Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 U\u\' t n'lLflC A tt compl„. Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 lotA -^ass^ Laundraf\. ^ Complete Cleaning Inslilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 16. SEPTEMBER, 1948 NÚMER 38 Ökomin fram Amerísk flugvél, sem fór á mánudaginn frá Churchill áleið- is til The Pas, er ókomin fram, og er nú alment óttast um að hún muni hafa farist; flugvél þessi, sem var af hinni svo- nefndu Beechcraft gerð, hafði fimm farþega innanborðs, og voru tveir þeirra fulltrúar amer- íska flotamálaráðuneytisins í Ottawa. — Tólf flugvélar taka þátt í leit að hinni týndu flug- vél. — Á leið til Evrópu Forsætisráðherrann í Canada, Mr. King, lagði af stað frá Ott- awa á mánudaginn og siglir frá New York áleiðis til Evrópu til þess að sitja þing sameinuðu þjóðanna í París og forsætisráð- herrafund brezku samveldis- þjóðanna í London. Rétt áður en Mr. King tók lest ina í Ottawa, gerði hann það lýð- um ljóst, að hann léti af forsætis ráðherraembættinu í öndverðu nóvember mánuði næstkomandi. Silfurbrúðkaup Á miðvikudagskvöldið þann 8. þ. m., var hinum mætu og vin sælu hjónum, C. O. Einarssyni og Björgu konu hans, haldið veg legt samsæti í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju, í tliefni af fjórðungsaldar hjúskapar afmæli þeirra; veizlustjórn hafði með höndum Mr. J. J. Swanson. Auk Mr. Swansons tóku til máls séra Valdimar J. Eylands, Mr. F. Frðifinnsson, Mrs. Bald- win, Mr. H. Pálmason, Mr. Jakob Kristjánssori," séra Philip M. Pétursson og Mr. Paul Bar- dal. Þau Mr. og Mrs. Einarsson eiga tvær dætur, Mrs. Lynn Watt og Geraldine í heimahús- um. Heimili þeirra er að 617 Ingersoll Street hér í borg. Eins og vera bar, voru silfur- brúðhjónni leidd út með verð- mætum gjöfum, er þau þökkuðu innilega, ásamt þeirri góðvild, er samsætið í heild vitnaði um. Veitingar voru hinar ríkmann- legustu. — Framboð til þings Seinni hluta næsta mánaðar fer fram aukakosning til fylkis- þings í Minnedosa kjördæminu; þingsæti þeetta losnaði, er þing- maður þess, Dr. Ruthlege, gekk í þjónustu heilbrgiðismálaráðu- neytisins; hann taldist til íhalds flokksins. Nú hefir Mr. H. S. Rungay lyí- sali í Newdale verið útnefndur af hálfu Lbierala sem þingmanns efni í áminstu kjördæmi, og eru ýmsir forkólfar íhaldsflokksins óðir og uppvægir yfir þessu til- tæki, og þykjast hafa átt heimt- ingu á að hafa einhvern flokks- bræðra sinna í kjöri; telja þeir þetta skýlaust brot á þeim samn- ingum milli flokkanna, er sam- steypustjórn Mr. Garsons átti að grundvallast á. Mr. Rungay, sem er skrifari Harrison sveitar, er sagður að vera maður harður í horn að taka og segist ekkert vera upp á í- haldsmenn kominn með að vinna kosningu. Frederick Karl Kristjánsson, M. A. Eins og vitað er lauk þessi á- gæti námsmaður Bachelor of Sciance prófi í búnaðarvísindum við Manitobaháskólann í maí- mánuði í fyrra með fyrstu ágæt iseinkunn, og var sæmdur gull- medalíu fyrir frábæra námshæfi leika og ástundun; síðan hefir hann stundað framhaldsnám við háskóla Minnesota, og nú ný- verið lokið þar meistaraprófi í sérgrein sinni; en Frederick læt- ur eigi þar við sitja, heldur er nú í óða önn að búa sig undir dokt- orsgráðu. Frederic Karl er son- ur þeirra Mr. og Mrs. Jakob F. Kristjánsson hér í borg, og er nú hér staddur í heimsókn til foreldra sinna. 7000 bílar aka Laugaveginn á sólarhring Um sjö þúsund bílar og önnur vélknúin farartæki munu að meðaltali aka um Laugaveginn á hverjum sólarhring, en um Vesturgötuna nálægt fimm þús- und farartæki. Eru þessar tölur samkvæmt lauslegri rannsókn sem skrif- stofa bæjarverkfræðings hefir látið fara fram að undanförnu á umferðinni í bænum, en ennþá er þó ekki fulllokið við að vinna úr skýrslum isem safnað hefir verið um umferðina um hinar einstöku götur bæjarins. Trúlegt er þó að Laugavegur- inn, sé sú gatan, sem mest er ek- ið um, að frátöldum sjálfum Miðbænum — Austurstræti, Að- alstræti og Hafnarstræti. — En þá munu koma næstar, Hverfis- gatan, Vesturgatan og Skúlagat- an. — Þó ekki sé enn full lokið þess- ari rannsókn á umferðinni í bæn um, bendir hin mikla umferð um Laugarveginn og Vesturgötuna til þess, að nú sé umferðin litlu minni, en á hernámsárunum er hún var mest, en þá var eins og kunnugt er gerð rannsókn á um'- ferðinni á fjölförnustu götum bæjarins. Alþbl., 30. júlí. Fullnaðarátaka vœnst Nú er frá því skýrt, að vestur- veldin séu staðráðin í því, að láta til skarar skríða varðandi einangrun Berlínar, og muni krefjast þess, að rússnesk stjórn- arvöld lýsi umsvifalaust yfir því, hvaða dag samgöngubann- inu verði létt af, því við svo búið verði ekki lengur látið standa. Á sunnudaginn lézt af hjarta- slagi í borginni Carachi í Pakistan ríkinu, landstjóri þess, Ali Jinnah, freklega 71 árs að aldri; má hann í raun og veru teljast faðir þeirrar frelsishreyf ingar, er aflaði Pakistan fullkom inna þjóðréttinda; í fylkingar- brjósti Moslemsmanna, svaraði Jinnah að miklu leyti til Gand- his meðal Hindúanna. Skipsjórinn á Júlí heiðraður fyrir björgun 17 brezkra sjómanna Allri skipshöfninni færðar þakk- ir fyrir vasklega framgöngu við björgunina Benedikt Ögmundssyni, skip- stjóra á togaranum Júlí frá Hafnarfirði voru í gær afhent verðlaun fyrir björgun 17 brezkra sjómanna af togaranum Lord Ross frá Hull, er sökk fram. undan Hafnarfirði 2. apríl síðast iiðinn. Afhenti Geir Zoega út- gerðarmaður, umboðsmaður brezkra togara hér á landi, Benedikt fagurt og vandað gull- úr frá eigendum skipsins í Hull og færði hann jafnframt skips- höfn Benedikts á Júlí alúðar- þakkir fyrir djarfa og vaska framgöngu við björgunarstarf- ið. — Við þetta tækifæri bauð Geir Zoega og frú hans nokkrum gestum heim á heimili sitt hér í bænum. Meðal gestanna voru auk heiðursgestsins sjálfs, sigl- ingamálaráðherra, útgerðarráð Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, fulltrúar frá brezka sendiráðinu, stjónr slysavarnafélagsins og fleiri. — í ræðu er Geir Zoega flutti um leið og hann afhenti Bene- dikt Ögmundssyni björgunar- verðlaunin, gat hann þess að eigendur togarans Lord Ross, hefðu nýlega beðið sig að af- henda skipstjóranum á Júlí hið vandaða gullúr, sem áður get- ur, sem þakklætisvott fyrir hið gifturíka og vasklega björgunar afrek, og jafnframt bað hann skipstjórann að færa skipshöfn- inni á Júlí alúðar þakkir fyrir djarfa framgöngu við björgunar starfið. Að lokum fór Geir Zoega nokkrum orðum um starfsemi slysavarnafélagsins og hinna ýmsu deilda þess um landið, og kvað sjómannastéttina seint geta fullþakkað starf það, setn unnið væri á sviði björgunar- málanna. Jafnframt þakkaði hann skipa útgerðinni og öðrum skipum, sem jafnan væru reiðubúin að veita aðstoð nauðstöddum skip- um. — Á síðustu 18 mánuðum sagði hann að fjögur skipsströnd hefðu orðið hér við land, og hefði giftu samlega tekizt til við björgun í öllum þeim tilfellum. Fyrsta þeirra var þegar togarinn Lois strandaði við Grindavík í janú- ar 1947 og allri skipshöfninni var bjargað að einum undan- teknum. Þá var Dhoon-strandið við Látrabjarg, en björgunar- starfið þar er, sem kunnugt er, víðfrægt orðið. Þá strandaði togarinn Epins við Malarrif síðastliðinn vetur og var 5 af 19 manna áhöfn bjargað þrátt fyr- ir framúrskarandi erfiðar að- stæður og loks gat Geir togar- arans Lord Ross, sem sökk fram undan Hafnarfirði 2. apríl s. 1., eins og áður segir, en af því skipi bjargaðist öll skipshöfnin, 17 manns, fyrir vasklega fram- göngu Benedikts Ögmundssonar skipstjóra og skipshafnar hans á togaranum Júlí. Að lokum talaði dr. Thorn thon, fulltrúi í brezka sendiráð- inu hér, er mætti við þetta tæki færi fyrir hönd brezka sendi- herrans, sem er í sumarleyfi. — Bar hún fram þakkir brezka sendiráðsins og brezku þjóðar- ninar til skipshafnarinnar á Júlí, en gat þess jafnframt að þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem íslenzkir sjómenn kæmu brezkum stéttarbræðrum sínum til hjálpar á hættunnar stund. Alþbl., 23. júlí. Úr borg og bygð Þann 9. september voru gefin saman í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. R. S. Benson, í Sel- kirk Sylvía Bára, dóttir þeirra og James Ralph Bole, Selkirk. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Elanor Stefania Benson systir brúðarinnar og Mr. Royden Bóle, bróðir brúðgumans. Milli 70—80 manns sátu veglega veizlu á heimili Benson’s-hjón- anna, að afstaðinni giftingu. — Ungu hjónin setjast að í Selkirk. ♦ The Mens Club of the First Lutheran Church will hold their season’s first dinner meeting on Tuesday, September 21, at 6:30 p.m. in the Church Parlors. To mark the occasion an invit- ation is extended to all members and friends to attend with a special invitation to the ladies. The speaker will be the pastor, Rev. V. J. Eylands, who will give his impressions of his recent sojourn in Iceland. This should prove to be an interesting even- in — also an opportunity for an early autumn get-together of members and friends. To assure adequet catering arrangements HeiVemdarsáttmálí early purchase of tickets trom any member of the Men’s Club Executive will be of great assist- ance. ♦ Fiðlusnillingúrinn Pearl Pálma son, efnir til fiðluhljómleika í Town Hall í New York, þann 19. þ. m., með aðstoð hins ágæta píanista Miss Snjólaugar Sigurd son. — Lögberg væntir þess að geta skýrt frá hljómleikum þessum eins fljóU og auðið má vérða. Staddur er hér í borginni þessa dagana 17 ára piltur, sem að lík indum er á leið til heimsfrægð- ar vegna frábærrar tækni og djúpskilnings í Celloleik; — hann er íslenzkur í móðurætt, er móðir hans Sigríður Nielsen af Isafirði, systir Charlie Niel- sen póstfulltrúa hér í borg, en faðirinn danskur, Valdemar Bengtsson, fiðluleikari í Kaup- mannahöfn. Tónlistarfélag Islands hefir veitt þessum undramanni $10,000 styrk til hljómlistarnáms við Curtiss Institute í Philadelphíu þessi ungi maður er gestur þeirra Mr. og Mrs. Charlie Niel- sen, Ste. 19 Acadia Appartments. Að því, er fregnir frá London herma, eru nú taldar miklar Hk- ur á, að Bandaríkin og Canada geri herverndarsáttmála við Vestur-Evrópuríkin Bretland, Frakkland, Belgíu, Holland og Luxemburg; þetta mál hefir ver ið all-lengi á döfinni og sætt gaumgæfilegri rannsókn frá ýmissum hliðum; en nú svo að segja alveg nýverið, hafa amer- ískir herfræðingar setið fundi með fulltrúum Vestur-Evrópu- ríkjanna varðandi þetta mál, og mun slíkt hafa hraðað fyrir framkvæmdum; sáttmál^ þessi gildir aðeins 1 því tilfelli að á- minstar þjóðir þurfi að verjast sameiginlega í stríði. Það fylgir sögu, að amerísk hemaðarvöld hafi lagt á það mikla áherzlu hve nauðsynlegt það væri, að Frakk land hefði sem allra öflugastan her vegna legu þess í Evrópu, er jafnan væri viðbúinn til viðnáms ef í harðbakkana slæi. Ekki er unt að segja nánar frá hljómlistarferli þessa unga manns í þessu blaði, því fundum ritstjórans og hans bar eigi saman fyr en blaðið var svo að segja fullbúið til prentunar. Kirkjulíf Vestur-íslendinga kjarni þjóðrœkninnar Samtal við sr. Valdimar Eylands Fyrir nokkru síðan hvarf séra Valdimar Eylands héðan af landi vestur um haf eftir að hafa þjón- að Útskálaprestakalli í eitt ár. — En séra Eiríkur Brynjólfsson prestur af Útskálum er kominn heim frá því að annast embætti séra Valdimars vestur í Winni- peg við Fyrsta lúterska söfnuð- inn þar. — Með þvi að halda slíkum prestaskiftum áfram verður feng in betri trygging fyrir því en á nokkurn annan hátt hefir feng- ist, að holl viðkynning haldist á milli Vestur-lslendinga og heimaþjóðarinnar. Þessi fyrstu prestaskifti hafa tekizt svo vel að mjög mun auðvelt að halda þeim áfram. Séra Valdimar á- vann sér mjÖg miklar og almenn ar vinsældir meðan hann dvaldi hér á landi. Og eftir því sem blöð Vestur-íslendinga herma, hefir séra Eiríkur fengið hinar beztu viðtökur þar. Nokkru áður en séra Valdi- mar hvarf héðán, átti ég tal við hann til þess m. a., að fá nokk-1 urt yfirlit yfir kirkjulíf Islend- inga vestanhafs. En það er hin kirkjulega starfsemi er hefir frá öndverðu verið meginkjarn- inn í samheldni og þjóðrækni landa vorra vestan hafs, sem kunnugt er. Séra Valdimar er maður á bezta aldri. Viðkunnanlegur í viðmóti, hreinskilinn og hrein- skiptinn kemur hann mönnum fyrir sjónir. Hann skýrði mér m. a. svo frá námsferli sínum: í skólum Norðmanna — Eg fór vestur um haf árið 1922. Var þá tilgangur minn að afla mér þar menntunar meðal Vestur-íslendinga en hverfa síðan heim að afloknu námi. Hafði ég einkum hug á því að læra til prests. Eg hafði tekið gagnfræðapróf og stundað nám í tvö ár í lærdómsdeild Mennta- skólans hér heima áður en ég fór. Þegar vestur kom var ég við nám í 5 ár. Lauk ég þar mennta- skólaprófi og guðfræðiprófi. — Gekk ég í menntaskóla Norð- manna í Minnesóta. Norðmenn eru þar fjölmennir og hafa lengi haft þar fjóra menntaskóla. — Hafa margir merkir Vestur-ís- lendingar sótt þessa skóla Norð- manna. Meðal þeirra var dr. Brandson, Hjálmar Bergmann og Barði Skúlason. Er ég hafði lokið guðfræðiprófi, gerðist ég prestur hjá íslenzkum og norskum söfnuðum í N.-Da- kota. Lengi vel var norskan ríkjandi í kirkjum Norðmanna vestra. En nú hefir enskan tekið við fyrir löngu í flestum söfnuð- um þeirra. Á Kyrrahafsströnd Er ég hafði verið prestur hjá Norðmönnum í þrjú ár, flutti ég vestur að Kyrrahafsströnd. — Þjónaði ég þar íslenzkum söfn- uðum í Blaine og Point Roberts, og enskum söfnuði í Bellingham, Washingtonríki. í Blaine er öflug bygð íslend- inga. Þeir hafa haft íslenzka kirkju þar síðan árið 1912 og þar eru nú tvær íslenzkar kirkjur. Eg starfaði þar í Lúterska kirkju félaginu. Er það frekar öflugur félagsskapur. I Blaine er nú að koma upp reisulegt elliheimili fyrir Islendinga. Tveir forystumenn eru þar helstir meðal Landa. Sr. Albert Kristjánsson, er hefir verið leið- togi fyrir frjálslynda söfnuðinn og Andrés Daníelsson er var þingmaður fyrir Washington- ríki í 12 ár. — Mikilhæfur mað- ur. Eg var í sjö ár í borginni Bell- ingham á Kyrrahafsströnd. Er hún álíka stór og Reykjavík. — Bæjarbúar stunda þar fiskveið- ar, timburverzlun og samgöng- ur á sjó. Efiirmaður Björns B. Jónssonar Þaðan fór ég árið 1938 og gerð ist aðstoðarprestur séra Björns B. Jónssonar, er var prestur Fyrsta lútherska safnaðarinS í Winnipeg. Hann var einn fremsti kennimaður meðal Vestur-ís- lendinga, bróðursonur Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. Er ég kom til Winnipeg var séra Björn farinn að heilsu. Andaðist hann nokkrum mánuðum síðar. Var ég síðan kjörinn eftirmaður hans. — Hve margir eru í þessum söfnuði? — Þétta er langstærsti söfnuð urinn meðal Vestur-íslendinga, alls eru sóknarbörnin talin um 1500. — Sexlíu söfnuðir — En hve margir eru hinir ís- lenzku söfnuðir í Vesturheimi alls? — Þeir eru samtals um 60 í báð um kirkjufélögunum. En ég geri ráð fyrir að í þeim séu sam- tals 9—10 þús. manns. I Lút- herska kirkjufélaginu um 7 þús. manns í 40 söfnuðum. Allur kostnaður safnaðanna er fenginn með frjálsum samskot- um sem kunnugt er. Það gefur að skilja, að útgjöld þeirra, sem leggja af mörkum til safnaðar- starfseminnar, eru talsvert til- finnanleg, þar sem söfnuðurnir allir eiga sínar kirkjur, er þeir hafa bygt af eigin fé, auk þess sem þeir borga prestunum laun þeirra. Á báðum fungunum Kirkja Fyrsta Lútherska safn- aðarins í Winnipeg var bygð 1914. Byggingarkostnaður henn- ar varð um 100 þús. dollarar. — Tiltölulega fáir menn lögðu fram meginhluta þessa kostnaðar. — Urðu framlög manna sem stór- tækastir voru, hátt í 10 þús. doll- arar. Allmargir lögðu fram 2—5 þús. dollara. Söfnuður þessi er einn elsti meðal Islendinga vestan hafs, stofnaður fyrir rúmlega 70 ár- um. Á hverjum sunnudegi er messað í kirkju hans í Winnipeg á íslenzku og ensku. Safnaðar- fólkið er yfirleitt kirkjurækið, en fyrir alllöngu síðan varð að láta guðsþjónusturnár líka fara fram á ensku, vegna þess hve margir í söfnuðinum gátu ekki haft not af íslenzku messunum. Allmargt af ensku fólki hefir gengið í söfnuðinn, meðal annars vegna þess, að það er venslað og tengt íslendingum, eins og eðli- (Frh. á hls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.