Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER, 1948
7
Alþj óðasamband
búvöruframleiðenda
IFAP
ÆFIMINNING
Guðmundur S. Austfjörð
1879 — 1947
Það hefir dregist alt of lengi
að geta í íslenzku blöðunum um
lát Guðmundar Sigurðsonar
Austfjörð. Hann lést snögglega
27. ágúst 1947, af hjartaslagi er
hann var á ferð í bíl nálægt bæn-
um Cavalier í Norður Dakota.
Guðmundur var fæddur 2.
marz árið 1879 að Ekkjufellsseli
í Fellum í Norðurmúlasýslu á
Islandi. Hann var sonur Sigríðar
Björnsdóttur frá Hofi í Fellum
og seinni manns hennar Sigurðar
Guðmundsonar frá Hafrafelli í
sömu sveit.
Guðmundur fluttist til Amer-
íku með foreldrum sínum árið
1887 og settust þau að í Akra-
bygð í Norður Dakota og voru
þau þar það sem eftir var æfinn-
ar og eru nú bæði dáin fyrir all
mörgum árum síðan.
Mundi, eins og hann var oftast
nefndur, naut lítillar skólagöngu
í æsku. Hann fór snemma að
vinna fyrir sér eins og gerðist á
þeim árum og var duglegur að
öllu sem hann gekk. Hann stund-
aði almenna bænda vinnu og bjó
allan sinn búskap í sinni heima-
bygð nálægt Akra. Hin síðari ár
stundaði Guðmundur aðalega
sandtöku á landareign sinni,
seldi oft mörg vagnhlöss á dag
og var það ervið vinna fyrir
mann sem hafði kent áðurminst
sjúkdóms, hjartveiki.
Árið 1902 geftist Guðmundur
Þórstínu Sigríði, dóttur Eggerts
og Rannveigar Gunnlaugson, er
námu land skamt fyrir vestan
Akra pósthús árið 1880 og bjuggu
þar það sem eftir var æfinnar.
Eggert lést árið 1914 en Rann-
veig 1934. Þau Guðmundur og
Þórstína eignuðust tíu mann-
vænleg börn sem öll eru á lífi
nema ein dóttir. — Þau eru hér
talin eftir aldri: Áleif, Mrs And-
rews og Eggert, Cavalier N.D.;
Sigríður, Mrs. W. Yeiter, Fort
Wayne, Indiana; Magnús á Ak-
ra; Vilborg látin 1940, ógift, 26
Whimpheimer, Cavalier, N.D.;
Ingibjörg, Mrs. J. McDonald,
Walhala, N.D.; Vilhjálmur að
Mountain, N.D.; Christene, Mrs.
J. Sproole, Grand Forsk, N.D.;
Sigurður í Crystal N.D. Svo eru
21 barna börn og 7 barna barna-
börn, sem nú syrgja föður og afa
ásamt ekkjunni.
Fjögur hálf systkini átti Guð-
mundur og er einn hálf bróðir
á lífi, Halldór Austfjörð, Mozart,
Sask, hin systkinin vóru Guð-
finna, er lést snemma á árum hér
í Ameríku, gift Halldóri Hall-
dórssyni; Björn, kaupmaður,
Austfjörð að Hensel, N.D.; og
Árni Anderson, klæðskeri sem
flestir nefndu Tailor. Hann bjó
í Winnipeg. Báðir þessir bræður
vóru vel þektir meðal Islendinga
og eru nú báðir dánir fyrir
nokkrum árum síðan.
Guðmundur var jarðsungin 31.
ágúst 1947 af séra E. Fafnis frá
heimilinu og Vídalíns kirkju
þeim söfnuði sem hinn látni til
heyrði og var lagður til hinstu
hvíldar í Vídalíns grafreit þar
sem foreldrar, dóttir og önnur
skyldmenni hvíla.
Jarðarförin var afar fjölmenn
og falleg og mikil blóm. Einnig
gáfu margir minningargjafir til
ýmsra stofnana sem alt lýsir
mikilli velvild til hins látna vin-
ar og til eftirlifandi ekkju og
barna.
Þeir, sem báru líkið til grafar
voru: Páll Nelson; S. Hodson; B.
Hjálmarsson; J. Jónasson; A.
Morrison og T. Jarden. — Heið-
urslíkmenn er báru blómin.
Honorary Pallbearers:
Lee Thorvaldson; Walter Nel-
son John Axdal; Ali Bernhoft;
John Olson; Einar Abrahamson.
Ekkjan og börnin þakka af
hjarta alla velvild þeim sýnda
við þetta snögga fráfall. — Þau
minnast föður og eiginmanns
með söknuði og blessa minningu
hans.
Lóa Gunnlaugson, mágkona.
Jóna A. Johnson frændkona.
Árbók Landsbókasafnsins:
----------i . — ,
Blöð og tímarit eftirsóttasta
lesefni safnsins
þar næst fagrar bókmenniir —
en fæsiir lesa heimspeki! — Árið
1945 voru gesiir safnsins 10511 en
1947 voru þeir 15324
Alþjóðasamband búvörufram-
leiðenda — International Fede-
ration of Agricultural Produc-
ers — var stofnað í London vor-
ið 1946. Forgöngu um stofnun
þess hafði brezka bændasam-
bandið — Farmers Union of the
United Kingdom. — Fulltrúar
frá 31 þjóð tóku þátt í þessum
sto/nfundi og var James Turner
kjörinn forseti sambandsins og
hefir hann skipað það sæti síðan,
enda sýnt í því starfi mikinn
dugnað og viðsýni. Næsti aðal-
fundur var haldinn í Hollandi
síðastliðið vor og nú á þessu vori
í París. 1 sambandinu eru nú
stéttafélög bænda frú rúmum 20
þjóðum um allan heim og árlega
fjölgar þeim þjóðum, sem ganga
í sambandið. Þannig gengu Kína,
írland og Kenya í sambandið á
síðastliðnu ári og nú hafa upp-
tökubeiðnir borizt m. a. frá Ar-
gentínu. öll Norðurlöndin nema
Island eru meðlimir í samband-
inu.
Þar sem I.F.A.P. er ekki nema
þriggja ára, er varla hægt að
búast við miklum árangri af
starfi þess. Áhrif þess eru þó nú
þegar meiri en ef til vill mætti
búast við. Af sameinuðu þjóðun-
um er sambandi þessu skipað í
A-flokk, en í þeim flokki eru 7
alþjóðasambönd er þýðingar-
mest eru talin. Einnig mun
mega þakka áhrifum I.F.A.P.
að verulegu leyti ,að samningar
tókust um hveitisölu á heims-
markaðinum ,þannig að framleið
endum er tryggt visst lágmarks-
verð en kaupendum hins vegar
tryggt. að hveitiverðið fari ekki
yfir visst hámark. Samningar
þessir munu gilda til ársloka
1953. í starfsemi og samþykkt-
um F.A.O. hefir einnig gætt á-
hrifa frá I.F.A.P. allverulega o.
s. frv. Þannig eru áhrif sam-
bandsins þegar nú orðin víðtæk
og munu að sjálfsögðu aukast,
þegar fleiri þjóðir gerast meðlim
ir og meiri festa kemst í starfið.
Stefnuskrá I.F.A.P. er í stuttu
máli sú, að tengja stéttasam-
bönd bænda um allan heim sam-
an í öflugan alþjóða félagsskap
til þess að gæta hagsmuna þess
fólks, er landbúnað stunda og
auka ménningu þess. Til þess að
reyna að ná þessu takmarki,
skiptast félögin á upplýsingum
innbyrðis, ræða sameiginleg
vandamál og leitast við að hafa
samvinnu um lausn þeirra, auka
skilning félaganna á alþjóðamál
um og hver áhrif lausn þeirra
hefir á hagsmuni búnaðarfram-
leiðenda. Vinna að bættum
framleiðsluháttum og mpira
markaðsöryggi fyrir landbúnað-
arafurðir. Glæða samvinnu við
önnur alþjóðasambönd, sem
sinna líkum verkefnum, t. d.
F.A.O.* og hvetja og styrkja
bændur í þeim löndum þar sem
óháð bændasamtök eru ekki til,
til þess að stofna slík samtök.
Öll félagssamtök, sem viður-
kennd eru af I.F.A.P., sem sönn
og óháð félagssamtök bænda í
hverju landi, eiga kost á því að
verða meðlimir í sambandinu.
Ef fleiri en eitt félag frá hverju
landi gerast meðlimir, skal þó
litið á fulltrúa þeirra sem einn
meðlim á aðalfundum I.F.A.P.,
við umræður og atkvæðagreiðsl-
ur, þannig hafa smáþjóðirnar
jafnt áhrifavald og hinar stærstu
þjóðir sambandsins.
Framkvæmdastjórn I.F.A.P.
er skipuð mönnum, sem kosnir
eru a faðalfundi. Þar eiga nú
sæti fulltrúar frá Bretlandi,
Kanada, Nýja-Sjálandi, Ind-
landi, Hollandi, Danmörku,
Frakklandi og Bandaríkjunum.
Eramkvæmdastjórnin heldur
lundi öðru hvoru milli aðal-
lunda og fjallar þá um öll meiri
háttar mál, er fram koma og eig’
verða leyst af forseta einum
saman. Aðalaðsetur sitt hefir
I.F.A.P. haft í London hingað
til. Nú verður breyting á þessu
og er í ráði að setja á stofn tvær
aðalskrifstofur, aðra í París, hina
í Washington. Breyting þessi er
til bráðabirgða og gerð með til-
liti til þess, að sem bezt sé hægt
að fylgjast með og gæta hags-
muna landbúnaðarframleiðenda
í sambandi við framkvæmd
Marshallhjálparinnar og starf-
semi F.A.O., en þessar tvær stofn
anir hafa aðsetur sitt í áður-
greindum borgum.
Að þessu sinni var aðalfundur
I.F.A.P. haldinn, eins og áður
getur, í París dagana 19.—29.
maí. í fundinum tóku þátt full-
trúar frá um 20 þjóðum en alls
voru fulltrúar nokkuð á annað
hundrað. Fyrstu tvo dagana voru
fluttar ræður. M. a. talaði Sir
John Boyd Orr, fyrrverandi for-
seti F.A.O. og prófessor Andre
Mayer fyrrv. formaður fram-
kvæmdanefndar F.A.O. Þá gáfu
fulltrúar frá flestum löndum
stutt yfirlit yfir starfsemina
heima fyrir, þau vandamál, sem
við væri að stríða og framtíðar-
horfurnar. Gáfu ræður þessara
manna næsta glöggt yfirlit yfir
þau vandamál, er fólk, sem
stundar lang stærstu og þýðing-
armestu framleiðslu heimsins, á
við að etja. Vil ég hér aðeins
drepa á eitt atriði, er fram kom
í þessum ræðum og athyglisvert
er. —
Lang alvarlegasta viðfangs-
efnið í heiminum í dag og aðalor-
sök stjórnmálalegs óróa og ósam
komulags er skortur á mat. Síð-
ustu 10 árin hefir íbúum jarðar-
innar fjölgað um nærri 200
milljónir, þrátt fyrir mannfall
síðustu heimsstyrjaldar. En um
leið hefir framleiðsla á matvæl-
um minnkað mikið síðustu 10
árin. Nú er ekki framleitt nema
ca. 70 prósent af kornmagni því,
sem framleitt var 1938, mjólkur-
framleiðslan hefir minnkað álíka
mikið. Kjötframleiðsla heimsins
er minni en 70 prósent af fram-
leiðslunni 1938 o. s. frv. Afleið-
ingin af þessu er líka sú, að nú
eru hundruð milljóna, sem fá of
lítinn og of einhæfan mat og
milljónir svelta. Eina lausnin á
þessu mikla vandapiáli er stór-
felld aukning á framleiðslu mat-
væla. En til þess þarf fyrst og
fremst aukna og bætta ræktun
Iandsins, en það krefst aftur
aukins vélakosts og nægjanlegs
áburðar. Áburðarskortur er
mikill allsstaðar, sérstaklega er
skortur á köfnunarefnisáburði
og eftirspurnin eftir landbúnað-
arvélum gífurleg. Vélar þessar
eru aðallega framleiddar í 3—l.
löndum, og er því miklum erfið-
leikum bundið fyrir mörg land-
búnaðarlönd að fá nægan véla-
kost. Á þessu sviði sem öðrum
er því alþjóðasamvinna nauðsyn-
leg, eigi að reyna að útrýma
hungrinu meðal íbúa jarðarinn-
ar á tiltölulega skömmum tíma.
Þung skylda hvílir því á bænd-
um hvers einasta lands, líka
þeirra minnstu, um lausn þessa
máls, því það eru fyrst og fremst
framleiðendurnir sjálfir, sem
hafa á sínu valdi hvernig lausn-
in tekst. Gegnum félagssamtök
sín geta þeir haft víðtæk áhrif á
stjórnarvöldin, hver í sínu landi
í þessu efni og I.F.A.P. mun
reyna að styðja meðlimina eftir
megni í þeirri viðleitni. En jafn-
vel hinar bjartsýnustu áætlanir
um aukningu framleiðslunnar
gera ráð fyrir að það taki nbkk-
uð mörg ár að ná því takmarki
að framleiða nægilegan mat
handa öllum íbúum jarðar, svo
enn um skeið mun skortur og
sultur hjá nokkrum hluta mann-
kynsins.
Eg vil þá með fáum orðum
drepa á nokkur mál, sem aðal-
fundurinn fjallaði um að þessu
sinni.
Samvinnumál voru rædd all
ítarlega. Samþykkt var að gefa
út árlega bók um starfsemi sam-
vinnufélaga á ýmsum sviðum í
löndum þeim, sem eru meðlimir
í I.F.A.P. Ennfremur að rann-
saka verzlunarsamninga milli
þjóða og reyna að gæta réttar
samvinnufélaganna og tryggja
þeim réttláta hlutdeild í verzl-
uninni, er slíkir milliríkjasamn-
ingar gera ráð fyrir; efla gagn-
kvæma verzlun samvinnufélaga
milli landa o. s. frv.
Samþykkt var að hafa nána
samvinnu við önnur alþjóða-
sambönd, er láta sérfróðan mann
til þess að rannsaka þessi mál
sérstaklega og benda á leiðir til
framkvæmda.
Um milliríkjaverzlun var sam
þykkt að leitast við að koma á
alþjóðasamkomulagi um verzlun
þýðingarmikilla landbúnaðaraf-
urða, t. d. fóðurkorns, sykurs,
baðmullar, ullar, fitu og olíu o. s.
frv,, í líkingu við þann alþjóða-
samning, sem gerður hefir verið
um verzlun hveitis. Þá var einn-
ig samþykkt, að I.F.A.P. skyldi
vinna að því að komið yrði á
stofnun, sem þegar offramleiðsla
skapaðist á landbúnaðarvöriun í
vissum hlutum heimsins, hefði
getu til þess að sjá um, að það
sem umfram væri á einum stað
kæmist til þjóða á öðrum stað
í heiminum þar sem skortur
væri á matvörum, ef þessar þjóð
ir hefðu ekki kaupmátt til þess
að afla þessara matvæla sjálfar.
Milliþinganefnd var falið að at-
huga hvernig slíkri stofnun yrði
bezt fyrir komið. —
Allmikið var rætt um, að lönd-
in í sambandinu skiptust á ungu
fólki, er ynni að landbúnaðar-
störfum, til þess að auka skilning
unga fólksins á viðhorfum fram-
andi þjóða, læra starfsaðferðir
ólíkar þeim, sem þekktar væru
heimafyrir og skapa umburðar-
lyndi fyrir skoðunum fólks ann-
ars þjóðernis. Var samþykkt, að
félagar sæju um, að komið væri
á fót stofnun hver í sínu heima-
landi, til þess að annast þessi
mál. Er gert ráð fyrir, að stofn-
anir þessar hafi náið samstarf
og gefi árlega út starfsskýrslu.
í tollamálum var sam^ykkt, að
til þess að örfa viðskipti meðal
þjóðanna, skyldi eftir megni
reynt að vinna gegn því, að eins-
takar þjóðir sköpuðu utan um
sig tollmúra. Tollasambönd
fleiri landa væru æskileg, til
þess að greiða fyri milliríkja-
verzlun, en jafnframt bent á, að
til þess að slík tollasambönd
næðu tilætluðum árangri, þyrftu
svæðin, sem þau næðu yfir, að
vera nokkuð stór, og einnig að
fjárhagslegt og þjóðfélagslegt
ástand í löndunum yrði að vera
svipað.
Þess ber að geta, að meðan á
fundinum stóð nutu allir fund-
armenn framúrskarandi gestr-
isni og umhyggju franska bún-
aðarfélagsins (Confédération
Général de l’Agriculture) og áð-
ur en fundurinn hófst, bauð fé-
lagið öllum fundarmönnum, er
vildu, í 10 daga ferðalag um
Frakkland.
Að lokum má geta þess, að
munnleg tilmæli komu frá for-
manni I.F.A.P., fulltrúum Norð-
urlanda og Bandaríkjanna um
að æskilegt væri að ísland gerð-
ist meðlimur í I.F.A.P. Hverja
afstöðu stjóm Stéttarsambands
bænda tekur til þessa máls, er
enn ókunnugt. ísland er ekki
lengur einangruð eyja í Atlands-
hafi, er getur látið sig litlu
skipta hvað aðrar þjóðir hafast
að. Örar samgöngur og breyttir
atvinnuhættir tengja pss nú við
umheiminn æ fastari böndum
með ári hverju. Sem sjálfstæðu
lýðveldi ber oss skylda til að
leggja okkar litla skerf til al-
þjóðarmála. Eg hygg það væri
vel farið, ef íslenzkir bændur
gerðust félagar í því alþjóða-
sambandi, er hefir efst á stefnu-
skrá sinni að bæta hag þess fólks,
er yrkir landið, til þess að berj-
Árbók Landsbókasafnsins fyr-
ir árin 1946 og 1947 er nýkomin
út. Er þar sagt frá því að á þess-
um árum hafi prentaðar bækur
safnsins aukizt um 6600 bindi.
Árið 1945 voru gestir í lestrar-
sal 10511, en árið 1947 15324. Ár-
ið 1946 voru lánuð í lestrarsal
18380 bindi prentaðra bóka og
6234 handrit eða samtals 24614
bindi. Árið 1947 var tala prent-
aðra bóka nokkru hærri en tala
handrita lægri og heildartala ár-
anna svipuð.
Notkun safnsins hefir aukizt
við þá breytingu er gerð var um
áramótin 1945 og ’46 að hafa
safnið einnig opið fyrir hádegi.
Sú breyting að hafa safnið
einnig opið til afnota fyrir há-
degi hefir reynzt vinsæl, eins og
sést á því að af gestum á árinu
1947 komu 2655 frá kl. 10—12 f.h.
og 2600 eftir hádegi. — Enn
er kvartað yfir því að gestir
gleymi að skrá nöfn sín, og sé
því raunveruleg tala gesta hærri.
Eflirsóitasta lesefnið
Um eftirsóttasta lesefnið seg-
ir svo í Árbókinni: “Flestar bæk-
ast gegn örbyrgð og hungri í
heiminum og með þvi s k a p a
grundvöllinn fyrir varanlegum
friði.
Páll Agnar Pálsson.
Freyr.
ur hafa verið notaðar úr O-flokki
— aðallega blöð og tímarit, —
þá úr 8. flokki — fagrar bók-
menntir, bókmenntasaga — og
9. flokki — sagnfræði, ævisögur,
landafræði, — en fæstar úr 1.
flokki — heimspeki. — Hand-
bækur í lestrarsal eru mikið
notaðar, einnig ný tímarit er þar
liggja frammi. Notkun handrita
er miklu meiri í hlutfalli við
gestafjölda sumarmánuðina held
ur en að vetrinum, enda eru þá
vinnuskilyrði betri fyrir fræði-
menn”. —
Útlán minnkandi
Stefnt er að því að minnka
sem mest útlán íslenzkra bóka,
segir í Árbókinni, og jafnframt
gengið ríkara eftir því að bók-
um sé skilað á réttum tíma, og
hefir þetta dregið nokkuð úr út-
lánunum.
■
Safnið eignast myndavélar
Safnið hefir á þessum árum
fengið myndavélar þær sem áð-
ur voru gerðar ráðstafanir til
þess að það fengi. Eru þær ætl-
aðar til þess að taka myndir og
mikrofilmur af handritum og
bókum.
“Vélar þessar eru Landsbóka-
safninu hinn mesti fengur og
ber að þakka þeirri ríkisstjórn,
sem hlut átti að máli um útveg-
un þeirra, góðan skilning á þörf-
um safnsins.” \
Halldór Hermannsson
prófessor heiðraður
Landsbókasafninu hefir bor-
izt að gjöf málverk af Halldóri
Hermannssyni prófessor og
bókaverði í Ithaca.
í Árbókinni eru prentaðar tíu
ritgerðir um bókfræði, sem gefn
ar voru út í sérstakri bók er til
einkuð var dr. Halldóri Her-
mannssyni og send honum á sjö-
tugsafmælinu. Fylgdi henni á-
varp undirritað af 142 íslending-
um þar sem honum voru vottað-
ar þakkir og virðing fyrir ómet-
anlegt starf í þágu íslenzkra
fræða.
Ritgerðir þær sem hér um
ræðir eru: Sálmar Kolb. Grímss.
undir Jökli, eftir Björn Sigfús-
son fyrir siðabyltinguna, eftir
dr. Guðbrand Jónsson, Letraval
í prentsmiðjum á fyrstu öld
prentlistarinnar á íslandi, eftir
Hallbjörn Halldórsson prentara;
íslenzkar heimildir í Saxo-skýr-
ingum Stephaniusar, eftir Jakob
Benediktsson magister; Bóka-
safn Brynjólfs biskups, eftir
prófessor Jón Helgason; Frönsk
skáldsaga með íslenzk-býzan-
tísku efni, eftir dr. Sigfús
Blöndal; Frá meistaraprófí
Gríms Thomsens, eftir Sigurð-
prófessor Nordal; Safn Otten-
sons í John Hopkins Háskóla-
bókasafninu í Baltimor, Md.
eftir dr. Stefán Einarsson og
Pétur Gautur. Nokkrar bók-
fræðilegar athuganir varðandi
þýðingu Einars Benediktssonar
á Pétri Gaut, eftir Henrik Ibsen,
eftir dr. Steingrím J. Þorsteins-
son.
Þjóðviljinn, 4. júlí.
Séra Eiríkur
Brynjólfsson
kominn heim
Séra Eiríkur Brynjólfsson
prestur að Útskálum, kona hans
og tveir synir, komu loftleiðis
til Keflavíkur snemma á sunnu
dagsmorgun.
Svo sem kunnugt er hefir sr.
Eiríkur dvalið í Ameríku í rúmt
ár og þjónað þar fyrsta Luth-
erska söfnuðinum í Winnipeg, í
skiptum við sr. Valdimar Ey-
lands, sem þjónaði Útskálapresta
kalli, en sr. Valdimar er farinn
vestur fyrir nokkrum dögum.
Safnaðarfulltrúar úr öllum
sóknum Útskála, tóku á móti sr.
Eiríki á flugvellinum og fylgdu
honum heim til Útskála. Að
heimili sr. Eiríks biðu konur úr
Útskálasöfnuði með góðar veit-
ingar og höfðu þær skreytt heim-
ili prestshjónanna með blómum.
Þar var sr. Eiríki og fjölskyldu
hans fagnað og boðin velkomin
heim.
Mbl., 27. júlí.
Jack London var eitt sinn
seinn fyrir með sögu, sem hann
hafði lofað tímariti einu í New
York.
Ritstjórinn gerði ítrekaðar til-
raunir til þess að fá hjá honum
sögu, en þegar það gekk ekki,
skrifaði hann honum eftirfar-
andi bréf:
“Kæri Jack London, ef ég
verð ekki búinn að fá söguna
frá yður innan sólarhrings,
kem ég upp til yðar, dreg yður
niður stigann — og ég held altaf
mín loforð”.
London svaraði: — Kæri Dick
— ef ég gerði öll mín verk með
fótunum, héldi ég einnig loforð
mín. —
♦
Skoti var staddur í Ameríku
og var þar að skoða líkneski af
George Washington. Ameríku-
mann bar að í því. — Hann
sagði við Skotann:
— Þetta var mikill maður, —
blótsyrði eða ósannindi fóru
aldrei út fyrir varir hans.
— Því trúi ég vel, sagði Skot-
inn, — hann hefir auðvitað talað
með nefinu eins og þið gerið
allir. —