Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21374 di>éte‘ Clea' Cleaning Inítilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 19. ÁGÚST, 1948 PHONE 21 374 K Complele Cleaning Institution aMBnrtwiiiiiw NÚMER 34 Einstæður mannfagnaður í landnáminu við Winnipegvatn Dr. S. O. Thompson þingmaður Gimli kjörðæmis hyitur ásamt frú sinni af þúsundum á Iðavelli við Hnausa síðast- liðinu sunnudag í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra hjóna Um all-mörg undanfarin ár hefir verið mikið um dýrðir á Iða- velli við Hnausa, er íslendingar í nyrðri bygðum Nýja íslands hafa haldið þar íslendingadag eða Lýðveldishátíð, og hefir þá jafnan hvílt yíir, öllu hinn mesti myndarbragur; en á sunnudaginn var kom saman meiri mannfjöldi á Iðavelli en dæmi voru áður til, og þetta var í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra Steins O. Thompson héraðslæknis og þingmanns Gimli kjördæmis í fylkisþinginu, og frúar hans Thórdísar Thompson. Mannfjöldinn mun hafa num- ið nálægt þrem þúsundum, og með því sett met að því er silfur brúðkaupsfagnað áhrærir. Skólastjórinn í Riverton, sem er af Úkraniskum ættum, hafði samkomustjórn með höndum og tókst hið bezta til. Dr. Thompson nýtur slíkra ástsælda í héraði, að til eins- dæma má telja, eins og þessi mikla útihátíð í skrúðlundinum við bakka Winnipegvatns bar svo ljóst vitni um; hann er mað ur djúpvitur, ráðhollur og stór- hæfur læknir, sem að samvizku semi í störfum á fáa sína líka þó víða sé leitað; hann hefir getið sér ágætan orðstír á þingi og löngum verið lífið og sálin í menningarmálum héraðs síns, bæði á vettvangi heilbrigðis- mála og íþróttamála; hann er fæddur í Selkirk, en á rót sína að rekja til Borgarfjarðar, kona Dr. Thompson, frú Thórdís, er dóttir Gunnsteins Eyjólfssonar rithöfundar og tónskálds, fædd í Riverton, en rekur báðar ættir sínar til Norður-Múlasýslu; — hún er um allt hin mesta fyrir- myndar kona, sem tekið hefir mikinn og giptudrjúgan þátt í safnaðar- og heilbrigðismálum innan vébanda héraðs síns; börn þeirra eru hin mannvænlegustu. Fyrir minni silfurbrúðarinnar mælti Mr. Torey, er um fjölda mörg ár var stöðvarstjóri C.P.R. félagsins í Riverton, en fyrir minni silfurbrúðgumans, G. S. Thorvaldson, K.C., einn af þing- mönnum Winnipegborgar í fylkisþinginu. Margar ræður, flestar stuttar, voru haldnar á þessum sérstæða mannfagnaði, er allar lutu að hinum sérstæðu vinsældum Dr. Thompson og frúar hans; ein ræðan var flutt á úkraniumáli, og var það Harry Rutko fyrrum sveitarráðsmaður - í Bifröst, er slíkt gerði; þeir íslendingar, sem til máls tóku, auk silfurbrúð- hjónanna voru: G. O. Einars son, er flutti kvæði, Guttormur J. Guttormsson, frú Andrea Johnson, Gísli Sigmundsson, Helgi Tómasson, Mikley, Einar P. Jónsson og S. V. Sigurðson, er í lok ræðu sinn- ar afhenti þeim hjónum að gjöf nýjan Fordbíl og Grandfathers Clock. — Mikið var um almenningssöng undir forustu Jóhannesar Páls- sonar hljómlistarkennara, en með tvísöng, þrísöng og fjór- söng, skemtu frú Lilja Thorvald son, ungfrú Evelyn Thorvaldson, Mr. R. Whillan og Mr. Charlie Ross, öll frá Winnipeg, og vakti voru allir eitt! songur þeirra að verðugu mikla og almenna hrifningu; þeir Fjeldsted-bræður frá Árborg skemtu með yndislegum tví- söng, en kornung stúlka, Miss Björnson frá Riverton, hreif hinn mikla mannfjölda með sinni óvenjulega fögru og styrku rödd. — Símskeyti bárust heiðursgest- unum frá þeim Hon. J. T. Thor- son, Ottawa, Garson forsætisráð- herra og þremur öðrum úr ráðu- neyti hans. Er hin reglubundna skemti- skrá var tæmd, tók Dr. Thomp- son til máls; ræða hans var ekki löng, en þeim mun innihalds- ríkari og ógleymanlegri; þakkaði hann rrieð nokkrum klökkva þá miklu sæmd, er þeim hjónum væri sýnd með hinum höfðing- legu gjöfum, og eins með hinu mikla fjölmenni; en veigames liðurinn í ræðu hans var sá, er hann kunngerði, að hann hefði ákveðið að leggja inn á banka jafngilda upphæð við andvirði bílsins til sjóðsstofnunar í því augnamiði, að koma á fót sjúkra húsi í Norður-Nýja-íslandi; var þessari drengilegu ákvörðun hans, eins og vænta mátti, tekið með mikilli hrifningu af hinum mikla mannfjölda; frú Thórdís ávarpaði samkomuna nokkrum hlýyrðum og var þeim tekið með miklum fögnuði. Að mannfagnaði þessum stóðu víst öll þjóðernisbrot innan vé- banda Gimli-kjördæmis, og þar SAMTlNINGUR Morgunvísur Nótt burt rólar, lifna ljóð, linast gjólu kali; morgunsólar geislaglóð gyllir hóla’ og dali. Næturdrómi flúið fær, fugla hljómar óður; sveipar ljóma sólin skær sæ og blóma móður. Árdagssólar blíða brátt burtu njólu hrekur; breytist gjóla’ í þíðan þrátt þey er fjólu vekur. Social Credit-stjórnin í Alberta endurkosin Síðastliðinn þriðjudag fóru fram fylkiskosningar í Alberta og urðu úrslitin þau, að Social Credit stjórnin, undir forustu Hon. C. C. Manning, var endur- kosinn með yfirgnæfandi meiri hluta umfram alla þrjá flokkana hina, er keptu um völd; þó fulln- aðar úrslit séu enn eigi við hendi, er það sýnt, að Social Credit-sinnar hafa unnið að að minsta kosti 46 þingsæti af 57. Þeir Mr. Prowse, leiðtogi Liberala og Mr. Roper, foringi C. C. F.-sinna náðu báðir endur- kosningu. Af þessum úrslitum kemur það glögt í ljós, hve Social Credit fylkingin, sem William Aberhart lagði grund- völl að, á enn styrkar rætur í Alberta. Vesturveldin halda sinn fimta fund við Molotov utanríkisráð- herra í Moskvu, á morgun með það fyri raugum að reyna að ráða bót á Berlínar vandræðun- um, hvernig sem úr ræðst. Kvöldvísa Óttu friður yfir fer, eyðist kliður fagur. Sól til viðar sigin er, senn er liðinn dagur. Vorvísa Dafnar gengi, gleðihljóm gelur mengið væna. Dagur lengist, lifna blóm, ljómar vengið græna. Núlíðar reiðvísa Áfram skríður skarpt og þýðilega, búinn prýði bíllinn minn; brátt hjá líður vegurjnn. Konumissir Önd mín virðist aflvana, yndisstundir dvína. Eg er æði einmana eftir burtför þína. Bjarlsýni Eigi kveina ættum vér yfir fundum kífsins, fleiri einatt finnast mér fagnaðsstundir lífsins. Heilræði Láttu Jesú lífs um skeið leiða þig og fræða ef þú vilt þín liggi leið lífs til sigurhæða. Kolbeinn Sæmundsson. VINNA SÉR NÁMSFRAMA EGGERT OG DAVÍÐ PETERSON Þessir ungu sveinar, sem sjást á þessari mynd, eru þeir bræðurnir Eggert og Davíð, synir þeirra Sveinbjarnar Peterson járnbrautarstöðvarstjóra í Pine River, Man., og frúar hans Sigríðar Peterson. Eggert er 15 árá en Davið 13 ára að aldri. — 1 vor, sem leið, vann Eggert Isbister verð- laun í 1. kensluumdæmi, sem í sér fela $105 undanþágu frá kenslugjaldi við háskóla Manitobafylkis og $50 í peningum, en Davíð hlaut hæztu einkunn, 170 stig, af öllum nemend- um IX. bekkjar í fylkinu utan vébanda Winnipegborgar. Þessir.ungu námsmenn dvelja í sumar hjá ömmu sinni, frú Svanhildi Sigurgeirsson-Eggertsson í Vogarbygðinni við Manitobavatn. — Sveinbjörn Peterson er sonur þeirra Mr. og Mrs. Thorsteinn Peterson, sem lengi bjuggu á mótum Pacific Avenue og Sherbrook Street hér í borg, en nú eru bæði látin, en frú Sigríður, fyrrum kenslukona, er dóttir Eggerts heitins Sigurgeirssonar við Vogar og.-eftirlifandi ekkju hans, Svanhildar; bræður frú Sigríðar eru Barney kaupmaður, Jóhann og Davíð, allir búsettir í Vogar og Siglunesbygðum. — Hjálparsendingar Islendinga til Evrópu nema samtals 28 millj. íslendingar hluífallslega stærslu gefendur síðari ára Framlög Islendinga til hjálpar starfsemi í öðrum löndum hefir frá því byrjun styrjaldarinnar numið um 28.5 milljónum króna, og erum við því án ' efa lang stærstu gefendur allra þjóða, ef miðað er við stærð okkar. — Af framlögum okkar hefir UNNRA fengið stærstan hlutann, eða 9 milljónir króna, en næst koma landssöfnunin til Norðmanna og Dana 1944 með 4.5 milljónir, og barnasöfnunin, sem mun nú alls nema tæplega 4 milljónum. Lúðvig Guðmundsson skýrði blaðinu frá þessu í gær, og sagði hann, að íslendingar væru án efa langstærstu gefendur síðari ára, er frjáls framlög borgaranna eru talin. UNNRA styrkurinn var beint frá ríkinu samkvæmt alþjóðasamningum, en ýmsar safnanir borgaranna hafa því numið yfir 19 milljónum. — Er þetta talið frá fyrstu söínuninni hér í styrjaldarbyrjun, Finn- landssöfnuninni, og hefir verið reynt að telja allt með. Ef athuguð er aðeins sú hjálp sem send hefir verið héðan eftir styrjöldina um það bil 18 millj. eða sex á ári, verður hún 0.75 prósent af áætluðum þjóðartekj- um íslendinga. Sést bezt, hversu gífurlega mikið þetta er hlutfalls lega, þegar athugað er, að Mars- hallhjálpin er aðeins um 2 pró- sent af þjóðartekjum Bandaríkj- anna árlega.. Reiknaði Gylfi Þ. Gíslason þetta lauslega út og gat þess í fyrirlestri sínum um Marshallhjálþina. Lúðvig Guðmundsson sagði blaðinu í gær, að Rauða krossin- um bærust svo að segja stöðugt hundruð bréfa frá Mið-Evrópu, aðallega Þýzkalandi^ og væru flest þeirra beiðnir um hjálp, en einnig mörg þakkir fyrir veitta hjálp. Er þetta svo mikið, að ekki er hægt að sinna því nærri öllu eða svara því. Lúðvig sagði, að þeir fá íslendingar, sem enn væru í Mið-Evrópulöndunum, fengju reglulega matarpakka frá Rauða krossinum, eins og þeir hefðu gert frá stríðslokum. I áðurnefndum áætlunum um heildarhjálp Islendinga er reynt að áætla allt það, sem ekki er ör- ugg vissa um, til dæmis böggla- sendingar einstaklinga, meðan þær voru leyfðar. Voru þær áætl aðar samkvæmt upplýsingum frá pósthúsinu, og var þó gert ráð fyrir, að tveir af hverjum þrem bögglum væru ekki hjálp- arsendingar, heldur einhvers annars eðlis. Alþbl., 30 maí. Deilan um smörlíkið Mjólkurframleiðslu ráðið í Canada hefir gert sambands- stjórn aðvart um það að miklar líkur séu á, að tilfinnanleg þurð á smjöri geti auðveldlega átt sér stað næsta vetur, og geti þá komið til þess, að óhjákvæmi- legt verði að koma á fót smjör- líkisgerð í landinu. Fram að þessu hefir það verið talið ólöglegt, að flytja smjörlíki inn í landið eða búa það til; nú hefir sambandsstjórn ákveðið að láta hæztarétt skera úr hvort smjörlíkisbannið sé lögum sam- kvæmt eða ekki. Banni létt af Frá Ottawa bárust þær fréttir seinni part vikunnar, sem leið, að innan fárra daga yrði létt af banni nautgripa héðan úr landi og suður yfir landamærin; — bændur í Vestur-fylkjunum hafa lengi krafist að áminst út- flutningsbann á nautgripum suður til Bandaríkja yrði af- numið, með því að tíðum hefði borist þar hærra verð. Hörmulegur atburður Um fimm leytið síðastliðinn þriðjudag, gerðist sá hörmulegi atburður, að Halli Magnússon, 44 ára að aldri, búsettur á Gimli, skaut á konu sína á heimili þeirra og særði hana holundar- sári; síðan veitti hann sér sjálf- um banatilræði og lézt á John- son Memorial Hospital um kvöldið; hin særða kona er mjög þungt haldin; var hún flutt á sjúkrahús í Winnipeg. Er nokk- ur von um að hún lifi áverkann af. — Auk konu sinnar, sem Ingi björg heitir, lætur Halli eftir sig fjögur börn. Mætir fyrir hönd Canada Forsætisráðherrann, Mr. King, mætir fyrir hönd Canada á þingi sameinuðu þjóðanna, sem háð verður í París í september mánuði; þaðan fer hann svo til London til að sitja þar fund for- sætisráðherra brezku samveldis- þjóðanna; í för með Mr. King verða sérfræðingar úr utanríkis- ráðuneytinu. — Minna mátti nú gagn gera Á fimtudaginn þann 12. þ. m. fór fram í bænum Havana á Cuba, bankarán, sem heldur en ekki munaði um; það var Royal bank of Canada, sem varð fyrir hnjaskinu; hvorki meira' né minna en tíu menn tóku þátt í ráninu og voru tveir þeirra 1 ein- kennisbúningum lögreglu- manna; fjárhæðin, sem þeir kló- festu, nam $570,000. — Þetta er það langmesta bankarán í sögu þjóðarinnar á Cuba og jafnvel þó víðar væri leitað. Ræningj- arnir komust undan í tveimur bílum, og hefir síðan eigi til þeirra spurst, þrátt fyrir lát- lausa ránnsókn fjölmennra lög- reglufylkinga. Dr. A. J. THORSTEINSON Ásgeir Jónas Thorsteinson hef- ir tekið við boði frá Manitoba háskólanum, er skólinn bauð hon um, sem aðstoðar prófessor í skordýravísindum. Hann var síð- astl. ár hjá Forest Insect Lab- oratory er Canada-stjórnin hefir í Sault Ste. Marie í Ontario- fylki; en doktors nafnbót hlaut hann á Englandi, er hann stund- aði þar nám í sérfræðigrein sinni um nokkur ár meðan á stríðinu stóð og vann þá um hríð í þjón- ustu ensku stjórnarinnar þar í landi. Dr. A. J. Thorsteinsori er sonur Sigurðar heit. Thorstein- sonar og ekkju hans, Halldóru, er lengi bjuggu í Winnipeg, og er Mrs. Thorsteinson búsett hér enn. Hann er kvæntur íslenzkri konu einnig héðan úr Winnipeg, Mildred Anderson. Lögberg ósk- ar Dr. Thorsteinson til hamingju með hina nýju sæmd og býður þau hjón aftur velkomin í ís- lenzka vinahópinnT Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.