Lögberg - 19.08.1948, Síða 5

Lögberg - 19.08.1948, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1948 5 ÁHUGAMÁL LVENNA HiUtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þátttaka kvenna í mannfélagsmálum I síðasta blaði var vikið að tómlæti kvenna í stjórnmálum landsins. Meír en helmingur at- kvæðabærra þegna í landinu eru konur, eh þó þykir það tíð- indum sæta sé kona í kjöri til þingmensku. — í Canada eru 2Vz miljón húsmæður , um 75,000 kvennkennarar, 55,000 hjúkrun- arkonur og um 400,000 konur í viðskiptaheiminum, en þessar stéttir hafa engin bein áhrif á stjórnarfar landsins; konur eiga aðeins einn kvennfulltrúa á þingi. Ekki svo að skilja að það myndi vera skynsamlegt að stofna til sérstaks stjórnmála- 'flokks kvenna, en hinsvegar liggur það í augum uppi að það myndi skapa meira jafnvægi í stjórnmálum landsins, ef að fleiri konur ættu sæti á þingi til að túlka málefni frá sjónarmiði kvenna meira en helmings kjós- endanna í landinu. Oft, þegar minst er á stjórn- mál við konur þá verður þeim að orði: “Eg hefi ekkert vit á stjórnmálum; ég vil ekki koma nálægt pólitík; maðurinn minn hugsar um þessi mál fyrir okk- ur bæði; ég greiði atkvæði eftir hans fyrirsögn. Eg hefi nóg að gera við heimilisstörfin og að annast börnin og hefi engan tíma til að skipta mér af stjócn- málum”.: Konur, sem þannig hugsa, geta naumast talist fullþroskað- ar manneskjur; þær varpa á- byrgðinni af eigin lífi og lífi barna sinna á annara herðar. — Þær gá ekki að því að áhrif konunnar á heimilið og fjölskyld una eru nú miklu minni en þau áður voru. Ríkið og þjóð- félagið hefir nú tekið í sínar hendur umsjón yfir mörgum málum sem áður voru að mestu einkamál heimilisins; til dæm- is mentun og heilbrigðismál. — Til þess að konur geti haft veru- leg áhrif á framtíð barna sinna og þjóðarinnar, er óhjákvæmi- legt að þær taki þátt í pólitík. Baráttan fyrir daglegu lífi er pólitísk. Margar konur, sem ekki vilja skipta sér af pólitík, eru óánægðar og reiðar yfir dýr- tíðinni, ,þó er hún að nokkru leyti pólitísks eðlis. Stjórnin og þingið innleiddi skömtunar- og verðlags löggjöfina á stríðsárun- um og stjórnin afnam þessi lög. Og hvað um framfærslustyrk með börnum, ellistyrk, ekkna- styrk, atvinnutryggingar, húsa- leigu, húsnæðismál? Stjórnin hefir meðgjörð með öll þessi mál og öll grípa þau inn í dag- legt líf fólksins. Það vantar ekki að konum verði tíðrætt um dýr- tíðina og alt það, er þeim finst aflaga fara hjá stjórnarvöldun- um, en því furðulegra er það, að fjöldi þeirra skuli setja heima þegar til kosninga er gengið; að þær skuli ekki sjá um það að húsmæðrastéttin eigi fulltrúa á þingi. — Ekki þyrftu konur að bera kvíðboga fyrir því að fulltrúar þeirra væru ekki jafnhæfir karl- mönnum, að taka þátt í umræð- um og leysa af hendi þingstörf. Konur hafa meira að segja, yfir- leitt, meiri æfingu en karlmenn í slíkum málum. Á síðustu ára- tugum hafa þær stofnað ýms fé- lagsleg samtök til þess að vinna að ýmsum mannfélags- og vel- ferðarmálum, og hverjum sem sækir fundi og þing þessara fé- laga, verður strax augljóst hversu hæfar þær eru til stjórn- arstarfa og að þær myndu engu að síður sóma sér á löggjafaþing um þjóðarinnar, enda hafa þær fáu konur, sem kosnar hafa verið á þing hvergi staðið að baki karlmanna þar. Sagan sannar líka að þegar konur hafa komist í æðstu stjórnarstöður landsins hafa þær oft reynst framúrskarandi stjórn arar. Tvö merkustu tímabil í sögu Breta eru nefnd eftir drottningunum, Elizabetu og Victoríu. Veldi Austurríkis var mest meðan María Teresa stjórn aði því, og Rússar telja Katrínu miklu með sínum beztu og mestu keisurum. — Það gerist því engin þörf að konur beri vanmáttartilfinningu í brjósti í sambandi við þátttöku í stjórn- málum landsins; þær hafa sýnt það og sannað að þær eru þeim hæfileikum gæddar að geta tek- ið að sér hvaða stjómmálastöðu sem þeim býðst. Konur hafa fengið atkvæðis- réttinn, en um leið féll þeim sú ábyrgð á herðar að beita honum, þær eru ábyrgar engu síður en karlmenn fyrir velferð þjóðar- innar, það er tími til kominn áð þær finni til þessarar ábyrgðar, afli sér þekkingar um stjórnmál landsins, myndi sér ákveðnar skoðanir og taki fullan þátt í að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar. TIL UMHUGSUNAR Maifriður Maturinn notast ekki eins vel og skyldi, ef hans er neytt í flýti. Það er ekki heppilegt að gleypa í sig matinn standandi, í ys og þys fjölsóttra matsölustaða, þar sem ekki er unnt að fá matfrið og njóta réttanna, vegna diska- glamurs og annars skarkala. — IVÍeltingarkirtlarnir ná sér þá ekki nógu vel á strik við fram- leiðslu meltingarsafanna. Mis- klíð við máltíðir, óþolinmæði og hverskonar hugaræsing hindra og meltingarkirtlana í starfsemi sinni. — Mállíðir á heimilum Eitt af skilyrðum til þess að verða vel að mat sínum er það, að setzt sé að borðum “með réttu hugarfari”, og þessu skilyrði ætti að vera auðveldara að fullnægja á heimilunum en annars staðar. Ef borðhaldið fer fram í friði og ró, njóta menn þess betur og fá meiri næringu og orku úr matn- um en ella. — Bókin um mann- inn. — -f Liilar appelsínur bezlar Ef að þeir, sem kaupa appelsín ur þekktu gæði þeirra, mundi verðið á stóru appelsínunum, sem nú er hæst, lækka stórum, en hinsvegar verðið hækka á litlu appelsínunum. Þetta hefir ameríska landbún- aðarráðuneytið látið hafa eftir sér eftir rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á allskonar appelsínum. Safinn úr litlu appelsínunum er bragðbetri og betri ilmur af honum en safan- um úr þeim stóru. Hann er meira nærandi og sætari, og inni heldur auk þess miklu meira af c-fjörefnum en safinn úr stórp appelsínunum. Nafngifiir borga sig Verzlun í Chicago hafði á boðstólum fína náttkjóla, tvær tegundir. Var annari tegundinni gefið nafnið “Syndarar” en hinni “Dýrlingar”. “Syndararn- ir” seldust upp miklu fyrr. — Af hverju ertu að kjökra, Jói? Var miljónamæringurinn, sem verið er að jarða í dag eitt- hvað skyldur þér? — Nei, ég er að vola af því, að hann var það ekki. Frá Sumarbúðum Bandalags Lúterskra Kvenna Smágreinin birtist í Lögverg fyrir nokkru, er skýrði frá veru yngri barna — á aldrinum 6—9 ára — undir umsjón Miss Jennie \Johnson. Vildi ég nú bæta við umsögn um það sem gerst hefir hér síðan. Eldri unglingar á aldrmum 14 -20 ára nutu námskeiða í kristi legu leiðtogastarfi í tíu daga — 14—24. júlí. — Séra Egill H. Fáfnis var “dean of camp”, Mrs. Ellen Fáfnis “matron”. — Um kenzlu önnuðust prestarnir Séra Egill, Séra Bjarni, Séra Sigurð- ur Ólafsson, Séra Eric Sigmar. Ennfremur þær Miss Elenor Gilstrom og Josephine S. Ólafs- son, Miss Joyce Anderson leit eftir sundkenslu og leikjum, Hulda Sigvaldason hafði eftirlit með svefnskála stúlkna. Um matreiðslu önnuðust Mrs. S. Sigurgeirson, Gimli og Mrs. S. Ólafson, Selkirk. Næsti hópur dvaldi einnig í tíu daga — 24. júlí til 2. ágúst, Voru það stúlkur frá aldrinum 10—14. Mrs T. Hart frá Winni- peg var “matron” — Mrs. Flor-, ence Paulson, Winnipeg, var þar sem hjúkrunarkona; leiðtog- ar stúlknanna voru: Sigurborg Oddleifson, Árborg, Sólrún Bjarnason, Árborg, Miss Hulda Sigvaldason, Geysir, Betty Paul- son, Winnipeg og Marlyn Sno- dal, Brandon. — Miss Elenor Gillstrom hafði kenzlu með höndum. Joyce Anderson leit ' eftir sundi og leikjum. — Um matreiðslu önnuðust þær Rosa Johannson, Winnipeg, Mrs. M. Elliheimilið Grund hyggst að kaupa bújörð Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík hefir í hyggju að færa út kvíarnar. Er nú í ráði, að það kaupi bú í nágrenni Reykjavíkur, þar sem framleiddar séu afurðir, sem hið fjölmenna heimili aldraðs fólks í höfuðstaðnum þarfnast til daglegra nota. Munu forráðamenn þess hafa í huga að hefja þennan búrekst- ur í haust, ef þeir geta fengið keypta jörð, sem heppileg þykir. Tíminn, 16. júlí. Umferð um Keflavíkur- flugvöll fer enn vaxandi Viðkomur flugvéla á Keflavík urflugvelli í júní mánuði 1948 voru fleiri en í nokkrum öðrum mánuði, eða 175 millilandaflug- vélar frá 19 flugfélögum. Trans Canada Airlines var með flestar lendingar, eða 46, sem er fleiri lendingar en hjá nokkru öðru félagi í einum mánuði. American Overseas Airlines, sem áður hef- ir verið með flestar lendingar, síðan snemma á árinu 1947, var einnig með fleiri lendingar en nokkru sinni fyrr, eða 40. Air France var með flestar lendingar af Evrópiskum flug- félögum, eða 21 lending, þá British Overseas Airways. Alþbl., 15. júlí. Englendingur fót eitt sinn á kappreiðar í írlandi, þar sem sjö hestar voru reyndir. Bret- inn veðjaði á einn þeirra. Þegar keppnin var hálfnuð, spurði hann íra, sem fylgdist með hlaupinu í kíki, hvar sinn hestur væri. — Eg veit það ekki svaraði ír- inn, ég fylgist bara með sex þeir fyrstu. Vísur til SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS I. Að heiman til sælli sveita sjálfgert var tíðum að leita er eldgos og fimulhríð ógnuðu skjánum. Og ein var sú álfan í vestri, sem einyrkinn þekkti af lestri: Þar sveskjum og rúsínum rigndi af trjánum. Á vorhretum þjakaðrar þjóðar þokuðust fylkingar hljóðar vestur um ála til ávaxta nýs lands. — En stóðust stormana á furðu — ströndunum þar og urðu styrkur meiður af stofnþjóð Islands. II. Að utan kom Eylands prestur, en Eiríkur flaug í vestur til ársdvalar fjarri Útskálagresjum. Og vér skyldum varðveita gestinn, vestur-íslenzka prestinn, vér, söfnuðirnir á Suðurnesjum. Varla er sérstakt að sjá oss á Suðurnesjum. En hjá oss hefur þú dvalið, og dæmir þau kynni. Vorn guðsótta og góða háttu guði, næst Eiríki, máttu þakka, ,ef verða enn þér í minni. En ekki má áfellast séra Eirík, þótt hendi oss að gera hið vonda, sem viljum vér eigi. — Sóknafbörnin þín sakna, er samvistarböndin rakna, og farsæla spor þín . framtíðarvegi. m. Að heiman og heim í vestur hverfur þú, aufúsugestur samlanda þinna. Og sólnætur glitra og landið skín, litskrúði vafið, er leggur þú yfir hafið til fundar við þjóðrækna félaga ytra. Eylands, þín eylendan bjarta í útsænum vefur að hjarta börnin, sem heima að heill hennar vinna, — en kveður þig, kynborni gestur með kveðjum og þökkum til vestur — íslenzku barnanna, barnanna sinna. Keflavík, júlí 1948 Kristinn Pétursson. Oliver, Selkirk og Mrs. G. Thor- leifson, Langruth. Síðasti hópurinn þetta sumar dvaldi í tíu daga— 4.—14. ág., voru það drengir 10—14 ára. — Mr. Axel Vopnfjörð yfirkennari írá Winnipeg og kona hans höfðu umsjón sem “Dean og Matron of camp”. IJjúkrunar- kona var Mrs. A. Johnson, Sel- kirk. Fimm leiðtogar drengjanna voru Mr. George Anderson, Baldur, Mr. Bob Sinclair, Glen- boro, Robert Bryce, Winnipeg, Eric Davidson, Selkirk, Kenneth Clark, Winnipeg. Um matreiðslu önnuðust þær Mrs. A. H. Gray, Winnipeg og Mrs. M. Oliver, Sel- kirk. Fyrstu þrjá dagana annað- ist Séra Sigurður Ólafsson um kenzlustund að morgni, hina síðustu sjö daga annaðist Mr. Axel Vopnfjörð kenzluna. Miss J. Anderson hafði umsjón á sundi og leikjum. Guðsþjónustur hafa farið fram í minnnigarskálanum alla sunnu daga kl. 2 e. h. Eftir fylgjandi prestar hafa prédikað þar: Séra Kolbeinn Sæmundsson, Séra Sig urður Ólafsson — tvo sunnu- daga, — Séra Valdimar Ey- lands. — Einn sunnudagur var guðsþjónustan undir umsjón Miss Gillstrom, er flutti ávarp stúlknanna. Vandaðar skemtisamkomur voru haldnar í minningarskálan- um síðasta kvöldði sem hver hópur dvaldi þar. Var það gleði efni hve margir gestir voru þar viðstaddir. Sér í lagi ber að þakka Selkirk fólki sem kom í “Chartered bus”, fyrir allar þess ar samkomur nema eina. Líka vildi ég þakka konunni sem hafði meðferðis nægilegt kaffi- brauð fyrir allan hópinn sem góð gerðir þáðu eftir samkomuna eitt kvöldið, Mrs. Ástu Erikson, Sel- kirk. — Konur frá Mikley sendi stóra kassa með alskonar heima-til- búnu sælgæti fyrir einn hópinn sem ber að þakka. — Kom það sér vel fyrir þær sem matreiddu fyrir þann hóp, var önnur þeirra prestkonan þeirra í Mikley, Mrs. Sigurgeirsson. — Einnig gaf Mrs. Steinunn Johnson úr Minerva bygðinni, við Gimli, kaffibrauð. Mrs. E. E. Einarson og Mrs. S. Albertson, gáfu rjóma, — fyrir alt þetta er þakkað. Nætur verða stundum svalar við vatnið þó um hásumar sé, þess vegna er nauðsynlegt að auka við birgðir af ullar ábreið- um eða léttum ullarteppum. — Þakka ég þessar gjafir sem bor- ist hafa á sumrinu: 4 ullarábreið ur frá kvennfélaginu í Árnes, 4 ullarábreiður frá kvenfélaginu Sigurvon, Húsavick, 2 ullar á- breiður frá Mrs. O. Frederickson Winnipeg. Ullarteppi frá Mrs. M. Oliver, Selkirk. — 24 ábreið- ur voru pöntuð frá Fairfields. Mrs. S. V. Sigurdson, Riverton gaf 30 pd. af ullar-taui, Mrs. S. Ólafson, Selkirk 20 pd. er fara upp í kostnaðinn — $30 af verð- inu voru gefnar frá Selkirk. Það sem til vantar verður að líkind- um tekið úr camp-sjóð. — Konur hafa enn tækifæri til að gefa ullartau af hvaða tegund sem er, senda það til “Fairfield Woollen mills, Selkirk to be credited to Sunrise Camp C.o. Mrs. S. Ólaf- son”. Tveir kostbærir og vand- aðir “electric heaters” voru gefnir frá fólki Argyle bygð sem komu sér vel ef kvöldin voru svöl. Als hafa fjörutíu manns gefið tíma og krafta sína fyrir þetta starf á þessu sumri. Þeir hafa allir starfað þar af mestu snild og gefið þessa þjónustu með gleði. Hygg ég að óhætt sé að fullyrði að vináttu og félags- bönd hafi styrktst við samvinn- una og öll munum við hlakka til að hittast þar aftur næsta sumar. Nú er starfinu lokið fyrir sumarið; leikir hættir, engir að skvampa í vatninu. Engir eldar kyntir á ströndinni. Engir að skemta sér við matreiðslu í eld- húsinu. Söngur heyrist ekki frá minnnigarskálanum. Þögull held ur hann vörð um minningarnar sem við hann eru tengdar. — þögular standa hinar byggingarn ar einnig sem verðir yfir hugsjón um er hrundu þessu starfi á stað. Nú er það í ábyrgð fólks okkar hvað, mikið af þeim hug- sjónum rætast. I. J. Ó. í MIKLU ÁLITI hjá ÆSKUNNI Hvíldardagar, skólaárin og æskan hafa vaxið upp með EATON’S. Ungir bræður og systur eru reglubundnir viðskifta- vinir og foreldrum fellur vel verðið og hve vand- lega allt er prófað í EATON’S rannsóknar- stofu. Og einmitt nú, er skólar byrja að nokkrum vikum liðnum, er allt til taks, sem æskan í Canada þarfnast. íhugið verð- skrána og sannfærist með eigin augum. EATON'S . . Búðir fyrir æskuna í Canada! ^T. EATON C?.™ WINNIPEG CANADA lll' I'1 'l| l' l| «1 GRlPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar nfentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. CRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.