Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 4
4
/
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. SEPTEMBER, 1948
--------ILogberg--------------------
GefiB út hvern flratudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
títanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and pubiished by
The Cblumbla Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as.Socond Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21804
Hreint til verka gengið
Sá maðurinn, sem djarfmannlegast
hefir gengið til verks og í raun og veru
orðið sjálfkjörinn málsvari Vesturfylkj
anna varðandi mótmælin gegn gífur-
legri hækkun farmgjalda með járnbraut
um landsins, er Stuart S. Garson for-
sætisráðherra Manitobafylkis; hann
reið á vaðið með kröftug mótmæli gegn
hækkuninni, sem járnbrautarráðið
veitti félögunum snemma í sumar, en
sú hækkun nam 21 af hundraði, og hann
leiddi að því óyggjandi rök, hve hart
íbúar Vesturfylkjanna, einkum þó
bændur, yrðu leiknir með áminstri
hækkun farmgj., hvað þá heldur ef ný
hækkun, sem járnbrautarfélögin nú
fara fram á, og nemur 20 af hundraði,
kæmi til framkvæmda.
Mr. Garson krafðist þess í öndverðu,
eftir að hljóðbært varð um áminsta
farmgjaldahækkun, að konungleg rann
sóknarnefnd yrði sett í málið til þess
að íhuga allar aðstæður og koma með
því í veg fyrir þann ójöfnuð farmgjalda,
sem lengi hafði gengist við; forsætisráð
herrar 6 fylkja af níu, hölluðust á sömu
sveif, mótmæltu hækkuninni og kröfð-
ust þess að máli0 yrði gaumgæfilega
rannsakað; tvö fylkin, Ontario og
Quebec, létu þetta deilumál með öllu
afskiptalaust, enda greip hækkun farm
gjalda langt um minna inn í efnahags-
léga afkomu þeirra, þar sem flutninga-
leiðir til markaðs eru að jafnaði marg-
falt styttri en vestanlands. Strandfylk
in voru einnig hart leikin vegna hækk-
unarinnar og báru fram ströng mót-
mæli, en allt kom fyrir ekki; sambands
Stjórn lét raddir forsætisráðherranna
sjö eins og vind um eyru þjóta og hafðist
eigi að; fyrir þetta sætti stjórnin, eins
og vænta mátti, þungum ákúrum frá sín
Um eigin flokksbræðrum á landsþingi
Liberala í Ottawa í öndverðum ágúst-
mánuði síðastliðnum, er hélt því til
streitu, að konungleg rannsóknarnefnd
farmgjaldaöngþveitinu til úrbóta, væri
eigi aðeins réttlætanleg, heldur og bein-
línis sjálfsögð; er hér var komið sögu,
valdi stjórnin þann kost að lokum, að
láta hæztarétt skera úr því, hvort hækk-
un sú, er járnbrautarráðið veitti járn-
brautarfélögunum, væri lögum sam-
kvæm eða eigi.
Flest lög, hvort heldur það eru
stjórnskipulög eða önnur lög, eru tíðum
skilin á fleiri en einn veg, og þangað á
orðið lagaflækja rót sína að rekja, en
hitt sýnist liggja nokkurn veginn í aug-
um uppi, hve óviðurkvæmilegt það sé,
að eitthvert ráð, hvort heldur það er
járnbrautarráðið eða þá eitthvert enn
annað ráð, geti sagt sjálfri landsstjórn-
inni fyrir verkum, eða hafi með hönd-
um slíkt ótakmarkað umboð, er eigi
megi hró'fla við.
Nú hafa fylkin sjö, með Garson í far-
arbroddi, farið þess á leit, að hinni nýju
hækkun, er nema skal 20 af hundraði,
eíns og þegar hefir verið vikið að, verði
frestað að minsta kosti til þess tíma, er
dómur hefir verið kveðinn upp um rétt-
arfarslegt gildi fyrri hækkunarinnar,
sem vonandi verður ekki ýkja langt að
bíða.
Stjórnin ætti ekki undir neinum
kringumstæðum að láta skipun hinnar
konunglegu rannsóknarnefndar drag-
ast á langinn, heldur fara að fordæmi
Mr. Garson’s og ganga hreint til verks;
það yrði henni og þjóðinni fyrir beztu.
♦ ♦ ♦
Grýla kveðin niður
Það þótti, eins og vænta mátti, tíðind
um sæta, er C. C. F.-flokkurinn í Mani-
toba undir forustu Mr. Hansfords á árs-
þingi sínu í vor, sem leið, fordæmdi
Marshallhjálpina svonefndu, og taldi
hana í raun og veru lítið annað en
amerískar mútur við þær Norðurálfu-
þjóðir, er þröngvað hefðu verið til þess
að gera sér hana að góðu undir yfirskyni
mannúöar og mannfélagshollustu; —
þessi vanhugsaða afstaða kom flatt upp
á ýmissa lielztu forsprakka C. C. F.-
sinna í sambandsþinginu, svo sem leið-
togann sjálfan, Mr. Coldwell og Mr.
Stanley Knowles, þingmann Winnipeg-
kjördæmisins nyrðra, er báðir þvoðu
hendur sínar af niðurstöðum fóst-
bræðra sinna á flokksþinginu í Winni-
peg; að þetta sé ekki mælt út í hött má
glegst ráða af, er fram fór á nýafstöðnu
landsþingi flokksins. þar sem ný stefnu
skrá var samin, eða hin eldri að minsta
kosti enduríhuguð og endurbætt, því
þar kvað Mr. Coldwell grýluna alveg
miskunnarlaust niður, og lýsti því af-
dráttarlaust yfir, að í sínum augum
myndi Marshallhjálpin jafnan talin
verða til hinna meiri háttar viðburða í
sögu nútímans, er vitnaði fagurlega um
drengskap og viturlega forsjá Banda-
ríkjaþjóðarinnar.
4- 4- 4-
ln memoriam
Sennilega hefði það verið betur við-
eigandi, að einhver annar en ég, ein-
hver sem var nákomnari eða nákunn-
ugri, mintist Karls K. Alberts, er safn-
aðist til feðra sinna í Chicagoborg á
föstudaginn þann 13. ágúst síðastlið-
inn; leiðir okkar láu að vísu dálítið sam
an á hinum fyrstu starfsárum mínum
við Lögberg, og fundum okkar bar alloft
saman eftir það; en mér finst ég skilji
hinn látna samferðamann bezt af
þeirri ástæðu, hve hlýtt mér varð til
foreldra hans; þau urðu mér brátt vin-
veitt eftir að ég kom til þessa lands, og
ég gleymi því aldrei hve þakklát þau
voru fyrir vísurnar, sein ég stakk að
þeim í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra.
Karl K. Albert var fæddur á íslandi
hinn 26. dag desembermánaðar árið
1877. Hann fluttist ungur til þessa lands
með foreldrum sínum, þeim Kristjáni
og Kristjönu Albert, og naut skólament
unar sinnar í Winnipeg, þótt hann á
hinn bóginn, eins og svo margir aðrir
framsæknir og glöggir menn, mentaðist
í raun og veru mest af lífinu sjálfu. —
Karl heitinn var mikill eljumaður; hug-
ur hans beindist snemma inn á brautir
viðskiptalífsins, og á þeim vettvangi lá
hans megin ævistarf; hann tók á ung-
um aldri að gefa sig að sölustarfi, er
síðar laut því nær einvörðungu að sölu
blaðaauglýsingar; hann aflaði Lögbergi
og Heimskringlu, árum saman, auglýs-
inga, ásamt því sem hann vann í sama
augnamiði fyrir fjöldann allan af öðrum
vikublöðum, sem gefin voru út á öðrum
tungum en enskunni; slíkt lét honum
vel; prúðmannleg framkoma hans og
fallegt málfar, tóku í því efni höndum
saman.
Karl K. Albert var um langt skeið bú-
settur í Chicago; hann var góður íslend
ingur og góður þegn þeirra annara
þjóða, er hann bjó með; hann var kvænt
ur konu af írskum ættum, er var dreng
ur góður, eins og sagt var forðum um
Bergþóru konu Njáls hins spaka á
Bergþórshvoli; hún lifir mann sinn á-
samt fjórum myndarlegum og vel-
mentum dætrum, en nöfn þeirra eru
sem hér segir: Alpha, Elvelyne, Laura,
Caroline; þrjár hinna fyrnefndu eru gift
ar, en hin fjórða býr með móður sinni.
Bróðir Karls, Alfred, er látinn fyrir
nokkrum árum í Seattle.
Karl K. Albert var sérstæður maður
um margt; hann var skemtinn og glað-
vær í vinahóp, en í brjósti hans bærðist
jafnan, að því er mér fanst, draumrænn,
viðkvæmur strengur, er ég hygg að
mótað hafi ábærilegast skapgerð hans.
E. P. J.
4-4-4-
Skýjarof
Nú bendir eitt og annað til, að skýja-
rofs sé að verða vart á vettvangi ágrein
ingsefnanna milli Rússa og Vesturveld-
anna vegna einangrunar Berlínar og
jafnvel á fleiri sviðum; umtals-fundun-
um í Moskvu er nú lokið í bráð, er erind-
rekar Breta, Rússa, Frakka og Banda-
ríkjamanna standa að, og nú talið nokk
urn veginn víst, að samkomulag náist
um eina og sömu mynt fyrir alla Berlín,
en líkur til að það verði rússneska mark
ið, er ofan á verði að því tilskildu, að á-
minst fjögur stórveldi hafi í þeim efn-
um jafnan umráðarétt; þetta er í fyrsta
skiptið síðan í marz, er Rússar taka þátt
í ráðstefnu í Berlín með erindrekum
Vesturveldanna.
VIRÐULEGT SAMSÆTI
Bókasöfn og stríðið
S. 1. föstudagskvöld, 20. ágúst,
komu nokkrir íslendingar sam-
an að hinu vistlega heimili Mr.
Halldórs M. Swan verksmiðju-
eiganda, 912 Jessey Avenue, til
að heiðra Björn Jónsson læknir.
Guðmann Levy stýrði samsæt-
inu með hinni mestu prýði. —
Meðal gesta voru ýmsir fyrir-
menn íslenzku samtakanna í
Winnipeg, svo sem Mr. Ásmund-
ur Jóhannsson, Grettir Jóhanns-
Dr. Olson, Dr. Austmann,
Dr. Lárus Sigurðson og ýmsir
fleiri. —
í upphafi bauð Mr. Árni G. Egg-
ertson gesti velkomna og beindi
nokkrum hlýjum orðum til heið-
ursgestsins; kvað þá Einar P.
Jónsson sér hljóðs og kvaðst
hafa meðferðis svolitla hugvekju
til handa heiðursgestinum, er
hafði þessa djúphugsuðu yfir-
skrift: Björn Jónsson frá Veðra-
móti. í tilefni af yfirvofandi
kvonfangi. Vakti yfirskriftin al-
mennan hlátur og þá eigi síður
hugvekjan sjálf, sem var vel ort
kvæði og birtist á öðrum stað í
blaðinu. Átti kvæðið vel heima
í samsæti þessu, þar eð Dr. Björn
Jónsson hyggst að ganga í það
allra heilagasta. Settist nú
Gunnar Erlendsson, hinn al-
kunni píanóleikari og hinn
mesti þarfamaður í slíkum sam-
kundum, við hljóðfærið, og tóku
menn að kyrja íslenzk ættjarð-
arljóð fullum hálsi og ekki lét
aldursforseti samkvæmisins, sem
var Mr. Ásmundur Jóhannsson,
sinn hlut eftir liggja. Hlýnaði
mér um hjartarætur er ég leit
hinn virðulega öldung og heyrði
hann syngja hvert lagið á fætur
öðru og lét sér hvergi bregða. —
Tók þá Dr. Lárus Sigurðsson til
máls og ávarpaði heiðursgestinn
vel völdum orðum og afhenti
honum gjöf fyrir hönd allra við-
stadcþra. Var gjöf þessi ýmis
læknaáhöld sem voru vel þegin
af viðtakanda. Að lokum mælti
heiðursgesturinn nokkur þakkar
orð og lýsti yfir ánægju sinni yf-
ir að kynnast svo mörgum ágæt-
is löndum.
Ýmsir fleiri tóku til máls svo
sem Guðm. Levy, Páll Hallsson
og Andrés Björnsson. Mikið var
um söng og hljóðfæraslátt og fór
allt virðulega fram og á ramm-
íslenzka vísu.
T. Thorslensen.
Vér Islendingar höfum næsta
lítið lesið eða heyrt um allt það
geysimikla tjón, sem bóka-,
skjala- og handritasöfn í ýmsum
löndum Evrópu hafa orðið fyr-
ir af völdum heimsstyrjaldar-
innar 1939—’45. Það liggur þó í
augum uppi, að þessar miklu
menningarstöðvar hafi hvergi
nærri farið varhluta af skemmd
um í þessum tryllta hildarleik,
þegar engu var þyrmt, hvorki
lifandi né dauðu.
Hér er þess þá fyrst að minn-
ast, að hin miklu og dýrmætu
bókasöfn Póllands voru í stríðs-
byrjun 1939 blátt áfram eyðilögð
samkvæmt áætlun af Þjóðverj-
um, sem sett höfðu sér það mark
og mið að brjótá miskunnar-
laust á bak aftur alla þjóðernis-
meðvitund Pólverja. Var eyði-
legging hinna pólsku bókasafna
einn liðurinn í þeirri miklu
skemmdarstarfsemi.
Næst skal þess getið, að í hin-
um miklu loftárásum á London
brunnu og eyðilögðust bækur,
svo að milljónum binda skipti
í hinum geysistóru bókageymsl-
um hinna ensku bókaútgefenda
kringum Paternoster Row. Þar
við bættist gereyðing hins dýr-
mæta og raunar ómetanlega
bóka- og skjalasafns, sem kent
er við Guild Hall. Enn skal þess
getið, að við hinar ægilegu loft-
árásir á enska bæinn Coventry,
sem mönnum eru enn í fersku
minni, gereyðilögðu Þjóðverjar
Gulson-bókasafnið þar. En þetta
ágæta safn var víðfrægt fyrir
ýmis mjög dýrmæt einkasöfn,
sem það hafði eignazt.
Langverst urðu Þjóðverjar þó
úti í þessum efnum við hinar
miklu og skipulagsbundnu loft-
árásir, er Bandamenn héldu uppi
á þýzkar borgir, þegar líða tók
á styröjldina. 1 Berlín, Leipzig,
Munchen og Frankfurt am Main
voru geymd ákaflega stór og
dýrmæt bóka-, skjala- og hand-
ritasöfn. Er ekki að orðlengja, að
allar þessar borgir urðu miklu
verr úti af völdum loftárás-
anna en nokkurn tíma London,
enda þótt hún væri þó næsta
hörmulega leikin. Ekki er enn
vitað, þegar þessar línur eru rit-
aðar, hve mikið af bókmennta-
fjársjóðum, sem Þjoðverjar
höfðu rænt erlendis og flutt til
Þýzkalands, hafa eyðilagzt í loft
árásunum á þýzkar borgir. Sumt
þessara fjársjóða kann að hafa
verið falið á öruggum stöðum,
og má vel vera, að þeir komi enn
í leitirnar.
Það er að sjálfsögðu hvergi
nærri nýtt eða ókunnugt fyrir-
brigði, að bækur og handrit eyði
leggist í styrjöldum, þegar
skemmdarstarfsemi mannanna
nálgast ósjaldan fullkomna vit-
firring og engu er þyrmt. — Er
Þjóðverjar skutu á Strassburg
1870, eyðilögðust t. d. réttar-
skjölin frá málaferlunum, sem
Jóhann Gutenberg átti í við með-
eigendur sína að prentverkinu
fræga árið 1439. Má nærri geta,
hvílíkt tjón mönnum hefir þótt
að missi þessara gagna varðandi
sjálfan föður prentlistarinnar.
Þjóðverjar afsökuðu sig eftir á
með því, að bæjarbókasafnið í
Strassburg, þar sem þessi skjöl
voru varðveitt, hefði af Frökk-
um sjálfum verið táknað sem
ráðhús borgarinnar á uppdrætti
þeim, er árásin var gerð eftir.
Ættu Þjóðverjar, eftir því að
dæma, að hafa komizt yfir
frakkneskan uppdrátt af Strass-
burg og hafa farið eftir honum
í árás sinni á borgina, hvað sem
hæft kann að vera í slíku.
Samtíðin.
Mr. Árni Brandson frá Hnaus-
um í Nýja Islandi, kom úr ís-
landsför í gær.
4-
Dagblað eitt fékk eftirfarandi
bréf frá Skota: — Ef þér prentið
fleiri sögur um nísku okkar
Skota, hætti ég alveg að fá blaðið
lánað og lesa það.
Raforkumál Norðurlanda rædd á
fjölsóttustu móti í Kaupmannahöfn
íslendingar ráða yfir hlutfalls-
lega meiri raforku en Danir og
Finnar en minni en Svíar og
Norðmenn
Virkjuð raforka á íslandi er
um það bil 1050 kílóvattstundir
á hvern íbúa; í Noregi er virkjuð
raforka 3600 kílóvattstundir á
íbúa; í Svíþjóð yfir 2000; í Finn-
landi nálægt 1000 og í Danmörku
um 300 kílóvattstundir á hvern
íbúa. Steingrímur Jónsson raf-
magnsstjóri skýrði blaðinu frá
þessu, en hann er nú nýkominn
heim af norrænu móti rafveitu-
sambanda.
Mótið var haldið í Kaup-
mannahöfn í tilefni af 25 ára af-
mæli danska rafveitusambands-
ins, en rafveitusamböndin í Nor
egi og Svíþjóð eru eldri, stofnuð
um aldamót, finnska rafveitu-
sambandið nokkru yngra og raf-
veitusamband á íslandi var
stofnað árið 1943.
Fjórir fulltrúar voru mættir
frá Islandi, þeir Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri, Indriði
Helgason kaupmaður, Jakob
Gíslason raforkumálastjóri og
Nikulás Friðriksson umsjónar-
maður. Frá Finnlandi mættu 25
fulltrúar, frá Noregi 250, frá
Svíþjóð annað eins, en dönsku
fulltrúarnir voru flestir, svo að
alls hafa tekið þátt í móti þessu
allt að þúsund manns.
Mótið hófst 26. maí og stóð yf-
ir í þrjá daga. Árdegis dag hvern
hófust fyrirlestrar og síðan fóru
fram frjálsar umræður um efni
þeirra. Svo var málum hagað, að
einn fyrirlestur var fluttur af
hálfu hvers lands. Jakob Gísla-
son flutti af hálfu íslendinga,
fyrirlestur um hagnýtingu hvera
orku á Islandi, en fyrirlesturinn
höfðu samið Gunnar Böðvars-
son, Steingrímur Jónsson og
Jakob Gíslason. Finnar lögðu til
fyrirlestur um skipulega dreif-
ingu rafmagns í sveitum, Svíar
um gjaldskrárvandamál raf-
veitna í bæjum og sveitum, Norð
menn um raforkuflutning og
jafnvægi raforkunnar á Norður-
löndum, en af hálfu Dana var
talað um yfirálagningu á raf-
veitur.
1 sambandi við mótið var sýn-
ing haldin. Voru þar línurit og
kort varðandi raforkumál land-
anna og myndir. Hvert land
hafði sína deild. Islenzka deildin
var ekki ýkja stór, en mun þó
hafa vakið talsverða athygli. Þar
var minna um línurit en í deild-
um hinna landanna, en meira um
myndir af mannvirkjum og foss-
um og hverum. Sýningarsalurinn
var rúmgóður og á gafli var stórt
landakort af Norðurlöndum og
línurit mörkuð á hvert land.
ísland hefir að því leyti sér-
stöðu í þessum efnum, að þar
eru hverir, og af þeim orsökum
vakti þátttaka íslendinga í mót-
inu mikla athygli. Hér renna til
sjávar mörg all-vatnsmikil fall-
vötn, en þó koma nokkur þeirra
ekki til greina sem orkugjafi
sökum þess, að þau renna á lág-
lendi. Þannig er farið öllum ám,
er falla suður frá Vatnajökli og
Mýrdalsjökli, svo og Blöndu. —
Þjórsá og Hvítá geyma lang-
mesta orku allra vatna hér.
Svíar hafa virkjað mestallt
vatnsafl í Suður-Svíþjóð, en
norðar í landinu er mikil orka
óbeizluð. Norðmenn hafa hins
vegar ásamt Kanada mesta raf-
orku allra landa miðað við fólks-
fjölda, en eiga þó g-ífurlega mik-
ið af ónotaðri orku í landi sínu.
Það er því hið knýjandi nauð-
synjamál Dana, sem virkjað hafa
allt það vatnsafl, sem til er í land
inu, og jafnvel fengið raforku
frá Svíþjóð, að fá raforku frá
öðrum löndum, einkum Noregi.
Enn fremur hyggja þeir á meiri
hagnýtingu vindafls.
Rafmagnsstjóri gat þess, að
einna mikilsverðust hafi verið
af umræðumálum þingsins, gjald
skrármálin og ráðagerðir um
orkuflutning.
Vel var að fulltrúum búið á
mótinu. Voru þeim haldnar veizl
ur og þeim boðið í ferðalög um
Danmörku.
Alþbl 24. júlí.
— Hvers vegna er það ómögu-
legt fyrir konu að vera forseti
Bandaríkjanna?
— Vegn þess að enginn er kiör
gengur til forseta nema hann sé
að minnsta kosti 35 ára gamall.
♦
— Pat, hérna er dollarinn, sem
þú lánaðir mér í fyrri viku.
— Þakka þér fyrir, ég hefði
báta alveg gleymt því.
— Hversvegna varstu ekki bú-
inn að segja mér það.
4-
— Hversvegna eru Skotar
manna kurteisastir?
— Vegna þess að kurteisi kost-
ar ekkert.