Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. SEPTEMBER, 1948
Úr borg og bygð
Hjúskapur
Jón Snorri Johnson og Guðný
Thorun Jónasson voru gefin
saman í hjónaband 17. júní s. 1.,
áf séra B. A. Bjarnason á heim-
ili hans í Árborg. Brúðguminn
er sonur Snæbjörns S. Johnson,
oddvita 'Bifröst sveitar, og konu
hans Sigríðar. Foreldrar brúðar
innar eru Unvald O. Jónasson,
bóndi í Geysirbygðinni, og kona
hans Jónína. — Fjölment sam-
sæti var ungu hjónunum haldið
í Framnes Hall 17. júní. Heimili
þeirra verður í grend við Ár-
borg, Man.
♦
Óli Óskar Jóhannes Narfason
Og Guðný Helga Johnson voru
gefin saman í hjónaband 26. júní
s. 1. af séra B. A. Bjarnason á
heimili hans í Árborg, Man. —
Foreldrar brúðgumans eru Mr.
og Mrs. Guðjón Erlendur — Elli
— Narfason, Gimli, Man. Brúður
in er dóttir Bjarna sál. og Guð-
ríðar Johnson á Húsafelli við
Riverton, Man. Heimili ungu
hjónanna verður við Gimli, Man.
♦
Thomas Clarke Barker og
Lovísa Frances Finnson voru
gefin saman í hjónaband 24, júlí
s. 1. af séra B. A. Bjarnason, og
fór athöfnin fram í kirkju
Bræðrasafnaðar í Riverton, Man.
Að hjónavígslunni afstaðinni
var brúðkaupsveizla haldin í
Parish Hall, Riverton. Foreldr-
ar brúðgumans, Mr. og Mrs. Ro-
bert Barker, eru búsett við
Penzance, Sask. Brúðurin er
dóttir Mr. og Mrs. Kristjón
Finnson, sem búa í Víðirbygð-
inni í Nýja íslandi. Heimili
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
The Swan Manufacfuring Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
Heimili 912 Jessie Ave.
281 James Sí. Phone 22 641
íslenzk guðsþjónusta sunnu-
daginn 5. september kl. 7 e. h.
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
♦
Á sunnudaginn kemur, 5.
september fer fram íslenzk
guðsþjónusta kl. 7 síðdegis.
Sunnudaginn 12. september
hefjast hinar venjulegu ensku
árdegisguðsþjónustur í Fyrstu
lútersku kirkju kl. 11. Sunnu-
dagaskólinn tekur einnig til
starfa þann dag.
♦
Argyle preslakall
Sunnudaginn 5. september. —
15. sunnudagur eftir Trínitatis:
Grund kl. 11 f. h. — Baldur kl.
7 e. hv— Allir boðnir velkomnir.
Séra Eric H. Sigmar.
♦
Árborg-Riverton prestakall
5. september: — Víðir, ensk
mesáa kl. 2 e. h. — Riverton,
ensk messa kl. 8 e. h. — 12.
september: Geysir, messa kl. 2
e. h. — Árborg, ensk messa kl.
8 e. h. —
B. A. Bjarnason.
ungu hjónanna verður fyrst um
sinn í Brandon, Man.
♦
Marino Sólmundur Helgason
og Sigríður Stefania Einarson
voru gefin saman í hjónaband
14. ágúst s. 1. af séra B. A. Bjarna
son. Athöfnin, ásamt brúðkaups
samsæti, fór fram á heimili
brúðarinnar, við Hnausa, Man.
Brúðurin er dóttir Elísar sál.
Einarson og eftirlifandi konu
TVTÝJAR BÆKUR OG NOTAÐAR SKÓLABÆKUR keypt-
ar og seldar fyrir alla bekki frá 1-12—með sanngjörnu
verði. Einnig eru til sölu flestar nýjar bækur um frelsi og
nútíðar málefni. Þær bækur eru einnig til útlána fyrir sann-
gjarna þóknun.
THE BETTER OLE
548 Ellice Ave. bet. Furby and Langside Ingibjörg Shefley
HANGIKJOT!
af beztu tegund, ávalt fyrirliggjandi í kjötverzlun okkar.
. Sanngjarnt verð
SARCEKT MEAT MARKET
528 SARGENT AVENUE — SIMI 31 969
PHYLLIS HOLTBY
L.M.M., L.R.S.M., A.T.C.M.
TEACHER OF PIANO AND PEDAGOGY
1948 Exam Results: 13 first-class honours, 17 honours,
6 passes, 1 Municipal Chapter I.O.D.E. Scholarship.
1938 and 1939 wiih Sigismond Stojowski, New York
1947 wiih Ernesi Huicheson, New York
1948 wilh Jacques Jolas, Banff School of Fine Aris
CONCERT CLASSES ANNUAL PUBLIC RECITAL
REGISTERED MUSIC TEACHER
Siudio: 184 Chesinui Sireet Phone 34 840
FEDERAL GRAIN LIMITED
AND
The Alberfa Pacific Grain (o. (1943) ttd.
WINNIPEG
CALGARY
Country Elevators located in all Prairie Provinces, and
Terminals at Fort William, Port Arthur and Vancouver.
Cereal and Forage Seed Plant ai Winnipeg.
We invite your inquiries regarding feed and seed grain.
hans, Clöru Friðriku Einarson.
Foreldrar brúðgumans, Mr. og
Mrs. Jónatan Helgason, eru nú
búsett í Prince Rupert, B. C. —
Heimili ungu hjónanna verður í
Hnausa, Man.
Sigmundur Joseph Johnson
og Florence Guðrún Kristín
Rockett voru gefin saman í
hjónaband 22. ágúst s. 1. af séra
B. A. Bjarnason í kirkju Bræðra-
safnaðar í Riverton, Man. — Að
hjónavígslunni afstaðinni var
brúðkaupsveizla haldin á heimili
foreldra brúðarinnar, Mr. og
Mrs. W. G. Rockett, í Riverton.
Foreldrar brúðgumans eru Mr.
og Mrs. Jón B. Johnson á Birki-
nesi við Gimli, Man. — Heimili
ungu hjónanna verður í River-
ton, Man.
♦
Mrs. G. P. Thordarson lagði
af stað í gær vestur til Cálgary
og Revelstoke, B. C. í heimsókn
til barna sinna.
Mr. og Mrs. J. G. Jóhannsson
eru nýlega komin heim eftir sjö
vikna dvöl í Vancouver.
-f
Mr. Ari Johnson frá Árborg
kom til borgarinnar í fvrri
viku á leið til Wynyard, Sask.
-f
Mr. Brynjólfur Árnason frá
Los Angeles, Cal., dvelur hér um
slóðir þessa dagana; hann rak
um langt skeið verzlun hér í
borg og eins í Elfros, Sask. Hann
er nýlega fluttur frá Nationál
City til Los Angeles. Mr. Árna-
son er enn bráðern þótt hniginn
sé nú all mjög á efri ár; hann
heimsótti vini í Ashern, en er nú
staddur í Vatnabygðunum í
Saskatchewan.
-f
Síðastliðinn laugardag átti
Thorsteinn Oliver, sem lengi
hefir verið búsettur í Winni-
pegosis, áttræðisafmæli og var
þessa merkisatburðar minst þá
um kvöldið á heimili sonar hans
Chris og frúar, að Kirkfield
Park með virðulegu gestaboði.
Thorsteinn er Árnesingur að
ætt, en dvaldi á sínum yngri ár-
um um hríð í Vopnafirði; hann
er vinsæll maður og ern að því
undanskildu, að sjónin er að
mestu leyti farin.
Mr. og Mrs. H. S. Sigurðson
eru nýkomin heim eftir tveggja
mánaða dvöl í Kenora, Ont.
Dr. Þórarinn Guðnason og frú
sem dvalið hafa árlangt hér í
borg, og eignast hér fjölda vina,
eru nú í þann veginn að leggja
af stað suður í Bandaríkin, þar
sem þau dvelja um hríð áður
en þau hverfa til Islands. — Dr.
Guðnason hefir starfað við
Winnipeg Clinic síðan hann
kom hingað og getið sér þar hinn
ágætasta orðstír.
-♦
The Jon Sigurdson Chapter
IODE will hold its first meeting
after the holiday season at the
home of Mrs. L. E. Summers,
204 Queenstons St., on Sept. 9th
at 8 o’clock p.m. í
-f
TIL SÖLU
fimm herbergja hús með kjall-
ara og hitunarvél, einnig ágætt
bílskýli; 3V2 lóð, ein lóðin til
garðræktar. Steinstétt umhverf-
is húsið; eignin er við norðurtak
mörk Gimlibæjar. Lítill skattur.
Sanngjarnt verð. — Upplýsing-
ar veitir N. K. Stevens, sími 80,
pósthólf 133, Gimli, Manitoba.
. t
Lagt í Blómsveig íslenzka land-
nemans — Sunrise Lutheran
Camp
af Kvenfélagi Isafold, Víðir,
Man., $10.00, í kærri minningu
um Snorra Pétursson. — Með-
tekið með innilegu þakklæti.
Mrs. G. A. Erlendson.
Víðsj<
I smábæ ítölskum, sem Cerig-
nola heitir og bygður er á strönd
Adríahafs, fannst nýlega ofur-
lítill ferhyrndur pappírsnepill,
sem talinn er að vera muni elzta
frímerki í heimi. Það var keypt
fyrir “töluverða upphæð” af um-
boðsmönnum Louis Massabo de
Villes, sem er Mexico-búi og frí-
merkjasafnari.
Enginn dagsetningarstimpill
er á frímerkinu, en það var límt
á bréf, sem ritað er 22. marz.
árið 1806. Bréfið hefir inni að
halda leynilegar upplýsingar um
ráðagerðir Napoleons til að her-
nema Rómaborg, er skrifað af
kaupmanni í Aleppo og stílað
til hins “Ágæta Messer Leonar-
do” Contarini í Feneyjum.
Þetta frímerki er meira en 34
árum eldra en hið brezka penny
frímerki, sem talið hefir verið
elzta í heimi, og gefið út 6. maí,
1840. Frímerkið Jrá Aleppo ber
þess engin merki hjá hvaða þjóð
það var prentað. Á því stendur
aðeins “Póstur frá Genoa til
Cadix” og mynd prentuð á, af
hinni heilögu mey með barnið.
Peningagildi þess er talið einn
“patecca” en það er gömul portú-
gölsk mynt, sem löngu er gengin
úr gildi.
Tvær heimsstyrjaldir dundu
yfir og frímerkið leyndist á jpneð-
an. Nærri lá þó að það týndist
árið 1912, er risaskipið Titanic
rakst á hafísjaka og fórst. Amer-
ískur umboðsmaður hafði ætlað
sér að kaupa það og senda það
með Titanic. En hann var skyndi-
lega kallaður heim af verzlun-
arfélagi því, er hann starfaði
fyrir og fórust þá kaupin fyrir.
bróðir frú Barböru Árnason list-
málara.
__ Dómarinn: Þér stáluð eggj-
um frá þessum manni. Hafið þér
nokkra afsökun?
Ákærður: Já, ég tók þau í mis
gripum.
Dómarinn: Hvernig þá?
Ákærður: Eg hélt að þau væru
ófúl.
-♦
Skoti skrifar vini sínum: —
Hversvegna skrifarðu ekki mað-
ur? Þú getur fylt pennan þinn
í bankanum og skrifað á skeyta-
eyðublöð.
Manitoba Birds
KINGBIRD
Tyrannus tyrannus
A large, dark grey (almost black) and white Flycatcher.
Distinclions:—The black and white coloration, orange
crown patch, showing in moments of excitement, and
the black tail tipped with white, as if dipped in white
paint, are unmistakable. White on throat and white below.
Field Marks:—A large black and white Flycatcher, in-
habiting the open spaces. The orange crown patch is
rarely seen in life. The head and white-tipped tail appear
to be dead black in strong contrast with the pure white
front and underparts.
Nesling:—A well-built structure of weed stalks, grasses
and waste vegetation, lined with plant down, rootlets and
fine grasses, in bushes or trees, near cultivated fields.
It is partial to the vicinity of water.
Disiribution:—North and South America. Throughout
Canada, but rare on Vancouver Island.
The Kingbird is a familiar species, coming close to houses
and orchards, and one of the best preventatives of de-
predations of hawks or crows, which do not come any-
where near the Kingbird’s home without being
challenged.
Economic Status:—It is accused of catching honey bees.
The remained of their food consists of other insects,
including noxious worms, and wild fruit and berries.
This space contributed by
Shea's Winnipeg Brewery Limited
MD-215
Children of the ceniury Bal-
lads and Poems by Alan Moray
Villiams — Frederick Muller
Ltd., London. 96 bls. Verð 6 sh.
Þessi nýútkomnu kvæði eru
merkilegur þáttur í tilraun til
þess að leita ljóðrænna forms
en tíðkaðist í Englandi fyrir
stríð. Þau eru tær, hispurslaus
og mjög ljóðræn, og er enginn
vafi á því, að allur þorri manna
fær notið þeirra, en ekki aðeins
fáeinir útvaldir ljóðadýrkendur.
Williams hefir getið sér góðan
orðstír í Englandi fyrir ljóða-
þýðingar sínar úr rússnesku, og
í verkum hans verður vart á-
hrifa frá rússneska skáldinu
Vladimir Mayakovsky, hvað rím
og kveðandi snertir. Mörg af
kvæðum Williams hafa birzt í
Lilliput, Spectator, Tribune, og
M. Williams dvelst um þessar
mundir í Reykjavík; hann er
FALL TERM
NOW OPEN
If you prefer to enroll either now or at a later date,
however, you may do so. Our classes will be conducted
throughout the summer without any interruption.
Make Your Reservation NOW !
For our Fall Term we have already received many advance
registrations from near and far-distant points in Western
Canada. To reserve your desk, write us, call at our office,
or telephone. Ask for a copy of our illustrated Prospectus,
with which we will mail you a registration form.
TELEPHONE 9G 434
Me Cf
Jua
Jtd.
ucctíú loo
The Air-Conditioned College of Higher Slandards
TELEPHONE 96 434
Porlage Ave. at Edmonion St.
WINNIPEG