Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.09.1947, Blaðsíða 7
é LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER, 1947 _____I______ . 111 .!" » . 1 "3 t - . _ I Hugþekkt sögu- og ljóðskáld Efíir prófessor Richard Beck. I. Með smásögum sínum, sem margar hverjar eru með hrein- asta snilldarbrag, hefir Þórir Bergsson — Þorsteinn Jónsson, bankamaður í Reykjavík — unnið sér virðingarsess í íslenzk um nútíðarbókmenntum. Hefir hann gefið út tvö söfn slíkra sagna, Sögur — 1939 — og Nýjar sögur — 1944; — í fyrra safninu eru 22 sögur en 20 í hinu síðara; höfðu margar þeirra áður birtst í íslenzkum tímaritum, sér í lagi í Eimreiðinni, og dregið að sér athygli unnenda góðra bók- mennta, enda gat eigi hjá því farið, jafn vel og sögur þessar voru úr garði gerðar um efnis- val, meðferð þess, mál og stíl. Allt bar því vitni, að þar var á ferð höfundur gæddur ríkri smekkvísi og sjálfsvirðingu, lista maður í sinni grein, er kunni ágæt tök á mannlýsingum og lífslýsingum; en það tekst þeim einum, sem eiga víða útsýn yfir mannlífið, sálskyggni og samúð með þeim, sem á vegi þeirra verða. Dómarnir um fyrsta smá-* sagnasafn Þóris Bergssonar hnigu einnig á einn veg, voru hinir lofsamlegustu; t. d. fór Guðmundur Friðjónsson frá Sandi meðal annars um það eftirfarandi orðum, en hann var, eins og kunnugt er, snill- ingur i smásagnagerð: “Þórir Bergsson gengur upp á sinn sjónarhól, í líkindanna landi, og hefir ávalt frá að segja því sem er athyglisvert. Og hann segir vel frá ætíð og stundum ágætlega”. — Morgun- blaðið. — Ummæli þessi eru fjarri því að vera nokkurt oflof. En snjallri og hnitmiðaðri frásagnaraðferð Þóris Bergssonar, samfara inn- sæi hans, er vel lýst í þessum orðum Sveins Sigurðssonar rit- stjóra: “Og óvenjulega nær frásögn- in hámarki í einhverju óvæntu verki að athöfn aðalpersónanna, og leysir þann hnút, sem allur aðdragandi hefir verið að reyra æ fastar og fastar, eftir því sem elfur atburðanna rann áfram, jafnt og þétt. Annað einkenni á smásögum Þóris Bergssonar er hin íhugula, einstöku sinnum glettnislega og þó miklu oftar þunglyndislega rýni hans inn í hugi og hjörtu fólksins, sem hann er að sýna okkur í sögum sínum. Fyrir þessa rýni verða sögur hans að jafnaði meira en stundargaman. Þær sýna okkur sumar inn í völundarhús manns sálarinnar og opinbera áður leynda hluti. í því er meðal ann- ars falið bókmenntalegt gildi þess, sem eftir Þórir Bergsson liggur.” — Eimreiðin. — Síðara smásagnasafn hans hlaut jafn góða dóma sem fyrra safnið, enda nýtur frásagnarlist hans sín víða ágætlega í þessum nýrri sögum hans, ekki síst sök- um þeirrar fjölbreytni í sagna- gerðum, sem þar er að finna, en í sögum þessum er brugðið upp mörgum ógleymanlegum mynd- um úr mannlífinu. Hið sama má vissul^ga einnig segja um fyrri sögur höfundar, enda hafa fleiri en einn íslenzkur ritdómari líkt smásögum hans í heild sinni við málverk, svo glöggar og hrein- um dráttum dregnar eru þær myndir, sem þar blasa lesand- anum við sjónum. En Þórir Bergsson hefir lagt rækt við fleiri greinar bókmennt anna en smásagnagerðina, þó að hann hafi tekið sérstöku ást- fóstri við hana, og skapað sér á þeim vettvangi bæði sérstæð- an sess og langlífi í íslenzkum bókmenntum. Með skáldsögunni Vegir og vegleysur — 1941 — sýndi hann ótvírætt, að hann var hlutgengur vel í þeirri bók- menntagrein, þó að þar sé að vísu eigi um langa skáldsögu að ræða. Efnið er tekið föstum tök um; umhverfinu lýst af nær- færni og glöggskyggni, og þá eigi síður sögupersónunum, sem klæðast holdi og blóði veruleik- ans fyrir augum lesandans; stíll- inn er fágaður og tilbreytingarík ur. Og hér lýsir það sér framúr- skarandi vel, að höfundinum lætur sú list: að sjá hið stóra í hinu smáa, algildi hins hvers- dagslega í mannlífinu. Þess- vegna hitti dr. Guðmundur Finnbogason einnig beint í mark með ummælum sínum um skáldsögu þessa: “Hversdagslegir viðburðir: — viðmót og viðræður samferða- manna í bíl, andlit, sem bregð- ur fyrir á leiðinni, landið og veðrið, skin og skúrir, fuglar í mó, viðarteinungurinn, sem, gægist upp úr moldinni, hvers- dagsstörf og sumargleðskapur sveitafólksins, örvænting hins lamaða, gáleysi og stefnuleysi nautnaþyrstrar æsku, andstæð- ur fornra dyggða og hálfblindra nýtízku hugsjóna, — allt verð- ur þetta að heillandi sögu, þar sem vegir og vegleysur í sálum mannanna skiptast á ört og ó- vænt og gefa lífinu þá stígandi streitu og lausnar, sem skáldin ein megna að birta. En þráður sögunnar verður viðkynning og viðskipti hins geðþekka mennta- manns og hinnar ungu, frjáls- bornu bóndadóttur, sem að lok- um fiúna samleið út úr vegleys- unum og hverfa úr sýn með sam- úð lesandans í fylgd með sér”. — “Skírnir.” — II. Réttilega hefir verið á það bent, að sumar smásögur Þóris Bergssonar eru svo ljóðrænar, að þær nálgast það að vera ljóð í óbundnu máli. Þarf þá engum að koma það á óvart, að hann hefir fengist við ljóðagerð, enda hafa eigi allfá kvæði eftir hann birtst á prenti á undanförnum árum, bæði austan hafs og vest- an. Og nú er nýlega komið út kvæðasafn eftir hann, sem ber hið látlausa heiti, Ljóðakver — Helgafell, Reykjavík, 1947. — En þó að ljóð þessi láti lítið yfir sér, ekki síst á vorri miklu bókmenntalegu hávaðaöld, eiga þau það meir en skilið, að ljóð- elskir lesendur gefi þeim gaum, því að þar fara löngum saman hugðnæmt efni og túlkun þess í geðfelldu og listrænu ljóðformi. 1 safninu eru 41 kvæði, og af þeim eru 5 þýdd eða endursögð úr erlendum málum. Á þeim er sama handbragð smekkvísi *og fágunar um orðaval og stíl og á smásögum höfundar, enda eru ljóð þessi yfirleitt prýðisvel gerð og sum þeirra snilldarlega. Verður það sérstaklega sagt um ýms hin angurblíðu og klið- mjúku ljóð, þar sem undiralda hins þunga trega og ljóðrænn blær máls og bragarháttar renna saman í listræna heild, eins og í kvæðinu “Afmælisrósir”, ein- hverju allra fágaðasta og heil- steyptasta kvæði bókarinnar: “Um þessar rósir hefir dauðans hönd í húmi nætur strokið fingrum köldum, þær drjúpa döfðum, — deyja af mínum völdum, er dagur rís á ný um vorsins lönd. Ó, að þær stæðu enn á sinni rót, í árdagsgleði breiddust móti ljóma er endurvakin himinloftin hljóma í hrifni, — um dags og nætur tímamót. Með dauðamóðu dregna yfir sig þær drekka úr glasi lífsins hinztu veigar drjúpandi höfðum. — Rauðar rósir, feigar, — af rótum slitnar — til að gleðja mig”. Á sömu eða skylda strengi slær skáldið í mörgum öðrum ljóðum sínum, með þeirri snilld, að klökkvi slíkra ljóða hans, undir straumur hinna djúpu og ein- lægu tilfinninga, grípur hug les andans sterkum tökum. Og sá angurblíði klökkvi lýsir sér eigi síst í vor- og haustljóðum skáldsins, því að hann er næmur fyrir svipbrigðum hinnar ytri náttúru; hann ann vori og gróðri, og því verður honum haustið hið ytra — og haustið í eigin sál — efni tregaþungra ljóða. En haustið á eigi síðasta leikinn, hvort sem augum er rennt yfir bliknaða akra og föln aða fold, eða sjónum er beint inn í sál skáldsins sjálfs, eins og sjá má glöggt af lokaerindunum í kvæðunum “Nú fjúka lauf” og kvæðinu ræðast þeir við skáldið og haustnæðingurinn: “En vitum, þar sem virðist fölnað allt, og visin lauf og dáinn sumarljómi og vonlaus auðn og ömurlega kalt er undirbúið næsta vor og blómi”. “Og ég segi: Eg vil bíða, — en það verður kalt í vetur. Og hann svarar: Sjálfur áttu sumar, ef þú leitar betur”. Eigi hafa heldur veðrabrigði mannlífsins látið skáldið ó- snortinn, ekki síst það gerninga- veður, sem gekk yfir heiminn á stríðsárunum. Hann yrkir ekki færri en þrjú snjöll kvæði um frændur vora Norðmenn, og er því auðséð, að hörð örlög þeirra á styrjaldarárnunum hafa geng- ið' honum nærri hjarta; dáir hann að vonum hreysti þeirra, á styrjaldarárunum, “Haustnæðingur”, en í seinna frelsisást og fórnarlund. Fagur- Kvæði Flutt í silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. Magnússonar, 11. maí 1947. Seattle, Washington. Heiðrum þá sem heiðra ber hefjum gleði tóna Silfurbrúðkaup sitjum vér og signum minni hjóna. Jón og Guðrún get ég þess giftustýra knörum sitja hér í sinni hress með sigur bros á vörum. Fram um löndin farsældar fetuðu brautir valdar hér hafa böndin hjúskapar haldið um fjórðung aldar. Óskir hlýjar útrétt mund frá okkur bæði og hinum þeim er helguð þessi stund af þeirra mörgu vinum. Það sést ekki á þeirra svip þreyta deyfð né lúi hann þótt smíði hraðfleyg skip hún og stjórni búi. Heil sértu Guðrún og heill sértu Jón, hér sé ég ykkur hin velþekktu hjón umkringd af vinum þið eruð í kvöld þið átt hafið samleið í fjórðung úr öld. • Jón sem að ungur frá ættlandi fór Ásanna ramefldum líkastur Þór vinina kvaddi og sviphýra sveit og sigldi út á hafið í gæfunnar leit. • Hamingju dísin í stafninum stóð sterkbyggða gnoðin um hafflötinn óð t akkerum létti á eggsléttri höfn öldurnar sváfu og lokkaði dröfn. Fæti steig heilum á Leifs heppna láð hvar lýður áheima af manndómi fjáð alt, sýndist fram undan brosandi og blítt þar blasti við sjónum hans fósturland nýtt Hér var hún Guðrún í fljóða hóp fríð í framkomu háttprúð í viðmóti þíð undir eins Jón þegar ungfrúna leit Ástin hann gagntók, já, brennandi heit. Líka henni Guðrúnu leist vel á Jón því laglegur þótti hann í vexti og sjón tvö hjörtu samtvinnuð urðu sem eitt því ástina í hamförum stöðvar ei neitt. Þið hafið gesti og gangandi fætt grætt marga vini og kjör margra bætt forsjónin gaf ykkur blessun í bú bæði í sameining manngildi trú Þið hafið menningarmálefnum veitt markverða liðsemd og starfskröftum beitt seinna meir verður um sagnanna láð á sögu spjöld frónsbúans nafn ykkar skráð. Þökk fyrir samfylgd á liðinni leið lífsbrautin framundan verði ykkur greið ástin sem gaf ykkur unaðsríkt vor með aldrinum glæðist við hvert ykkar spor. Á ferðum til heilla um fjórðung úr öld með fögnuði minnast þess viljum í kvöld synir og dætur vors sjálfstæða fróns signi nú skál þeirra Guðrúnu og Jóns. J. J. Middal. lega hafa einnig, góðu heilli, orð hans rætst á frændþjóðinni norsku: “í sigri munt þú risa, sem Dofrafjöll, til hæða!” Af sömu rótum runninn er sá lofsöngur hetjulundarinnar, sem skáldið hefir fengið tilþrifamik- inn ljóðabúning í kvæðum “Sverðið”, en fórnarlund kon- unnar lýsir hann eftirminnilega í hinu frumlega kvæði “Sigyn”. Sýna þau, að hann getur einnig ort prýðileg löng kvæði, þegar honum býður svo við að horfa. Svipað má um kvæðið “Hrafn- ar“ segja, er lýsir einnig aðdá- un skáldsins á hetjulund þeirra, sem eiga við köld kjör og ofur- efli að glíma, og ber því vitni, að samúð hans nær til málleys- ingja eigi síður en mannanna barna. Mynd-auðug eru þessi kvæði, enda má finna þess næg dæmi í ljóðum skáldsins, að honum lætur eigi síður að bregða upp glöggum myndum í stuðluðu máli, en óbundnu. Þá ber og sérstaklega að minn ast kvæðis höfundar um Jón Magnússon skáld, sem er hreim mikil og markviss lýsing á þeim rpýðimanni og ágæta skáldi, en þetta er eitt erindið: “Sá hann sól bjarta. — Söng ljóð í hjarta, Guðs gæska og mildi glóði á hreinum skildi. — — Aursléttur eigi eftir skildi á vegi. — Blá og bleik á vori blóm gréru í spori”. Þýðingin á “Lorelei” og end- ursögnin af “Harmur hafkóngs- ins” sýna það, að skáldinu bregst eigi bogalistin í þeirri grein. Þá er spakleg og göfug lífsskoð un skáldsins ljósu letri skráð í kvæðinu “Sóknin mikla”: “Vor jörð er ung í alheims stjarnarmergð. — Ein ögn, — um regindjúp á þeysiferð. — Og það er allt í okkar sálir spunnið, sem á sér von um líf og sannan mátt. — Hver ærleg kennd, — hvert verk sem vel er unnið, í veröld hér, er spor í rétta átt”. “í hverjum huga leyndist þögul þrá. — Og þó oss auðnist takmarkinu ná og tindi vona, — annar hærri hefur sig hátt og fjarri — nýrra drauma svið. Hver dagur nýr er gjöf, sem drottinn gefur, að gera lífið stórt og fullkomið”. Ljóð skáldsins, eigi síður en sögur hans, með heilskyggni þeirra á mennina og mannlífið, bera því órækan vott, að með þeirri menningar-viðleitni hefir hann stigið “spor í rétta átt”„ auðgað þjóð vora að bókmennta- legum verðmætum. Eins og sæmir hugþekku og listrænu efni þessa Ljóðakvers. er það mjög snoturt að ytra frá- gangi, prýtt fallegri káputeikn- ingu eftir Ásgeir Júlíusson, enda hefir Helgafellsútgáfan getið sér ágætt orð fyrir vand- aðan og fagran búning rita sinna. Jón er 90 ára, hefir verið bindindismaður alla ævi. Fjöl- mennt er heima hjá honum. — Hverju þakkar þú, Jón minn, að hafa náð þessum háa aldri, spyr einn stórstúkumaður. Eg þakka það bindindis og reglusemi, svarar Jón. En í þann mund heyrðist skarkali, brak og brestir í næsta herbergi. — Hverskonar læti eru þetta? spyr stórstúkumaðurinn undr- andi. ’— ó, þetta er hann faðir minn, svarar Jón. — Hann lætur alltaf svona, þegar hann er fullur. Frá Heklueldi 1947 (Frh. af bls. 2) En alls urðu landspjöll á 12—130 bæjum. í Fljótshlíðinni var það ekki einungis, að jörð öll hyldist vikri, heldur þurru einnig vatns ból, og lækir, er knúðu rafstöðv- ar, sem þar eru á flestum bæj- um, stífluðust. Var þar því næsta ömurlegt að dveljast, er allt land var kafið áhndi, menn og skepnur vatnslaus, og fólk varð að sitja í myrkri og kulda. Var því eigi að undra, þótt ugg og óhug settiað mönnum, enda hvarflaði það mjög að bændum þar að slátra öllu sauðfé á einum 12—14 bæjum þegar í stað. Sem betur fór var horfið frá því ráði, hvernig sem ræðst að leysa vand- kvæði manna þar í framtíðinni. Að liðnum 3—4 fyrgtu dögun- um tók mjög að draga úr gosinu um hríð. En hinn 12. apríl hófst önnur goshviða með mjög miklu hraunrennsli og áköfum spreng- ingum, en engu teljandi ösku- falli. Þriðja goshríðin hófst 26. apríl með líkum hætti og hin fyrri. 1 þessum seinni hviðum hafa einkum gígarnir í toppi fjallsins og suðvesturöxl þess verið at- hafnamestir. En hraunrennsli hefir verið mest úr syðsta gígn- um í sprungunni á Höskulds- hjalla. Hefir hraun runnið þaðan látlaust, þ ó 11 með misjöfnum hraða hafi verið. En öll aðferð þessa goss viirðist mjög með lík- um hætti og fyrri Hekluelda, sem vér höfum sagnir af. Um e i n n hlut er þó þessi Heklueldur sérstæður í sögu ís- lands. í fyrsta sinn hafa vísinda- menn getað fylgzt með öllum atburðum allt frá fyrstu klukku- stund gossins. Hefir alhliða rann- sókn á gosinu og öllum áhrifum þess til lands og sjávar verið skipulö^ð, undir yfirumsjón At- vinnudeildar Háskólans og Rannsóknarráðs ríkisW, og verið unnið að þeim af kappi, síðan gosið hófst. Má vænta mikils árangurs af þeim rannsóknum bæði um eldgos almennt og ein- nig hagnýtrar fræðslu. Þá hefir og mikill straumur ferðamanna verið að eldstöðvunum bæði í lofti og á landi. Niðurlag. Heklugoshafa ætíð verið talin til stórviðburða með þjóð vorri. Er það hvorttveggja, að þau hafa að öllum jafnaði verið hin stór- fenglegustu og löngum haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar fyrir heil byggðarlög eða j a f n v e 1 landsfjórðunga.' Enn er þetta ó- b r e y 11. Heklueldur sá, er nú brennur, hefir þegar veitt blóm- legum byggðum þungar búsifjar, þótt ekki geri hann meira að, sem vonir standa til að verði, þótt ekkert verið fullyrt. Það mun að vísu ekki hætta á, að nokkur hluti öskusvæðisins ó- nýtist að fullu ,en nytjalitlar munu þær jarðir verða á þessu sumri og hin nætstu, svo að ekki sé fastara að orði kveðiði. Fyrr á öldum hefðu slík spjöll leitt af sér felli og hungursneyð. En .þess er nú að vænta, að alþjóð hlaupi undir bagga með þeim, er fyrir tjóninu verða, og létti þeim byrð- arnar, eftir því sem föng eru á. Fyrr ólu menn í brjósti svo mikinn ugg við fjallið, jafnvel þótt þar væri fullkomin kyrrð, að þegar þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu á Heklu fyrstir manna 1750, veitti Ólafur Gíslason Skálholtsbiskup þeim þungar átölur fyrir að freista drottins með slíkri fífldirfsku. Mundi honum ekki blöskra gál- eysið nú? En þótt vér nú getum horft á hamfarir Heklu úr hæfilegri fjarlægð oss til augnayndis, meg- um vér ætíð vera þess minnug, að “skelfing og dauði” hafa lengstum verið nátegnd umbrot- um hennar. Stígandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.