Lögberg - 02.10.1947, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1947
5
AHUGAMÁL
UVCNNA
Ritstjórx: INGIBJÖRG JÓNSSON
Valdboð tízkunnar *
Tízkubyliingar
Mikið er nú í svipinn skrifað
og skrafað um nýju tízkuna,
næstum eins mikið og þegar
Irene Castle lét klippa af sér
hárið 1914, sællar minningar,
sú tízka flaug eins og eldur í
sinu um allar heimsálfur; hver
konan af annari lét skera hið
langa hár sitt sem í aldaraðir
hafði verið talin hin mesta prýði
konunnar. Mótmæli foreldra,
eiginmanna, kirkjunnar og ann-
ara gegn þessu tiltæki hafði eng
inn áhrif; stúlkur og konur
hlýddu valdboði tízkunnar og
létu jafnvel snoðklippa sig.
Önnur tízkubylting átti sér
stað þegar pilsin styttust og nú
virðist sem ein byltingin enn sé
í aðsígi á þessum vettvangi, ef
hún er ekki þegar komin í al-
gleyming.
FramleiSendur fataefna og kjóla
í fjárþröng
Eins og kunnugt er hefir tízk-
an í klæðaburði kvenna mjög
litlum breytingum tekið á síðari
árum, sérstaklega á stríðsárun-
um og meðan takmörkun var á
fataefnum. Ekki bar á öðru en
að konur létu sér þetta vel lynda
enda var í því mikill sparnað-
ur að þurfa ekki að leggja nið-
ur búninga og fá sér nýja til þess
aðeins að fylgjast með tízkunni.
En framleiðendur fataefna og
kvennbúnin^a bera það nú ekki
fyrst og fremst fyrir brjósti að
spara kvennþjóðinni fé. Þeim
fanst nú heldur en ekki vera far
ið að sverfa að sér; inntektir
þeirra, sérstaklega á síðastliðnu
ári, voru langt fyrir neðan það,
sem þeir höfðu gert sér vonir
um. Eina ráðið til þess að auka
tekjur þeirra var að umbreyta
alveg tízkunni þannig" að allir
kvennbúningar í verzlunum og
fataskápum kvenna færu alveg
úr tízku og þær yrðu nauð-
beygðar að kaupa sér nýja bún-
inga til þess að tolla í tízkunni
— ekki myndi margar konur
vera svo sjálfstæðar að bjóða
tízkunni byrginn.
Tízkukóngarnir
i
Ekki létu tízkukóngarnir í
París, London og New York,
standa á sér að ljá þessu máli
lið. Þeim fanst helst til lítið
hafa borið á sér í langan
tíma og fanst nú tími til kom-
inn að þeir létu til sín taka og
það rækilega.
Tízkuteiknararnir tóku nú til
óspiltra málanna að hugsa upp
og teikna það útlit og þann svip
er búningar kvenna skyldu fá
næstunni. Vitanlega tóku þeir
alls ekki til greina, fremur en
endranær, vaxtarlag kvenna, né
óskir þeirra í þessu sambandi.
Það fyrsta sem heyrðist frá þess
um einræðisherrum, og gaf til
kynna að tízkubylting væri í
aðsígi'var<sú fyrirskipan að kon
ur yrðu að síkka pilsin að mun,
og strengja inn mitti sín.
Karlar skopast að konum
Þegar þetta fréttist var þegar
farið að rita og ræða um þessa
nýjung af miklu kappi, bæði í
gamni og alvöru. Ritstjórar dag-
blaðanna hafa skrifað ritstjórn
argreinar um þetta stórmál og
skopast óspart að konum fyrir
það hvað þær séu leiðitamar við
tízkuna — þeim ferst þá líka,
blessuðum; þeir eru engu að síð
ur þrælbundnir tízkunni en
kvenþjóðin, eða hvers vegna
þora fæstir karlmenn annað en
að ganga með háa kraga og háls
bindi á heitustu dögum, og því
klæðast þeir þykkum ullar-sam-
kvæmisfötum, inni í hlýjum
samkvæmissölum, þar sem kon-
ur klæðast léttum og flegnum
kjólum?
Tízkusýningar
Flest stóru fata-verzlunarfélög
in, senda fulltrúa eða kaupkon-
ur tvisvar á ári á sýningar tízku-
teiknaranna eða öllu heldur
tízkukónganna í París, London
og New York. Þessir fulltrúar
kaupa ýmsa nýtízku búninga er
þar eru sýndir, þá búninga er
þeim fellur vel í geð og þá, er
þeir halda að félag sitt geti gert
aðra búninga eftir, sem seljist
vel. Þessir kjólar, sem þeir velja
eru svo sýndir á tízkusýningum,
sem félagið heldur og er konum
boðið þangað til þess að þær fái
tækifæri að sjá hið nýjasta nýtt
í klæðagerð og fái áhuga fyrir
því.
Tízkusýning í Winnipeg
í síðastliðinni viku fóru fram
tízkusýningar hjá stórverzlun
hér í borginni. Þar voru sýndir
29 búningar, er kaupkonur þess
höfðu valið á tízkusýningunum
í París og London í haust, og
höfðu þeir verið sendir hingað
flugleiðis. Auðsætt var að kon-
um lék mikil forvitni á að sjá
hina nýtízku kjóla, því aðgöngu
miðar að öllum sýningunum
seldust óðar upp.
Sýningarsalurinn
Mikil þröng var fyrir dyrum
sýningarskálans fyrsta daginn.
Þegar inn kom sást að hvítur
upphækkaður pallur hafði ver-
ið lagður eftir miðjunni á endi-
löngum salnum. Sýningargestir
settust við smáborð er komið
var fyrir beggja vegna við pall-
inn. Ljósaútbúnaður var þann-
ig að birtan féll á sýningarpall-
inn en gestirnir sátu í hálf-
rökkri. í öðrum enda salsins
var fimm manna hljómsveit sem
lék ýms róamntísk lög til þess
að allar kæmust í tilhlýðilega
“stemningu”. Þessir fimm voru
einu karlmennirnir, sem þarna
voru, og þeir urðu allir að aug-
um eftir að sýningin hófst og lá
við að þeim fipaðist spila-
menskan.
Sýningin
Nú kom fram kona, er lýsti því
með miklum fjálkleik hve mik-
inn sóma og hve mikla ánægju
það veitti að geta sýnt hina
nýjustu tízkukjóla eftir hina
miklu tízkuteiknara í París og
London, og las nöfn þeirra með
mikilli hrifningu — kjólar frá
9 tízkukóngum í París og frá
7 í London.
Nú ríkir dauðaþögn í salnum,
allra augu beinast að fallegri,
grannvaxinni sýningarstúlku, er
svífur fram eftir pallinum,
klædd svörtum búningi úr fínu
ullarefni. Hún sveigir sig og
beygir fram fyrir áhorfendun-
um. Framsögukonan beinir at-
hygli að ýmsum nýjungum í
sniði búningsins, svo hverfur
sýningarstúlkan bak við tjald
og önnur kemur í staðinn. Alls
voru 9 sýningarstúlkur, er sýndu
hina 29 kjóla. Þær voru rauð-
hærðar, dökkhærðar og ljós-
hærðar; allar grannvaxnar og
fremur hávaxnar, og allar voru
þær fremur snotrar, en höfðu
stirðnað bros á andlitinu. Sýn-
ingunni lauk með því að yngsta
stúlkan, sem var ljóshærð, kom
fram í brúðarklæðum; að end-
ingu fylktu hinar sér við hlið
hennar og tjaldið féll.
Á FRÍVAKTINNI
Gömul þjóðsaga um
Reyk j avíkur t j ör n
Reykjavíkurtjörn er sagt, að
hafi verið til forna full af veiði,
bæði silungi og sjóbirtingi eða
laxi, og varð það þeim, sem lönd
áttu að henni, að góðu gagni. —
Kerlingar tvær áttu heima sín
hvoru megin við tjörnina. Svo
stóð á einhverju sinni,, að þær
voru að skola hvor um sig úr
sokkum sínum í tjörninni. Fóru
þær þá að rífast út úr veiðinni
í Reykjavíkurtjörn, sem báðar
vildu eiga, og heituðust af öllu
saman. Við það brá svo við, að
öll veiði hvarf úr tjörninni, en
hún varð full af pöddum og
hornsílum. Hefir aldrei nein
veiði verið í henni síðan.
♦
Sagt er, að nykur sé í Reykja-
víkurtjörn annað árið, en í
Hafravatni í Mosfellssveit hitt
árið. Er því svo varið, að undir-
gangur er í milli, og fer nykur
inn eftir honum úr einni tjörn-
inni í aðra. Þykjast Reykvíking
ar hafa tekið eftir ógurlegum
skruðningum, brestum og óhljóð
um í Reykjavíkurtjörn, þegar
hún liggur undir ís, en þó eru
að því áraskifti, því að brestirn-
Nýja tízkan
Ekki verður hér gerð tilraun
til þess að lýsa hinum ýmsu
búmngum, en skýra aðeins frá
hvernig þeir eru í aðalatriðum
frábrugðnir því sem áður var.
Allar línur eru mýkri en áð-
ur. Axlapúðarnir eru horfnir og
herðarnar orðnar eðlilegar. —
Flestar treyjur eru aðskornar
og ermarnar þrengri, bæði á
kjólum og jökkum. Pilsin eru
talsvert síðari, ná flest niður
fyrir kálfa og það skiptist í tvö
horn með víddina; ein þrjú eða
fjögur pils voru svo þröng að
neðan, að stúlkan átti erfitt með
að stíga upp og niður lága
tröppu; þau minna á “hobble”
pilsin í gamla daga. Flest pils-
in voru afar víð, héngu í djúpum
fellingum. Tvö pils höfðu hið
svokallaða “harem”-snið; voru í
djúpum fellingum en rykt að
neðan. Allir voru kjólarnir af-
ar mittismjóir og var auðsætt
að sumar stúlkurnar höfðu
orðið að strengja sig til þess að
komast í þá. Þá voru púðar á
mjöðmunum undir sumum kjól-
unum til þess að mittið sýndist
grennra.
Eigum við að hlýða valdboði
iízkunnar?
ir koma af því, að nykurinn ger-
ir vart um sig undir ísnum og
sprengir hann upp, þegar hann
er í tjörninni. En þegar nykur-
inn er í vatninu er aftur allt með
feldu í tjörninni.
— Þjóðs. J. Þork.
-t-
Ekkja ein rík bjó norður á Mel
rakkasléttu. Ekki er greint nafn
hennar. Eitt kvöld sótti hún eft
irgjöf handa kúm sínum í hey-
garð. Lá þá í garðinum bjarn-
dýr og hafði fætt tvo húna. —
Sneri hún þá aftur, sótti skjólu
og mjólkaði í hana 24 merkur
og setti fyrir birnuna, og drakk
hún úr skjólunni. Gekk svo í
mánuð, að konan gaf dýrinu
jafnan daglega mjólk í sömu
skjólunni, en dýrið lá með hún-
um sínum í heygeilinni. Að mán
uði liðnum hvarf dýrið og hún-
arnir. En næsta morgun, þegar
komið var út, fundu menn fyrir
dyrum afskaplega stóran útsel,
og ætluðu menn að dýrið hefði
drepið hann og fært hann þang,
að í þakklætisskyni fyrir mjólk-
urgjöfina.
Sögn séra Friðriks Eggerz.
*
Unnustan: Eg held að foreldr-
ar mínir séu farnir að sætta sig
betur við þig sem tengdason, en
þeir gerðu fyrst.
Unnustinn: Hvað hefir þú til
marks um það?
Unnustan: í gær sagði mamma
t. d., að þú gætir ekki verið eins
vitlaus og þú lítur út fyrir að
vera.
♦
Kurteisi er fólgin í því, að
leyna eftir föngum því áliti, sem
maður hefir á sjálfum sér og á-
litsskortinum á öðrum.
-f
Jón: Eg vinn við banka í New
York.
Páll: Er það stór banki?
Jón: Eg er hræddur um það.
Hann er svo ægilega stór, að því
verður naumast lýst með orðum.
Það kom t. d. ekki í ljós, að tveir
af gjaldkerum bankans höfðu
strokið með stórfé til Evrópu
fyrr en rúmu ári eftir að þeir
fóru.
Sænskt blað lagði nýlega þá
þraut fyrir lesendur sína, að
svara í stuttu máli eftirfarandi
spurningu: — Hvað er sexap-
peal? Mörg svör bárust og mis-
munandi. Eitt var á þessa leið:
— Sexappeal er eitthvað í
fari kvenna, sem gerir jafnvel
greinda og virðulega karlmenn
að flautaþyrlum og fíflum.
-t-
urinn horfir á konuna með spurn
í augum, og þá sér hún sam-
stundis, að hún þekkir hann ekk
ert.
— Afsakið, sagði hún. Eg hélt
að þér væruð faðir eins af börn-
unum mínum.
•t-
— Þarft þú ekki að hafa fugla
hræðu í garðinum þínum, þar
sem er svona mikið af berjum
og allskonar ávöxtum?
— Nei, það er hreinn óþarfi.
Konan mín er í garðinum öllum
stundum.
Frú ein var í heimsókn á geð-
veikrahæli og fylgdi yfirlæknir
inn henni um spítalann. — Ham-
ingjan góða, sagði frúin skyndi-
lega. Tókuð þér eftir hinu ægi-
lega villta augnaráði, sem konan
þarna í svarta kjólnum sendi
okkur, um leið og við gengum
framhjá. Er hún mjög hættu-
leg?
— Stundum, svaraði yfirlækn
irinn.
— En hvers vegna er hún þá
látin ganga laus?
— Það verður víst ekki við
það ráðið, sagði yfirlæknirinn
og stundi við.
— Eruð það ekki þér, sem á-
kveðið slíkt?
— Jú, en þessi kona er ekki
sjúklingur hér. Það er konan
mín.
♦
Vinir í raun
Frú Sigfússon var ákaflega
hrædd um manninn sinn, og
hafði ef til vill nokkra ástæðu
til að vera það. Einhverju sinni
brá maður hennar sér að heim-
an, en var ekki kominn seint
um kvöldið. Þá sendi frúin
skeyti til fimm góðvina manns
síns, sem heima áttu í ýmsum
stöðum utan við borgina. Skeyt-
in voru öll á þessa leið:
“Georg ekki kominn heim. Er
hrædd. Gistir hann hjá þér?”
Litlu síðar kom maðurinn
heim, en hálftíma þar á eftir
barði símsendill að dyrum. Hann
var með fimm skeyti, sem öll
hljóðuðu nálega eins:
— Allt í lagi. Georg gistir hjá
mér!
Pétur og Jónatan voru ná-
grannar. Jónatan hafði þann sið
að fá alla skapaða hluti lánaða
hjá Pétri, og sparaði sér á þann
hátt að kaupa margt það, sem
annars er nauðsynlegt til bú-
skapar. Þótt Pétur væri hjálp-
samur maður, kom þar um
síðir, að honum fór að leiðast
þetta eilífa kvabb, þar sem það
spratt ekki af neinni nauðsyn,
heldur af einskærri nísku. Var
hann því stundum orðinn dálít-
ið afundinn og stirður við Jóna-
tan er hann kom í betliferð.
Kvöld eitt sem oftar barði
Jónatan að dyrum hjá Pétri, og
sagði:
— Heyrðu, Pétur minn! Ætl-
ar þú að nota bátinn þinn á
morgun?
— Já, ég ætla á honum í kaup
stað, sagði Pétur snöggt.
— Jæja, vinur, þá notar þú
ekki sláttuvélina þína. Eg kom
til að fá hana lánaða hjá þér.
-♦
Dönsk hernámssaga
SS-bíll var sendur í eftirlits-
ferð út á þjóðvegu. Liðsforingi
og þrír óbreyttir SS-menn voru
í bílnum. Rétt hjá bóndabæ ein-
um óku þeir yfir hund. — Datt
nú liðsforingjanym í hug að
sýna og sanna þýzka kurteisi.
j — Fritz, sagði hann. Þú verður
að fara heim á bæinn og biðja
afsökunar á því, að við ókum yf-
ir hundinn.
Fritz brá þegar við og kom að
skammri stundu liðinni með
fangið fullt af berjum, gómsæt-
■ um kökum, og tvær vínflöskur.
— Frúin á bænum gaf mér
þetta, sagði Fritz.
— Var hún ekki reið? sagði
liðsforinginn.
— Eg held nú síður. Hún varð
ofsakát. Eg skil ekki neitt í
neinu!
— Hvað sagðir þú við hana?
Eg sagði bara: “Heil Hitler!
Hundurinn er dauður!”
♦
Séra Hallgrími þótti sopinn
góður, en vildi ekki láta sóknar-
börn sín vita að hann hressti sig
flesta daga. Einhverju sinni sem
oftar fékk hann tilkynningu um
það, að hann ætti pakka í póst-
húsinu.
— Já, ég átti von á bókum,
sagði hann við póstmeistarann.
Eg sendi eftir þeim.
— Gerið það sem fyrst, svar-
aði hinn. Það lekur úr þeim.
Sjómannabl. Víkingur.
Forsetadóitir í húsnæðis-
vandræðum.
Margaret, dóttir Trumans for-
seta, hefir mikinn áhuga á því að
gerast óperusöngukona. Hún haf-
ði í því sambandi ráðgert að
flytja til New York, en verður að
hætta við það, í bráð, að minsta
kosti, vegna þess að hún gat enga
íbúð fengið þar.
Kona n o k k u r að nafni Elsa
Zavada var á g a n g i um dýra-
garðinn í Hamborg. Alt í einu
heyrði hún að kallað var: Zava-
da, Zavada. Það var páfagaukur-
inn hennar, sem hún hafði mist
í lotfárás einni 1944.
Ekki er hægt að neita því að
margir þessýr búningar voru
mjög fallegir, enda voru þeir
úr bezta efni, sem völ var á, og
upphugsaðir, sniðnir og saum-
aðir af snillingum í klæða-
gerð, og þar að auki sýndir á
fagurvöxnum stúlkum. Ekki er
víst að þeir myndu líta eins vel
út á konum, eins og þær eru
flestar; sniðið er og öfgakent.
Ólíklegt er að konur fari að
hepta sig aftur í “hobble” pils-
um aðeins til að tolla í tízkunni
Hin víðu pils, sem ná niður fyr-
ir kálfa, eru ekki hentug heldur
á þessari öld hraðans. — Þau
þvælast fyrir manni og eru
alltof fyrirferðarmikil —
Ekki er heldur sennilegt að
konur hlýði tízkunni í því, að
strengja sig um mittið, þannig
að þær tapi eðlilegu vaxtarlagi
og spilli heilsu sinni.
Óskandi er að konur beiti
skynsemi sinni og dómgreind
gegn valdboði tízkunnar og láti
ekki teyma sig út í öfgar í
klæðaburði.
í hreinu hjarta dofna þau
ódáinsblóm, er sætta eina kvn-
slóðina eftir aðra við erfiðar að-
stæður og veita þeim, svalandi
ilm.
1 Svíþjóð er ströng skömmtun
á áfengi. Þar gerðist í sumar
eftirfarandi atburður, sem frá
var skýrt í flestum blöðum
landsins.
Maður nokkur kemur með
skömmtunarbók sína inn í vín-
búðina í Karlstad. Hann á rétt
á tveimur flöskum áfengis og
biður um þær. Af misgáningi eru
fyrr en heim kemur. Þá skeð-
en hann tekur ekki eftir því
honum • afhentar þrjár flöskur,
ur hið furðulega, sem öll Sví-
þjóð hefir býsnast yfir síðan. —
Maðiírinn snýr við með eina
flöskuna og segir: Gerið þið svo
vel. Eg fékk einni flösku of mik-
ið! —
Eitt blaðið, sem skýrir frá
þessu undir fyrirsögninni “Met
í heiðarleika”, bætir við: — Þetta
er gamla sagan. Menn gera oft
ýmsa óskiljanlega hluti þegar
þeir hafa fengið of mikið áfengi!
♦
Greifinn var á dýraveiðum og
gekk illa. Þegar hann hafði skot
ið 25 sinnum án þessa að hitta,
gekk fyrir hann einn úr fylgdar-
liðinu og sagði:
— Er náðugi greifinn meðlim-
ur í dýraverndunarfélaginu?
Kennslukona stígur upp í
strætisvagn og heilsar rosknum
karlmanni, sem þar situr. Mað-
+ + + + + + + + + + + ■*■■*■ +
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að'vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
KAUPENDURLÖGBERGSOG
HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfinstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK