Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 1
 PHONE 21 374 A 1 UvuVVeA A Complele Cleaning Insiilution PHONE 21 374 ,w'«t,V »rssíS“ A Complele Cleaning Inslilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1948 NÚMER 3 Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson áttræður, hyltur með fjölmennu samsæti í Fyrstu lútersku kirkju Fyrir aibeina Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesiurheimi, var dr. Sigurði J. Jóhannessyni og frú, haldið virðulegi og afar- fjölmeeni heiðurssamsæii í Fyrsiu lútersku kirkju, síðaslliðið laugardagskvöld í iilefni af því, að daginn áður, eða þann 9. þ. m., áiii þessi frábærilega ásisæli læknir, mannúðarmaður, rilhöfundur og skáld, áitræðisafmæli; varaforseii Þjóðræknis- félagsins, séra Philip M. Péiursson haíði samkvæmissijórn með höndum og ióksi hið bezta iil. Séra Eiríkur Brynjólfsson flutti bæn og stutta ræðu, auk þess sem hann las upp kvæði eft- ir hið áttræða afmælisbarn; mælti séra Philip þá nokkur árnaðarorð til heiðursgestsins; stuttar tölur fluttu í samkvæm- inu eftirgreindir menn: J. J. Bíldfell fyrir sína hönd og Þjóð- ræknisfélagsins, G. F. Jónasson fyrir hönd nefndarinnar sem annast um útgáfu sögu Vestur- Islendinga eftir Þ. Þ. Þorsteins- son, A. S. Bardal, er ávarpaði heiðursgestinn af hálfu Góð- templarareglunnar. Dr. Kristján J. Austmann, er bar fram árnað aróskir af hálfu læknastéttar- innar og Einar P. Jónsson, er mintist heiðursgestsins stuttlega sem blaðamanns og skálds; gull- fallegt frumsamið kvæði, flutti Ragnar Stefánsson, einnig flutti séra Halldór E. Johnson snjalt, frumsamið ljóð, jafnframt því sem hann flutti heiðursgestin- um hlýyrt ávarp frá íslenzka mannfélaginu að Lundar og í grend, en þar gegndi dr. Sigurð- ur læknisstörfum í mörg ár við miklar og vaxandi vinsældir. G. E. Eyford las kvæði Magnúsar Markússonar, en séra Philip flutti kvæði, er Páll Guðmunds- son hafði ort; þá hafði og afmælis barninu borist frumsamið ljóð frá Þórði Christie í Vancouver. Kvæði á ensku flutti A. Reykdal. Með fögrum einsöngvum skemtu Mrs. Lincoln Johnson °g Kerr Wilson, en við hljóðfær- ið voru Mrs. Matthiasson Mrs. Kerr Wilson. Skömmu áður en skemtiskrá var tæmd, afhenti séra Philip af- uiælisbarninu peningaávísun í virðingarskyni fyrir drengilegt ævistarf, ásamt ávarpi frá Þjóð- ræknisfélaginu, er Gizzur Elías- son hafði skrautritað, en frú Ingibjörg Jónsson afhenti því næst frú Halldóru, konu heiðurs- gestsins, forkunnarfagran blóm- vönd. Slíkt ógrynni af heillaóska- skeytum frá íslandi og víðsvegar að úr þessari álfu bárust, að ! ishátíð, þar eð alt fór fram á ís- j lenzku, að undanteknum tveim- | ur eða þremur enskum söngvum; svo átti það líka að vera þar sem eins sann-íslenzkur maður átti í hlut og dr. Sigurður er. Lögberg biður mannvininum, blaðamanninum, rithöfundinum og skáldinu, Sigurði Júlíusi Jó hannessyni, guðs blessunar um ókomin æviár. Verkfall hafið Og Dr. S. J. Johannesson það tók litlu styttri tíma að lesa þau upp, en varið var til ræðu- flutnings. Grettir L. Jóhannson, ræðismaður, las íslenzku skeyt- in og bréfin, en Árni G. Eggerts- son þau, er samin voru á ensku, auk þess sem hann skilaði fagur yrtri og hlýrri kveðju til dr. Sig- urðar frá H. A. Bergman, yfir- réttardómara, er eigi gat verið viðstaddur vegna sjúkleika; báru skeytin þess ljósan vott hversu hið umfangsmikla mann- úðar- og menningarstarf hans hefir fest djúpar rætur í hjört- um íslendinga vestan hafs og austan; hann hefir alla sína ævi verið maður Æskuunnar, Sól- skins, Sólaldar og Baldursbrár, og þess vegna $r svo bjart um hann í dag. I lok hinnar reglubundnu skemtiskrár, þakkaði heiðurs- gesturinn með fögrum og við- kvæmum orðum þá sæmd, er þeim hjónum hefði fallið í skaut, með þessu fjölmenna og ógleymanlega samkvæmi, er þau myndu geyma í endurminning- unni sem helgan dóm. Skemtiskrá lauk með því, að hinn mikli mannsöfnuður söng fullum hálsi Eldgamla ísafold og God Save The King. Afmælisfagnaður dr. Sigurðar snerist upp í glæsilega Þjóðrækn Fjögur þúsund og tvö hundr- 1 uð námumenn í Albertafylkinu hafa lagt niður vinnu og krefjast þriggja dollara kauphækkunar á , dag; eigendur námanna hafa enn, sem komið er, enga upplýs- ingu gert varðandi kröfu námu- manna, er þeim, að sögn, þykir síður en svo aðgengileg; líklegt þykir, að verkamálaráðuneyti fylkisins skerist brátt í leikinn og reyni að miðla málum. Skjótra aðgerða krafist Neytendafélögin í öllum meg- inborgum þessa lands, hafa sent stjórnarvöldunum í Ottawa strangyrt mótmæli gegn hinni sívaxandi dýrtíð og krefjast skjótra áðgerða í úrbótaátt. — Krefjast ámirfst félög þess, að stjórnin skerist þegar í leikinn og fyrirskipi á ný hámarksverð lífsnauðsynja; greið svör hafa enn eigi fengist varðandi mála- leitun áminstra félaga. Dr. Sigurður Júl. Jóhannesson og frú 10. janúar 1948 Við hyllum þig vor mæti íslands mögur, frá munans grunni hljómar vinalag; við áttatíu áramótin fögur þú enn þá stendur hreinn og frjáls í dag. Þinn bróðurandi ör að létta húmi var okkur jafnan bót við mein og stríð, það eðli geislar yfir tímans rúmi með eilíft sigurvald á hverri tíð. Með glaða lund þú gekst að okkar fundum, hvert göfugt mál þér brann í hjartarót, og þó að bitrir byljir mættu stundum þú beygðir ei frá. þinni stefnu hót. Þín drenglund var og dáð að réttu metin, en dýpst og bezt þín líkn við sjúkrahag, þó. lækki sól og fækki stunda fetin stóð fólk þér aldrei nær en þenna dag. Þitt prúða fljóð, sem húsið bygði heima var heilladísin þín á langri braut, með dygð og trygð, sem góðar konur geyma sem göfug brúður Njáls í hinstu þraut. í þökk og ást frá margra vina munni að megi ykkur haustið skína blítt, unz svífur fley að síðstu lendingunni í sæluhöfn að byrja lífið nýtt. M. Markússon. Há fjárlög Truman forseti hefir lagt fyrir þjóðþing Bandaríkjanna fjárlaga frumvarp fyrir hið nýbyrjaða ár, þar sem farið er fram á hærri útgjöld en nokkru sinni fyr 1 sögu þjóðarinnar; nema áætluð útgjöld 39 bilj. dollara. Republi- kanar, er ráða yfir meiri hluta í báðum þingdeildum, eru óð- ir og uppvægir yfir þeirri geysi- legu fjársóun, er frumvarpið beri með sér og hóta alvarlegum niðurskurði áður en yfir ljúki. Heillaóskaskeyti til Lögbergs frá Islandi Keykjavík, 12. janúar 1948. Elaðið Lögberg, Winnipeg, Man: Eg árna Lögbergi allra heilla a sextíu ára afmælinu og þakka vel unnin störf. Siefán Jóhann Síefánsson forsæfisráðherra íslands Keykjavík, 13. janúar 1948: Editor Einar Páll Jónsson, Winnipeg: Samfögnum Lögbergi á 60 ára afmælinu og óskum því enn langra lífdaga. Dagblaðið Tíminn. Reykjavík, 13 janúar 1948: Editor Einar Páll Jónsson, Winnipeg. Hugheil fagnaðarkveðja á 60 ára afmæli Lögbergs og þökk ykkur hjónum fyrir langt starf í þágu íslenzkra menningarerfða. Jón Helgason, blaðamaður. Sveinn Oddsson prentari 1 Viking Press átti 65 ára afmæli 14. þ. m. — Sveinn er vel kyntur meðal ís- lendinga í Vestur-heimi, enda dvalið hér tugi ára. Sveinn er skyldurækinn með afbrigðum, °§ góður starfsmaður, kann sitt Verk út í ystu æsar, og er sér- lega vel liðinn meðal starfs- bræðra sinna. — Sveinn er hrein- ræktaður íslendingur í húð og hár, og hefir mikið yndi af að skeggræða um íslenzkar fornbók- mentir, enda er hann vel heima í þeim efnum. Sveinn er hrók- ur alls fagnaðar á mannfundum, og hefir sá ,er þetta ritar, átt rnargar glaðar stundir með honum Sveini prentara. — Vinir og kunningjar senda afmælis- barninu hugheilar árnaðaróskir. Vinur. Til Dr. S. J. Jóhannessonar og frúar hans á áttrœðisafmœli hans Þú átt svo marga’ af eiginleikum þeim sem orka því að bæta þennan heim. Það voru engin almenn hugðarmál sem ekki snertu streng í þinni sál. — Og meðan í æðum örast rann þitt blóð var enginn hér sem þér á sporði stóð. Var ekki utan íslands meiri þörf og akur betri fyrir líknarstörf? Og hnekkur sá sem heimaland þitt beið varð hagur þeim, sem vestur beindu leið. — í útlegðinni’ á ókunnugri grund var engu minni þörf á fórnarlund. Það sem hjá flestum aðal-takmark er varð aukagrein og lítils vert hjá þér. — Að lækna sjúka, það var takmark þitt það skifti aftur litlu máli um hitt þó skortsins vegna gjaldið væri’ ei greitt — þú gætir þá læknað fyrir ekki neitt. Og ef til vill gekk enginn meðal vor eins oft og þú í Samarítans spor. — Það duldist fáum að þú hyltir hann, en hvorki Prestinn eða Levítann, því líknarhönd þín hjúkrun öllum bjó sem hröktust mest á leið til Jeríkó. Já, löng og grýtt var leiðin sem þú gekkst, og létt í vösum gjöldin sem þú fékkst. Um slíkar sakir hirtirðu’ aldrei hót, en hugljúft finst við þessi tímamót að hafa lifað áttatíu ár og átt þess kost að lækna fjöldans sár. Og þökk sé henni’ er hálfrar aldar skeið þér hefir fylgt og stutt á æfileið — sem breiddi yfir alt það tímabil þá ást, er þekti lítil dægraskil, — þá ást og trygð er veittu þrek og þrótt um þungan dag og langa vöku nótt. Ragnar Siefánsson. Frank Gillies F. Gillies skipaður í ábyrgðar*töðu Þessi ágæti og ábyggilegi ís- lendingur, sem útskrifaður er í verkfræði frá háskóla Mani- tobafylkis, hefir verið skip- aður Traffic Engineer fyrir Winnipeg; er þetta ný staða, og er gott til þess að vita, að íslend- ingur skyldi verða fyrir valinu. Mr. Gillies er sonur þeirra Mr. og Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning Street hér í borginni. Verkfalli afstýrt Samningar hafa nú náðst milli bakara í Winnipeg og fjögurra stærstu brauðgerðarfélaganna í Winnipeg varðandi kaupgjald; verður kaup bakara hækkað um 10 cent á klukkustund frá 1. september s. 1. að telja, auk þess sem félögin hafa fallist á að greiða bökurum ákveðna dýr- tíðaruppbót. Daglegar róstur I landinu helga geisa daglegar róstur milli Araba og Gyðinga, sem valdið hafa miklu mann- og eignatjóni; á sjöunda hundrað manns hafa látið líf sitt í róst- um þessum síðan í nóvember- mánuði, er sameinuðu þjóðirnar ákváðu að skipta Palestínu og stofna þar tvö sjálfstæð ríki. Blóðugir bardagar Er síðast fréttist stóðu yfir blóðugir bardagar í norður-hér- uðum Grikklands, milli stjórnar herjanna og skæruliða, og er mælt, að hinum fyrnefndu vegni nokkuru betur. ÞAKKLÆTI Mitt innilegasta þakklæti votta ég fyrir mína eigin hönd, konu minnar og dætra, öllum þeim, sem með nærveru sinni, sím- skeytum, bréfum, blómum eða á annan hátt tóku þátt í því ágæta samkvæmi, sem okkur var hald- ið í lútersku kirkjunni í Winni- peg 10. þ. m., í tilefni af því að ég varð þá áttræður. Sérstaklega þakka ég þeim, sem unnu að undirbúningi sam- kvæmisins og stjórnuðu því, að ógleymdum öllum þeim, sem þar komu fram með: ræður, kvæði, söngva og ávörp. Einnig þakka ég innilega hinar miklu gjafir frá Þjóðræknisfélaginu og Goodtemplara-reglunni, og síðast en ekki sízt skrautritað ávarp frá Þjóðræknisfélaginu. Við gleymum aldrei þessu kveldi. Sig. Júl. Jóhannesson. Heillaóskaskeyii bárusí frá þeim, sem hér segir: 1. frá Islandi: 1. Ríkisstjórn íslands — Stefán Jóhann Stefánsson. 2. Alþýðusamband íslands. 3. Barnablaðið “Æskan”. 4. Bekkjarbræður og samstúd- entar. * 5. Félag Vestur-íslendinga — Hálfdán Eiríksson, Þórarinn Víkingur, Guðni Sigurðsson, Jakob Jónsson. 6. Fanney, Ingólfur og fjöl- skylda. 7. Jósef Björnsson á Svarfhóli. 8. Lárus Sigurjónsson. 9. Magnús V. Jóhannesson. 10. Stórstúka Gslands. 11. Þjóðræknisfélagið á Islandi — Sigurgeir Sigurðsson, Ófeigur J. Ófeigsson, Henrik Sv. Björnsson, Friðrik Hall- grímsson, Benedikt Gröndal. 12. Frændfólkið í Reykjavík. 2. Hér veslra: 1. W. L. Mackenzie King, for- sætisráðherra Canada. 2. Mr. og Mrs. Árni Helgason, Chicago. 3. Mr. og Mrs. Einar Johnson, Steep Rock. 4. Guttormur J. Guttormsson, Riverton. 5. Gudrún Thorsteinson, Wpg. 6. G. J. Oleson, Glenboro. 7. Ingibjörg og Gunnar B. Björnson, Minneapolis. 8. Halldór Hermannsson, New York. 9. H. A. Bergmann, Winnipeg. 10. Ingibjörg Hosíasdóttir, Moz- art. — 11. J. Ragnar Johnson, Toronto. 12. J. T. Thorson, Ottawa. 13. Icelandic lutheran Congrega tion, Vancover — Solvason. 14. Lundarbygðirnar — H. E. Johnson, L. Sveinson, V. J. Guttormson, D J. Lindal, Helga Thorgilson. 15. Lovisa Frímannson Fenton, Struthers, Ohio. 16. Liberals South Centre Wpg., — Norman E. Wright, Grace C. Piggot. 17. Mr. og Mrs. Mundi Gríms- son, Mogart. 18. Mr. og Mrs. Ragnar H. Ragn- ar, Edinborg. 19. Richard Beck, Grand Forks. 20. Ralph Maybank, Ottawa. 21. Sigurlína Kjartanson og fjöl- skylda, Washington. 22. Stanley Knowles, Ottawa. 23. Margrét og Haraldur Sig- mar, Vancouver. 24. Wynyard og umhverfi — H. S. Axdal, G. Benediktson. 25. Rannveig K. G. Sigbjörnson, Leslie, Sask., og ísak og Jakobína Johnson, Seattle. Auk þessa fjöldi af heillaóska- spjöldum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.