Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947
5
il 14 A« VI
rVENNA
RiUetj&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Vor og haust
Eftir séra Eirík Brynjólfsson
Sólaruppkoma og sólsetur,
vor og haust, æska og elli, morg-
un hádegi og kveld — við elsk-
um geisladýrð sólaruppkomunn
ar, dásemd hádegisins, en und-
ursamlegust er þó hin fagur-
rauða glóð sólsetursins. í nítján
ár hefi ég átt heima nálægt
sjónum og hefi lifað upp kveld,
er enginn penni fær lýst né
nokkur listamannshönd fær mál
að. Sömu sögu hefir árið að
segja; dýrðlegasta árstíðin er
haustið. *
Æskan er vor lífsins. Það er
dásamlegt að vera ungur. Við
lítum framtíðina í geislum vona
og drauma* ástar og fegurðar.
En æskuár okkar líða fram hjá
— fyrr eða síðar dregur að leið-
arlokum. Til eru þeir, er óttast
ellina og þeir hafa ástæðu til
þess; hún hefir ekkert að .geyma
fyrir þá nema visin blóm hins
liðna tíma, er aldrei kemur aft-
ur. — Ungu vinir, meðan þið
eruð ung, leggið þið grundvöll-
inn að lífi ykkar á efri árum
Byrjið þegar í æsku að blanda
þeim litum, er þið kjósið að
svipmerki mynd ykkar þegar
þið eldist. Eftir því sem árin
líða náum við meiri þroska og
í ellinni öðlast lífið sína mild-
ustu og fullkomnustu fegurð
Silfurlokkar hins kristilega
manns er sem dýrðarkóróna, er
drottinn gefur þeirri sál, er
hann er í þann veginn að kalla
til bústaða sinna á himnum.
f ellinni fáum við fullkomn
arai skilning á ráðstöfunum
guðs okkur til handa. Dag nokk-
urn tók ég mér fyrir hendur
ásamt nokkrum drengjum og
stúlkum að ganga á fjall á ís-
landi. Við fórum yfir gjár,
straumharða læki og kletta-
klungur, uns við loks náðum
heiðbirtu fjallatindsins. Útsýnið
var heillandi. Þarna blasti við
fyrir neðan okkur vegurinn,
sem við höfðum farið. Það var
auðsætt nú, að með öllum sín-
um bugðum og beigjum, hafði
hann legið upp á við. Aldurinn
færir okkirr útsýn yfir þann
veg, sem við höfum farið, hinn
skipulagða veg ástríks föður,
sem skilur hvert för okkar er
heitið.
Bunyan minnist á land, sem
liggur hérna megin við ána
Jórdan. “Loftslagið þar”, segir
hann, “er mjög hressandi. Þar
syngja fuglar og blóm springa
út. Þangað kemst ekki Tröll ör-
væntingarinnar og það er í óra-
fjarlægð frá Virki efasemdanna.
Þar ríkir líka sú unaðslegasta
eining, sem þekkist í þessum
heimi, og þaðan má, á heiðskír-
um dögum, eygja háturna borg-
arinnar handan við ána”.
(Þessi undurfagra grein birt-
ist í Sunnudagsblaði Fyrsta lút-
erska safnaðar 21. Sept. 1947. —
Með það fyrir augum að sem
flestir gæti notið hennar, sneri
ritstjóri kvennasíðunnar henni
lauslega á íslenzku.)
Margrét Indriðadóttir:
Agnes Sigurðsson væntanleg til íslands
Heldur hljómleika á Akureyri og víðar
KVEF
Hinn algengasti allra kvilla
mun vera kvef. Það líður varla
sá dagur að maður hitti ekki
einhvern, sem kvartar undan
kvefi. Það er ekki ofsögum sagt,
af því, hve miklum tíma og fé
kvefið hefir rænt fólki; hve
miklum óþægindum og leiðind-
um<það hefir valdið því um æf-
ina. Það er ekki skemtilegt að
þurfa altaf að vera að ræskja
sig, eða ganga um hnerrandi og
hóstandi með vatnsrennsli úr
augum og nefi, að ekki sé minst
á þegar hiti, höfuðverkur og
beinverkir eru kvefinu samfara.
Talið er að aðeins 6 prósent
fólksins sleppi við kvef á árinu.
Til þess að geta varist þessum
leiða kvilla er ráðlegt að vita
eitthvað um orsakir hans. Við
getum oft munað, ef við reyn-
um að rifja það upp, hvar og
hvers vegna við fengum kvef í
Dað og það skiptið.
Kvef er algengast á vorin og
haustin og orsakast því sepni-
lega af hinum snöggu hitabreyt-
ingum í veðri, sem þá eiga sér
oft stað. Á þessu hausti hefir
veðráttan verið í meira lagi
kvikul, stundum eins heitt og
á hásumardegi, en aðrir dagar
hrollkaldir, enda hefir kvefpest
verið svo að segja almenn. Það
virðist nú óþarfi að vera að
ráðleggja fólki að klæða sig
samkvæmt veðrinu, en þó eru
margir sem ekki gæta þess. Þeir
klæðast haustbúningi, hvort
sem dagurinn er heitur eða
kaldur, í stað þess að klæðast
léttum sumarbúningi á heitum
haustdö^um og hlýjum vetrar-
fötum þegar mjög kalt er.
Ef fólki ofhitnar við vinnu
eða leiki, ætti það að varast að
snöggkæla sig með því að
standa léttklætt úti í golu eða
köldu herbergi. Boltaleikarar
og aðrir íþróttamenn skilja að
í þessu liggur hætta; Þeir fara
því í þykkar peysur að loknum
leik sínum til þess að varna því
að þeim kólni of fljótt, og þeir
fái þannig kvef. Það getur líka
verið varasamt að drekka ís-
kalda drykki, þegar manni er
mjög heitt. Og vissulega er það
ekki holt að setja, í hlýju her-
bergi í þykkum og hlýjum föt
um sem manni ofhitnar í.
Þá er óhollt að hafa of heitt
í húsinu, 72 stig er álitið hæfi-
legt. Fólki er sagt að það eigi að
hafa opinn glugga í svefnher-
berginu meðan það sefur; vitan
lega verður að hafa nægilega
hreint loft í herberginu, en
margur hefir fengið kvef vegna
dragsúgs frá opnum glugga; er
því nauðsynlegt að opna glugg-
ann að ofan eða varna á einhvern
annan hátt að dragsúgur komist
að rúminu. Margir mæla með
því að taká köld steypiböð dag-
lega til þess að herða sig gegn
kuldanum, en ekki er víst að
öllum sé það holt. Daglegar
gönguferðir eru hressandi og
styrkja líkamann, þannig, að
hann verður ekki eins móttæki-
legur fyrir kvef og aðra kvilla
Það þykir og fullreynt að fólk
er móttækilegra fyrir kvef, ef
það fær ekki nægan svefn, of
þreytir sig eða borðar yfir sig,
Þetta ættu því allir að varast,
sem eru næmir fyrir kvefi.
Sagt er að það vami kvefi, ef
líkaminn fær mikið af fjörefn-
um, séfstaklega A og D Víta-
mín. D Vítamín fæst aðallega í
sólarljósinu; fólk fær því lítið
af þessu fjörefni á vetrum.
þorskalýsi hefir að geyma A og
D vítamins, og margir taka það
inn á vetrum, eða þá A og D
vítamin pillur.
Þótt kvef sé eins algengt eins
og raun er á, ætti fólk að var-
ast að hugsa sem svo að það sé
ekki alvarlegt; kvef getur snú-
ist upp í hættulega sjúkdóma,
ef ekki er öll varúð viðhöfð, og
ætti því enginn að hika við að
leita ráða læknis, fái hann slæmt
kvef eða kvef mörgum sinnum á
ári. Á síðari árum hafa verið
fundinn upp mörg ný lyf; eitt
‘af þeim er sulfa-lyfið og er það
nú mikið notað til að lækna
kvef, en vitaskuld ætti aðeins
að nota það samkvæmt ráði
læknis.
Minneapolis í júlí.
Margir munu kannast við nafn
hins unga, vestur-íslenzka pía-
nóleikara, Agnesar SigurðsSon,
þótt Islendingum hafi ekki enn-
þá gefist kostur á að heyra hana
leika, nema af plötum. Úr því
mun þó bráðlega bætt. Agnes
hefir í hyggju að heimsækja ís-
land næsta vor og halda hljóm-
leika í Reykjavík, á Akureyri og
ef til vill víðar.
Eg hitti Agnesi að máli fyrir
skömmu á hinu vistlega heimili
foreldra hennar í Winnipeg:
Hún er dóttir þeirra hjóna, Sig-
urbjörns Sigurðssonar frá Nýja
íslandi og Hólmfríðar Sigurðs-
son frá Vopnafirði. Svo virðist
sem hún eigi ekki langt að
sækja hljómlistarhæfileika sína
Faðir hennar er stjórnandi ís-
lenzka karlakórsins í Winnipeg
og móðir hennar leikur á orgel
og píanó. — Þau hjón eignuðust
7 börn. Ein dóttir þeirra, Louise
Sigurðsson dvelur nú í Reykja-
vík, starfar sem hjúkrunarkona
við Landspítalann.
Agnes er hressileg og glaðleg'
í viðmóti og í fasi hennar býr
ósvikinn norrænn þróttur. Hún
heilsaði mér á íslenzku, svo að
ég innti hana eftir því, hvort
hún hefði numið til hlýtar tungu
foreldra sinna.
— Ekki veit ég það nú, svar-
aði hún og brosti. Eg lærði ís-
lenzku sem barn í Riverton. En
þegar við fórum að ganga í enska
skóla var okkur harðbannað að
tala íslenzku. Kennurunum var
ekkert vel við það, sjáðu, að við
værum að spjalla saman á fram-
andi tungu — og er það ofur
skiljanlegt.
Agnes Sigurdson
Hefir hann getið sér mjög góð-
an orðstír fyrir tónsmíðar sín-
ar og mun einn af eftirlætis
nemendum Hindemith.
Olga Samaroff
— Eins og ég drap á áðan, hefi
ég dvalið tvö undanfarin ár í
New York. Kennari minn þar
hefir verið Olga Samaroff. Hún
var áður gift hljómsveitarstjór
anum Leopold Stokowski. Var
fyrsta kona hans. — Hann er nú
kvæntur nr. 3. — Hún hefir hlot
ið sína menntun mest megnis í
Evrópu. Hún er dásamlegur
kennari, ein af þeim allra
beztu, sem völ er á. Margir af
nemendum hennar hafa náð
heimsfrægð. William Capell,
Eugene List og Rosalon Tureck
eru meðal nemenda hennar, svo
að nokkrir séu nefndir. Tureck
er t. d. talinn meðal beztu Bach
túlkenda sem nú eru uppi.
Eini íslendingurinn
I
Vissi hvað hún vildi
Hvenær fórstu fyrst að fá
huga á hljómlist?
— Það var alltaf mikið um
söng og hljóðfæraslátt á heimili
okkar. Faðir minn lék á cello,
móðir mín á píanó. Karlakórinn
hafði líka oft æfingar heima. —
Mér er sagt, að ég hafi viljað
vera sem næst píanóinu frá því
ég var smá-hnáta. En fyrstu
lexíurnar fékk ég hjá móður
minni, þegar ég var sex ára
gömul. Og frá því ég fyrst byrj-
aði að læra, var ég aldrei í nein-
um vafa um, hvað ég vildi verða
þegar ég væri orðin stór. Eg
vildi leika á píanó. Eg vildi helga
tónlistinni líf mitt og krafta. —
Annað kom aldrei til greina.
— Hverjir voru fyrstu kenn-
arar þínir?
— I Riverton lærði ég hjá
Helgu Árnason, prýðilegum
kennara, sem hlaut menntun
hjá Jónasi Pálssyni, föður Öldu
Pálsson, píanóleikara. Þegar við
fli^ttumst hingað til Winnipeg
fór ég strax að læra hjá Evu
Clare, sem er skólastjóri Tón-
listarskóla Manitoba-fylkis. Var
ég í einkatímum hjá henni þang
að til ég fór til New York, fyrir
tveimur árum.
Fyrstu hljómleikarnir
— Fyrstu hljómleikarnir?
— Eg var 17 ára, þegar ég hélt
fyrstu hljómleika mína upp á
eigin spýtur í Winnipeg. Síðan
hefi ég leikið á ýmsum stöðum,
bæði hér og annars staðar. Eg
hefi tekið þátt í þremur hljóm-
leikum í Philadelphia, tveimur
í New York og einum í Con-
necticut.
í Town Hall í New York
— Aðrir hljómleikarnir, sem
ég tók þátt í, í New York, voru
haldnir í Town Hall. Þar voru
aðeins leikin lög eftir Hindemith,
nútímaskáldið fræga. Jón Þór
arinsson frá Seyðisfirði, er nem-
andi hans við Yale-háskólann.
— í skóla þessum eru nem-
endur frá flestum löndum ver-
aldar. Eg er eini íslendingurinn.
Það kannast allir við mig þar
sem íslending — ekki Kanada-
búa. Og skelfing finnst stúlkun-
um í heimavistinni það skrítið;
þegar þær heyra mig tala ís-
lenzku við íslenzka vini mína í
New York.
Fyrstu sjálfstæðu hljómleikarnir
í New York
— Þú ferð aftur til New York
í haust?
— Já, Eg hefi í hyggju að
dvelja þar næsta vetur. Eg von
ast til þess að geta haldið fyrstu
sjálfstæðu hljómleika mína —
debut — í Town Hall einhvern
tíma á komandi vetri. Ennþá er
óráðið í hvaða mánuði.
1 veit af Rubinstein einhvers stað-
ar nálægt.
— Hvert er eftirlætis tón-
skáld þitt?
— Eg hefi yndi af allri sannri
og góðri tónlist og þess vegna
mætur á tónskáldum allra alda.
Eg á erfitt með að gera greinar-
mun á öllum þeim fjölda góðra
tónskálda, sem heimurinn hefir
átt og á. En ef ég ætti að velja'
úr fáein, þá myndi ég kjósa
Prokofieff og Hindamith úr
hópi nútíma tónskálda, Chopin
af þeim rómantisku og Back,
Betthoven og Mozart úr hópi
þeirra klassisku.
— Hefurðu aldrei leikið
annað hljóðfæri en píanó?
— Eg spilaði svolítið á orgel
fyrir löngu síðan. Mamma var
organisti í kirkjunni í Riverton.
Eg man, að við systkynin sjö
vorum alltaf látin sitja á
fremsta bekknum í kirkjunni
svo að hún gæti heft auga með
okkur meðan á messunni stóð,
— og aftari bekkirnir höfðu á
sér einhvern töfraljóma, af því
að við fengum aldrei að sitja
þar. Það er gamla sagan, sjáðu,
með fjarlægðina, fjöllin og blám
ann.
— Ertu aldrei taugaóstyrk
þegar þú leikur fyrir marg-
menni?
Agnes kímir í laumi. Þetta
var víst heldur en ekki barna-
lega spurt.
— Nei — ég er ekki taugaó-
styrk. Það grípur mann að vísu
dálítið skrýtin tilfinning, rétt
áður en leikurinn á að hefjast.
En þegar ég er setzt að hljóð-
færinu, gleymist það allt. Þá er
ekki tími til þess að hugsa um
sjálfan sig.
— Hvað um framtíðaráætl-
anir þínar?
— Þegar ég kem aftur heim
frá íslandi hefi ég í hyggju að
reyna að ferðast hér um og
halda hljómleika. Annars er allt
óráðið um það ennþá.
Rússar eru
líka menn
Lauslega þýtt úr “Evening Citi-
zen” Ottawa, af Jónbirni
Gíslasyni
Óskirnar þrjár
— Meðan Agnes brá sér frá
andartak sagði móðir hennar
við mig: — Þegar Agnes var lít-
il telpa, þótti mér hún nokkuð
stórhuga. Það var þrennt, sem
hún kvaðst ætla að gera, þegar
lún væri orðin stór: verða pía-
nóleikari, fara til New York og
fara til Islands.
Braut þeirra, er helga fögrum
listum líf sitt, hefir löngum ver
ið þyrnum stráð og aðeins á færi
þeirra, sem snjallastir eru að
klífa þar tindinn. Svo virðist
sem Agnes Sigurðsson sé með
festu og einbeitni að ná því tak-
Mr. Lewis borgarstjóri í Ott-
awa — höfuðborg Canada, er
boðsgestur á 800 ára afmæli
Moskvaborgar í Rússlandi, sem
fulltrúi sinnar borgar.
Hann segir að Rússar séu á-
kaflega vingjarnlegir menn,
stoltir af höfuðborginni og ung-
dómurinn logandi af framsóknar
þrá.
Þessi lýsing borgarstjórans
hefir vakið nokkra undrun hér
í Canada, vegna þeirra fjar-
stæðna um Rússa sem ræktaðar
hafa verið í hugum manna á
þessu meginlandi. Þeir eru ekki
eins og vilhallir áróðursmenn
sýna okkur þá, andstyggilegir,
hálf-austurléndingar, jafnvel
viltir að náttúrufari, ofstækis-
menn í stjórnmálum, hatarar
trúmála og tortryggnir gagnvart
öllum útlendingum.
Slík fjarstæða er sprottin af
einskærri fávizku. Sannleikur-
inn er sá að þeir eru hið vin-
gjarnlegasta fólk í veröldinni,
örlátir veitendur, veglyndir vin
ir, glaðværir og skemtilegir fé-
lagar, undraverðir listamenn,
rithöfundar, og söngfræðingar;
frá upphafi trúhneigðir og mjög
móttækilegir fyrir framandi
hugsjónir.
Þeir eiga snillinga í bókment-
um, listum, danslist og söng. I
skapandi list taka þeir langt
fram, öllu er þetta meginland
getur sýnt.
Ef aðeins nokkur þúsund
Canadamenn gætu tekið sér
ferð til Rússlands, eins og borg-
arstjórinn í Ottawa og fleiri emb
ættisbræður hans gjörðu, mundu
þeir eflaust verða undrandi yf-
ir ýmsu er þar bæri fyrir augu,
en markverðasta uppgötvunin
yrði ef til vill sú, að sjá með
eigin augum, hve R,ússar eru
einkennilega líkir öðrum mönn-
um.
— Þeir ungu óska eftir ást,
peningum og heilbrigði. En dag
nokkurn fara þeir að óska eftir
heilbrigði, peningum og ást.
— Paul Geraldy.
marki, sem hún setti sér í æsku.
íslendingar hljóta að bjóða
hana velkomna heim — sem
góðan listamann og góðan Is-
lending.
Margrét Indriðadóllir.
“Islendingur”.
Kemur til íslands næsta vor
— Hvenær hefurðu svo
hyggju að heimsækja gamla
Frón?
— Næsta vor. Sennilega
maímánuði. Eg ætla að dvelja
þar allt sumarið og efna til
eins margra hljómleika og ég
get. Eg er reiðubúin til þess að
spila, meðan nokkur sála kem-
ur til þess að hlusta á mig! Eg
ætla að halda hljómleika í
Reykjavík, á Akureyri og senni
lega víðar. Það hefir verið
draumur minn frá því ég fyrst
man eftir mér'að sjá ísland —
og það er næsta ótrúlegt, að
sá draumur skuli nú vera í þann
veginn að rætast. Eg vona, að ég
geti notað að minnsta kosti
mánaðartíma til þess eins að
ferðast um og kynnast landi og
þjóð eftir föngum .
Dáir Rubinstein
— Hvaða píanóleikara hefir
þú mestar mætur á?
— Rubinstein — alveg ákveð-
ið! Hann er að minni hyggju
snjallastur allra núlifandi pía-
nóleikara. Eg læt aldrei neitt
tækifæri ganga mér úr greip-
um til þess að hlýða á hann. —
Engin bönd halda mér, ef ég
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur,
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu t'yrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sern
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til min.
BJÖRN GUÐMUNDSSO
HOLTSGATA 9, REYKJAVIK
N