Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947 íslenzkir Sálmar á Ensku Máli Svo heitir fimm dálka ritgjörð eftir sr. Runólf Marteinsson um það efni í Lögbergi og er það vel farið, að mál það sé rætt opinber- lega, því það er eitt af okkar þjóernislegu vanda málum. En mér finnst að það þurfi að ræð- ast á víðtækari grundvelli en vinur minn séra Rúnólfur gjörir, til þess að það geti komið að verulegum notum, því meiri part urinn af grein séra Rúnólfs snýst um mig perónulega. Þessa grein sína byrjar séra R ú n ó 1 f u r mjög einkennilega. Hann byrjar hana með sögunni af Sál Konungi þar sem að hann þjáist af illum anda, eftir breytni sína og manna sinna í sambandi við eigna rán Amalekita og ávit- anir Samuels, út af þeim mis- gjörðum og að sá sami ílli andi hafi komist inn á Kirkju þingið Lúterska og íslenzka, sem haldið var í Norður Dakota í s.l. júní mánuði í perónu Jóns J. Bildfell. Máli þessu er þannig varið að á Kirkju þinginu á mountain og Garðar síðastliðið sumar, eg segi Garðar sökum þess, að það var þar sem mál þetta var rætt og þingm. skýrt frá, af framsögu manni málsins, að nokkrir ís- lenzkir sálmar hefðu verið send ir nefnd þeirri sem stendur fyr ir útgáfu nýrrar sálmabókar fyrir hönd Sameinuðu Lútersku Kirkjunnar í Ameríku í enskri þýðingu, með það fyrir augum að fá þá tekna upp í bókina. Hann tók fram að einn þeirra sálma væri sálmurinn “Alt eins og blómstrið eina” í þýðing Ei- riks Magnússonar, og að nefndin hefði gefið velyrði um að taka tvö vers úr þeim sálmi upp í nýju bókina. Þessi frétt hafði slæm áhrif á mig og ég and- mælti á þinginu þeirri aðfer.ð að láta þennan, einn dýrmætasta sálm okkar Islendinga koma fram fyrir sjónir enskumælandi fólks þannig úr garði gjörðann og gjöri það enn. Að vísu geta menn notið yls þess, sem sérstök vers sálmsins flytja, þó þau séu slitin út úr heildarsambandi sálmsins, ef andríki þýðandans nær honum, sem því miður hef- ir enn ekki tekist, en heildar á- hrifum sálmsins er með því raskað. Sálmur þessi hinn dýrðlegi bregður upp þremur myndum fyrir augu þess sem les hann eða heyrir hann sunginn. — Gá- leysi æsku og elli fljótandi að feygðarósi. Órjúfandi lífs lög- máli sem að engu metur vald upphefð eða hreysti og leggur mennina fyrr, eða síðar andvana í gröfina, en hann skilur ekki við þá þar. Þriðja myndin og sú voldugasta rís með tíunda versi sálmsins og sýnir hjör dauðans liggja brotinn. *Grafar húmið kalda og ömurlega upplýst með sigurljósi landsins helga og tár syrgendanna sem stóðu vonlaus ir við gröf ástvinarins þornuð. Mér er alveg sama hvaða tvö vers eru tekin úr þessum sálmi eða hvaða vers það eru, þau ein geta ekki gefið alókunnugu fólki rétta hugmynd um anda og ágæti hans, og var það aðal- ástæða mín fyrir að mótmæla þessu tiltæki á þinginu og í grein minni um þingið. Mér hefir aldrei til hugar komið að mótmæla því, að góð- ar, útlendar bækur, eða góðir útlendir sálmar væru þýddir á íslenzkt mál. Það mál horfir alt öðru vísi við, því í því sambandi er í flestum tilfellum um að ræða menntuðustu og hæfustu menn þjóðar vorrar sem þýða á sitt eigið móðurmál og í sum um tilfellum standa höfundun- um framar eins og á sér stað með Matthias Jochumson, og fleiri. Séra Rúnólfur bendir á í þess ari grein sinni, orðið “að reyna að troða sex íslenzkum sálmum í stóru sálmabókina, sem ég við- hafði í grein minni í Lögbergi, séu óverðskulduð og segist ekki vita til að nokkur maður hafi verið að troða nokkrum íslenzk- um sálmi”. Ef svo er, skal vel- virðingar beðið á þessu orðatil- tæki. En svo segir hann, að eng- inn hefði mælst til að íslending- ar tækju nokkurn þátt í þessari sálmabókar-útgáfu, en að hann hafi sjálfur minst á það við for- mann útgáfu-nefndarinnar, að íslenzkir sálmar yrðu teknir með í sálmasafnið og að hann hafi tekiðvel undir að taka á móti sálmum frá íslendingum til yfirlits og skal ég því taka til baka stóra orðið “að troða” en segja í staðinn að mælast til, það er vægara. Ekki er ég í neinum vafa um að góðvildin ein og þjóðar- metnaður hefir ráðið hjá séra Rúnólfi og með erindrekum hans í þessu máli, er þeir hreyfðu því, en frá mínu sjón- armiði, þá erum við Vestur-ís- lendingar ekki undir það búnir að geta á sómasamlegan hátt tek íð þátt í útgáfu slíks sálma- safns. Mér vitanlega, eigum við engar þýðingar á íslenzkum sálmum sem staðist geta saman- burð við beztu ensku sálmana •sem þar eru. En minna en það nægir ekki. Þá minnist séra Rúnólfur á orðið “limlestir” og segir að mér finnist það óskap- legt að ekki komi nema tvö vers úr sálminum “Alt eins og blómstrið eina”, í stóru, nýju sálmabókinni og kalli það að limlesta sálminn. Mér er ekki vel ljóst hvað annað er hægt að kalla það, því eins og að framan er bent á, þá geta engin tvö vers útaf fyrir sig gefið rétta hugmynd um tilbeiðslu mátt sálmsins, um sigurbirtu þá sem hann flytur né heldur um andagift og orðsnild manns- ins sem að orti hann, en þegar svo er komið fyrir listrænum verkum manna, þá eru þau orð- in limlest. Séra Rúnólfur segist hafa verið vígður prestur í 48 ár og þjónað við margar jarðar- farir, og að á þeim tíma hafi sálmurinn “Alt eins og blómstr- ið eina” verið sunginn aðeins einu sinni allur. Á síðari árum hafi það aðeins verið tvö vers, fyrsta og tíunda versið sem sem sungið þafi verið. “Þá hafi ég verið að limlesta sálminn”, segir séra Rúnólfur. — Því mið- ur verð ég að samsinna það með honum. Svo bætir hann við, “Að svipað muni vera ástatt með alla íslenzka presta í Vest- urheimi og alla íslenzku þjóð- ina”. Um þetta veit ég ekki, en ef svo er, þá neyðist ég til að að segja hið sanna um það. — En á það skal bent, að það er næsta ólík af- staða með versin tvö í ensku sálmabókinni, og enskann al- menning á bak við þau, sem ekk ert þekkir til sálmsins í heild né kenninga hans, og íslendinga við grafir framliðna landa sinna, minsta kosti hinna eldri sem margir kunna sálminn og geyma hinar guðdómlegu mynd ir hans í hjartd sér. Afstaða vers anna tveggja í ensku sálmabók- inni er sem sé ekki sambærileg við söng eða lestur tveggja versa úr þeim sálmi á meðal ís- lendinga, við íslenzka jarðarför. Séra Rúnólfur bendir á í þess ari grein sinni að æskilegt væri að eiga íslenzka sálma í enskum þýðingum til þess að nota við okkar eigin guðsþjónustur í okkar eigin kirkjum. Eg er hon um þar alveg samdóma og méf finnst að við ættum ekki að stefna hærra fyrst um sinn. — Látum okkur safna beztu sálma þýðingunum á ensku, sem til e;:u á meðal vor, og hvetja efni- lega menn og konur til frekari framkvæmda unz við *höfum nægilega marga sálma til okkar eigin þarfa og gefa þá út í sér- stakri bók ef þörf gjörist, en bíða með samkeppni við úrval | innlendra sálma, þar til að ef einhverjir á meðal vor, með andagift Hallgríms Péturssonár og Matthiasar Jochumsonar, koma fram og gjöra verkum þeirra þau skil á enskri tungu, sem þau krefjast. Jón J. Bildfell. M E S S U B O Ð Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — ís- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Séra Eiríkur Brynjólfsson. ♦ Messur í prestakall Lundar — Piney 28. september kl. 2 e.h. til ónýtis. Varð því að fá emb- ættismenn frá Aþenu til þess að skipa þær stöður, sem átt hefði að láta eyjaskeggja gegna. Til þess að bæta úr brýnustu þörf-. um skólanna á Rhodos tók stjórn in í notkun suma af ítölsku æðri skólunum þrátt fyrir andstöðu kaþólska erkibiskupsins. Stjórn arskiptin höfðu í för með sér, að kaþólskar stofnanir voru end urreistar á eynni og gríska rétt- trúar kirkjan er nú ráðandi trú þar. Enginn hlýðir nú á guðs- þjónusturnar í hinum frægu nvelfingum krossfaranna á Philermosfjalli. Einmana munk ur er þar þó enn. En ég fékk harða ofanígjöf, þegar ég reynd ist kenna í brjósti um hann í einverunni. “Sonur minn”, sagði hann, “ég er ekki einn. Hin heil- aga móðir er alltaf hjá mér”. Grikkir styrkja ítali og Tyrki til að gefa út blöð í borgunum. Einnig eru Gyðingar á Rhodos eða réttara sagt voru þar. Hafa þeir verið á eynni alltaf síðan forfeður þeirra lánuðu krossför- unum fé, en þeirra biðu þung- bær örlög. Margir þeirrá voru drepnir í gasklefum og fangabúð um. Aðeins komust um það bil 100 ungar stúlkur lífs af úr fanga búðunum og þær fóru allar með tölu til belgíska Kongó. Af fimm þúsund Gyðingum eru nú aðeins fjörutíu eftir. Afhentu Bretar þeim nýlega fimm hundruð hús sem fasistar eða nazistar höfðu slegið eign sinni á. Var það brezka herstjórnin, sem kom því til leiðar, að Gyðingar væru skoðaðir sérstakur þjóðernis- minnihluti á Rhodos. Og húsin, sem voru í eign þeirra, er létu lífið, verða afhent fjarskyldum æætingjum þeirra í Rhodosiu eða Kongo. The FINEST of ALL "mftcs Acr/ON,, CeLLotörui MOST Suíts or< DressesO^ CASH AND CARRY For Driver PHONE 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Or borg og bygð Isienzkir sjúklingar, sem liggja a sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, eí æskt er eftir heimsókn eða ís- í.enzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. -t- The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold their regular meeting on Tues- day, September 30, in the church parlor, commencing at 2.30 p.m. * "GOLDEN STOMACH TAB- LETSl" ve^ta vaffanlegan bata við meltingarleysi, hjartslætti, gasþembu og taugaóstyrk og allskonar óþægindum í maga 'og meltingarfærum. 360 töflur, $5.00; 120 töflur $2.00; 55 töflur, $1.00. — Fárst í öllum lyfjabúð- um og lyfsöludeildum. ♦ STEINLEGGJARAR ÓSKAST-' Upplýsingar hjá F. W. Graham & Sons, Ltd., Moose Jaw, Sask. Brezka setuliðið á Rhodos ekki að íþyngja brezkum skatt- greiðendum. Ágóðinn frá gæzlu manni eigna óvinanna nam sjö eða átta hundruð sterlingspund- um á ári. Brezki herinn fór frá Rhodos í marz og aðeins sex menn urðu eftir, þrír til að gæta eigna óvinanna og þrír menn úr flugliðinu, sem voru að leita að gröfum flugmanna, er skotnir voru niður yfir eynni. Herseta Breta skildi lítil verksumsmerki eftir á eynni, vegna þess að þeir gerðu ekki ráð fyrir að vera þar svo lengi. Framtíð Tylftareyjar er nú í höndum Grikkja. Sumir þeirra eru ekki bjartsýnir og ræða um flytja á brott. 1 þorpi nokkru drakk ég kaffi með manni, sem unnið hafði að byggingu járn- brautarinnar frá Alexandretto til Aleppo í Sýrlandi. Fyrir kaup sitt keypti hann landskika og byggði olíupressu í þorpinu, en kom syni sínum í búðina í þorp- inu. Hann var með kollinn full- an af ráðagerðum um að auka Tizkan talar: Ákveðnar dramatískar breytingar °g Hin nýja EA TON’S verðskrá sýnir þetta! YFIRHAFNIR — Með nýjum tilþrifamiklum blæ, bls. 3 og 15. KJÓLAR — með nýju axla- snlðl, bls. 2, 29 og 41. ALFÖT — með nýjum, mjúk- um llnum, bls. 12. HATTAR, — splunkurný gerð bls. 75. 8KÓR — rneð Demurely lok- uðum tám, bls. 180 og 181. ACCE8SORIE8 — I miklu úrvali, bls. 83. HANDTÖ8KUR — með hin- um nýja “Longer” Sjáið! Bls. 310 og 311. # Alt snið með hliðsjón af framlíðarfegurð. • Allstaðar E A T O N - trygging. 8É FÓLK EKKI ÁNÆOT, ER PENINOUM 8KILAJ) AFT- UR AÐ VIÐBÆTTU FLUTN INGSOJ ALDl *T. EATON C?-™ WINNIPEQ CANADA EATON'S Ferðalag til Tylftareyja (Frh. af bls. 5) gróða jarðarinnar. “í þessu þorpi”, sagði hann, “fást aðeins 3 kg. af grapeávöxtum af einu tré en neðar í dalnum fæst 12 kg”. Hann reyndi og að skýra fyrir mér hvernig hann hefði endurbætt aðferðir eyjaskeggja við að vinna olíu úr olívum. — Slíka framtakssama menn má allsstaðar finna í Grikklandi. Þótt ekki væru allir bjartsýn- ir fann ég engan, sem ekki var þess albúinn að horfa nokkuð langt fram á við. Einn skógrækt armann hitti ég inni í landinu. Spurði ég hann um þau skógar- svæði, er Þjóðverjar höfðu rutt á stríðsárunum. „Með tímanum kemur skógurinn aftur”, sagði hann. “Við erum ekki að vinna fyrir sjálfa okkur eða börn okk- ar, við erum að vinna fyrir barna börn okkar”. Alþbl., 19. ágúst. The Swa*n Manufacturing Company Manufacturert of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 j Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SI\EMTISAHIiOH/i UNDIR UMSJÓN KVENFÉLAGS ÁRDALS SAFNAÐAR verður haldin í Lútersku Kirkjunni í Árborg föstudaginn 3. okt. — Byrjar kl. 9. eftir hádegi. Til skemtunar verður Mrs E. P. Jónsson með fyrirlestur um Islands för sina. Einnig skemtir með söng, Miss Svava Pálsson, Söngflokkur safnaðarins og lítill stúlkna flokkur. Allir boðnir og velkomnir Inngangseyrir 50c Fríar veitingar K. N. ] U L I U S: KVIÐLINGAR Fyrsta útgáfan af ljóðsafni þessa sérstæða kýmni- skálds Vestur-lslendinga, og raunar ísilenzku þjóðar- innar í heild, sem Bókfellsútgáfan í Reykjavík sendi frá sér fyrir rúmu ári, seldist upp á svipstundu, og nú er 2. útgáfa komin á markaðinn; þetta er stór bók, prentuð á úrvals pappír óg í fyrirtaks bandi. Bókina, sem kostar $7.50 að viðbættum 25 centa póstgjaldi, má panta hjá , M R S. B. S, B E N S O N c/o TIJE COLUMBIA PRESS, LIMITED Winniþeg, Manitoba • f®sÍp Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man............. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. ................ Backoo, N. Dakota. Arborg, Man ........... K. N. S. Fridíinnson Árnes, Man. ................... M. Einarsson Baldur, Man. ................. O. Anderson Bellingham, Wash. ......... Árni Símonarson Blaine, Wash............... Árni Símonarson Boston, Mass. .............. Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak.............. Cypress River, Man. ........... O. Anderson Churchbridge,_Sask .... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask. ...... Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson Gerald, Sask.................... C. Paulson Geysir, Man............K. N. S. Friðfinnson Girnli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man ................ O. Anderson Hallson, N. Dak............ Páll B. Olafson Hnausa, Man............ K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal Langruth, Man. .........• John Valdimarson Leslie, Sask. ................ Jón ólafsson Lundar, Man................... Dan. Lindal Mountain, N. Dak.......... Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. ........ S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. ..............Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. ............ J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. ..............F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson V/estbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.