Lögberg - 15.01.1948, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIM'l (JDAGINN 15. JANÚAR, 1948
VALD
MYRKRANNA
Eftir DERWENT MIALL
J. J. BÍLDFELL, þýddi.
Án þess að hafa hugmynd um andúð
þá sem hann hafði vakið, hélt lauti-
nant Drake sig að konunum þremur frá
Laurels svo kostgæfilega, að hann
vakti með því eftirtekt ungfrú Paine á
sér, sem þó lét á engu bera, en gaf sjá-
anlegri velþóknun hans á þeim þó ná-
kvæmar gætur með vaxandi vanþókn-
un. —
“Ef að bláeygða brúðan heldur að hún
geti ráðið hlutunum að eigin vild, þá
verður hún vonsvikin”, tautaði hún við
sjálfa sig. “Erfingi Víðavatns-eignanna
er of verðmætur fiskur, til þess, að hann
flæki sig í hennar neti. En ég verð að
viðurkenna að hún er lagleg, og þar í
liggur hættan”.
Hugur Lesbiu Paine var allt annað en
vingjarnlegur í garð stúlkunnar sem
með nærveru sinni hafði eyðilagt fyrir-
ætlanir hennar. En það var engann
veginn auðvelt að koma í veg fyrir, eða
eyðileggja fyrirætlanir hennar. Það
sem í fyrstu hafði aðeins verið glettni
fyrir henni, var nú orðið ráðið áform og
það var, að vinna ást Breiðavatns-erf-
ingjans, eða fyrir sjálfa sig, eða að hann
skyldi hafa verra af.
Á meðan að þessu fór fram í hugar-
heimi gestanna, virtist ölvíman hafa
rénað á hr. Mulready og hann hafði átt-
að sig á, að hann hefði þýðingarmikið
verkefni af hendi að leysa, og hann
gekk innan skamms þangað sem frú
Montrose stóð.
“Eg óska þér til lukku með þessa
skemtilegu danssamkomu”, sagði hr.
Mulready er þau stóðu saman undir
hornleikarapallinum, og var frekar loð-
mæltur.
Frú Montrose hrökk við, eins og að
naðra hefði stungið hana og megnustu
óbeit brá í svip fyrir á andliti hennar,
en það var aðeins í svip; svo leit hún
við honum og brosti, til viðurkenningar
á lukkuóskum hans, þó prðin sem hún
ávarpaði hann með voru í fyllstu mót-
setningu við andlitsbrosið. Enginn í
þessum vel lýsta og glæsilega danssal,
að undantekinni Lesbíu Paine, vissi
að undir andlitsbrosi húsmóðurinnar
baröist hrygg og harmi lostin sál.
“Því fórstu ekki?” hvíslaði hún. —
“Þú hefðir þó mátt hlífa mér við þessu”.
“Hægan, hægan, kæra frú; allt tekur
tíma”, svaraði Mulready. “Hefurðu
getað útréttað þetta fyrir mig?”
“Nei”, svaraði frú Montrose kulda-
lega. “Eg hefi ekki haft neitt tækifæri
til þess. Þú verður að bíða til morguns”.
“Það vefður þá að vera snemma í
fyrramálið“, svaraði Mulready. “Eg fer
aftur til bæjarins kl. 8.37 í fyrramálið,
með járnbrautarlestinni sem þá fer;
það er óumflýjanlegt, og ef ég get ekki
haft þetta með mér, þá er ég eyðilagð-
ur maður, og ég þarf varla að minna þig
á, hvaða þýðingu að það mundi hafa
fyrir þig”.
“Virkilega!”
“Eg skyldi hefna mín grimmilega ef
að þessi dráttur þinn skyldi verða mér
til falls”, hvíslaði Mulready að frúnni,
hljóðlega.
Frú Montrose dróg blævæng sinn
fram og aftur fyrir andlit sér nokkrum
sinnum.
“Ragmenni”, mælti hún.
Mulready brosti.
“Eru þessi ummæli nauðsynleg?
Mundu eftir að ég fer snemma í fyrra-
málið, og þetta verður að vera klárt
áður en ég fer”.
“Eg skal senda þér það”, svaraði frú
Montrose.
“Vinnufólkið getur nú aldrei þagað”,
tautaði Mulready.
Frú Montrose tók mjög nærri sér að
halda samræðunum áfram.
“Eg skal koma með það sjálf”, mælti
hún. “Eg fer til kirkju í fyrramálið
og þú getur mætt mér við garðhliðið, og
farið nú. Síðar skal ég ráða við mig
hvernig að ég fer að framkvæma þetta”.
Hr. Mulready glotti illilega.
“Það er sannarlega betra fyrir þig að
hugsa vel um það”, svaraði hann. “Góð-
ar nætur, frú Montrose, og þakka þér
fyrir mjög ánægjulega kvöldstund.
Mable Montrose gekk frá Mulready,
föl í framan og í æstu skapi. Samt stilti
hún sig vel og fram að dyrum kastalans
þar sem gestir hennar voru farnir að
kveðja og bar harm sinn í hljóði. Kúskur
Laurels-systranna hafði beðið eftir
þeim í klukkutíma. Þær höfðu ekki
getað fengið það af sér að skipa Con-
stance, að kveðja og rífa hana í burtu
frá skemtaninni, en nú varð það ekki
umflúið lengur, svo húsbændurnir voru
kvaddir og lautinant Drake fylgdi þeim
út að keyrsluvagni þeirra og var í sér-
staklega góðu skapi, því hann hafði
lofast til að heimsækja frænkurnar í
Laurels mjög bráðlega.
Ungfrú Livinia, þó framorðið væri, og
hún orðin hálf syfjuð, gat samt látið sig
dreyma á heimleiðinni um ný æfintýri
þar sem hún sá ekki lengur Redcliff
erfingjann, heldur erfingja Breiðavatns
lendanna sitja í öndvegi.
Síðasti dansinn hafði verið stiginn í
danssalnum mikla. Síðasti vagnlúður-
inn þeyttur. Lúðrarsveitin var að ganga
ofan af lúðrarpallinum, þegar skyndileg
hreyfing varð fram við kastaladyrnar
þar sem Montrose-hjónin stóðu til að
kveðja gesti sína.
Frú Montrose hafði kvatt Hemming-
way hershöfðingja, þegar yfir hana leið
og hefði fallið, ef Lesbia Paine, sem
stöðugt hafði augun á henni, hefði ekki
verið við hendina og gripið hana. —
Fjöldi hluttekningaorða hljómuðu: —
“Hún var búin að standa þarna of
lengi”. “Það var of heitt í salnum”. “Mér
fanst hún vera óvanalega föl í andliti,
þegar við komum”.
Slíkur var endirinn á leiguliða dans-
leiknum á Breiðavatni.
V. KAPÍTULI
Hylmingarféð
Lesbia Paine var í vondu skapi, er hún
gekk ofan kastaníu-skógargöngin, of-
an að garðshliðinu. Það var snemma
morguns í glaða sólskini. Hún hafði
aðeins getað sofið í fjóra klukkutíma
eftir dansleikinn, og í viðbót hafði hún
höfuðverk, sem ekki bætti um skap
hennar. Svo var erindið, sem hún átti
að framkvæma hið ógeðfeldasta; hún
var á leiðinni til að mæta Mulready,
sökum þess, að frú Montrose var veik
og gat ekki haldið loforð sitt.
En aðalástæðan fyrir skapþykkju
hennar var sú sannfæring hennar að
Archibald Drake hefði þegar felt ástar-
hug til ungfrú Constance Bryden. Les-
bia Paine hældi sjálfri sér af, og það
ekki alveg út í bláinn, að hún gæti lesið
í hug allra karlmanna. Hún var tuttugu
og sjö ára að aldri. Þátttaka hennar í
samkvæmislífinu í Lundúnum, og svo
þátttaka hennar í félagsgleði á höfð-
ingjasetrum úti á landsbyggðinni, hafði
gefið henni nokkra æfingu í að skilja
ástsjúkt augnaráð æskumannanna, sem
ekki svo fáir trúðu henni fyrir vonum
sínum og framtíðar velferð, en því
miður fylgdi þeim vonum lítið annað en
aðdáunin ein. En aðdáun sú vóg létt á
metaskálunum hjá Lesbiu Paine. Hún
hafði sett sér hærra mið, hvað sem það
kostaði, en það var Archbald Drake. En
svo sá hún, að þessi stelpuhnokki, sem
kallaði sig Constance Bryden, væri bú-
að gjöra hann meira en hálfskotinn í
sér. Lesbia beit á jaxlinn, er hún hugs-
aði um þann stelpu hnokka.
Kirkjuklukkurnar tóku að hringja
þegar að hún kom að garðshliðinu og
rétt í sumu andránni heyrði hún bölvað
í hálfum hljóðum á meðal trjánna
vinstra megin við hliðið.
“Svei ykkur vargarnir ykkar”, heyrðist
í hr. Mulready, sem var kominn í hörku
bardaga við hundana sem voru í fylgd
með Lesbiu Paine og átti hann þar helst
við stæðilegan fjárhund, sem farið
hafði þar inn á milli trjánna í sínum
eigin erindum.
“Gjörið svo vel að kalla á hundana
yðar”, stundi lögfræðingurinn upp”, og
kom sjálfur í kófi út á milli trjánna. —
“Mér lýst illa á þennan”, og benti á
fjárhundinn.
“Komdu, Bob!” kallaði ungfrú Lesbia
og smellti keyri sem hún hélt á í hend-
inni. Hundarnir komu til hennar og
Lesbia stóð og horfði á hr. Mulready
með fyrirlitningarsvip.
Mulready var hálf ráðalaus, lyftí
hattinum og var að ganga í burtu frá
augnaráði Lesbiu þegar hún kallaði og
sagði: “Komið þér hingað!”
Mulready áttaði sig ekki enn ,en
gegndi þó.
“Þér áttuð von á að mæta frú Mont-
rose”, mælti Lesbia þurrlega. “Eg kom
í stað hennar. Hún er sjúk út af ofsókn-
um yöar og getur ekki komið”.
“Mulready ygldi sig og mælti þrjósku-
lega: “Það er engin ástæða til aö vera
ókurteis”.
“Ef að ég væri maður, þá skyldi ég
húðstrýkja, eða skjóta yður”, hvæsti
Lesbia með heiftþrungnu augnaráði.
“Þarna”, hélt hún áfram og tók bréf úr
barmi sér og rétti honum. “Takið þér
við því”.
Mulready, sem enn var ygldur á svip-
inn, tók við bréfinu, opnaði það og at-
hugaði innlagða ávísun, og yfir andlit
hans brá ánægju- og sigurglampa.
“Þakka þér fyrir”, sagði Mulready og
lét ávísunina í frakkavasa sinn. Þetta
er allt sem að ég þarf í svipinn. Eg þyk-
ist vita að þú sért trúnaðar sendiboði
í þjónustu frú Montrose?”
“Hvað varðar þig um það?” spurði
Lesbia í fyrirlitningar róm.
Herra Mulready var frekar skapillur
maður, og þessi kaldneskju-fyrirlitning
sem Lesbia sýndi honum espaði kerknis
lund hans.
“Það kemur mér nú reyndar ekki
við’, sagði hann dræmt og silalega. “En
mér virðist að frú Montrose sé frekar
óaðgætin að eiga þetta undir trúnaði
nokkurrar manneskju. Hvað virðist
þér um það?”
Móðgunin brann í augum Lesbiu, út
af ósvífni þeirri er lág í orðum þessa
óskammfeilna ruddamennis. Hún reiddi
hundakeyri sitt á loft, og hr. Mulready
tók óttasleginn til fótanna, skjálfandi
af reiði. Lesbia hlóg kuldalega og hróp-
aði: “Heigull, ræfill, heigull”, og keyrið
dundi aftur.
“Gættu þín”, hvæsti Mulready,
“gættu þín, eða þú skalt iðrast gjörða
þinna. Eg veit hver þú ert. Þú ert ein
af ölmusu-skyldmennum hr. Montrose.
Eg þori að sverja við höfuð mér, að þú
ert ein af gustuka ómögum frú Mont-
rose”; svo snerist Mulready á hæl og
flýtti ser sem fætur toguðu út að garðs-
hliðinu. —
Lesbia horfði á eftir honum, sneri sér
svo við, og horfði framan í Willie Mont-
rose sem komið hafði, án þess að hún
yrði vör við, og stóð rétt hjá henni. —
Henni brá í fyrstu illilega. En hann
glotti. —
“Ef að þér finnst, Lesbia, að þú þurfir
að eiga leynifundi með ungum mönn-
um hér í garðinum, þá kemur mér það
ekki við”, sagði Montrose. “Þú ert kom-
in til aldurs og getur séð um þig sjálf.
En má ég spyrja, hver að þessi mað-
ur var?”
“Eg hélt að Mable hefði sagt þér
það”, svaraði Lesbia léttilega. “Hann
er lögfræðingur, gamall kunningi John
Stents, sem leit eftir eignum hans í
Ameríku”.
“Vera hans hér hafði slæm áhrif á
Mable”, mælti Montrose.
“Já”, svaraði Lesbia, „það var eðli-
legt. Hún hitti hann í Noregi, þegar að
hún var þar á ferð með hr. Stents og
hann minnir hana ávalt á óhappið ægi-
lega, sem þar kom fyrir”.
“Þú fékkst honum eitthvað“, sagði
Montrose.
“Já”, svaraði Lesbia með eins mikilli
alvöru og hún gat. “Eg afhenti honum
ávísun frá Mable; en ég hefði ekki átt
að segja þér frá því. Þú áttir ekkert um
það að vita”.
Montrose gekk við hliðina á Lesbiu,
þegjandi dálitla stund, og kveikti sér í
vindling áður en hann tók til máls.
“Hvernig stóð á því, að ég átti ekki
að vita neitt um það?” spurði hann.
“Svo stóð á því”, svaraði Lesbia, að
hr. Mulready hafði reikning á móti
dánarbúi John Stents fyrir einhver lög-
fræðileg störf er hann sagði — hann
sagði —”
“Haltu áfram. Hvað sagði hann?”
“Hann sagði að hann yrði að fá pen-
ingana, því hann þyrfti að mæta skuld í
dag. Mable var ekki viss um að þessi
krafa hans væri réttmæt, en hún borg-
aði hana samt til að losna við hann. Hún
vildi ekki ónáða þig með þetta og svo
veistu, Willie, að þú hefir ekkert vit á
viðskiftum og svo hélt hún máske að
þú mundir ekki vilja borga þetta strax
svo að Mulready hefði orðið að hanga
í kring lengur”.
Montrose var hugsi, það virtist ekk-
ert sérlega ósennilegt í því sem Lesbia
hafði sagt. Hann vissi að konur notuðu
stundum einkennilegar verslunaraðferð
ir, en hann fann átakanlega til þess, að
staða félausra eiginmanna auðugra
kvenna yrðu við margt andstreymið að
búa. Mable Montrose átti fullan rétt á
að ráða verslunarmálum sínum sjálf og
á þann hátt sem henni sjálfri sýndist
hentugast; hún hafði verið örlát í skift-
um við hann., og á meðan að svo stæði
fanst honum að hann hefði undan engu
að kvarta; en honum féll illa, ef með
leyndarmál væri farið á bak við sig.
“Þú segir ekki Mable frá að ég hafi
sagt þér frá þessu”, bað Lesbia.
“Nú, jæja”, svaraði Montrose þung-
lyndislega, “en næst ætla ég mér að
hafa hönd í bagga með í þessu. Það er
gott og blessað fyrir Mable að ráða sín-
um eigin gjörðum, því þú segir að ég
hafi ekkert vit á viðskiftum, en mér fell-
ur illa að hugsa um að níðst sé á henni
af ófyrirleitnum óþokkum, eins og mér
virtist þessi kaupa héðinn vera”.
Lesbia var nú búin að ná jafnvægi
sínu aftur. Það var óheppilegt, að Willie
skyldi verða var við mót hennar við hr.
Mulready, en hann hafði sjáanlega
gjört sig ánægðan með skýringu henn-
ar og ástæðuna sem hún gaf, og að
hann hefði ekki séð tilraun hennar til
að nota hundakeyrið á lögfræðinginn.
VI. KAPÍTULI
Drake eignast óvin
Fríi Archibalds Drake að Breiðavatni
var þegar lokið og hafði honum fundist
það helst til stutt. Ekki af því að þurfa
að skilja við Montrose-hjónin, þó hon-
um félli æ betur við húsbóndann, því
meir sem hann kyntist honum, né
heldur af því, að þurfa að skilja við vini
þeirra, veiðiskemtanirnar, eða golfleik-
ina, sem að ungfrú Paine tók þátt í með
honum daglega af mestu gaumgæfni,
um allt þetta var honum nokkurnveg-
inn sama. En honum hafði tekist að
heimsækja Laurels-heimilið nokkrum
sinnum þar sem hann hafði hitt Con-
stance og átt tal við hana í viðurvist
frænku hennar, og nú þegar að hann
færi í burtu frá Faring alfarinn, fanst
honum að hann yrði að tala við Con-
stance og fá að vita, hvort að framtíðar
vonir sínar í sambandi við hana mundu
geta rætst. Svo eftir nokkra daga dvöl
í burtu frá Breiðavatni, að hann kom
þangað aftur til að kveðja, var Lesbia
þar enn, og sýndist vera önnur hönd
frú Montrose, enda hafði hún verið stað
fastur félagi frúarinnar á meðan að hún
hún var á milli manna og Willie Mont-
rose virtist ekki amast neitt við bróð-
urdóttur sinni. Þeim frændsystkinum
hafði altaf komið vel saman, þó Lesbia
væri nokkuð karlkvendisleg í fasi, sem
honum þótti ekki óskemtilegt, þá var
hún kát og lifandi, sem gerði Montrose
hjúskaparlífið léttara.
Frú Montrose var ekki eins skemti-
legur förunautur eins og Mable Mill-
eughby hafði verið félagi. Tíð þunglynd-
isköst ásóttu hana, og um tíma gerð-
ust kirkjugöngur hennar svo tíðar, að
manni hennar var meira en nóg boðið
svo að honum þótti vænt um, að Les-
bia skyldi vera kyrr á heimilinu. Hún
var bæði honum til skemtunar og konu
hans nauðsynleg stoð í þunglyndisköst-
um hennar.
Archibald Drake var aftur kominn að
Breiðavatni og sat við dagverðarborðið
við hliðina á Lesbiu. Að dagverðinum
loknum gengu þau inn í dagstofuna. —
Hún settist við hljóðfærið og spilaði á
það af mikilli tækni, en Archibald stóð
við hlið hennar og fletti blöðum nótna-
bókarinnar fyrir hana. Lesbia lék á
hljóðfærið af dirfskufullri snild, eins og
hún átti tök á að gera flest annað þegar
henni bauð svo við að horfa. Morgun-
inn eftir að hann í þetta sinn kom til
Breiðavatns, tók hann lexíu í að leika
golf frá henni.
Lesbia Paine var myndarleg stúlka,
og ef öðru vísi hefði staðið á fyrir hon-
um, þá hefði samveran með henni ekki
verið honum ógeðfelld. Hún var ávalt
glöð, skemtileg og viðfeldin þegar þau
voru saman. Smekkvís og veraldarvön
eins og hún var gat enginn fundið hið
minsta að framkomu hennar eða á
nokkurn hátt sett út á prúðmensku
hennar, en samt var hún að leika við
happadráttinn sem hún ætlaði sér að
ná í, sem hún fór þó svo vel með, að
enginn kom auga á það, að undantekn-
um Willie Montrose, sem brosti lítið eitt
í kampinn og var að brjóta heilann um,
hvernig að leikurinn mundi enda.