Lögberg - 13.11.1947, Page 7

Lögberg - 13.11.1947, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 71 Heimsókn Delargys prófessor Það er nokkuxn veginn alveg víst, að fyrstu orð mannlegrar tungu, sem hljómað hafa á Is- landi, hafa verið töluð á írsku eða þá á latínu. Eitthvað á þessa leið komst Delargy prófessor að orði, í fyrri háskólafyrirlestri sínum. Svo liðu nokkur ár, þangað til írska heyrðist hér að nýju — í 1. kennslustofu háskólans, þeg- ar prófessorinn hélt fyrirlestur sinn. Um þúsund ár. — Hvorki meira né minna. Svona getur orðið langt á milli landa, sem eru þó ekki fjarlægari en Irland og Island. Eða leiðirnar gleymst. Einkennilegt, að einmitt sam- göngurnar milli þessara landa skyldu alveg falla niður, þar eð þeir sem fyrstir allra manna lögðu leið sína yfir hafið, komu frá írlandi. En þeir komu ekki beinlínis til þess að opna neina samgöngu- leið, til landvinninga eða þess háttar. Því þeir voru menn af öðrum heimi eins og komist er að orði. Þeir komu til að iðka hér vísindi sín og tilbiðja guð sinn. Þeir komu hingað sem kunnugt er til þess að fá að vera hér í friði. Mikið gætum við nú- tímamenn lært af þeim ef þeir risu upp úr gröf sinni. Hvert fóru þeir, er þeir flýðu undan hinum heiðnu landnáms- mönnum? Hvað varð af þeim? Og hvaða samneyti hafa þeir haft við fólkið er settist hér að? Ekki er líklegt að þeir hafi get- að komist langt í skjótu bragði. Sennilega hafa þeir ekki haft hafskip í naustum ,og getað siglt á brott út í heim, á þeirri sömu stundu, sem Norðmennirnir urðu þeim of nærgöngulir, og röskuðu friði þeirra til messu- söngs og bænahalds. Engar heim ildir eru um endalok þeirra, frekar en frænda okkar á Græn- landi nokkrum árum síðar. Hvað getur Delargy þjóðsagna fræðingur og samstarfsmenn hans sagt okkur um þetta? Hann kom hingað til þess að segja okk ur frá því, að heima hjá honum í afskektustu byggðum Irlands, sé enn talað sama mál og Pap- arnir töluðu austur í Holtum, í hellunum á Ægissíðu og víðar, löngu áður en Ingólfur fór þar um, til að svipast eftir öndvegis- súlum sínum. Að það fólk, sem þá tungu talar, hefir geymt í minni sínu sand af sögnum og æfintýrum sem Delargy og sam- starfsmenn hans eru nú að skrá- setja og taka á hljómplötur. Hann sagði okkur líka frá því, að Paparnir, sem hér voru kynnu að hafa haft hér aðsetur langa lengi, mikið lengur, en nokkurn af sagnfræðingum okk- ar hefir grunað. Hvaða áhrif hafa þessir lærðu kristnu, guðhræddu menn haft á menningu og þjóðlíf okkar Is- lendinga? Vitneskja um slíkt yrði snar þáttur í þekkingunni á þjóð og sögu. Með þjóðsagnasöfnun sinni hefir Delargy prófessor bjargað stórfeldum menningarverðmæt- um frá glötun. Margar af þeim sögum, sem hann hefir fengið í safn sitt, kunna að hafa verið sagðar hér fyrir um það bil þúsund árum og á þær verið hlýtt. Kanske hefir hann einmitt í fórum sín- um eitthvað af því sem' Mel- korka konungsdóttir kenndi syni sínum Ólafi pá vestur á Hö- skuldsstöðum um árið. Delargy prófessor sagði að hann hefði langað til að koma hingað til lands í 19 ár ,eða allan þann tíma, sem hann hefir unn- ið að þjóðsagnasöfnuninni. Hann er nú á förum heim til sín. En eftir því sem best verður séð þá fer hann aldrei alveg héðan. Því hann hefir ákveðið að efna til menningarsambands á milli írlendinga og íslendinga, frænd- þjóðanna tveggja, sem ekki hafa þekkst í þúsund ár. Svo alt bendir til þess, að alla þá stund, sem írsk og íslenzk fræði fá að lifa og njóta sín, þá geymist hér á landi áhrifin frá hingaðkomu þessa ágætismanns.Mbl., 14. okt “Eg hef a 1 d r e i séð magrari negra en þig,” sagði negri einn við annan negra. “Þér ferst,” svaraði hinn. “Þú ert svo magur, að ef þú færð verk í skrkkinn, þá veistu aldrei hvort það er hellur magapína eða bak- verkur.” To the . . . “LOGBERG” of Winnipeg CjneetiMXfi: * With this issue “Logberg” celebrates its Sixtieth Birthday. Sixty years of service have just been completed. Its growth, both physical and in its realm of usefulness is a story replete with interesting incidents and personalities. \ Our hearty congratulations and best wishes, therefore, go to the management and staff who, during the years have played a very real part in the development of Canada and the Icelandic people. This announcement is sponsored hy WESTERN PUBUSHERS UMITED Puhlishers of "WINNIPEG AND WESTERN GROCER" also "WESTERN MOTOR TRANSPORTATION" Winnipeg Canada Ovenjulegt slys Samkvæmt fregn frá Dr. Helga Briem, aðalræðismanni Islands í New York, lézt fyrra sunnudag Steindór Sigurðsson, formaður rannsóknarráðs ís- lenzka ríkisins, er hann var við rannsóknir á Heklugosinu, með þeim hætti að steinn úr gosinu kom í höfuð honum, er veitti honum samstundis bana; var Steinþór hinn mezti dugnaðar- og ágætis maður; hann var kvæntur Auði Jónsdóttur Jóns- sonar frá Hriflu, og áttu þau tvö börn. 'With the Compliments * of the MANITOBA TELEPHONE SYSTEM MEÐ AÐDAUN og VIRÐING fyrir hinum framliðnu frumherjum átofnendum Lögbergs, og heilla óskum á 60 ára aldursafmœli blaðsins LIFI LÖGBERG VEL og LENGI LAXDAL & THORLEIFSON Dealers and growers in OHIOS - COBBLERS - TRIUMPHS EDINBURG NORTH DAKOTA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.