Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 **V***%Sl. A Compleie Cleaning Insiiluiion PHONE 21 374 _ _ _ _ cie0^ Aot& ;nútci .tvets A C< mpleie Cl< aning Inslilution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947 NÚMER 38. La Guardia látinn Hinn 20. þ. m., lézt að heim- ili sínu í New York, Fiorello La Guardia fyrrum borgarstjóri í New York, fágætur athafna- maður, brennandi af áhuga og svo mælskur, að hann hafði þrumur og eldingar á tungu sinni; hann var kominn af ítölskum ættum, átti um hríð sæti í neðri malstofu þjóðþings- ins í Washington og var þrisvar sinnum kosinn til borgarstjóra í New York. Mr. La Guardia varð heimskunnur maður sem formaður alþjóða-löknarnefndar sameinuðu þjóðanna, og ferðað- ist þá víða um meginland Norð- urálfunnar; hann var formaður hinnar sameiginlegu hervarnar- nefndar Bandaríkj. og Canada, er stofnað var til á tímum síð- ustu heimsstyrjaldar, og skipaði forsæti í henni til dauðadags. Mr. La Guardia var smár maður vexti, en hnellinn og þreklegur; hann var mikill vin- ur Franklins D. Roosevelt, og harmaði mjög fráfall hans vegna viðhorfs heimsmálanna. Frónsfundur Eins og getið var um í síðasta blaði, heldur deildin “Frón” al- mennan fund í G.T.-húsinu á mánudaginn, 29. sept., klukkan 8.30 eftir hádegi. Verði hægt að koma efni við, þá er ráðgert að halda fundi á hverjum mánuði yfir vetrartím- ann. Þetta finst stjórnarnefnd- inni nauðsynlegt, því eins og nú háttar til hér í borg, þá á fólk ekki í annað hús að venda, hvað íslenzkar skemmtanir snertir og starf deild- arinnar hlýtur að mestu leyti að snúast um þetta tvent, að veita þeim, sem þess æskja, að- gang að íslenzkum skemtunum og íslenzkum bókum. Með fund- unum er reynt að bæta út því fyrra en með starfrækslu bóka- safnsins og stórum framlögum fil bókakaupa, er reynt að bæta úr því síðara. í því sambandi má geta þess að “Frón” hefir síðan í ársbyrjun lagt nokkuð yfir 300 dollara í bókakaup, en á síðustu fimm árum hafa um 1200 dollarar gengið til slíkra kaupa. Um næsta fund hefir þegar verið ritað svolítið í blöðin og nægir að endurtaka það, að Hr. Hjálmar Gíslason ætlar að flytja þar ræðu um dvöl sína á ís- landi, en Miss Inga Bjarnason syngur einsöngva og Miss June Alliston spilar á harmoniku. — “Frón” býður alla velkomna og vonast eftir góðri aðsókn. Inngangur verður ekki seldur en frjáls samskot verða tekin. Frónsnefndin. Bracken í heimsókn Foringi íhaldsflokksins, John Bracken, er væntanlegur hing- að til borgar um helgina til þess að reyna að dytta eitthvað að hinum sundurleitu flokksbrot- um sínum í fylkinu; er nftelt, að hann ætli að flytja fimm ræður í Manitoba, þar á meðal í Brandon og kjördæmi sínu Neepawa. Mrs. J. B. Johnson frá Gimli var stödd í borginni á þriðjudag inn ásamt Jakobínu dóttur sinni. Verkfallið mikla Hið mikla vérkfall hjá slátur húsunum og kjötsölufélögun- um þremur í Canada, er 12 þús. verkamanna taka þátt í, er enn óleyst, og daufar horfur um samkomulag; þó hafa nú þau tíðindi gerst fyrir atbeina forsætisráðherrans í Ontario, Col. Drews, að fundur um mál- ið verður haldinn í Toronto næsta föstudag, þar sem mætt- ir verða allir verkamálaráðherr ar hinna einstöku fylkja í því augnamiði að ræða viðhorfið, og reyna að finna miðlunarveg út úr ógöngunum; kjötskortur er víða tekinn að gera vart við sig. — Eins og vitað er hófu verkamenn áminstra stofnana verkfall til þess að fá launakjör sín bætt vegna vaxandi dýrtíð- ar í landinu; þeir fóru fram á seytján centa hækkun á klukku- stund. . Fárviðri Afskaplegur fellibylur hefir geisað undanfarið í Vest-Florida með hundrað mílna vindhraða á klukkustund; hefir þetta ofsa- veður orsakað tryltar flóðöldur, sem enginn mannlegur kraftur hefir fengið rönd við reist; af þessum hamförum náttúrunnar hefir hlotist eignatjón svo millj. skiptir, — fólk stendur víða uppi ráðþrota og húsvilt, auk þess sem vitað er, að nokkrir menn hafi farist og aðrir týnst, hvort sem þeir kunni að koma síðar í leitina eða ekki. The lcelandic Canadian Club EVENING SCHOOL AND THE STUDY OF ICELANDIC The Icelandic Canadian Club has for the past few years sponsored an evening school, affording those interested an opportunity to study the Ice- landic language and literature. Last year, classes were held fortnightly, Tuesday evenings, 8.30 to 10.00 o’clock. The Junior and Intermediate groups studied the rudiments of the language, including gram- mar; the Senior group read and discussed selections in prose, drama and poetry, in the Ice- landic language, including Lax- daele; Eirikur Hansson, by J. Magnus Bjarnason; Fjalla Ey- vindur, by Johann Sigurjonsson; Jon Austfyrdingur, by Guttor- mur J. Guttormsson, and shorter poems by Jonas Hallgrimsson and Stephan G. Stephansson. The reading course is set after consultation with the prospective students, but the following are suggested for the coming year: Short stories by Einar Hjorleifs- son and J. Magnus Bjarnason; Galdra-Loftur. by Johann Sigur- jonsson; Havamal, from Sac- mundar-Edda, and short poems by such Western-Icelandic poets as Stephan G. Stephansson, Guttormur J. Guttormsson, Einar Pall Jonsson, and Jon Runolfsson. A fee of $2.00 has been set for the courses to ccver incidental expenses, including mimeo- graphing. Those who are interested in enrolling for the 1947-48 courses are requested to contact the undersigned, by letter or by phone.-. W. Kristjanson,' 499 Camden Place Phone 35 408. SVO KVAÐ JÓN KVENNPEYSA Eg átti leið um lítinn dal Og laufi skreyttan bjarkasal. Mig bar þar að sem blómin fín. í blænum þerðu tárin sín Og glöddu sig við geisla koss 1 gljúfrunum hjá hvítum foss. Eg stóð þar einn um hrímsvalt haust Og heyrði í kaldri vinda raust, Er fossinn hvað um fallin blóm Þann forlaganna skapádóm: “Ef sólarkossa synjað er Alt sálast líf á jörðu hér”. Sál mín í rökkur-ráfi Var ráðalaus ein á stjái. — En hvert skal á hausti halda I heiminum dauðans kalda? — Þá leiftra mér geislar af lýsandi baugum í Ijómandi meyjar augum. Eg krjúpandi bað hana um koss. Hún kvaðst ekki gefa þau hnoss, Og bálreið hún sagði mig svín Og svo fór ég og skammaðist mín. — Fyrir miskunarleysi meyja I myrkrinu verð ég að deyja. Vikið írá sýslan Sá atburður hefir gerst, að bæjarstjórnin í Winnipeg vék nýlega frá sýslan, yfirslökkvi- liðsstjóra borgarinnar, Donald A. Boulden; hann gekk í þjón- ustu slökkviliðsins 1912, og var skipaður yfirslökkviliðsstjóri árið 1928. Mr. Boulden tók við góðan orðstír þátt í fyrri heims styrjöldinni og hlaut majórs- tign; ástæður fyrir brottvikn- ingu hans voru ekki ræddar á áminstum bæjarstjórnarfundl, en aðeins tveir bæjarfulltrúar mæltu á móti því að honum yrði vikið frá sýslan, og voru það þeir Stepnuc og Scott. / Laugardagsskólinn Laugardagsskóli þjóðræknis- félagsins í Winnipeg hefur starf sitt aftur í haust, laugardags- morguninn, 11. október og þetta ár verður skólahaldið í Fyrstu Lútersku kirkjunni á Victor Street. Þar verður komið saman á hverjum laugardegi, kl. 10. Skólastjóri verður aftur þetta ár Mrs. Ingibjörg Jónsson, sem hef ur unnið svo vel og samvizku- samlega við laugardagsskólann undanfarið. Með henni verða þrír kennarar, Miss Vilborg Eyjólfson, Miss Stefanía Eydal og Mr. Jack Butler, sem hafa allir áður reynst skólanum vel, auk Mrs. Hólmfríðar Daníelson, sem hefur verið valin af þjóð- ræknisfélaginu til að veita hjálp í skólanum í Winnipeg auk þess að ráðstafa og skipuleggja og ef þörf gerist, að vekja upp aftur, skóla út um landsbygðir. í Winnipeg fer íslenzka kensl- Ian fram frá kl. 10 til kl. 11, og börnin verða æfð í íslenzkum söngvum frá kl. 11. til kl. 11.30. Kenslan verður ókeypis eins og að undaförnu en lestrarbækur kosta 30c hver bókin. Foreldrar mega hafa fullvissu fyrir að kennslustundirnar í vetur verða börnunum ánægjulegar og skem- tilegar og gagnlegar. Philip M. Pétursson vara-forseti þjóðræknisfélagsins H. E. Johnson. Sykurskömtun Að því er Ottawafregnir herma þann 23. þ. m., eru taldar miklar líkur á, að sykurskömt- un í Canada verði afnumin í ná- inni framtíð, og ef til þess komi, er gert ráð fyrir að afnámið gangi í gildi um miðjan næsta mánuð. Mrs. Hólmfríður Danielson verður stödd í Riverton fimtu- dagskvöldið, 25. septmeber, og heldur þar fund fyrir hönd þjóð- ræknisfélagsins með bygðarfólki þar sem hefur látið í ljósi ósk sína um að íslenzku skóli handa börnum verið stofnsettur. •f Jón Sigurdson félagið heldur “Silver Tea” og sölu á heima til- búnum mat á laugardaginn 4. október í T. Eaton Assembly hall frá kl. 2:30 til 4:30. Mrs. B. S Benson forseti félagsins hefir aðal umsjón með sölunni. Vinir og velunnarar félagsins eru beðnir að muna eftir stað og stund: ♦ Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro komu norðan frá Ár- borg á mánudaginn ásamt Tryggva prófessor, syni sínum og Heimi Thorgrímssyni; höfðu þau dvalið þar nyrðra um helg- ina í gistivináttu Mr. og Mrs. B. J. Lifman. ♦ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 28. • sept. Ensk messa kl. 11 árdegis. Sunnudaga skóli kl. 12 á hádegi. — íslenzk messa kl. 7 síðdegis. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f Argyle presiakall Sunnudaginn 28. sept. 17. sunnud. eftir Trinitatis: Grund kl. 11 fyrir hádegi. Brú kl. 2 eftir hádegi. Baldur kl. 7 eftir hádegi. Allir boðnir velkomnir. Eric H. Sigmar. FINGUR-KOSSINN Fyrrum, við hlíðar-hjalla heitur var ásta blossi, — þegar hún Sigrún síðast sveiflaði til mín kossi: Lækur var leiðar tálmi, — létt þó mér væri um sporið, — ófær til yfirferðar eftir leysingu um vorið. Eg þurfti eitthvað að segja, — enginn mátti það heyra, — aðeins í hálfum hljóðum hennar við kinn og eyra. Bros hennar, ögrun og yndi, eldfleyg mér sendi í hjarta, sá ég við geisla-glitið glampa í auganu bjarta. Æskan og ást á vængi, — ungur er fær og sækinn; hraður sem fugl til hennar hljóp ég þá yfir lækinn. Rúnu var raun að kveðja, — reyndist ég nú ei frækinn: Stökk mitt til baka varð styttra — steyptist því niður í lækinn. Snúðugur stefnu valdi, — sneyptur þó leit til baka: Hvort brosti’ hún — eða ekki, það oft varð mér nætur-vaka? Lengi er mér í minni, munaðar sætur blossi, þegar hún Sigrún um síðir, sveiflaði fingur-kossi. Pálmi. Árborg-Riverton prestakall 28. sept. — Hnausa, messa kl. 2 e. h. — Riverton, íslenzk messa kl. 8 eftir hádegi. — 5. október Geysir, messa kl. 2 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. Gimli prestakall 28. sept. — Messa að Arnesi, kl. 2 e. h. — Messa að Gimli, kl. 7 eftir hádegi. — 5. október. — Messa að Langruth, kl. 2 e.h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. ♦ Móttökufagnaður fyrir séra Eirík Brynjólfsson og fjölskyldu hans, verður hald inn í kirkju Fyrsta lúterska safn aðar að aflokinni guðsþjónustu næsta sunnudagskvöld; má vafalaust búast þar við miklu fjölmenni. •f Á mánudagskvöld þann 29. þ. m., verður haldin skemtisam- koma í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton; með söng skemtir Inga Thorarinson frá Winnipeg, en Guttormur J. Guttormsson skáld ílfföur erindi, er hann nefnir Þætfi úr sögu bygðarinn- ar; ýmislégt fleira verður á sam- komunni til skemmtunar og fróð leiks. Inngangur 50 cents. -f Mr. og Mrs. P. S. Pálsson lögðu af stað síðastliðinn sunnu- dag í skemtiferð vestur á Kyrra- hafsströnd. •♦■ Mr. Barney Egilsson bæjar- stjóri á Gimli var staddur í borg inni á mánudaginn. Mr. J. Th. Beck framkvæmda- stjóri brá sér nýverið í vikuferð vestur til Victoria B. C., ásamt frú sinni, til þess að sitja þar ársfund vikublaðafélagsins í Canada. ♦ INNILEGT ÞAKKLÆTI Á fimtudaginn þann 14. ágúst síðastliðinn, söfnuðust saman allmargir vinir á heimili okkar í tilefni af gullbrúðkaupi okkar, sem þó var í rauninni um garð gengið þann 12. nóvember í fyrrahaust; nutum við hjónin þarna ógleymanlegrar kvöld- stundar; var mikið um ræður og fagran söng; veitingar, sem konur höfðu með sér, voru hin- ar ljúffengustu. Að loknum ræðuhöldunum vorum við hjónin sæmd mörg- um og verðmætum minjagjöfum frá börnum okkar og vinsam- legri samferðasveit; af börnun- um gátu ekki verið viðstödd nema tveir drengir, þeir Oscar og Finnur. \ Fyrir alla þá ástúð, en áminst heimsókn bar vott um, erum við innilega þakklát, og biðjum Guð að blessa alt það góða fólk, sem að henni stóð. Virðingarfylst Mr. og Mrs. G. Finnsson, Selkirk, Man. •♦ Mr. Steingrímur Johnson, um langt skeið stórbóndi í íslenzku byggðinni við Kandahar í Sask- atchewan, dvelur í borginni þessa dagana. •♦ Þann 13. þ. m., voru gefin saman í hjónaband í St. Step- hen’s-Broadway kirkjunni hér í borginni, Jónína Björg Kristj- ánsson, og Dr. Edward Gray Brownell. — Ungu hjónin fóru í brúðkaupsferð austur til Fal- con Lake og Kenora. Framtíð- arheimili þeirra verður 78 Home Street í þessari borg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.