Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1948
Frá kvöldvökufélaginu Nemó á Gimli:
I kjallara dauðans
Erlendur Guðmundsson þýddi
Þetta er sönn saga af skrif-
stofustjóra Graham and Co. —
Eg hefi engum sagt hana áður,
en nú þegar allir ættingjar hans
eru dánir, tel ég mig engu þagn-
arheiti bundinn. Atburðurinn
skeði fyrir mörgum árum síðan,
en þrátt fyrir það er hann fyrir
hugskotsaugum mínum lifandi
og ógleymanlegur, svo sem hann
hefði skeð í gær. Mig dreymir
hann oft, en hrekk þá upp skjálf-
andi af ótta.
Eg var nýlega kominn heim
frá Krím með bæklaðann fót og
á eftirlaunum, en með því laun-
in voru svo lág, hlaut ég að vera
mér úti um vinnu.
Það, sem ég einkum get unnið
við, var næturvarðastaða, og
tókst mér að ná henni fyrir milli
göngu fjölskyldu, sem ég þekkti
Eg átti að vera næturvörður í
mjög stóru vörugeymsluhúsi er
nefnt var sykurhúsið, því mikill
hluti vörunnar var sykur og þá
í gríðar verði.
Eg hafði stundað iðju þessa í
þrjá mánuði þegar sá hræðilegi
næturatburður skeði. Það var
laugardagur, og ég gekk inn á
skrifstofuna til þess að draga
vikukaupið.
Mér var sagt að ráðsmaðurinn
vildí finna mig; hann var rosk-
inn heiðursmaður, og var stadd-
ur á skrifstofunni þegar ég kom
þangað.
Nú, nú, varðmaður, þér verðið
að hafa augun hjá yður; því við
höfum komist að því, að þjófn-
aður mikill hefir verið framin í
sykurgeymsluhúsinu.
Hann varð var við að ég hrökk
saman.
Nei, nei, ég gruna yður ekki,
vörunum hefir verið stolið og
fluttar á burt, um hádag, hvernig
sem það hefir atvikast. Eg læt
yður vita að við ætlum að halda
áfram með rannsóknir, og lög-
gæslumenn höfum við þar nótt
og dag, þér eigið einnig að að-
stoða þá eftir megni. Svo sneri
hann sér að einkaritara sínum
er skrifaði þar við næsta borð
og sagði:
“Við skulum nú sjá, Murdokk.
Byrjar lögreglan ekki starf sitt í
kvöld?”
Skrifarinn leit upp með þeim
svip, svo sem hann ekki gæti
áttað sig á spurningunni, en
svaraði svo.
“Og-já. Lögreglan. Eg talaði
við lögreglustjórann í morgun og
hann lofaði að senda mann í
kvöld, en á laugardaginn sendir
hann annan, enn hæfari fyrir
þetta starf. Auðvitað haga ég
þessu eins og þér æskið, en mér
datt í hug að hin rétta aðallög-
regla gæti byrjað á sunnudags-
kvöldið”.
“Það tel ég lang bezt”, mælti
Mr. Graham. “Eg fel yður allar
framkvæmdir, til þess ég kem
aftur heim. Vökumaður! Gerið
svo vel og fræðið lögreglumann
inn um allt er hann spyr um og
leyfið honum að ganga um hvar
sem hann æskir eftir og þetta
verður að vera algert þagnar-
mál”.
Eg kvaddi og fór. Eg var hálf
ringlaður og náði mér ekki fyr
en ég kom á varðstöðvarnar, því
mér hafði ekki tekist að losa mig
við þann hræðilega grun sem
við mig kynni festast, og hafði
engann grun haft á að stolið væri
úr sykurgeymslunni.
Byggingin var 8 loft á hæð. —
400 fet á lengd og 100 fet á
breidd. Kjallarinn undir bygg-
ingunni var völundarhús, af
smærri kjallarahólfum, sem voru
nú vot vegna þess að vatnið
frá ölhitustöðunum, seitlaði gegn
um veggina og framleiddu raka.
Kvöld þetta gekk ég um alla
bygginguna og leit eftir öllu
með meiri nákvæmni, en nokkru
sinni áður; ég gætti þess að hver
hurð væri læsf, og hver lykill á
sínum stað. Eina hljóðið var það
þegar rotturnar stygðust og
stukku til beggja handa er kom
ið var nálægt þeim.
Það var næstum komið myrk-
ur, er ég hafði lokið þessari eft-
irlitsferð, niðamyrkur var í
geymsluhúsinu og ljósið á lamp
anum sem ég hélt á, kastaði frá
sér, á göngu minni, furðulegustu
skuggamyndum innan um fjölda
af járnsúlum og á vöruhlöðum.
Það var neðsta hæðin sem
eingöngu var notuð fyrir
geymslu á sykrinu, í hinum
hæðunum voru allskonar vöru-
tegundir. Eg var kominn ofan á
neðstu hæð þegar ég heyrði að
drepið var högg á dyr þær er
sneru út að bryggjunum. — Eg
lauk upp hurðinni og úti stóð
maður.
“Gott kvöld, næturvörður”,
mælti hann. “Eg er lögreglu-
þjónn og kominn hingað til eftir
lits”. —
“Eg hélt að enginn kæmi fyrr
en á morgun”, sagði ég.
“Það hélt ég einnig”, svaraði
hann og kom inn. “Uss! Hér er
þó heitt?”
Eg hengdi upp lykilinn og gerð
ist leiðsögumaður hans; meðan
við gengum upp eftir bygging-
unni, lagði hann fyrir mig
óslitnar spurningar,, og er við
komum til þeirrar hæðar, þar
sem dýrasta silkið var geymt,
sagði hann.
Þetta eru að líkum vörurnar
sem þjófarnir einkum hafa vilj-
að leggja hendur á.
Hann dróg upp blað og fór að
bera saman merkin á vöruteg-
unudunum og áður en hann
hafði gengið frá því hafði klukk-
an slegið ellefu. Þá sagði hann.
Eg ætla að halda vörð á þessu
gólfi og þér getið komið til mín
einu sinni á hverjum klukku-
tíma”, lagði svo saman blöð sín
og fór út.
Þegar klukkan var nærri 12,
tók mig að syfja af loftleysinu
og sykurlyktinni, gekk ég því
upp stigann og inn á varðstöðv-
ar mannsins. Gluggarnir voru
opnir, svo hressandi loftið og dá-
lítið samtal gat verið til bóta. Eg
þóttist heyra til hans fyrst, en
er ég kom þar er ég hugði hann
vera, sást hann hvergi. Eg blístr-
aði og kom hann þá fram í lampa
ljósið.
“Hver ansinn!” sagði hann. ”Eg
var nærri sofnaður”.
“Hvað er þetta?” spurði ég,
þóttist heyra eitthvert þrusk inni
í vöruhlöðunum.
“Það eru sjálfsagt rottur”,
sagði hann dræmt sem í hálf-
gerðum svefni.
Eg sneri mér við og beindi
ljósinu þangað. 1 sama bili og
fyr en ég gæti gefið af mér nokk
urt hljóð, var ég þrifinn og
hent aftur á bak. Um leið og ég
datt heyrði ég fótatak sex
manna, er allir grúfðu ofan að
mér, augnabliki síðar var ég
bundinn og keflaður og gat
enga björg mér veitt.
Fyrsta tilfinning sem gagntók
mig var óumræðileg blygðun.
Höfðu þeir drepið lögregluþjón-
inn og svo? Þegar ég hafði áttað
mig, skildist mér að það hefði
verið lögregluþjónninn, sem kom
aftan að mér og slengdi mér á
gólfið. Lögregluþjónn eða ekki
lögregluþjónn, honum voru kunn
fyrirmæli lögreglunnar viðvíkj-
andi verðinum, eins og þeim
sem var á skrifstofunni.
Flokkurinn hélt síðan ráð-
stefnu er virtist hafa mikla þýð-
ingu, því eftir því sem hún stóð
lengur, því meir hækkaði mál-
rómurinn svo sem þeir yrðu ekki
á eitt mál sáttir.
“Eg vil ekki eiga á hættu að
hann þekki mig”, sagði lögreglu-
þjónninn.
Aðeins einn úr hópnum varð
honum ósammála. Málróminn
átti Mardokk sem var einka og
æðsti skrifari á skrifstofu verzl-
unareigandans.
“Eg samþykki ekkert morð”,
sagði hann. “Það veit guð, ég hefi
gengið nógu langt samt, og þó
það kostaði lífið, vil ég ekki vita
af morði á samvizkunni”.
Þessi einbeitta ræða reið bagga
muninn.
“Jæja”, sagði sá er lék lög-
regluþjónninn. “Ef við ekki
drekkjum honum við bryggjuna
verðum við að bera hann ofan í
kjallarann”.
Eftir það báru þeir mig ofan
í kjallaraann og fleygðu mér á
gólfið í einu kjallarahólfinu, en
svo harkalega, að ég um tíma
missti meðvitundina. Þegar ég
vissi um mig næst slóg kirkju-
klukkan tvö.
Jafnframt þessu heyrði ég
fótatak í ganginum og heyrði
að einhver hrópaði í ógn og
skelfingu:
“Varðmaður! Varðmaður! —
Hvar eruð þér? Svarið! Svarið!”
Þetta var Murdokk. Eg heyrði
hann berja á hverjar dyrnar eft
ir aðrar. Hann kom einnig að
mínum dyrum, barði á þær og
æpti: “Hvar eru lyklarnir?”
Smá dróg úr hljóðum hans
og höggum. Hann var kominn til
annars hlutar byggingarinnar.
Meðan hróp hans stóðu yfir,
reyndi ég af öllum mætti að losa
mig við böndin og af því hann
fjarlægðist mig meira og meira,
gerði ég síðustu atrennuna. —
Mér tókst að kreppa saman fót-
inn upp að hendinni, og það
bjargaði mér. Þeir höfðu bundið
hendur mínar og fætur með
sama bandinu, en með því að
kreppa mig slakknaði á því. Á
næsta augnabliki hafði ég losað
mig við fóta og handleggjabönd-
in. Eg hljóp upp stigann og að
dyrunum og hrópaði af öllum
kröftum. Meðan ég beið og hlust
aði, brá fyrir einhverri skörpUm
og einkennilegum þef er orsak-
aði að ég hnerraði. Eg kveikti
á eldspýtu og varð þess var að
reykur þrengdi sér undir hurð-
ina.
Það var eldur í byggingunni.
Eg stóð sem þrumu lostinn. —
Allt í einu heyrði ég að fjöldi
fólks hljóp eftir gangstéttinni fyr
ir utan og heyrði að hrópað var:
“Eldur!”
Það var dálítið op með vírneti
fyrir í öðrum enda kjallarans, í
svipaðri hæð og skipabryggjan.
Eg vóg mig upp í járnstengurn-
ar og sá að fjöldi skipa lágu úti
fyrir. Frá götunum bárust ógn-
ar köll og slökkviliðsvagnarnir
skröltu á strætunum; eldslogarn
ir köstuðu birtu allt um kring
og það var farið að braka og
bresta hingað og þangað í þess-
ari risa byggingu.
Ekki heyrði ég framar til skrif
arans, en í þess stað heyrði ég
margar hurðir sprengdar af
hjörunum af slökkviliðinu.
Til þessa hafði ég ekkert óttast
eldinn, því ég var fullviss um að
mér yrði bjargað af fólki, sem
færi fram hjá á bryggjunni, en
ekki leið á löngu til þess ég varð
var við að köll mín köfnuðu öll
í hávaða múgsins, eldsins og
slökkvitækjanna. Eg sleppti því
haldi á járnstengunum og tylti
fótum á gólfið ,en fann sam-
stundis að ég lenti í einhverju
límkeendu og er ég laut niður
steig upp heit gufa frá gólfinu.
Eg kveikti á eldspýtu og horfði
mót dyrunum, sá ég að ofan stig
ann rann freiðandi brúnn straum
ur af bræddu sykri.
Þá greip óttinn mig.
Eg hafði tekið þátt í mörgum
orustum á Krím og séð margt
ófagurt, þar hafði ég handleggs-
brotnað, og þar hafði herdeildin
troðið mig undir fótum sér, en
aldrei hefi ég fundið til annarar
eins skelfingar sem þarna er
flaumurinn af sjóðandi sykrinu
kom á móti mér.
Eg var frávita af skelfingu, er
ég handvóg mig aftur upp í gat-
ið og fór að hrópa. Það var komið
með gufuknúða slöngu þeim
I megin sem bryggjan var. Eg sá
kyndarann reykja pípu sína,
eins og ekkert væri um að vera
GUÐRÚN BARDAL
Þakkarorð.
Þegar “vinirnir kveðja vininn
sinn látna”, þar sem sambandið
hefir verið ástúðlegt, reynist
það ávalt satt, að “margs er að
minnast, margt er hér að
þakka”. Meðan ástvinirnir eru
saman, eru gagnskifti milli þeirra
í hinu góða og gleðilega, hjálp
í erfiðleikum, og meðlíðun í
sorgum, en þegar ástvinurinn
hefir flutt burt í hina eilífu
fjarlægð, verður sársaukinn oft
mikill, sem fyllir hug og hjarta
þeirra, sem mist hafa, en ef á-
1 standið er heilbrigt og rétt,
j ljómar þar einnig ljós þakklætis
: í sálum þeirra, sem eftir standa,
I fyrir að hafa átt ástvininn
burtkallaða.
Oft sést það í enskum blöðum
þegar góðir menn hafa kvatt, að
samverkamenn þeirra birta álit
sitt um hina látnu, tjá fólki
söknuð sinn, og túlka þakklæti
sitt fyrir það að hafa notið sam-
ferðar með þeim mönnum á lífs-
leiðinni. Þessar umgetningar eru
á ensku máli nefndar “Tributes”,
en á íslenzku vil ég nefna þær
þakkarorð.
Þakkarorð vil ég bera fram,
að þessu sinni fyrir að hafa kynst
húsfrú Guðrúnu Bardal, sem
andaðist í Winnipeg, fimtudag-
inn, 20. nóv.
Hún var fædd í Árnessýslu, á
íslandi, 20. júní 1873. Foreldrar
hennar voru þau hjónin Tómas
Ingimundarson og Guðrún Eyj-
ólfsdóttir. í fjölskyldunni voru
II börn. Aðeins eitt þeirra er nú
á lífi, Guðrún, kona Böðvars
Johnson að Langruth, Man. —
Þegar Guðrún sú, er vér nú
minnumst, var 13 ára, fluttist
hún með foreldrum og systkin-
um til Canada. Þau settust að í
Þingvalla-Nýlendu í Saskatche-
wan-fylki, en fluttu eftir nokkur
ár að Manitobavatni og áttu
heima a Big Point. Hún naut
góðs uppeldis hjá kristnum for-
eldrum og nokkurrar skólagöngu
Ung-fullorðin fór hún hún til
Winnipeg og fékk þar atvinnu.
Um átta ára skeið hafði hún og
vinkona hennar, Sezelja Jóns-
dóttir, síðar eiginkona Stein-
gríms Johnsons að Wynyard,
Saskatchewan, heimili hjá Mr.
og Mrs. H. Olson, hér í borg. —
Þær stunduðu sauma, og lögðu
rækt við kristlegt félagslíf og
— og gæta vinnu sinnar. Eg
öskraði til hans, veifaði hnefan-
um, en heyrði varla til sjálfs
mín og hitinn frá gólfinu ætlaði
að brenna mig.
Þá þusti sjómaður fram hjá;
ég æpti á hann, hann hægði á
sér og kom auga á mig á millum
járnstanganna, og varð ekki um
sel, benti mér og hraðaði sér af
stað. Að augnabliki liðinni var
þar kominn hópur af slökkviliðs
mönnum og sjómönnum af her-
skipaflotanum.
“Rennið þér yður niður járn-
stengurnar, þær verða strax
íosaðar”, kallaði einn þeirra.
“Ekki hægt, gólfið flýtur í
bráðnum, sjóðandi sykri”, kall-
aði ég.
Kaðli var smeygt inn á milli
járnstanganna og bundið utan
um mig undir höndunum.
• “Sleppið nú haldi við höldum
yður uppi”.
Eg hékk í lykkjunni, og
skammur tími leið til þess
stöngunum var svift burt.
Undir eins og þeir höfðu dreg-
ið mig upp úr kjallaranum og
kominn dálítið frá, hrundu múr-
arnir og ég leið í ómegin.
Þrír dagar liðu til þess, að svo
væri kalt orðið í rústunum að
hægt reyndist að leita í þeim. 1
einum af þessum kjallaraklefum
fannst líkið af Múrdokk, skrifar-
anum. Eg minntist ekki einu orði
á, hvers ég hafði orðið var. Hann
hafði lagt líf sitt í sölurnar með
því að reyna að bjarga mér, en
hefir vilt í reykjarsvælunni og
var kominn langan veg frá inn-
ganginum, og farist í sjóðandi
sykurlaginu.
starf, sóttu stöðugt guðsþjón-
ustur í Fyrstu lútersku kirkju.
Hinn 22. maí, 1901, giftist
Guðrún Halldóri S. Bardal, sem
þá var ekkjumaður með tvær
ungar dætur. Heimili þeirra
hjóna var ávalt í Winnipeg.
Þau eignuðust 11 börn, og eru
þau öll á lífi, og öll við nytsemd-
arstörf. Dætur hans af fyrra
hjónabandi höfðu einnig með
þeim heimili þangað til þær
giftust.
Heimilisbyrðin var þung, en
dásamlegur kærleikur fylti
hjörtu hjónanna beggja, svo þar
varð unaðslegt samstarf. Fús-
lega lögðu þau bæði fram,
heimilinu til farsældar, hið bezta
sem þau áttu: dugnað, hyggindi,
fórnfærslu, sparsemi, samvizku-
semi. Á allan hátt leituðust þau
sameiginlega við að efla lík-
amlegan þroska barnanna og
hjálpa þeim til að vera Jesú
Kristi og kirkju hans trú til æfi-
loka. Blessun var það einnig
öllu heimilinu, að því græddist
starfskona, Miss Guðrún Sig-
urdson, sem hefir unnið því af
stakri samvizkusemi í meir en
40 ár.— Kornung systurdóttir
hennar, þegar hún misti móður
sína, varð einnig meðlimur þessa
heimilis til fullorðins ára. Frá-
bærilega gott samkomulag
tengdi saman alt heimilisfólkið.
Oft var ég gestur á þessu heim
ili, stundum vikunum saman, og
stundum vorum við öll, hjónin
og börnin, þar. Það samband átti
sitt upphaf í því, að konan mín
og Mr. Bardal voru systkin; en
þar var meira en vanaleg gest-
risni og meira en vanaleg frænd
semi. Það var sögn, að altaf væri
nóg pláss hjá Guðrúnu Bardal,
hvað margt sem fólkið var þar
og hversu mikil sem þrengslin
voru. Takmörk eru auðvitað á
öllu jarðnesku; en víst er um
það, að þar var örlátur kærleik-
ur að verki, og einlægur vilji til
að veita aðstoð og unað.
Kærleikurinn sem fylti sál
hennar var afl, er skapaði sér
myndir í orðum og verkum. Þar
var ekki tilfinning ein, heldur
máttur, sem var staðfastur og
lét ekki víkja sér af leið. Hún
elskaði kristindóm og kirkju, og
sú elska hvíldi á grundvelli
sannfæringar. Hún rækti skyld-
ur sínar við þessi málefni af
samvizkusemi og glöðum vilja.
Hún var trú helgidómi sálar
sinnar, alt til dauðans. Vinsemd
hennar við samferðafólkið á
lífsleiðinni var af sömu rótum
runnin. Þar var hlýhugur, ein-
lægni og alvara. Það var auð-
sætt, að alt, sem hún vann öðr-
um til góðs, var framkvæmt af
fúsu geði. Hún hafði yndi af því
að hjálpa og aðstoða. Hún var
frábær móðir. Hún átti þann yl
kærleikans, sem mæður alment
eiga, en til viðbótar átti hún eitt-
hvað meira: hinn staðfasta, ó-
sigrandi mátt elskunnar. Eg er
sannfærður um, að enginn hlut-
ur hefði nokkumtíma getað or-
sakað það, og ást hennar til barn
anna hefði dvínað. Sálarástand
hennar gagnvart þeim var eins
og brosandi land í sumarskrúða.
Hrein gleði ljómaði ávalt yfir
hugsun hennar gagnvart þeim.
Fyrir alt, sem þeim hugkvæmd-
ist að gera henni til ánægju, var
hjarta hennar fult af þakklæti.
Nákvæmlega hið sama, í öllum
atriðum verður réttilega sagt um
hugsun hennar og hjartalag
gagnvart þeim elskaða föru-
naut, sem lífið gaf henni. — Við
þetta má einnig bæta því, að
margir fleiri en nánustu astvin-
ir hennar nutu hins ylhýra
móðurþels hennar og kærleiks-
ríkrar umhyggju, þegar þörf var
liðsinnis og hjálpar.
Hvaðan komu Guðrúnu þau
gæði, sem hún átti í svo ríkum
mæli? Var það erfð frá góðum
foreldrum og árangur af kristi-
legu uppeldi? Að miklu leyti er
það óefað rétt, en hvaðan sem
áhrifin voru komin, þykist ég
sjá í æfimynd hennar sterk, guð-
leg áhrif. Það renna upp fyrir
mér tvö vers úr 8. kapitula
Rómverjabréfsins: “Eg er þess
fullviss, að hvorki dauði né líf,
né englar, né tignir, né hið yfir-
standandi, né hið ókomna, né
kraftar, né dýpt, né nokkur önn-
ur skepna muni geta gert oss
viðskila við kærleika Guðs, sem
birtist í Kristi Jesú, Drottni
vorum”. Þessi fjarlægð frá hálf-
velgju, þessi algjöri kristindóm-
ur, þessi kærleikur, sem aldrei
kólnar, þessi trúmenska sem
aldrei bilar, þetta band við hið
guðdómlega á himni og jörðu,
sem aldrei slitnar, var ekki
þetta einmitt mynd af henni? Er
ekki þetta fegursti kristindóm-
urinn í frumkristninni? Og er
ekki þetta myndin af kristindóm
inum í öllum löndum, á öllum
tímum, þegar hann er meðtek-
inn af hreinu, einlægu hjarta?
Það er hinn sígildi, eilífi kristin-
dómur. Ljós hans sloknaði aldrei
hjá henni. Máttur hans veitti
öryggi, hugrekki og staðfestu
í öllum kjörum lífsins og studdi
hana fram í dauðann.
Ljómi er yfir æfiferlinum öll-
um, og jafnvel ekki sízt yfir síð-
ustu stundunum. 1 sjúkdóminum
hafði hún lengi von um bata; en
birta hugarfarsins hvarf ekki
þegar hún sá að hverju stefndi.
Allt var gjört, sem unt var,
henni til hjálpar. Hún fékk góða
læknishjálp, en við sumar til-
raunirnar leið hún mikið. Miss
Guðrún Sigurdson veitti henni
dásamlega hjúkrun, og börnin,
sem heima voru, hjálpuðu alt,
sem þeim var unt. Guð gaf henni
skýra hugsun fram að síðasta
klukkutímanum, sem hún lifði.
Sum börnin hennar komu, úr
fjarlægð, heim daginn áður en
hún dó, og hún naut þeirra með
frábærum unaði. Alla æfi hafði
hún yndi af fögrum tónum; með
djúpum fögnuði hlustaði hún
síðustu dagana, með þeim ást-
vinum sínum sem þá voru
heima, á söng frá fögrum hljóm-
hljómplötum. Einn sonur henn-
ar kom heim daginn, sem hún
skildi við. Hún þekti hann og
gladdist. öruggleikinn, trúar-
vissan, og hinn guðlegi kærleik-
ur, voru dásemdarstjörnur,
sem tindruðu á æfihimni hennar
og gjörðu biðstöðina jarðnesku
að helgidómi. Hún varð aldrei •
viðskila við kærleika Guðs eins
og hann birtist í Jesú Kristi,
Drottni vorum.
Útförin fór fram laugardaginn
22. nóv., undir umsjón útfarar-
stofnunar Bardals. Séra Rúnólf-
ur Marteinsson flutt í stutta
kveðjuathöfn fyrir hina nánustu,
á íslenzku, í útfararstofunni. Þá
var farið í Fyrstu lútersku
kirkju, þar sem fjöldi fólks
var samankominn. Séra Eiríkur
Brynjólfsson stýrði athöfninni
og flutti aðalræðuna á íslenzku,
en séra Rúnólfur Marteinsson
flutti stutt ávarp á ensku. Söng-
flokkur safnaðarins leiddi söng-
inn. Mr. H. J. Lupton var við
orgelið. Sex synir hinnar látnu
voru líkmenn. Jarðað var í
Brookside grafreit.
Af öllu hjarta er ég þakklátur
fyrir það að hafa kynst þessari
göfugu konu, og fyrir hin miklu
gæði, sem hún auðsýndi fólki
mínu og mér. Alt sem hér er
skrifað, er þakklætisvottur til
hennar fyrir dásamlegt æfistarf.
Rúnólfur Marteinsson.