Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 S&**' * S A Compleíe Cleaning Inslilulion PHONE 21374 |ot« i V*gF A pm ^ fiQ' • rX* ■'dercrs LaU S A Complele Cleaning Inslilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 1. JúLI, 1948 NÚMER 27 CCF-stjórn endurkosin í Saskatchewan • ' Þingfylgi Liberala jókst til muna Asmundur Loptson vinnur kosningu í Saltcoats Glœsilegur sigur fyrir Liberala Síðastliðinn mánudag fóru fram fylkiskosningar í New Brunswick, og lauk þeim með svo glæsilegum sigri fyrir Liber- alflokkinn, að einstætt mun vera í þingsögu fylkisins, þótt jafnan hafi hann austur þar noti ðmikils álits og trausts; í New Brunswick þinginu eiga sæti 52 þingmenn og af þeirri tölu voru kosnir 47 Liberalar, en einungis 5 íhaldsmenn mörðu kosningu; allir frambjóðendur C. C. F.-sinna og Social Credit stefnunnar, sættu hinum verstu hrakförum og töpuðu langflestir tryggingarfé sínu. Svo fór um sjóferð þá. Þungur róður í Berlin Hernámsvöld vestrænu þjóð- anna hafa nýverið innleitt nýja mynt fyrir vesturhluta Þýzka- lands; út af þessu fauk heldur en ekki í Rússann og tók hann þá samstundis það ráð að láta gera nýja peninga fyrir þann hluta landsins, sem þeir ráða yfir; út af þessu hefir risið bitur tog- streita, sem enn er ekki séð fyrir endann á; ofan á þetta bættist svo það, að rússnesk hernáms- völd lögðu bann við vöruflutn- ingum með járnbrautum að vestan inn til Berlínar; hefir þetta leitt til alvarlegs vista- skorts í vesturhluta borgarinnar; úr þessu hefir þó nokkuð verið bætt með vistaflutningi með flugvélum; vesturveldin svör- uðu flutningsbanni Rússa með því að stemma stigu fyrir flutn- ingi kola inn í rússnesku her- námssvæðin. Dollara-inneign eykst Fjármálaráðherra sambands- stjórnar, Mr. Abbott, gerði það lýðum ljóst í þingræðu þann 25. júní s. 1., að frá þeim tíma í fyrra, sem stjórnin gerði hinar róttækustu ráðstafanir sínar með það fyrir augum, að auka inneign amerískra dollara í Canada, hefði ástandíti breytzt svo mjög til hins betra, að í stað 461 miljóna 17. desember 1947, hefði upphæðin numið 742 milj. í síðastliðnum mánuði. Slettist upp á vinskapinn Eftir nýjustu fréttum að dæma sýnist heldur en eigi snurða hafa hlaupið í vinskaparþráðinn milli rússnesku ráðstjórnarríkjanna og Júgoslavíu, því nú bera Rúss- ar Tito marskálki það á brýn, að hann sitji á svikráðum við rússn. ríkjasambandið og hafi látið sér þau orð um munn fara. að af tvennu illu kysi hann heldur samvinnu við vestræna kapital- ista en þokufylkinguna aust- rænu. — Jafnar og þéttar rigningar hafa gengið yfir Vesturlandið, og hafa uppskeruhorfur batnað við það til muna. Thomas E. Dewey Republicanar velja sér forsetaefni Síðastliðinn fimtudag fóru fram kosningar til fylgisþings- ins í Saskatchewan við meiri að- sókn en áður voru dæmi til í þingsögu fylkisins; als voru kos- nir 50 þingmenn, en kosningum í tveimur kjördæmum frestað. C. C. F.-stjórnin, undir forustu Mr. Douglas, var endurkosin við all-mjög þverrandi þing- fylgi; fyrir kosningarnar átti hún 47 þinghásetum á að skipa, en ræður nú ekki yfir nema eitthvað liðlega 30. Á síðasta kjörtímabili áttu að- eins 5 Liberalar sæti á fylkisþing inu í Saskatchewan, en verða nú 19, og var hinn nýi foringi þeirra, Mr. Walter Tucker, kos- inn með miklu afli atkvæða. — 1 Saltcoats-kjördæminu vann fyrverandi Liberalþingmaður, Ásmundur Loptson, frægan sig- ur, og lagði þar að velli náttúru- fríðindaráðherrann, Mr. Phelps. Ihaldsmenn höfðu 9 frambjóð- endur í kjöri og náði ekki einn einasti af þeim kosningu; for- ingi íhaldsflokksins, Mr. Ramsey féll í Saskatoon, og hliðstæðri út reið sættu frambjóðendur Social Credit-sinna, unnu ekkert þing- sæti, en leiðtogi þeirra, Dr. Haldeman, hrepti póitískan dauðdaga í Yorkton. — Tvær konur voru í kjöri í áminstum kosningum, er báðar biðu ósig- ur. — Einn frambjóðandi, er íhalds- menn og Liberalar í sameiningu veittu að málum, náði kosningu, og taldist hann í raun og veru til Liberalflokksins. ískyggilegt verkfall Undanfarin hálfsmánaðartíma hefir staðið yfir á Bretlandi verk fall uppskipunarmanna, sem sorfið hefir mjög að brezku þjóðinni, því í hinum ýmsu höfnum liggja milli fimmtíu og sextíu stórskip hlaðin mat- vælum, sem ekki er unt af af- ferma og sumar vörurnar liggja undir skemdum; verður þetta ástand þeim mun ömurlegra, er þess er gætt, hve vistaforði brezku þjóðarinnar er ófullnægj andi; nú hefir Attlee-stjórnin gripið til þess ráðs, að kveðja herlið á vettvang og láta það annast um afferming skipanna, en slíkt hefir mælst misjafnlega fyrir hjá samtökum verkamanna sem mörg hver hóta samúðar- verkföllum til stuðnings upp- skipunarmönnum. Samningar stranda Nú þykir sýnt, að hveitisamn- ingarnir ,sem þrjátíu og tvær þjóðir stofnuðu til í Geneva, og ætlast var til að gengi í gildi í ár, séu hvorki meira né minna en strandaðir vegna þess að þjóðþing Bandaríkjanna kom því ekki í verk að afgreiða þá. Canada reið á vaðið varðandi samþykkt samninganna eins og búist var við að allar hlutaðeig- andi þjóðir gerðu; nú eru samn- ingar þessir eins og dauður bók- stafur, og hefir slíkt vakið megn an óhug hjá þeim þjóðum, sem naest gefa sig við akuryrkju. Á flokksþingi Republicana, sem haldið var í borginni Phila delphiu í vikunni, sem leið, var Thomas E. Dewey, ríkisstjóri í New York, kjörinn forsetaefni Republicana-flokksins við næstu forsetakosningarnar í Bandaríkj unum, sem fram fara í öndverð um nóvembermánuði næstkom- andi, sem varaforseti verður Earl Warren, núverandi ríkis- stjóri í Kaliforníu; er hann af norskum ættum. Mr. Dewey fæddur í Michigan ríkinu, en fluttist ungur til New York, og þar lauk hann laga- námi; hann varð snemma þjóð- kunnur maður vegna látlausrar sóknar gegn glæframönnum og öðrum óþjóðalýð New York borgar; hann var um eitt skeið góður raddmaður og ætlaði sér að verða óperusöngvari, en hvarf þó brátt frá því ráði og tók að gefa sig við stjórnmálum. Mr. Dewey freistaði í pólitízk- um skilningi gæfunnar í forseta- kosningunum 1944, en beið þá lægra hlut fyrir Franklin D. Roosevelt. — Miklar líkur þykja til að Mr. Dewey verði næsti for- seti Bandaríkjanna. Lögð af stað í Norðuálfuför í gær lagði af stað í Norður- álfuför hinn víðfrægi læknir P. H. T. Thorlakson prófessor í skurðlækningum við Manitoba- háskólann, ásamt frú sinni og dóttur, Tanis, er útskrifaðist í vor í heimilishagfræði frá Mani toba háskólanum; gerði Dr. Thorlakson ráð fyrir að ferðast allmikið um Norðurálfuna í sumar og heimsækja ísland um miðjan ágústmánuð næstkom- andi. — Veltur á Bandaríkjum Utanríkisráðherra sambands- stjórnar, Louis St. Laurent, lýsti yfir því í þingræðu, að Canada myndi láta afskiptalaust, frá hernaðarlegu sjónarmiði séð, bandalag Vestur-Evrópuþjóð- anna nema því aðeins að Banda- ríkin réðu það af að taka þátt í slíku hervarnarsambandi; það lægi í augum uppi, að Canada, út af fyrir sig, hefði litla ástæðu til þátttöku í hernaðaraðgerðum austan Atlantshafs; á hinn bóg- inn kvaðst Mr. St. Laurent þeirr ar skoðunar^ að með þátttöku Bandaríkjanna og Canada í sam einingu, gæti hervarnarsamband við Vestur-Evrópuríkin orðið til mikils gagn fyrir hinn gamla og nýja heim. Lízt ekki á blikuna í málgagni íhaldsflokksins, Public Opinion, sem gefið er út í Ottawa, er nýlega komist svo að orði: “Það er ekkert vit í, að draga úr alvarleik þeirra pólitísku at- aurða, sem gerst hafa í landinu undanfarnar síðustu vikur. C. C. F. flokkurinn hefir aukið áhrif sín, einkum í borgum og bæjum, víðsvegar í Canada, og þeim mun meiri ástæða er fyrir flokk vorn, að brynjast til átaka og varnar”. Frú Guðrún Johnson látin Á miðvikudaginn þann 23. júní síðastliðinn, lézt að heimili sínu Ste. 14 Thelmo Mansions hér í borginni, frú Guðrún Ás- geirsdóttir Johnson, kona Finns Johnsonar frá Melum í Hrúta- firði; hún var freklega áttræð að aldri, mikilhæf kona, sem tók margháttaðan þátt í félagsmál- um Islendinga; auk manns síns, lætur frú Guðrún eftir sig tvö börn, J. Ragnar Johnson lögfræðing í Toronto og frú Önnu Duncan í Sinclair, Man. Útför frú Guðrúnar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á laugar- daginn að viðstöddu miklu fjöl- menni. Séra Eiríkur S. Brynjólfs son flutti kveðjumál; við útför- ina voru bæði börn hinnar látnu svo og barnabörn. Landskjálfti Það er síður en svo, að Japan hafi farið varhluta af lands- skjálfta síðan að japönsku eyj- arnar fyrst byggðust; hafa ým- issar borgir á þeim stöðvum hnattarins jafnast svo við jörðu, að ekki hefir staðið steinn yfir steini; nú hafa landskjálftar enn á ný herjað á landið, einkum suðaustur af Tokyo og gert þar geisilegan usla; eiga þúsundir fjölskyldna hvergi höfði sínu að að halla. — STRÖNDIN MlN Fær alvarlega ádrepu Sex Liberal sambandsþing- men frá Ontario, vitjuðu nýlega á fund Kings forsætisráðherra, og voru síður en svo myrkir í máli; áfeldu þeir stjórnina þung lega vegna hinnar sívaxandi dýr- tíðar í landinu og báru henni á brýn lítt verjandi afskiptaleysi gagnvart þeim miklu vandræð- um, sem almenningur í þessum efnum horfðist í augu við; kváðust þeir óttast mjög um framtíð Liberalflokksins nema því aðeins, að stjórnin beitti sér fyrir um skjótar og róttækar ráð stafanir; sex menningum þessum var vitaskuld tekið vel og vin- gjarnlega, en litlu munu þeir hafa verið nær, er þeir kvöddu. Ofan á áminsta heimsókn til Mr. Kings, bættist svo skömmu seinna það, að John L. Sinnott, Liberalþingmaður fyrir Spring field kjördæmið í Manitoba, skrifaði Mr. King bréf, sem birt var þann 20. júní, s. 1., þar sem á það er bent, að afstaða stjórn- arinnar til dýrtíðarmálanna geti auðveldlega leitt til * pólitísks sjálfsmorðs, eða til þess, að Lib- eralflokkurinn verði með öllu upprættur eins og run varð á um Liberalflokkiftn brezka. Séra Pé!ur Sigurgeirsson Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi varð það að ráði, að tveir prestar skyldu framvegis þjóna hinu sístækkandi Akur- eyrarprestakalli, eða því yrði skipt í tvent; nú hefir séra Pét- ur Sigurgeirsson Sigurðssonar biskups, verið kosinn prestur í annað prestsembætti Akureyrar og fengið veitingu fyrir því, en áður var hann aðstoðarprestur séra Friðriks Rafnars vígslu- biskups. “Hvítar bækur” um sambúð Svía og Norð- manna í stríðinu Árla á æskunnar dögum, Þá orka var lítil í hönd. Eg sá þig og söng um þig kvæði Ó, sviphýra fjarlæga strönd. Þar dreymdi mig fegursta drauma. Þar dreymdi mig framtíðar lönd. Og þar naut ég æskunnar unaðs, Ó, indæla fjarlæga strönd. Eitthvað sem enginn fær skilið, Eflir þau dulrænu bönd, Sem draga mig heim til þín héðan, Ó, hjartkæra fjarlæga strönd. Gullið og skógarnir grænu Glepja ei þreytandi önd. Á meðan ég lifi mig langar Að líta þig fjarlæga strönd. Hugurinn flýgur án fjaðra Um fegurstu ódáins lönd. I fjarlægð nú syngja mér svanir Frá sólbjartri minninga strönd. Lárus B. Nordal Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Noregs hafa hvor um sig gefið út “Hvíta bók” um sambúð Norðmanna og Svía í styrjöld- inni. En í báðum þessum bók- um birt skjöl varðandi sambúð- ina á ýmsum sviðum. í sænsku bókinni er m. a. skýrt frá því, að fyrstu dagana eftir innrás Þjóðverja í Noreg 9. apríl 1940, hafi sænska stjórn- in látið flytja bensín og olíur til landamæra Noregs, en Norð- menn hafi aldrei fengið tæki- færi til að ná í þessar birgðir. Þá er m.a. skýrt frá því, að Há- kon Noregskonungur hafi dvalið hálfa klukkustund á sænskri grund, 12. apríl 1940. Norsk og sænsk blöð hafa skrifað mikið um þessar hvítu bækur og sýnist sitt hverju, en yfirleitt eru þau sammála um, að það hafi verið rétt að gefa skjölin út og “hreinsa” þar með loftið. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.