Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ, 1948 --------Hogberg-------------------- GefiO fit hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba U tanáskrif t ritst jfirans: EDITOR LÖGBERG 495 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögrber&” is printed and published by The Coiumbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Socond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Situr áfram við völd Jafnaðarmannastjórnin í Saskatche- wan situr áfram við völd; úrslit fylkis- kosninganna, sem þar fóru fram þann 24. þ. m., urðu á þann veg, að C. C. F.- stjórnin hlaut 30 þingsæti, en Liberal- flokkurinn undir forustu hins nýja leið- toga síns, Mr. Tuckers, fékk 19 þing- sæti, en hafði áður aðeins fimm; einn frambjóðandi, sem Liberalar og íhalds- menn veittu í sameiningu að málum, náði kosningu, en í tveimur kjördæmum var kosningum frestað, vafalaust með það fyrir augum, að fallnir ráðherrar gætu leitað þar athvarfs ef svo byði við að horfa; þykir nokkurn veginn einsætt, að Mr. Phelps, er féll fyrir Ásmundi Loptssyni í Saltcoats-kjördæmi, muni freista gæfunnar á ný í öðru hvoru þeirra. Athyglisvert er það, að í sveita-kjör- dæmum vann Liberalflokkurinn lang- flesta sigra sína, og bendir það ljóslega til þess að hrifning bænda gagnvart sósíalismanum sé ábærilega í rénun í Saskatchewan-fylki, og mun svo víðar fara áður en öll kurl koma til grafar. Eins og nú horfir við, má vel ætla, að þetta nýja kjörtímabil Douglas- stjórnarinnar verði hennar síðasta sigurganga, því svo var tap hennar á- berandi í þessum ný-afstöðnu kosning- um. I íslendingar hljóta alment að fagna því, að Ásmundur Loptson skyldi sigra í Saltcoats; hann hefir áður setið á þingi og getið sér þar ágætan orðstír; hann er maður ágætlega máli farinn, rökvís og fastur í rás; hann réðist held- ur ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, er hann lagði að velli hvorki meira né minna en sjálfan náttúrufríð- inda-ráðherrann, Mr. Phelps, sem jafn- an hefir þótt mikill fyrir sér og harður í horn að taka. Hinn nýi leiðtogi Liberala, Mr. Tucker, er sagði af sér sambandsþing- mensku til þess að takast á hendur flokksforustuna í Saskatchewan, má vel við sinn hlut una; flokkur hans er þegar vel á veg kominn og kemst vafa- laust til valda að fjórum árum liðnum., . -f -f ♦ Thomas E. Dewey Á nýafstöðnu flokksþingi Republic- ana, var Thomas E. Dewey, ríkisstjóri í New York, kjörinn merkisberi flokks- ins við næstu forsetakosningar, og eins og nú horfir -við, bendir flest til þess, að hann verði næsti forráðandi Hvíta hússins í Washington og forseti þjóðar sinnar; hann bauð sig fram til forseta af hálfu flokks síns 1944 gegn Franklin D. Roosevelt og beið þá lægra hlut, enda átti hann þá við raman reip að draga; nú horfa málin alt öðruvísi við; nú á Mr. Dewey ekki við nein ofurmenni afli að etja, því nú verður hann sjálfur lang- hæfasti maðurinn, er kosningar leitar í haust. Mr. Dewey hefir verið tvíkosinn til ríkisstjóra í New York, og mun það al- mennt viðurkent, að hann hafi reynst hagvitur maður í því embætti og stjórnað hinu fjölmenna ríki sínu vel. Mr. Dewey er mikill afkastamaður og hlífir sér lítt; hann er enn á bezta aldur skeiði, aðeins fjörutíu og sex ára; hann er maður árrisull og tekur sér venjulega drjúgan göngutúr áður en hann tekur til daglegra starfa. -f > + Vingjarnlegt og kærkomið bréf Akureyri, 20. júní, 1948 Kæri vinur, Elinar Páll Jónsson; Eg þakka þér kærlega fyrir síðast, — þetta litla augnablik sem við hittumst hér á Akureyri, en sem síðan er mér þó svo minnisstætt! Og ég þakka þér inni- lega fyrir alla ferðapistlana, sem þú hefir síðan skrifað í blað þitt! — Eg les þá alla rækilega, því að ég skil svo vel og kenni hjarta útlagans, sem undir slær: Því að sjálfur hefi ég verið “iitlagi” á þriðja tug ára ævi minnar. Og hvernig sem á því stendur, þá virðist mér, við Austfirðingarnir séum ef til vill fyllilega eins næmgeðja og tilfinningaríkir í innsta eðli og nokkrir aðrir landa vorra! Kemur þetta fram á marga vegu, — ekki sízt í skáldskap, bundnu máli sem óbundnu. — Og þetta er eiginlega “texti” minn í dag, á þessum sólbjarta sunnudegi 20. júní 1948: Eg fékk í gær allmikið af vestan-blöð- unum ykkar, Lögbergi og Heimskringlu, sem send eru Amtsbókasafninu hér. Eg hefi verið þar bókavörður að mestu leyti óslitið síðastl. 3—4 ár á vegum aðal bókavarðar og vinar okkar Davíðs skálds Stefánssonar. En hann hefir verið hér bókavörður um 20 ára skeið. Undanfarin ár hefir hann dvalið tals- vert lengi erlendis öðru hvoru, stundum heila vetur, og hefi ég þá alltaf “hlaupið í skarð” fyrir hann, og þannig nær ó- slitið síðustu árin, og einnig í vetur, þótt hann hafi verið heima. — Eg hefi haldið vestan-blöðunum vendilega saman þessi árin og læt binda þau; en það hefir því miður ekki verið gert áður, og er það mikill missir fyrir safnið. Því að þar felst geysimikill fróðleikur og merkileg ur, bæði beint og óbeint, sem hvergi annars staðar er fáanlegur! Jæja, en þá er bezt að snúa sér að efn- inu útúrdúralaust: í 18. tbl. Lögbergs, -9. apríl þ. á. stendur gullfallega kvæðið þitt: — Við heimsókn í Jökuldal 1946. — Kvæði þetta hreif mig sterkt og djúpt, ekki aðeins sökum þess, hve snjallt það er ort, og hrynjandi létt og traust, og efni hugðnæmt og kunnuglegt, — heldur sökum þess, að hjarta það, sem þar slær undir, er ekki í hvers manns barmi! Er kvæði þetta fágætt að hreinni og skírri djúphygli og þeim sál- ræna, blæbrigðaríka innileik, sem læsir sig djúpt í hjarta lesanda, áður en varir, og setzt þar að með aðdáun og undrunarkenndum fögnuði, sem veldur bæði klökkva og unaði samtímis! — Eg þrílas kvæði þitt í einni lotu, og hefi það hérna fyrir framan mig, meðan ég skrifa línur þessar! — Og vík ég nú aftur að bréfsefninu: Þegar ég sendi þér bréfið mitt síðast- liðið haust og sagði þér frá austfirzku Ijóðasöfnuninni, var tilgangur minn fyrst og fremst — en ekki síðast og sízt, — að sælast eftir einhverju frá þinni eigin hendi og huga, — því að þeim hnútum var ég einna kunnugastur! Nú varst þú svo vinsamlegur að taka bréf mitt í blað þitt og fara um það góð- um orðum og hlýlegum, ásamt því að skora á landa okkar vestra að verða við þessum tilmælum mínum. Hefi ég á þennan hátt komizt í bréfa-skipti við tvo gamla og góða Austfirðinga vestra, þá S. B. Bendictsson í Langruth og Sig- Árnason í Evanston 111., USA og fengið talsvert af ljóðum frá þeim báðum. — Einnig hefi ég fengið 3—4 kvæði frá vini vorum Richardi Beck, og nú fyrir skömmu fékk ég bréf frá Guttormi J. Guttormssyni í Riverton, þar sem hann segir mér, að þú hafir verið að ýta við sér um að senda mér eitthvað í ljóða- syrpuna austfirzku. — Vona ég, að ein- hver árangur verði af því, innan skams. Enda er nú farið að líða á tímann, eins og ég mun síðar víkja að. — En frá þér sjálfum hefi ég ekkert frétt né fengið, og hefi ég lengi ætlað að senda þér línu! En annir upp fyrir haus um langan tíma valdið því, að ekkert hefir úr því orðið til þessa. — Fyrr en kvæðið þitt góða lyfti mér uppyfir allan hversdagsleik og annir og amstur, og varð mér sá texti, sem bréf þetta er spunnið utan um! Það er þá fyrst og fremst, góði vinur: Viltu leyfa mér að taka þetta kvæði þitt upp í ljóðasafn okkar?' — Það á þangað brýnt erindi og beint! Og auk þess geymist það þar betur og lengur en í blaði, sem verður alltaf í færri manna höndum, og ekki eins tiltækilegt. — Og svö vildi ég einnig mælast til að fá t.d. örfáar stökur eða lausavísur til viðbót- ar eða þá eitthvrt smáljóð, sem að þér þykir eiga sérstakt erindi til okkar “landa” þinna austfrizkra!... Samtímis yrði ég svo að fá mynd þína og örfárar upplýsingar um nánustu ætt og ævi- atriði: fæðingastað, ár og dag, foreldra og heimili þeirra. — Annað né meira v e r ð u r ekki tekið hér með, rúmsins vegna, aðeins nægilegt til þess, að t.d. ættfræðingar geti þar náð í blá-enda, og síðan rakið eftir þörfum, lengra eður skemmra! . . . Þetta þyrfti ég að fá sem allra fyrst, og eru aðal-ástæður til þess þær, sem nú skal greina: Bókaútgáfan NORÐRI hefir tekið að sér útgáfu þessa ljóða- safns okkar, og er ætlast til, að það komi út tímanlega fyrir haustið! — Verður þetta all-mikil bók, falleg og vel vönduð, enda setti ég það upp sem aðal- skilyrði frá upphafi! Verða þar myndir af öllum höfundunum, um 60, því að nú hefi ég orðið að nema staðar a.m.k. í bráð, þareð syrpa mín er þegar orðin um 20 arkir, eða sennilega fullar 300 bls. — Er verk þetta því í góðum höndum, þareð forstjóri Norðra er góður Aust- firðingur og áhugasamur, Albert J. Finnbogason, sonur Jóns heitins Finn- bogasonar —gamla verts á Seyðisfirði, fyrir aldamótin— . . . Er Alberti það fullt metnaðarmál, að þetta takist allt vel og verði Austfirðingjum til ánægju og sóma. Og það vona ég að verði!... Sérstaklega þykir mér vænt um að sjá, að svo virðist, sem við Austfirðing- ar ætlum að skáka rækilega bæði þing- eyingum og Borgfirðingum á Hof- mannaflöt ferskeytlunnar, og er þó margt gott að segja um hvortveggja, Þingeysk Ijóð og hin nýkomnu Borgfirzk Ijóð, sem eru samskonar safn ljóða eftir 50—60 höfunda eins og þessi Aust- firzku ljóð okkar verða. Þetta eru þá helztu fréttirnar af þessu starfi okkar — eða ré&ara mínu. Því að engir aðrir hafa sinnt því frá upp hafi, þótt öllum Austfirðingum sé þetta áhugamál og þyki vænt um, að ég skuli hafa hafizt handa. En það sakar ekki. Mér hefir verið þetta hjartfólgið áhuga- mál frá upphafi, enda hefir það tekið allar mínar “frístundir” í allt að því ár, — öll kvöld og allar helgar, — og næt- urnar eru minn bezti og drýgsti vinnu- tími, því að “nóttina á ég sjálf’”-ur, eins og stelpan sagði! — Vona ég að prentun verði ekki hafin síðar en t. d. seinni part næsta mánaðar, enda hefi ég nú fengið flest það, sem ég hefi sótzt eftir. Og í gær sendi ég um helming myndanna til myndagerðarmanns til að láta gera mót eftir þeim. Ætti því allt að geta verið tilbúið frá minni hendi fyrri hluta júlí- mánaðar, og þessvegna þætti mér afar vænt um að heyra frá þér “á næstunni”, því að nú er ekki öllu lengra vestur til þín en sveita milli áður fyrr! Fæ ég stundum bréf frá Pétri syni mínum í N,- Dakota á 4—7 dögum, enda eru dagleg- legar flugferðir um Keflavíkur-flugvöll bæði austur og vestur, og stundum 2—3 á dag! — Heimurinn er oröinn lítill. — Enda virðist sumum rúmfrekum harla þröngt um sig og hirða lítt um, þótt þeir stigi ofan á náungann og gefi honum ill olnbogaskot! Jæja, kæri vinur: Eg vona, að þú tak- ir vel þessari málaleitan minni og mis- virðir ekki frekju mína og áleitni! “Til- gangurinn helgar meðalið”, og hér er “barist fyrir góðu málefni”, — heiðri okkar Austfirðinga! Væri ég einum 5 árum yngri, myndi ég hafa brugðið mér vestur til ykkar til að “kjafta” fyrir löndum mínum, eldri og yngri! Hefir mig lengi langað til þess, en haft öðru að sinna. — Gamall vinur minn, Þórður heitinn Sveinsson, bróðir Bendikts forseta og alþm., sagði eitt- sinn við mig, er ég hafði haldið ræðu á norsku og íslenzku við heimsókn Norð- manna 1929, að ég væri “óefað einhver kjöftugasti maður á íslandi”. — Hann sagði nú að vísu: mælskasti, en meining in er góð í hvorttveggja! Annars er ég eins og hljóðfæri: Sé stemningin góð tekst mér vel upp, og þá hríf ég áheyr- endur skilmálalaust. — En séu áheyr- endur sljóir og þungir í vöfum, svo að ég nái ekki tökum á þeim, verð ég sjálf- ur “hljómlaus” og leiður á sjálfum mér og líður þá frámunalega illa! Þetta hefir að vísu sjaldan komið fyrir, en ég gleymi ekki þeim kvala-stundum! — Á hinn bóginn er ég allgóður upplesari og kann fjölda ljóða á ýmsum tungum. Jæja, kæri vinur. Fyrirgefðu nú þenn- an vaðal minn! En mér er sem ég sitji hjá þér og spjalli við þig í rökkrinu, — og það eru oft dásamlegar stundir! — Heilsaðu konunni þinni elskulegri og löndunum vestra. Mér eru þeir allir vinir og frændur! Með kærri kveðju þinn einlægur Helgi Valtýsson. Píanósnillingurinn Agnes Sigurðsson fór héðan í morgun Ungfrú Agnes Sigurðsson, vestur-íslenzki píanósniilingur- inn, — fór héðan af landi í morg- un með flugvélinni Heklu til Prestwick, en þaðan fer hún svo loftleiðis til Parísar, á fund kenn ara síns, Emmu Boynet, sem boðið hefir ungfrúnni til Frakk- lands. I París munu þær dvelja skamma hríð, en fara því næst til Suður-Frakklands, en þar á frú Boynet sumarsetur. Ungfrú Agnes Sigurðsson á athyglisverðan feril að baki, þótt hún sé ung að árum. Snemma komu fram hjá henni hljómlistar gáfur, og veitti móðir hennar fyrstu handleiðsluna, en þá bjuggu foreldrar hennar í River- ton. Síðar stundaði ungfrúin nám hjá Helgu Ólafsson, sem var nemandi Jónasar Pálssonar, en eftir að hún fluttist til Winni peg var kennari hennar Eva Clara, sem er vel kunn þar í borg og víðar í Kanada. Á þessum ár- um tóku Vestur-fslendingar að veita henni sérstaka athygli. — unum þeirra, en auk þess hélt Lék hún þráfaldlega á skemmt- ungfrúin opinbera hljómleika við ágætar undirtektir. Ótvíræð hljómlistargáfa henn- ar og kunnátta olli því, að Þjóð- ræknisfélagið taldi nauðsyn til bera, að ungfrú Agnesi gæfist kostur á frekari frama, og fé- lagið tók að sér að greiða veg hennar fjárhagslega við nám hjá kunnustu kennurum í Banda- ríkjunum. Síðustu þrjú árin hef- ir ungfrúin stundað hljóm- listarnám í New York hjá Olgu Samaroff-Stokowski, konu lista- mannsins og hljómsveitarstjór- ans fræga, en því næst frá síð- asta hausti hjá frú Emmu Boynet, sem ber til hennar hið mesta traust, svo sem ofangreint boð hennar til Frakklands ber ljósast vitni um. Á námsárum sínum hefir ung- frú Agnes Sigurðsson þráfald- lega haldið sjálfstæða hljóm- leika í Winnipeg og einnig leik- ið þar í útvarp, hvorttveggja við ágætar undirtektir. Fyrstu hljóm leika sína hélt hún 17 ára. Enn- fremur hefir ungfrúin haldið hljómleika ásamt fleirum í Town Hall í New York, — flutt þar t. d. lög eftir Hindemith, kennara Jóns Þórarinssonar útvarpsráðu- nauts, en einnig leikið einleik í Philadelfíu og víðar og allsstað- ar hlotið góða dóma, sem óþarft er að taka fram, enda nægir að skírskota í því efni til álits Páls ísólfssonar og annarra íslenzkra hljómlistarmanna á hæfileikum og kunnáttu hennar. Fréttaritari Vísis hitti ung- frúna sem snöggvast að máli í gær og innti hana eftir hvað við tæki er hhún hyrfi héðan af landi. “Að lokinni dvöl minni í Frakklandi, eða um miðjan september n. k. fer ég til Kana- da, en þá er svo ráð fyrir gert, að ég haldi hljómleika í stærsta samkomusal Winnipeg-borgar, sem rúmar um 5000 manns. Mun ég halda þá hljómleika 7. októ- ber. — Hinn 15. janúar held ég svo hljómleika í Town Hall í New York, en segja má, að það sé skilyrði fyrir frekari sjálf- stæðum hljómleikum. — Allt veltur á dómunum, sem ég kann að fá, með því að reynist þeir góðir mun ekki standa á tilboð- um um hljómleikahald og þá er erfiðasti hjallinn að baki. Annars hefir mig alltaf dreymt um að leika með symphoniu-hljómsveit og að því mun ég keppa”. íslendingar vilja ættfæra alla og getur þú sagt mér nokkur deili á foreldrum þínum? “Faðir minn, Sigurbjörn Sig- urðsson, fæddist í Nýja-lslandi, en hann er í föðurætt úr Axar- firði, en móðir hans var Snjó- laug Jóhannesdóttir frá Laxa- mýri. Er mér sagt, að ég sé þre- menningur við Jóhann Sigur- jónsson skáld. Móðir mín, Krist- björg Jónsdóttir, er ættuð úr Vopnafirði”. Tíðarfarið hefir verið stirt meðan þér dvölduð hér. “Læt ég það vera. Eg er kuld- anum vön. Eg var að því leyti ó- heppin, að er ég kom hingað til lands 15. maí s. 1., veiktist ég af kvefi, enda hafði ég ekki gætt þess að búa mig nógu vel, en kom beint frá New York. Varð ég að liggja í hálfan mánuð og missti því af miklu. Hinsvegar hefi ég haft mjög mikla ánægju af komunni, og get sagt það eins og er, að ég er þegar farin að elska landið. Eg gleymi hvorki fjöllunum né litunum hérna og ég mun sakna þeirra. Sama er að segja um fólkið. Það hefir viljað allt fyrir mig gera, og er svo greiðvikið að slíkt eru einsdæmi. Gilti þar einu, hvort ég var í Reykjavík eða á Akureyri, en ferðin þangað var mér æfintýri. Eg ætla að koma hingað aftur, — jafnvel næsta sumar, — fil lengri dvalar, og helzt vildi ég eiga sumarbústað við Þingvalla- vatn”. Ungfrú Agnes Sigurðsson hefir þegar eignazt hér marga vini og dáendur, sem munu fylgja ferli hennar í listinni með at- hygli. Sjálf telur hún sig íslenzka og vill vera það og á engan hátt dylja, hvert sem vegir hennar kunna að liggja. Islenzkir list- unnendur árna henni farárheilla og megi góðar óskir sín mikils, verða þær henni ekki að farar- tálma í lífi eða list. í för með ungfrú Agnesi Sig- urðsson var systir hennar, Louis Sigurðsson. Er hún hjúkrunar- kona og hefir starfað hér í eitt ár. Lætur hún vel af dvöl sinni hér, en er nú á förum til Dan- merkur og ef til viil annara Norðurlanda, en um miðjan júlí hverfur hún aftur heim til Kanada og tekur þar upp störf. Vill Vísir árna þeim systrum báðum allra heilla og þakka þeim komuna hingað og störfin. Vísir 22. júní 1948.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.