Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 6
0
LOGBEivG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
i___:___________
“í klubbnum; það er orðinn almanna
rómur um alla borgina. Mr. Hamilton
hefir verið þessari stórauðugu stúlku,
önnur hönd nú upp á síðkastið. Það er
sagt að vagni hennar hafi nærri því
verið ekið yfir hann, og að hún hafi farið
heim með hann. Þetta er satt, hennar
eiginn ökumaður sagði mér það”.
George hélt höndunum fyrir andlit
sér; hann fékk nú nokkuð að hugsa um
út af af þessari frétt.
“Segðu mér meira um þetta”, sagði
hann.
“Þetta er alt sem ég veit um það,
herra.”
George þagði eina eða tvær mínútur;
svo fór hann að skrifborðinu og skrif-
aði fáeinar línur.
“Farðu til okurkarlsins, Moses, eða
hvað hann heitir, og segðu honum að
hann megi ekki gánga of hart að Mr.
Hamilton; ég held að hann þurfi ekki
nema litla bendingu, og þú getur sagt
honum að ég vilji kaupa allar skuldir
Mr. Hamiltons, fyrir sanngjarnt verð.
Mundu það! Eg vil fá alla skuldareikn-
inga Mr. Hamiltons, sem eru í hans
hendi. Skilurðu?”
“Eg skil það, Mr. Lamonte”, sagði
Simpson, og illkvitnislegt bros lék um
varir hans.
“Og ef hann vill veita Mr. Hamilton,
dálítið meira lán, þá skuli ég kaupa
skuldabréfið. Hér eru fáeinar línur til
hans, sem trygging. Hánn má ekki
nefna mitt nafn”.
Simpson tók við bréfinu; George
strauk sér um ennið og sneri bakinu
að ljósinu.
“Nokkrar aðrar fréttir, Simpson?”
“Já, ég kom þangað sem Holcomb’s
bjó. Gamli maðurinn er dauður, svo
það var satt sem við vorum búnir að
frétta, herra. Miss Holcomb var þar
ekki, og engin vissi hvert hún hafði
farið”.
George dró léttara andann.
“Já, þetta er gott; láttu mig heyra
ef þú hefir fleiri tíðindi að segja?’’
Simpson hóstaði.
“Nei, herra, að því undanteknu að
það er líknarfélagsfundur í kvöld”.
“Já, það er rétt, Simpson. Gefðu mér
síðustu skýrslu frá líknarfélaginu. —
Góða nótt!”
2-7. Kafli.
Sæl! Hafi nokkurn tíma tvær ungar
manneskjur verið sælar, þá voru þau
það, Dora og Fyed. Henni fanst hver
dagur líða sem sæll draumur. Vonar-
himinn hennar var heiður og skýjalaus;
það var næstum eins og henni fyndist
heimurinn vera skapaður fyrir sig, og
á þann hátt virtist allt stuðla að ham-
ingju hennar og sælu.
Á hverjunf morgni, eftir morgunverð,
heyrði hún hið fjörlega og létta fótatak
Freds, er hann kom upp tröppurnar
að framdyrum hússins; hann gekk
vanalega inn í morgunverðar-stofuna,
þar sem Mrs. Lamonte fagnaði honum
með innilegu brosi, og andlit Dora ljóm-
aði af fögnuði, þó hún þegði. Fred stans-
aði þar einn klukkutíma, og sagði þeim
helstu nýjungar; meðan hann var þar,
var Dora ávalt nærri honum. Hann var
hennar yndi og lífs ljós, sál hennar og
von, og ást hennar til hans, óx í hvert
sinn er þau mættust, enda jók það á
fegurð hennar svo, að Fred áleit, að
svo fríð og yndisleg stúlka, sem Dora,
hefði aldrei verið til. Hann gat setið og
horft á hana og dáðst að henni, mai’g-
ar mínútur.
Það var þ óekki þannig, að þau sætu
altaf og horfðu hvort á annað. Fred
fann upp á einu og öðru, sem þeim var
til skemtunar. Hann sagðistundum:
.. “Hverju eigum við að finna upp á í
dag? Getum við ekki ekið ofan að fljót-
inu og fengið okkur bát, og róið eftir
því?”
Við að heyra það ljómaði andlit Dora
af fögnuði; Mrs. Lamonte brosti vin-
gjarnlega. Svo voru þau tilbúin eftir
litla stund, og Fred var svo sæll og upp
með sér að vera með ungri stúlku sem
allir, sem sáu hana, dáðust að. Stund-
um kom hann með aðgöngumiða í
leikhúsið eða sönghöllina, og þó hann
væri ekki mikið fyrir klassiskan söng,
var það ho’num nóg gleði, að horfa á
Dora, og sjá hversu hrifin hún var af
því. En best skemtu þau sér þá dag-
ana, sem þau réru eftir Thames-fljót-
inu. Fred gat þá farið með þær að lend-
ingarstöðum, þar sem þau drukku te.
Já, þessi kvöld, þetta mánaskin, er
þau létu bátinn berast með straumn-
um, og þau sátu saman með tengdar
hendur, og hvísluðu hvort að öðru ást-
ar orðum.
Stundum spurði Fred, George, hvort
hann vildi ekki koma með þeim, en
hann hafði altaf eina eða aðra afsök-
un, en það spilti ekkert ánægju þeirra.
Þau gátu ekki óskað sér meiri gleði
en vera saman, og Mrs. Lamonte naut
gleðinnar með þeim.
George kom stundum til móður sinn-
ar, og borðaði kvöldverð með þeim,
stundum vildi hann ekki þiggja nema
tebolla; en hann hafði ávalt hið vin-
gjarnlega bros á andlitinn.
Fred var nú alveg sannfærður um,
að hann hefði gert George rangt til,
með því að tortryggja hann, og var nú
viss um, að hann hefði alt annan
karakter, væri alt annar maður en
hann var. Þó brá efa fyrir er hann
horfði á hið föla andlit George, en hann
rak þann efa sem fljótast úr huga sér.
Honum fanst það alveg ómögulegt, að
George gæti haft nokkurt hagsmuna-
legt áform í huga með því, að sýna sér
svona mikla ljúfmensku. Auðvitað kost
uðu þessar skemtiferðir á landi og
vatni, Fred talsverða peninga, en hann
hafði fundið okurkarlinn, sér til mestu
undrunar, vinveittan og hjálpsaman.
í staðinn fyrir að krefja hann um borg-
un, bauð hann honum nýtt lán, og Fred,
sem æfinlega var svo óvarkár í pen-
ingasökum, var viljugur til að þyggja
það.
“Eg get borgað honum það aftur af
launum mínum, þegar ég fæ stöðuna”,
sagði hann við Edward Newton, er
hann varaði hann við, að flækja sig
meira í klóm okurkarlsins. “Já, þegar
þú færð stöðuna”, sagði Edward.
“Hvað meinar þú?” sagði Fred. —
“Meinar þú að George muni ekki
standa við loforð sitt?”
“Eg hefi ekki þann heiður að þekkja
mikið til George Lamonte”, svaraði Ed.
“Og get þess vegna ekki sagt, hvort
hann er ábyggilegri en flestir aðrir póli-
tískir snatar, sem lofa embættum og
útnefningum; en ég veit það, að það
verða flestir gráhærðir meðan þeir
bíða eftir uppfyllingu slíkra loforða”.
“En þú þekkir ekki George”, sagði
Fred í einlægni. “Hann gétur komið
öllu til leiðar, sem hann tekur sér fyr-
ir hendur. Hann hefir ekki neitt sam-
eiginlegt með mér. Hann verður að
vinda bráðan bug að því. Hættu nú þess
um aðvörunum og komdu með mér til
Mrs. Lamonte og borðaðu kvöldmat
með okkur”.
Newton þáði boðið og fór með hon-
um, því Fred hafði sagt honum, að
Dora héldi svo mikið af honum, af því
hann væri vinur sinn; hún var ekki
eins og svo margar trúlofaðar stúlkur,
sem eru afbrýðissamar um gamla vini
kærastanna sinna.
“Eg er viss um”, sagði Dora við Fred,
“að Newton vinur þinn er góður og
einlægur maður”.
“Góður! Það er enginn betri maður
til í landinu”, sagði Fred, “og hann er
áreiðanlegur sem stál. Eg kenni í brjósti
um hann”.
“Hvers vegna?” spurði Dora, sem
var' fljót til að veita því eftirtekt, að
Fred kendi í brjósti um hann.
“Já, ég skal segja þér; Ed hefir lent
í æfintýri”, svo sagði hann henni um,
er hann mætti Gladys.
“Og hefir hann aldrei fundið hana
aftur?” spurði hún.
“Nei, aldrei síðan”, svaraði Fred.
“En hann elskar hana og man eftir
henni ennþá”, sagði Dora við sig
sjálfa. “Mér lýst svo vel á viji þinn,
Fred, og ég vona að hann verði svo
heppinn að finna hana aftur. Eg vildi
óska að allar manneskjur væru eins
hamingjusamar og ég”.
“En sjáðu til, elskan mín, það eru
ekki allar manneskjur englar eins og
þú ert”, svaraði Fred og kysti hana.
Þó trúlofunin væri, samkvæmt beiðni
George, ekki gerð opinber, fór fólk þó
að hvíslast á um það. Vinir Freds í
klúbbnum fundu að því, hve sjaldan
hann kom þangað.
“Það er víst eitt eða annað sem
heldur í villimanninn okkar”, sagði
Cunningham. “Maður sér hann hér
helst aldrei nú orðið; hann spilar nú
aldrei, og flýr flöskuna sem eitur; hann
er gjörbreyttur. Mér skyldi ekki þykja
það neitt undarlegt, þó hann færi að
venja sig við að koma fram á almenn-
um mannamótum, eins og George La-
monte frændi hans”.
’ “En ég held”, sagði Sir Biglow, “að
hann sé mestan tímann hjá Mrs. La-
monte, ýmist heima í húsi hennar, eða
í útstáelsi um nágrennið, með henni og
ungri stúlku. Villimaðurinn okkar, Fred
Hamilton, er líklega ástfangin”. — Og
smátt og smátt útbreiddist þessi orð-
rómur, og að síðustu barst það til Miss
Rusley. Hún hafði verið tvær vikur
í burtu úr borginni, og hafði auðvitað
ekki vitað neitt um Fred né Dora, en
er hún var komin til baka, ók hún strax
heim til Mrs. Lamonte.
Dora og Mrs. Lamonte sátu við te-
borðið, og undruðust, því Fred kæmi
ekki strax að borðinu. í því kom Miss
Edith inn, og þá var búið með hina
vanalegu ró og kyrrð, sem ríkti þar
inni.
“Hvernig líður þér, Mrs. Lamonte, og
hvernig gengur það til með litla, vilta
fuglinn?” Hún kysti Dora og hélt
henni armlengd frá sér til þess enn bet-
ur að geta séð hana. Hún horfði á
hana og brosti. “Hvernig hefurðu
fengið svona sællegt og ánægjulegt
útlit?”
Dora roðnaði út að eyrum.
“Hversu undarlegt barn þú ert! —
Horfðu á mig; ég er alveg nýkomin frá
dvalarstað við ströndina, en ég er svo
litlaus og föl, eða réttara sagt eins gul
og gullpeningur. Mín kæra stúlka, þú
baðar í heilsu og hamingju”.
Mrs. Lamonte og Dora litu hvor á
aðra — og Miss Edith sá strax hvað
það meinti.
“Er nokkurt leyndarmál á ferðum?”
spurði hún.
“Hefir stór auður tilfallið þér? Nei,
það getur ekki verið það, ég veit fyrir
mig sjálfa, að ég hefi aldrei veriö fylli-
lega hamingjusöm, síðan mér tilféll
þessi mikli auður”.
“En þú lítur þó altaf út fyrir að vera
G hæðsta máta hamingjusöm”, sagði
Mrs. Lamonte.
“Þú mátt ekki dæma eftir ytra út-
liti”, svaraði Miss Edith; “ég er ekki
æfinlega sæl og hamingjusöm; það er
svo margt sem plagar mg og pínir. En,
úr því við erum að tala um eitthvað sem
amar að — geturðu útvegað mér
stúlku, sem þú þorir að mæla með;
stúlkan mín, sem kom með mér yfir
hafið, og lofaði mér upp á sína æru og
trú, að hún skyldi aldrei fara frá mér,
hefir nú farið og gift sig. Eg gæti hafa
orðið reið við hana, ef ég hefði ekki vor-
kent henni”.
“Hefurðu þá enga trú á hjónabands-
hamingju?” spurði Mrs. Lamonte, og
Dora hlustaði brosandi á hana.
“Nei”, sagði Miss Edith stutt. “Menn
irnir eru harðstjórar -og hræsnarar;
það er ekki takandi mark á einu einasta
orði sem þeir segja. *Stúlka, sem giftir
sig verður að þræl, og —”
Hún þagnaði alt í einu, því hurðin
opnaðist og Fred kom inn. Við það steig
roði upp í kinnar hennar, og hún gerði
alt sem hún gat til þess að dylja það,
með því að veita því eftirtekt> hve rauð
Dora varð í andlitinu~
Er Fred kom inn, var nafn Dora á
vörum hans, en hann stansaði alt í
einu, er hann sá Edith, og brá litum
eins og þær.
“Eg hélt þú værir í Brighton, Miss
Edith”, sagði hann og tók í hendina á
henni.
“Já, það er satt — ég var þar þangað
til fyrir þremur klukkutímum. Eg kom
fyrr en ég hafði ætlað mér. Eg var orð-
in leið á lífinu þar fyrr en þeir dagar
voru liðnir, sem ég ætlaði að vera þar.
Ef einn staður er leiðinlegri en annar,
þá eru það þessir móðins baðstaðir. Eg
stóðst það þangað til í morgun, þá fór
ég og tók Mrs. Noble með mér, án þess
að segja lávarði Cunningham og Sir
Dortman eitt einasta orð um það”.
“Þeir þá núna að eigra um skemti-
staðinn, eins og týndir sauðir”, sagði
Fred og hló; og leit á ungu stúlkurnar
til skiftis, og bar þær saman í huga sér.
Já, Miss Edith var fríð, því gat enginn
neitað, en fríðleiki hennar var þó ekki
sambærilegur við yndisleik Dora. Hann
langaði svo til að taka í hendina á
Dora, og leiða hana til Miss Rusley og
segja:
“Þetta er tilvonandi konan mín, Miss
Rusley”, en hann minntist ráða Ge-
orge, og var svo varkár, að Miss Rusley,
þó hún hefði nánar gætur á honum, gat
ekki séð neitt sem gaf til kynna nánara
samband. Það var augljóst, að eftir aö
Fred kom inn, var sem hún hefði kast-
að af sér öllum áhyggjum og ergelsi.
Hún talaði með fjöri og spaugi um eitt
og annað.
“Hvað hefir þú aðhafst, síðan ég fór
frá London?” spurði hún Dora. “Eg
vona að Mr. Hamilton hafi verið stima-
mjúkur og þjónustusamur við þig”; og
hún leit á Fred, sem kinkaði kolli ofur
rólega.
“Já, Miss Edith, ég hefi verið ferða-
riddari þeirra Mrs. Lamonte og Dora.
Við Miss Lamonte erum gamlir vinir —
svo er svolítð fjölskylduband millum
okkar”, sagði Fred.
“Já, ég skil”, sagði Miss Rusley! Eg
hefi heyrt að George, sonur þinn, sé í
London, Mrs. Lamonte”.
Undir eins og nafn hans var nefnt,
dofnaði yfir gömlu konunni.
“ Já, já”, sagði hún, “hann er í
London”.
“Hvar býr hann?” spurði Miss
Rusley, og leit í kringum sig, eins og
hún byggist við, að hann væri geymd-
ur á bak við einhverja húsmuni eða
hengi. “Hann flytur altaf ræður á opin-
berum samkomum og mannamótum, er
ekki svo?”
“Ekki altaf, Miss Rusley”, ságði Ge-
orge, sem stóð í opnum dyrunum.
“Þú ert eins og himneskur engill! —
Maður bara heyrir vængjaþyt þeirra,
en sér þá ekki”, sagði Miss Edith. án
nokkurar undrunar. “Hvernig komstu
inn, Mr. Lamonte?”
“í gegnum dyrnar, Miss Rusley; þær
voru opnar. Móðir mín, þú missir ein-
hverntíma allan silfurborðbúnaðinn
þinn, ef þú hefir útidyrnar altaf
olæsta”.
“Frá hvaða opinberri samkomu kem-
ur þú núna?” spurði Miss Rusley bros-
andi.
“Eg var að ganga um í listigaröinum”,
svaraði George, “og nú er ég til þén-
ustu fyrir Miss Rusley”.
“Það er mér mikil ánægja”, sagði
hún snögt, “því ég þarf þín með — ég
þarf að'hafa ykkur öll saman hjá mér
til miðdegisverðar í kvöld”.
“í kvöld!” endurtók Fred.
“Já, í kvöld; því ekki? Það er nógur
tími fyrir ykkur að búa ykkur. Komið,
það er velgjörningur — ég vona að þú
komir, Mrs. Lamonte — því við Mrs.
Noble erum bara aleinar; faðir minn er
faripn á fund í vísindamannafélaginu.
Nú fer ég strax heim og fer að búa und-
ir að taka á móti ykkur, þar á meðal að
fá þær tegundir af víni, sem herrunum
líkar best. Hvaða vín líkar þér best,
Mr. Hamilton?”
Fred hló.
“Eg vildi glaður koma til ’þín, Miss
Rusley, og borða miðdegisverð hjá
þér, þó þú veittir ekki annað en einir-
berja öl”, sagði hann.
“Það verð ég að segja, að þetta er
mikil hæverska”, sagði Edith og hló á-
nægjulega og Jeit á Fred. “Við skulum
vera tilbúin að setjast til borðs klukk-
an hálf níu í kvöld, svo þið getið haft
tíma til að rabba saman hér fyrst. Ver-
ið þið velkomin”, svo kvaddi hún og
fór. — *
“Mundi hann vilja borða miðdegis-
verð hjá mér, ef ég hefði ekki annað
en einirberja öl að bjóða honum?” sagði
hún við sjálfa sig á leiðinni heim til sín.
“Mundi hann vilja? Hann lítur svo
hreinskilnislega út — svo fjarri því að
aðhafast nokkuð óheiðarlegt! — Eg
vildi óska að ég væri fátæk — eins fá-
tæk og Dora. Hve róleg og sæl hún var.
Hún hefir þetta stóra við sig, — þetta
stóra, sem allar afburða manneskjur
hafa — svip, sem ég get aldrei náð, þrátt
fyrir nafnbót mína og auð. Eg undrast
oft yfir því hver hún er, og ef Fred
Hamilton sýnist hún ekki eins falleg og
tilkomumikil eins og mér! Hann horfði
á hana er hann kom inn — alveg eins
og ég vildi óska, að einhver horfði á
mig. Hvað hann er indæll, og hve hann
er ólíkur George Lamonte. Nú veit ég
hvers vegna að mér leiddist að vera í
Brighton; ef Fred Hamilton hefði verið
þar, hefði ég ekki flýtt mér aftur til
London! Hve vesul og heimsk skepna
ég er, eins mikill auli og þjónustu-
stúlkan mín er; já, nærri því eins; því
ef Fred Hamilton kæmi og beiddi mín,
færi ég strax með honum, eins og hún,
sem nú ætlar að giftast kærastanum
sínum!”
I