Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER, 1948
Œttmaðurinn
Eftir
THOMAS DIXON, Jr.
“Eg er að hugsa um, hvort að þú gerir
þér grein fyrir, hve þýðingarmikið það
er?” sagði hún alvarlega. “Hann er
augasteinninn minn. Beturyrði hans og
kaldyrði eru öll á yfirborðinu — dular-
gervi til að fela stórbrotið en viðkvæmt
sálarlíf. Þú getur aldrei ímyndað þér
hve innilega að ég hefi elskað og tilbéðið
hann. Án hans vilja gifti ég mig aldrei”.
“Eg vona, að hann og ég verðum á-
valt vinir”, sagði Ben hikandi.
“Þið verðið að verða það”, svaraði
Elsie einlæglega, og þrýsti á Ben hend-
ina. —
VII. KAPÍTULI
Konan hlær
Átökin á milh forsetans og Stoneman
mögnuðust með hverjum líðandi degi.
Fyrsta frumvarpið til þess að leiða
Afríkumenninguna til vegs og valda í
Suðurríkjunum var lýst í bann af forset-
anum og með banninu sendi forsetinn
ávarp svo meistaralega samið og grunn
hugsað, að Stoneman, sér til stórimdr-
unar, rak sig á, að hann gat með engu
móti náð fylgi tveimur þriðju af þing-
mönnum, sem lögum samkvæmt. þurfti
til að samþykkja frumvarpið, og ónýta
bann forsetans.
Fyrst hafði alt gengið samkvæmt á-
ætlun. Lynch og Howle færðu Stone-
man skýrslur, um alskonar óhæfu 'og
ofbeldisverk sem framin hefðu átt að
vera í Suðurríkjunum og var sú frásögn
bygð á upplýsingum sem leynifélag eitt
sem þar var starfandi og hét Union
League, gaf. Félag það hafði það aðal-
markmið að eyðileggja umsögn hers-
höfðingja Grants um viðhorf og aðstæð-
ur Sunnanmanna, en fá þá til að setja
traust sitt og von á Union League
félagið. —
Forsetanum hafði unnist óvæntur
styrkur með hóp manna sepi beittu sér
fyrir vörn, gegn broti á stjórnarskránni.
Stoneman komst að raun um að hann
yrði að gæta hófs í sókn sinni á hendur
Suðurríkjafólkinu og endurnýja áróð-
ur sinn gegn því. Howle og Lynch tóku
’ til starfa — níðstarfa á hendur Sunnan-
mönnum og fengu útgáfunefnd Union
League efni í hendur svo að hún gat gef-
ið út fjórar miljónir og fimm hundruð
þúsund flugrita, sem básúnuðu grimmd
ar- og nýðverk Suðurríkjafólksins sem
það átti að fremja út um alt.
Norðurríkin voru óvinveitt hugmynd-
inni um að veita Negrunum kosninga-
rétt, sem var fyrsta atriðið í breytingar
stefnu Stoneman, og það voru örfáir
á meðal þjóðþingsmannanna sem enn
dyrfðust að fylgja henni. Ohio, Michi-
gan, N^w York og Kansas höfðu hafnað
stefnu Stonemans, með yfirgnæfandi
atkvæðamun, en æsinga áróður hans út
af villimanna æði og aðferðum Sunnan-
manna féll í frjóan akur og óx. Þegar að
Stoneman væri búinn að koma á,r sinni
fyriræ borð eins og honum líkaði, ásetti
hann sér að breyta um aðferð, og neyða
atkvæðis- og jafnræðisrétt Negranna,
upp á fólkið í Norðurríkjunum. Það var
um að gjöra fyrir hann nú að sjá um,
að engin áhrifamikil lög í þessu sam-
bandi væru samþykt á þjóðþingunum,
þar til að hann væri búinn að ná tögl-
um og högldum á málunum að fullu.
Dálítið atriði kom fyrir í efri málstofu
þingsins, rétt um þetta leyti, sem í bili
virtist alvarlegt fyrir stuðningsmenn
Stoneman. Ungur maður frá Ohio,
John Sherman gjörðist áhrifamikill tals
maður endurreisnarstefnu Lincols í
Suðurríkjunum og var, án þess að ráð-
færa sig við Stoneman að þrýsta frum-
varpi í gegnum efri málstofuna, þeim
málum viðvíkjandi. Það var komið að
því, að úrslita atkvæði skyldi greiða í
því máli. Þingfundur í neðri málstof-
unni, eða í þjóðþinginu hafði staðið sam
fleytt yfir í fjörutíu og átta klukkutíma.
Klukkan var þrjú f. h. og þingdeildin
beið eftir úrslitum málsins í efri mál-
stofunni með óþreyju.
Stoneman var í sæti sínu og svaf eftir
hinn langa og þreytandi þingfundar-
tíma. Hann hafði látið bera sér máltíðir
í sæti sitt. Hann var þá sjötíu og fjögra
ára og heilsa hans farin nokkuð að láta
sig, en þó var kjarkur hans óbilaður, úr-
ræði hans ótakmörkuð og dyrfska hans
óviðjafnanleg.
Þingmaður sem Cox hét, — Sunset
Cox, sem var gleðimaður mikill og glett-
inn nokkuð. Persónulegur vinur Stone-
man, en andstæður honum í stjórnmál-
um, gekk fram hjá Stoneman þar sem
að hann svaf með höfúðið ofan á bring-
unni, hlóg og sagði lágt:
“Herra þingforseti”.
Forsetinn heyrði til hans, sá hvað um
var að vera, kinkaði glettnislega til hans
kolli og sagði:
“Þingmaðurinn frá New York”.
“Eg sting upp á, herra”, sagði Cox,
“að með tilliti til aldurs og hins mikil-
væga starfs hins virðulega herra-
manns frá Pensylvanía að siðagætir
þingsins sé falið að sjá honum fyrir
spilapeningum sem nægja honum til
morguns”.
Nokkrir menn, sem vakandi voru í
salnum, fóru að skellihlægja. Forsetinn
barði valdhamri sínum miskunarlaust í
borðið. Vikadrengirnir, sem höfðu sofið,
þutu upp með andfælum og sitt í hverja
áttina, þangað sem þeim fanst að kall-
að hefði verið á sig og allir sem voru í
þingsalnum glaðvöknuðu.
Stoneman leit upp og leit til dvranna
sem lágu inn í éíri málstofuna, rétt í
því að Summer kom þjótandi í gegnum
þær. Stoneman hafði sofið, eins og sagt
var, en á svipstundu áttaði hann sig á
hlutunum, eins og að þeir stóðu. þegar
að hann sofnaði. Summer gekk rakleitt
að sæti Stonemans, laut að honum og
sagði honum frá sigri Shermans, en sín-
um óförum í efri málstofunni.
“í guðanna bænum, þú verður að
eyðileggja þessa samþykt í þjóðþinginu,
annars erum við eyðilagðir!” hvíslaði
Summer.
“Vertu ekki hræddur”, svaraði Stone
man. “Eg skal vera þar og hafa eitthvað
veigameira í höndunum en orðaflaum”.
“Þetta þolir enga bið. Frumvarpið er
nú á leiðinni til þingforsetans og Sher-
man og menn hans ætla sér að sjá um
að frumvarpið verði samþykt í kveld”,
sagði Summer.
Summer fór frá Stoneman í æstu
skapi, en eftir þrjátíu mínútur var frum-
varpið fallið, og þingfundinum slitið.
Þegar Stoneman var að staulast út úr
þinghússdyrunum, kom Charles Sum-
mer til hans, tók innilega í hendina á
honum og spurði:
“Hvernig fórstu að því?”
Stoneman gretti sig dálítið í framan
og svaraði:
“Eg sendi eftir Cox, og fékk hann til
að kalla demokratisku leiðtogana á
fund. Á þeim fundi sagði ég þeim, að ef
þeir vildu fylgja mér í að fella frumvarp
ið, sem um var að ræða, að þá skyldi ég
gefa þeim annað betra á næsta þingi.
Það ætla ég mér að gjöra — gefa Negr-
unum atkvæðisrétt! Og þeir ginu við
beitunni”.
Summer hleypti brúnum. Vafði að sér
kápunni og gekk í burtu. Stoneman leit
á eftir honum og hlóg.
Stoneman var enn taflmeistarinn, en
hann mun fá sig fullreyndann, áður en
tafli því hinu grimma sem hér var leik-
ið, er lokið.
Á tröppunum fyrir framan þinghúsið
mætti hann ölmusumanni sem bað hann
að gefa sér cent til að borga fyrir rúm,
því hann væri þreyttur og þurfandi. —
Stoneman rétti honum tíu dollara gull-
pening. —
Norðurríkjamenn, sem hafnað höfðu
rétti Negranna til atkvæðis- og þegn-
réttinda ákvæðis og með hinni mestu
fyrirlitningu fyrir sjálfum sér, svöruðu
æsinga áróðri Stonemans á hendur
Suðurríkjamanna, með því að senda
honum hóp byltinga-þingmanna sem
voru reiðubúnir að gjöra vilja/hans og
hlýða hans boðum.
Svo hlífðarlaust var nú stríðið á milli
forsetans og þjóðþingsins orðið, að fang
arnir, sem í fangahúsunum hýrðust
gleymdust um tíma, en hermálaritarinn
sjálfur Stanton, varð að nokkurskonar
fótbolta, sem var hraktur fram og til
baka í risa-átökum foringjanna. Það, að
Andrew Johnson var frá Tennessee og
hafði tilheyrt þar demokrata-flokknum,
áður en hann gjörðist sambandsmaður
með Lincoln, varð honum nú einn erfið-
asti hjallinn. Stoneman benti á hann
sem þjóðhöfðingjann flokkslausa og
hvert orð í vil Sunnanmanna, sakarupp-
gjöf og sektarlíkn, sem hann veitti í
samræmi við yfirlýsta stefnu Lincolns,
var fordæmt, og honum lagt út til van-
virðu o gað með því væri hann að flaðra
upp á landráða- og uppreisnarmenn. —
Stanton hélt áfram að vera í stjórninni
í óþökk forsetans, til þess að svívirða
og fyrirlíta hann og boð hans, og
Stoneman, sem ekki var seinn að sjá
tækifærið sem aðstaðan gaf til þess að
lítillækka forseta þjóðarinnar, bar fram
frumvarp í þinginu sem svifti forsetann
öllu valdi til þess að víkja sínum eigin
aðstoðarmönnum úr embætti; þessi lög
áttu ekki aðeins að vera til þess, að
auðmýkja og svívirða forsetann, held-
ur voru þau blátt áfram gildra sem að
hann átti að ganga í. Hegningar-
ákvæði þessara laga, eða frumvarp, var
þannig fyrir komið, að ef um brot á
þeim, eða í sambandi við þau, var að
ræða, að þá var opin leið fyrir málsókn,
dóm og burtrekstur úr embættinu.
Aftur lét Stoneman þingið samþykkja
frumvarp sitt um þrælavaldið í Suður-
ríkjunum.
Forsetinn lýsti lögin þau í bann, og
með banninu sendi hann boðskap svo
vel hugsaðann og meistaralegann um
rétt fólksins í Suðurríkjunum, að frum-
varp Stonemans náði ekki staðfesting
þeings; en til þess að það gæti náð lög-
festu, þrátt fyrir mótmæli forsetans,
þurftu það að vera samþykt með tveim-
ur þriðju af atkvæðum þingsins, en upp
á það vantaði eitt atkvæði. Þegar að úr-
slit atkvæðanna voru gjörð kunn, urðu
augun í Stoneman eins og tveir ískaldir
glitrandi rýtingsoddar.
Hann bölsöng forsetanum, en þyngst
voru bituryrðin til hans eigin manna,
sem svikist höfðu undan merki hans við
atkvæðagreiðsluna.
“Ef að ég hefði fimm hugprúða menn
hér á þinginu, þá skyldi ég hengja mann
inn sem heima á í hinum enda götunnar
í fordyri Hvíta hússins! En því er nú
ekki að fagna. Þeir eru allir bleiður, rag-
geitur, beinasnar og snögtandi heimsk-
ingjar —”.
Hann var ekki lengi að átta sig á,
hvað gera skyldi. Hann ákvað að reka
skyldi nógu marga demokrata úr efri og
neðri málstofunum, til þess að tveggja
þriðju parta atkvæðavald hans væri
óyggjandi. Hann nefndi aldrei forset-
ann með nafni. Þegar að hann mintist
á hann, þá var það altaf “maðurinn í
hinum enda götunnar”, eða “fyrver-
andi ríkisstjórinn frá Tennessee”, sem
einu sinni hafði í hótunum við uppreisn-
armennina — hinn syrgði, Andrew
Johnson sálugi, sem minst sé með hlýj-
um huga”.
Hann skipaði að reka skyldi Daniel
W. Voorhees, sem var nýkjörinn þjóð-
þingsmaður frá Indiana, og John P.
Stockton senator frá New York, og þá
væri hann ugglaus að ráða yfir tveim-
ur þriðju atkvæða í báðum málstofun-
um, sem að hann gat reitt sig á, að
hlýddi skipunum hans orðalaust.
Woorhees frétti um fyrirskipun þessa
og varð bæði hissa og reiður. Hann
hafði mætt Stoneman í tómstundum
þingmanna í biðherbergjum þinghúss-
ins, þar sem menn oft þyrptust utan
um hann og dáðust að honum, hlustuðu
á snjallyrði hans, en um fram alt á hin
skæðu bituryrði hans, og þar hafði
Voorhees lært að dáðst að honum. —
Hann gat ekki trúað að slíkur maður
mundi beygja sig niður að slíkri svívirð-
ing. Svo hann tók hann tali.
“Heyrðu mér, hr. Stoneman”, sagði
ungi ræðuskörungurinn nokkuð æstur.
“Eg leita til þín í nafni drengskapar þíns
og mannorðs. Kosningaskilríki mín
hafa verið viðurkend óaðfinnanleg af
þínum eigin mönnum og mér hefir ver-
ið úthlutað sæti á þinginu, og á meiri
hluta atkvæða minna við kosningarnar,
er ekki nokkur vafi. Þetta er gjörræði.
Þú getur ekki látið fremja þennan glæp”
Stoneman rétti fram staurfótinn, sló
staf sínum léttilega utan á hann, leit
beint framan í Voorhees og sagði:
“Það er ekkert að athuga við meiri-
hluta atkvæða þinna, ungi maður. Eg
er ekki í minsta vafa um að hann er
réttur. En því miður, þá ert þú demo-
krati, og það vill svo til að þú ert eini
maðurinn, sem stendur í veginum fyrir
því að flokkur minn í þjóðþinginu ráði
yfir tveimur þriðju atkvæðavaldi þings-
ins. Svo þú verður að fara. Þú kemur
aftur, einhverntíma”.
Voorhees gjörði það.
í efri málstofunni Senatinu bljóp og
dálítil snurða á málið. Þar urðu atkvæð-
in jöfn þegar g^ngið var til atkvæða um
að reka Stockton.
Stoneman staulaðist í áttina til efri
málstofunnar og stakk staf sínum svo
fast niður á marmara hellurnar, eins og
að hann væri að stinga honum í gegn-
um raggeiturnar sem höfðu brugðist
honum, þegar mest lág á.
Við Senat hurðina mætti hann
Howle. —
“Hvað gengur á þarna inni?”
“Þeir eru að reyna að sernja”.
“Semja'— það er fjandinn í stjórn-
málum Bandaríkjanna”, hreytti Stone-
man úr sér. “En hvernig brugðust at-
kvæðin, það var frá þeim gengið öllum,
áður en nafnakallið fór fram?”
“Samvizkan fór eitthvað að ónáða
hann Roman frá Maine. Hans atkvæði
var lagt að jöfnu við atkvæði félaga
Stocktons, sem er veikur í Trent. Hon-
um finst að heiðri sínum sé misboðið og
þverneitar að ganga á bak orða sinna”.
“Eg skil”, sagði Stoneman og hleypti
brúnum. “Segðu honum Wade að kalla
flokksmenn okkar á fund í herbergi
sínu tafarlaust og sjá um, að fundinum
í Senatinu verði ekki slitið”.
Þegar þessi hópur Stonemans Sena-
tora var kominn saman í herbergi vara-
forsetans ,þá kom hann sjálfur þar inn,
hvesti á þá augun, studdist fram á staf
sinn og þrumaði yfir þeim ræðu í fimm
mínútur sem þeir aldrei gleymdu.
Það geta engin orð réttilega lýst á-
hrifunum sem ræðan hafði á tilheyr-
endurna. Stoneman með hinum eldlegu
ástríðum, sem honum voru meðfæddar,
var undursamlegur. Það er ekki til ein
einasta ræða eftir hann sem er þess
verð að hún sé lesin, en samt kiknuðu
öll þessi stórmenni í knjáliðunum þegar
að hann hvesti augun á þau, enda var
hann ekkert álitlegur, þar sem hann
stóð með klumbunef í miðju andlitinu,
sem var nær því að vera þrístrent, en
flatt. Málrómurinn líktist arnargargi,
hann hélt höndunum, sem voru eins og
hlemmar, um handfangið á stafnum,
svo að hnúarnir hvítnuðu, orðin
streymdu af vörum hans, illhrissingsleg
eins og útsýningur og staurfóturinn
virtist hafa grafið sig ofan í steingólfið
eins og villidýrs kló.
“Lífi stjórnmálaflokka, herrar mín-
ir”, hreytti hann úr sér í enda ræðu sinn-
ar, “er haldið við með ýmsum undan-
brögðum, þar sem hin svonefndu sið-
ferðilög verða að lúta í lægra haldi. Eg,
sem leiðtogi ykkar, þekki aðeins ein
lög — öryggi. Heimurinn er fullur af
heimskingjum sem verða að hafa ein-
hver leikföng til að leika sér við. — Að
látast hafa ákveðna skoðun í stjórnmál
um er uppáhalds misskilningur Ameríku
manna. En þið og ég erum ekki haldnir
neinnri slíkri villu. Pólitískt líf ykkar
er undir þessari atkvæðagreiðslu kom-
ið. Ef nokkur maður heldur að það sem
"kallað er heiður sé atriði í þessu máli,
þá látum þann hinn sama velja á milli
heiðursins og pólitískrar tilveru sinnar.
Eg nefni hér engin nöfn. Spursmálinu
sem hér er um að ræða, verður að vera
ráðið til lykta, áður en þingfundinum í
Senatinu verður slitið. Hér er um líf
eða dauða að ræða. Látið nafnakall
fara aftur fram tafarlaust”.
Sénatorarnir, þungbúnir og alvarleg-
ir, gengu til sæta sinna og Wade sem
var settur varaforseti, lagði málið um
burtrekstur Stocktons, aftur fyrir þing-
fundinn.
Stockton sat í sæti sínu órór í huga
og náfölur og háði biturt stríð í sálu
sinni um hvað gera skyldi,, annarsveg-
ar var púritisk siðferðismeðvitund, sem
hann hafði tekið í arf frá ættferðum
sínum og var honum helgur dómur. —
Hins vegar skipun sjórnmálalegs yfir-
manns hans.
Þegar þingritarinn kallaði nafn hans,
var hann enn óráðinn í, hvað gera
skyldi. Hann sat þegjandi og fölur sem
nár. Forsetinn gaf skrifaranum bending
um að bíða.
Þá kom nokkuð fyrir sem á ekki sinn
líka í sögu Bandaríkjanna. Hinir virðu-
legu Senatorar þyrptust utan um Róm-
an, til þess að fá hann, með skjalli, með
eggjunum og hótunum til þess að svíkja
drengskaparorð sitt.
Það komst alt í uppnám um tíma.
“Atkvæði! Atkvæði! Kallið nafnið
hans aftur, glumdi við úr öllum áttum,
og hærra en allir aðrir, hrópaði Charles
Summer. “Greiddu atkvæði! Greiddu
atkvæði! Greiddu atkvæði!”
Uppi á áhorfendapöllunum var hávað
inn mestur. — Sumir hvæstu, aðrir
fögnuðu, og urðu fagnaðarlætin brátt
yfirgnæfandi.
Stoneman þrýsti sér í gegnum þröng-
ina sem umkringdi Róman, sem var að
bjarga sér undan ófögnuðinum og kom-
ast inn í herbergið sem þingmennirnir
geymdu yfirhafnir sínar í. Stoneman
náði í hann og hvæs'ti:
“Ætlarðu að greiða atkvæði?”
“Samvizka mín, leyfir mér það ekki”,
svaraði Stockton.