Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER, 1948 Hjálmar A. Bergmann Grein þessi hin ágæta, er eftir Jónas Jönsson aiþingismann, sem jafnan hefir látið sér hugarhaldið um mál- efni Vestur-lslendinga; en þar sem sagt er frá börnum þeirra Bergman- hjóna, er ekki aö öllu leyti rétt meö farið; nöfn barnanna eru sem hér segir: Ethel Ingibjörg, N o r m a n Stephen og Eric Herbert — Ritstj. Sú fregn barst nýlega frá Vest- urheimi, að þann 20. janúar síð- astl. hafi látizt í Winnipeg einn af höfuðskörungum Islendinga vestan hafs, Hjálmar A. Berg- mann, dómari í hæstarétti Mani tobafylkis. Hjálmar var Norðlendingur í báðar ættir. Faðir hans var Eiríkur Hjálmarson Bergmann. Hann var Þingeyingur, en móð- irin, I n g i b j ö r g Pétursdóttir Thorlacius, var frá Stokkahlöð- um í Eyjafirði. Þau hjón settust að/ í Dakota. Var þar um stund mannflesta og frægasta sveita- byggð íslendinga í Bandaríkjun- um. — Rauða rennur gegnum þessa íslenzku sveit norður í Kanada um Winnipeg og í Win- nipegvatn, örskammt frá hinni fornfrægu byggð, Gimli. Er um þessar slóðir fjölmennt landnám Islendinga, bæði í Winnipeg og fjölmörgum sveitum, einkum í norður- og norðausturátt frá Winnipeg, en örskammt norðan við landamæri Kanada, er Ar- gylesveitin, fjölmenn og blóm- leg. Þesssar byggðir allar mynd- uðu um langa stund kjarnann í landnámi Islendinga vestan hafs, þó að síðar hafi orðið miklir mannflutningar í vesturátt, eink- um á Kyrrahafsströndina, bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Winnipeg var höfuðsetur íslend- inga á þessum slóðum. Þar var fjölmennið mest. Þar voru gefin út bæði íslenzku blöðin. Þar var stjórn íslenzka safnaðarins vest- an hafs. Rauðáin tengdi með nokkrum hætti saman byggð Is- lendinga í Dakota og Manitoba. Landamerkjalínan milli Banda- ríkjann aog Kananda var þá lítt til hindrunar víðtækum andleg- um félagsskap fólks sem var af íslenzku bergi brotið. íslenzku blöðin í Winnipeg náðu til landa í Dakota eins og í byggðum norð- an ríkjatakmarkanna. / Eiríkur Hjálmarsson og Ingi- björg Thorlacius fluttust vestur 1873 og námu land í Garðars- byggð í Dakota. Voru þau meðal fyrstu innflytjenda vestur þar. Landkostir voru góðir, og gerðist Eiríkur Hjálmarsson brátt at- hafnamikill og víkunnur maður bæði í búsakp og félagsmálum. Kallaði Jón Ólafsson hann, þeg- ar hann var við ritstjórn í Win- nipeg, Garðaríkiskeisara í blaði sinu, því að hann þótti hafa all- mikil mannaforráð suður þar. Varð Eiríkur fyrstur Islendinga þingmaður í fylki eða ríki vestra. en margir hafa síðan fetað þá slóð. Eiríki og Ingibjörgu fæddist sonur 22. ágúst 1881. Var hann heitinn Hjálmar eftir föðurafa sínum. Fæddist hann upp með foreldrum sínum í hinni ramm- íslenzku Garðarsbyggð. Heimilið var íslenzkt, sveitin íslenzk og menningin íslenzk. Dakotamenn höfðu fjörugt safnaðarlíf og fygdu með áhuga öllum andleg- um hræringum landa sinna vest- an hafs og austan. Blöðin frá Winnipeg voru á heimili hvers Islendings í Dakota. Fæddust þar upp samhliða hinum unga sveini margir af höfuðskörungum landa í Vesturheimi. Þar var Barði Skúlason, sem kallaður hefur verið mestur ræðuskörungur í sveit landa vestan hafs, Guð- mundur Grímsson, víðfrægur lögfræðingur og dómari í Dako- ta, B. J. Brandsson prófessor í læknisfræði í Winnipeg og þeir séra Rögnvaldur Pétursson, for- ystumaður íslenzkra þjóðræknis- manna og Vilhjálmur Stefáns- son landkönnuður. Má nærri geta, að mikið mannval og frítt hefur verið í þeirri byggð, þar sem fæddust upp samtímis svo margir skörungar. Var fjölmargt annarra ágætismanna, bæði kvenna og karla, í þeirri byggð, þó að það verði ekki hér talið. Foreldrar Hjálmars Berg- manns komu honum til náms í norskan menntaskóla í Banda- ríkjunum, og síðar lauk hann laganámi í háskóla í Bandaríkj- unum. V o r u honum þrjú mál jafn töm. íslenzka, norska og enska. Þó sat íslenzkan þar í önd- vegi. Hún var móðurmál Hjálm- ars, og úr Garðarsbyggð hafði hann með sér þá þætti í menn- ingu sinni, sem virtist verða hon- um að mestu gagni á lífsleiðinni. Árið 1906 fluttist Hjálmar Bergmann til Winnipeg, tók þar próf í enskum og kanadiskum lögum, gerðist borgari í Kanada og giftist árið 1907 Emilíu Jóns- dóttur úr Bárðardal Hún var ná- frænka Stephans G. Stephans- sonar skálds, mikil gáfu og mynd arkona. Eiga þau þrjú börn: Ingi- björgu, sem er gift í Winnipeg, Stefán lögfræðing í Winnipeg og Herbert verkfræðing í Seattle í Bandaríkjunum. Hjálmar Bergmann gerðist á unga aldri víðfrægur fyrir gáfur og skarpleik. Mynduðust þjóð,- sögur um snilld hans og afburði í málflutningi. Kunni hann jafn góð skil á lögum Kanadamanna, Breta og Bandaríkjamanna, Leit- uðu íslendingar til hans, þegar þeim þótti vandi mikill á hönd- um, eins og síðar mun sagt verða. En meginstarf hans var að sjálf- sögðu við málefni enskumælandi Kanadamanna. Óx hróður hans svo á þeim vettvangi, að auk mála þéirra, er hann flutti sjálf- ur, leituðu aðrir lögfræðingar oft til hans ráða í vandasömum mál- um. Hann flutti fyrstur íslend- inga mál fyrir hæstarétti Kana- damanna í Ottawa. Síðan flutti hann fyrir landa sína mál fyrir hæstarétti Bretaveldis, og hefur engin annar Islendingur tekið að sér þann vanda. Hlóðust á Hjál- mar Bergmann margháttuð trú- naðarstörf. Hann varð formaður í stéttarfélagi lögfræðinga í Man- itoba, doktor í lögum, átti sæti í stjórn háskólans í Winnipeg og var löngum formaður háskóla- ráðs. Að lokum varð hann dóm- ari í hæstarétti Manitobafylkis og gætti þess starfs til dauða- dags. Islendingum vestan hafs þótti miklu skipta frægðarorð það, er fór af yfirburðum Hjálmars Bergmans í lagamennt. Hans sæmd var þeirra sæmd og sæmd gamla landsins um leið, og þá hlið málsins kunnu landar í Vest- urheimi vel að meta. Það leiddi af sjálfu sér, að Hjálmar Berg- mann hlaut að taka allmikinn iátt í félagslífi landa vestan hafs. —Skömmu eftir að hann fluttist til Winnipeg, gekk hann í félags- skap við Tóma H. Johnson, og höfðu, þeir saman málflutnings- stofu, sem mjög var leitað til. Þegar Tómas varð ráðherra í Manitoba, hafði Hjálmar forystu um starfsemi skrifstofunnar. Ætterni, uppeldi og félagsskap- ur Hjálmars við Tómas H. John- son leiddi til þess, að Hjálmar Bergmann kom oft á furðulega mikinn hátt við mál íslendinga vestan hafs. Landar í Vestur- heimi hafa gert kirkjumálin að þjóðlegum og félagslegum vett- vangi. Kirkjufélögin og Þjóð- ræknisfélagið hafa verið megin- stoðir íslenzkrar menningar í Vesturheimi. Hafa þessi tvíþættu andlegu samtök bjargað íslend- ingum vestan hafs frá að hverfa minningalítið í þjóðahafið. Þegar mestur gróandi var í kirkjulífi íslendinga vestan hafs, voru kirkjudeildir þrjár og þrír höfuðskörungar til forystu. Séra Jón Bjarnason var foringi þeirra, sem stóðu á grundvelli hinnar gömlu guðfræði. Hann minnti meðal sinnar þjóðar mest á spá- menn Gyðinga, óbilandi og ó- bifandi í trú sinni á gildi lút- herskra kenninga. I fyrstu var séra Friðrik Bergmann áhrifa- mestur vopnabróðir hans. Séra Friðrik var í frændsemi við þá íeðga Eirík.og Hjálmar, og var vinátta með þeim frændum. Séra Friðrik var prestur í Dakota. Hann var stórvel gefinn maður, fjölmenntaður og víðsýnn. Þeg- ar hin svo kallaða nýja guðfræði ruddi sér .til rúms, hallaðist séra Friðrik að þeim kenningum. Skiptist þá það kirkjufélag, sem séra Jón Bjarnason hafði stýrt. Urðu út af þeim skoðanamun allheitar deilur og sögulegar. Samherjar séra Friðriks Berg- manns voru stórhuga og reistu í Winnipeg fyrir söfnuð sinn kirkju þá, sem mest og bezt hef- ur verið gerð af íslendingum beggja megin hafsins. Þriðji söfnuðurinn voru únítarar, og var séra Rögnvaldur Pétursson prestur þeirra manna og leið- togi. Hann var ágætlega vel gef- inn og hámenntaður, jafnvígur á trúmál, þjóðernismál, sögu og bókmenntir. Allir voru þessir trúmálaleiðtogar fæddir á Is- landi, en höfðu flutt vestur, sum- ir á barnsaldri, en aðrir fullvaxn- ir. Þó að þá skildi mjög á um skilning á heilagri ritningu, voru þeir allir rammíslenzkir. Séra Jón og séra Rögnvaldur krydd- uðu ræður sínar jöfnum hönd- um með tilvitnunum í biblíuna og íslendingasögur. Séra Frið- rik var nær samtíðinni í þjóð- rækni sinni. Hann var snjall rit- höfundur og minnti í viðhorfi til andlegra verðmæta nokkuð á Einar H. Kvaran. Var íslenzka þjóðstofninum mikill sómi að þessum glæsilegu forgöngu- mönnum í trúar- og þjóðernis- málum í Vesturheimi. Þegar séra Friðrik Bergmann féll frá, átti hann engan arftaka. Skiptist söfnuður hans þá, og gengu sumir í lið með samherj- um séra Jóns Bjarnasonar, en aðrir til séra Rögnvaldar. Hjálm- ar Bergmann hafði í þessum kirkjulegu átökum stutt séra Friðrik, frænda sinn, en þó ekki tekið verulegan þátt í opinber- um orðaskiptum milli kirkju- deildanna. En þegar hér var komið, gekk hann vil fylgis við söfnuð sér Jóns og átti mikinn þátt í, að hin mikla og fagra kirkja Friðriks Bergmanns varð nú höfuðmusteri þeirrar kirkju- deildar. Var Hjálmar Bergmann virktarvinur Brandson læknis, og voru þeir, meðan árin entust, miklir áhrifamenn í félágslífi Vestur-Islendinga. Þegar Hjálmar Bergmann var á miðjum aldri, kom fyrir landa vestan hafs mál eitt, sem bregð- ur ljósi á einlæga virðingu þeirra fyrir íslenzku þjóðinni og þá trú sem þeir höfðu á Bergmann við vandasöm lögfræðistörf. Vestar- lega í Kanada, þar sem fátt var um íslendinga, var auðnuleys- ingi af íslenzku bergi brotinn að nafni Ingólfur sakaður um morð. Átti hann enga vandamenn eða vini að. Vörn vegna hans fyrir réttinum vra ófullkomin, enda lauk málinu svo, að hann var sakfelldur og dæmdur til lífláts. I Kanada eru þeir, sem dæmdir eru til dauða, hengdir að fornum enskum sið. Þegar fregn barst um landið, að Ingólfur hefði ver- ið dæmdur til dauða, sló óhug á Islendinga í Vesturheimi. Þeir höfðu í öndverðu sætt árásum og lítilsvirðingu fyrir uppruna sinn í köldu og fátæku landi. — Þessum árásum var ekki svarað með því að segja, að gott væri að vera þar, sem enginn þekkti mann, því að þar væri allt leyfi- legt. I þess stað varð það bjarg- fastur og óumdeildur ásetningur Islendinga að koma þannig fram í hinu nýja ættlandi, að kynstofn inn hefði fremur sæmd en van- sæmd af þeirra framgöngu. Hef- ir þetta lánazt þannig að vestan hafs eru íslendingar taldir um andleg afrek, elju og þegnskap í mannfélagsmálum í hópi fremstu þjóða. Þegar Ingólfsdómurinn féll, hafði enginn Islendingur vestan hafs verið dæmdur fyrir nokkurt meiri háttar afbrot. Hin “Islendingseðlið sameinar okkur hvar sem við erum” Kveðjusamsæti fyrir sr. Valdimar Eylands Síðastliðið mánudagskveld gekst Þjóðræknisfélagið fyrir því, að sr. Valdimar J. Eylands yrði haldið kveðjusamsæti hér í bænum. Þar var margt manna samankomið. Prestar bæjarins fjölmentu einkum þangað. Sam- sætið var haldið í hinu vistlega veitingahúsi að Laugavegi 28. Ófeigur Ófeigsson læknir stjómaði samsætinu og bauð heiðursgestina velkomna, séra Eylands og. frú hans og dóttur þeirra. Biskupinn mælti fyrir minni heiðursgestanna, lýsti veru þeirra þetta ár sem sr. Eylands hefir dvalið hér ásamt fjölskyldu sinni. Sr. Jakob Jónsson tók ennfremur til máls og flutti heiðursgestunum kveðju frá fé- lagi Vestur-Islendinga hér í bæn væri um. Því næst tók séra Eylands til máls. Hann komst m. a. að orði á þessa leið. “Þegar okkur bar hingað að landi fyrir ári síðan, var ísland baðað í sól. Alt bendir til þess, að eins verði, þegar við leggjum af stað héðan vestur um haf. Þann fyrirsjáanlega hegning Ingólfs var í þeirra augum sameiginleg smán fyrir allan kynstofninn. — Létur Vestmann hendur standa fram úr ermum. Samskot voru hafin meðal landa um allar byggðir og bæi til að kosta að- gerðir við að fá líflátsdóminum breytt í ævilangt fangelsi. Var skotið saman hokkur þúsund dollurum og Hjálmari Bergmann falin sóknin í málinu hjá hinum hærri stjórnarvöldum. Treystu landar gáfum hans, skarpleik og röksnilld. Tókst honum að bjarga Ingólfi frá hengingu og íslend- ingum frá þeirri smán, að einn úr þeirra hópi hefði orðið að sæta þessum svívirðilega dauðdaga. Fór mikið frægðarorð af Hjálm- ari sem lögmanni, og var hann talinn einhver mesti lögvitringur í öllu landinu. Hjálmar var hár maður í vexti, grannur og grannholda, stilltur maður og hæglátur í fram komu og fáskiftin í daglegum háttum. I deilum málafærslu- manna var hann hinn snjalli taflmaður. Hann sá í einu marga leiki og hvar líklegast væri, að veila kæmi fram í leik mótstöðu mannsins. Sókn hans bar vott um skarpleika og framsýni, og í rökræðum var hann harðfengur og löngum sigursæll, og dáður jafnt fyrir ágæta hæfileika og mikinn manndóm í allri fram- komu. Hann var jafnvígur á ís- lenzkt mál og enskt og þótti ein- hver orðsnjallasti maður, þar sem gleðskapur var og skálaræð- ur fluttar. Beitti hann þá fyndni sem var í senn einföld og fáguð. I einni slíkri ræðu hélt hann því fram, að fullar sannanir væru fyrir því, að engin kona væri í himnaríki. Heyrðust þá kurr í salnum, og þótti ólíklega til get- ið. Hjálmar mun hafa búizt við mótstöðu, og lá biblían hjá hon- um á borðinu. Opnaði hann þá hina helgu bók og las á völdum stað úr himnaríkislýsingu þessi orð í opinberunarbókinni: “Þá varð þögn í hálfa stund”. Fögn- uðu karlmenn þessari lýsingu og þótti lögmaðurinn hafa fært allgóð rök fyrir sínu máli, en konur þóttust engu óvissari en fyrr um himnaríkisvist. En þetta litla gamanatvik sýnir blæ inn á fyndni Hjálmars. Hann beitti reglum hinnar skörpu hugs unar, eftir því sem við átti 1 skálaræðum, málfærslu og dóm- arastarfi. Hvar sem Hjálmar Bergman kom fram, var hann hinn glæsilegi andans maður, til sæmdar þjóð sinni báðum megin hafs. J. J. tíma sem við höfum dvalið hér, höfum við að sjálfsögðu haft af mismunandi veðráttu að segja. Fundið m. a. æðandi hafstorma skammdegisins. En hinir sólríku sumardagar sem við höfum lifað hér undanfamar vikur, hafa þurkað á burtu allar minningarn ar um kuldann og hina geisandi storma, sem stundum heimsækja landið okkar. Allar hinar ótelj- andi ánægjustundir, sem ég hefi lifað hér á ættjörðinni þetta ár, lifa bjartar og glæstar í end- urminningunni, á komandi ár- um. Það var mér sérstök ánægja, að heimsækja æskustöðvarnar í Húnavatnssýslu. Sveitungar mínir tóku mér rétt eins og ég orðinn mikill maður og héldu mér samsæti. Eg er þakk- látur þeim, fyrir alla vinsemd þeirra. Þakklæti mitt er þó mest til safnaðanna á Suðurnesjum, sem ég hefi þjónað undanfarið ár, fyrir alla þá vinsemd, sem þar hefir mætt mér, og eins við kynni mín af ýmsum prestum á prestastefnum og fundum. Síðan rakti ræðumaður í fám orðum ástæðurnar fyrir því, að hann skyldi hafa lagt í ferð þessa hingað. I fyrsta lagi kvaðst hann fyrir löngu hafa lofað konu sinni að fara með henni til íslands, en frúin er fædd vestan hafs. I öðru lagi, sagði hann, var það heimþráin, sem allir útfluttir Is- lendingar bera í brjósti. Að fá að sjá ættjörðina. Það er hin ramma taug er dregur menn föðurtúna til. — Draumur sumra um þá endurfundi, rætist. Koma þeir stundum til baka læknaðir af heimþránni. Hjá hinum magn ast heimhugurinn um allan helming, eftir að þeir hafa gist ættjörðina að nýju. Eg sný aftur vestur með gleði og þakklæti í huga fyrir alt hið góða sem ég og mínir hafa mætt hér heima. Svo er það þriðja ástæðan, sem snertir hin praktisku þjóðrækn- ismál. Okkur, sem erum starf- andi í Þjóðræknisfélaginu vestra fannst nauðsynlegt að taka upp samvinnu við ykkur hér á ætt- jörðinni, sem aukið gæti kynni okkar við Island nútímans. Við gætum sótt hingað nýjan áhuga eld, í túlkun okkar á því. sem ís- lenzkt er. Og þegar til átti að taka, að benda á mann til þess- ara mannaskifta, þá stóðst ég ekki freisinguna, að benda á sjálfan mig, þar eð ég var þá for- seti Þjóðræknisfélagsins vestra. Hvað sem um mig verður sagt með sanni og starf mitt þykist ég mega fullyrða, að valið á starfsbróður mínum, sem vestur fór, hafi verið með ága'tum. — Svo miklu lofsorði er loiáð á sr. Eirík í íslenzku blöðunum vestra sem hinn glæsilegasta kenni- mann. » Þegar ég kem vestur mun ég fá mörg tækifæri til þess að túlka þar þjóðræknismál. Eftir veru mína hér á landi, mun ég geta haldið betur á þeim málum en áður. Eg hefi nú reynslu fyrir því, hve samskifti milli okkar vestur þar og ykkar, treysta böndin yfir hafið og gera sam- bandið lífrænna milli yðar og vor. — íslendingar hafa frá öndverðu gert þrjár tilraunir til landnáms vestanhafs. Hin fyrsta var gerð með stofnun nýlendunnar græn- lenzku er leið undir lok. Önnur var gerð í Suður-Ameriku, en sú tilraun varð að heita mátti að engu. Sú var hin þriðja, er ís- lendingar hófu landnám í Norð- ur-Ameriku kringum árið 1875, Hélt það landnám áfram til alda móta, með þeim árangri, að nú lifir fjöldi Islendinga bæði . í Bandaríkjunum og Canada, sem hafa sett sér það mark, að halda við tengslunum milli ættlands- ins og þjóðarbrotsins vestra. En til þess að þetta megi tak- ast, verður að efla samskiftin yf- ir hafið. Og hið þjóðlega sam- starf, verður að njóta styrks bæði héðan og þaðan. Það hefir löngum verið draum ur minn, að geta þjónað ís- lenzku kirkjunni. Eg fór upp- runalega vestur um haf til þess að geta komið hingað aftur og gerst þjónandi prestur hér á landi. Nú fer ég aftur vestur eft ir þetta ár hér, betur undir það búinn en áður, að styrkja sam- starfið á milli Vestur-Islendinga og heiipaþjóðarinnar. Öll sú vin- átta og hlýhugur, sem mér hefir mætt hér á landi, verður mér til styrktar í því starfi í fram- tíðinni. En þegar vestur kemur og ég fæ tækifæri til að segja íslenzku prestunum vestan hafs frá þeim viðtökum, sem ég og fjöiskylda mín hafa notið hér á landi, þá er ég viss um, að hver sem betur getur, af þeim, vill koma hingað heim. En þær við- tökur, sem sr. Eiríkur Brynjólfs- son hefir notið vestra, sýnir að fólkið beggja megin hafsins hef- ir lagt blessun sína yfir þau verkaskifti, sem hér hafa verið upp tekin, og studd hafa verið báeði af kirkju og stjórnarvöld- um landsins. Af gagnkvæmum kærleika fólksins vestan hafs og austan hefir brúin milli þjóðarhlutanna orðið hærri, stöplarnir öflugri. Er það von mín og trú, að sam- starfið yfir hafið megi aukast og eflast í framtíðinni, og skilning- ur alls almennings á því, að enda þótt fjarlægðirnar séu þetta miklar, sameinar Islendingseðlið okkur öll ,hvar sem við erum, í eina þjóð. Mbl., 22. júlí. Landkynningarstarf Dr. Richards Beck Próf. Dr. Richard Beck heldur ótrauður áfram sínu mikilvæga starfi sem einn af helztu útvörð ur íslenzkrar menningar í Vestur heimi. I Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar 1948, sem dr. Beck er ritstjóri að, ritar hann hlýja grein um Sigurð Júlíus Jóhannesson skáld áttræðan, og einnig grein um Jón K. Ólafsson, fyrverandi ríkisþingmann í N,- Dakota. Enn fremur skrifar hann í sama rit hugleiðingar “við legstað skáldkonungsins“ — Einar Ben. — I “Lögberg” 8. janúar þetta ár ritar hann minn- ingargrein um prófessor Halldór Hermannsson sjötugan. I tíma- riti Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi 1948 er löng og merkileg ritgerð eftir dr. Beck um bandaríska skáldið Long- fellow og norrænar bókmenntir. 1 febrúar heftið þ. á. af “Skandi navian Studies” skrifar hann rit- dóm um hina merku bók Alexanders Jóhannessonar “Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni”. Loks má geta þess hér, að í jólahefti tímaritsins “Nord Norge” 1947, ritar dr. Beck grein um norska skáldið og prestahöfðingjann Petter Dass, og skrifar ritstjóri tímaritsins þar á eftir greinarstúf um “Noregsvininn próf. dr. Ric- hard Beck”, og fylgir mynd af honum. Jakob Jóh. Smári- Alþýðublaðið, 30. júlí. — Heyrðu, Sam, ég er búinn að týna peningaveskinu mínu. — Hefirðu leitað vel í öllum vösum þínum. — Já, allsstaðar, nema í rass- vasanum vinstra megin. — En af hverju leitarðu ekki þar líka? — Ja, sko. ég þori það ekki, ef dr. veskið skyldi n úekki vera þar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.