Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 1
MR. OG MRS. Ö. J. BILDFELL
Á laugardaginn þann 21. ágúst síðastliðinn var gest-
kvæmt á heimili þeirra Mr. i/g Mrs. Ö. J. Bildfell í tilefni
af gullbrúðkaupi þessara velmetnu og vinsæiu hjóna;
var þetta mikill mannfagnaður, og gulibrúðhjónin að
makleikum hylt. — Gullbrúðguminn Ögmundur J.
Bildfell frá Bíldsfelli í Grafningi, er fæddur 16. ágúst
1866 og fluttist til Winnipeg 1887, og hefir lengst af síð-
an verið í þjónustu Winnipeg Electric Railway félagsins.
Gullbrúðurin, Sigríður Jónatansdóttir, er fædd 23. marz
1871 og kom til Winnipeg 1886; hún er ættuð úr Þistil-
firði; þau Mr. og Mrs. Bildfell voru gefin saman í hjóna-
band í Fyrstu lútersku kirkju; þau eiga tvö börn, Jón í
Vancouver og Guðrúnu í heimahúsum.
Einokun á skófatnaði
Mr. O’Higgins, einn af embætt
ismönnum verðlagsnefndarinn-
ar í Ottawa, bar það nýverið
fram fyrir hinni konunglegu
rannsóknarnefnd, sem skipuð
var eftir síðasta þing til að ihuga
dýrtíðarmálin í landinu, að hann
væri sannfærður um, að alvarleg
einokun á skófatnaði ætti sér
stað. —
Lýkur prófi í læknisfræði
Jónas Guðmundur Leonard
Johnson
Þessi ungi og glæsilegi mað-
ur lauk í vor sem leið fullnaðar-
prófi í læknisfræði við Mani-
tobaháskólann með hinum ágæt-
asta vitnisburði; hann er af
góðu fólki kominn; foreldrar
hans eru hin mætu hjón, Björn
Johnson og kona hans Guðlaug
Jónasdóttir Johnson, búsett í
Vogarbygðinni við Manitoba-
vatn; þar ólst hinn ungi læknir
upp, sem aðeins er 25 ára, og
þar hlaut hann undirbúnings-
mentun sína. Dr. Johnson hóf
nám í læknisfræði við háskóla
þessa fylkis 1941 og útskrifaðist
þaðan sem fyr getur; kom það
brátt í ljós, hve góðum náms-
hæfileikum hann var gæddur og
að sama skapi ástundunarsam-
ur; hann gegnir eins og stend-
ur, læknisembætti í Vita-hérað-
inu í Manitoba.
Krefst aukaþings
John Diefenbaker, sambands-
þingmaður fyrir Lake Centre-
kjördæmið í Saskatchewan, var
staddur hér í borg í fyrri viku
og flutti ræðu um stjórnmálin
í landinu, einkum þó frá sjónar-
miði íhaldsflokksins, er hann
telst til; taldi hann brýna nauð-
syn á því, að sambandsþing yrði
kvatt til funda í haust vegna dýr
tíðarmálanna, sem eins og sakir
stæðu, sýndust vera orðin því
nær óviðráðanleg; áfeldi Mr.
Diefenbaker stjórnina þunglega
fyrir fálm hennar í þeim mál-
um áður en þingi sleit.
Mr. Diefenbaker er áhrifamik-
ill þingmaður, og líklegast
manna bezt til þess fallinn að
takast á hendur forustu íhalds-
flokksins, er valinn verður eftir
maður Mr. Brackens á flokks-
þinginu, sem haldið verður í
Ottawa í lok yfirstandandi mán-
aðar. Telja má víst, að flokks-
fulltrúar úr Vesturlandinu fylgi
Mr. Diefenbaker svo að segja
einhljóða, auk þess sem fullyrt
er, að stuðningsmönnum hans í
Ontario fari fjölgandi jafnt og
þétt. —
Samningur við Póllandum
I 0 milij. kr. viðskipti á
þessu og næsta ári
íslendingar selja salisíld. hross
og gærur, fá í siaðinn kol, siál,
rafmagns og málningarvörur
Hinn 14. júlí s.l. var undirrit-
aður í Varsjá viðskiptasamning
ur milli íslands og Póllands.
Gekk samningurinn í gildi 15.
sama mánaðar og gildir til árs-
loka 1949. Ríkisstjórnir Póllands
og Islands þurfa þó formlega að
samþykkja samninginn með
nótuskiptum og hefur ríkisstjórn
Islands fyrir sitt leyti nú stað-
fest hann.
Samkvæmt samningnum selja
íslendingar Pólverjum eftirfar-
andi vörur:
10 þúsund lunnur sallsíld,
500 hesía, 650 smálesíir sall- .
aðar gærur, og auk þess smá
vegis af síldar- og þorskalýsi
til afgreiðslu á næsta ári.
Af Pólverjum kaupa íslend-
ingar eftirfarandi vörur: kol.
járn og stál, raflagnaefni,
arðstrengi, rafmagnsmæla,
zinkhvítu og vítissóda. v
Afgreiðsla á pólsku vömunum
getur farið fram á þessu ári,
nema á járn og stálvörum, sem
afgreiðast á árinu 1949.
Er hér um að eða vöruskipti
milli landanna, sem nálgast tíu
milljónir íslenzkra króna á hvora
hlið.
Islenzka samninganefndin
gekk frá sölusamningunum á
saltsíld, hestum og gærum, og
auk þess verðsamningum um
nokkrar hinna pólsku vara.
Þegar hefur verið afskipað til
Póllands ca. 140 smál. af söltuð-
um gærum, sem samið var um
að selja þangað af fyrra árs
framleiðslu.
—Frá utanríkisráðuneytinu
Þjóðviljinn, 14. júlí
Forstjóri Manitoba
Fisheries látinn
Nýlega lézt hér í borginni Mr.
T. Bercovitch, forstjóri Mani-
toba Fisheries Limited, vinsæll
maður og Islendingum að góðu
kunnur. Mr. Bercovitch fluttist
ungur hingað frá borginni
Odessa og rak um nokkur ár
verzlun í bænum Oak Point hér
í fylkinu; þaðan kom hann til
Winnipeg og stofnaði fyrnefnt
fiskiveiðafélag; hann hafði oft
margt íslendinga í þjónustu
sinni. —
BJÖRN LÆKNIR JÓNSSON FRÁ VEÐRAMÓTI
í lilefni af yfirvofandi kvonfangi
Það grípur marga eitthvert Irafár
og ekki síður lækna en flesta hina,
er við þeim ljóma blíðra meyja brár,
er blinda jafnvel sjálfa skynsemina.
Og piparsveinar hljóðum huga mæna
til hennar, sem að verið er að ræna.
Að láta af brúði Birni er ekki líkt —
hann berðist fyr og gengi á hólm við fjandann.
Mér finst það ekki afar mikið ýkt
að írska blóðið taugastyrki landann.
Og þessi Björn er þéttum ofinn rótum
og þaulsætinn á ástarstefnumótum.
Og frúnni skyldi verðug virðing sýnd —
hún verða mun á sínum tíma drotning;
þó eigi sé af erkibiskup krýnd
hún á samt skilið tveggja þjóða lotning.
Því hún er frænka herra De Valera
og hana verður brúðguminn að þéra.
Einar P. Jónsson.
LANDNEMALJÓÐ
JÓNAS KRISTJÁN JÓNASSON
Skagfirðingur
1862—1944
Þótt frítt væri hérað og fornheilög sveit
og friðsælt hjá Vötnunum bláum,
þér ungum fanst þröngt í þeim æskunnar reit
með ábata vonunum fáum.
Til sjálfstæðis fanst þeim of löng og ströng leit,
sem loguðu af framsæknum þráum,
fyrst vestur í heimi beið frjómoldin feit,
sem fylti þá vonunum háum.
Því alfarinn steigstu á útflutnings knör
með öðrum frá minninga sandi,
er þjóðerni okkar varð feigðarboðs för
en frama skóp minninga landi; —
sem öreigans bætti og breytti um kjör.
en barnanna erfð varð að grandi, —
en öll geymir framtíð þau ólesnu svör
á örlagadísanna bandi.
Þér veröld ný opnaðist víðlend og slétt
í vestursins norðlæga geimi,
og einstaklings framtakið fór þar á sprett
í freistandi leit eftir seimi,
en landneminn yrkti hinn útmælda blett,
sitt óðal, með fagnandi hreimi,
og þar varstu, Jónas, í þörfustu stétt
og þróttmestu og elztu í heimi.
Þú komst meðan Dakóta ungleg og ör
var upprisa í Jankanna veldi,
og landnemans þróttur og leikandi fjör
var logandi af stórhugans eldi.
I tólf ár þar bjóstu við bærileg kjör
þótt bújörðin aftur þér héldi,
en þú vildir hefjast á hækkandi skör
með hlutinn þinn stærri að kveldi.
Til Siglunesstranda frá Sandhæðum lá
hin síðari landnemans slóðin;
þar bjóstu til elli sem bústólpi sá,
sem bygðar er stoðin og gróðinn;
og hepnin þér aldrei vék handarbreidd frá
við heimilið, sveitina og fljóðin,
en sál þín bjó langstundum svönunum hjá
og söng með þeim dillandi ljóðin.
Þín meðalhófs snilli var lifandi list,
ei lærð heldur vöggugjöf bezta,
og ef þú ert kominn í eilífa vist
hún enn verður gæfudís mesta. —
En loforð mitt gefna nú ljóðmáli er rist,
þótt lofsönginn kunni að bresta,
og geymist í aldanna íshúsi fryst,
og ófæddra bíður þar gesta.
Ísland tekur lán
Sendiherra íslands í Washing
ton undirritaði s.l. föstudag í um-
boði fjármálaráðherra, samning
um 2.300.000 dollara lán íslandi
til handa. Lánið er veitt af Ex-
port Bank í Washington og telst
lánsfjárhæðin hluti af þeirri að-
stoð, sem Bandaríkin veita Is-
landi í samræmi við þá samninga
sem gerðir hafa verið um efna-
hagssamvinnu Norðurálfuríkj-
anna.
Lánið er afborgunarlaust
fyrstu þrjú árin, en en endur-
greiðist síðan á 7 árum með jöfn
um afborgunum misserislega. —
Vextir eru 3 prósent.
Gert er ráð fyrir, að allt lánið
hafi verið notað til vörukaupa
fyrir 30. júní 1949.
Lán þetta er tekið samkvæmt
heimild í lögum nr. 48-1948 um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
lántöku til kaupa á tækjum til
síldarvinnslu o. fl. Hefir verið
unnið að lántöku þessari frá því
marz s. 1., og var ætlunin sú
að fá það hjá Export Import
Bank sem venjulegt viðskipta-
lán án atbeina bandarískra stjórn
arvalda. Sú raun varð á, að lánið
var ófáanlegt með þessum hætti,
heldur aðeins fyrir atbeina
stofnunarinnar til viðreisnar
Evrópu.
Lánsfénu hefir þegar verið
ráðstafað í samræmi við það, sem
Alþingi ætlaðist til, enda eru
framkvæmdir þær, sem gerðar
eru fyrir það, hafnar fyrir
löngu. Eru það einkum ráðstaf-
anir til hagnýtingar Faxaflóa-
síldarinnar, svo sem kaup á síld-
arþræðsluskipinu “Hæring”,
aukning eldri verksmiðja við
Faxaflóa og bygging nýrra.
íslendingur, 5. júlí.
Þ. Þ. Þ.
KEN STANFORD
vinnur fyrstu verðlaun
I samkeppni þeirri í bogfimi,
sem fram fór á þjóðhátíðinni á
Gimli þann 2. ágúst síðastliðinn,
vann Ken Stanford fyrstu verð-
laun, sem voru hinn frægi og
fagri Pétursson bikar.
Samkepnin í þessari forn-
frægu íþrótt var undir forustu
hins kunna og áhugasama kenn-
ara í bogfimi, Halldórs M.
Swan verksmiðjueiganda frá
Burstarfelli í Vopnafirði. Atta
menn og sjö stúlkur tóku þátt
í samkepninni; úr stúlknahópn-
um vann Miss Mildred Dallman
fyrstu verðlaun.
St j ór nar kreppa
hefir þjakað Frakklandi síðast
liðna viku; ráðuneyti það, er
Andre Marie nýlega myndaði
féll vegna ágreinings um fjár
og atvinnumál. Nú hefir fyrrum
forsætisráðherra, Schuman, ver-
ið falinn myndun nýs ráðuneyt-
is. —
Rúmlega 10 þús. félagar í
Góðtemplarareglunni
Þingi Stórstúku Islands er ný-
lokið í Reykjavík. 45 undirstúk-
ur eru nú starfandi í landinu
með rúmlega 5 þús. félögum. —
Barnastúkur eru 54 og félagar
þeirra, sem ekki eru einnig í und-
irstúkum, eru samtals um 5.500.
Samtals eru því um 10.600 félag-
ar í Reglunni á Islandi.
Samkvæmt upplýsingum stór-
gæzlumanns löggjafarstarfs nem
ur áfengisneyzla nú rúmum
2.46 h'trum á hvern mann í land-
inu miðað við óblandað alcohol.
Hefir neyzlan aukist frá ári til
árs, eða um næstum 1 líter á
mann frá árinu 1944. Andvirði
áfengis, sem selt var í landinu
árið 1947, nam tæpum 60 milj.
kr. eða um 372 krónum á hvert
mannsbarn í landinu.
Islendingur 23. júlí.
VORMORGUNN
Dýrlegt vor,
von og þor
vekur alt af dvala.
Vetrarþraut
brott af braut,
bjart til hafs og dvala.
Ljómar fold,
fræ úr mold
fríðu blómin ala.
Sigur lífsins tungur allar tala.
Æskan blíð,
ellin stríð,
yl og gleði finna.
Tímans hjól
hlýtt við sól
hvetur oss að vinna.
Braut til hags
bræðralags
boði helgu sinna.
Meðan örlög æviþráð vorn spinna.
M. Markússon.