Lögberg - 02.09.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. SEPTEMBER, 1948
5
AHUGAA4AL
LVENNA
KUwtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Blindur er bóklaus maður
Aldrei hefir skólamentun ver
ið eins almenn eins og nú; skóla
skyldulögin krefjast þess að
börnin sæki skólana þar til þau
eru fjórtán ára að aldri, en
flestir foreldrar kappkosta að
senda böm sín í skóla miklu
lengur. Það má telja til undan-
tekninga að unglingar fái ekki
að minsta kosti miðskólamentun
og hundruð ungmenna útskrif-
ast úr háskólunum á ári hverju.
Margir þrauka í skólunum hart-
nær fjórða hluta æfi sinnar. En
þessi almenna skólaganga virð-
ist ekki ná tilætluðum árangri.
Yfirleitt virðist þjóðin ekki
þroskast andlega að sama skapi
og mentunar möguleikarnir hafa
aukist.
í vetur sem leið hlustaði ég á
eftirtektaverða kappræðu á
Frónsfundi. Kappræðuefnið var:
"Eru Veslur-íslendingar að úr-
kynjast?" Því miður virtist ját-
endahliðin hafa miklu sterkari
rök fram að færa fyrir sínum
málstað. Eitt sem þeir bentu
á var hnignun lestrarfélaganna;
fólk alment hefði ekki lengur
ánægju af því að lesa góðar bæk-
ur. —
Þegar Dufferin lávarður heim
sótti hina íslenzku landnema á
Gimli árið 1877 flutti hann ræðu
sem jafnan mun verða öllum
rétthugsandi íslendingum leiðar-
vísir og lærdómshvöt; hann
sagði meðal annars:
‘;Þér eigið í ríkari mæli en
fólk alment gerir sér grein fyrir,
eitt það, sem er kjarninn í og
grundvöllurinn að öllum yfir-
burðum, en það eru gáfur,
mentun, og fjölbreitt andlegt líf.
í sannleika, þá hefi ég ekki
komið í nokkurt það hús eða
þann bjálkakofa í bygðinni, sem
ekki hefir að geyma bókasafn 20
til 30 bóka, hversu annars fá-
tæklegt og fáskrúðugt sem hús-
ið hefir verið að öðru leyti inn-
an veggja”.
Ef Dufferin lávarður mætti
rísa úr gröf sinni og heimsækja
íslendinga á ný og koma inn í
hin reisulegu hús, sem þeir nú
búa í, myndi hann þá finna söfn
góðra bóka í hverju húsi? — Eg
hygg að' hann yrði fyrir von-
brigðum. Lestrarlöngun þeirra
og fróðleiksfýsn virðist vera að
dofna. En íslendingar eru ekki
einstæðir hvað þetta snertir;
fólk yfirleitt virðist lítið gefa sig
að lestri góðra bóka á þessari
svokölluðu framfara öld.
Kunningjakona mín ein hér í
borginni, sem á nokkuð safn
bóka, vildi eignast annan skáp
fyrir þær, en vegna þess, hve
þeir eru dýrir nú, datt henni í
hug að síma til þess fólks, sem
auglýsti í blöðunum, að það
væri að selja innanhúss muni
sína, ef ske kynni að hún gæti
þannig fengið skáp á lágu verði.
Hún fylgdist með sölu-auglýs-
ingunum í viku og símaði í tíu
staði, en ekkert heimilið, þar
sem verið var að selja öll hús-
gögnin hafði haft bókaskáp. —
Sennilega hafa þar ekki verið
um margar bækur að ræða, fyrst
enginn var bókaskápurinn.
I nýútkomnu Saturday Nighi,
er skýrt frá því að í ameríska
hernum hafi skrípamynda bæk-
urnar verið eftirsóttasta lesmál-
ið, að mörgum sinnum fleiri
slíkra bóka hafi verið útbýtt en
af öðrum ritum. Vonandi mun
úrkynjun Islendinga aldrei
ganga svo langt að þeir verði
sama sem ólæsir, að þeir hafi
ekki ánægju af öðru en skrípa-
myndablöðum og álíka bókum.
Dufferin lávarður dáði hina
andlegu menningu hinna fátæku
íslenzku landnema. Bókasöfnin
þeirra voru ekki stór; þar voru
ekki True Stories, True Rom-
ances, Wild West Stories,
Detective Stories eða skrípa-
mynda rit. Með öðrum orðum,
þar voru ekki tímarit, sem
heimskuðu lesendurnar. — Þvert
á móti; þessi litlu bókasöfn
áttu að geyma bækur, sem
vöktu hugsun, tendruðu gáfur
og hvöttu til dáða. Það voru
hinar fornu bókmentir íslenzku
þjóðarinnar — íslendingasögurn
ar, eddurnar, ljóðabækurnar,
Vídalíns postilla, og Hallgríms-
sálmar. Þetta var hinn andlegi
afls- og þroska-brunnur, sem
hinir íslenzku landnemar bergðu
af, og þessvegna áttu þeir í rík-
um mæli, eins og Dufferin lá-
varður sagði, “gáfur, mentun og
fjölbreytta, andlega hæfileika,
sem er kjarnin og grundvöllur-
inn að öllum yfirburðum”.
Satt er þaö, að margir Islend-
ingar kunna nú svo lítil skil á
tungu feðra sinna, að þeir hafa
ekki gagn af lestri þessa klass-
isku, íslenzku bóka, sem hér
hafa verið nefndar, en ekki er
það ástæða til þess að mann-
skemma sig á lestri sorpritana
og skrípamynda bókanna; ágæt-
ustu bókmentir heimsins hafa
verið samdar og þýddar á enska
tungu, og ættu því að vera þeim
aðgengilegar.
Þululærdómur og hin langa
skólaganga æskunnar er ekki
einhlít; fólkið má ekki kasta
frá sér bókunum um leið og það
lýkur skólanámi; það verður að
halda áfram að lesa það sem
hugsað hefir verið og ritað feg-
urst og bezt í gegnum aldirnar;
það verður að hugsa um það,
reyna að brjóta það til mergjar
og læra af því. Aðeins þannig
mun þjóðin ná því menningar-
stigi, sem henni sæmir.
Samlíningur
Salt er til margra hluta nyt-
samlegt. Sem tannpúlver vernd-
ar saltið tennurnar og styrkir
tannkjötið. Salt og vatn er
ágætt til að skola innan hásinn
við kv^jkasárindum. Við fóta-
verk er gott að baða fæturna úr
saltvatni, svo heitu sem hægt er
að þola, og núa þá síðan með
stórgerðu handklæði. Það styrk-
ir augun, að baða þau úr salt-
vatni. Mislitur þvottur heldur
bezt lit, ef hann er þveginn úr
saltvatni.
Þegar brunabragð kemur af
mat, er gott að taka pottinn und-
ir eins af eldinum og láta hann
í ílát með köldu vatni. Við það
hverfur venjulega brunabragð-
ið. —
Ef eggið, sem sjóða á, er
sprungið, er ágætt að láta eina
teskeið af ediki í vatnið, svo að
eggjahvítan fari ekki út í
vatnið.
Ef maður þarf að ná blettum
af dragtarpilsinu sínu t. d. eða
einhverjum öðrum flíkum og
hefir ekki annað en edik við
höndina, er ágætt að nudda
blettina úr því með hreinum
klút. —
Ef ykkur finnst kállyktin
vond, þegar þið sjóðið kálmeti,
og viljið ekki að lyktin komizt
inn í stofuna, sérstaklega ef þið
eigið von á gestum, vindið þá
klút upp úr ediki o glátið hann
kringum lokið á pottinum.
Flókahatta, sem eru rykfalln-
ir, má hreinsa með því að núa þá
með þurrum svampi.
Bezt er að fægja gleraugu úr
SIGRIÐUR M\ RDAL
Æfiminning
Þeim smá fækkar, frumherja-
konunum í bygðum Islendinga
vestan hafs. Ein úr þeim mikils-
virta hetjuhóp gekk til moldar,
þegar konan Sigríður Mýrdal dó
snögglega að heimili sínu í Garð-
arbygð, 10. des. 1946.
Hún fæddist 7. júlí 1859 og var
dóttir Þorsteins Magnússonar og
seinni konu hans Sigríðar Bjarna
dóttur, sem bjuggu allan sinn
búskap að Hvoli í Vestur-Skafta
fellssýslu. Hún giftist Jóni Ein-
arssyni Mýrdal, af ætt séra Jóns
Steingrímssonar 20. maí, 1881; —
fluttu þau hjónin til Vestur-
heims árið 1884 og settust að ná-
lægt Gimli, Man., en hurfu það-
an ári seinna til íslenzku nýlend
unnar í Dakota Territory. Þau
stofnuðu bú í Montrose Town-
ship, norðsvestur af Garðarbæ,
en árið 1891 keyptu þau bújörð
þrjár mílur suð-austur af Garð-
ar. Þar bjuggu þau það sem eft-
ir var æfinnar. Jón dó árið 1941,
en Sigríður fimm árum síðar.
Mýrdals hjónin eignuðust
fimtán börn. Af þeim dóu fjögur
á ungbarnsaldri, en ein uppkom
in dqttir, Pálína að nafni, dó ár-
ið 1936. — Móður sína lifa
Martha og Þorsteinn, bæði til
heimilis í Garðarbygð; Ragnhild
ur — Mrs. Stoering — í Wood-
worth, N. Dak.; Einar í Edin-
borg, N. Dak.; Þorbjörn í Louis-
ville, Ky.; Kristbjörg — Mrs.
Vanden Biesen* — í Portland
Ore.; Magnús í Fargo, N. Dak.;
Maria, — Mrs. Dalson — í Los
Angeles, Calif.; Esther, í Powell
Wyo.; og Friðrik í Valley City,
N. Dak. Ein systir, Lalla, er á
lífi. Hún býr að Eystri Sólheim-
um í Vestur-Skaftafellssýslu.
Fyrst framan af árum bjuggu
Mýrdals-hjónin við þröngan
efnahag, og þröng húsakynni,
ekki síður en aðrir frumherjar.
Sízt var þetta að furða, þar sem
ómegðin var svo mikil. En bæði
voru hjónin iðjusöm og dugleg,
Alyktanir Stórstúkuþingsins
Stórstúkuþingið haldið í Reyk-
javík 15. til 20. júní 1948, sam-
þykkir eftirfarandi tilllögur í
í áfengismálum.
I. Þingið skorar á ríkisstjórn
og Alþingi — með hliðsjón af
þeim umræðum, sem þar fóru
fram á síðasta þingi og þeim til-
mælum til ríkisstjórnarinnar, að
láta fara fram “gagngerða at-
hugun” á því, hvernig draga
megi úr áfegnisnautn lands-
manna, — að fylgja fast eftir
m.a. eftirfarandi atriðum:
a. Láta lögin um héraðabönn
taka gildi nú þegar.
b. Leyfa ekki bruggun á á-
fengu öli í landinu.
c. Leyfa ekki innflutning á
áfengu öli.
d. Leyfa engu hóteli eða veit-
ingahúsi, réttindi til vínveit-
inga.
e. Banna vínveitingar á kostn
að almennings í opinberum
veizlum.
f. Banna afhendingu áfengis
með niðursettu verði eða kostn-
aðarlaust, frá Áfengisverzlun
ríkisins, til íslenzkra ríkisborg-
ara.
g. Banna hvers konar áfengis
neyzlu í opinberum skólum.
h. Taka af með öllu heimild
lögreglustjóra, að veita leyfi til
áfengisneyzlu í félagsherbergj-
um.*
i. Auka vald og fjárráð áfeng-
isvarnanefnda.
j. Að löggæzlan í landinu fylgi
betur eftir þeim ákvæðum á-
fengislaganna, sem m. a. banna
sölu á áfengi til unglinga, ölv-
un opinberra starfsmanna við
störf sín, ölvun yfirmanna á
skipum og öðrum flutningatækj
um; ennfremur að áfengislögun-
um sé betur framfylgt í heild en
verið hefir.
k. Að áfram verði unnið að
því að afstýra leynivínsölu í
bifreiðum, og ekki verði selt á-
fengi til þeirra, sem sekir kunna
að finnast í því efni.
II. Stórstúkuþingið skorar á
bæjarstjórn Reykjavíkur að
gera þegar fullnægjandi ráðstaf
anir til þess að fjarlægja alla of-
drykkjumenn, sem hafast við á
almannafæri í bænum, og koma
þeim fyrir á forsvaranlegum
stöðum þar sem þeir gætu feng-
blöndu af salmíakspíritus og
vatni. — Gott er að hafa slíka
blöndu í litlu glasi við hendina.
Gott er að hreinsa straujárnið
að neðan, með rökum klút og
salti. —
Emilleraða potta er gott að
hreinsa annað slagið með því að
sjóða í þeim sóda-vatn og þvo
síðan úr heitu sápuvatni.
Dagur.
ið heilbrigði sína á ný. Jafnframt
styður þingið hverja þá viðleitni
sem bæjarstjórn og áfengisvarna
nefnd telur bezta til varnar
drykkjuslarki á almannafæri.
III. Þingið felur framkvæmda
nefnd sinni, að standa vel á verði
um allar breytingar á áfengis-
lögunum, hverjar sem þær
kunna að vera, og fylgjast sem
bezt með þeim reglugerðum sem
settar kunna að verða sam
kvæmt þeim.
Stórstúkuþingið telur mjög
æskilegt að framkvæmd verði sú
hugmynd, sem fram hefir komið
hjá ráðamönnum barnastúkn-
anna í Reykjavík að hefja á
næsta vori starfsemi fyrir börn
og unglinga að Jaðri. Þingið fel-
ur framkvæmdanefndinni að
stuðla að framkvæmd þessarar
hugmyndar m. a. með fjárhags-
styrk, ef nauðsynlegt og fært
þykir.
Stórstúkuþingið 1948 skorar á
ríkisstjórnina að láta áfengis-
málaráðunaut fá full laun, svo að
hann geti ferðast um landið og
fylgzt með störfum áfengisvarna
nefnda, jafnframt að aukið
verði svo framlag til bindindis-
starfsemi að 5 menn geti starfað
stöðugt að bindindisboðun árið
um kring.
Stórstúkuþingið felur fram-
kvæmdanefndinni að halda á-
fram að vinna að aukinni bind-
indisfræðslu á grundvelli þeirra
tillagna fræðslunefndar, er sam
þykktar voru á síðasta stór-
stúkuþingi og vill sérstaklega
leggja áherzlu á samvinnu við
fræðslumálastjórnina um útveg-
un og notkun kvikmynda og
dreifingu bindindissmárita, sem
stórstúkan gefur út.
Stórstúkuþingið lýsir því yf-
ir að gefnu tilefni og í fram-
haldi af samþykktum Umdæm-
isstúknanna nr. 5 og 6, að það
telur það skyldu Alþingis að
veita ríflegan fjárstyrk til bind
indisstarfseminnar í landinu, m.
a. til húsbyggingar fyrir Góð-
templararegluna, sem um ára-
tugi hefir verið forustusveit
bindindismálsins hér á landi.
Jafnframt lýsir Stórstúkuþing
ið yfir því, að það æskir ekki
eftir fjárveitingu til þessarar
starfsemi, sem bundin væri eða
á nokkurn hátt tengd við gróða
ríkisins af áfengissölu.
Tíminn, 5. júlí.
svo kjörin bötnuðu von bráðar.
Þeirri, er þetta ritar, er í minni,
hvað Sigríður var stórvirk, þó
ekki væri nema í því að sjá um
að börnin væru ætíð vel til fara
og ætíð á skóla, þegar um skóla-
hald var að gjöra í nágrenninu.
Og ekki var látið sitja við þann
lærdóm sem barnaskólar veittu
heldur gengu öll Mýrdals börn-
in á hærri mentastofnanir, og
öfluðu sér mikillar þekkingar á
ýmsum sviðum áður en þau
tóku til starfa, hvert í sínum
verkahring. Á þeim árum var
erfitt fyrir fátæka unglinga að
brjótast áfram á mentabrautinni
og hefði oft reynst ókleift, án
uppörfunar og siðferðislegs
stuðnings hinna eldri. Á þessu
sviði mun hin greinda og bók-
hneigða móðir hafa reynst bavna
hópnum sínum sannur haukur í
horni.
Það var ekki smávegis vinnu-
kraftur sem þessi fjölskylda átti
yfir að ráða þegar börnin þrosk-
uðust. Enda batnaði efnahagur-
inn fljótt, og húsakosturinn að
sama skapi. Fyrir meir en þrjá-
tíu árum bygði fjölskyldan eitt
hið stærsta og prýðilegasta heim
ili í Garðarbygð.
Það var ánægjulegt að sjá
gömlu hjónin eyða elliárunum á
þessu þægilega og fagra heimili
við umhyggju og ástúð barna
sinna, sem jafnvel, þegar þau
voru farin úr foreldrahúsunum,
notuðu þau hvert tækifæri til að
heimsækja þau og gleðja. En
þegar að því kom að yngstu
börnin færu að heiman, kom
elsta dóttirin, Martha, sem um
mörg ár hafði stundað skóla-
kenslu, heim aftur og dvaldi
með foreldrum sínum og aðstoð-
aði þau, þangað til dauðinn kall-
aði þau. En Sigríður var húsmóð
irin á heimili sínu til þess- síð-
asta, og rækti það starf af með-
fæddum skörungskap. Aldrei
féll henni verk úr hendi, annað
hvort úti eða inni. Heilsa henn-
ar var góð lengst af, en þó gekk
hún ekki ætíð heil til skógar síð-
ustu árin. En aldrei kvartaði
hún um heilsubilan, fremur én
hún áður hafði kvartað um fá-
tækt eða erfiði.
Mrs. Mýrdal var jörðuð í graf
reit Garðarsafnaðar. Dagurinn,
sem jarðarförin fór fram, var af-
ar kaldur, en þó fylgdu henni ó-
trúlega margir til grafar. Fjög-
ur börn hennar gátu ekki verið
viðstödd, vegna veikinda, eða
fjarlægðar, en öll höfðu þau
komið að sjá hana sumarið áður
eða um haustið. Þrír synir, einn
sonarsonur og tveir piltar úr ná-
grenninu, báru hana til hinstu
hvíldarstaðarins. Séra Egill H.
Fáfnis embættaði.
K. H. O.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
Phone 21101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Asphalt Roofs and Insnlated
Siding — Repairs
S32 SIMOOE ST. Winnipeg, Man.
SNARPASTI LOGl Á JÖRÐUNNI!
NÚ FÁANLEGUR HANDA BÆNDUM
Skrifið eftir ókeypis
leiðbeiningum um
JThe METALCRAFTER1
WELDERS SUPPUES LTD.
227 Garry Sireet
WINNIPEG
MANITOBA
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
il»'
Jón: — Hvað á ég að borga fyr
ir jarðarfarartilkynninguna í
laugardagsblaðinu?
Auglýsingastjórinn: — Þrjár
krónur á cm.
Jón: — Guð minn góður, og
bróðir minn sem var 192 cm.
|l'
"l
|
grIpið tækifærið
Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er
háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt
það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar
mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum
lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business
College. Það verður nemendum til ómetanlegra
hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög-
bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið.
Þau fást með aðgengilegum kjörum.
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
THE (0LUMBIA PRESS LTD.
695 SARGENT AVENUE
WINNIPEG.