Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1948 ---------Hogberg---------------------- G«fl8 ðt hvern flintuda* af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'^rgent Ave., Winnipeg, Maniitoba UUinAskrlft rltatjórana: EDITOR LOGBERG »5 Sarifent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON VerC $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Iyöabera'’ la printed and pubiiahed by The Ootumbla Preea, Limited, 695 Sargreni Arenue, Winnipec, Manitoba, Canada Authorized aa.Sx:ond Class Mail, Poet Office Dept., Ottawa. PHONE 11 S©4 Mælt fram í afmælisfagnaði Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar áttræðs Eftir Einar P. Jónsson Eg get naumast sagt að ég kyntist Sigurði Júlíusi Jóhannessyni lækni fyr en árið 1910 og þá ekki nema að því leyti, sem skapgerð hans og hugsanir endurspegluðust í þeim ljóðum, er hann annað hvort hafði frumsamið eða þýtt. Viðkynningin varð með þeim hætti að það féll í minn hlut að lesa prófarkir af ljóðabók hans, sem þá kom út í Reykja- vík og nefndist Kvistir; ég hafði þá kynst all-náið Jóhanni heitnum kaup- manni, bróður Sigurðar læknis, og bað hann mig að gera sér þann greiða að annast um prófarkalestur bókarinnar. Eg tók að mér þetta verk, fékk ríflegan skilding í aðra hönd, auk þeirrar ánægju, sem ég hafði af því að lesa yfir kvæðin; það leyndi sér ekki í kvæðunum að höf- undur þeirra var róttækur í skoðunum, eldheitur sósíalisti í húð og hár. — Eins og gengur og gerist, fengu ljóð Sigurðar læknis harla misjafna dóma og fundu ýmsir það þeim til foráttu að þau væru pólitísks eðlis og að efni þeirra hefði sómt sér engu ver í pólitískum blaða- greinum. Þetta hygg ég að stafað hafi af því, að á því tímabili voru ádeilu- kvæði lítt áberandi í íslenzkum bók- menntum, að ógleymdum Þorsteini Erlingssyni, er ort hafði örlög guðanna og fleiri kvæði slíkrar tegundar, er skipt höfðu þjóðinni í tvo andvíga flokka. Mér fanst þá, og finst engu síður enn, að í Kvistum væri all-margt velsaminna ljóða, er íslenzku þjóðinni væri holt að kynnast. í gegnum alla bókina, frá upp- hafi til enda, rann mannúðarstefnan eins og rauður þráður, samúðin með olnbogabörnunum eða þeim öðrum, er stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. — Frumsömdu kvæðin báru vott um kær- leiksríkt hugarfar og hið sama var auð- sætt í vali hinna þýddu kvæða, eins og fram kemur í Skyrtusöngnum eftir Thomas Hood. En þrátt fyrir það, þótt vel væri um ýmiss kvæði Sigurðar lækn- is í Kvistum, myndi það þó hafa orkað tvímæla, hver hlutur hans hefði orðið í íslenzkri ljóðment, ef hann hefði lagt frá sér pennann þá og hætt að yrkja. Sem betur fór gerði hann það ekki, því hann átti enn eftir að ávaxta pund sitt í ríkum mæli. Á síðustu 30 árum hefir Sigurðar lækhir verið vaxandi maður í ljóðmentinni, bæði hvað djúphugsun og ljóðform áhrærir. Kvæði hans um ísland og íslendinga munu nú orðið standast meira en algengt ljóðpróf. — Fer þar saman jöfnum höndum ná- kvæm túlkun yrkisefnis og slípað ljóð- form. Þetta nær engu síður til hinna þýddu kvæða, því „ sum þeirra eru fáguð listaverk. Sigurði lækni lætur manna bezt að setja sig inn í sálarlíf barna og unglinga, þessvegna eru líka barnakvæðin svo hugljúf og ógleyman- leg; þessu til sönnunnar nægir að vitna í kvæðið sem hér fer á eftir, “Fiðrildið hennar Finnu”: Finna veiddi fiðrildi, fór með það inn, læsti það niður í litla stokkinn sinn. Svo fór hún og háttaði, hún var svo þreytt, fiðrildið kvaldist en komist gat ei neitt. Fram á morgun Finna svaf friðsælt og rótt, skildi það ekki hvað skelfing gerði hún ljótt. Finna vaknar — fer að sjá fiðrildið sitt alt saman rósrautt og alla vega litt. Opnar Finna kvik og kát kistilinn sinn; fiðrildið hennar skal fljúga út og inn. Finnu titra tár á kinn, tómlegt og autt finst henni vera, því fiðrildið er dautt. . Blessuð frjálsu fiðrildin fljúga um geim, blikna og deyja ef börnin snerta á þeim. Takmarkaður tími veldur því að ekki verður hér vitnað í fleiri kvæði skálds- ins, en svo margt hefir Sigurður læknir fagurlega ort, að héðan af eru litlar líkur á að hann fari með, “öll sín beztu ljóð í gröf”. Sigurður læknir hefir ekki verið við eina fjölina feldur um dagana. Auk meginstarfs síns, sem árvakurs og skyldurækins læknis, og auk kvæðanna, hefir hann gefið sig við margbrotinni blaðamensku, og farið þar, sem annars staðar, sínar eigin götur. Á þeim vett- vangi hefir hann ógjarnan viljað láta segja sér fyrir verkum. Sannfæring hans varð ekki seld hæstbjóðanda á uppboði. Hann átti oft í bitrum blaða- deilum og það væri synd að segja að hann réðist á garðinn þar sem hann var lægstur, því í deilum um herskyldu- málið 1917, veittist hann svo þunglega að stjórnarvöldunum, að ýmsa furðaði á því að hann skyldi ekki vera tekinn úr umferð. Sigurður læknir tók snemma ævinn- ar að gefa sig við blaðamensku. Um tímabil hafði hann með höndum rit- stjórn Dagskrár og Æskunnar í Reykja vík, og eftir að vestur kom, gaf hann út aðra Dagskrá. Hann tók við ritstjórn Lögbergs, er Stefán Björnsson, síðar prestur á Reyðarfirði, lét af því starfi. Ekki varð hann ellidauður í þeim sessi, því 1917 skildi hann samvistum við Lögberg og stofnaði Voröld. Það var andstaða gegn herskyldunni, sem olli þessum þáttaskiptum í lífi hans. Hann hélt því fram, með sterkum sannfær- ingarhita að þjóðaratkvæði ætti að fara fram um málið eitt út af fyrir sig, er óháð væri með öllu nýjum sambands kosningum. Þetta var stefna hins mikla leiðtoga Liberal-flokksins, Sir. Wilfred Lauriers, er Sigurður læknir dáði manna mest og lét eitt sinn þannig um- mælt að í stjórnartíð hans hefði him- ininn grátið gróðrartárum yfir cana- dísku þjóðina og á þetta fagra land. Sigurður læknir var óvæginn í blaða- deilum, er því var að skipta, stundum jafnvel stór skömmóttur, en þrátt fyrir það, urðu andstæðingar líans, sem á annað borð voru taldir dómbærir, að viðurkenna, að jafnvel skammirnar væru hreinasti skemtilestur, því svo snildarlega fór hann með íslenzkt mál. í blaðamensku sinni lagði Sigurður læknir gjörfa hönd á margt. Hann helti sér yfir brennivínsdjöfulinn, sem á mildara máli er nefndur Bakkus; hann háði harða tungu- og pennabaráttu fyrir kvennréttindum, og hann ritdæmdi íslenzkar bækur manna mest. í þeim efnum var hann, að minni hyggju, oft og tíðum langt of mildur og stundum óþarflega smákvæmur, því réttmætar aðfinslur við ljóðagerð eins og reyndar flest annað, eru hollar og örvandi til andlegrar vöruvöndunar fyrir þá, sem fundið er að við. En að öllu athuguðu, hygg ég, að sem blaðamaður eigi Sig- urður lengst líf fyrir höndum í viðtali sínu við börnin og unglingana, eins og það kom fram í Æskunni, Sólskini, Sólöld og Baldursbrá, því þar var hann sjálfur, hans innri maður, að tala við börnin og útmála fyrir þeim fegurð lífs- ins; Sigurður læknir hefir frá öndverðu verið vinur æskunnar, og hann er það engu síður, áttræður, en hann var, er hann fyrst tók sér penna í hönd. Eg þakka Sigurði lækni órjúfandi vinsemd í minn garð, frá því fundum okkar fyrst bar saman; ég þakka hon- um þann mikla og fagra skerf, sem hann hefir lagt Lögbergi til, síðan ég tók við ritstjórn þess. Eg árna honum framtíðarheillá, og óska þess, þó í eig- ingjörnum tilgangi sé, að við fáum að njóta starfskrafta hans erjn um langt skeið, að enn verði þess langt að bíða að ævisól hans sigi í mar. Ávarp Lundarbygðarbúa til dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar á áttatíu aidursafmæii hans Við íbúar Lundarþorps og og bygðar árnum þér og þínum til allrar hamingju, nú og í framtíðinni. Við erum minnugir þeirrar þjónustu sem þú, sem læknir Heill þér áttræðum, Sigurður Júlíus Jóhannesson! Þú hefir borið gæfu til þess að ná háum aldri að árum, en varðveita jafn- framt æsku andans, sumarið hið innra, hvemig sem viðrað hefir á langri ævileið. Glaðvakandi hefir þú einnig haldið í brjósti þér hugsjónaást þinni og djúp- stæðri samúð með samferðamönn unum á lífsleiðinni, og með öll- um mönnum hvarvetna. — Því gengur þú enn beinn í baki og léttur á fæti. Trúin á morgun- roðann hefir haldið þér ungum. Og þessar göfugu lífsskoðanir þínar og djúpa lífstrú eru skráð- ar gullnum rúnum í mannúð- arverkum þínum í læknis- starfinu, í framsækinni af- stöðu þinni til þjóðfélagsmála og margþættri þátttöku þinni í bindindismálunum og öðrum fé- lagsmálum, sem horfa landslýðn um til blessunar o'g bóta. Hvergi eru hugsjónaást þín, framsóknar ándi og mannúð þó ritaðar feg- urra letri en í hjartaheitum kvæðum þínum, faguryrtum og léttstígum, sem klappa þýtt á vanga, eins og sumarblærinn á æskuárum þínum heima á ætt- jörðinni. Kvæðin þín bera því einnig fagurt vitni, að þú berð í brjósti heita ást til hennar og heima- þjóðarinnar, þrátt fyrir að kalla má fimmtíu ára fjarvistir; og margvíslegur skerfur þinn til þjóðræknisviðleitninnar vestur hér á rætur sínar í sama jarð- veginum, sonartryggðinni við okkar sameiginlegu móður, ættlandið. Fyrir trúnaðinn í orði og verki við hugsjónir þínar, sem marg- háttuð nytja-störf þín bera vitni, hyllum við þig á þessum degi, áttræðisafmæli þínu. Hjartans þakkir fyrir það allt, og þá eigi veittir voru fólki um sjö ára skeið. Þú barst þá ekki einungis lífgrös þíns læknisdóms að mann legum meinum, heldur jafnframt hjartastyrkjandi sólbros bróður- síður hugheilustu þökk fyrir óbrigðula vináttu, nú aldar- kærleikans inn í döpur heim- kynni sótt þjáðra manna. — Við minnumst þíns mikla mannkær- leika, sem um langa æfi hefir geislað um þig og útfrá þér til okkar allra. Er árin líða mun þín ávalt minst sem hins mikla mananvinar, sem öllum vildir gott gera. Við hyllum þig sem hið hug- ljúfa skáld er auðgað hefir ís- lenzkar bókmentir með ótal fögrum ljóðum, þýddum og frum sömdum. Þinn hlýi vinarhugur, ásamt sannleiksást og framsókn- arþrá, leiftrar, í þínu skálda- máli frá ljóðrænum hendingum. Börnin eru þér þakklát fyrir Sólöld og Baldursbrá. Þú kúnn- ir manna bezt að mæla hjartans mál svo æskan skiídi. Sú þekk- ing og sú virðing, sem sumt af okkar unglingum og fullorðnir ennþá bera fyrir móðurmáli sínu og feðralandi er að mjög miklu leyti þér að þakka. Vér heilsum þér sem hinum góða, ættrækna föðurlandsvini, sem í einu og öllu hefir aukið heiður og sóma vors feðrafróns og kynstofns. Vér þökkum þér fyrir alla þína miklu og góðu þátttöku í flestum vorum félags- málum og alla þá aðstoð er þú hefir veitt sérhverri tilraun til maannlífs bóta. Nefndin: H. E. Johnson, V. J. Gutiormsson, Helga Thorgilsson, L. Sveinsson, D. J. Lindal. RÁÐ Kaffiblettum er bezt að ná með heitu vatni, séu þeir alveg nýir Sömuleiðis teblettum. Nýj- um súkkulaðiblettum má hins vegar ná með köldu vatni. — Heyrðu, mamma. Við ætl- um að fara að leika apana í dýra- garðinum en þurfum að fá þig til að hjálpa okkur. — Hvað heldurðu að ég geti hjálpað ykkur við það, barn? — Þú getur leikið góðu kon- pna, sem gefur öpunum hnetur og sykur. fjórðungsgamla. Megir þú sem lengst njóta hlýjunnar og birt- unnar, sem leikur um þig á heið- ursdeginum, og megum við sem lengst njóta samfylgdar þinnar! Lifðu heill, áttræði unghugi! Þinn einlægur. Richard Beck. 9 Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Backoo, N. Dakota .... Joe Sigurdson Arborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Joe Sigurdson Cypress River, Man. . Bachoo, N. D. O. Anderson Churchbridge, Sask ... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man 0. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jon Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain. N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton. Man K. N S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man K. N S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnineg Beach, Man O. N. Kárdal Walhalla, N. D Joe Sigurdson Bachoo, N. D. Til öðlingsins áttræða, dr. SIGURÐAR JÚLlUSAR JÓHANNESSONAR Sigurhetjan áttatíu ára, Þér yfir skerin lyfti tímans bára I góðravonahöfn, þitt glaða sinni Greiddi leið að mörgu vinar-kynni. Þín læknishönd var lögð að hjarta sárum, Þú leiðst með þeim er grétu sorgar tárum; Þín gleði var að græða þá sem líða En glæða vónir þeim er sjúkir stríða. Að rækta blóm í andans akurlendi Var iðja þín með þreyttri kærleiks hendi, Og vekja bros á barnsins rósa-vörum En blíðka þeirra geð með hlýjum svörum. EllihrumÍT'blessa þig og biðja, Að borgist nú þitt kærleiksþel og iðja, Þér brosi haust í fögru friðar-skini Svo farsæld skáldsins gleðji þína vini. Þú áttir leið með öllum sem að stríða Uppávið til fegri og sælli tíða, Þitt guðsríki var gert af manna höndum I gróðrar-lífsins fögru drauma-löndum. Þú ert fólksins skáld með eld í æðum, Þitt andans stál er hert á saannleiks glæðum; Þú geymir aldrei tál í tildurs orðum, En traust þitt mál, sem spámannanna forðum Lista-skáldið íslenzkur í anda, Er aldir líða mun ljóð þín standa Og geisla fögru vonarljósi á veginn, Á vökumannsins brautir sólar megin. Þér lýsi sól í afturelding lífsins Eftir skúraföll í hreti kýfsins Og engla hendur breiði blessun sína Á brautina við héðangöngu þína. H. E. Johnson. I Afmæliskveðja til dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.