Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 1. JÚLI, 1948 Frá bókamarkaðinum Þegar safna skyldi íslenzkum lausavísum Allt frá því, er íslenzkar sögur hefjast, hefir hverskonar vísna- gerð verið styrkur þáttur í hvers konar menningarlífi íslenzku þjóðarinnar. Fjöldi skálda og hagyrðinga, hafa á öllum tímum iðkað þessa list og má eflaust segja, að hér sé um að ræða þjóð aríþrótt, sem fyrir löngu sé orð- in sameign Islendinga. Af þeim ástæðum munu allir sammála um, að höfundum kvæða og lausavísna, beri að sýna nokkurt þakklæti og mak- lega virðingu. Islenzku hagyrðingarnir hafa þó ort mikinn fjölda vísna, sem þeir hafa eigi ætlast til, að kæm- ust út fyrir það umhverfi, sem þær voru frumkveðnar fyrir. Er slíkt vel skiljanlegt. Enda er það vitað, að mikill fjöldi allskonar vísna lifir á vörum íslenzkrar al- þýðu, sem ekkert erindi á í bók- arform. Snilli þessara vísna ræð ur, hve langt líf þeim er ætlað. Tilraunir munu hafa verið gjörðar til, að safna íslenzkum lausavísum, en af einhverjum á- stæðum hefir árangur af því starfi hingað til verið býzna lít- ill. Fyrir nokkru varð það ýms- um kunnugt að maður að nafni Jóhann Sveinsson, er kennir sig við Flögu í Hörgárdal hafði fengið hokkurn fjárstyrk, til að hefja söfnun lausavísna. Þeir, sem unna íslenzku lausa- vísunni telja, að með slíkri ráð- stöfun, sé verkum merkra manna frá ýmsum tímum sýnd viðeig- andi virðing og munu flestir hafa vonað, að hér yrði hafist handa af þeirri rausn, sem svo stórbrotnu verkefni sæmdi. Safnandi slíkra verka þarf vafalaust, að hafa margt í huga. vilji hann birta rétta mynd, af íslenzku lausavísunni. Hann verður að vera víðsýnn og réttdæminn. Hann má ekki binda sig á klafa eigin skoðana. Viðfangsefni hans krefst ríkrar fegurðartilfinningar, þó hann sjálfur sé snauður af slíkri kennd. Honum ber einnig, að sýna takmarkaðan ljótleika, þótt hann hati allt slíkt. Hann verð- ur oft, að hverfa sjálfum sér, en þjóna verkefni síau í allri þess víðfeðmi. En umfram allt má það aldrei henda slíkan safnanda, að hans persónulegu sjónarmið gagnvart höfundum lausavísna verði áberandi. Yrkisefni hagyxðinganna hafa verið um hin óskyldustu og fjöl- breyttustu efni. í>eir hafa eigi aðeins ort um: “ástir, fegurð, vor og fljóð”, heldur einnig um raun ir mannlífsins, meðlæti og mót- læti samtíðar sinnar. Þannig kemur mér í hug heildarmynd íslenzku vísunnar; en mörgu mætti að sjálfsögðu, bæta í þá mynd. Á síðastliðnu ári kom út á veg um “Helgafells” 1. hefti af vísna safni Jóhanns Sveinssonar, und- ir nafninu: “Eg skal kveða við þig vel”. Eg tel víst, að margir er þetta safn lesa, verði nokkuð undrandi og spyrji sjálfa sig hvort þetta sé rétta myndin af kveðskap íslenzkra alþýðu- skálda. Eða er hér um all af- skræmda mynd lausavísunnar að ræða? Eg er ekki í vafa um að svo er. En það er fleira, sem lesandanum kemur undarlega fyrir sjónir við lestur þessarar bókar. Æskilegt hefði verið, að vísurnar væru flokkaðar svo sem föng væru á, slíkt hefði gert bók ina læsilegri en safnandinn virð ist hafa forðast slíkt og skal hér nefna dæmi, sem sýna smekk- leysi og hið algera skipulagsleysi er ríkir um röðun vísnanna: Á bls. 42 er þessi vel kveðna og alvöruþrungna vísa Jóns biskups Vidalíns: Næst á eftir kemur svo þessi miður þokkalega vísa ásamt skýringu: Berja, gelda, bíta, slá blinda, klóra, flengja, brenna, reka útlegð á, aflífa og hengja”. Slík dæmi um smekkleysi á efnisröð vísnanna má finna víða um bókina. Hér er um mikinn formgalla að ræða og skort á virðingu safnandans fyrir lesend um, þó ekki sé minnst á þá upp- hefð, sem vísu hins þekkta kirkju höfðingja er sýnd, með því, að birta næst á eftir ofangreinda bögu.— Eg hefi bent á þennan ókost bókarinnar sökum þess að þegar um heildarsafn er að ræða, mun það venja, að flokka efnið til að gera það aðgengilegra til lestrar, en ekki einn hrærigraut, sem fáir lesa til enda. Eg nem næst staðar á bls. 70. Þar gefur að líta vísur tvær, eft- ir Svein Jóhannsson} og mun það vera faðir safnandans. Fyrri vísan er svona: “Ágirnd bíður, líður þraut, lasta júði grófur, ganar snúðugt glæpabraut gamall búðarþjófur”. Nú veit safnandinn, Jóhann Sveinsson, að þar sem þessi vísa er þekkt, er haft nafnorð í stað lýsingarorðsins “gamall” í fjórðu línu. Hvernig stendur á þessari breytingu, er hún gjörð til þess, að gera vísuna birtingarhæfa? En þó svo kynni að vera, telja vísu þessa óhæfa á prent, sökum illyrða og lastmæla. Síðari vísan hljóðar þannig: “Ropar þú með rembið skap rápar meira en leyfir táp opið stendur góma gap glápa menn á kvæða snáp”. hefir og fullyrt það, að ekkert níð var kveðið um fundarmenn, af þeim manni er skýringin greinir frá. Er ég þá kominn að þeim blað- síðum bókar þessarar, þar sem birtar eru svokallaðar “ástands- vísur”. Eru það í raun og veru nokkr- ar furðulegar endurminningar frá hernámsárunum. 1 skýringu, gefur Jóh. Sveins- son það í skyn, að “fósturlands- ins Freyja” hafi þar tapað mjög virðingu sinni í kynningu við hið erlenda setulið. Xví skal eigi neitað, að margt hefði þar betur mátt fara. I þessu efni, sem svo mörgu öðru; sjást mistökin eftir á. En þá er rétt að athuga, að órétt er að nota nafn- ið “fósturlandsins Freyja”. Það merkir, íslenzku kvenþjóðina, án undantekninga. Meira virðingarleysi er ekki hægt að sýna íslenzkri kvenþjóð og það er skylt, að mótmæla harðlega slíkum sleggjudómum. Lesandanum hlýtur að koma til hugar, að “fósturlandsins Freyja” hafi sýnt safnandanum lítinn hlýhug og hér sé að brjót- ast út í ómaklegum orðum, per- sónuleg gremja til íslenzka kven fólksins. Að mínu áliti, eru svo- kallaðar “ástandsvísur” ekki prent látandi. Eg hefi nú farið nokkrum orð- um um einstök atriði í vísnasafni Jóh. Sveinssonar. Eg tel, að nauð synlegt sé að leiðrétta rangfærsl- ur og benda á það sem ósæmilegt er, hvar sem það birtist. Eg vildi ennfremur ráðleggja hr. Jóh. Sveinssyni, að vilji hann verða vinsæll vísnasafnandi, beri honum að forðast persónulegar og rangar skýringar. Slíkt er hverjum fræðimanni vansæmd Eg vildi vona; a ðnæsta hefti þessa safns mætti sýna betri skilning safnandans á íslenzku lausavísunni, hún er dýrmætur fjársjóður og vandmeðfarin. — Sýni safnandinn hinsvegar onga viðleitni til úrbóta, virðist lausa vísunni íslenzku eigi stærri greiði gerður, en forða henni úr fræðimannshendi Jóhanns frá Flögu.— Einar Sigfússon. Dagur, 28. apríl. A förum héðan Eftirgreind fögur ummæli “Á a förum héðan” og “Nokkur kveðju orð”, eru tekin upp úr blaðinu Faxi, sem gefið er út í Keflavík og birtust þar þann 17. júní, s.l. —Ritstj. Séra Valdimar J. Eylands, kona hans og börn, sem hér hafa dvalið s. 1. ár, eru nú á förum. — Birtast hér á öðrum stað í blað- inu kveðjuorð prestsins til safn- aðanna. Sr. Valdimar hefir gegnt hér vandasömu og umfangsmiklu starfi, þjónað tveimur prestaköll um, Útskála og Grindavíkur og flutt auk þess messur 'á ensku flesta sunnudaga hér á flugvell inum. Ber öllum saman um, að störf sín hafi hann rækt af dugn aði og trúmennsku; enda geng- ur sr. Valdimar heill og óskiptur að hverju verki. Það er honum meðfætt og eiginlegt. Eins og að framan greinir, virð ast þessi umfangsmiklu skyldu- störf ærið verksvið einum manni en auk þess hefir sr. Valdimar flutt fjölmarga fyrirlestra, bæði hér í prestakallinum við ýmis- konar mannfagnaði og hátíðar, svo og við prestastefnur og ýmis önnur tækifæri í Reykjavík og í Ríkisútvarpið. Fer allsstaðar mikið orð af andagift hans og hrífandi mælsku. Með tilliti til hins mikla annríkis virðast frí- stundir hafa verið fáar, og þó eiga prestshjónin ávallt nógan tíma til þess að blanda geði við safn- aðarbörn sín, taka þátt í gleði þeirra og sorg með innilegum samhug. Hafa þau með því skap- að sér miklar vinsældir á þess- um stutta dvalartíma hér, enda hafa þau hjónin og börn þeirra eignast marga vini og samhug almennings, og hér mun þeirra lengi minnst með söknuði, hlý- hug og þakklæti. Sá hlýhugur mun fylgja þeim héðan vestur um hin víðu bláu höf. H. Th. B. í Vestmannaeyjum setur samvinnan svip sinn á allt athafnalífið Þar fylgjasi allir með daglegum síörfum sjómannanna, og engum er afkoma þeirra óviðkomandi. áíðan fyrir mánaðamót hefir borizt mikill afli á land í Vest- mannaeyjum, og er það nú eina verstöðin, þar sem aflazt hefir á þessari vertíð jafn mikið og í meðalári. Blaðamaður frá Tím- anum dvaldi nýlega í Vestmanna eyjum með það fyrir augum að kynna lesendum blaðsins hið blómlega athafnalíf þar. Aflasælasla versiöðin að “Herra guð í himnasal haltu mér við trúna. Kvíði ég fyrir Kaldadal kvelda tekur núna”. Skýring þessarar vísu birtir safnandinn þannig: “Höfundur var staddur á upp- boði nokkru. Þar var og maður, hraðkvæður mjög, en þótti vera bullari. Lét hann mikið yfir sér og orti óspart níð og kdrskni um uppboðsgesti. Kastaði Sveinn þá vísunni fram”. Nú vill svo til að vísa þessi er ort í heimasveit Jóh. Sveinsson- ar. Verður því að óreyndu að á- líta^ að hann sé höfundur skýr- ingarinnar. Jóhann Sveinsson veit sennilega líka um hvern vís an er kveðin, þó ekki láti hann þess getið. En skýring þessi er á allan hátt furðuleg, svo ekki sé meira sagt. Eg hefi aflað mér nokkurra upplýsinga um tilefni vísu þessarar og vil hér með lýsa því yfir, að skýring Jóhanns Sveinssonar er alger skáldskap- ur. En skýringin gefur ástæðu til víðtækari athugunar. — Hvar mundi Jóhann Sveinsson fá það viðurkennt, að maður sá, sem vísan er kveðin um hafi þótt “bullari”. Eg hygg, að aðeins hann einn, af kunnugum mundi gefa slíka umsögn. Það verður að teljast vafasöm fræðimenska, að halla þannig réttu máli og gera vanmáttuga tilraun til að rýra álit manns, sem ekki getur borið hönd fyrir sig, til varnar, og eigi verður það stórmannlegt talið, að mæla þannig^ um fallinn sveitunga, sem maður gat aldrei sigrast á, meðan báðir máttu mæla. Eg hefi, hér að ofan greint frá skýringu Jóh. Sveinssonar og vil staðhæfa, að vísa þessi er ort við alt annað tækifæri en skýring- in getur um. Þá vitneskju hefi ég frá greinargóðum og minnug- um manni, er var þar staddur, sem vísan var kveðinn. Hann Á vertíðinni, sem nú er ljúka, hafa Vestmannaeyjar, ma eins og oft áður, reynzt aflasæl- asta verstöðin. I nær öllum ver- stöðvunum hefir vetrarvertíðin svo að segja brugðist, nema í Vestmannaeyjum^ en þar er nú kominn á land jafn mikill afli og á meðalvertíð. Miðin í kring- um eyjarnar eru góð, og sjó- mennirnir þar eru hugdjarfir og hraustir, eins og íslenzkir sjó- menn yfirleitt. Þeir leggja ó- trauðir út á bátunum, þegar mörgum landkrabbanum lízt ekki á blikuna. Fiskangan í lofii Frá því fyrir seinustu mánaða mót hefir verið ágætur afli hjá Vestmannaeyjabátum, einkum þó neta- og botnvörpubátum. — Suma- dagana hefir verið land- burður af stórum og feitum netafiski á öllum bryggjum. Nú er komið vor í Vestmanna- eyjum, og grasbrekkurnar í Heimaklettinum komu með græn leitum blæ undan maísnjónum á dögunum. Björgin eru líka að lifna af fugli og vængjaþyt. Með vorinu leggur fiskangan- ina yfir allan bæinn, frá höfn- inni og fiskvinnslustöðvunum þar í grennd. I Vestmannaeyjum er fiskangan í loftinu jafn sjálf- sagt fyrirbrigði og súrefnið sjálft og þar myndi enginn kunna við sig til lengdar, væri ekki fisk- lykt að finna. Vestmannaeying- ar sjálfir kalla fiskimjölsverk- smiðjuna stundum “ilmefnaverk smiðju Vestmannaeyja” vegna lyktarinnar, sem leggur yfir bæ- inn frá reykháfum hennar. Lífhöfnin fyrir Suðurland Höfnin í Vestmannaeyjum hefir verið endurbætt mikið á seinustu árum og er nú orðin stór og góð, enda lífhöfn allra sjófarenda við Suðurland. — I illviðrum leita þar allt af hafnar tugir erendra og innlendra fiski- skipa, auk þess sem fjöldi skipa liggur þá oft einnig í vari undir skjólgóðu björgum eyjanna. Það þykir mjög mikils virði í Vestmannaeyjum, að ákveðið var að grafa höfnina inn, þar sem nú er hin svonefnda Friðarhöfn. Má með auknum aðgerðum^ sem þörf er á, gera Vestmannaeyja- höfn einhverja stærstu, örugg- ustu og beztu höfn landsins. Til dæmis um hinar miklu skipaferðir, sem nú eru orðnar um Vestmannaeyjahöfn, má geta þess, að Guðjón Vigfússon hafn- sögumaður sagði blaðamanni frá Tímanum það, að komið hefði fyrir, að yfir 30 erlend skip hefðu verið tekin inn í höfnina á einu flóði. Stundum koma 70— 80 erlend skip á einum degi, þá helzt fyrir helgar, og verða hafn sögumennirnir, sem aðeins eru tveir, að koma þeim öllum til hafnar. Er því líklegt, að hafn- sögumennirnir í Vestmannaeyj- um, þeir Guðjón Vigfússon og Jón Sigurðsson, séu þeir hafn- sögumenn á íslandi, sem við allra mest annríki eiga að búa. Eflirsóltasla verstöð landsins Vestmannaeyjar hafa í fjölda mörg ár verið eftirsóttasta ver- stöð landsins, enda óvíða meiri þörf fyrir aðkomusjómenn, sök- um þess, hve margir bátar eru gerðir þaðan út. En Eyjarnar eru eins og flestum mun kunnugt, langstærsta verstöðin hér á landi, með 70—80 vélbáta og skip og fjóra togara. Tala vélbátanna er þó nokkuð breytileg frá ári til árs. Það, að sjómenn sækja yfir- leitt meir til Vestmannaeyja en annarra verstöðva, kemur eink- um til af þrennu. Mið Vestmanna eyjabáta eru fengsæl. Hluta- skipti þar nálgast að flestu mjög samvinnuútgerð, og bera sjó- menn því tiltölulega hærri hlut frá borði þar en annarsstaðar, og loks eru aðkomusjómönnum í Vestmannaeyjum búin betri lífs skilyrði en í mörgum öðruiti verstöðvum landsins. Þar búa allir sjómennirnir í húsum Gömul o grótgróin hefð ríkir í Vestmannaeyjum um aðbúnað vertíðarsjómanna, og hefir lítið breytzt 1 áratugi^ nema hvað hann hefir batnað með batnandi afkomu og vaxandi velmegun. Aðkomu-sjómennirnir búa yf- irleitt á heimilum útgerðar manna, og borða hjá þeim og við sama borð og fjölskylda útgerð- mannsins. Er þetta einn þáttur- inn í þeirri ókerfisbundnu sam- vinnuútgerð, sem hefir lengst af átt sér stað í Eyjum. Dæmi eru til þess nú í vetur, að kona útge^ðarmanns hefir átta sjó- menn í húsnæði, fæði og þjón- ustu, og hefir þó enga húshjálp, ekki einu sinni þvottavél, ísskáp né hrærivél. Niðri við höfnina, þar sem lífæð atvinnulífsins slær Niðri við höfnina í Vestmanna eyjum er hægt að fylgjast með því, hvernig lífæð atvinnulífsins slær. Hér er athafnalífið í fullum gangi og hér streyma milljónir af erlendum gjaldeyri inn þjóðarbúið — í mynd þorsksins, sem er stór og feitur, hvort sem hann er sóttur á Selvogsbanka eða á miðin nær Eyjunum. — Síðdegis á góðviðrisdögum má sjá mikinn fjölda af bátum við allar bryggjur. Sumir eru að landi, aðrir að fara og enn aðrir að landa. Bryggjurnar eru full- ar af fiski; mest stórum og feit- um netafiski. Stundum liggur beinlínis við, að fiskurinn fljóti út af bryggjunum. Sé aflinn fenginn á nálægum miðum, má sjá fisk og fisk spriklandi í kös- inni. — Fiskurinn er ýmist 1 á ti n n í frystihús, þar sem mest af hon- um er flakað, seldur í salt eða ekið á handvagni yfir bryggjuna og ísaður niðri í lestum flutn- ingaskips, sem f 1 y t u r hann á markað í Englandi. Óviðkomandi ekki bannaður aðgangur. I Vestmannaeyjum er litið þannig á, að engum sé höfnin, bátarnir og fiskurinn óvið kom- andi. Þar er engum bannaður aðgangur. Þó að leitað væri með logandi ljósi um allar bryggjur, frystihús eða vinnustöðvar, þar sem u n n i ð er að aflanum, að spjaldi, sem á stæði: “Óviðkom- andi bannaður aðgangur”, myndi sú leit engan árangur bera í Vestmannaeyjum. Því að þar er sjórinn og athafnalífið engum óviðkomandi. Á hverjum einasta degi^ þegar vel aflast og viðrar, fara flestir Vestmannaeyingar niður að höfn, hvaða störfum, sem þeir annars gegna daglega. Margir fara heim með fisk í soð- ið, eftir að hafa kynnt sér afla- brögðin almennt, og hvaða bátur er með mestan afla. Blómarósirnar innan um þorskinn. Stúlkurnar eru þarna engin undantekning. 1 Vestmaneyjum er séstaklega mikið af mannvæn- legu, ungu fólki með frjálsmann- lega og prúða framkomu. Blóm- arósirnar í Eyjum eru ekki feimnar við að sýna sig niðri á bryggjum, hvort sem þær eru vinnuklæddar, í samfesting og hnéháum gúmmístígvélum, eða klæddar litskrúðugum silkikjól- um, síðum samkvæmt nýjustu tízku. Þær stikla brosandi milli fiskkasanna á bryggjunni, þótt maður gæti annars haþdið, að þessar prúðbúnu, laglegu skúlk- m: hefðu skroppið hingað í sól- skininu frá Palace De L’Opéra eða Rue de Rivoli í París. Myndir, sem enginn horfir á. Á Básaskersbryggju, sem er stærsta bryggjan í Vestmanna- eyjum, er þungamiðja athafna- lífsins. Á miðri þessari bryggju er hús, sem öllum stendur opið. Þar eru borð og bekkir og hægt að fá keypt kaffi, sem óspart er notað, þegar kalt er í veðri. Á veggjunum eru gluggar til allra hliða, svo að hægt er að fylgjast með því, sem gerist á bryggjunni og við hana, og í þessu húsi er líka hægt að fylgjast með því, sem gerist hjá bátunum, sem eru úti á sjó. Á einum veggnum er hátalari, þar sem endurvarpað er samtölum bátanna á sjónum og samtölum skipverja við vini og kunningja í landi. Á einum veggnum eru níu stórar litmyndir af amerískum blómarósum — auglýsingamynd- ir frá amerísku gosdrykkjafyrir- tæki. Það er ótrúlegt, en samt satt, að ungir sjómenn( sem koma inn í verkamannaskýlið til að fá sér kaffisopa eða hvíla sig um stund, láta ekki svo lítið að gefa þessum níu amerísku blóm- arósum minnstu gætur. En mik- il meðmæli eru þetta með ungu stúlknum í Vestmannaeyjum. Ótæmandi framtíðarmöguleikar. Það er dálítið einkennilegt, að í tuttugu ár skuli svo að segja engin breyting hafa orðið á íbúa- tölu Vestmannaeyja. Allan þann tíma hafa um 3500 manns byggt eyjarnar. Nú virðist ætla að fara að verða n o k k u r breyting á þessu, því með auknum atvinnu- tækjum og bættri höfn hafa margir duglegir sjómenn sótzt eftir að komast til Eyja og sum- ir þegar flutt þangað með fjöl- skyldur sínar. Sannleikurinn er líka sá, að óvíða eru jafn miklir fram tíðarmöguleikar til útgerð- ar og í Vestmannaeyjum, sökum þess, hve eyjarnar liggja vel við fengsælum miðum. I framtíðinni má búast við, að Vestmannaeyj- ar verði með fjölsóttari ferða- mannastöðum hér á landi sakir einstæðrar og tilkomumikillar náttúrufegurðar. En vitanlega verður það þó alltaf sjósóknin og baráttan við Ægi, sem gefur líf- inu gildi í Vestmannaeyjum. Tíminn 13. maí — Þjónn, þjónn, takið þetta egg burtu. — Já, sjálfsagt, en hvað á ég að gera við það? — Gera við það? Snúið það úr hálsliðnum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.