Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.08.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST, 1948 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Ben vakti svo klukkutímum skifti nóttina eftir og var að hugsa um, hve opinnskár að honum myndi óhætt að vera daginn eftir í ástamálum sínum. Honum hafði ekki fundist þau vera neitt brennandi alvöru spursmál upp til þessa Nú var svo komið, að honum fanst að öll sín velferð, bæði þessa lífs og ann- ars væri undir því komin, hvernig að fram úr þeim réðist. Tvisvar áður hafði hann verið kominn á fremsta hlunn með að tilkynna Elsie, hvað honum byggi í huga, en í bæði skiftin hélt einhver kaldrana gustur í orðum hennar, hon- um frá því. Var sál þessarar konu tilfinngalaus og köld, og henni ómögulegt að unna nokkrum manni? Nei, þessi kuldi Norð- ursins var aðeins á yfirborðinu. Hann vissi, að undir niðri í eðli hennar lá falin eldur fyrir hvern þann að verma sig við sem að næði til hans. Þetta varð honum enn ljósara nú, er hin heillandi samveru tíð þeirra var á enda og endurminning- arnar mintu á ótal atriði frá liðnum dögum, mjúkt handtak, ylríkt bros og blikandi augnatillit, talaði alt sínu máli og var opinberun hinum óróa og eftir- væntandi huga hans. Stundvíslega klukkan fjögur kom hann að vitja hennar daginn eftir, og var hún þá tilbúin. “Þú sérð að ég er tilbúin að fara með þér, eftir alt”, sagði hún. “Já, ég vissi að þú mundir koma”, svaraði hann. Hún var klædd í hreinleg, blá föt, og var ofurlítið op, eins og v í laginu, klipt úr í hálsmálinu, svo að sá í fagurlimað- an hálsinn. Hún hafði aldrei fengist til þess að vera í sveigkjólum — Hoop skerts. — Ben þótti mikið til þess sjálfstæðis koma, en á hinn bóginn skaut það hon- um skelk í bringu. Kona, sem leyfði sér að ganga á móti tízkunni og virða hana að vettugi, var sannarlega nokkuð nýtt og honum stóð nokkur ótti af því. Þau voru í dálitlum seglbát, og létu hann berast með útfallinu. Það var í október, og veðrið var dásamlegt, einn af þessum óviðjafnanlegu Indíána sum- arsdögum í Virginia, er friður og djúp þögn, í lofti og láði„ ríkir, og jafnvel orð mannanna falla máttvana og hjáróma fyrir dýrð og tign náttúrunnar. Þau þögðu bæði um tíma og það var eins og honum yxi ásmegin í þögninni. Engin stúlka, sem ekki var undir djúp- um áhrifum, gat setið þannig hreyfing- arlaus. — Hún sat rétt fyrir framan hann í bátn um og lítið til vinstri og hafði lagt hand- legginn út yfir borðstokkinn og var með fingurnar ofan í vatninu sem braut það, silfur tært, í ofurlitlar rastir, við hlið bá'tsins, og horfði á skógivaxnar hlíðarnar upp frá ánni og blómin gulu, rauðbláu, rtuðu og gulllitu, sem blik- uðu þar í geislum kveldsólarinnar. Þýðir tónar bárust frá lúðrasveit í hermannaskála sem var í nágr^nninu, og það var eins og Elsie slægi takt með hendinni í vatninu. Ben hugsaði aðeins um hana. Allt umhverfið snerist um hana. Hann hafði aldrei fyr séð svo fagurlega rósrauðar kinnar, og allt litskrúð haustkveldsins endurspeglaðist í hári hennar og hon- um fanst að Guð hefði aldrei gefið nokk urri persónu eins fögur augu og henni — blikandi amberlituð augu, stór, opin ská, hugrökk og sönn. “Ert þú dauður aftur?” spurði Elsie hikandi. “Jæja, það er nú líkt ástatt fyrir mér og íranum sem datt ofan af húsinu sínu og konan kallaði til hans og spurði hvort að hann væri dauður — ekki er ég dauður, en orðlaus”. Ben var fljótur að sjá tækifærið sem þessi spurning með öllum endurminn- ingunum sem hún vakti, gaf honum, og hann færði sér hana í nyt. “Ungfrú Elsie, þú ert of sjálfstæð og heiðarleg kona til að leika nokkurn felu leik við mig. Viltu svara mér einnrar spurningar? Þú hefir undanfarið verið að leitast við að koma á stað ósamlyndi á milli okkar?” “Þú hefir ekkert gert. Mér hefir að- eins lærst að skiljast, að á milli okkar er ómælisdjúp staðfest, og að það er verulegt og djúpt. Það eru tiltölulega fáir dagar síðan að hann faðir þinn var þrælahaldari —”. Ben brosti. “Já, hann afi þinn var þrælakaupmað ur og seldi okkur þá”, svaraði Ben. Elsie kafroðnaði í framan og þykktist auðsjáanlega við svarið. “Þú tekur það ekki illa upp þó að ég gefi þér nokkrar sögulegar bendingar”, sagði hann þýðlega. “Nei, langt í frá”, svaraði Elsie. “Eg vissi ekki að Suðurríkjamenn kynnu nokkuð í sögu”, svaraði hún þurlega. Við lögðum sérstaka áherzlu á að læra sögu þrælanna, að minsta kosti. Eg hafði aldraðann og elskulegan kenn ara í þeirri grein, sem var allra manna bezt að sér í henni. Hann er einn af þeim bezt lesnu mönnum sem til eru í land- inu. En því miður situr hann nú í fang- elsi. En ég hefi ekki gleymt því, sem hann kendi mér. Eg man það vel”. “Eg er að bíða eftir ljósinu”, sagði Elsie í fyrirlitningar róm. “Suðurríkin eiga ekki meiri skuld á þrælahaldinu heldur en Norðurríkin. — Þrælunum var stolið frá Afríku, af Norðanmönnum. Þegar að þrælaskip kom til Boston, þá héldu þessir guð- ræknu Puritan-prestar opinbera bæna- gjörð til þess að þakka allsvaldandi for- sjón fyrir þá huglusemi að leiða til stranda landsins frjálsa enn einn skips farmi af villiráfandi heiðingjum til þess að njóta kristilegrar blessunar —”. Hún leit á Ben forviða með þóttasvip. “Haltu áfram”. “Tuttugu og þrisvar sinnum voru lög samþykt á þinginu í Virginia, sem bönn- uðu þrælainnflutninginn í það rfki. En konungur Bretlands ónýtti þau öll sam- kvæmt beiðni þrælasala frá Nassachus- etts. Jefferson gjörði það tiltæki kon- ungsins að einum liðnum í sjálfstæðis- yfirlýsingu Bandaríkjanna — Declara- tion of Independence — en Massachus- etts-menn fengu því til leiðar komið að sá liður var feldur úr. Suðurríkjamenn, sem voru í nefndinni sem sömdu grund- vallarlög Bandaríkjanna, settu afnám þrælahaldsins inn í þau, en þeir frá Massachusetts fengu því til leiðar kom- ið, að þrælasöluleyfið var framlengt um tuttugu ár —”. Hér þagnaði Ben og brosti. “Haltu áfram”, sagðl Elsie óþolin- móð. — Á frumbýlingsárunum þá var Negra- kona opinberlega brend á báli í Boston. Fyrsta blaðið sem barðist fyrir afnámi þrælahaldsins var gefið út í Tennessee af hr. Embree. Eftirmaður Embree, hr. Benjamín Lundy, gat ekki fundið einn einasta mann í Boston, sem var með afnámi þrælahaldsins. Árið 1828 var það meira en helmingur íbúanna í Tennessee, sem voru móti þrælasöl- unni. Á þessum tíma voru eitt hudrað og fjörutíu félög í Bandaríkjunum sem unnu að afnámi þrælahaldsins. Af þeim voru eitt hundrað og þrjú í Suðurríkjun- um, en ekki eitt einasta í Massachusetts Það var ekki fyr en árið 1836 að Massac- husetts var í fremstu röð með þræla- haldsafnámið — ekki fyrri en allir þrælar Massachusetts manna voru seldir fyrir hátt verð og að þrælaverzl- unin var eyðilögð —”. Elsie leit með þóttasvip á Ben. “Getur þú tekið á móti meiru?” spurði hann. “Já, vissulega. Þetta er skemtilegt”. “Eg er nú rétt að byrja”, sagði Ben glottandi. “Fyrir alla muni haltu áfram”, sagði Elsie. “Eg hélt fyrst að þú værir að gera að gamni þínu til að stríða mér. Nú sé ég að þér er alvara”. “Mér hefir aldrei verið meiri alvara. Þetta er hér um bil eina sagan sem ég kann verulega og ég hefi ánægju af að láta fólk vita af því. Eg heyrði vissan aulabárð segja um daginn, að hann fað- ir þinn ætlaði að innleiða Massachusetts menninguna, alla leið til Rio Grand, þar til lýðræðisfyrirkomulagið næði yfir alla Ameríku. Eg gat ekki annað en brosað. Þegar að Massachusetts var að innleiða lög um klæðaburð ríkra manna og fá- tækra, byggja kirkjur, sem fangahús, gálgar og húðstroku-straurar stóðu í og binda atkvæðisrétt mannt við það, hvað háann sætaskatt í kirkj- unum að menn gátu borgað, þá var Carolina heimkynni frelsisins, þar sem jafnrétti manna var fyrst viðurkent. — Mönnum í Englands-ríkjunum, sem höfðu minna en þúsund dollara í árstekj ur, var með lögum bannað að klæðast búning heldri manna, bera gull, eða silfur kögur, knappa á knjám, eða ganga á vissri tegund af stígvélum sem heldri menn einir höfðu rétt til að ganga í, og konur þeirra máttu heldur ekki bera herðabönd úr silki. Á meðan að þessu fór fram í Massachusetts, börð- ust kvikarar, og kaþólíkar í Maryland, Babtistar og Skozk-írskir Presbyríanir í Suðurríkjunum hvarvetna fyrir jafn- rétti manna”. “Eg er ekki að sitja út á athafnir for- feðra okkar”, sagði Elsie. “En ég hefi ýmislegt út á nútíðarmennina að sitja”. “Hefi ég nú framið einhverja óhæfu og verið léttur fundinn?” spurði Ben í uppgerðar alvöru. “Lífsskoðanir okkar eru langt hvor frá annari”, sagði Elsie alvarlega. “Hvað hefir þú út á lífsskoðanir mín- ar að setja?” spurði Ben. “Þú ert fullur af sjálfsáliti, til að byrja með, og myndugleika, sem þér finst að gefi þér rétt til að dæma alla hluti, samkvæmt eigin ímyndunum þín- um. Norðanmennirnir eru nógu slæm- ir, en yfir gikkshátt ykkar, Sunnan- manna, ná engin orð!” “Þú segir þó nokkuð!” mælti Ben og hló innilega. “Er ekki frú Franham fööursystir þín forseti í einhverjum klúbb?” “Jú, og hún er bráðsnjöll kona”, svar- aði Elsie. “Segðu mér meira”, sagði Ben. “Eg mótmæli þessu himinborna karl- mannavaldi. Þeir herrar sköpunarverks ins, eru eftir alt ófullkomnar verur — nær dýraríkinu, veikbygðari í æsku, óþroskaðri, hneigðir til ófriðar og fá- bjánaháttar. Eg hefi aldrei séð konu, sem var fábjáni — hefir þú?” “Eg held ekki, þegar ég fer að hugsa um það”, svaraði Ben með uppgerðar alvöru. “Hvað meira?” “Er þetta ekki nóg?” spurði Elsie. “Nei, þetta er smáræði, ég samþykki allt sem þú hefir sagt, en það er utan málefnisins. Eg er að lesa lögfræði eins og þú veist.” “Eg hefi persónu eiginleika, sem ég á sjálf. Þú og þínir líkar takið ykkur vald tii þess að yfirskyggja alla þá sem minni máttar eru”. “Vissulega, ég er maður”. “Eg kæri mig ekki um að vera yfir- skygð af nokkrum manni”. “Þú kærir þig ekki um vernd, um- hyggju eða velvild neins manns?” “Mig hefir dreymt um athafnalíf, sem nær út yfir húsveggina fjóra. Eg hefi aldrei getað fallið í stafi út af tilhugsun- inni um að verða matreiðslukona og húsfrú án kaups, og stofna lífi mínu í hættu, á meðan að annar þroskast, vex og krefst yfirráða í heiminum. Eg get sungið, söngrödd mín er mér, það sem mælskan er mönnunum. Hugsjón mín er félag, við gáfaðan félaga sem getur vakið og leitt mig á það fullkomn- asta þrosktstig, sem ég er fær um að ná”. — Hún þagnaði og leit með eggjandi augnaráði á Ben sem sat hreyfingarlaus með góðlátlegu brosi á vörum. Hann leit undan augnaráði hennar og hinn ómótstæðilegi, lokkandi og laðandi hlátur hans rauf kveldkyrðina, sem að Elsie, þrátt fyrir mótþróa sinn, gat ekki annað en tekið undir. Unglingsfjörið spriklaði í hlátri hans. Það glampaði í augum hans og gaf líf og fjör hverri hans hreyfingu, og Elsie fann það leika um sig eins og ljúflingslag eða létta töfrarödd. Hlátur Bens, endaði með því að hann fór að syngja, í æskugleði sinni og hug- arhrifning: “Ef að þú kemur þar á und- an, þá seg þeim mín sé von”. Elsie sat og hlustaði, og henni gramd ist við sjálfa sig, þegar hún hugsaði um þá einkennilegu yfirsjón sína, að hún skyldi hafa farið að segja þessum manni, sem henni mátti heita ókunn- ugur, frá sínum leyndustu hugsjónum og lífrænustu þrá. Hvernig stóð á þessu einkennlega áhrifa- og aðdráttar afli, sem þessi maður átti yfir að ráða? Henni fanst að hún hefði blátt áfram gert sig seka um skort á velsæmi, og var í öngum sínum út af því, hvernig að hann mundi líta á þá yfirsjón sína, og þorði naumast að líta á hann. En svo þegar að hann leit á hana brosandi og eldfjöri Suðurríkja-æsku, sem stafaði frá hverri hans hreyfingu, og er hann yrti á hana, hvarf allur ótti hennar og kvíði eins og skuggi fyrir skini sólar. — “Veistu”, sagði hann alvarlega, “að þú ert sú skemtilegasta og yndislegasta stúlka, sem ég hefi nokkurntíma þekt”. “Þakka þér fyrir. Eg hefi heyrt. sagt, að reynsla þín í þeim efnum hafi verið ærið víðtæk, fyrir ekki eldri mann en þú ert”. Það kom glettnissvipur á andlitið á Ben. — “Það er máske satt. En þú vekur hjá mér hugrenningar sem ég vissi ekki að ég ætti til — líkamlegar og sálrænar í senn. Hinn andlegi styrkur þinn með með sínum sjálfsþótta, og hin bráða skapgerð þín, er svo einkennileg og óvanaleg, og svo er allt þetta búið hinni mildustu fegurð”. “Mér hefir aldrei verið meiri alvara í hug. Það er fleira persónulegt í fari þínu sem mér er ógeðfelt”. “Hvað er það?” “Kæruleysis framkoma þín”. “Kæruleysi. ímyndun ein. Það eru engir riddarar tii í mínu landi, við er- um öll Skozkt-sambands kirkjufólk, og franskir þresbytríanir. Hugmyndin um að æskumenn Suðurríkjanna séu latir vinnuleysingjar, er draumur. Eg lærði kristin fræði í æsku”. “Þinn matur og drykkur, er að veiða fisk og dýr og að leika þér. Þú eltir hverja stúlku sem þú mætir og þú drekkur, mér finnst þú oft vera grimm- ur, og að ég þekki þig ekki”. Ben varð alvarlegur, og roðnaði í framan. — “Eg hefi máske gjört það af yfirlögðu ráði að láta þig ekki lesa mig ofan í gjölinn svona strax”, sagöi Ben seint og með alvöru. “Hugmynd mín um heiðar- legan mann er, að hann eigi að leiða, uppörva, ráða, og vera í tilbót, einingar- innar elskhugi. Eg viðurkenni að ég er í ætt við sjóla himinsins og Satan, og að ég er að bíða eftir því, að hönd kon- unnar leiði mig á veg friðarins, og far- sæls lífs”. Andans einlægni Elsie var ekki sein á sér að skilja hina duldu meiningu er lá í orðum Ben, og henni hafði aldrei fundist eins mikið til um hann eins og einmitt þá — syipinn hreina, ennið breiða og bjarta, augun djúpu og brúnu, andlits svipurinn allur sýndist henni til- komumikill og töfrandi og svar veg- lyndis og viðkvæmni var komið fram á varir hennar”. Ben sá það og skildi, og laut að henni, en sá þá ótta bregða fyrir á andlitssvip hennar, svo hann rétti sig aftur við í sæti sínu þegjandi. Bátinn, sem þau voru í, hafði nú borið nálægt bænum. Sólin var að síga og glitruðu geislar hennar á vatninu spegil fögru. Uppskeru dagsverkunum var lokið og náttúran öll hvíldi í unaðslegri haust-þögn. Þau fóru framhjá hermannabúðum sem stóðu upp á dalbrúninni og sjúkra- húsi. Það glampaði á fallbyssu uppi á hæðinni, og fánarnir héngu máttlausir niður með flaggstöngunum á herbúðun um og sjúkrahúsinu. Elsie horfði á blóm sem Ben hafði í lafinu á treyju sinni, um stund, og svo á örið við hársrætur hans á enninu og hvorutveggja virtist sameinast ljósa- skiftunum í huga hennar. Það eina sem verulegt var fyrir henni, var hann sjálfur. Og geðin vermdi aftur hug henn ar og hjarta. Hann leit blíðlega til hennar og hún fann ylbylgjur augna hans leggja um sig alla. Hafsúla kom flögrandi í loftinu og virtist stansa rétt yfir þeim í bátn- um og hlægja, eða garga. Ben beygði sig að Elsie, tók báðar hendur hennar í sínar og sagði: “Eg elska þig!” Klökkvi lýsti sér í handtaki hennar. Svo faldi hún andlitið á handlegg sér. “Við erum gjörð hvort fyrir annað. Hví ertu að berjast á móti því sem verð- ur að vera? Hvað gjörir allt annað til? Með öllum mínum syndum og veikleika þá heyri ég og land mitt þér til — land sálarinnar, uppskerunnar, sem aldrei þrýtur og söng sem aldrei þagnar, gam- aldags máske, og ef til vill héraðslegt, en vingjarnlegt og gestrisið. Umhverfis þess minsta heimili bygja fuglarnir hreiður sín og búa þar allan ársins hring. Farfuglarnir frá þínum eigin köldu héruðum, hafa heyrt köll þeirra, og loftið í kveld endurhljómar af söng þeirra og raddir er þeir svífa til suðurs mót sólu. Elsie mín kæra, ég hefi líka kallað — kom þú til mín: Eg elska þig!” Elsie leit upp og á Ben. Frá andliti hennar stafaði viðkvæm andleg gjörvi, en úr augum hennar las hann svar hennar. Hann beygði sig ofan að henni og kysti hana. “Segðu það! Segðu það”, hvíslaði hann að henni. “Eg elska þig”, sagði hún lágt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.