Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. SEPTEMBER, 1948
--------Hogtierg--------------------
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG
>95 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenúe, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as-Socond Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Kirkjuráðsfundur
Svo að segja nýverið er um garð geng
inn kirkjuráðsfundur í borginni Amster
dam í Hollandi, sem flestar deildir mót-
mælenda kirkjunnar vítt um heim stóðu
að; bar þar, eins og vænta mátti, eitt
og annað markvert á góma, er tilefni
gefur til alvarlegra íhugana, ekki ein-
asta varðandi eilífðarmálin, heldur og
engu síður viðhorf mannfélagsmálanna
í heild; svo átti þetta líka að vera, því
vakandi kirkja á ekki að láta sér nein
menningarmál óviðkomandi.
Fundurinn lýsti yfir ákveðinni and-
stöðu við kommúnismann, að minsta
kosti frá trúarlegu sjónarmiði séð, með
því að forkólfar hans efuðust um til-
veru Guðs og teldu kenningarnar um
handleiðslu hans þar af leiðandi firrur
einar; það vildi fundurinn að skildist
svo eigi yrði um vilst, að þó hann væri
andvígur kommúnismanum, væri eng-
an veginn þar með sagt, að hann legði
skilyrðislausa blessun sína yfir kapi-
talismann, er árum og öldum saman
hefði auðgað sjálfan sig á svitadropum
hinna vinnandi stétta, þó í þessu efni
hefði nokkuð breyzt til hins betra frá
því á 19. öldinni. Fundurinn lagði ríka
áherzlu á virðuleik mannsins, sem ein-
staklings, og að hann yrði eigi notaður
sem viljalaust verkfæri í þjónustu póli-
tísks eða fjármunalegs áhrifavalds. í
niðurstöðum sínum komst fundurinn
meðal annars þannig að orði:
“Maðurinn er ekki skapaður fyrir
ríkið, heldur ríkið fyrir manninn; mað-
urinn er heldur ekki skapaður fyrir
framleiðsluna, heldur er framleiðslan
sköpuð fyrir manninn. Samfélag nútím-
ans krefst þess, að maðurinn sé frjáls;
að hann njóti réttar til þess, að finna að
veilum í stjórnarfari og stuðla að
stjórnarskiptum ef svo býður við að
horfa; að hann í öllu sé ábyrgur þjóðfé-
lagsþegn, og að fullur jöfnuður, andlegs
og efnahagslegs eðlis, ríki hvarvetna í
þjóðfélaginu”.
Þetta er góð vísa, sem aldrei verður
of oft kveðin, og hún þarf engu síður að
kveðast í kirkjunni en utan hennar, ef
vel á að vera.
♦ ♦ ♦
Nýr utanríkismálaráðherra
Síðastliðinn laugardag gerði King
forsætisráðherra það lýðum ljóst, að
Mr. Lester Pearson hefði tekist á hend-
ur forustu utanríkismálanna í stjórn
landsins; .verður hann því eftirmaður
Mr. St. Laurents sem utanríkismálaráð
herra. —
Mr. Pearson er þjóðkunnur maður á
vettvangi utanríkismálanna; hann hef-
ir gegnt sendiherraembætti í Washing-
ton af hálfu hinnar canadisku stjórnar,
átt sæti á þingi sameinuðu þjóðanna og
gegnt aðstoðar utanríkismálaráðherra
embætti um nokkurt skeið; hann er lög
fræðingur að sérmentun og hlaut náms
styrk til framhaldsnáms við Oxford há-
skókla; hann hefir aldrei áður gefið sig
við pólitík, og kemur nú í skjótri svip-
an alvængjaður inn í ráðuneytið.
Mr. Pearson er 51 árs að aldri, og
hann verður að leita sér þingsætis; en
til þess að greiða úr þeim vanda, hefir
þingmaður East Algoma kjördæm-
isins í Ontario, verið skipaður í
Senatorsembætti, og við það losn-
aði kjördæmið; nú hcfir svo skipast til
að Mr. Pearson leiti þar þingsætis, og að
aukakosning fari þar fram þann 24.
október næstkomandi; hvort fleiri verði
þar í kjöri, er enn á huldu, þó líkur þyki
til að C. C. F.-sinnar muni hafa huga á
að freista þar gæfunnar.
Með vali Mr. Pearsons til ráðherra-
tignar, hefir aðstaða Liberalstjórnar-
innar, eins og raunar Liberalflokksins í
heild, styrkst til muna, og spáir slíkt
góðu um sigursæld Liberala í næstu
sambandskosningum.
Orð lék á því ekki alls fyrir löngu, að
Garson forsætisráðherra í Manitoba,
yrði tekinn inn í sambandsstjórnina
sem dómsmálaráðherra; þetta hefir
enn eigi verið gert, og bíður auðsjáan-
lega þess tíma, er Mr. St. Laurent
myndar hið fyrsta ráðuneyti sitt í
nóvember mánuði næstkomandi.
♦ + -r
Dægurmál .
Oft vai ég að því spurður á dvalar-
tíð minni á íslandi, hverjar væri horfur
með viðhald íslenzkrar tungu og menn-
ingar í Vesturheimi. Er gott til þess að
vita að margir áhugamenn þar láta sig
þetta mál nokkru varða, og svna einnig
í verkinu að þeim er það alvörumál að
við hér vestra stöndum okkur þjóðernis
lega sem bezt og sem lengst. Eg svaraði
fyrirspurnum þessara góðvina á þá leið
að hér væri harðsnúinn flokkur ein-
lægra áhugamanna sem stæðu ár-
vakrir á verði um öll menningarmál okk-
ar, og vildu í engu slaka á klóinni, enda
þótt sýnt væri að baráttan. harðnaði
með hverju ári. Þeim, sem efagjarnir
voru á að íslenzkt mál og menning gæti
haldist við hér vestra mikið lengur,
benti ég oft á, að íslenzku vikublöðin
héldu enn í horfinu eftir meira en sex-
tíu ára starf, að engin ellimörk væri enn
sjáanleg á þeim, það væri síður en svo
að þau væru í dauðateygjunum. Benti
ég um leið á það sem alment er viður-
kent að blöðin okkar hér hafa verið, og
eru enn, einn helzti menningarlegi
tengiliðurinn milli okkar sjálfra hér
vestra í dreifingunni miklu, og svo milli
okkar og heimaþjóðarinnar.
Ef til vill hefi ég tekið of djúpt í árinni.
Engin ellimörk á blöðunum? Engar
dauðateygjur?
Eg gæti tæplega sagt hið sama nú,
ef ég færi til íslands öðru sinni. Enda
þótt ég staðhæfði slíkt, hefði það litla
þýðingu. Blöðin sýna það nú sjálf að þau
eru orðin ellimóð, að þau bera dauða-
meinið í brjóstinu. Undanfarnar vikur
hafa þau verið að vara lesendur sína
við því sem koma mun. Eða hvernig er
hægt að skilja það öðru vísi að nú upp
á síðkastið hafa þau verið að engjast
sundur og saman á víxl, og menn eru
nú farnir að reikna út með sjálfum sér,
hvenær þau komi út heil eða hálf.
Hefir Vestur-íslenzkur almenningur
verið spurður ráða í þessu efni? Eða
eru það aöeins örfáir menn í Winnipeg
sem ákveða hversu lengi íslenzku blöð-
in eiga að haldast við í Vesturheimi?
Þetta mál er svo íturvaxið, og úrslit
þess svo örlagarík fyrir alla Vestur-ís-
lendinga, þótt ekki sé lengra fa,rið, að
til þess að afgreiða það, þarf hvorki
meira eða minna en alþjóðar atkvæði
meðal þjóðarbrotsins hér vestra. ís-
lenzkur almenningur hér vestra, þarf
að undanfarinni rólegri athugun, að
gera upp við sjálfan sig, hvort ekki er
tímabært að fá eitthvert skáldanna til
að yrkja erfiljóð okkar Vestur-íslend-
inga, svo eintök þess geti þó náð til okk-
ar allra áður en blöðin falla!
Hér er um mál að ræða sem Þjóð-
.ræknisfélag íslendinga í Vesturheimi
mætti vel láta til sín taka. Stjórnar-
nefnd þess gæti snúið sér til hinna
ýmsu deilda félagsins víðsvegar og
fengið þær til að ræða málið á sérstök-
um fundum, sem svo létu í ljós álit sitt
og tillögur. Við megum ekki lognast út
af þegjandi og hljóðalaust. Almenning-
ur meðal fólks okkar hér vestra hefir
oft áður brugðist vel við og bjargað
sóma og metnaðarmálum okkar. Eg hefi
þá trú að svo muni enn fara ef til þess
er leitað, og það skilur glögglega hvað í
húfi er. Grundvallaratriðið er þetta: —
Eigum við að hætta við að vera íslend-
ingar?
V. J. E.
♦ ♦ ♦
Verðmætasta innstæðan
Á yfirstandandi tíð, kemur víst flest-
um saman um það, þótt skoðanir séu
á mörgum sviðum þjóðfélagsins, harla
skiptar, að verðmætasta innstæða
hverrar þjóðar, sem er, sé heilbrigð og
djarfmannleg æska, því það sé hún, sem
eigi að erfa landið. Nú hefir heilbrigðis-
málunum miðað þannig áfram fyrir at-
beina stjórnarvalda og ■ læknavísinda,
að fyrirbyggja má mörg mannanna
mein, ef ekki langflest, sé ráð í tíma
tekið; nú er meðal annars þannig kom-
ið, að nákvæm heilsufarsrannsókn fari
fram í öllum barnaskólum til verndar
heilbrigði æskunnar; með þessu er stig-
ið mikilvægt spor í áttina til heillavæn-
legs þjóðarþroska.
læknir Guðríði Jóhannsdóttir,-
ekkju eftir Magnús Þórðarson
frá Rauðhólum. Þeim hjónum
varð eins sonar auðið, Níelsar
Lambertsen, sem misti föður
sinn, þegar að hann var ársgam
all — 1891 — og móður sína þeg-
ar hann var sjö ára — 1898, —
en fór þá til móðursystir sinnar,
sem gekk honum síðan í móður
stað. Hann er nú vélameistari í
Astoria í Oregon í Bandaríkjun-
um, mesti myndar- og dugnaðar
maður.
Þau Lambertsen og Guðríður
tóku og eitt fósturbarn. Magda-
le'nu Lambertsen, sem dó sama
árið og fósturmóðir hennar 1898.
Minning merkra hjóna
“Sá er munur á sönnu
og lýgi,
að sannleiksbarn,
fær líf úr hjarni”.
Við fáa menn, eða minningar
fárra manna, eiga þessi orð
Matthíasar betur, en minning-
una um Níels læknir Lambert-
sen, hinn einkennilega og gáf-
aða hjarnsmann, sem kom hing-
að vestur til Winnipeg á hinum
tilfinnanlegustu hjarnsárum ís-
lendinga í þessari álfu 1885. —
Hann útskrifaðist með sóma úr
latínuskólanum í Reykjavík
1879, sigldi það sama ár til há-
skólans í Kaupmannahöfn og las
þar lög í eitt ár, en varð að hætta
því námi sökum fjárskorts að
því loknu, og hvarf þá aítur
heim til íslands og las læknis-
fræði í þrjú ár í Reykjavík, en
tók ekki fullnaðarpróf í þeirri
fræðigrein. En 26 ára gömlum
skapar örlaganornin manni þess-
um þau kjör, að hann verður að
snúa baki við ættlandi sínu, sem
hann þó unni, og halda út í heim,
hryggur í huga og sár í sinni.
Útlegðarárin urðu ekki mörg,
aðeins sex ár, en þau eru þrung-
in af söguríkum viðburðum og
sólríkum endurminningum um
þennan merkilega mann.
Það er á það bent hér að fram-
an, að Lambertsen læknir hafi
ekki lokið fullnaðarprófi við
læknaskólann í Reykjavík og
því ekki náð því lærdómsstigi
sem krafist er af slíkum mönn-
um, áður en þeir takast hina á-
byrgðarmiklu stöðu á hendur og
undir vanalegum og eðlilegum
ástæðum var ekki nema um
tvent að ræða fyrir Lambertsen,
er hingað kom — að ljúl/a fulin-
aðarprófinu hér, eða hætta við
að verða læknir. En hann gerði
hvorugt — hann ruddi sér veg,
með þekkingu sinni, gáfum og
skapgerð fram í fremstu röð
lækna þeirra, sem þá voru hér í
Winnipeg og naut virðingar og
tiltrú þeirra, á svo háu stigi, að
þegar um mestu vandamál þeirra
var að ræða, var álits hans tíð-
um leitað, og dómgreind hans,
þekkingu og skarpskygni treyst.
Hann kendi og læknum hér um
slóðir að þekkja sullaveikina,
sem að svo hinn mikilhæfi og
nafnkunni læknir Ferguson, varð
þjóðkunnur fyrir að útbreiða
þekkingu á. En þó að Níels
Lambertsen læknir sómdi sér
vel á meðal hinna tignustu emb-
ættisbræðra sinna, þá er það
mála sannast, að spor hans flest
lágu um hjarngötur hins ný-inn-
flutta ættfólks síns í Winnipeg.
Að létta raunir þess, að lækna
mein þess, að lyfta vonum þess
upp frá frumbýíishjarninu og
upp í sólríkari lendur sumarsins.
Það voru verk Níels læknis
Lambertsen og að þeim vann
hann trúlega nótt og dag, sumar
og vetur, án þeSs nokkurn tíma
að biðja um borgun, þó hann
sjálfur liði skort.
Níels Lambertsen var fjölhæf
ur maður. Hann var völundur í
höndunum til hvers sem að
hann vildi beita þeim, smiður
ágætur bæði á járn og tré. Hann
var söngmaður mikill. Röddin
fögur og hljómrík, og hann not-
aði hana óspart, löndum sínum
til ánægju og aðdáunar.
Lambertsen læknir var ýtur-
mannlega vaxinn, rösklega með-
almaður á hæð, snar í hreyfing-
um og fjörmikill. Augun tinnu-
dökk og blikandi. Hárið mikið
og svart. Andlitssvipurinn
hreinn og andlitsblærinn bjart-
ur, sem mikið dökkt yfirskegg
gjörði enn bjartari.
Skapgerð Níels læknis var
næsta einkennileg, eins og mað-
urinn sjálfur. Hún var hrein,
djörf 'og ákveðin. Skapstór og
orðhvass gat hann verið, ekki
sízt þegar að honum fannst
mönnum eða málefnum misboð-
ið, en sú afstaða hans var æfin-
lega sprottin frá næmri réttlætis
tilfinningu, en aldrei af fordild,
og það einkennilega var, að hann
var alveg eins þungorður og
hlífðarlaus, þegar að hann sjálf-
ur. átti í hlut, eins og þegar við
óviðkomandi menn var að eiga.
Um hreinskilni hans, segir Dr.
Jón Bjarnason í ræðunni sem kð
hann flutti yfir honum látnum,
semað þekti Níels læknir allra
manna bezt: “Og hreinskilinn
var hann; hann var svo barns-
lega hreinskilinn, og þó um
hans eigin galla væri að ræða,
að maður gat orðið algjörlega
forviða. Og hvað hann sem ann-
ars talaði, alt sem honum datt í
hug, stundum líka ógætilega og
kuldalega, var hann alveg laus
við að vilja meiða nokkurn mann
með orðum sínum”.
Árið 1889 Kvongaðist Níels
I fimtíu og sjö ár hefir gröf
þessa fjölhæfa og einkennilega
íslendings verið á meðal hinna
ómerktu og óþektu grafa í hinum
mikla dauðra manna reit —
Brookside-grafreitnum utanvert
við Winnipegborg. Grasið hefir
grænkað á henni á vorin og
fölnað á haustin, en enginn vit-
að hvar hún var, þar til nú að úr
þessu hefir verið bætt, og sæmi-
legur steinn reistur á gröf þeirra
hjóna Níelsar og Guðríðar Lam-
bertsen, og hefir hinn vinsæli og
vel þekti útfararstjóri, Arin-
björn S. Bardal gengist fyrir
því, og að sjálfsögðu lagt fram
fé úr sjálf síns sjóði til þess, en
þó skal þess getið, að skömmu
eftir að Lambertsen dó, gekkst
kona hér í bænum, sem nú er dá-
in, kona Vagns Eyjólfsson Lund,
fyrir samkomuhaldi til minnis-
varðasjóðsstofnunar á leiði lækn
isins, en arðurinn af þeim sam-
komum, sem voru tvær, varð að-
eins $14.50. Einn maður hr. Þor-
grímsson í Keewatin, Ont., varð
til þess að bæta $5.00 við þá upp-
hæð, svo sjóðurinn varð í allt
$19.50. Með þessari upphæð,
vöxtunum af henni og því sem
vantaði frá' sjálfum sér, hefir
Arinbjörn nú reist minnisvarð-
ann á gröf Lambertsen læknis,
sem myndin er af hér að ofan.
J. J. B.
Staddir voru hér í borginni í
fyrri viku, þeir Gunnar Sæ-
mundsson og G. O. Einarsson
frá Árborg.
*
Séra Halldór E. Johnson frá
Lundar var í borginni á þriðju-
daginn. —
Home Owners!
i Why put up with smoke, dust or
' gas from your old furnace when
you can enjoy clean, economical
heat from one of our—
"NEW RELIABLE"
ALL STEEL FURNACES
(Complete with Galvanized Castings)
Suitable for any type of coal or wood
—also very efficient for stoker or oil
burner conversion, later.
® No repairs necessary for years.
* Trade-in allowance for your
furnace.
Installations arranged and
guaranteed hy:
Green's Slove & Foundry Ltd.
1030 ARLINGTON ST. PHONE 28 900
ll»'
GRIPIÐ TÆKIFÆRIÐ
Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er
háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt
það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar
mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum
lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business
College. Það verður nemendum til ómetanlegra
hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög-
bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið.
Þau fást með aðgengilegum kjörum.
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
IHE COLUMBIA PRESS LTD.
695 SARGENT AVENUE
WINNIPEG.