Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 1. JÚLI, 1948 / V Úr borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra. eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. C. Ólafson, Ste. 1 Huth Apts., Maryland St., Phone 30 017, el æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birl að tilsluðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. -f Sá hörmulegi atburður gerðist í fyrri viku, að unglingspiltur, Jakob Elíasson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Jens Elíasson, druknaði í Rauðánni; *>róður hans og tveimur öðrum félögum hans varð bjargað. Þann 19. apríl síðastliðinn lézt í bænum Marietta í Washington- ríkinu, Steini Goodman, 73 ára að aldri; hann var fæddur á Ketilsstöðum í Mýrdal í Vestur- Skaftafellssýslu, 9. október 1874 og fluttist 9 ára að aldri með for- eldrum sínum til Ameríku, er fyrst settust að í Pembina, North-Dakota. Árið 1902 kom Mr. Goodman til Washington- ríkis og stundaði upp frá því búskap við Marietta. Mr. Good- man giftist 10. janúar 1908 Ágústínu Jónsdóttur frá Geld- ingaholti í Skagafirði, er lifir mann sinn ásamt einni dóttur, Mrs. Clara Johnson og þremur sonum, Arthur, Louis ög August. Steini Goodman var bróðir Guð- mundar B. Goodman, er lézt í Bellingham árið 1932. — Útför Mr. Goodmans fór fram á fimtu- daginn 22. apríl; jarðsett var í Woodlawn grafreit. The Lutheran Ladies Aid of /Grund is presenting a Concert in the Grund Church in Argyle on Sunday evening, July 4th at 8:30 p.m. Featured on the evening’s programme is séra Eiríkur Brynjólfsson, who will deliver the main address of the evening in the Icelandic language Miss Svana Sigurgeirsdóttir, a daughter of the Bishop of Ice- land will bring greetings from Iceland. There will also be local musical numbers. The Ladies Aid will serve coffee and lunch after the concert in the Grund Hall. A free-will offering will be received. — Everyone cordially invited. Gefið í úivarpsjóð Fyrsta lút- erska safnaðar, maí 1948 Mr. og Mrs. F. E. Snidal, Steep Rock, Man., $2.00; Mr. og Mrs. Mirjniit BETEL í ©rfðaskrám yöar Phone 21 101 ESTIMA^ES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs antl Insulatcd Siding — Repairs 332 SIMOOE ST. Winnipeg, Man. M ICELAND Scandinavia OVERNIGHT I Travel the modern way and íly in four-engine airships. MAKE RESERVATIONS NOW, IF PLANNING TO TRAVEL THIS SUMMER We will help you arrange your trip. NO extra charge. We also make Hotel Reservations. For Domestic and Overseas Travci Contact ViKING TRAVEL SERVICE (Gunnar Paulsson, Manager) 165 Broadway, New York City PHONE: REctor 2-0211 O. J. Oleson, Steep Rock, Man., $1.00; Mr. og Mrs. E. Johnson, Steep Rock, Man., $1.00; Mr. O. Hjartarson, Steep Rock, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Adolph Scheske, Moosehom, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Sigurður Magnús- son, Winnipegosis, Man., $2.00; Mr. og Mrs. Benedikt Kristjáns- son, Winnipegosis, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Malvin Einarson, Winnipegosis, Man., $1.00; Mr. August Johnson, Winnipegosis, Man., $1.00; Mr. Bjarni Sveins- son Davidson, Langruth, Man., $1.00; Oddny Gislason, Brown, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Sveinn Johnson, Langruth, Man., $2.00; Mr. og Mrs. Sig. Thordarson, Gimli, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Th. Thordarson, Gimli, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Johannes Pét- ursson, Árborg, Man., $2.00; Mrs. Margrét Jonsson, Lundar, Man., $1.00; Mrs. J. K. Jónsson, Lund- ar, Man., $1.00; Mr. Einar Sig- valdason, Baldur, Man., $1.00; Mr. Pétur Hermann, Mountain, N.-D., $1.00; Mr. Björn Stefáns- son, Akra, N. D., $1.00; Mr. og Mrs. J. K. Olafsson, Cavalier, N. D., $1.00; Mr. og Mrs. Gunn- laugur Pétursson, Gimli, Man., $2.00; Mr. og Mrs. Jon Borgfjord, Árborg, Man., $2.00; Mr. og Mrs. Jon Ásmundsson, Upham, N. D., $2.00; Mr. og Mrs. Stefan S. Ein- arson, Upham, N. D., $2.00; Mrs. Margrét Sveinsson, Swanson, Upham, N. D., $1.00; Mr. og Mrs. Jon Vidalin, Riverton, Man., $2.00; Vinur $1.00. — Meðtekið með þakklæti. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson 776 Victor St. ♦ Mr. Þorleifur Anderson og sonur hans Ólafur Anderson frá Churchbridge, Sask., voru stadd- ir í bænum í vikunni: -f Miss Emily Anderson frá Chicago 111., hefir verið í borg- inni undanfarið í heimsókn til ættingja og vina, hún hélt aftur heimleiðis síðastliðinn laugardag. -f SAMKOMA verður haldin í samkomuhúsi Langruth-bæjar, þriðjud., 6. júlí kl. 8 e. h., og hefst með stuttri guðsþjónustu, þar sem sr. Eirík- ur S. Brynjólfsson prédikar. — Að guðsþjónustunni lokinni hefst fjölbreytt skemmtiskrá og mun sr. Eiríkur flytja þar ræðu. Allir velkomnir! Vonast er eftir að fólk fjölmenni! -f Eftir þrjátíu ára íbúð í húsi mínu, 906 Banning St., hefir götustjórn borgarinnar þóknast að breyta númerinu, svo hér eftir verður það: 910 Banning St. Þetta eru þeir, sem þurfa að hafa einhver sambönd við mig, beðnir að hafa í huga. Gísli Jónsson. -f Séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum, flytur ræðu í samkomuhúsi Vidirbyggðar, að kveldi þess 8. júlí. — Verður það líklega síðasta tæifkærið er fólki í Norður-Nýja-íslandi gefst til að hlusta á hann og kveðja þau hjón áður en þau leggja á stað til íslands . -f Hj úskapur Laugardaginn 19. júní 1948, voru gefinn saman í hjónaband hjónaband í Chicago 111., Norma Margaret Alfred og John Frank Stromayer. Heimili ungu hjón- anna verður fyrst um sinn að 3048 No. Rutherford Ave. -f Dánarfregnir Miðvikudaginn þ. 9. júní lézt í Kansas City, Missouri í Banda- ríkjunum, merkiskonan Sofía Guðrún Walters, ekkja Björns Walters fyrrum ritstjóra Heims kringlu. Sú látna var systir síra Soffaniusar Halldorssonar próf- asts í Goðdölum og Viðvík. Hún skilur eftir þrjú börn uppkom- in, einn dreng og tvær stúlkur. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12.15. — Ávarp og söngur. Eiríkur S. Brynjólfsson. 776 Victor St. Wpg. + Argyle prestakall Sunnudaginn 4. júli, 6. sunnud. eftir Trínitatis: Baldur kl. 11 f.h. Brú kl. 2:30 e. h. Séra Eiríkur Brynjólfsson prédikar við báðar messurnar. — A.llir boðnir og velkomnir. Eric H. Sigmar. -f Gimli prestakall 4. júlí: — íslenzk messa að Gimli kl. 7 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. — Blöðin á Islandi eru beðin að geta um þessa dánarfregn. -f Þann 24. júní lézt við Church- bridge-pó$thús í Saskatchewan, ekkjan Pálína Marteinsdóttir Johnson frá Álftagerði við Mý- vatn. Hún skilur eftir átta börn sín uppkomin og all mörg barna börn. — Hún var jarðsungin af sífa S. S. Christopherson í graf- reit Þingvallasafnaðar að við- stöddum fjölda manns. -f Þann 19. júni lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mrs. Halldóra Johnson 88 ára og 10 mánaða, eftir þunga sjúk- dómslegu; hún var jarðsett 23. s. m., af séra R. E. Metcalfe. — Blessuð sé minning minnar elskuríku móðir. Matthildur og Carl Malmquist. -f Mr. óg Mrs. John Ásgeirsson komu heim í vikunni, sem leið sunnan frá Chicago, þar sem þau dvöldu um hríð í heimsókn sonar síns Páls og fjölskyldu hans. — -f Hjónavígslur framkvæmdar af séra Eiríki S. Brynjólfssyni: — Lincoln Paul Sveinsson, lyfjafræðingur og Thelma Elizabet Eggertson, gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju, föstudaginn 25. júní. — Foreldrar: Minnie Sveinsson og Páll heitirm Sveinsson, fyrrum kaupmaður í Wynyard. Harald Edward Driscoll og Sigríður Sesselja Anna Benson, gift í Fyrstu lútersku kirkju síðastliðinn laugardag. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ing- ólfur Benson; hún er frænd mörg í Mikley, og voru viðstödd þaðan giftinguna Mr. og Mrs. Valdi Johnson, Mrs. Siggi John- son og Mrs. Gunnar Tómasson; að aflokinni vígsluathöfn var setin vegleg veizla í Empire Hall. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband James Chapman og Guðrún Björnsson frá Riverton. • f Valdimar Björnsson blaða- maður frá Minneapolis, Minn., kom hingað til borgar á mánu- dagskvöldið ásamt frú sinni; ætl- uðu þau hjón* að bregða sér norður til Mikleyjar, því Valdi- mar hefir lengi leikið hugur á að sjá með eigin augum hina fögru eyju, sem er næst elzta Islendingabyggðin í Vestur Canada. Um 80 manns stofnuðu í gœr Félag hinna sameinuðu þjóða Formaður íélagsins var kjörinn Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður Um 80 manns stóðu að stofnun Félags hinna sameinuðu þjóða að Hótel Borg síðdegis í gær. — Formaður félagsins var kjörinn Ásgeirs Ásgeirsson alþingismað- ur. — Auk Ásgeirs Ásgeirssonar voru kosnir í stjórn félagsins: Ólafur Jóhannesson prófessor, Sigurgeir Sigurðsson biskup, frú Guðrún Pétursdóttir og Sigurð- ur Bjarnason alþingismaður. — í varastjórn voru kosin frú Soffía Ingvarsdóttir, frú Sigríð- ur Magnússon og Jónas Þor- bergsson útvarpsstjóri. Tilgangur félagsins er, eins og frá var skýrt í boðsbréfi á stofn- fund þess, að kynna hér á landi hugsjónir bandalags hinna sam- sameinuðu þjóða, hlutverk þess og störf og efla samhug og sam- vinnu þjóða í milli. Hafa þegar verið stofnuð félög með þeim tilgangi í fjörutíu löndum, sem meðlimir eru í bandalagi hinna sameinuðu þjóða. Svo er ráð fyrir gert, að hægt sé að stofna deildir í hinu nýja félagi víðsvegar úti um land. Alþbl. 9. maí. Brúðkaup Sylvía Ethel, yngri dóttur þeirra Mr. og Mrs. B. Guttorm- son og James Russel Storry, sonur Mr. og Mrs. J. Storry, voru gefin saman í hjónaband af séra Eiríki S. Brynjólfsson í Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudaginn 23. júní. Föðurbróðir brúðarinn- ar, séra G. Guttormson aðstoðaði við hjónavígsluna. Giftingarvott- ar voru systir brúðarinnar, Mrs. Ker Wilson, Miss Viola Haldor- son og bróðir brúðgumans, Ro- bert B. Storry. Lítil stúlka, Shirley Storry var blómamey. Mr. Ker Wilson, tengdabróðir brúðarinnar s öng, The Lord’s Prayer og Where’er I walk, eftir Handel. Miss Eila Buchanan lék á piano. Að loiknni athöfninni var haldin fjölmenn og vegleg veizla að Moore’s Mr. B. E. Johnson mælti fyrir minni brúðarinnar og flutti frumsamið kvæði; brúð- guminn svaraði með nokkrum vel völdum orðum. Einnig tóku til máls þeir séra Eiríkur og séra Guttormur. Mrs. Pearl Johnson söng nokkur lög og var Miss Buchanan við hljóðfærið. Brúðhjónunum bárust mörg heillaskeyta og las Mr. Robert Storry þau. Utanbæjargestir voru Rev. and Mrs. G. Guttormson, Minneota, Minn og sonur þeirra og kona hans, Mr. og Mrs. Stefán Guttormson, en hann stundar nú nám í guðfræði við St. Oláf’s College. —LADIES! Now—for that amazing new youahful look, have lasting permanent wave at the. GOLDEIM Beauty Salon J N Pcrmanents Crcam Oil Wave, from §3.50 Cold Waves, from $4.95 Grey Halr Dyed, bleached. No Appointments Necessary. Docated at ST. MAHY’S at HARGRAVE Phone 95 902 (One Block South of Bus Depot) ♦ ♦♦♦♦♦♦ íslenzk skólastúlka 15 ára gömul óskar eftir vist yfir sumarmánuðina á góðu heimili, helzt í grend við Gimli. Frekari upplýsingar fást með því að skrifa til: Mrs. F. Broadley Árborg, Man. The Swan Manufacfuring Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James Si. Phone 22 641 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED I ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ S U M A R Nú er hyggilegt að gera ráðstafanir varðandi hjálp um uppskeru og þreskingartímann . . . og peninga til starf- raekslu þangað til að uppskeran erseld. Peningar til þess að fullnægja slíkum þörfum, eru ávalt til taks i Royal bankanum. Finnið næsta útibússtjóra og ráðgist við hann um peningalán. Spyrjist einnig fyrir hjá honum um lán til umbóta á býli yðar til hagsmuna fyrir bóndann og fjölskyldu hans. THE ROYAL BANK OF CANADA «

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.