Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.07.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ, 1948 5 ÁHUGAMÁL UVCNNA Ritrtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hvort man nú enginn Jón Sigurðsson “Eg las fallega grein í síðasta Lögbergi, eins og raunar oft áð- ur”, sagði góðvinur okkar einn. “Það var greinin Um skyldur al- þingismanna eftir Jón Sigurðs- son, forseta. — Hvað ætli marg- ir muni annars eftir því, að við eigum hér í borginni, í garðinum fyrir utan þinghúsið, mynda- styttu af þessum manni — okkar mesta manni, gerða af listamanninum góða, Einari Jónssyni? Því sýnum við ekki forsetanum virðingu og minn- umst hans 17. júní á viðeigandi hátt? — Eg tek altaf ofan, þeg- ar ég geng þarna fram hjá, en því leggjum við ekki leið okkar þangað í stórhóp þennan dag og sýnum börnum okkar og sam- borgurum, að við höfum átt mikilmenni, sem við kunnum að meta og virða? — Sennilega hafa aðeins fuglarnir staldrað við hjá standmynd Jóns Sigurðsson- ar 17. júní síðastliðinn. — Við ættum þó að minsta kosti, sóma okkar vegna, að hreinsa af myndinni óhreinindin, sem þess- ir gestir loftsins skilja eftir. — Eða man nú enginn Jón Sigurðs- son — erum við að glevma Is- landi?” — Djúpur sársauki lýsti sér í rödd þessa vinar okkar, þegar hann varpaði fram þess- um spurningum um leið og hann kvaddi. Seinna um daginn lagði ég leið mína ofan í þinghússgarð, og að mynd Jóns Sigurðssonar. Eg hefi að vísu oft komið þang- að áður, en eftir þessa ádrepu vinar okkar fann ég löngun til þess að ganga á fund forsetans. Hann var göfugmannlegur og tígulegur ásýndum að vanda; — mynd hans hefir verið komið fyrir á hinum fegursta og virðu- legasta stað, sem völ er á — á flötinni fyrir framan þinghús Manitobafylkis. Ekki eru þarna margar myndastyttur. — Vict- oria drottning situr andspænis aðaldyrum hússins; hermanna- minnismerki fyrstu heimsstyrj- aldar til vinstri; Jón Sigurðsson forseti, til hægri, og horfir til austurs, en austanvert við þing- húsið stendur mynd af ástmegi Skota, Robert Burns. — í þetta skipti báru standmynd irnar enginn merki um vinsæld- ir fuglanna; umsjónarmaður garðsins mun líta eftir því. í ýmsum íslendingabyggðum er Jóns Sigurðssonar minst, og íslenzka lýðveldisins, 17. júní ár hvert. Winnipeg íslendingar halda sinn íslendingadag að Gimli í ágúst mánuði, en væri ekki skemtilegt að Islendingar í Winnipeg tækju einnig upp þann sið að safnast saman kvöldstund 17. júní ár hvert, á flötinni hjá mynd Jóns Sigurðs- sonar; leggja blómsveig við myndina, og syngja íslenzka söngva? Eitt stutt ávarp væri nægilegt. Hin löngu júníkveld eru oft dásamlega fögur; gætum við varið kveldinu, 17. júní, bet- ur en að minnast á þennan hátt, með virðingu og þakklæti, hins mikla brautryðjanda ættþjóðar- innar, Jóns Sigurðssonar? -t- Miklar í lofti Fyrir þrjátíu árum tók Blanche Stuart — sem kunn er undir nafninu Betty Scott — ofan flughjálm og rykgleraugu og sagði að það væri engin framtíð fyrir kvehfólk að fljúga, nema sem aukastarf. Hún hafði þó stundað listflug í sex ár og var fræg flugkona. En svo er að sjá sem þetta sé enn réttmæli. 5000 flugkonur eru hú í heiminum, en flugmenn eru 335.000. Konur óska þess, að fá jafna aðstöðu til þess að stunda þessa atvinnu. — Aðrar konur tóku upp sama starf og Betty Scott. Þær áttu bágt með að trúa því að almenn ingur og einnig flugfélögin gætu ekki fallizt á, að þær væru ör- uggar við flugstjórn. Þær höfðu þó getið sér frægð í listflugi. — Þær vildu geta fengið ábyrgðar- stöður eins og karlmenn. Þær hætta lífi sínu jafnt og karlmenn og þær hafa tekið á sig alla erfiðleika fúslega. Sigg á hnúum, flumbraðir fótleggir brotnar og rifnar neglur, hörund sem er eins og sútað skinn, úfið hár og ótótlegt. Þetta fylgir allt starfinu, en enginn tepruskapur hefir staðið þeim konum í vegi, sem stunda vilja fluglistina. — Margar hafa sýnt það að þær eru jafnfærar körlum til þess að stjórna hverskonar flugvélum., Þær sýndu það á stríðsárun- um. Þá var í Bandaríkjunum stofnuð flugsveit kvenna. — Þá fengu konur að stjórna allskon- ar flugvélum svo að allir karl- ar gætu farið í herinn. En flug- sveitin — the Wasps — var leyst upp fyrir stríðslok og var það flugkonum mikið hryggðarefni. Eftir stríðið hafa þær átt erfitt uppdráttar, og hafa þær nú ný- lega haft flugsýningu þar sem konur eingöngu áttu að sýna fluglistir. Karlmenn áttu ekki að koma þar nærri, heldur ekki að starfa á flugvellinum. Þetta var gert til þess að auka áhuga kvenna á flugi og líka til þess að minna karlmenn í áhorfenda- hópnum á það, að konur geti flogið og gert það vel. Betty Scott var heimsins fræg asta flugkona fyrir 30 árum. — Fyrst vakti hún athygli með því að aka bifreið ein yfir þvera Ameríku, þá var hún átján ára. Síðan gerðist hún flugkona og var fyrsta kona sem flaug langa leið í flugvél, — það var þó ekki nema sextíu mílna flug. — Af- rek hennar á flugi eru mörg, og hún varð líka fyrir slysum. Margar konur hafa síðan orðið frægar flugkonur. En Betty Scott segir að það, að konur eigi erfitt uppdráttar, sé mikið kyn- systrum þeirra að kenna. — Þær virðist hafa meira álit á körlum en konum. Fínir kvensokkar Nýlega var sýning á fínum kvensokkum í Waldorf-Astoria gistihúsinu í New York. Örþunnir sokkar voru sýndir og voru þeir margvíslegir á lit, svo sem, bleikir, ljósgulir, ljós- fjólubláir, grænir, ljósrauðir og gulbrúnir. Til þess er ekki ætl- ast, að þeir komi í staðinn fyrir dökku sokkana, heldur að þeir sé aðeins notaðir með fínum, þunnum kjólum, kjólum úr organdie, silki og blúnduefni, sem notaðir eru á sumrin. Lilla-bláir eða ljós fjólubláir sokkar eru sýndir með dálítið dekkri fjólubláum kjól úr bóm- ullardúk, og skórnir, sem með fylgdu, væri brúnir leðurskór. Með Ijósrauðum sokkum var sýndur síðdegiskjóll sem var í ljósari rauðum lit, en gullskór voru sýndir með. Ljósgrænir sokkar voru sýndir með marglit- um kvöldkjól úr nýlonette, og voru aðallitir hans grænt, blátt og ljósbleikt. Gulir sokkar voru sýndir með gulum blúndukjól. Vínarbúar eru ennþá fullir af fjöri Listir standa með miklum blóma í austurrísku höfuðborginni Fólkið í Vínarborg er svangt. Húsin þar eru köld og dimm. Búðirnar eru svo lil tómar. Og þó er borgin þrungin lífi. Hún er ennþá mesta "heims- borgin'’ í Evrópu. Eftirfarandi grein er Spectator”, 30. ur þýdd apríl. “Hvernig leist þér á Vín? Er það ekki eyðileg borg? Er ekki hin gamla og fagra Vínarborg horfin að eilífu?” Menn hafa sífellt verið að þessu, síðan ég kom nýlega heim frá Vín. Fólkið óttast að hin lífs glaða og fjöruga borg Strauss- valsanna og Glöðu Ekkjunnar sé horfin. Og jafnvel þeir^ sem vissu að í Vínarborg voru einnig frægir læknar, sálfræðingar, rit- höfundar, uppfinningamenn og listamenn, óttast, að samblandið af snilligáfu og léttúð, starfi og fjörugum söngvum, sem gerði það að verkum, að Vín átti ekki sinn líka í víðri veröld, sé horfið — og komi aldrei aftur. En þessi ótti er ástæðulaus. Eg hefi nú aftur heimsótt Vínarborg, eftir að hún hefir orðið að þola margra ára styrjöld og eyðileggingu. — Borgin er ennþá dásamleg og þrungin lífi — hún er ennþá mesta “heimsborgin” á megin- landi Evrópu. Þegar verið var að svipast um eftir aðseturstað fyrir Samein- uðu þjóðirnar, sagði sagnfræð- ingur einn í New York við mig: “Þeir ættu að velja Vín. — Allar ráðstefnur^ sem haldnar eru þar takast vel því að þar er fólkið hamingjusamt. Lítum . bara á Vínar-ráðstefnuna. Þar voru teknar mikilvægar ákvarðanir — þrátt fyrir allan glauminn og gleðina. Það hefði kannske jafn vel tekist að halda lífinu í Þjóða bandalaginu ef það hefði haft aðsetur í Vín”. Vínarbúar gleðjast yfir litlu Það er sennilega mikilvægt að ar fólk viti hvernig það á að vera hamingjusamt, þó »að það hafi varla nóg að bíta og brenna, ef hægt á að vera að skapa varan- anlegan frið. Megnið af fólkinu í veröldinni verður að öðlast þessa þekkingu ef það á að geta höndlað hamingjuna. Og í Vín kunna menn vissulega að gleðj- ast yfir litlu. Fólkið þar er svangt. Húsin eru köld og dimm. Búðirnar eru svo til tómar. — Skömmtunin sér mönnum aðeins fyrir einni góðri máltíð á viku. mu Hin frægu kaffihús eru lokuð — þar sem maður gat áður labb- að inn af götunni, borgaði sex pense í aðgangseyri, fékk kaffi- bolla með eins miklu af þeyttum rjóma og maður vildi og gat síð- an setið og lesið þar í blöðum og tímaritum eins lengi og maður kærði sig um. Fáein þeirra, sem enn eru opin, hafa á boðstólum eitthvað, sem kallað er te — og þegar mikið er um að vera fá menn agnarlitla pylsu með mustarði. En á hverju kvöldi eru leiksýningar á átján leikhúsum og leikritin eru ekki valin af verri endanum, Shakespeare, Shaw, Tchekov, Galsworthy^ Thornton, Wilder, Pirandello, Melnar, Claudel. 1 neðanjarðar- stöðvunum eru veggirnir þakt- ir auglýsingum um fyrirlestra, námskeið í listum og vísindum o. s. frv. Innan um þessar aug • lýsingar eru svo aðrar — fyrir- spurnir um eiginmann, son eða bróðir, sem fór í stríðið og ekk- ert hefir heyrst frá síðan orust- an um Stalingrad eða Omsk geisaði — en gæti ef til vill enn verið á lífi í einhverjum fanga- búðum. Dagblöð og tímarit eru boðin á hverju götuhorni. Ekki lítur út fyrir, að pappírsskortur hafi nein áhrif á útgáfu þeirra. Útlendingar vel séðir Það ergir mann að heyra aftur allskonar annarlegar tungur tal- aðar á götum borgarinnar. Eng- inn í Vínarborg hefir neitt við það að athuga. Þar hefir eng- inn ímugust á útlendingum. Það eru til aðrar borgir, þar sem mikið er dekrað við útlendinga — en engum er í raun réttri vel við þá. Vínarbúum hefir alltaf verið einkar hlýtt til erlendra gesta, þeir reyna að skilja tungu útlendinganna og siði þeirra. Og ég hygg, að þannig muni það verða áfram — því að þrátt fyrir allar þær ógnir, sem borgin hef- ir orðið að þola, þá heyrði ég enga láta þar*í ljós hatur. Vínar búar geta ekki hatað. Það er kannske ein undantekning. Ann að veifið varð ég vör við það, á götum úti og mannamótum, að ef einhver talaði með hinum harða framburði Prússans, þá var eins og fólkið gæfi honum illt auga. Það hefir ætíð verið gert gys að Prússum í Vínarborg. Nú virðist enginn geta þolað þá lengur. Listir standa í blóma — þó hart sé í ári Eg heyrði engann kvarta yfir því, þó að heimilið hans hefði verið jafnað við jörðu. En marg- ir hafa sagt mér það, að þegar Operan stóð í björtu báli þá hafi gamlir menn, miðaldra konur, ungar stúlkur og drengir staðið á götuhornum og grátið. — Hið fræga Philharmonic Orchestra, söngvararnir og ballettinn hafa undanfarið haft aðsetur í hinu gamla Theater an der Wien, og hafa hljómleikar og sýningar aldrei verið betri en nú. Vínar búar sátu í frökkum sínum, þeg ar ekki var til nægilegt eldsneyti til þess að hita upp húsið. Ýmsir af rithöfundum yngri kynslóðar- innar álíta að smáleikhús, í einni af hliðargötum borgarinn- Die Insol, sé bezta leikhúsið í Vínarborg um þessar mundir. Síðastliðið ár voru m. a. sýnd þar leikrit eftir Byron, Ibsen, Gorki, Alexander Dumas, de Musset, Gerhart Hauptmann, Wodekind, Rilke, og ný útgáfa af Sakuntala, eftir Kálidáse. — Einnig leikrit eftir Shaw, Odets, Nestroy og Molnar og öll þessi leikrit voru sýnd án buninga eða annars, sem nauðsynlegt er talið á leiksýningum. Á hverju kvöldi gat að lesa auglýsingu í leikhús- þar sem áhorfendur voru beðnir um að selja því lampa, blómsturvasa, húsgögn eða efni, sem hægt væri að sauma úr bún inga. Leikstjórinn, Leon Epp veit vissulega hvernig hægt er að vera hamingjusamur og nota skapandi gáfu sína þó að hörgull virðist á öllu. Hann byrjaði fyrir um það bil ári síðan með sýningum á Pippa Passes, eftir Robert Browning — en enda þótt því leikriti Tiafi verið mikið hælt, þá hefir þafT sjaldan verið sýnt. Um þetta leyti var Leon Epp trúlofaður ungri leikkonu og voru þau í þann veginn að genga í heilagt hjónaband. Þeim hafði einmitt tekist að spara saman nægilega mikið af pen- ingum til þess að geta farið í brúð kaupsferð, þegar þau komust yfir leikrit Brownings, sem gefið hafði verið út á þýzku. Þau á- kváðu þegar í stað, að hætta við brúðkaupsferðina og nota pen- ingana til þess að taka á leigu leikhús og sýna þar Pippa Passes. Sýningar tókust með slíkum á- gætum að leikritinu var útvarp- að, og veit ég ekki til að það hafi komið fyrir áður, enda þótt leik rit Brownings virðist sérlega vel fallið til útvarpsflutnings. Það er ennþá lil kærleikur í veröldinni Vínarbúar vilja gjarnan efna til samkeppni á sviði menningar mála. Þeir eru gestrisnir og kæra sig ekki um að vera alltaf þiggjandinn. 1 lok heimsstyrjald arinnar fyrri var Austurríki í slíkum fjárkröggum, að það neyddist til þess að þiggja hjálp. Bandarískur bankastjóri sagði þá að landið lifði algjörlega á bónbjörgum. Það var mjög óvit- urlega mælt og lýsti litlum skiln ingi á skapgerð Austurríkis- mannsins, sem er nógu biartsýnn til þess að vera greiðugur. Eg dvaldi í Vín í þrjár vikur, en ég sá ekki einn einasta betlara á götunum. En ég sá annað, sem snart mig djúpt. Það var sýning á listmunum, er konur Vínarborg ar höfðu unnið. Það átti að senda þá sem gjöf til kvenna í Sviss, sem dálítinn þakklætisvott fyrir það, að þær höfðu sent börnum í Austurríki mat. Á sýningu þess ari voru 1000 munir. Þeim var safnað af einum helzta friðar- vininum í Vín, sem varð að þola hræðilegar þjáningar meðan naz istar sátu að völdum. Við hvern hlut var fest lítið spjald og á því stóð: “Es gipt noch Liebe in der Welt” — Það er ennþá til kær- leikur í veröldinni. — 1 Bern voru munir þessir notaðir sem verðlaunagripir við hátíðahöld, og söfnuðust þar 3000 pund, sem varið var til þess að hjálpa aust- urrískum stríðsföngum. Úígáfustarfsemi Leipzig, sem áður var miðstöð allrar þýzkrar útgáfustarfsemi, er nú í rústum. Rússar — en Leipzig er á hernámssvæði þeirra — vinna ötullega að því að endurreisa þar prentsmiðjur, en þrátt fyrir það skapar þetta ástand tækifæri til stóraukinnar útgáfustarfsemi í Vínarborg. — Rithöfundar borgarinnar hafa á- valt lagt drjúgan skerf til hinna þýzku bókmennta, sem prentað- ar voru og útgefnar í Leipzig. Með lítilsháttar hjálp, ættu Vínarbúar sjálfir að geta annast útgáfu á öllum þeim bókum sem þeir þurfa á að halda, og þeir ættu einnig að geta prentað bæk ur á öllum tungumálum fyrir þann eina heim, sem þeir hafa ’ætíð trúað á. 1 borginni eru menn sem eru færir í öllum tungumál um veraldarinnar og prófarka- lesarar, sem hafa hlotið mennt- un sína við máladeildir háskól- ans. Vínarbúum er það mikið á- hugamál að prenta bækur — en einkum myndu þeir vilja greiða fyrir mat handa börnum sínum með því, að framleiða “andlega fæðu” fyrir börn allra landa. — Þeir vilja gefa þeim hollar og góðar bækur; í stað þeirra bóka, sem innræta börnurtum þjóð- ernisrembing og gerir þeim ó- kleift að skilja viðhorf annara þjóða. Það var reynt í smáum stíl eftir heimsstyrjöldina fyrri, og þær tilraunir vöktu áhuga menningarfrömuða og uppeldis- fræðinga um heim allan. Ef þess um tilraunum væri haldið áfram nú, í stórum stíl, í hverju ein- asta landi heimsins, þá myndum við ef til vill geta skapað frið á hinum eina sanna grundvelli — sálum ungu kynslóðarinnar. Mbl., 27. maí. Vinsamleg leiðrétting Reykjavík 19. júní ’48 Herra ritstjóri! 1 heiðruðu blaði yðar, dags. 8. apríl þ. á., er grein um “Feðgin- in í Miklagarði”, endurprentuð úr tímaritinu “Stígandi” að Ak- ureyri og er eftir Kristínu Sig- fúsdóttur skáldkonu, og er grein in hin prýðilegasta og rituð af mikilli velvild. En þótt seint sé, langar mig til að leiðrétta dálitla villu, sem slæðst hefir inn í grein ina um langafa minn, séra Hall- grím Thorlacíus í Miklagarði. Segir í greininni að hann hafi stundað nám í Hólaskóla og verið síðan aðstoðarprestur föður síns í 3 ár, en þetta er ekki rétt. Foreldrar hans voru séra Ein- ar Jónsson, síðast prestur í Kald aðarnesi í Flóa — bjó í Kálfshaga þar í hverfinu — og seinni kona kona hans Elín Hallgrímsdóttir Thorlacius, sýslumanns í Suður- Múlasýslu, Jónssonar, sýslu- manns í sömu sýslu Þorláksson- ar biskups á Hólum Skúlasonar. Þegar séra Einar faðir hans dó, mun Hallgrímur hafa verið um 12 ára að aldri og kom þá móðir hans honum fyrir til náms i Skálholtsskóla — ekki Hóla- skóla — og þaðan vígðist hann sem aðstoðarprestur að Grenj- aðarstað til bróðursonar síns séra Einars Thorlacius, en er hann kom norður, var frændi hans dáinn — þrítugur að aldri — og þjónaði séra Hailgrímur Grenjaðarstað í 3 ár, unz hann fékk Miklagarð, þar sem hann var síðan prestur í 60 ár, — hin síðustu ár með aðstoðarprestum. Séra Einar Thorlocius á Grenj- aðarstað var sonur Bjarna,. er var hálfbróðir séra Hallgríms af fyrra hjónabandi föður hans. Kona séra Hallgríms í Mikla garði var Ólöf Hallgrímsdóttir, prófasts Eldjárnssonar frá Grenjaðarstað, eins og segir í áðurnefndri grein. Þætti mér vænt um að þetta væri leiðrétt í yðar heiðraða, fjöllesna blaði. Virðingafyllst Einar Þ. Thorlacius fyrrum prestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. ALBERT E. TÓMASSON fyrsti atvinnuflugmaðurinn sem útskrifast hér á landi Fyrir fáum dögum var í fyrsta sinni hér á landi tekið flugpróf, sem veitir réttindi til atvinnu- flugs með farþega. Flugmaður- inn er aðeins 20 ára, Albert E. Tómasson að nafni, til heimilis að Tómasarhaga við Laugarás- veg. Hefir Albert hlotið allt sitt flugnám hérlendis bæði bóklegt og verklegt. Byrjaði hann sem ungur drengur nám í svifflugi, síðan gekk hann upp í vélflug- deild félagsins og hafði áður en hann gekk undir prófið hlotið mikla reynslu í vélflugi. Auk þess er bóklega námið fólgið í siglingarfræði, flugeðlisfræði, veðurfræði, flugreglum, vél- fræði og rafmagnsfræði. Próf- dómari við sjálft flugprófið var Sigurður Jónsson skrifstofu- stjóri flugmálastjóra, og var lokaþáttur prófsins sá, að Albert flaug umhverfis landið. Telja flugfróðir menn, að skilyrði til flugnáms séu nú orðin mjög góð hér á landi, og þeir menn sem stunda nám hér muni sízt verr undir starfið búnir, en þeir, sem erlendis læra við ólík veður- og loftslagsskil- yrði. Meðal annars fái flugmanns efnin góða undirstöðu og lærdóm af því að iðka flug hér yfir land- inu, og sé ekki hvað sízt mikið öryggi einmitt í því. Annar ungur maður hefir einnig um það leyti lokið námi í atvinnuflugi hér og standa nú yfir próf hjá honum. Er það Hallgrímur Jónsson, en hann er einnig 20 ára, eins og Albert Tómasson, og hafa þei-r lagt stund á flugiðkun og flugnám saman, og hófu þeir fyrst nám í svifflugi um fermingaraldur. Alþbl., 12. maí. Motto sölumannsins: — Ef þér tekst ekki að selja þeim fyrsta, reyndu þá aftur, reyndu aftur, reyndu enn aftur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.