Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 7
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JúLÍ 1948 Sjónvarpinu er spáð mikil framtíð Nolkun þess vex dag frá degi en dagskráin er ennþá léleg Eftirfarandi grein er lauslega þýdd úr “Time” frá 24. maí. Nú tala allir um sjónvarp. Þeir sem eru hrifnastir af því, eru sannfærðir um, að þess muni ekki langt að bíða að sjón varpið geri útvarpið jafn úrelt og hest- urinn er nú sem farartæki. Enn- fremur muni það hafa í för með sér, að menn hætti að sækja kvikmyndahús. Börn muni ganga í skóla í dagstofunni heima hjá sér, frambjóðendur til for- setakosninga vinni sigra s í n a gegnum sjónvarpið. Húsmæð- umar muni sjá þar kjólana og matinn, sem þær vilja kaupa — og síðan þurfi þær ekki annað að gera en hringja eftir því. Um framtíð sjónvarpsins segir Jask R. Poppele, forseti félags sjónvarpsstöðvaeigenda: “Sjón- varpið á meiri framtíð fyrir sér, en flestir gera sér grein fyrir. Með sjónvarpinu mun hægt að efna til almennrar fræðslu og á það eftir að verða til þess að auka skilning þjóða í milli.” Ófullkomið en óhjákvæmilgt. Enginn veit ennþá með neinni vissu, hvort spádómarnir um sjónvarpið muni rætast eða ekki. En eitt er víst: Sjónvarpið er að koma. Það er þegar komið jafn langt áleiðis og flugið var, þegar Charles Lindberg flaug yfir Atlanshafið árið 1927 — ófull- komið en óhjákvæmilegt. Lík- legt er, að sjónvarpið muni hafa jafn miklar breytingar í för með sér í bandarísku þjóðlífi og fyrsti Fordbíllinn hafði. Ennþá hefir aðeins einn af hverjum tíu Bandaríkjamönnum séð sjónvarp. 1 öllum Bandaríkj- unum eru aðeins 27 sjónvarps- stöðvar — útvarpsstöðvar eru meira en 1600. - Aðeins 325 þúsund sjónvarpstæki eru til í landinu — og meira en helming- ur þeirra er í New York og ná- grenni. — Það eru 66 66 milj. út- varpstæki í Bandaríkjunum. ___ En notkun sjónvarpsins er stöðugt að aukast. I lok bessa árs munu um það bil miljón sjón- varpstæki vera í notkun. 66 sj onvarpsstöðvar munu vera starfandi. Ef þróunin heldur á- fram í sömu átt, munu sjónvarps tækin í notkun verða orðin 16 uulj. árið 1954, með um 65 milj. hlustendur. Dagskráin léleg En enda þótt sjónvarpið kunni að eiga fyrir höndum glæsilega ramtið þarf sá, sem á sjónvarps- tæki í dag, að vera sérstakur yrkandi íþrótta og gamalla kvikmynda og hann þarf að hafa m/kla þolinmæði. Flestar stöðv arnar sjónvarpa aðeins fjórar stundir á degi hverjum og dag skrain er yfirleitt léleg. Megninu af tímanum er var- J® til þess að sjónvarpa íþróttum í>að er sennilega ástæðan til þess að knæpur og veitingahús urðu a undan öðrum stofnunum með að bjóða viðskiptavinum uppá sjonvarp. — Box, tennis og aðrar tegundir íþrotta, sem fram fara á litlu svæði, koma vel út í sjónvarp- mu. öðru máli gegnir með baseball”, fótbolta, körfubolta, hockey” og veðhlaup. En það stendur allt til bóta. CBS hefir t. d. ráðið til sín myndatöku- menn, með sérþekkingu á ofan- töidum íþróttagreinum. ___ það er meiri vandi að lýsa t. d. fót- bolta í sjónvarp en útvarp. Það er tilgangslaust að lýsa fyrir fólkinu því sem það getur séð með eigin augum. Það verður að útskýra fyrir þeim fáfróðu — án þess að skaprauna þeim, sem meira vita. Leikrilin fremur til leiðinda Leikrit þau, sem sjóvarpað hefir verið, hafa fremur verið til leiðinda en skemmtunar. — Kraft Theater og Theater Guild hjá NBC eru undantekningar. Eftir að leikstjórunum hafði mis- tekist nokkrum sinnum, stilltu þeir í burðinum meira í hóf. Sú tegund leiksýninga, sem þeir sættust á, er yfirlætslaus og á ekkert skylt við glingrið í Holly wood. En hún sómir sér vel í dag stofunni milli sófans og bókahill unnar. Katrín mikla með' Ger- trude Lawrence í aðalhlutverk- inu, tókst t. d. með ágætum. Sjónvarp á fréttum tekst sjald an vel. Þulurinn les upp úr hand riti sínu, lítur sjaldan upp, bendir aðnnað veifið á landabréf eða mynd. Nokkrar sjónvarps- stöðvar hafa sýnt fyrsta flokks fréttamyndir, og þá sér í lagi NBC. — Sjónvarpið frá hljómleikum Toscaninis, þar sem meistarinn sást snilldarvel í allri Ainni tign, markaði tímamót í sögu sjón- varpsins. Aftur á móti eru jazz hljómsveitir jafn fáránlegar í sjónvarpi og endranær. Dægur lagasöngvarar sem vanir eru að syngja í útvarp eiga flestir erfitt með að venjast öllum þeim tól- um og tækjum, sem sjónvarpinu fylgja. Undantekning er þó ung frú ein að nafni Kyle MacDonnel Hún var óþekkt meðan hún söng í útvarp en er nú orðin fræg, síð an hún tók að syngja í sjónvarp- ið. — Margþvæll efni ^Hvað er það fleira, sem sjón varpið hefir upp á að bjóða? — Mestmegnis margþvælt efni: — Þættir, sem fjalla um spuming- ar og svör, viðtöl við fólk á göt- um úti, matreiðslutímar, tísku- sýningar og veðurfréttir með myndum. Og svo eru það kvik- myndirnar, sem eru hreint fyrir neðan allar hellur. Það eru allt saman ævagamlar myndir, sem sjónvarpið hefir fengið frá Holy wood fyrir lítinn pening. Úr þessu verður sennilega ekki bætt fyrst um sinn. Það strandar á Hollywood, sem ótt- ast, að sjónvarpið verði of hættulegur keppinautur — fólk muni hætta að sækja kvikmynda húsin, ef það geti séð góðar myndir í sjónvarpinu heima hjá sér. Þess vegna fær sjónvarpið aðeins gamlar myndir. í öðru lagi hafa sjónvarpsstöðvarnar ekki yfir nægilega miklu fjár- magni að ráða, enn sem komið er. — Flestir, sem hafa kynnt sér þetta mál, hallast samt að því, að um síðir muni kvikmynda- framleiðendur í Hollywood neyddir til þess að verja um 50 prósent af tíma sínum og kröft- um til þess að framleiða myndir er sj ónvarpsstöðvarnar hafa efni á að kaupa. Einu mvndirnar sem enn hafa verið sérstaklega verið búnar til fyrir sjónvarp, auglýsingamyndir. Og þær eru engum til gleði né ánægju. Eitt mesta undur nútímans Sjónvarpið er enn ófullkomið, þegar þess er gætt; hvað koma skal. En það er eitt af mestu undrum nútímans og fyrstu hug- myndina að því átti íri, að nafni Joseph May, árið 1873. Bandaríkjamenn sáu sjónvarp í fyrsta sinn á heimssýningunni í New York árið 1939. En áður en svigrúm gæfist til þess að at- huga leikfang þetta nánar braust heimsstyrjöldin út. Þegar það var rannsakað aftur, reyndust vera til af því tvær tegundir. 1 fyrsta lagi sú^^em CBS hafði framleitt, og hafði alla hugsan- lega liti og í öðru lagi sú, er RCA hafði framleitt, og hafði aðeins tvo liti, svart og hvítt. — Eftir miklar umræður komust menn að þeirri niðurstöðu, að ekki myndi kleift að nota aðra liti en svart og hvítt í sjónvarpinu. Loks gátu menn keypt sér sjónvarpstæki án þess að þurfa að óttast, að þau yrðu úrelt eftir stuttan tíma, og sjónvarpstæki fóru að sjást í fleiri og fleiri veit ingahúsum. Varaforseti NBC, Frank Mul- len, segir um sjónvarpið, að það muni verða “starfsemi virt á sex biljón dollara, fjórum sinn um umfangsmeiri en útvarps- starfsemin er í dag”. Allan B. du Mont heldur, að sjónvarpið muni verða eitt af tíu stærstu fyrirtækjum í Bandaríkjunum eftir fimm ár. 6,7 milljón. dollara tap NBC tapaði 6.700.000 dollurum á sjónvarpinu s. 1. ár og gerir ráð fyrir að tapa 5 millj. til viðbótar áður en það fari að fá nokkuð í aðra hönd — eftir um það bil 5 ár. Forráðamenn útvarpsins eru áhyggjufullir vegna könnunar, sem nýlega var gerð á heimil- um, sem hafa bæði útvarp og sjónvarp. Það kom sem sé í ljós, að þeir .voru átta sinnum fleiri sem voru að horfa á leikrit í sjónvarpinu en hlusta á hinn vinsæla gamanleikara Fred Al- len í útvarpinu. Enda þótt sumir haldi, að útvarpið verði úr sög- unni eftir nokkur ár, hallast þó fleiri að því? að útvarpið muni verða notað jafnhliða sjónvarp- inu — eða að þetta tvennt verði sameinað. Sjónvarpi er ekki hægt að koma fyrir í bifreiðum, hús- mæður eru oft of önnum kafnar til þess að geta horft á sjónvarp og það kemur ekki að neinu gagni fyrir þá, sem eru blindir. HúsmæSurnar mesta vandamálið Forráðamenn sjónvarpsins eru eiginlega í mestum vandræðum með húsmæðurnar. Hafa þær tíma til þess að setjast niður og horfa á sjónvarp? Já, segir Mul- len. “Konur hafa tíma til þess að spila bridge, fara í búðir og á allskonar fundi. Þær munu einn ig hafa tíma til þess að horfa á sjónvarp”. Það er hægt að skrúfa frá útvarpinu — og síðan þarf ekkert meira um það að hugsa. En sjónvarpið krefst þess, að fullri athygli sé beint að því. Hvaða áhrif hefir sjónvarpið á fjölskyldulíf í Bandaríkjunum? “Góð áhrif”, segir varaforseti CBS Adrian Murphy. Eg átti ný- lega tal við mann, sem sagðist hafa séð unga dóttir sína í fyrsta sinn í tvo mánuði eftir að hann hafði keypt sjónvarp. Hún kom með félaga sína heim — í stað þess að vera méð þeim einhvers- staðar út um hvippinn og hvapp inn. Áköfustu aðdáendur sjónvarps ins eru börnin. Þau horfa á lé- legar auglýsingamyndir og eld- gamlar cowboymyndir í þögulli hrifningu. “Það var venjulegast erfiðast að hafa hemil á börnun- um frá því þau komu inn á kvöldin og þar til þau fóru í rúm- ið”, sagði móðir ein fyrir skömmu. “En nú sitja þau róleg og horfa á sjónvarpið — sjón- varpið er bezta barnfóstran”. Einkennileg saga um fíl, sem gerðist mannœta í dýragarðinum í Zurich í Sviss hafði um alllangt skeið verið fíll, sem náð hefir mikilli frægð og hylli. En á jóladags morgun í vetur varð hann að láta lífið fyrir ódæði, sem hann hafði drýgt — eftir að hafa gerzt tveggja manna bani. Fílar eru ákaflega einkenni legar skepnur. Þeir koma mönn um oft á óvart með ýmsar til- tektir. Þó hefir það ekki, svo vitað er, komið fyrir nema einn fíl að éta lifandi manneskju. Suður í Zurich í Sviss er stór dýragarður, einn með þeim stærstu í Evrópu. Þar hafa að undanförnu verið tveir fílar, þar til nú um nýárið að annar þeirra var drepinn, sökum þess að hann var orðinn mannæta. Það eru annars ellefu ár síðan tíu mánaða gamall fíll var flutt- ur til dýragarðsins í Zurich. — Honum var gefið nafnið Chang og hann var fenginn til að vera öðrum eldri fíl, sem í garðinum var til gleðiauka og skemmtun- ar. Þessi litli fíll vann brátt hylli allra og þótti sérstaklega skemti legur og gáfaður fíll. Hann varð beinlínis stolt Rietmanns fíla- hirðis. Sérstaklega var litli fíilinn þó hændur að börnum og hann sótti jafnvel sælgæti ofan í vasa þeirra. En dag nokkurn reif Chang brúðu af lítilli stúlku og fyrir þetta var honum hegnt. Þremur árum seinna kom ein- kennilegt atvik fyrir — kaldan og stormasaman nóvembermorg un> þegar Rietmann fílahirðir kom í garðinn sá hann blóð í básnum hjá Chang. 1 hálminum fyrir framan fílinn fannst blóð- ug hendi og rist af manni. Lögreglan komst brátt að sann leikanum í þessu máli og hver hin ógæfusama manneskja hafði verið. Chang hafði ráðizt á unga stúlku, étið hana og föt hennar, meira segja hattinn töskuna líka. og hand- Lögreglan komst að því að stúlkan hét Bertha Walt og var skrifstofustúlka í Zurich. Kvöld ið áður hafði hún farið að heim- an frá kvöldverðarborðinu með matarbita út í dýragarðinn til að gefa Chang. Hún var vön að segja að sér þætti dýrin oft betri en mennirnir. Á eftir hefir hún hlotið að hafa farið inn um dyr fílahirðisins inn í básinn, sem undir venjulegum kringumstæð- um átti líka að vera óhætt. Stjórnandi dýragarðsins vildi láta drepa fílinn Chang, en Riet- mann hirðir hans bað honum vægðar. Var hann síðan góður þar til skömmu fyrir jól nú í vetur að Chang skipti um ham. hann illskukast. Hann veittist jafnvel að stæltustu karlmönn- um, þegar illa stóð í bælið hans. Enn bað Rietmann fílnum griða og fékk að ráða. En keðj- urnar voru styrktar. Hirðunum var bannað að fara einum inn til Chang. En Hans Rietmann var hvergi hræddur. Á aðfangadag jóla fór hann sjálfur inn í básinn til Chang, en þegar hann var að festa keðjunni um afturfætur fílsins sló hann allt í einu ran- anum aftur fyrir sig og bar Rietmann upp að gininu. Seinna þetta sama kvöld heyrð ist reiðiöskur fílsins um allan dýragarðinn. Dýrin vöknuðu og dýragarðsstjórinn hljóp að fíla- búrinu. Þá sá hann að Chang var að ráðas't á gamla fílinn, en á jörðina lá lík Rietmanns fíla- hirðis. í þetta sinn var enginn til að biðja Chang griða. Arla næsta morguns kváðu við fjögur riffil- skot og fíllinn Chang féll dauð- ur til jarðar. Tíminn, 12. maí HEILÖG JÖRÐ Heilög jörð, sem holdið geymir hennar^ sem mín aðstoð var, — hennar, sem mitt hjarta dreymir hér þó skilji leiðirnar. Hingað kem ég — klökt er sinni, - krýp við lága beðinn hér, — blómvönd hef’ í hendi minni, hjartans ljúfa mál sem tér. Vina kær á hvílu þína klökkur legg ég blómin smá, og ímyndunin er vill sýna að þú við mér brosir þá. Brosir, eins og áður forðum er við saman gengum hér, og jneð hlýjum ástar orðum elsku þína tjáðir mér. Yndi lífsins þráfalt þrýtur þessum tárastigum á; Guðs þó kærleikslögum lýtur lífs vors gjörvalt æfistjá. Kolbeinn Sæmundsson. Nokkur kveðjuorð Að heilsa og kveðja, það er lífsins gamla og nýja saga. Fyr- ir tæpu ári síðan komum við, íjölskylda mín og ég til yðar á sólríkum og yndislegum sumar- degi. Landið og fólkið heilsaði okkur með brosandi blíðu. Síð- an hefir gengið á ýmsu með veður og viðburði. Við höfum dvalið á meðal yðar í margvís- legum stormum og stríði, í sorg- um og gleði. En nú færist skiln- aðarstundin nær, og ég nota tækifærið sem ritstjórn “Faxa” veitir mér til að færa lesendum blaðsins og byggðarfólki yfirleitt kærar þakkir fyrir góða viðkynn ingu og ánægjulega samvinnu á árinu. Það er æfinlega nokkur gagn- kvæm eftirvænting hjá fólki er nýjan og óþekktan prest ber að garði. Fólkinu leikur hugur á að vita hvernig hinn nýi prestur muni líta úts og hvernig fram- koma hans muni reynast í og ut- an kirkju. Presturinn kemur með ótta og andvara, vitandi ei hvernig fólkið muni taka sér, eða hversu sér muni heppnast emb- ættisfærslan á hinu nýja starfs- sviði. Þessar kenndir munu hafa bærst í brjóstum margra er okk ur bar að landi hér í fyrra sum- ar. öll höfðum við nokkra örygg iskennd í þeirri fullvissu, að ef miður tækist, yrði sambúðin ekki löng. Eg fyrir mitt leyti vissi að hið kirkjulega og félags lega starf yðar er í svo föstum skorðum að fátt mundi breytast til hins lakara, þó sitthvað færi í handaskolum hjá mér á árinu. En ég gat búist við að svo færi þar sem mitt kirkjulega uppeldi og menntun í þeim fræðum hefir að mestu verið erlendis. Eg er ekki dómbær á það hversu emb- ættisfærslan hefir tekist, en ég hefi leitast við að laga mig í þeim efnum eftir staðháttum yð- ar og venjum. í æsku dreymdi mig um það, að einhverntíma mætti ég verða prestur í þjóðkirkju íslands. — Þessi draumur hefir ræzt, um skeið, á meðal yðar. Eg hefi séð kirkju Islands að störfum, og kynnst mörgum ágætis mönn- um hennar meðal presta og leik- manna. Þessi kynning hefir verið mér mikils virði, og mun lengi geymd í hugljúfri minn- ingu. Eg hefi verið lánssamur í því að mér val valið starfssvið á meðal yðar, í einu glæsilegasta prestakalli landsins. Að vísu hafa ýmsir kvartað undan því} mín vegna, að tíðin hafi lengst af verið erfið og óhagstæð. En ég hefi ekki kvartað undan því. Það er allsstaðar eitthvað að veðrinu. En lán mitt liggur fyrst og fremst í því að hafa kynnst á- gætu fólki, sem lætur sér annt um kirkjur sínar, sækir þær og prýðir betur en almennt gerist. Eg þakka allan kærleika sem þér hafið sýnt mér og mínum, og bið yður og hinum ágæta og vinsæla sóknarpresti yðar allrar blessunar á komandi tímum. Séra Valdimar J. Eylands. Norskir guðfrœðingar halda hér fyrirlestra Komnir eru til lands á vegum Kristilegs stúdentafélags, tveir norskir guðfræðingar. Hér munu þeir halda nokkra almenna fyrir lestra. Menn þessir eru sr. Sverre Magelsen, aðalframkvæmda- stjóri hjá krTstilegu félagi há- skólastúdenta og menntaskóla- nemenda. Er hann vígður til þessa starfs. Hinn maðurinn er Bjarne Haveide lector. Hann er forstöðumaður fyrir Kristelig Pedagois kontor. Hann kom hingað til landsins árið 1936 með próf. Hallesby á fyrirlestraferð hans. — Fyrsta almenna samkoman, sem þeir Sverre og Bjarne koma fram á, verður í kvöld í Dóm- kirkjunni. Er samkoman haldin í tilefni þess, að í dag eru liðin 8 ár, síðan hersveitir Hitlers réðust inn í landið. Bjarne held- ur fyrirlestur um baráttu norsku kirkjurnár á stríðsárunum. — Einnig mun Sverre flytja stutta ræðu. Aðrar samkomur, sem þeir munu flytja ræður á, verða haldnar í húsi K.F.U.M. Verður annar fyrirlestur á sunnudags- kvöld og leggja þeir þá út af orð- unum: Kom þú og sjá. Fimmtu- daginn 15. apríl flytja þeir fyr- irlestur er nefnist: Fæða eða fjörtjón og næsta kvöld annan fyrirlestur: Hvernig verða menn kristnir. Næst síðasta fyrirlest- urinn heiir: Hefirðu reiknað rétt. Lokasamkoman verður haldin sunnudaginn 18. apríl og nefnist fyrirlesturinn er þá verður flutt ur: Á skeiðbraut lífsins. Einnig munu þeir halda fyrirlestra á fundum er Kristilegt stúdenta- félag gengst fyrir meðal stúd- enta og ein samkoma verður haldin fyri rnemendur æðri skóla. — Blaðamenn ræddu við þá Sverre og Bjarne í gær. Sögðu þeir að í Oslo myndu nú um 400 af 5000 stúdentum vera innan vébanda kristilegs félags stúd- enta. Innan menntaskólanna er starfsemi slíkra félaga vel skipu- lögð og munu um 80 deildir vera starfandi innan skóla borgarinn- ar. — Mbl., 10. apríl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.