nú kann hann að hugsa. Allir for- feður hans voru þátttakendur í leik, sem þeir skildu ekki. Nú vill maðurinn skilja leikinn. Hann er kominn á það stig, að hann getur betrað sig. Fagrar hugsjónir fæðast hjá honum og hann fær vitranir, sem hann get ur gert sýnilegar með eigin hönd um. Hann er sífellt að læra og gera nýjar uppgötvanir. Þekk- ingarþrá hans verður aldrei íull nægt. En þó er hann enn dýr að miklu leyti og það gerir hann svo óstöðugan o ghikandi. Rödd hinnar nýfæddu sam- visku skipar honum að brjóta gamlar venjur og gefur honum nýjar reglur að fara eftir. — Er Dað þá nokkur furða þó hann sé óstýrilátur? En vegna þess að hann hefir frjálsræði til að velja og hafna, kann að gera greinarmun góðs og ills, þá mun spretta upp af þessu manngöfgi, og það er takmark framþróunar innar. Þegar vér höfum skilið þetta, erum vér komnir nær skilningi á því, hvað er rétt og hvað er rangt, gott og illt. Réttlætið er að virða einstaklingseðlið, rang læti að berja það niður. Þetta er höfuðatriði framþró- unar. Og til þess að geta þrosk- ast verður maðurinn að brjóta í bág við eðlishvatir sínar. Eigi skulum vér örvænta þótt fátt sé af góðum mönnum í þess um heimi. Eins og á undanförn um billjónum ára verða það þessir fáu, sem stjórna fram- vinduninni. Þessir fáu menn eru brautryðjendur framtíðar- mannkynsins, forfeður hins and lega fullkomna manns, sem líkt ist Kristi. Þurfum vér enn tvær billjónir ára til þess að ná því marki? — Ekki heldur Du Nouy það. Hann segir að framþróunin geti orðið miklu örskreiðari en verið hefir vegna vaxandi mannvits. Það tók aldir fyrir dýrin að læra að fljúga, en mennirnir lærðu þá list á þremur mannsöldrum. — vegna hyggjuvits mannsins hef- ir honum tekist að auka þekk- ingu sína langt fram úr því, sem hann hafði dreymt um. Nú get- ur hann séð hið örsmáa og hann getur, skyggnst um hyldýpi him ingeimsins. Hann hefir gert fjar lægðirnar að engu og lagt tím- ann í fjötra. En þessi afrek hyggjuvitsins auka jafnframt ábyrgð vora. — Oss er í sjálfsvald sett, a ðhalda áfram á þróunarbrautinni, eða eyðileggja sjálfa oss. Of margir menn telja uppgjötvanir vorar til menningar. En lífsþægindi eru ekki markmið vort, heldur manngöfgi. Mannvitið eitt án ábyrgðartilfinningar, mun að eins villa menn í skilningi góðs og ills. Það mun gera hann kæru lausan, makráðan og sérgóðan. Það mun ekki knýja hann til uppreisnar, viðnáms, fullkomn- unar. Þess vegna er mannvitið eitt alltaf hættulegt. Það var eitt um að. framleiða kjarnorku- sprengjuna. En í sama bili sá mannkynið a ðsigur vísindanna var sjálfu því stórhættulegur. Það hafði orðið árekstur milli hins kalda mannvits og siðgæðis hugsjónarinnar, árekstur, sem varðar líf eða dauða mannkyns- ins. Því miður halda margir því fram enn, að maðurinn sé full- komið dýr, og ekkert annað. Og þeir miða alt við þetta. Þeir þykj ast stjórna þjóðunum eins og þær væru skordýr. Þetta hafa einræð isherramir gert og gera, og halda því fram að einstaklingurinn sé ekki annað en þræll heildarinn- ar, og þess vegna beri honum þræls hlutskifti. En náttúrulög- málið, eða guð, segir að maður- inn sé ekki þræll, heldur frjáls. Vér verðum að virða einstakl- ingseðlið vegna þess að það er brautryðjandi framþróunar í samvinnu við skaparann. En nú segja margir: “Ef guð er til, hvers vegna leyfir hann þá allt hið djöfullega á þessari jörð?” Þessi spurning sýnir það að menn hafa ekki skilið ljós hinn- ar nýju þekkingar. — í upphafi var öll framþróun á valdi guðs. Nú er hún sameiginlega á valdi hans og mannanna, hvers og eins. Um leið og guð gaf mann- inum samvisku og frjálsan vilja, þá afsalaði hann sér nokkru af valdi sínu í hendur barna sinna. Hann geislaði inn í manninn broti af sjálfum sér, sínum heil- aga anda. Ofvitinn þykist ekki getað hugsað sér guð. Hverju er guð líkur? Á þessum tíma þekk- ingarinnar ætti svarið að liggja ljóst fyrir. ímynda sér hvernig guð sé útlits? Hver getur gert sér grein fyrir því hvemig raf- eindin er útlits? Hver vísinda- maður getur frætt yður á því að það sé ekki hægt. Hún verð- ur ekki mæld á neinn veg. Eng- inn hefir séð hana. Það er hvorki hægt að ger^ sér grein fyrir út- liti hinnar ósýnilegu rafeindar né hins ósýnilega guðs, en þó er til bæði guð og rafeind. Lögmál framvindunnar er að keppa hærra og hærra, og sú barátta verður jafn hörð þótt hún færist af sviði efnisins á svið andans. Guðdómsneistin er í oss. Vér emm fljálsir að því að snið- ganga hann og kæfa hann, eða færast nær guði með því að ^ýna í verkinu að vér viljum verða honum samtaka. Lesbók Mbl. Mikið var ég lengi að brjóta heilann um það, hver væri mun urinn á ríkisarfa og bara venju- legum arfa. — Narfi Skarfur Flóðhestur. Tveir ílækingar á ferð. — Ja, hver ansinn, segir ann- ar, — komið gat á buxurnar mínar. — Hva, kliptu það í hvelli úr. Stýrimaður, við hásetann, sem hefir bjargað honum frá drukn- un: — Á morgun mun ég þakka þér í áheyrn allrar skipshafnar. Hásetinn: — Nei, ekki gera það. Þeir drepa mig, þegar þeir vita það. Thule Ship Agency !"«• 11 Broadway, New York, N.Y. umboðsmenn fyrir h.f. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Steamship Co. Ltd.) FLUGFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til Islands. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health 1 nsurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMI’ANY Winnlpeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Teiephone 202 398 Talsfmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrceOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK 8érfrœSingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantaó meSul og annaS meS pðstl. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOIC STREET Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talsíml 27 324 Heimilis talsfmi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PPINCC// MESSENGER SERVICE ViS flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri Ibúðum, og húsmuni af öllu tæl. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slml 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla f heildsölu meO nýjan og frosinn fisk. 303 OWBNA STREET Skrlfst.slmi 26 355 Helma 65 462 RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anywhere Phone 34 403 Your Prescriptions called for and delivered. A complete line of baby needs. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) Talslmi 30 877 VlCtalstlmi 3—5 eftlr hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Burgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannleeknlr For Appolntments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliable Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fasteignasalar. Leigja húi. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Frish and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HHAGBORG II FUEL CO. n Dial 21 331 NoÁi) 21 331

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.