Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1948 3 Merkilegur trúarflokkur Veiting íriðarverðlauna Nobels á þessu ári hefir hlolið einróma lof heimsblaðanna Sú ákvörðun norska stórþings- ins var kunn fyrir nokkru síðan, að friðarverðlaun Nobels fyrir árið 1947 hefðu verið veitt kvek urum og yrði skipt milli aðalsam taka þeirra, Friends Service Council í London og American Service Council í Philadelpia. í fyrstu óttuðust margir, að kvikarar myndu ekki þiggja verðlaunin, þar sem Nobel hefði aflað fjár til verðlaunaveitinga sinna með vopnaframleiðslu. — Jetta hefir þó ekki orðið, og mun verðlaununum veitt mót- taka 10. næsta mánaðar. Hákon Noregskonungur mun afhenda verðlaunin, sem eru 140 þús. sænskra króna. Hið "innra ljós". Verðlaunin munu veitt kvek- urunum með nokkru tilliti til þess, að samtök þeirra eiga 300 ára afmæli á þessu ári. Einn af upphafsmönnum hreyfingarinn- ar, George Fox, stofnaði til fyrstu kvekarasamtakanna í Englandi 1647. Kvekarasamtökin eiga upp- runa sinn í Englandi, eins og margar merkustu félagshreyfing ar nútímans, t. d. samvinnu- hreyfingin. Þau voru einskonar uppreisn gegn kreddum, þröng- sýni og ofstæki kirkjunnar. — Kvekararnir afneituðu öllum hinum ytri formum. Þeir töldu að Guð væri í öllum mönnum og talaði beint til þeirra og þess vegna væri alveg óþarft að hafa prest fyrir millilið og alla hina ytri viðhöfn við guðsþjón- ustur. Við guðsþjónustur þeirra er öllum frjálst að tala og eng- inn heldur skyldugur til að tala. Þar er heldur ekki hafður neinn söngur né hljóðfæraslátt- ur. Menn tala eða þegja, eftir því, sem Guð innblæs þeim — eða hið “innra ljós”, sem kvekar- arnir kalla svo, gefur vísbend- ingu um á hverri stundu. En einn aðalþáttur kvekaratrúarinnar er sá, að manni beri að fylgja vís- bendingum þessa “innra ljóss” eða guðsneitans í manni sjálf- um, — samvizkunnar mundu aðrir kalla það. Ofsótiur trúarflokkur Það, sem hefir gert kvekarana að merkilegum trúarflokki, er ekki aðeins trúin á þetta “innra ljós” eða rödd samvizkunnar í hverjum manni. Þeir hafa fram- ar öðrum trúarflokkum sýnt trú sína í verki. Þeir hafa lifað og starfað samkvæmt þeirri trú, að allir menn væru fæddir jafnir, —- þjóðerni, litarháttur og stétta skipting kæmi þar ekki til greina ^eir hafa fordæmt hvers konar ofbeldi og valdbeitingu. — Þess vegna hafa kvekarar jafnan neit að herþjónustu, þótt það hafi oft kostað þá ofsóknir og fanga- vist. Kvekaratrúin náði strax tals- verðri útbreiðslu í Bretlandi. Þegar George Fox féll frá, töld- ust milli 50—60 þúsund manns til kvekarasamtakanna. — Eins og gefur að skilja, voru kvek- arar mjög illa séðir af kirkju og yfirvöldum þess tíma og voru beittir margs konar ofríki og kúgun. Foringjar þeirra, eins og William Penn, urðu hvað eftir annað að sæta fangavist. Landnámið vesira Penn naut þess hins vegar, að hann var ættstór, og hlaut hann því að gjöf frá Karli II. Breta- konungi allstóra landspildu í Norður-Ameríku, þar sem nú er fylkið Pennsylvania. Þangað bauð hann trúarbræðrum sínum flytja og setjast þar að. Mjög margir þeirra þáðu boðið og var stofnuð þar sérstök nýlenda kvekara undir leiðsögu Penns. Margt gekk þar öðru vísi en ætl- að var og Penn varð fyrir ýms- um vonbrigðum. Eigi að síður var nýlenda kvekaranna til fyr- irmyndar um margt og mörg frjálslyndustu ákvæðin í stjórn- arskrá Bandaríkjanna eru talin rekja rætur sínar þangað. Má þar t. d. nefna aðskilnað ríkis og kirkju og rétt einstaklinga til að neita eiðsframburði. Stjórnar- skipun Bandaríkjanna hefir líka orðið fyrir ýmsum greinilegum áhrifum frá nýlendustjórn kvek- ara. — Það var árið 1692, sem fyrstu kvekararnir komu til Pennsyl- vaniu. Þegar landnámið þar jókst, varð þeim ekki fært að hafa þar sérstaka nýlendu, en aðalstöðvar þeirra í Ameríku eru þar þó enn. Kvekararnir hafa aldrei orðið verulega fjölmennir. Þeir eru nú taldir rúm 200 þús. í öllum heim- inum. Aðallega eru þeir í Banda- ! ríkjunum og Bretlandi. Kvekar- ar í hverju einstöku landi hafa sína sérstöku og sjálfstæðu stjórn en góð samvinna og samheldni er hins vegar milli hinna ein- stöku deilda. Mannréttindabarálla og hjálparstarfsemi Það, sem hefir aflað kvekurum mestra vinsælda og virðingar, er hin mikla hjálparstarfsemi þeirra gegn kúgun og ófrelsi í öllum þess myndum. Bvekararnir voru í fylkingar- brjósti þeirra, sem börðust fyrir afnámi þrælahaldsins í Banda- ríkjunum. Fyrir atbeina þeirra varð Pennsylvania fyrsta fylkið í Bandaríkjunum, þar sem þræla haldið var afnumið. Fyrir borg- arastyrjöldina voru þeir óþreyt- andi í því að veita þrælum Suðurríkjanna margvislega hjálp. Annað mannréttindamál, sem þeir hafa látið sig miklu skipta, er jafnrétti kvenna, og átti málstaður kvenna lengi vel ekki betri talsmenn en kvekar aná. — Það, sem hefir aukið mest hróð ur kvekara í seinni tíð, er hjálp arstarfsemi þeirra. Þar sem drepsóttir, hallæri eða styrjaldir hafa geisað, hafa þeir oftast ver ið fyrstir á vettvang. Þeir hafa óhikað hætt lífi sínu, ef þess hef ir þurft, til þess að vinna hjálp- arstarf sitt, og frýr því engin þeim hugar, þótt ekki vilji þeir gegna herþjónustu. Þess má t. d. geta, að brezkir kvekarar urðu fyrstir allra erlendra aðila til að hefja hjálparstarfsemi í Þýzka- landi eftir styrjöldina og voru raunar byrjaðir á því áður en styrjöldinni lauk. Eftir styrjöldina hefir kveðið mest að hjálparstarfsemi kvek- ara í Þýzkalandi, Austurríki og Póllandi. Þeir hafa ekki aðeins svo sterkir að það munar um þá sem bandamenn, og þeir eiga að velja um á hvora sveifina þeir skuli snúast, þá verða þeir bandamenn Rússa. Ög eftir því sem vér fáum hinu limlesta Þýzkalandi fleiri stjórnartauma í hendur, því auðveldara verður það fyrir Berlín og Moskva að komast að samkomulagi og stofna með sér bandalag. Fyrst þeir Hitler og Stalin, Ribbentrop og Molotov, gátu komist að samkomulagi, þá er á- stæða til að ætla, að því Þýzka- landi, sem stjórnað er af kom- múnistum og jafnaðarmönnum og þjóðernissinnum, verði ekki skotaskuld úr því að komast að samkomulagi við Rússa. Og ef vér skyldum nú klikkja út með því að gera sérfrið við Vestur-Þýzkaland, þá mundi það mjög flýta fyrir bandalagi Rússa og Þjóðverja. Þýzka stjórnin, sem vér hefðum gert samninga við, mundi þá verða stjórn full- valda ríkis. Hún mundi hafa rétt til þess að hafa sendiherra Business and Professional Cards sent þangað föt og matvæli í hjá öðrum þjóðum, taka á móti stórum stíl og dreift því meðal þeirra, sem verst voru staddir. Þeir hafa jafnframt hafist handa um margvíslega fræðslu- og rtienningarstarfsemi meðal æsku lýðsins. Þannig hafa kvekarar gert sitt til að leggja smyrsl á ófriðarsárin og vinna að samhug og friði milli þjóðanna, enda hafa þeir boðað friðarstefnuna af meiri einlægni og fórnfýsi en flestir eða allir aðrir. Friðarverðlaun Nobels hafa vafalaust verið stofnuð í góðum tilgangi, en veiting þeirra hefir hins vegar oft orkað nokkurs tvímælis. En óhætt má segja, að sjafdan hafa heimsbl'öðin verið jafn sammála um, að þeim hafi verið vel og rétt varið og að þessu sinni. Tíminn, 27. nóv. Atökin um Þýzkaiand í eftirfarandi grein gerir amer íski stjórnmálamaðurinn og hag fræðingurinn Walter Lippmann meðferðina á Þýzkalandi og Þjóðverjum að umtalsefni og telur hana stórkostlegt diplo- matiskt víxspor. Alltaf síðan Byrnes, utanríkis ráðherra, fór til Stuttgart 1946 og ávarpaði þýzku þjóðina, höf- um vér verið að undirbúa oss að stíga stórkostlegt diplomatiskt víxlspor. Það er þá fyrst að vér höfum gert Þýzkaland að hyrningar- steini í tilraunum vorum um viðreisn Evrópu. Vér ætlum að endurreisa iðnað Þýzkalands og sameina það að nýju stjórnar- farslega, til þess að það geti orð- ið nokkurs konar brimbrjótur fyrir útþenslu sovét-veldanna. Það hefir verið talið nauðsyn- legt að leggja áherslu á samein- ingu Þýzkalands og gefa sjálf- stæðisþrá Þjóðverja byr í seglin, og þetta hefir gengið svo langt að gleymst hefir hugsjónin um sameiningu Evrópu. Að baki þessarar stefnu liggur su skoðun að Þjóðverjar hljóti að verða á móti Rússum, vegna þess að Rússar hafa lagt austur- hluta Þýzkalands undir sig og skjólstæðinga sína Pólverja. Sögulegar staðreyndir, og rök- rétt ályktun af því hvernig á- standið er nú, sýna að mínu áliti að þetta sé rammskökk skoðun. Og það er vegna þess, að vér er- um að stæla upp í Þjóðverjum að krefjast þess, sem vér getum ekki veitt þeim — sem sé sam- einingu — nema með því að fara í stríð við Rússa. Þjóðverjar munu ekki þykjast sameinaðir nema því aðeins að þeir endurheimti austurhéruðin. Til þess að geta látið Þjóðverja fá þau lönd, yrðum vér að vinna sigur á Rússum og Pólverjum. En á hinn bóginn gefur þessi stefna Rússum byr í seglin, því að þeir einir geta afhent Þjóð- verjum aftur austurhéruðin. — Þeir geta sett það skilyrði fyrir þessu að Rússar og Þjóðverjar gangi í bandalag. Og það munu þeir gera ef þeir sjá sig hag í slíku bandalagi. Þeir afhentu Pólverjum sneið af Þýzkalandi í staðinn fyrir þau pólsku lönd, sem þeir lögðu undir sig. Alveg á sama hátt geta þeir boðið Þjóð- verjum Austurríki í skaðabæt- ur, jafnvel Elssass-Lothringen, jafnvel Danmörku og jafnvel Holland með ósum Rínar. Vér þurfum ekki að vita það nákvæmlega fyrirfram hvað Rússar mundu bjóða Þjóðverj- um til þess að fá þá í bandalag við sig. Það er nóg að vér vitum það, að Rússar geta boðið þeim stórkostleg fríðindi, en vér get- um ekki boðið þeim neitt — nema dálitla aðstoð til að kom- ast yfir hungursneyðina og vesal dóminn og verða máttlaust ríki, sem getur boðið þegnum sínum sæmilega tilveru. Sú hugmynd, að vér getum al- ið á sameiningu Þýzkalands gert limlest Þýzkalands fjárhags lega sterkt, haldið því óvopnuðu, en ætlast þó til þess að það verði brimbrjótur gegn Rússum, er á- líka framkvæmanlegt og að gera hring að tening. Ástandið í Þýzkalandsmálun- um er þannig, síðan Rússar flæddu vestur fyrir Berlín og innlimuðu austurhéruðin, þá hafa þeir klofið þýzka ríkið. Jafnframt hafa þeir það á sínu valdi að láta það sameinast aft- ur. Vestrænu þjóðfrnar geta ekki sameinað Þýzkaland aftur. Þess vegna er það höfuðsynd hjá þeim að vera að ala á samein- ingu Þýzkalands og hugsa sér Vestur-Þýzkaland sem sam- herja. Sagan sýnir oss, og rökréttur skilningur á ástandinu, eins og það nú er, sýnir oss einnig, að ef Þjóðverjar verða einhvern tíma sendiherrum, nota erindreka og sendiherra erlendis, taka upp dulmál — sem sagt allar venju- legar aðferðir í milliríkja-við- skiptum. Þegar hún svo hefði gert sér- frið við Vesturveldin, væri henni það nauðsynlegt að hefja um- leitanir um friðarsamninga við löndin í austri — Pólland, Tékkóslóvakíu og Rússland. Hún hefði þá þegar fengið hjá oss allt það, er hún gæti vænst að fá — og það er ekki mikið og hvergi nærri nóg til þess að nokkur þýskur föðurlandsvinur geti sætt sig við það. En með friðarsamningum við ríkin í aust- ri hefið þeir allt að vinna. Þessir friðarsamningar mundu f a r a fram við rauða herinn í Austur- Európu og Eystrasaltslöndum Þjóðverja, og rauða herinn í Ber- lin. Rússland getur þá boðið Þjóð verjum allt, sem þeir girnast, en getur jafnframt beitt hervaldi til þess að knýja þýsku föðurlands- vinina til að gera þá samninga sem þeim líkar. Það er því augljóst að vér get- um ekki notað Vestur-Þýskaland sem brimbrjót gegn Rússum. Og það er jafn augljóst að Vestur- veldin geta ekki sameinað Þýska- land. Það er því engin lausn á Þýska- landsmálunum að setja á fót full- valda stjórn í sundurlimuðu ríki. Eg tel því að Þýskalandsmálin verði ekki leyst á annann hátt en þann að gera Vestur-Þýskaland að hluta úr sameinaðri Európu. Ráðið er ekki að sameina Þýzka- land, heldur sameina Európu, ekki að gera Þýskaland sjálf- stætt, heldur gera Európu sjálf- stæða, ekki að gera Þýskaland að brambrjót gegn Rússum, held- ur að friðlýstu svæði milli aust- urs og vesturs. Þetta væri hyggilegt, ef ekki næst samkomulag við Rússa um friðarskilmálana. Með því móti væri komið í veg fyrir að Þýska- land yrði að nýu herveldi, hættu- legt nágrönnum sínum. Með því móti væri komið í veg fyrir bandalag milli Rússa og Þjóð- verja. Með því móti væri því afstýrt að Þýsakland yrði að nýu orustuvöllur. LESBÓK Mozart, sem var nemandi Haydn’s, veðjaði eitt sinn við meistarann um að hann gæti samið lag, sem Haydn geti ekki leikið. Innan fimm mínútna kom Mozart me ðhandritið til Haydn og bað hann að leika lagið. “Hvað er þetta”, hrópaði hann eftir að hafa leikið nokkrar nót- ur, “hérna er nóta, sem styðja á á, á miðju lyklaborðinu, þegar maður hefir báðar hendur upp- teknar annarsstaðar. Það getur enginn leikið slíkt? Brosandi settist Mozart við píanóið, og þegar hann kom að annarlegu nótunni, beygði hann sig og studdi á hana með nefinu. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentlst 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taisími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfræSingur i augna, ej/ma, nef og leverka sjúkdómum. 216 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfræSingur í augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDQ Qraham and Kennedy St. Skrifstofustmi 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meðul og annaö meö pósti. Fljót afgrreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur iíkkistur og annast um út- íarir. Allur útbflnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsiml 27 324 Heimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Offlce Phone 95. House 108. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 506 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. ViOtalstimi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — R.es. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 626 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TRUSTS TORONTO GEN. BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For A ypointments Phone 94 909 Office Hours 3—6 404 TORONTO GEN, TRU8TS BUILDING 283 PORTAGE AVB. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 566 For Quick Relia'ble Servioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigia hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiCaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löofrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettinp 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J, H. PAOE, Manaping Director Whoiesale Distributors of Fr J«h and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 96 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla i helldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Helma 56 462 H HAGBO RG FUEL CO. H Dial 21 331 (C.FL No. 1T) 11331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.