Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1948 Arskýrsla forseta hins Evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi lögð fram á Gimli, 1948 Háttvirta kirkjuþing! Náð sé með yður og friður frá Drottni vorum og frelsara Jesú Kristi. Þegar vér skildum síðast, að afloknu þingi 1947, og hurfum til heimila vorra og hversdagsstarfa, eftir að hafa verið leiddir af Guðs hönd, og bent af fyrverandi forseta Dr. Haraldi Sigmar, gegnum sturlungaöld mannfélagsins, mátt- um við öll glöggt finna, að reynslan sannaði hin dásamlegu orð: “Þeim, sem Guð elska, samverkar alt til góðs”, því svo svo höfðu kristnar bróðurhendur samtaka verið, hin liðnu árin. Afftaki þessa varð ég, er þér fóluð mér forsetaembætt- ið þetta liðna ár. Þakka ég ykkur það traust er þér sýnduð mér, og góðum Guði hans handleiðslu í öllu. Nú er árið liðið. Þegar ég lít til baka og yfirvega hvernig kristinn lýður, kristin félög, kristnir einstaklingar hafa með samstarfi sínu borið uppi kristið starf Guði til dýrðar og börnum hans til blessunar, þakka ég þann einhug og sam- vinnu sem mér hefir auðnast að njóta sem forseti ykkar. — Sjálfur finn ég til þess, hve einstaklingurinn er vanmáttug- ur, og nú, er ég stend frammi fyrir ykkur, finn ég ef til vill allra bezt, hve þörf er kristnu barni á bróðurhönd og um- burðarlyndi, svo alt megi sem bezt ráðast. Einstaklingur- inn, smælingipn, þessi ögn á sjávarströnd mannlífsins, þetta hysmi í stormum lífsins, hversu er ekki sannleikur orðanna fluttur heim til vor: “Hvað er maðurinn að þú minnist hdns, og mannsins barn að þú vitjir þess”. En hve óumræðilega dýrmæt verður oss einmitt þá sú trú, sem syngur með óskeikulum tónum: “Hann heyrir stormsins hörpuslátt, Hann heyrir barnsins andardrátt. Hann heyrir sínum himni frá, hvert hjartaslag vort jörðu á”. Og að ekki fellur til jarðar einn spörfugl án vitundar Al- föður. Og einstaklingurinn verður hetja við einmitt þessa trúarvissu. Ósigrandi hetja. Þannig er það ætíð. Þar sem Guð og barn hans standa saman getur Grettistökum verið lyft. Kirkjufélagið okkar er eitt af allra smæðstu kirkjufélög- um þessarar álfu; eitt af þeim sem vinnur starf beggja megin landamæranna. Smæð þess verður mörgum til þess að segja að mikið sé ekki hægt að gera; landamæralína skifti litlu félagi í tvennt og veiki starfsmátt þess; tvær sjálfstæðar þjóðir í sumu ólíkar eigi hug fólks vors og bendi að nokkru í ólíkar áttir, geri einingu okkar félags veikari. Varla er hægt að hlusta á þessar afsakanir okkar fyrir litlum afrekum og stundum ekki sem bezt sameinuð- um kröftum, nema að finna að þeir, sem halda þessu fram, líti svo á að kirkjufélagið sé stofnun sem sé bundin við landa- merkja- og þjóðflokka-línur, sem og um leið neitar því að hún hafi hina víðtækari köllun kirkju og kristni að aðal- hugsjón. Sé kirkjufélagið hið fyrra, veraldlegur félagsskap- ur aðeins, hefir það brugðist köllun sinni; en sé það hið síð- ara, er það öllum landamæralínum stærra; öllum þjóð- flokkalínum víðtækara í hugsun og starfi. Sjáið til, þegar postular Jesú höfðu skapað sér þann hugsunarhátt að kristindómurinn væri fyrir Gyðinga og Gyðingaland eitt, þá tekur Drottinn til sinna ráða og þrýstir þeim til víð- feðmari skilnings á skyldunum sem Drottinn lagði þeim á herðay< og að síðustu þrýsti þeim út úr landinu, út meðal þjóðanna, út til endimarka jarðarinnar. Allur heimurinn var starfssvið þeirra sem vildu heita kristnir. Þetta er hin háleitari köllun okkar félagsskapar. Allur þrengri skiln- ingur á skyldum, starfi, hugsjónum, takmörkum, er svo miklu smærri en hann ætti að vera, svo miklu minni sem hann er þessari kröfu Drottins til lærisveina sinna. Munið þetta: “Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum”. Það vinnst aldrei ef kristin kirkja, kristin félagsskapur, svo sem okkar, hábindur sig við landamæralínur eða þjóðflokkalín- ur. Krists hugsjónin lyftir hugsjón vorri og takmörkum upp og út yfir þetta alt. Nei; þegar smæð hugsjóna vorra er að gera okkur að dvergum, þá biðjum Guð: “Það lítið gott sem í mér er, ger einnig stórt og bú í mér, þér höll úr hreysi lágu”. Smæð hugsjónarinnar en ekki smæð félagsskaparins verður til dómsáfellis. Sturlungaöldin kann að vera afstaðin. Sex ára stríð hennar hefir sett mark sitt á veröldina. Við höfum lært margt. En engin lexía þeirrar var okkur nauðsynlegri en sú sem kendi okkur það, að smælinginn, sem þóttist geta staðið einn og vera sjálfum sér nógur, átti heima á heilsuhæli. Því hvert einasta mannsbarn, hvar í heiminum sem var, varð fyrir áhrifum þess gjörningaveðurs sem yfir veröldina fór; og nema því aðeins að hann héldi í einhverja bróðurhendi, þá varð hann úti í því bölveðri og öllu var lokið. Sameinaður styrkur þjóðanna vann þann sigur sem við teljum okkar í dag. Sameinaður kraftur alþjóð kristinna manna getur einn orkað sigri Guðs ríkis á vorri jörð, og lofað sönnum friði: “Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. Guðsríki drottni, dauðans vald þrotni, Komi kærleikans tíðir”. En svo að vér ekki gleymum því að einstaklings átakið fyrir guðs mátt getur ennþá haft alheimsáhrif, set ég hér nokkur dæmi úr bók, eftir Henry P. Van Dusen, sem hann nefnir “World Christianity”. Hann kemst svo að orði um nokkur af þeim sannindum sem stríðið hafi leitt í ljós. Þau sannindi geta bent oss í hugsjón og starfi. Þetta er eitt þeirra: “Stríðsreynslan sýndi mönnunum að kristin kirkja var hin eini óhrekjandi, ósigrandi verndari mannlegra réttinda”. Einstein skrifar um það þannig: “Þegar National Socialismi ruddi sér til rúms í Þýzkalandi hugði ég, sem jafnan hefi tilbeðið frelsið, að mentastofnanirnar myndu berjast fyrir frelsinu; því þær höfðu altaf stært sig af því að fylgja því sem réttvísi hét. En hver verður reynslan? Þær þegja. Þá hugði ég að stórblöðin sem með stóru letri og orðamælgi höfðu lofsungið frelsinu mundu veita viðnám. En þau, eins og mentastofnanirnar, þögnuðu fljótt. Þá hélt ég að einstaklingar sem höfðu verið frelsispostular í skrif- um og skoðunum myndu fastir standa. En þeir þögðu. — Kristin kirkja ein stóð óbifanleg fyrir, er Hitler vildi fela sannleikann. Eg, sem aldrei hafði metið mikils hina kristnu kirkju, fann nú til elsku og aðdáunar fyrir henni sem ein átti kjark og festu til að vernda sannleikann og frelsið”. — Þannig farast þeim manni orð sem síst mundi hægt að ásaka um að vera hlutdrægur í garð kristinnar kirkju. Þegar mannleg musteri hrynja, stendur kristin kirkja sem eina skjól flýjandi barni, frelsandi, bjargandi. Annað, sem höfundur bendir á, er þetta: “Stríðsreynslan bénti mönnunumá, að kristin kirkja var hinn eini alstaðar- nálægi, óbrigðuli bjargvættur mannanna”. Á þessu bar mest þar sem um var að ræða þau svæði stríðsins, þar sem aldrei hafði -áður verið baristá, og menn töldu vera myrk- viði heiðninnar og villimennskunnar. Hetjur flughersins segja frá. Hann er skotinn niður yfir villiéyjum Solomons- eyja flákanna. Með hálfum huga ýtir hann gúmmífleka sínum til lands, því sagan og vísindin segja þar mannætur einar búa. En á ströndinni mætir honum ef til vill óskiljan- leg mállýska, en líka óskeikull bróðurkærleiki að bjarga lífi en ekki týna, vegna kristins trúarneista sáð í hjarta blökku- mannsins. Hetjan bjargast. Guði sé lof. Eða þá annar flugmaður verður að bjarga sér til jarðar í fallhlíf, yfir Afríku skógum eða Burma tindum eða Nýju Guineu myrkviðum. Hvers virði er mannslífið á þessum slóðum þótt fast land sé undir fótum? En áður en varir kemur björgun úr óvæntri átt. Þorp eygist, vinarhendur bjarga. í stað þess að vera fórnað á altari villigoða, er mað- urinn færður til heimilis, þar sem vitneskjan um Drottinn allra manna hefir kveikt líknarhug til allra manna. Já, víða liggur vegurinn milli Jerúsalem og Jerico mannlífsins. Hið þriðja, sem höfundur nefnir, er það að „Stríðsreynslan hefir bent mönnunum á að kristin kirkja er hið eina al- heimsband sem órofið stendur, þótt mennirnir sgiftist í óvinaþjóðir og hópa, og beri hvern anna banaspjótum”. Kristnin er eina hugsjónin, nógu göfug, nógu kærleiksrík, nógu guðleg til þess að geta gjört mennina eitt, í anda og vilja hans sem sagði: “Allir eiga þeir að vera eitt, eins og ég og faðirinn erum eitt”. Þegar er stríðinu létti og hervirkisgarðar þjóðanna ekki lengur skiftu jörð Drottins í óteljandi vígbúðir, kom í ljós alheims víðfeðmi kristinnar kirkju. Úr öllum áttum, yfir landamæra- og hreppapólitík þjóðanna heyrðust raddir kristinna barna, kristinna lærisveina, sem áttu það sam- eiginlegt að trúa á einn Guð og föður allra manna, einn Frelsara allra syndugra manna, og leiddir af anda Drottins, réttu bróðurhendur líknar og bjargar særðum vini og óvini til frelsunar. Aldrei fyr höfðu mennirnir uppgötvað það að kristnin væri svo óbrotgjarnt band, svo órjúfanleg tengsli, sem enginn hildarleikur eða hatursöld gat slitið, eða eyði- lagt. Síðan hefir mörgum djúpt hugsandi manni, verið það hjartkærust vormerki, að saman hefir verið að draga meir og meir með kristnum deildum um allan heim. Þessi morg- unroði alheimskristni, hefir vakið þá von, að nýr dagur friðar og bræðralags sé að koma, særðu og kvíðandi mann- kyni til blessunar. Og þetta er ávöxtur kristinnar kirkju. — Stríðsreynslan lét okkur sjá þetta. En vér megum ekki gleyma, hverjir eru valdir að ávexti þessum, um yztu mörk jarðar. Það eru menn og konur, trúboðar segjum vér, en fyrst og fremst menn og Krists, að þeir gáfu líf sitt, starfandi fórnandi, deyjandi eins og hann, að þeir sem í myrkrinu sátu mættu sjá ljós. Ljós elsku Drottins í lífi Krists í lífi sínu eigin. Einstaklingsá- takið lyfti Grettistakinu fyrir aðstoð Guðs Föður og allur heimurinn skal af því blessun hljóta. Þennann fórnaranda út á við verður hver kristinn einstaklingur að þroska. Ekk- ert minna felst í kalli Krists til vor. “Hann býður ennþá farið, laðið, leiðið og leitið, kallið, biðjið þrýstið, neyðið. Mitt kærleiksdjúp á himinsvíðar hallir, í húsi mínu rúmast allir, allir”. Vakið og biðjið, að í smæð og veikleika vorum megum vér samt orka, fyrir Guðs náð, slíkum kraftaverkum mann- kyni til frelsunar. Það er að reynast trúr lærisveinsstarfi sínu. Það er að ávaxta sitt pund. Það er að rísa yfir smæðina, veikleikann og einstaklingsskapinn. Gefi Guð oss náð til þess. — Viðhorfið hjá oss Söfnuðir kirkjufélags vors eru mjög dreyfðir um álfu þessa. Er það að vísu eðlilegt, því þar sem íslendingar eru /lokkur verulegur hópur ættu þeir að standa saman um kristin málefni, ekki sízt. Sumstaðar hafa söfnuðir dáið út þar sem þeir eitt sinn höfðu verið stofnaðir; og deyr þá venjulega alt íslenzkt starf hjá þeim hópi. Er hér því beint samband milli íslenzkra erfða og sjálfstæðs íslenzks félags- skapar og kristins starfs. Lengst lifir alt hið íslenzka þar sem við höfum söfnuði. En þar hafa söfnuðir haldist bezt við án þess að kyrkingur færi í starf þess, þar sem ekki var dregið um of að hefja notkun enskrar tungu í starfi og til- beiðslu. Endurtekur sig hér hjá oss saga þeirra kirkjudeilda sem lengur og í stærri stíl hafa starfað í þessu landi. Allir söfnuðir vorir hafa nú meira og minna starf sitt á enskri tungu; og sumir að heita má alt starf á ensku. Þrátt fyrir þetta er ekki um að villast hinn íslenzka arf félagsskapar- ins, né heldur hægt að Villast á íslenzkum einkennum hugs- unar og starfs. Al-enskast hygg ég vera starfið vestur á Kyrrahafsströnd- inni. Svo og í Minnesota. Þar næst myndi vera Saskatchewan starfið. Síðan Winnipeg, Dakota, Argyle, Nýja ísland, Lundar, Langruth, Piney, Brown. En lengi mun enn vera þörf þeirra presta sem bæði málin geta notað. í Vatna- byggðum, Saskatchewan eru fimm söfnuðir prestslausir. Væri þar rúm fyrir tvo presta. 1 Manitoba eru prestslausir: Lundarsöfnuður, Lúterssöfnuður, Betelsöfnuður, Langruth — Hreiðubreiðarsöfnuður — Brown — Guðbrandssöfnuður — Piney — Furudalssöfnuður — og á fylkja-landamærum Sask. og Manitoba, Konkordia og Lögbergssöfnuðir, enda þótt þar veiti nokkra þjónustu séra S. S. Christopherson. Wpg.osis-söfnuður er nú að leisast upp, án þess að við getum þar um nokkra hjálp veitt; hafa þó menn og konur þar lengi og vel hópinn haldið. í Dakota hefir Melankton söfn- uður í Mouse River-dalnum notið þjónustu frá norskum presti, sr. Ámundsen, sem prédikar á ensku aðeins, og væri þeim þörf meiri íslenzkra guðsþjónusta, ef möguleikar væru til. Svo má og segja að Dakota prestakall þyrfti fleiri og meiri prestsþjónustu, því ekki getur einn prestur þjónað, sem skyldi sjö söfnuðum, og eflt starfið svo sem æskilegt mætti kalla. Ef ekki væri hin framúrskarandi styrkur sem safnaðarfólk veitir á svo margan hátt kristnu starfi í söfnuð- unum, myndi kristið líf og starf standa veikum fótum meðal okkar. Starf meðal barna og æskulýðs vors hefir markað nokkur nokkur framfaraspor. Bandalag Lúterskra Kvenna er oss bjargvættur í því starfi. Sumarbúðir þess eru aflvaki krist- inna áhrifa. Æskan dvelur í “Sunrise Camp”, og hlýðir á gleðiboðskap sem kennarar, prestar og leiðtogar flytja þeim. Ávextir þess starfs eru sjáanlegir ár frá ári. Leggjum hér hönd á plóginn til hjálpar. Þar höfðu og Sunnudagaskóla- kennarar mót sitt í fyrra sumar, og stofnuðu samband með sér; hið fyrsta að ég hygg í sögu vors kirkjufélags. Spáir það góðu um auknar framkvæmdir á sunnudagaskólasvið- inu. Við náðum og þeim heiðri þetta ár að auka tölu sunnu- dagaskóla-nemenda, hlutfallslega meir en nokkur önnur synóda í United Lutheran Church. Látum okkur svo áfram halda. Unglingastarfið er einnig að fá á sig meira skrið en var raunin í gegnum stríðsárin, og væntum vér að aftur rísi upp Samband Æskulýðsfélaga vorra sem fyrir nokkrum árum var sterkur þáttur í kristnu starfi voru. Sé æskan í fylking vorri, erum vér að sækja fram. Skýrslur skrifara munu hér gleggri grein fyrir gera. Æskulýðsmót hafa verið haldin meðal safnaða vorra á Vesturströndinni. . Prestafœð hjá oss, svo sem öllum öðrum kirkjudeildum er mjög tilfinnanleg. Úr henni bættist nokkuð á síðasta þingi, er vígðir voru tveir candidatar, til starfs í okkar kirkjufélagi. Sr. A. S. Hansen var settur inn í embætti sitt í Blaine og Þrenningarsöfnuði — Point Roberts — hinn 31. ágúst 1947 af fyrverandi forseta, Dr. H. Sigmar og syni hans sr. H. S. Sigmar. Forseti gat þar ekki verið viðstaddur en sendi kveðju. Sr. Eiríkur H. Sigmar var settur inn í sitt embætti í Argyle prestakalli 6. júlí 1947. Hafði forseti kvatt til þess föður hans sr. H. Sigmar, en við þá athöfn var forseti sjálfur og einnig sr. Eiríkur S. Brynjólfsson frá Út- skálum á íslandi. Skömmu eftir þing réðist sr. Ámundsen frá Barton, N.-Dakota, til starfs með Melankton söfnuði, þar sem engin önnur leið til prestsþjónustu fyrir þann söfnuð var möguleg. Hann tilheyrir Norvegian Lutheran Free Church. Var herprestur um skeið og hefir reynst hinn trúasti í starfi og safnaðarstarfið gengið ágætlega undir for- ustu hans. Melankton söfnunður átti 50 ára starfsafmæli síðastliðið ár, og hyggst nú að minnast þess að afstöðnu kirkjuþingi á myndarlegan hátt. Þessi söfnuður fer og mjög á mis við íslenzkar guðsþjónustur sem von er, þar sem enginn íslenzkur prestur er þar nærri; auk þess sem prestur, starfandi í öðru kirkjufélagi jafnframt því að veita þeim þjónustu, getur ekki einbeitt sér við starfið svo sem okkar eigin prestur gæti gjört. En þessi úrlausn var oss gæfa eins og viðhorfið var. Nokkru eftir þing í fyrra kom heiman frá Qslandi sr. Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum, skifti hann árlangt við sr. V. J. Eylands prest Fyrsta Lúterska safnaðar, Winnipeg, sem tók Útskálaprestakall sömu tímalengd. Þessi skifti áttu að vera byrjun frekari prestaskifta milli heimakirkjunnar og kirkj- unnar vestan hafs. Þetta nýmæli varð fyrir misjöfnum spá- dómum. Nú, er árið er nær því á enda, og sr. Eiríkur hverf- ur aftur heim, eru reynsludómarnir á eitt sáttir að prest- urinn að heiman var starfinu vaxinn, út í framandi landi; og að söfnuðurinn, sem hann þjónaði, kirkjufélagið okkar, og íslendingar vestan hafs, hafi allir grætt á því að eiga árs- starf með hinum ágæta presti frá Islandi. Fellur því um koll sú ímyndun að úr þeirri átt geti oss ekki komið hjálp, ef prestar heima hyggja á vesturferðir til vor. Auk þessa hefir sr. Eiríkur persónulega unnið hjörtu vor og hug svo að seint mun fyrnast; og þökkum við honum fyrir komuna og starfið, og óskum honum og fjölskyldu hans allrar blessunar. Með dvöl varaforseta vors, sr. V. J. Eylands á íslandi hefir félag vort verið borið fram við íslenzka þjóð og kristni svo sem bezt mátti verða. Hafa við það tengsli vor við kirkju Islands verið treyst betur, og allur skilningur hver til annars fengið dýpri og innilegri svip. Væntum vér varaforseta heim innan skamms, og þökkum honum þann hróður sem hann hefir aukið oss með allri framkomu sinni. Enda þótt skifti þessi hafi nokkur óþægindi í för með sér fyrir prestana, sem skifta og fjölskyldu þeirra, getum vér af þessari fyrstu reynslu ekki annað séð en hinn bezti árangur hafi af skiftunum orðið. Hljótum vér því að þakka stjórn íslands og kirkju fyrir að gera þessi skifti möguleg, og þann ágæta ávöxt sem þau hafa borið. í útgáfumálum vorum hefir engin stórbreyting komið fyrir. Skýrslur frá ráðsmanni “Sameiningarinnar”, munu komakoma fyrir þing ásamt skýrslu frá ráðsmanni “Parish Messenger”. Bæði blöðin eiga ennþá fullan rétt á sér, annað á íslenzku máli, hitt á máli þessa lands. Bæði geta blöðin borið sig fjárhagslega ef vér beitum meiri áhuga að auka kaupendatölu þeirra. Ritstjórar beggja blaðanna leggja afar mikið og fórnfúst starf í sitt verk. Sú spurning er því rétt- mæt frá þeirra hálfu, hvort ekki sé unnið fyrir gýg, er svo dauflega er hjálpað af okkar hendi. Máttur pennans er vindhögg eitt, ef orð það er hann ritar, nær ekki til mann- anna. Kirkjuþings fulltrúar verða hér að ráða bót á meini sem kann, ef ekki er úr bætt, að verða báðum blöðunum að falli. Gjörðabókin kom út seint og síðar. Hana verðum vér að láta prenta, vegna þess að hún er eina skýrslan um starf vort frá ári tíl árs, sem getur verið geymd. Allur prentunarkostnaður hefir aukist. Hvernig vér eigum að mæta honum, er úrlausnar þörf af okkar hendi. Bækurnar: “Rit Jóns Bjarnasonar” og “Lútherans in Canada”, hafa selst lítið á árinu. Upplag er talsvert af þess- um bókum og innihald þeirra mælir með sér sjálft. — Á bókamarkaðinum selst engin bók nema fylgt sé eftir með sölu hennar af nokkri alvöru. Þetta ber oss að athuga vel. Betel skýrsla mun verða lögð fram svo sem fyrri árin. — Nefndin sem hefir með höndum rekstur heimilisins hefir látið gera talsverðar breytingar á heimilinu sem gera það ennþá huggulegrá þeim, er þar dvelja. Til þess að heimilið megi ennþá betur uppfylla köllun sína, þarf það stöðugt að eiga okkur öll að í bæn og verki. Kostnaðurinn við rekst- ur þess hefir stóraukist en svo hefir og aukist getumagn okkar að minnast þess með gjöfum. Heimilið heldur ekki áfram af sjálfu sér, frekar en nokkuð annað í þessum heimi. Lán það, sem veitt var til elliheimilisins í Vancouver, gerði mögulegt að kaupa þar hús sem nú gefur mörgum skjól. Er oss það gleðiefni að sjóður sem gjafmilt fólk vort hafði myndað, gat þar til hjálpar orðið. Á miðvikudaginn kemur, 23. júní, verður hafin bygging hins fyrirhugaða elliheimilis að Mountain, N.-Dakota. Hefir svo safnast sjóður til byggingarinnar ásamt gjöf okkar, að vonandi rís innan árs hin fagra bygging, sem skal minn- ast frumbyggjanna, og verða bautasteinn til blessunar öldn- um og lúnum vegfaranda. Hér eigum vér við dýrtíðar-draug- inn að etja, svo sem allir vita; en vér eigum líka þá trú að einmitt á þessum tímum getum við bezt kveðið hann niður. En hér er þörf styrks frá hverjum þeim sem elliheimilis- málum okkar er fylgjandi. Söfnuðir og félög vorra byggða (Frh. á bls. 31

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.