Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1948 5 ÁH UGAAÚL IWENNA Ritstjári: INGIBJÖRG JÓNSSON Þreyta í síðasta blaði var vikið að því hve mikil áhrif ímyndunaraflið getur haft á heilsufar líkamans bæði til góðs og ills. Tilfinning- arnar hafi eigi síður sterk áhrif. Allir vita að sá maður, sem ávalt er í góðu skapi, hlægjandi, spaugandi og vingjarnlegur, er ekki eins meðtækilegur fyrir hverskonar kvilla og veikindi eins og sá, sem er niðurdreginn af óánægju, sorgum og áhyggj- um. Sá síðarnefndi kvartar oft um að honum líði ekki vel, og þá sérstaklega um þreytu. “Eg veit ekki hvað er að mér, ég er altaf þreyttur; ég er þreyttur, þegar ég vakna á morgnana; ég er þreyttur allan daginn. Eg hlýt að vera að eld- ast”. Það er ósjaldan að hinir og aðrir segi eitthvað líkt þessu og þá verður manni á að svara: — “Þú verður að fá meiri hvíld”. Því almennt er það álitið að þreyta stafi eingöngu af ofmik- inni líkamlegri vinnu eða ónógri hvíld. En sannleikurinn er sá, að maðurinn getur orðið afar þreyttur, þótt hann leggi ekki að sér líkamlega. Eigi hann í ströngu hugarstríði, sem hann af einhverjum ástæðum getur ekki yfirbugað eða greitt úr, kemur það fram sem þreyta í líkaman- um; líkaminn er þá sem nokk- urskonar tæki, sem innri bar- atta endurspeglast í sem þreyta. Vitanlega stafar þreytan oft af ofmikilli vinnu eða einhverri veiklun í líkamanum, en sé því ekki við að dreyfa, er orsökin oftast eitthvert hugarstríð; mað- urinn á í baráttu við sjálfan sig: Ef til vill er heimilislífið ekki friðsælt, ósamlyndi milli hjón- anna eða hann er áhyggjufullur ut af einhverju í sambandi við vinnu sína. Þessi innri barátta hemur fram sem þreyta — hann er altaf þreyttur. Sambandið uailli sálar og líkama er svo náið að hver hugsun, hvert orð endur speglast á einhvern hátt í per- sónuleikanum og heilsufari lík- amans. Oft hefir maður séð eða reynt sjálfur, hve t. d. reiði hefir ill uhrif á líkamann. Maðurinn lendir í orðakasti við samstarfs- naann sinn; reiði grípur hann. Eftir að sennan er afstaðin, finn ur hann til þreytu og máttleys- Js, þótt hann hafi nokkrum mín- útum áður verið fullur af lífs- fjöri og þrótti. Aðrar tilfinning- ar, svo sem hatur, öfund, afbrýði, sorg 0g hverskyns áhyggjur, ^afa samskonar áhrif; Þær ræna uianninn líkamsþrótti, og honum finst hann altaf vera þreyttur, óeðlilega þreyttur. Þegar maðurinn eða konan gerir sér grein fyrir að orsök Þreytunnar er ekki líkamleg vinna, heldur hugarstríð, þá verður hann eða henni ljóst, hvernig á að bæta úr því. Sú manneskja, sem á í innri bar- uttu dag og nótt, getur ekki hvílst; hún er altaf að tapa. En €f hún finnur orsökina fyrir þessari baráttu, og útrýmir henni, sættir sig við lífið og sem ur frið við sjálfa sig, tekur hún upp gleði sína á ný og þreytan hverfur. RÁNSVERÐ Þegar talað er um að maður kaupi eitthvað fyrir ránsverð, þá er átt við það að hluturinn sé seldur á hærra verði en sann- gjarnt sé; að einhver eða ein- hverjir séu að okra á honum. — Ekki er ólíklegt að húsmæðr- um finnist að maturinn og ann- að, sem þær verða að kaupa fyr- ir fjölskylduna, sé nú selt á ráns verði, svo hefir verðið hækkað snögglega án þess að fólk sé al- ment ljóst hver ástæðan sé. — Á fáeinum dögum hækkaði verð á kjötmeti, einkanlega svínakjöti um mörg cent. Verð hefir nú tvö- faldast á mörgum tegundum matar frá því sem það var fyrir stríðið eða 1938. Strax og stjórn- arvöldin afnámu skömtunar- og verðlagsreglurnar, síðastliðið ár, steig verðið upp gífurlega. Á laugardaginn birti Winnipeg Tribune yfirlit yfir verðhækkun á ýmsum matvörum hér í borg- inni, verðið fyrir stríð; verðið áður en skömtunar- og verð- lagsreglurnar voru afnumdar og verðið nú í þessum mánuði: 1938 1947 1948 cent cent cent Pork sauage 18 36 45 Side bacon 30 64 82 Round beef steak .... 10 34 42 Pork loins .... 25 40 54 Shoulder of pork .... 23 31 41 Cooked ham 55 82 95 Chuck roast ,beef .... 16 22 29 Smjör 35 42 70 Egg 34 49 59 Niðursoðnar peas 11 14 21 Kálhöfuð ...... 3 4 12 Laukur 4 5 7 Gulrætur og næpur 2 4 6 Mjólk 9 14 17 Sykurlausar smákökur 1 pund hveiti % pund smjör eða shortening. 2 stk. egg 4.tsk. lyftiduft. Tæpur bolli mjólk. Til skrauts: Möndlur, sykur, egg- Allt efnið hnoðað sáman. — Flatt út og hringir skornir úr því. Gætið þess að hafa deigið ekki of þykkt því það hefast mikið. — Hringirnir svo smurð- ir með egginu, möndlum og sykri sáldrað yfir og þeir bak- aðir ljósgyltir við meðalhita. — Sykursparandi og sérlega ljúf- fengt. Svo var um konur kveðið Þótt ég hefði 18 augu átt í vitund brúna minna, mænt hefði ég þeim í einu og öllum inn í veröld hvarma þinna. Guðmundur Friðjónsson. Margan svanna mætan sá mér sem ann að vonum. En yndi fann ég alltaf hjá annarra manna konum. “Káinn”. Eg vildi fegin vera strá og visna í skónum þínum, léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Páll Ólafsson. Gætið þess við geymslu á lyfti dufti, að raki komizt ekki að því. Hafið það í vel lokuðu íláti, ann- ars geetur kolsýran smám saman horfið úr duftinu og það orðið gagnslaust. •f Púðursykur á til að harðna og hlaupa í leiðinlega kögla. Þetta má koma í veg fyrir með því að láta brauðsneið ofan í sykurílát- ið, eða eplabita, sem vafnir eru innan í vaxborinn pappír. Öll mjólkurílát og ílát, sem egg hafa verið borðuð af eða með skal ávalt þvo fyrst úr köldu vatni og síðar heitu. Heita vatn- ið festir eggin og mjólkina á ílát unum. Notið því kalt vatn fyrst. — Skolið mjólkurbrúsann úr tveim köldum vötnum, áður en þið notið heita vatnið. ' Danskir jafnaðarmenn hyggja ekki á Þjóðnýtingu Fréttabréf frá Höfn eftir Pál Jón sson Meira en hálfur mánuður leið frá Þjóðþingskosningunum í Danmörku og þangað til að ný stjórn komst á laggirnar. Stjórn- armyndun var miklum erfiðleik- um bundin. Bar eikum tvent til þess. I fyrsta lagi hefir deilan um Suður-Slésvík valdið miklum glundroða í dönskum stjórnmál- um. 1 öðru lagi er flokkaskifting- in í Þjóðþinginu þannig, að engin stjórn verður mynduð nema að minsta kosti þrír flokkar styðji hana. Tveir stærstu borgaraflokkar- nir. Vinstri flokkurinn og Ihalds- menn, stefndu að því, að mynduð yrði borgaraleg stjórn. Þessir flokkar hafa til saman 66 þing- sæti. Hinsvegar hafa Jafnaðar- menn og Kommúnistar líka til samans 66 sæti í þinginu. Radik- ali flokkurinn, sem hefir 10 þing- sæti, gat því ráðið úrslitum. Var það undir því komið, hverju meg- inn hann stóð, hvaða flokkur eða flokkar mynduðu -stjórn. Radik- ali flokkurinn er að vísu borgara- flokkur, en mótfallinn stefnu Vinstriflokksins og íhaldsmanna í Slésvíkurmálinu. Vinstri flokkurinn og Ihalds- menn litu svo á, að eðlilegast væri að mynda borgaralega stjórn, þar sem borgaraflokkarn- ir fengu meiri hluta við kosning- arnar. Radikaliflokkurinn og Jafnaðarmenn sögðu aftur á móti, að stofnað hafi verið til nýrra kosninga vegna deilunnar um Slésvík og biðu íhaldsmenn og Vinstriflokkurinn ósigur í þessu máli, þar sem meiri hluti hins nýkosna þings er andvígur slésvísku hreyfingunni. Væri það því í samræmi við kosninga- úrslitin, að andstæðingar slés- víksku hreyfingarinnar myndi stjórn, ef ekki náist samkomu- lag um þjóðstjóm. En margir á- litu hana æskilega vegna hinna miklu efnahagsvandræða í Dan- mörku. Þjóðstjórnarmyndun misíeksl ábyrgð, og það því, fremur, þar ( sem borgaralegur meiri hluti í þinginu getur komið í veg fyrir róttækar aðgerðir af Jafnaðar- manna hálfu. Loks er það, að framtíð jafnaðarmannastjórnar er að miklu leyti undir stuðningi Radikalaflokksins komin, og fær hann því vafalaust mikil áhrif á gerðir stjómarinnar. Hedtoft en ekki Buhl Sumir hafa furðað sig á því að Hedtoft en ekki Buhl myndaði stjórn. Var Buhl um langan tíma fjármálaráðherra í stjórn Staun- ings og seinna tvisvar sinnum forsætisráðherra. En Buhl er nú farinn að eldast og litu menn svo á, að nú ætti hin yngri kynslóð að taka við völdum. Hedtoft hef- ir verið formaður Jafnaðarman- naflokksins síðan 1939. Stauning tilnefndi h«nn sem eftirmann s i n n og kölluðu Jafnaðarmenn hann “krónprinsinn”. Hedtoft er 44 ára að ladri og er hann því yngsti forsætisráðherra Dana síð- an Zahle myndaði stjórn árið 1909. Hedtoft er enginn ofstækis- maður. Segir hann m. a., að þjóð- nýtingarstefnan verði ekki fram- kvæmd eins og nú sé ástatt. Það vakti mikla eftirtekt, að Gustav Rusmussen er áfram ut- anríkisráðherra: Er stjórninni mikill fengur í því. Hann er vafa- laust einn hinna duglegustu ut- anríkisráðherra, sem Danir hafa haft. Gustav Rasmussen hefir verið enmbættismaður í utan- ríkisráðuneytinu. Var hann ný- skipaður sendiherra í Rómaborg, er Knud Kristensen lét af emb.; hann er utanfl. Hann er óvenju sagnafár, þegar blaðamenn spy- ja hann frétta um utaríkismál. Vill hann þá heldur tala um eitt- hvað annað, t.d. segja frá því er Walt Disney bauð honum í veislu “in the h o n o u r of Mickey Mouse.” Buhl á að hafa umsjón með efnahagsmálnum, skapa samvin- nu milli þeirra ráðuneyta, sem fara með þessi mál. K r a g verslunarmálaráðherra er yngsti maðurinn í stjórninni. Hann er aðeins 32 ára. Er hann hagræð- ingur og hefir samið ritið “Frem- tidens Danmark”, þar sem lýst er þjóðnýtingarstefnu þeirri, sem nú er lögð á hilluna. Kom rit þetta út fyrir kosningarnar 1945. Hedtoft hefir stofnað sérstakt J húsnæðisráðuneyti, en svo ó- heppilega vill til, að húsnæðis- ráðherrann er húsnæðislaus. Hef- ir ekki tekist að útvega honum skriftstofu. Hedtoft hefir stofnað sérstakt sjávarútvegsráðuneyti. “A ð r a r þjóðir leggja kapp á að auka fiskútflutning og verðum við að fylgjast með í þessu kapphlaupi,” segir Hedtoft. Fiskimenn í Vest- ur-Jótlandi hafa ákveðið, að fara þess á leit við sjávarútvegsráðu- neytið, að fiskveiðar við Græn- land verði gefnar frjálsar, að danski fiskiflotinn verði aukinn og að reynt verði að koma því til leiðar, að Danir geti aftur selt Þjóðverjum fisk. Alsing Andersen Aðeins viku eftir að s t j ó r n Hedtofts var mynduð, var Alsing Andersen innanríkisráðherra að fara frá Ástæðan til þess var sú, að íhaldsmenn ákváðu að leggja fyrir þingið tillögu þess efnis, að skorað yrði á hannað segja af sér. Alsing Andersen var landvarnar- ráðherra þ. 9. apríl 1940. Hefir því verið haldið fram, að varnar- ráðstafanir hans hafi verið ófull- q.ægjandi og hafi það verið þessu að kenna, að þýstk sjólið gat hertekið Kaupmanna höfn mót- spyrnulaust. íhaldsmenn sögðu nú, að óheppilegt væri að Alsing Andersen f e n g i ábyrðarmikla stöðu í hinni nýmynduðu stjórn. Hann beið þess ekki, að málið yrði rætt í þinginu, en sagði strax af sér. Segir hann sjálfur, að hann vildi ekki s t o f n a stjórn Hedtofs í hættu. Nú er líka ráðist á annan ráð- herra í stjórn Hedtofts. Vinstri- menn krefjast þess, að Gustav Rasmussen segi af sér. Segja þeir, að hann hafi s t u 11 Slésvíkur- stefnu Knud Kristensens, og geti því ekki nú verið utanríkisráð- herra í stjórn, sem hafi aðra stefnu í þessu máli. Hedtoft og fylgismenn hans segja aftur á móti, að Gustav Rasmussen hafi aldrei verið sammála Knud Kristensen um Slésvíkurmálið. Gustav Rasmussen fylgi sömu stefnu og Hedtoft í þessu máli og hafi hann mikinn meiri hluta þingsins að baki sér. Margir Ihaldsmenn eru því fegnir, að þeir losna nú við að styója stjórn Vinstrimanna. Hef- ir það verið íhaldsmönnum dýrt að styðja hana. Hafa þeir ákveð- ið, að styðja ekki Vinstrimann- stjórn að nýju. Nú hafa íhalds- J menn frjálsar hendur og búast þeir við að auka fylgi sitt við næstu kosningar. Erfitt er að spá um það, hve langlíf stjórn Hedtofs verður. Bú- ast má við að Radikali flokkurinn styðji hana. En þessir tveir flokk- ar hafa til samans aðeins 67 þing- sæti og er það ekki nægilegt, ef íhaldsmenn, Vinstrimenn og “Retsforbundet”, sem hafa til samans 72 sæti, veitast að stjórn- inni. Veirður það þá undir Kom- múnistum komið, hvort hún heldur velli. Lengi hefir verið grunt á því góða á milli Jafnarmanna og Kommúrtista. Jafnaðarmenn hafa ekki virt Kommúnista þess, að ræða við þá um stuðning stjórninni til handa. Segir Hed- toft, að Kommúnistar eigi engan tilverurétt. Býst har .i við, að þeir geir alt sem í þeirra valdi stendur til þess að ófrægja stjórnina og að þeir beri fram óframkvæmanlegar kröfur. Samt sem áður er búist við að Kom- múnistar hiki við að fella stjórn ina. Margir álíta því ekki óhugs- anlegt, að hún geti orðið lang- líf, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Niðurlag í næsta blaði. Prófessorinn spyr Einar einnr- ar spurningar, en Einar getur ekki svarað. „Heimskur jafnan höfuðstór, segir prófessorinn og lítur til nemandans. Einar lítur heiftaraugum til prófessorsins og segir hægt: “Lítið höfuð, lítið vit.” — EA TON’S Presents . . . Canadian Small Homes Exhibition Open Friday, January 16, Sixth Floor, Centre A unique exhibit of scale model homes. The 15 top-winning designs in a Dominion Government-sponsored competition organized to interest Canadian architects in planning low cost homes for average Canadian families—now at EATON’S. Allar tilraunir til þess að mynda þjóðstjórn með þátttöku borgaraflokkanna og Jafnðaar- manna eða borgaralega stjórn urðu árangurslausar vegna á- greinings um Slésvíkurmálið. — Radikali flokkurinn réði þá kon- ungi að fela Jafnaðarmönnum stjórnarmyndun. Hefir þeim lengi leikið hugur á því, að fá stjórnartaumana í sínar hend- ur. Gafst þeim nú tækifæri til þess. Löngu fyrir kosningarnar höfðu flestir búist við, að svona mundi fara eftir kosningarnar. Jafnaðarmenn buðu Radikala- flokknum sæti í stjórninni, en hann hafnaði tilboðinu vegna þess að, “Retsforbundet”, hættu- legasti keppinautur Radikala- flokksins, vildi ekki taka þátt í stjórninni. „ Eins og þegar hefir verið sagt, gat Radikalaflokkurinn ráðið úr- slitum um það, hverjir mynduðu stjórn. Ástæðan til þess að hann kaus jafnaðarmannastjórn en ekki borgaralega stjórn, er fyrst og fremst sú, að Radikaliflokkur- inn er andvígur Slésvíkurstefnu Vinstriflokksins og íhaldsmanna. Annars finst mörgum einkenni- legt, að Slésvíkurmálið skuli stöðugt vera borgaralegri sam- vinnu til fyrirstöðu. Eftir því að dæma, sem Gustav Rasmussen sagði á blaðamannafundi nýlega, eru engar líkur til þess, að Bret- ar fallist á stefnu Slésvíkur hreyfingarinnar. Önnur ástæðan til þess að Radikalir studdu Jafnaðarmenn til valda er sú, að Radikali flokkurinn álítur ó- hyggilegt að útiloka Jafnaðar- menn, stærsta flokk landsins, frá stjórnarstörfum og stjórnar- • You’ll see in all 15 CLEVER SCALE MODEL REPRODUCTIONS of intriguing prize-winning bungalows and two storey houses in stone, stucco, clapboard and brick. • You’ll see ARCHITECTS’ PLANS and DRAWINGS of other houses selected from the best entries. A representative of the Central Mortgage and Housing Corp. will be in attendance. Yes, Home Planners Will Want To See . . . CANADIAN SMALL HOMES EXHIBITION On display during Store Hours on Sixth Floor, Centre, Friday, January 16th, to Saturday, January 24th, inclusive. OFFICIAL BOOK—"67 Homes for Canadians"—will be on Sale at Exhibition and in our Book Department, Main Floor, at $1.00 each. <*T. EATON C?,MITEo

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.