Lögberg - 25.09.1947, Side 2

Lögberg - 25.09.1947, Side 2
t 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947 Frá Heklueldi 1 947 Eftir Steindór Steindórsson frá Hiöðum Yfirlit. Það þótti tíðindum sæta, bæði hér og erlendis, er sú fregn barst út, að eldur væri upp kominn í Heklu hin'n 29. marz. sl. Eldgos heyra raunar ætíð til mikilla tíð- inda í voru landi, svo þungar bú- sifjar, sem þau oft hafa veitt þjóð vorri. En hér stóð þó sér- staklega á. Hekla sjálf var tekin til starfa. Frægasta eldfjallið á íslandi, og eitt af nafnkenndustu eldfjöllum jarðar. Frægð Heklu má rekja til ýmissa orsaka, en fyrst ber það til, að hún hefir gosið flestum fjöllum oftar, svo að sögur fari af, eða alls 22 sin- num, auk þessa goss, en þá eru talin með nokkur gos, er orðið hafa í nágrenni fjallsins sjálfs. Enda þótt heimildir um Heklu- elda frá fyrri öldum séu slitrótt- ar, hafa menn samt fylgzt betur með hamförum hennar en flest- um öðrum eldsumbrotum hér á landi, því að Hekla er við byggð, og blasir við s j ó n u m manna hvarvetna um allt Suðurlág- lendið, þar sem lengstum hafa verið fjölbyggðustu sveitir landsins. Það er ekki aáeins, að Heklueldar hafi margir verið, heldur hafa gos hennar nær ætíð verið mikil og staðið lengi, allt að tveimur árum. — Hafa þau venjulegast hafizt með sprengingum, ösku- og vikur- falli, sem oft hefir borizt víða, jafnvel til annarra kinda. En einnig~hafa hraunflq^Rllið um hlíðar fjallsins, og herma sagn- ir frá nokkrum bæjum, er eyðzt hafi í Heklueldi. Hefir mönnum í nágrenni Heklu því ætíð stað- ið uggur nokkur af návist henn ar, jafnframt því sem hún þó er þar höfuðprýði í landslagi. Erlendis skapaðist frægð Heklu þó ekki af þeim sökum, sem nú var tjáð, heldur einkum af hjátrú þeirri, er menn settu í samband við hin ægilegu elds- umbrot. Töldu menn þar vera inngang vítis, og var fullyrt, að þyrpingar vítisára sæjust í log- um Heklu, þar sem þeir væru að pína sálir fordæmdra. Aldrei mun þó sú hjátrú hafa náð verulegri fótfestu meðal al- mennings hér á landi. En lærðir menn munu ekki hafa verið grómlausir með öllu í því efni. Hekla er aflangur fjallshrygg ur og er hæstur tindur henn- ar 1447 m. Stefna fjallsins er frá SV—NA. Hvílir það á und- irstöðu úr móbergi, sem er meginefni fjalla á þessum slóð- um, en hefir hlaðizt upp úr gos- efnum meðfram sprungu, er liggur eftir fjallinu endilöngu. Mátti sjá merki sprungunnar eftir fjallinu fyrir gos það, er nú stendur. Var hún þó víða ó- .glögg, en á henni gígar, isem hraunflóð hafa runnið úr. Var sprunga þessi nefnd Heklugjá. Landslagið er svo*háttað næst Heklu, að lág móbergsfjöll og hálsar liggja þar samsíða með fjallinu. Bæir þeir, er næstir eru Heklu, Næfurholt, Hólar og Haukadalur, standa vestan und- ir Bjólfelli, sem er nokkru sunnar og vestar en Hekla, en syðst í lágum fjallgarði, sem kenndur er við Næfurholt. Hlíf ir hann láglendinu að mestu fyrir hraunflóðum Heklu. Bær- inn í Næfurholti stóð fyrr um 2 km norðar en nú. En 1845 brauzt hraun þar fram milli fjallanna og var hann þá flutt- ur. Fyrsta Heklugos, er sögur fara af, var 1104, en' síðast gaus hún sjálf 1845, enl878 og 1913 voru fremur lítil gos norðaust- ur fráHeklu. Voru margir farn- ir að halda, að glóðir hennar væru kulnaðar, þar sem hún hafði aldrei fyrr hvílzt svo lengi. i- * Upphaf Heklugoss 1947 Morguninn 29. marz 1947 hófst Heklugos hið 23. í röðinni, ef öll gos eru talin, bæði í fjallinu sjálfu og nágrenni þess. Engir fyrirboðar sáust þess, að gos væri í aðsigi. Kvöldið fyrir eldsuppkomuna var Hekla alheið, og sást þar hvorki reykur né önnur verks- ummerki. Fjallið var þá hulið snjó niður undir miðjar hlíðar. Þó telur kona á einum ná- grannabæj anna, að hún hafi séð dökkan blett á fjallstindinum um kvöldið, en ekki gerði hún það þá að umtalsefni, enda datt engum í hug, að tíðinda væri að vænta úr þeirri átt. Eftir því sem næst verður komizt, hófst gosið kl. 6.30 laug- ardagsmorguninn 29. marz. — Voru að því nokkrir sjónarvott ar. Fyrst sást ljósleitur gufu- mökkur stíga upp úr fjallinu, en sumum virtist líkast því, sem hátindur fjallsins lyftist upp. Um 10 mínútum síðar kom all- snöggur landskjálftakippur. Olli hann þó hvergi tjóni nema á Hólum, einu næsta býli við Heklu. Þar sprakk veggur úr holsteini. Gosmökkurinn hækkaði óð- fluga fyrstu mínútur gossins, og fjallið huldist reyk og mistri, svo að ógjörla sá til þess um hríð. Er talið, að mökkurinn hafi verið 20 þúsund m hár, er hann var hæstur rúmum klukku tíma eftir að gosið hófst. Vind- ur var norðanstæður, en lítið eitt austlægur. Lagði mþkkinn til suðurs eða lítið eitt suðvest ur. Varð brátt létt að fylgjast með gosinu frá norðri og norð- vestri. Stundarkorni eftir eldsupp- komuna tók vikur og ösku að drífa niður efst og austast á Rangárvöllum, í Fljótshlíð, und ir Eyjafjöllum og allt út í Vest- mannaeyjum og hafinu þar um- hverfis. Mest var öskufallið í innanverðri Fljótshlíð. — Varð þar svo dimmt, að ekki sá handa skil, og hélzt svo fram eftir degi. Undir kvöld tók að létta til, og féll lítil aska úr því. Var vikurlagið þá orðið um 10 cm þykkt, og svo gróflegt, að stærstu vikurmolarnir voru 3— 4 cm. í þvermál. Nokkru minna var öskufallið undir Eyjafjöll- um og í Vestmannaeyjum, en þó var svo dimmt þar, að ljós varð að loga mestan hluta dags. Um leið og gosið hófst, heyrð ust ægilegar dunur og dynkir í fjallinu. Heyrðust dynkirnir alla leið til Grímseyjar og á Vest- fjörðu. Ægilegastur varð hávað- inn þó í námunda fjallsins, og fengu menn eigi sofið fyrir hón um á sunnudagsnóttina. Samtímis þessum tíðindum tóku hraunstraumar að rennna frá gígum þeim, er opnazt höfðu við hina fyrstu gossprengingu. Féllu þeir niður hlíðar fjallsins. Var gosið einkum ákaft í tveim ur gígum nyrzt og syðst í fjall- inu. Féll hraunflóðið úr norður- gígnum í áttina að Mundafelli, þar sem eldur var uppi 1913, en úr suðurgígnum niður yfir hrauniS frá 1845 í áttina að Næfurholti. Er talið, að hraun- straumar þessir yrðu um 5 km. langir þefar á fyrsta degi. $ Eins og fyrr getur var fjallið alsnjóa hið efra. En á Heklu er nokkur jökull og sísnævi, eink- um norðantil. Þegar gosið hófst, ruddist fram mikið vatns- og jökulflóð norðvestur af fjallinu. Féll það niður í Rangá ytri. Var áætlað, að heildarvatnsmagnið hefði verið um 20 millj. tenings metra. Rangá óx mjög; hækkaði vatnsborð hennar um 1—Vh. metra á svipstundu. Hins vegar linnti flóðinu fljótt, því að á sunnudagsmorgun var áin kom in í samt lag að mestu. Ferðaþáttur Eg átti ferð til Rvíkur dag- inn sem Heklugosið hófst, Klukk an var nálægt 14.30, er flugvél- in, er ég fór með, hóf sig til flugs af Melgerðismelum. Veð- ur var bjart, en skýjakóf allmik ið lá þó á fjöllunum við innan- verðan Eyjafjörðinn. Áður en varði var flugvélih komin suður úr skýjaþykkninu, og blasti þá allt miðhálendi landsins við sjónum, baðað sólskini, því að hvergi sá þar skýhnoðra né þokuband. En yfir Hofsjökli sá grásvartan mökkva bera við hinn skafheiða himin. Hekla sagði þar til sín. Þegar flugvél- in var komin suður yfir Lang- jökul, blasti gosið við. Upp af norðurenda fjallsins reis mökk- ur, dökkur og ægilegur, þver- hníptur líkt og hamrabrún. Var hann þó nokkuð tekinn að lækka, frá því er hann reis hæst, og var talinn 8—10 þúsund m hár. Öðru hvoru ruddust þó hnyklar norður úr honum, en annars sveigði vindurinn hann til suðurs, og var útsýn öll suð- ur frá. Heklu hulin, og var sem sæi þar í mógráan vegg. Var ein kennilegt að líta þennan myrkva þar sem land allt var baðað í glampandi sólskini. Mökkurinn hækkaði og lækkaði til skiptis, og um skeið mátti greina reykj- arsúluna upp úr norðvesturöxl fjallsins. En brátt sveigði flug- vélin lengra í vestur, og Hekla hvarf mér sjónum að sinni, og eftir klukkustundar flug lent- um við í Reykjavíkur-flugvell- inum. Það mátti brátt sjá það í Reykjavík, að Heklugosið setti svip á bæinn. Að vísu sást ekki ýkjamikið til þess úr honum. Þó mátti greina, hvernig gos- mökkinn bar við himin yfir aust urfjöllunum. En hins vegar var uppi fótur og fit í bænum. Svo mátti heita, að hvert ökutæki væri komið úr bænum, austur á Kambabrún eða lengra, því að alla fýsti að sjá þessi stórmerki. Tvær flugvélar voru stöðugt á ferðinni austur að Heklu, og í þeim var hvert sæti pantað til kl. 20 um kveldið. Þá tókst mér að fá far. Eg býst við, að allir farþegar flugvélarinnar hafi beðið fullir eftirvæntingar, en lengi var ekkert að sjá. En er nær dróg fjalíinu, var tekið að fljúga í króka fram og aftur með því, og blasti þá við sýn, sem ég hygg flestum verði ógleymanleg. Al- dimmt var orðið, er ég sá fyrstuv eldana. Þá var flugvélin enn allfjarri; var þá líkast að sjá og lágan bálköst, ep rjúkandi glæð ur umhverfis hann. Er nær dró, skýrðist myndin. Þá mátti greina ummál fjallsins, og kom þá í ljós, að upp úr báðum öxl- um þess stóðu eldstólpar með þéttu neistaflugi, en eftir endi- löngum hryggnum milli þessara eldspúandi gíga var opin gjá, og glóði þar í bráðna hraunkvik- una; virtist þar vera kyrrt að mestu, nema nokkrir reykjar- mekkir stigu upp úr toppgígn- um. En meðfram sprungunni var að sjá sem allt háfjallið væri þakið glóandi eimyrju, sem þó væri víðast nokkuð fölskvuð, en skini í glóðina undir fölskv- anum. Mun það hafa verið hraun, sem tekið var að storkna. Niður frá stærstu gígunum féllu hraunflóðin enn svo hratt, að engrar teljandi storknunar varð vart. Var líkast því, sem eldrák- ir eða öllu heldur eldflóð féllu niður hlíðarnar. Eg sá einna gleggst syðsta hraunstrauminn vestur af fjallinu, þann er fylgdi hrauninu frá 1845. Hann var þá kominn niður undir jafn sléttu, og neðsti hluti hans far- inn að hægja svo á sér, að nokkr um fölskva sló á glóðina nema fremst, þar sem hraunkambur- inn seig áfram, líkt og hlykkjótt ur, glóandi ormur. Var harla mikilfenglegt að sjá til fjallsins, því að svo mátti segja, að efri hluti þess væri samfellt eldhaf. Á sunnudagsmorguninn 30. marz lagði ég aftur af stað til Heklu. Slóst ég í för með þeim Pálma Hannessyni, rektor, og Trausta Einarssyni, prófessor. Lögðum vi ðaf stað kl. rúmlega 10. Veður var hið fegursta, “heiðskírt og himinn klár”, en til austurs gat að líta mistur- vegg yfir fjöllum, og lagði hann allt á haf út. Er austur kom á Kambabrún, sáum við glöggt, að mistur lá yfir mestum hluta láglendisins, en umhverfis Heklu hulið þykk- um mekki reykjar og skýjakafi. Ýmsar tafir urðu á leið okkar, svo að við vorum ekki komnir austur hjá Þjórsá fyrr en kl. 13—14. Tók að gola af vestri; greiddi nú af Heklu, svo að gos- mekkirnir sáust greinilega, og einnig greiddi nú að mestu mist- ur austurfjalíanna. Jafnframt bárust eyrum okkar fyrstu kveðjur Heklu. Voru gosdrun- urnar þar líkastar brimgný í fjarska. Var okkur tjáð af mönn um, er við hittum að máli, að sniámunir einir væru gosdrun- ur þessar hjá því, sem verið hefði daginn áður. Við héldum áfram ferð okkar sem leið liggur um Gunnarsholt að Næfurholti. Áður en þangað kom, lá leið okkar um nýbýlið Hóla. Þar var auður bær. íbúð- arhúsið skemmdist í landskjálfta kippnum, svo að ráðlegast þótti að rýma bæinn. Við dvöldumst þvi ekki þar, en hröðuðum för okkar að Næfurholti. Bærinn í Næfurholti stendur undir bröttum hálsi, lítið eitt norðar en Bjólfell. Heiman það- an sést ekki til Heklu, en engu að síður duldist okkur ekki, að nú vorum við komnir í örskots- helgi við hamfarir hennar. Drun urnar voru nú miklu magnaðri en fyrr, og þegar mestu dynk- irnir kváðu við, fannst greini- legur titringur í jörðu. Þó var allt sagt miklu kyrrlátara en daginn áður. En samt hafði gos- ið færzt í aukana seinni hluta dagsins, eftir að hafa hvílzt um hríð árdegis. Eftir stundardvöl heima í Næfurholti, lögðum við Pálmi af stað áleiðis til Heklu. Við geng- um fyrst upp á hálsinn fyrir of- an bæinn. Hann er allhár og brattur. Er upp kom á hrygg hans, blasti Hekla við sjónum. Sáum við nú greinilega í syðri enda fjallhryggjarins. Þar gein við opin sprunga, og vall þar fram hraunstraumur, en ljósir gufumekkir stigu þar upp af. — Nokkru ofar í sjálfri fjallsöxl- inni sást einn megingígurinn, og þyrluðust þar upp mislitir mekk ir og bólstrar, sem blönduðust gosmökkum þeim, er stigu upp úr nyrðri gígum fjallsins. Mekk irnir risu og hnigu án afláts. — Ýmist voru þeir kolsvartir, þrungnir Ösku og vikri, eða ljós gráir, og þá einkufn vatnsgufa og lofttegundir. Form þetta var síbreytilegt. Mátti þar sjá mynd ir, furðulegri og fjölbreyttari en orð fá lýst. Stundum gægð- ust þar fram ferleg mannshöf- uð, en í næsta vetfangi voru þau horfin, en í þeirra stað kom in einhver ódæma skrímsl eða skrípitröll. En fyrst, er reykjar bólstrarnir stigu upp, áður en þeir tóku að leysast sundur, minnti form þeirra mest á tröll- aukin blómkálshöfuð. — Þegar maður horfði á þessar síbreyti- legu, ferlegu myndir, virtist það raunar ekki nein goðgá, að hjá- trúarfullur lýður liðinna alda þættist sjá í gosmekkinum drýs- ildjöfla og “skötubarðvængjaða fjanda fjöld”. Þarna af hálsinum var góð yfirsýn um alla norðvesturhlið Heklu, allt norður að Lillu Heklu, sem er bunga mikil, er liggur fyrir miðri hlíðinni, en á- föst meginfjallinu, og nær því hér um bil í mitti; yfir koll henn ar sá allt til norðurenda fjalls- ins. Tveir megin-hraunstraum- ar höfðu fallið niður fjallið, hinn nyrðri norður undir Litlu Heklu, en hinn syðri og meiri var að sjá tiltölulega nærri okk ur, enda féll hann úr suðvestur- gígnum. Hraun þessi voru sýni- lega tekin að kólna, og voru svört tilsýndar, og nyrðri straum urinn virtist hættur að renna. En úr gjáarendanum syðst í fjallinu, í svonefndum Höskulds hjalla, og fyrr var getið, rann tiltölulega mjó hraunelfa, sem enn var í hraðri framrás, og sá- um við það betur seinna, hversu hratt henni miðaði. Það má skjóta því inn, að sá hraun- straumur heldur enn áfram, mánuði eftir eldsuppkomuna. Yfir hraununum öllum lá þunn gufuslæða, sem hitauppstreym- ið frá fjallstindinum sogaði til sín. Lítt sá enn til elda, enda var enn bjart af degi. Við ákvöðum að ganga að næsta hraunstraumnum. Leiðin var ekki löng, en öll á fótinn og víða dálítið óslétt. Snjólaust var að kalla, nema einstaka fannir í dældum. Við fórum hægt, til þess að njóta sem best þess, er fyrir augun bar. Sýn sú, er við okkur blasti, varð stöðugt stór- fenglegri og ægilegri, eftir því sem nær dró fjallinu og myrkr- ið færðist yfir. Er við komum upp að hraunröndinni, mátti heita aldimmt.^ Gosið var nú í algleymingi. Stöðugt kváðu við þungir dynkir, þegar sprenging- arnar urðu. Stundum rak hver dynkurinn annan svo ört, að líkja mætti við vélbyssuskot- hríð, en oftar liðu þó nokkur augnablik milli dynkjanna, en stöðugt dunaði undir niðri með þungum nið. Fjöllin og hálsarn- ir að baki okkar endurköstuðu hljóðinu, svo að af öllu varð ein samfelld hljómkviða. En við stærstu sprengingarnar skalf jörðin undir fótum okkar. Suð- vesturgígurinn blasti nú full- komlega við sjónum okkar. Upp úr honum var að sjá sem gló- andi eldstólpa. Ne^pt var hann sem þéttur bálköstur, en við hverja sprengingu þeyttist eld- stólpinn hátt í loft upp, svo að hundruðum metra skipti, og þá gneistarnir í allar áttir. Ekki var gott að gera sér hugmynd um stærð hinna glóandi hraun- kúlna eða steina, sem þeyttust upp úr gígnum. Þeir stærstu munu þó hafa skipt metrum að þvermáli. Mestur hluti af þess- um hraunslettum virtist þó falla ofan í gíginn aftur, en hitt í nágrenni hans, en sumar eldsí- urnar flugu svo langt upp í loft- ið, að þær kólnuðu á fluginu og hurfu sýn í gosmökkinn og nátt myrkrið, og má hamingjan vita, hvar þær hafa lent að lokum. Erfitt er að líkja eldstólpa þess- um við nokkuð annað. Oft virt- ist mér þó lögun hans minna á gossúlur Geysis, nema margfalt meiri að fyrirferð, og svo auðvit að var þarna glóandi eldur í stað vatns og gufu. Þegar eld- stólpinn tvístraðist við spreng- ingarnar, var stundum líkast því, sem eldtré með óteljandi greinum þyti þar upp, og hristi af sér limið, svo að greinarnar flygju í allar áttir. Ásamt gneista fluginu þyrluðust svo gosmekk- irnir stöðugt upp í loftið, en þeirra gætti nú minna í nátt- myrkrinu. Stundum var að sjá svartar reykjarflygsur, er líkt og sundruðust í eldstólpanum sjálfum. Svo mikilfengleg var þessi sýn og fjölbreytileg, að torvelt var að slíta af henni augun. En þarna var fleira að sjá og skoða. Við vorum nú komnir upp und ir hraunröndina. Hraunstraum- ur þessi var tekinn að kólna svo mikið, að hann var hulinn dökkri skorpu, en þegar dimma tók, sást hvarvetna skína í glóðina undir henni gegnum óteljandi sprungur og rifur. Aðeins efst næst gígnum, þar sem fjallið var brattast, féll glóandi straum urinn fram. Á leið okkar upp að hraunröndinni höfðum við veitt því athygli, að hingað og þang- að gusu upp öðru hverju skær- ir, bláhvítir blossar. Sumir þeirra voru ekki stærri en brugð ið væri upp dálitlu skriðljósi, en aðrir stærri og bjartari en skærustu bílljós. Einnig sáum við stíga öðru hvoru upp gufu- mekki við hraunröndina, þegar það seig fram yfir snjóskafla eða leysingarvatnspolla. Hra^in- kamburinn, sem við komum að, var um 20 m hár. Að vísu mun um helmingur þeirrar hæðar hafa verið gömul hraunbrún, sem nýja hraunið var að falla fram af. Hraunið var ekki leng- ur bráðið, heldur væri nær að líkja því við glóandi eimyrju, en utan á því myndaðist stöðugt svört skel. Það rann því ekki lengur, heldur væri nær sanni að segja, að það hryndi fram. Út úr hraunkambinum komu gúl- ar, misjafnlega stórir, sem losn- uðu frá meginhrauninu og hrundu niður. Voru þetta gló- andi steinar, en hverjum steini fylgdi dálítil skriða af glóandi eisu og eimyrju. Þannig þokaðist hraunbrúnin fram. Steinarnir, sem niður hrundu, voru misjafn lega stórir, sumir e. t. v. ekki stærri en mapnshöfuð, aðrir eins og stærstu heybaggar. Um leið og þeir hrundu niður, sprungu þeir í sundur að meira eða minna leyti, og usu þá upp blossar þeir, er ég gat fyrr. Logaði á steinunum um stund, jafnvel í nokkrar mínútur, en loginn smádofnaði, unz hann hvarf með öllu. Meðan hraunið mjakaðist áfram, heyrðist stöð- ugt í því eins konar urgandi eða svarrandi hljóð, einna líkast því, þegar aurblandin grjótskriða fellur hægt fram, en þó var sem meira málmhljóð í hraunniðn- um. Blandaðist þessi niður hraunsins við hljómkviðu fjalls- ins. — Við félagar lögðumst niður og hvíldum okkur í 5—10 m fjar- lægð frá hraunröndinni. Hitinn var þar þægilegur, nema þegar gúlarnir hrundu fram og gló- andi hraunkvikan opnaðist. Þá var betra að líta undan eða skýla andlitið. Við dvöldumst þarna við hraunröndina um klukku- stund, eða ef til vill tvær. Hvor'- ugur leit á klukku, og fátt var talað. Fyrirbrigði þau, er blöstu við sjónum, fylltu svo hug okk- ar. Við stóðum þarna andspænis hinum stórkostlegustu fyrirbrigð um náttúrunnar. Þarna gat að lita mynd þeirra óhemjuafla, sem að verki hafa verið, þegar land vort skapaðist. Móðir nátt úra sýndi okkur þarna starfs- háttu sína, jafnframt því sem fram fór einn þáttur í sköpunar- sögu landsins. En tíminn leið, og loks snerum við aftur. Á heimleið inni var oft staðnæmzt og litið um öxl, þegar sem hæst lét í Heklugjá, allt þar til hálsinn ofan við Næfurholt byrgði fjall- ið sýnum; en er þangað kom, var komið fast að miðnætti. Eg dvaldist þar eystra um nótt ina og til mánudagskvölds. Þann dag var gosið miklu hægara en áður. Að vísu færðist það nokk- uð í aukana um nónbil, en linnti aftur, er á leið kvöldið. Engu að síður var mikilfenglegt að horfa til Heklu þá um kvöldið úr Landsveitinni. Hefði ég gjarna dvalizt þar lengur. En nauðsynjastörf kölluðu mig aft- ur til Reykjavíkur. Á víð og dreif Síðan eldurinn kom upp í Heklu er nú liðinn um mánaðar tími. Vil ég hér geta nokkurra atriða um gosið og aðfarir Heklu þenna tíma. Eins og fyrr getur, varð ösku- og vikurfall mikið hinn fyrsta dag gossins. Varð það miklu mest efst á Rangárvöllum, í inn- anverðri Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum. Á þremur bæjum á Rangárvöllum, 12—14 í Fljóts hlíð og nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum kvað svo rammt að þessu, að sjónarvottar töldu landið sem fullkomna eyðimörk (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.