Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 7
LÖGJBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1947 7 Furðulegar áálæður til glæpa Langflestir morðingjar eru venjulegir borgarar, sem skyndi lega verða gripnir æði eða ofsa- reiði af smávægilegum sökum að því er mönnum finnst. Höf- undur greinar þessarar, Glement I. Wyle, segir frá mörgum furðulegum og jafnvel grátbros legum ástæðum fyrir að menn urðu morðingjar. Þegar piparkerlingarnar í myndinni “Eitur og pipar” — sýnd í Tjarnarbíó fyrir .wkkru, — voru að því spurðar, hvers vegna þær hefðu banað mörgum ekkjumönnum og piparsvein- um, svöruðu þær: “Þeir voru svo einmana vesalingarnir, að við töldum betra fyrir þá, að þeir dæju”. Ástin veldur miklu Menn gera marga vitleysu vegna ástarinnar, eins og þegar Daniel Ransom kyrkti konu sína af því að hún tilkynnti honum, að hún ætti vingott við annan mann. Mario Mariotti, Korsíku- búi, barði vin sinn í rot, af því að hann ætlaði að ræna hann kærustunni. Mönnum finnst þetta kannske ósköp venjuleg ástarsaga, en sannleikurinn er sá, að morðinginn var 84 ára fórnarlambið 82 og þrætueplið áttatíu ára. Petrius van der Corput mátti sjálfum sér um kenna. Eitt kveld, er hann var talsvert hreyfur, sagði hann ástmey sinni, að hann elskaði hana mjög Slíkar ástæður fyrir morðum finnast ekki einungis í gaman- leikjum og það er ekki svo langt síðan að virðuleg frú í Annapolis Helen Rundle, myrti Allan Willey fyrir að segja, að hún hefði uppþvottahendur. I borg- ■inni Hobart í Oklahomafylki myrti J. Mayobb konu sína, af því að hún stillti útvarpið á stöðvar, sem honum var illa við og í Nurnberg í gamla daga myrti Hans Ziegler konu sína af því að hún sparkaði einu sinni í hann í svefni. Hættuleg gagnrýni Það getur verið hættulegt að af því sést, að Theodore Gardelle málari, brenndi til bana konuna sem hann leigði hjá í London, af því að hún fór niðrandi orð- um um málverk eftir hann. — Var Gardelle hinn reiðasti, er lögreglan spurði hann fyrst, hvort hann hefði myrt konuna til fjár. Maria Zwanziger, þýzk, var líka tilfinningasöm, því að hún byrlaði Hertu Wagenholz, góðri vinkonu sinni, eitur, af því að hún kom óboðin í kvöld- verð hjá henni. Menn tóku ekki mikið til þess í “vilta vestrinu” í Bandaríkjun um, þótt menn væru skotnir. Einu sinni kom C. Hymer inn í skemmtistað í borginni Paradise í Nevada, en fann ekkert sæti Gerði hann sér þá lítið fyrir og settist í kjöltu T. Kramers. Sá mótmælti vitanlega, en Hymer svaraði með því að skjóta hann fyrir ókurteisina. Alþjóðlegi morð Það er líkara skáldsögu, sem hefði mátt heita “Morð á mar”, er Manuel de Lima varð manni að bana fyrir nokkurum árum. Lima, Brasilíumaður, drap norsk an sjómann á sænsku skipi í amerískri landhelgi. Hver þjóð um sig heimtaði að fá hann hann framseldan og eftir marg- ar vikur, varð Brasilía hlut- skörpust. Þá voru vafalaust all- ir búnir að gleyma, að Norðmað urinn var myrtur vegna þess að hann notaði rakhníf de Lima í heimildarleysi. De Lima og fæstir morðingjar eru glæpamenn að eðli eða upp- lagi. Flestir þessara ógæfusömu manna eru fram að verknaðin- um heiðarlegir borgarar, sem útmá mannslíf í augnabliksæði. Það er því engin furða, þótt morð sé oft framin vegna hrein ustu smámuna, eins og þegar maður að nafni Chappeleau, drap vin sinn af því að hann hafði gefið honum spil, sem hann tapaði á í poker. Henry Begin drap Friedu Edson af því að hún leit á hann og hló við. James Dodd særði Daniel Fury með hnífi af því að hann stöðv- aði hundaslag. Og í Cleveland myrti Herbert Edmonds mann, sem hann þekkti ekki, en mað- urinn hafði verið í sömu krá og Edmonds í tvo tíma og starað á hann án afláts allan þann tíma. heitt. “Hví giftist þú mér þá ekki?” spurði hún. “Það get ég ekki”, svaraðj hann. “Þú ert frillan mín”. “Óþokkinn þinn”, hrópaði stúlkan. “Annað hvort verður þú að lofa að giftast mér eða þú kemst ekki út nema að mér dauðri”. Corput tók hana á orðinu. — Hún dó án þess að verða konan hans. En þegar Corput kom í Sing Sing og var settur í klefa hinna dauðadæmdu, nefndi hann klefann „sumarbústaður Cor- puts“, því að hann hafði verið verkstjóri við byggingu klefans. Safnaði hauskúpum Frá Frakklandi er sagan um hina alræmdu Jabouriska prin- sessu, öðru nafni lafði Guilfort, sem enginn veit þó í rauninni hvað hét. Hún var ákaflega al- úðleg, góðgerðasöm og trúuð, en hafði einn slæman ávana — morð. En sumir munu segja, að hún hafi haft afsökun, því að á unga aldri var hún dregin, á tálar af manni einum. Þar sem hún gat ekki hefnt sín á honum afréð hún að kynbræður hans skyldu gjalda. þess fjrrir hann. Hún tók sér sæti í skemmti- garði og brosti viðkunnanlega til einhvers karlmanns, sem framhjá gekk, en lokkaði hann síðan heim til sín. Þegar þangað var komið, veitti hún honum kossa og eiturlyf. Að því búnu gerði hún það, sem hún hafði mesta skemmtun af — taka af lonum höfuðið. Og höfuðveiö- rrnar ,gengu prinsessunni \ bví að þegar lögreglan brauz' ;r>n í heimili hennar, fann húr þar hvorki meira né minna en tuttugu og sex höfuðkúpur raðað með vandvirkni í línskáp- inn prinsessunnar. Langaði x ekkjusiandið t>að, sem frú Diana Silleck gerði, er ekki alveg hliðstætt. Diana hafði mætt manni sínum fyrir tilstilli sameiginlegs kunn ingja þeirra, sem sagði henni, að Silleck væri velauðugur. Diana flýtti sér að giftast hon- um og kom honum síðan fyrir kattarnef, til þess að verða efn- uð ekkja. Því miður varð hún blásnauð ekkja. Diönu gramdist þetta og myrti þá vininn líka — fyrir lygina. Kellir undirról alls hins illa Kata kattavinur hafði meiri mætur á köttum en mönnum og hélt tíu í stofum sínum. Hús- eigandinn andmælti þessu katta fargani, en Kata réðst þá á hann með slíkum ofsa, að maðurinn flýði á náðir lögreglunnar. Þar kærði hann Kötu fyrir að hafa hótað að myrða sig. Stundu síðar dró hann kæruna til baka, því að Kata hótaði að myrða hann ella. En Adam var ekki lengi í paradís, því að húseigand inn sté óvart ofan á rófuna á einum kettinum. Þá var Kötu nóg boðið, hún keyrði hamar í höfuð húseigandans, en varpaði honum síðan niður stigann og varð hvorttveggja hans bani. Kata heldur áfram að ala upp ketti, en nú í fangelsi í Kali- forníu. Einu sinni ætlaði hún vitlaus að verða, kvartaði undan matnum. Fangavörðurinn spurði hana, hvort henni hefði ekki alltaf þótt maðurinn góður. “Jú, en köttunum mínum þyk ir hann vondur”, svaraði Kata. Mannorðið x veði Þótt hér hafi eingöngu verið sagt frá “venjulegu” fólki, kem- ur það einnig fyrir, að forhertir atvinnuglæpamenn verða vit- stola um stund og fremja glæpi, sem eru “utan fagsins”. Lee, leikinn innbrotsþjófur, virtust falla svo hendur við handtök- unauna, að lögregluþjónninn, sem handtók hann, tók að hæða hann: “Sá þykist vera karl í krapinu. Þú hefir ekki meira hugrekki en rotta í gildru”. Lee reiddist ákaflega, tók und ir sig stökk, þreif skammbyssu af öðrum lögregluþjóni og skaut hann til bana. Sálfræðingur var síðan látinn rannsaka Lee og spurði hann innbrotsþjófinn, hvort hann sæi ekki eftir morð- ipu. “Langt frá því”, þrumaði hann. “Mannorð mitt var í veði”. V í sindast ar f semi Kozier, amerískur námsmað- ur, langaði til að geta sér orð konum og njóta ástar þeirra. — fyrir vísindastörf. Hann leitaði! “Nei, það veit trúa mín”, sagði inn til kvenna, biðja þær að gefa sér kvöldverð, ræna þær, kyssa þær síðan óteljandi óteljandi kossum og halda á brott. Leco- que varð þekktasti maður París- arborgar, daglega í blöðunum. Samkvæmt fullyrðingu franska blaðamannsins Georges Du- Parc fóru margar Parísarkon- ur ekki svo í háttinn, að þær hefðu ekki yfir bæn um að Lecoque heimsækti þær — að þær heyrðu glugga opnaðan hljóðlega. “í raun og veru”, seg- ir hann ennfremur, “skildu marg ar konur eftir hálfopna glugga sína, enda þótt þær gættu þess að hafa ekkert verðmæti hjá sér.” Búðarrán Haustið 1927 gerðist Lecoque ’svo djarfur, að hann rændi brúður einni á giftingardaginn hennar. Næsta dag lét hann hana lausa aftur og hún varð fræg er hún kom aftur til Parísar. Saga hennar var sögð í öllum blöð- um sem höfðu ráð að kaupa hana dýrum dómum, söng-war voru kveðnir um ævintýr henn- ar og í þrjár vikur var ekki meira talað um nokkura konu heimsborgarinnar. Þegar hróður Lecoques var hvað mestur, gekk hann í gildru iögreglunnar. Þegar húsrann- sókn var gerð heima hjá hon- um, fannst þar allt þýfið, ósnert. Hann var spurður, hvort hann gerði þetta, til þess að kynnast Þeir grafa það úr iðrum jarðar sem er gulli dýrmætara til ýmissa opinberra stofnana og 1 kvaðst hafa fundið upp eilífðar- vél. Þær vildu ekkert við Kozier tala, en hann lét ekki bugast af þessu, heldur afréð að afla sér | fjár af eigin rammleik. I hvert sinn sem hann var fjár þurfi, myrti hann mann, sem virtist vel efnum búinn, rændi líkið, keypti sér tæki og hélt tilraun- um sínpm áfram. Réttvísin kunni ekki að meta þessa vísindastarfsemi og setti Kozier í rafmagnsstólinn, hann neitaði algjörlega að segja orð um uppfinningu sína. Hann ætlaði að hefna sín á heiminum fyrir að taka líf snillings. Lecoque með fyrirlitningu. Skýringin var sú, að hann iangaði til að öðlast frægð með þessu móti. Hann mátti ekki til þess hugsa að deyja óþekktur. vildi gleðja dapran heim en kreppuárunum, að þeirra hefði grætt Hollywood og góðgerðarslarfsemi Joe Galunas langaði til að verða leikar í Hollywood. Hann taldi sig tilvalinn til að leika glæpamenn, en Hollywood taldi hann óhæfan._ Galuans framdi þá innbrot til að sanna, að hann gæti vel leikið glæpamann. Hans Karl, Austurríkismaður, fór í fangelsi með glöðu geði til þess að hreinsa mannorð sitt. — Vinir hans sögðu, að hann væri vitskertur og Karl langaði til að afsanna það. Aðeins andlega heilbrigður maður verður dæmd ur fyrir glæp. Ástralíumaður að nafni Frede rick Waller safnaði 50.$$$ pund- um til að dreifa meðal fátækra en komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri mest þurfandi sjálf- ur. Fyrir það fékk hann tíu ára fangelsi, en fannst það átta of mikið. Þegar hann losnaði úr fangelsinu í Sidney, hélt hann til Adelaide með fölsuð skilríki í vasanum og tókst með því móti að fá stöðu fangavarðar við fangelsi borgarinnar. Þarna komst Waller yfir 4000 pund úr sjóðum fangelsis- ins, en er hann var tekinn öðru sinni, kvaðst hann aðeins hafa tekið það, sem honum bar — 500 pund fyrir hvert ár, sem hann sat inni “umfram” það, sem hann verðskuldaði. Góður geslur Innbrotsþjófar og ræningjar eru oft harðhentir og óvandir að meðulum, en óvíst er, hvort hægt er að segja það um Ar- mand Lecoque. Hann var hið fullkomna prúðmenni, því að hann hafði þann sið að læðast Svo að snúið sé aftur til Banda ríkjanna, þá skulum við kynna okkur bókhaldarann J. Ray, sem sagði við húsbændur sína á fyrirtæki milljónir dollara. Stjórnin var himinlif- andi, tilkynnti, að greiddur yrði arður, hækkaði laun starfs- mannanna og hélt veizlu mikla. Hlutabréf fyrirtækisins þutu upp úr öllu valdi, en þegar gjaldkerinn fór að athuga mál- ið, kom á daginn að fyrirtækið var á heljarþröminni. — Hann spurði Ray, hvar allar milljón- irnar væru niður komnar. Það kom þá upp úr dúrnum, að Ray hafði bara falsað bækurnar til þess að gleðja húsbændurna. Rúsínan Bezt er að ljúka þessu með sögunni um Ulysses Johnson, sem lærði rannsóknarlögreglu- störf í bréfaskóla, en var að námi loknu neitað um starf í lögreglu fæðingarbæjar síns. — Honum gafst þó fljótlega tæki færi til að sýna mönnum fram á leikni sína, því að 10. marz 1937 fór lest af teinunum skammt frá bænum. Yfirvöldin skildu ekki neitt í neinu og leifðu Ulysses karlinum að hjálpa til við rannsóknina. ^.ð- ur en tuttugu mínútur voru liðn ar, var Ulysses búinn að finna járnkarl, sem notaður hafði ver- ið til að hleypa lestinni af tein- unum. En Ulysses hafði verið of fljótur að finna orsökina og þegar málið var athugað nánar kom í ljós, hver orsökin var. — Ulysses hafði sjálfur sett lest- ina af teinunum, til þess að hon- um gæfist tækifæri til þess að leysa gátuna og vinna sérstöðu hjá lqgreglunni. í dag situr leynilögre^I/umaðuriinn í fang- elsi, óhamingjusamur en ekki svo óþekktur sem fyrr. Svo að vitað sé, mun hann vera eini maðurinn, sem situr í fangelsi fyrir að hafa fundið lausn glæps Vísir. (Frh. af bls. 2) viðhaldið tegnslunum við fjöl- skyldur og vini. Nú fer unga fólkið ekki í námurnar”. Og brezka þjóðin reyndi það á vetrinum, sem leið, að straum ur unga fólksins hefir ekki legið í námurnar á liðnum áratugum. Þá skorti kol, meðal annars af því að skorti menn. Og þessi þró un er naumast nokkur furða. — Námulífið er ekki glæsilegt. — Einn námumannanna skýrði þannig frá því: “Slitvinnan og lífshættan eru ekki það versta, heldur myrkrið. Námumaður lifir mest alla æfina í myrkri. Eg fer á fætur klukkan fimm að morgni, og það er ennþá dimmt, þegar ég byrja vinnu klukkan sjö. Þar næst er dvalið neðan- jarðar til klukkan tvö síðdegis. Þá eru vaktaskipti. Þegar ég loksins er kominn heim, er ég orðinn svo þreyttur, að ég verð að halla mér í eina tvo til þrjá tíma. Þegar ég vakna, er orðið dimmt. Eg anda aldrei að mér hreinu lofti eða sé sólskin, nema já sjaldan, hún skín á sunnu- dögum”. Saga hans er saga flestra námamanna í Bretlandi. Fæstir þeirra ætluðu sonum sínum að feta í fótspor feðr- anna. Þess vegna vaknaði brezka þjóðin einn góðan veður- dag við vondan draum. Hún átti fáa unga námumenn, og þó var colavinnslan undirstaða alls at- vinnulífs í landinu. Þá var þörf róttækra aðgerða. Brezku námurnar höfðu frá upphafi verið í einstaklinga eigu, og starfræksla þeirra hafði verið háð gróðavoninni fremur en lífsnauðsyn landsins að viðhalda þessum iðnaði. Þeg- ar árið 1937 voru flestir námu- menn stuðningsmenn Verka- mannaflokksins. Hann hafði þjóðnýtingu námanna á stefnu- skrá sinni. Meiri afskipti þjóð- félagsins af þessari skuggalegu atvinnugrein voru nokkur hug- hreysting í augum þeirra. Fyrst námurnar voru svona lífsnauð- synlegar fyrir þjóðfélagið, varð þjóðfélagið að gera eitthvað fyrir námumennina og námu- reksturinn. Stríðið stöðvaði alla þróun í þessa átt, en strax að því loknu var þráðurinn tekinn upp á ný. Brezkir kolanámu- menn áttu sinn þátt í sigri Verkamannaflokksins í kosning- unum 1945. Og svo kom þjóð- nýtingin og síðan kolakreppan á síðastliðnum vetri. Hún opn- aði augu brezku þjóðarinnar og umheimsins á mikilvægi þessar- ar atvinnugreinar. Hún hafði í för með sér nokkra stefnubreyt- hægt að fá fyrir peningana. — Sumir námuverkamenn vinna sér fyrir allt að tólf sterlings- pundum á viku, og margt hefir verið gert til þess að halda dýr- tíðinni í námubæjunum í skefj- um og gefa námumönnum kost betra v.’ðurværi en öðrum landsmönnum. En eigi að síður eru flestir hlutir naumlega skammtaðir, og pcningarnir ein- ir boða litla aukningu lífsþæg- inda. En þeir eru þó boðberi ann ars, sem var fáséð í námubæj- unum fyrir 10 árum, en það var bjartsýni og trú á framtíðina. Þá sóttu námumennirnir í bratt ann. Verkamannaflokkurinn og kaupfélögin studdu þá. — Sam- vinnufélögin hafa ævinlega átt góða stuðningsmenn í námubæj unum, og þau hafa stutt menn- ingarlega framför í iðnaðinum. Á þessum vettvang töldu brezku samvinnumennirnir hentast, að ríkið léti til sín taka þótt þeir væru ekki almennt fylgjandi ríkisrekstri. En nú er stríðinu lokið og þjóðnýtingin orðin veruleiki. Nú eru verkamannaklúbbar hverjum námubæ. Þar hittast vinnufélagarnir að starfsdegi loknum og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar yfir einni bjórkollu. Konum þeirra er einn ig ætlaður samastaður þar. Þær hafa líka gaman af því að spjalla. Á þessum stöðirm er einnig aðstaða til leikja og lær- dóms. Og nú hefir verkamanna- stjórnin hafið djarfa tilraun. — Hún hefir innleitt fimm daga vinnuviku í námuiðnaðinum. Þar með hefir hún lýst skilningi sínum á orðum verkamannsins, sem sagði, að hann lifði alltaf í dimmu. Námuiðnaðurinn er sérstæður. Með fimm daga vik- unni er stuðlað að því að gera námuvinnsluna eftirsóknarverð- ari en hún hefir verið, og jafn framt hefir stjórnin minnzt þess, að allt fram til síðustu mánaða hafa fjarvistir verka- manna frá vinnu verið allt að 16% í námunum. Með fimm daga vikunni er unnið gegn þessu. Sá, sem mætir alla fimm dagana, fær sex daga kaup, en sá, sem er fjarverandi einn dag fimm daga vikunnar, fær ekki nema fjögurra daga kaup. Þann- ig hefir það gerzt, að afköst fimm daga vikunnar hafa orðið meiri en hinnar gömlu sex daga vinnuviku. En þótt allri tækni sé beitt og lífvænleg kjör í boði, reynist þó erfitt að fá nógu marga menn til þess að helga sig lífinu í und- irgöngunum. Á miklu veltur fyrir framtíð Bretlands — og ingu gagnvart námuvinnslunni. Evrópu allrar — að það takist, Nú er unnið að því að losa þenn- I en enginn, sem hefir gist brezka an iðnað við sem mest af kolanámu, getur gert sér í hug- skuggahliðunum og skapa það arlund, að nýtízku vélatækni, viðhorf, að námumaðurinn geti vel hugsað sér, að sonurinn taki við af föðurnum í námunni. — Ríkið hefir nú sett sér það markmið, að gera allan námu- reksturinn að nýtízkulegri at- vinnugreijn, þar sem vélarnar verða látnar bera þyngstu byrðamar. Verkamönnunum eru boðin betri kjþr, og aðstaða þeirra öll á yfirborði jarðar er gerð miklum mun ákjósanlegri en áður var. Með þessum hætti hefir þjóðnýtingin þegar blásið nýjum lífsanda í nasir þessa formyrkvaða atvinnuvegar og drepið á dreif tilbreytingarleys- inu og vonleysinu, sem ein- kenndi brezka námumenn fyrir 10 árum. Verkalaunin eru nú mun lífvænlegri1 en þau voru þá. Þá þótti námuverkamaður- inn fullsæmdur af 12 shillingum á viku. Nú fær hann 30, en þess er þá jafnframt að geta, að dýr- tíð hefir aukizt, en þó er um verulegar kjarabætur að ræða. Nú eru vandræðin mest þau, að í Bretlandi í dag er svo lítið fríðindi og baett aðbúð geti gert óvistlegustu atvinnugrein lands ins aðlaðandi. Til þess þarf einnig óeigingirni og þegnskap. En þar er komið að sterkustu hlið hins brezka skaplyndis. — Þess vegna er ekki ólíklegt, að námuvinnslan eigi mikla upp- gangstíma fyrir höndum og brezka þjóðin bjarta framtíð, þrátt fyrir aðsteðjandi erfið- leika. H. Sn. Samvinnan Skilnaðarmál. Kona nokkur í Kansas City í Bandaríkjunum fór nýlega fram á skilnað við mann sinn vegna þess að hann væri stælinn, upp- stökkur, kuldalegur, súr, afbrýð- issamur, dutlungafullur, eingin- jarn, stríðinn, óforskammaður, nískur, gráðugur, hæðinn og ó- nærgætinn. — Hún fékk skilnað. “Á morgun ætla ég að byrja nött líf! Góða, vektu mig ekki eldsnemma í fyrramálið”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.