Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947 --------Hogberg---------------------- GeflB ðt hrem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í’>argent Ave., Winnipeg, Manitoba UtanA-skrlft ritat jórarvs: EDITOR LÖGBERG »86 Sargent Ave.. Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lðgberg” ig printed and pubiished by The Columbla Prees, Limlted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as.Socond Class Mail, Poet Oífice Dept., Ottawa. PHONE J1 804 Naumast við betra að búast Þeir, sem kunna að hafa alið þá von í brjósti, að allt gengi eins og í sögu á þingi sameinuðu þjóðanna, sem stend- ur yfir í New York um þessar mundir, verða vafalaust fyrir nokkrum von- brigðum, því það er síður en svo, að alt sé þar með feldu; viðsjár eru þar miklar, og erfitt um samhæfing þeirra gagnólíku sjónarmiða, er mest gætir á þinginu; að svo komnu máli mega menn þó ekki undir neinum kringum- stæðum telja sér trú um að alt sé að fara í hundana, að þriðja stríðið sé á næsta leiti, þótt þunglega sækist róð- urinn varðandi lausn þeirra ágreinings mála, er skipt hafa tveimur stórþjóð- um í andvígar fylkingar. Það virðist því nær óhugsandi, að mannkynið sé svo með öllu heillum horfið, að það nái ekki áttum þegar hvorki meira né minna en sjálf tilvera þess sýnist vera í veði; allar þjóðir eiga það að minsta kosti sameiginlegt, að eiga þessa fögru jörð að móður, og all- ar verða þær að sætta sig við, hvort sem þeim fellur betur eða ver, að búa undir sama þaki — sjálfri himinhvelf- ingunni. Vantraustið á öllum og öllu, er skæð- ur óvinur, sem gjalda verður varhuga við; gjána, sem ólík hagkerfi hafa skapað, eða sýnast hafa skapað, verð- ur að brúa með gagnkvæmum skilningi og endurvöktu eða nýju trausti; en menn ættu heldur ekki að furða sig á því, þó það kosti átök, að kippa ein- hverju því í lag, sem alþjóðastyrjöld hristi úr skorðum; og það ætti þá heldur ekki að vera neitt sérstakt undr unarefni, þótt einn og annar orðhák- urinn tæki upp í sig, er pm stórmál ræðir á alþjóðaþingum, þegar Pétur og Páll hnakkrífast á strætum og gatna- mótum um keisarans skegg, eða jafn- vel það, sem enn er minna um vert./ Það er háskaleg kórvilla, að ætlast , til alls af öllum, öðrum en sér sjálfum. * Sá tími kemur, er mannvitið verður óvitinu yfirsterkara; þá skapast friður á jörð og þá verður bjart um alt loft, og þá léttir öllum um andardrátt. Geisimikið umtal hafa vakið tvær ræður, sem fluttar voru á þingi sam- einuðu þjóðanna, skömmu eftir að það hófst; hina fyrri þeirra flutti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Mr. Marshall; voru það einkum sjö atriði, er hann gerði að umtalsefni; í fyrsta lagi lét hann þess getið, án þess þó að til- greina nokkura sérstaka þjóð, að synjunarákvæðunum hefði þannig ver- ið beitt, að öryggisráðið hefði orðið þess ómegnugt, að inna af hendi þau störf, er því í eðli sínu bar að hrinda í framkvæmd; að tvær þjóðir, er sæti ættu í kjarnorkunefndinni — sennilega Rússland og Pólland, — hefðu staðið í vegi fyrir því, að alþjóða umsjá næðist í málinu; að erindrekar Bandaríkjanna mundu bera fram yfirlýsingu, þar sem Jugoslavíu, Albaníu og Búlgaríu, yrði haldið ábyrgum fyrir skæruhernaðin- um á landamærum Grikklands; að takmörkun vígvarna yrði óframkvæm- anleg fyrr en gagnkvæmt traust yrði endurvakið eða skapað þjóða á milli; að Bandaríkin mundu veita ítrustu at1 hygli uppástungum hinnar sérstöku nefndar sameinuðu þjóðanna um skipt- ingu Landsins helga milli Gyðinga og Araba; að vegna árangurslausra mála- leitana við Rússa varðandi fullveldi Koreu, hefðu Bandaríkin tekið þá stefnu, að fela allsherjarþingi samein- uðu þjóðanna óhlutdræga lausn máls- ins; að vegna þess hve mikil og marg- þætt störf liggi fyrir þinginu, og mörg ný mál kalli að, séu Bandaríkin því hlynt, að innan þjóða-samtakanna starfi fastanefnd, er greitt geti skjót- lega úr aðkallandi vandamálum, og mælt með því, að þing sameinuðu þjóð- anna sé kvatt til funda, er mikið þykir liggja við. Mr. Marshall lauk máli sínu með svo- felldum orðum: “Sameinuðu þjóðirnar endast ekki deginum lengur, ef innan þeirra er sýknt og heilagt barist um forréttindi, en sameinaður vilji meiri hlutans troð- inn undir hæl.” Aðstoðar-utanríkisráðherrá rússn- esku ráðstjórnarríkjanna, Vishinsky, helti sér yfir stefnu Bandaríkjajina í utanríkismálum, og kvað hana vera forboða þriðja stríðsins; þrátt fyrir það þó þau töluðu fjálglega um nauð- syn á alþjóðaumsjá kjarnorkunnar, væru þau önnum kafin við stóraukna sprengjuframleiðslu; ráðabrugg amer- ískra stjórnarvalda varðandi fjárhags- legan stuðning við Grikki og Tyrki, væri í mótsögn við grundvallarlög þau, er sameinuðu þjóðirnar ættu að byggja tilveru(sína á; hér væri aðeins um póli- tískar veiðibrellur að ræða, sem stjórn- uðust af hinni svonefndu Truman kenn ingu. Bretar og Bandaríkjamenn væru ófúsir til afvopnunar, eða jafnvel tak- mörkunar vopna. Rússar væru því með öllu mótfallhir, að hróflað yrði við synj- unarvaldi stórþjóðanna; ýmissir valda- menn Bandaríkjanna sökuðu Rússa öldungis að ástæðulausu um viðbúnað til stríðs. Bretar og Frakkar í samein- ingu, bæru sinn hluta ábyrgðarinnar á því, hve örðugt sameinuðu þjóðirnar ættu uppdráttar vegna sérhagsmuna legra samninga að baki þeim; ýmis ríki verðu um þessar mundir stórfé til her- varna og leigustöðva, alveg eins og þau hefðu ekki lært hætis hót af ógn- um og hörmungum síðustu styrjaldar, og þannig mætti lengi telja. Vishinsky veittist persónulega að ýmissum þing- mönnum og öðrum amerískum valda- mönnum, og taldi þá opinberlega seka um stríðsráðabrugg. Formaður brezku sendinefndarinnar, Hector McNeil ráð- herra, kvað ræðu Vishinskys minna miklu fremur á lítilfjörlegan skopleik en viðkvæmt alvörumál; enginn heil- vita maður í víðri veröld legði trúnað á aðra ‘eins f jarstæðu og þá, að Banda- ríkin byggi yfir stríðsráðabruggi; hann sagðist heldur engan veginn frá því, að Rússar gætu haft eitthvað gott af að átta sig á, að engin ein þjóð brynni inni með allan sannleikann; engin þjóð væri alvitur, engin þjóð almáttug, og engin þjóð gæti með fullum rétti ætl- ast til, að allar þjóðir hölluðust skilyrð- islaust skoðanalega á hennar sveif. Mr. McNeil lauk máli sínu á þessa leið: “Séu rússnesk stjórnarvöld þeirrar skoðunar, að þau geti umyrðalaust otað sínum tota í hvaða átt sem er, eða for- skriftir þeirra í alþjóðamálum verði hvarvetna teknar sem góð og gild vara, þá hlýtur þeim fyrr eða síðar að bregð- ast bogalistin, og ég hika ekki við að staðhæfa, að slík einhæfni af þeirra hálfu, get fyrr en varir, riðið að fullu vorum veikbyggða friði og sameinuðu þjóðunum í heild”. • Georges Bidault, utanríkisráðherra Frakka, kVaðst ekki betur sjá, en von- laust væri þegar um samhæfing hinna gerólíku sjónarmiða Rússa og Banda- ríkjamanna; horfurnar væru því, væg- ast sagt, alt annað en glæsilegar, þótt vera kynni að„kraftaverk gerðust enn á þessum vettvangi. Formaður canadisku sendinefndar- innar, St. Laurent, utanríkisráðherra, kvað þjóð sína staðráðna í, að láta eins- kis þess ófreistað, er verða mætti til samræmingar hinum andvígu öflum innan vébanda sameinuðu þjóðanna og heimsfriðnum til tryggingar; þó yrði sú staðreynd eigi sniðgengin, að synjunar- valdi stórþjóðanna, sumra hverra, hefði á stundum verið alvarlega misbeitt og að hann persónulega væri þeirrar skoð unar, að slíkt vald yrði að takmarka að meiru eða minna leyti. “Trú vor á tilverurétt og tilverugildi sameinuðu þjóðanna, er óbifanleg og hið sama er um vonir vorar að segja”, sagði St. Laurent, “þótt á huga vorn sæki nokkrar áhyggjur. Eg el þá von í brjósti, að það starf, sem vér höfum vígt oss til og helgað sameinuðu þjóð- unum vegna friðarmála mannkynsins, réttlæti á sínum tíma að fullu það traust er vér berum til stofnunarinnar, og þá hafa átök vor heldur ekki verið unnin fyrir gýg”. Gert er ráð fyrir, að þing sameinuðu þjóðanna eigi að þessu sinni að minsta kosti tveggja mánaða setu, og stundum breytist margt á skemmri tíma en þeim, vonandi til batnaðar og framtíðarheilla. Ferðalag til Tylftareyja Grein þessi er efiir Kenneih Maiihews og biriist í „enska úi- varpsblaðinu "The Lisiener". — Fjallar hún um Tylftareyjarnar grísku, sem frægar eru úr sögu Hellena. Á Rhodos var til dæm- is eilt af furðuverkum heimsins, risavaxið líkneski af guðinum Apollo, og einnig frægur mælsku lislarskóli. Einnig kemur Rho- dos mikið við sögu krossferð- anna. í fyrsta sinn eftir stríð lét svampveiðiflotinn úr höfn á Tylftareyjum nýlega. Það voru 105 skip, sem sigldu til hinna gömlu miða við Norður-Af- ríku með leyfi brezku yfirvald- anna í Cyrenaika. Við Tylftar- eyjar eru engir svampar, en sagt er að 10 af hverjum 11 svampa- veiðimönnum í öllum heimin- um séu frá Tylftareyjum. Og þegar Grikkir tóku við völdum á eyjunum í apríl bárust hundr- uð heillaskeyta frá Florida. — Voru þau frá svamveiðimönn- um, er flutzt höfðu til Ameríku frá Tylftareyjum. Tylftareyjar liggja nálægt strönd Tyrklands. Stærst þeirra er Rhodos. Fræg var hún í fom öld fyrir eitt hinna sjö furðu- verka veraldar, 100 feta hátt líkneski úr bronze af guðinum Apollo er stóð tveim vegum hafnarinnar. Næst frægust mundi 'Cos, þar sem nú er rækt- að tóbak með sérstöku bragði. En á Patmos halda sumir Jó- hannes hafa',ritað opinberupar- bókina. Á stríðsárunum var hin forna saga eyjanna endurtekin af foringjunum sem aldrei yfirgáfu ítölsku herstöðvarnar nema þeg ar ekki varð hjá því komizt. Eg kom aðeins til Rhodos, og hefði ég viljað ferðast um eyjarnar, hefði ég annað hvort þurft að eiga skip eða að eyða' til þess heilu sumri. Eyjaskeggjar hafa svo lengi verið einangraðir hver frá öðrum og frá öðrum löndum, að sjóferð svampaveiðimann- anna, er höfðu vistir frá stjórn- inni undir þiljum og dálitla upp- hæð af erlendum gjaldeyri í vösum, virtist svipuð för Odd- ysseifs. Jafnvel eru samgöngur erfiðar við Grikklandi. Áður en ég mátti fara frá Aþenu til Rhodos, varð ég að fá tvö mis- munandi leyfi, og þegar ég kom til eyjarinnar rannsakaði einn embættismaður faranguf minn, annar gluggaði í peninga mína og sá þriðji athugaði hvort nafn mitt væri á listanum yfir stríðs glæpamenn. Grikkir segja, að þangað til friðarsamningar við ítali hafi verið undirritaðir verði þeir að láta líta svo út sem þeir fari með Tylftareyjarnar eins og það sé sérstakt land. Fagurt er á Rhodos. Hún hef- ír stundum verið kölluð rósa- eyjan. Ekki sá ég neinar rósir, en ég undraðist hin fögru hita- beltisblóm. Litskrúðugar klifur- jurtir þekja húsveggina og birtan er svo mikil, að maður fær ofbirtu í augun. Borgir á Rhodos líta út eins og kross-! ferðarriddarar hafi byggt þær að hálfu leyti en Mussolini hinn helminginn. Virkisgarðar kross- faranna eru tilkomumiklir. Sá, er sér þá á auðveldara með að skilja, hvernig fáeinir hraustir menn innan þeirra, gátu varizt árásum Tyrkja í meira en 200 ár. Verk Mussolíni var annað. Hann áformaði að gera eyna að eins konar fasistísku sýning- arsvæði. Lét hann byggja hallir fyrir embættismenn sína við sjávarströndina og gróðursetti skóga inni í landinu og þá hafði hann hagnað af þessum fram- kvæmdum I sínum tneð því að þangað komu fimmtíu þúsund ferðamenn á ári hverju. Nú koma þangað engir ferðamenn, og engir munu koma þangað næsta ár að minnsta kosti, vegna þess að þar er knappt um mat- væli. Eg kom í nokkur þorp í hæðunum, sem brauð hafði ekki' sést í hálfan mánuð. Fimm þús- und ítalir eru nú farnir frá eynni heim til Italíu. Voru það aðallega embættismenn og land nemar. En rúmlega þúsund eru þar enn þá, vegna þess að þeir vonast til að mega starfrækja áfram fyrirtæki sín eða af því þeir eru giftir grískum konum. Segja Grikkir að engum þving- unum hafi verið beitt til þess að hrekja ítali á braut, og þeir sem farnir séu hafi farið með eigur sínar, með sér. ítalir fluttu allt á brott sem þeir gátu með nokkrum ráðum komið til skips, jafnvel bifreið- ar. En hallirnar urðu eftir og skógarnir, bændabýlin og ferða- mannavegirnir frægu. Grikkir hafa því fengið allverulegan arf og spurning er, hvað þeir ætli að gera við hann. Til dæmis ef- ast þeir, sem skjálfa á beinun- um heima á götum Grikklands, um, að Grikkir hafi dugnað til þess að halda áfram byggingu slíkra gatna, sem ítalir byggðu. Ef til vill finnst nýju umboðs- stjórninni þetta vera nokkurt álitamál. Að minnsta kosti var eitt fyrsta afrek hennar að frysta, — ef það orð er viðeig- andi, — allar gufuvélar á eynni. Nokkrar þeirrar voru seldar fjármálamönnum, sem ætluðu að flytja þær til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. En stjórn Grikklands hefir lagt blátt bann við öllum útflutningi og hið eina sem leyft var að flytja út síðan í apríl var skipsfarmur af her- gögnum óvinanna, er skipt var fyrir kjöt í Tyrklandi. ítalir reistu með góðum rangri stóra búgarða á Rhodos. Ræktuðu þeir allt það hveiti, er eyjarskeggjar fengu tvö síðustu ár stríðsins, og fyrstu ákvarðan- ir Grikkja voru að reka þá á sama hátt og gert hafði verið. Komust þeir þá að raun um að mikill hluti búlandsins hafði verið tekið af frá sveitarþorpun um grísku. Verða þrír búgarðar hlutaðir sundur, svo að hinir upprunalegu eigendur landsins geti fengið það. Hinn fyrsti verð ur.fenginn þ.or'pi, sem sent hef- ir stjórninni beiðni um ný heim- ili. Þegar landstjórinn kom til þessa þorps voru íbúarnir ör- bjarga, skorti bæði matvæli og vatn. Mussolini hafði fyllt vasa ítalskra veitingamanna og verzl- unarmanna en gerði ekkert eða minna en ekkert til'að bæta hag landsbúanna. Fimmtíu þorp eru á Rhodos og þar af eru 49 grísk en eitt tyrkneskt. Gerist þess engin þörf að dvelja lengi á eynni til þess að verða var við leyfar grísku fornmenningarinnar. Þar eru rústir af tveim fornum borg um og tilheyrir hvorri þeirra fjallavirki, sem gnæfa hátt yfir sjó. En ég tók eftir öðru, sem mér fannst áþreifanlegra. Eg var að tala við borgarstjóra í einu skógarþorpanna. — Notaði hann þá orð, sem fyrir löngu var horfið úr málinu heima í Grikklandi. Ekki var það orðið sjálft, heldur notkun þess, sem olli því að mér fannst ég heyra rödd frá tímum Hómers. Musso- lini þröngvaði fasistísku uppeldi upp á eyjaskeggja. Var byrjað á fáeinum kennslustundum á dag í ítölsku og haldið áfram þar til ekkert var kennt annað en ítalska. Eg kom í tvo barna- skóla inni í landinu og ekki gat ég séð, að Mussolini hefði orðið mikið ágengt í þeim efnum. — Fullvissuðu 60 fremur óhrein og tötraleg börn í einum og sama bekk mig ‘um, að þau kynnu ekki stakt orð í ítölsku. Nú eru þau alin upp við söng grískra ætt- jarðarsöngva. í kennslustofunni voru enginn kennslutæki önnur en tafla og kort af Grikklandi, sem hékk yfir henni. Var eitt barnið beðið að koma þangað og Walíer Hallgrímsson Minningarorð Þann 13. júlí síðastliðinn létst á sjúkrahúsi í Grafton, N. D., Walter Hallgrímsson frá Mil- ton; hjartasjúkdómur varð hon um að bana. Walter Hallgrímsson var fyrsta barnið af íslenzku for- eldri, sem fæddist í Cavalier- héraði í North Dakota, og hann átti heima í Miltonbyggðinni alla sína ævi; hann var vega- verkfræðingur að menntun og vann að vegagerð innan vébanda héraðs síns í þrjátíu og fimm ár. Walter Hallgrímsson var framúrskarandi vinsæll maður, og bar til þess margt; hann var góðgjarn, hjálpfús, og um fram allt vinur æskunnar; munu margir þeir, er hann rétti örláta þakkarhönd,#minnast hans með þakklátum trega; hann hafði verið fremur heilsuveill síðustu á.in, en tók sérhverju því, er að höndum bar með hetjulund og frábærri sálarró. Þessi mæti þegnskaparmaður var fæddur hinn 28. dag nóvem- bermánaðar árið 1892. — Voru a“ foreldrar hans Hallgrímur Hall- grímsson og Jóhanna kona hans; hann var á unga aldri, er þeirra misti við, og varð því snemma að ryðja sér veg af eigin ram- leik; hann var mikið við mann- félagsmál riðinn, og þótti jafnan hinn hollráðasti maður; hann var lengi meðlimur sjálfboða- slökkviliðsins í Miltonbyggð, og um eitt skeið formaður þess; einnig átti hann sæti í skólaráði Miltonbæjar, var meðlimur Odd Fellows-reglunnar, og gaf sig jafnframt mikið við kirkjulegri starfsemi. Hinn 28. nóv. 1918 kvæntist Walter og gekk að eiga Fríðu Jackson úr Svoldarbyggð, er lif ir mann sinn ásamt syni þeirra Harris Marvin og fósturdóttur Dionnu Marrison; einnig lifa Walter tveir bræður hans, Joe Hallgrímsson í Milton og John Hallgrímsson í Crystal, N.Dak. Kveðjuathöfn fór fram í Star Theatre í Milton-bæ undir for- ustu séra H. G. McVican, með aðstoð séra E. H. Fáfnis frá Mountain, forseta íslenzka lút- erska kirkjufélagsins. Victor Sturlaugson. Langdon, N. D. sýna mér, að það vissi hvar A- þena og Saloniki voru á kort- inu. Fátæktin og eldheit þjóðernis- kennd eyjaskeggja minnti mig á Slóvenaþorp hjá Trieste, sem ég hefi komið í. Og gætu þeir látið ættjarðarástina í askana og gert sér úr henni klæði væru þeir allvel á vegi að því er ég held. Þetta er neikvæða hliðin á arfinum frá ítölum. Grikkir segja, að taka muni áraskeið að endurreisa gríska menntun á eynni. Vita menn ekki í aðal- stöðvum umboðsistjórnaTÍnnar hvert þeir eiga að snúa sér til þess að fá skrifstofumenn, sem færir eéu um að skrifa einfalt bréf. Hins vegar er nóg af ung- um mönnum í borgunum, sem tekið hafa þátt í öllum ítölsku námskeiðunum, en það kemur ekki að gagni því að sjö af þeim átta árum, sem þeir hafa verið á skólum, reyndust hafa farið (Framh. á þls. 8) n

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.