Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 6
6 i LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ, 1948 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Hún hitti móðurina og systirina við rúm sjáklingsins, en hann svaf og' Mar- grét systir hans hélt í aðra hendina á honum. Frú Cameron sat og var að gjöra að fötum Suðurríkjamanna, sem þar lágu veikir í salnum. , Þegar að hún sá Elsie og bréfið, sem Elsie hélt á lofti, spratt hún á fætur og fór til móts við hana með bros á vör og tár gleðinnar í augum. Þegar að þær mættust, faðmaði hún Elsie að sér inni- lega, en kom engu orði upp. Að síðustu slepti hún henni og sagði í grátklökkum rómi: — “Barnið mitt, hvort sem þér mætir meðlæti, eða mótlæti, skal kærleikur hjarta míns umvefja þig!” Elsie stamaði einhverju fram úr sér, leit undan og reyndi að fela geðshrær- ing sína. Margrét hafði kropið við rúm- stokk bróður síns og fól andlitið í hönd- um sér. Hún stóð seinlega á fætur, vafði báðum handleggjunum um hálsinn á Elsie, kysti hana og sagði: “Elsku syst- ir!” Hjartað barðist um í brjósti Elsie og hún rendi augunum til hermannsins sjúka sem hvíldi í rúminu hjá þeim. VI. KAPÍTULI. Morðið Það var eftir hádegi dag einn að Elsie kom í heimsókn til Cameron-feðgin, anna, og var bróðir hennar með henni, kafteinn Phil Stoneman, sem hafði ver- ið tvö ár í stríðinu. Var hann vel vaxinn, hermannlegur í framgöngu, útitekinn í andliti og klæddur í yfirliða-einkennis- búning. í hernum hafði hann gengið vel fram og látið til sín taka, þó að hann hefði ekkert dálæti á hernaðarstarfinu. Hann var innilega glaður yfir að stríð- inu skyldi vera lokið og að hann fengi aftur innan skemms að njóta lífsins, á vanalegan og eðlilegan hátt. Hann hafði tekið skapgerð móður sinnar í arf. Hann var veglyndur, gáfaður, atorkusamur og hógvær. Hann hafði skoðað stríðið frá fyrstu sem hryllilegan sorgarleik, og fyrir löngu var hann búinn að læra að meta og virða ærlega mótstöðumenn og hann bar engan kala í hjarta sínu til þeirra. Hann hafði hlegið að hinum hörðu fyrirætlunum í sambandi við lifn- aðarhætti Suðurríkja-fólksins, sem hann skoðaði alla í gegnum hin stjórn- málalegu gleraugu sín, og þó hann væri hollur föður sínum, eins og drengjum er tamt, þá lagði hann engan trúnað á gjörbreytingastefnu hans. Sagan um meðferðina á Ben Camer- on hafði runnið Phil til rifja og hann var áfram með að sýna móðir hans og systir hluttekning og virðing, eins og til afsök- unar á rangindum þeim sem sonur þeirra og bróðir hafði orðið fyrir. Phil var óframfærin við ungar stúlkur, en hann vissi líka að honum bar að heilsa Margréti kunnuglega sökunj Elsie syst- ur sinnar. En hann var alls eigi undir búinn undir áhrifin sem hann varð fyr- ir, þegar að hann sá þessa Suðurríkja- stúlku. — Hún kom inn í herbergið, þar sem Elsie og Phil voru, tiguleg eins og drottn- ing til þess að heilsa þeim. Hún var dökk eygð og úr augunum skein velvild og höfðingslund. Málrómurinn var þýður og hreinn, og orð hennar báru vott um djúpar tilfinningar. Phil stóð steini lost- inn og horfði á hana. Elsie var fljót að sjá og skilja vanda þann, sem bróðir hennar var kominn í og sagði glettnisleg á svip: “Eg verð að skreppa yfir á sjúkrahús- ið til að ljúka við nokkuð, sem ég var að gera þar. Eg skal mæta þér við dyrnar klukkan átta”. “Eg skal muna það”, svaraði Phil og hafði ekki augun af Margréti, sem var að fylgja EHsie til dyra. Hann sá, að kjóllinn sem hún var í var úr grófu óbleikjuðu lérefti, lituðu í valhnotulög, en hnapparnir voru tálg- aðir úr tré. Sagan sem þessir hlutir sögðu frá, um skort og þrengingar af völdum stríðsins, var ljós og skýr, en fátæktin varð að fegurð í námunda við þessa konu og tötrarnir að tignarklæð- um. Hún bar ekkert skart utan á sér. Allt í sambandi við hana var yfirlætis- laust og fágað. Andlitið var svip- og til- komumikið — hárið fagurt, skift á miðju enni og féll um axlir hennar og herðar. Hún var há vexti, tígulega vax- in og bauð af sér unaðsþokka og seið- magn' eins og svo margar tignar Suður- ríkja konur gera. Þessi kona var Phil ný opinberun. Kjóllinn, sem hún var í, féll þétt að líkama hennar og virtist fá á sig fínni áferð og fegurri litblæ við hverja hreyf- ingu hennar. Hið hljómþýða jafnvægi málróms hennar var þrungið af fegurð viðkvæmni og yfirlætislaust. Og hann hefði getað svarið fyrir að ylmur rósar- innar, sem hún bar á brjósti, væri ylmur af andardrætti hennar. í djúpi augna, og í hreim máls hennar, mátti merkja huldan harm, sem en grét í sálu hennar, út af ástvinamissinum og sem varpaði grátkendri viðkvæmni á hinn hreina og yndislega svip henpar. Hún var komin aftur inn í herbergið til Phil og farin að tala við hann. “Eg ætla ekki að fara að telja þér trú um, kafteinn Stoneman að ég vonist eftir að verða systir þín. En þú hefir sjálfur gjört þig að bróðir mínum með því sem þú gjörðir fyrir hann Ben bróðir minn”. “Það var ekkert. Eg get fullvissað þig ungfr; Cameron um, að ég hefi ekkert gjört, sem hver einasti hermaður mundi ekki gjöra fyrir hugprúðan mótstöðu- mann”. — “Máske, enþegar að mótstöðumaður- inn er bróðir minn, félagi, leikbróðir og veglynt hreystimenni, sem ég dái eins og ímynd elskhuga míns, þá veistu að ég verð að minsta kosti að þakka þér fyrir að taka hann í faðm þér. — Má ég aftur?” Hún rétti honum hendina, og Phil fann handtak hennar, eins og í draumi, hlýtt, vingjarnlegt og einlægt. Phil vafðist tunga um tönn, muldraði þó eitthvað, en horfði framan í Margréti og gleymdi að sleppa á henni hendinni. Að síðustu fór hún að brosa, dróg að sér hendina, sem hann þá slepti, eins og að hún væri glóðarkol, og stokkroðnaði. “Eg var nærri búinn að gleyma, ung- frú Cameron, að ég kom hingað til að bjóða þér með mér í leikhúsið í kvöld, ef þú vilt gera svo vel?” “í leikhúsið?” “Já. Elsie segir mér, að þar verði mikið um a ðvera. Laura Keen leikur þar í þúsundugasta leik sínum, og í síðasta sinni í Bandaríkjunum. Hún lék í Chicago í McVickarleikhúsinu þegar forsetinn var útnefndur í fyrsta sinni, og voru stuðningsmenn hans þar svo hundruðum skifti. Evening Star segir, að hann verði í leikhúsinu í kveld, á- samt Grant hershöfðingja og frú. Það verður ef til vill eina tækifærið sem þér veitist til að sjá þessa nafnfrægu menn, og auk þess, vildi ég gjarnan að þú sæir alla ljósadýrðina í bænum”. Það kom hik á Margréti. “Mér þætti gaman að fara”, sagði hún hálf vandræðalega. “En við erum svo gamaldags fólk og Skosk-prestyr- anskt þarna suður í litla bænum í Suð- ur-Carolina. Eg hefi aldrei í leikhús komið, og svo er nú föstudagurinn langi í dag”. “Það er rétt”, sagði Phil hugsandi. “Eg mundi nú ekkert eftir því. Stríð eru ekki nauðsynlega andlega vekjandi viðburðir, og rugla menn oft í dagatal- inu. Eg held að við höfum barist oftar á sunnudögum en á þeim virku”. “Mig sárlangar til að sjá forsetann, síðan að hann leysti Ben frá dómi og dauða. Mamma kemur bráðum, og þá skal ég spyrja hana að því”. “Það verður virkilega eftirminnanleg athöfn”, hélt Phil áfram. “Fólkið þyrp- ist þangað til að sjá Lincoln forseta á þessari sigurhátíð hans, og svo verður Grant yfirhershöfðingi þar líka. Hann er rétt nýkominn til bæjarins frá víg- stöðvunum”. Rétt í þessu kom frú Cameron inn til þeirra. Hún heilsaði Phil eins og að hann væri sonur hennar. “Þú ert svo undur líkur drengnum mínum, kafteinn! Hefurðu tekið eftir því, Margrét?” “Jú, mamma, en ég var hrædd um að ég mundi ofþreyta hann á fagurgala, ef ég hefði reynt að telja honum trú um það”. — “Það er aðeins hárið, sem er ljóst og bylgjað, en hárið á Ben er svart og slétt, annars mætti halda, að þeir væru tví- burar, og svo er Ben lítið eitt hærri — fyrirgefðu, kafteinn Stoneman, hún litla systir þín, hefir læst sig svo inn í huga okkar og hjarta, að okkur finnst að við höfum þekt þig alla okkar tíð”. “Eg get fullvissað þig, frú Cameron, um, að þessi ummæli þín eru okkur kær- komin. Elsie og ég munum ekki eftir móðir okkar, og eru því þessi vingjarn- legu ummæli meira en velkomin”. “Mamma, kafteinn Stoneman hefir boðið mér að fara með sér og systur sinni í leikhúsið í kveld til að sjá forset- ann. Má ég fara?” “Verður forsetinn þar, kafteinn, spurði frú Cameron. “Já, frú, ásamt Grant hershöfðingja og frú hans. Það sem fram fer í leikhús- inu er í rauninni alsherjar friðar- og sigurfagnaður. Fáninn var dregin að hún í dag, á Fort Sumter víginu, f jórum árum eftir að það gafst upp. Svo er öll ljósadýrðin í bænum”. “Þá verður þú sannarlega að fara”, sagði frú Cameron við dóttur sína. “Eg skal líta eftir Ben. Þú verður að sjá for- setann”. Klukkan sjö um kvöldið kom Phil og sótti Margréti, og þau gengu í áttina til þinghússins, og ofan Pennsylvania veg- inn. — Það var uppi fjöður og fet á öllum í bænum. Fólkið streymdi eftir götum bæjarins í óslitnum röðum. Fólksmergð in framundan gistihúsinu, sem Grant hershöfðingi bjó í, var svo mikil, að um- ferðin teptist með öllu. Hermenn, her- menn, hermenn, hvert sem litið var, í hópum, í fylkingum og heilar hersveit- ir og sigur-óp þeirra hljómaði og endur- hljómaði frá einum til annars. Ljósadýrðin var yfirgnæfanleg. — Hvert einasta hús og heimili í Washing ton var lýst upp frá þaki til grunns, svo hvergi bar á skugga. Allar kirkjur og op- inberar byggingar voru fagurlega skreyttar og blikuðu í ljósadýrðinni. Þau Phil og Margrét sneru inn í aðra götu og allt í einu blasti þinghúsið við þeim. í fyrstu sýndist þeim það eins og blikandi eldhaf sem leiftraði og lék í skugga næturinnar. Hver einasti gluggi meira en tíu þúsund af þeim, glóði og blikaði, allt frá hinni ramgjörðu undir- stöðu og til frelsisgyðjunnar, sem bend- ir hátt til himins, á turni þess og um turninn sjálfan blikuðu bjartir ljós- baugar. *— Margrét stansaði. Phil fann hendi hennar þrýsta á handlegg sér, titrandi. “Það er dásamlegt”, hvíslaði hún. “Óumræðilega”, svaraði hann. En hann var að hugsa um handtak Margrétar á handleggnum á sér, mál- róminn hennar viðfeldna, og hann var ekki í vafa um, að þó ljósadýrðin frá þinghúsinu væri dásamleg, þá væri Ijósadýrðin, sem stafaði frá augum Margrétar engu síður. Hann gleymdi þinghúsinu og mannfjöldanum, en mundi aðeins eftir hinu nývaknaða lífs- lögmáli, sem þessi yndislega stúlka, sem með honum var, vakti í sálu hans. “En gamt”, sagði Margrét hikandi, “þegar ég hugsa um okkar fólk í sam- bandi við þetta allt, sorgir þess, fátækt og eyðilegging á eignum þess, þá finnst mér eins og að ég ætli að örmagnast”. Phil snerti hönd Margrétar sem lá á handleggnum á honum, mjúklega. “Trúðu mér, ungfrú Margrét, að þetta verður allt fyrir beztu á endanum. Fólkið í Suður-ríkjunum á eftir að rísa til fullkomnari framfara og fegurra lífs, en það hefir áður þekt. Þetta er þess sigur, ekki síður en okkar”. “Eg vildi að ég gæti litið þannig á”, svaraði hún. Þau gengu fram hjá ráðhúsi bæjarins og sáu framan við það eldstafi, þrjátíu og fimm feta háa, sem mynduðu þessa setningu: “Union, Sherman, and Grant” Á Pennsylvania götunni voru ljósker hangandi í öllum gluggum gestgjafahús- anna og verzlunarbúðanna, svo hvergi bar á skugga; og eins í toppa trjánna eftir endilangri götunni, og auk þess svifu alla vega litir flugbátar í loftinu yfir höfðum manna með fettum og brettum, en lengra úti í geimnum, sindr uðu flugeldar eins og eldhrap. Margréti hafði aldrei dreymt um slík undur, eins og nú báru henni fyrir augu. Hún gekk þegjandi og eins og í leiðslu og hugur hennar var hrjúfur, ekki síst, þegar endurminningarnar um fallna ástvini komu fram í huga hennar, og beiskjukendur söknuður braust þar fram, en sú beiskja hvarf, þegar að hún mintist þess, að Phil var með henni — veglyndis systur hans, móður sinni, Ben og henni til handa. Við margar af opinberum byggingum bæjarins og stærstu gisthúsin, léku lúðraflakkar og tónarnir titruðu í loft- inu og virtust einn þátturinn í hinni miklu ljóshafsmynd sem umkringdi alt og alla, og vorloftið angaði af púður og loftsprengju-reykjarlykt. Fallbyssuskot tóku nú að drynja frá víggirðingunum og hálendinu, umhverfis bæinn, og þús- undir dynkja frá smærri byssum tóku undir, sem settar voru í listigarða, auð svæði og á krossgötur bæjarins. Yfir dyrnar á bankabyggingu Jay Cooks and Cós, stóð í geysilega stórum eldstöfum “The Busy B’s-Balls, Ballots and Bonds”. Á hverri einustu símastöð og'blaðaskrifstofu, var iðandi kös af æstu fólki, því sami sigurhátíðar undir- búningurinn stóð yfir í öllum stærri bæjum og borgum í Norðurríkjunum. Washington var dásamlegt drauma- land, þar sem óhreinindi, syndin, svrnrð ing og glæpir, voru umvafin glampandi ljósgeislaljóma. En yfir tók þó hróp fólksins á götun- um, þar sem það í einni iðandi kös, barst aftur og fram, hljóð þess, með sínu dýrs- lega og sálræna seiðmagni, viltu og stjórnlausu, sem ekki á sinn líka í víðri veröld! Margrét sem hélt um handlegginn á Phil, þrýsti nokkrum sinnum að hon- um, eins og í leiðslu, og honum virkilega fannst, að öll þessi dýrð væri gjörð sér til vegs og virðingar. Þau gengu í gegnum lítinn listigarð, sem var á leið þeirra til Fords-leikhúss- ins, sem var á tíundu götu og var Mar- grét fljót til þess að koma auga á ný út- sprungin blóm og fullþroskaðar liljur, sem þar uxu. “Sérðu svana snemma á vori?” sagði Margrét. “Eg er viss um að blómin heima eru orðin þroskuð og fögur”. “Eg vona að ég fái að sjá þig á meðal þeirra, einhverntíma, þegar að skýjun- um léttir”, sagði Phil. Margrét brosti og mælti í alvöru- þrunginni einlægni: “Hlýjar móttökur bíða þín”. Phil ásetti sér að ganga sem fyrst úr skugga um það. Þau voru nú komin í tíundu götu, þar sem Ford-leikhúsið stóð. Það var þriggja hæða há múrsteinsbygging, út- flúrslaus. í kringum dyr þess, sem voru fimm, var þyrping af fólki á gangstétt- inni, og sem náði alla leið út á miðja götu. “Er þetta leikhúsið?” spurði Margrét. “Já”, svaraði Phil. “Það er alveg eins og kirkja, nema það er enginn turn á því”. “Það er nú einmitt það sem það er, ungfrú Margrét. Það var Babtistakirkja, en þeir breyttu henni í leikhús, með því að breyta loftsvölunum í klæðaherbergi og byggðu svo aðrar loftsvalir þar fyrir ofan. Hún amma mín, Stoneman, er Babtisti og sótti þessa kirkju. Faðir minn gerði henni það til geðs stöku sinn um, að fara með henni í kirkju. Nú fer hann aldrei. EJlsie og ég fórum oft hing- að í kirkju”i Phil ruddi sér veg í gegnum mann- þröngina og það vakti hjá honum sér- staka ánægju að greiða götu Margrétar og sjá um að hún yrði ekki troðin undir. Þau fundu Elsie við dyrnar órólega og önuga. “Eg verð að segja að þetta er ekki ó- stundvíslegt af hermanni, sem hefir á- kveðnar fyrirskipanir”, sagði hún ergi- lega. Eg er búin að bíða hér í klukku- tíma”. “Heimska, systir. Eg er á undan til- tekna tímanum”. Elsie leit á úrið sitt. “Klukkan er kortér yfir átta. Hvert einasta sæti er selt, og þeir eru hættir að selja aðgang að auðum plássum þar sem hægt er að standa. Eg vona að þú hafir náð í góða aðgöngumiða”. “Þá beztu sem til eru í húsinu, í fyrstu röð á veggsvölunum, rétt á móti stúku forsetans. Við getum séð allt sem fram fer á leiksviðinu og í hverjum krók og kima í leikhúsinu”. “Þá fyrirgef ég þér biðina”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.