Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
16. SEPTEMBER, 1948
7
Ey ðimerku rkonungurinn
sem hefir lokið upp dyrunum
fyrir olíukóngunum
Efíir Georg Washmuih Sejersted
Vaknið þið sem sofið
í allri Norður-Afríku, Egipta-
landi, Palestínu, Sýrlandi, íran
og Tyrklandi, er Múhameðstrú
ríkjandi, og um langan aldur hef
ir trú þessi staðið í vegi fyrir
nýtízku þróun í fjármálum og
stjórnmálum þessara landa. Alt
öðru máli er að gega um Saudi-
Arabíu, sem ekki er einungis alt
annar heimur en vor — heldur
einnig annar heimur en hin ná-
lægari Austurlönd. í Arabíu
gætir áhrifa Islams meira en
nokkurs annars bæði í opinberu
lífi og hjá einstaklingum. — I
Arabíu ríkir Kóraninn, og Ibn
Saud er hinn hái verndari
Islams. Boðorð Allah og spá-
mannsins eru grundvöllur als,
sem gildi hefir í lífinu, hvort
sem það er efnislegs eða andlegs
eðlis. —
Nú á'dögum er Arabía ekki
lokað land eins og hún var fyrir
nokkrum árum — eða rétt fyrir
síðustu heimsstyrjöld. — Hinar
víðáttumiklu eyðimerkur og
tignarlegu fjalllendi verða að
láta af hendi hina huldu fjár-
sjóðu sína, hinn voldugi Ibn
Saud hefir stigið út úr miðalda-
menningunni. Hann hefir lokið
upp hliðinu í hálfa gátt fyrir út-
lendingunum, og lyft blæjunni,
sem huhldi auðæfi landsins, lítið
eitt frá. Ennþá eru samt miklar
víðáttur, sem ná yfir 2.420.000
ferkm. jafn leyndardómsfullar
og órannsakaðar sem á tímum
kalífanna.
Stjórnkænir Bretar, framtaks
samir Ameríkumenn og þeldökk
ir Bedúínar hafa “shaked
hands” og vinna í sameiningu að
því að lokka fram hið fljótandi
gull eyðimerkurinnar í Hasa við
Persaflóann, og “hinn þétta
leir” úr fjöllunum hjá Bouhran.
Gullnámurnar hjá Bouhran
voru fundnar þegar á tímum
Salómós konungs. Múhameð
spámaður eftirlét þær á sínum
tíma í arf til hins trygga læri-
sveins síns, Bilal ibn Harith al
Mauzani ,og síðar voru þær
nefndar Bani Suleiman-nám-
urnar eftir þjóðflokki, er hafði
heimkynni sín skammt frá þeim.
í þessum námum Salómós var
svo hafin vinnsla á ný fyrir
9 árum síðan af félaginu “Saudi
Arabian Mining Syndicate” með
amerísku fjármagni og aðstoð.
Og í Hasa við Persaflóa, þar sem
fámennt fiskiþorp var fyrir
nokkrum árum, er nú hávaða-
samur amerískur bær í grennd
við auðugustu olíulindir heims-
ins. Þar getur nú að líta nýtízku
hafnarmannvirki, gnæfandi
krana, birgðageymslur, pípu-
leiðslur og herskarar af amerísk-
um bílum og Ameríkumönnum,
sem vinna hjá “Arabian Ameri-
can Oil Co.” — Arabísk Amer-
íska olíufélagið. — Fyrir aðeins
tíu árum síðan var Hasaströixd-
in ósnortið eyðimerkursvæði,
lokað fyrir kristnum mönnum,
öldóttir sandflákar, sem ljóm-
uðu í fjölbreyttu litskrúði við
sólaruppkomu og sólarlag, unaðs
fagrar vinjar, Jítil arabísk sveita
þorp og fiskiver, skuggaleg
virki hér og þar með turnum og
skotraufum — og árþúsunda
gamlar rústir. Þegar nú hinn
frjálsi og stolti eyðimerkurbedú-
íni kemur ríðandi á úlfalda sín-
um frá landi hillinganna og
heilsar hvítu mönnunum frá
Texas eða Chicago með ávarp-
inu “Sala am es alaikum”, svara
þeir honiun gjarnan á sína vísu
með sínu kumpánlega “O. K.,
boy”.
Hversu víðátiumikil eru
olíusvæðin?
Bahreineyjarnar liggja hér um
bil í miðjum Persaflóa, sem er
rúmlega 1000 km. langur — helm
ingur af Rauðahafinu. — Eyj-
arnar eru átta talsins og eru að
flatarmáli 650 ferkm. með 120
pús. íbúa. Þær eru einnig nefnd-
ar Perlueyjar, því að úti fyrir
ströndunum er mjög auðugt af
perluskel. Meira en 1000 bátar
með 15.000 kafara innanborðs
stunda þarna perluveiðar, og er
afraksturinn eftir árið um 20
millj. króna virði. Og svo hefir
ein auðlindin enn bætzt við —
olían. —
Hví skyldu ekki neðanjarðar
olíulindir Irans og Iraks, jarð-
fræðilega séð, liggja áfram suð-
ur arabísku ströndina milli El-
Koweit og Bahreineyjanna? —
Það var þessi spurning, sem
brezki höfuðsmaðurinn Holmes
var að velta fyrir sér fyrir nokkr
um árum, og 1931—’32 fann
hann raunar olíu á Bahrein. Svo
komu Ameríkumenn þangað ár-
ið 1932 með nóg fjármagn, og
það kom í ljós, að þarna voru
mjög auðug olíulindasvæði. —
Þremur árum eftir að fyrst var
farið að bora, var framleiðsian
orðin milljón tunnur, og stöðugt
finnst meiri og meiri olía.
Að vissu leyti tilheyrir olían
Ameríkumönnum, en pólitískt
séð eru yfirráðin í höndum
Breta, því að árið 1861 gerðu
þeir vináttusamning við Ataiba-
þjóðflokkinn, þar sem svo er
ákveðið, að eyjarnar skuli vera
sjálfstætt ríki undir brezkri yf-
irstjórn. Að vísu hefir “Texaco”
haft þarna olíuhreinsunarstöð
síðan 1937, en brezki flotinn hef-
ir alger forréttnidi um olíutöku
til sinna þarfa. Ein af eyjunum,
Moharraq, er viðkomustaður og
áfyllingarstöð fyrir flugvélar
á leið til Indlands og Austur-
Asíu, og flugstöðin þar er ein
hinna stærstu og fullkomnustu
í heimi. Og á aðaleyjunni, Mana
mah, hefir R. A. F. gert stóra
og fullkomna flugstöð. Og ekki
er skortur á góðu drykkjar
vatni. Ekki er annað en að sigla
langt til hafs í Persaflóa og fylla
vatnsgeymana frá uppsprettum,
sem eru undir hafsbotni.
%
Mesiu olíulindir í heimi
Og nú hefir fundizt olía inni á
sjálíu meginlandi Arabíu, í
Hasa, og það eru auðugustu olíu-
lindasvæði, sem fundizt hafa
fram til þessa. “Standard Oil of
California“ og “The Texas
Company” — Texaco — hafa
fengið vinnsluréttindi í Hasa, og
Ibn Saud konungur hefir selt
þessum félögum á leigu hluta af
eyðimerkurlandi sínu, þar sem
olíusvæðin eru. Árið 1937 sam-
einaðist “Standard Oil Co. of
California” “Texaco” og var
myndað félagið “Arabian
American Oil Co”. í desember
1946 gerðu Ameríkumenn og
Englandingar með sér samkomu
lag um olíu, sem vakti mikla at-
hygli, og er Ameríkumönnum
þar heimilað að kaupa mikið
magn hráolíu af “Anglo Irani-
an”. Með samkomulagi þessu
fanst Frökkum þeir vera settir
hjá og töldu, að ráðstöfun þessi
færi í bág við samkomulagið frá
1928. Með samningunum 1946
hófst náin samvinna milli Breta
og Bandaríkjamanna um olíu-
vinnslu, og miklar olíuleiðslur
voru lagðar frá olíusvæðunum
til Miðjarðarhafsins. Þremur
mánuðum síðar — marz í fyrra
— gerði “Arabian American Oil
Co.” samning um byggingu
1600 km. langrar olíuleiðslu frá
Persaflóa til Miðjarðarhafs. —
Verður þetta ein af mestu og
dýrustu olíuleiðslum, sem sögur
fara far, og er áætlað að mann-
virkið muni kosta meir en 500
millj. króna. Ameríska öldin
hefir haldið innreið sína á aust-
urhelming jarðar.
Og Saudi-Arabía er farin að
fylgjast með. Meira en 255000
km. langar bifreiðaslóðir liggja
nú um hinar þurru eyðimerkur
og hrjóstugu fjöll. Pílagrímar
á leið til Mekka og Medína ferð-
ast í stórum langferðabifreiðum.
Milli allra stærstu vinja er nú
hægt að fara í bifreið á einum
degi, og hin 1000 km. langa úlf-
aldaleið milli Persaflóa og
Rauðahafs — sem höfundur
greinar þessarar var heilt ár að
fara á úlföldum árið 1934 — er
nú farin með bifreiðum í stáð
úlfalda. Erlendar flugvélar koma
við í Saudi-Arabíu við Rauða-
hafið og á ströndum Persafló-
ans. í Djedda í Hedjaz hafa
fjögur brezk flugfélög viðkomu
vikulega. Og nýlega hefir Ibn
Saud látið gera flughöfn skammt
frá höfuðborg sinni Riads. —
Riads er rammlega víggirt. Mitt
í eyðimörkinni gnæfir hún með
útvarpsstöngum sínum, döðlu-
pálmum og virkismúrum. — Og
ennþá ber Masmak-virkið menj
ar eftir orrustuna, þegar hinn
ungi Ibn Saud gerði áhlaup á
virkið með örfáum eyðimerkur-
riddurum árið 1901, drap land-
stjórann og kallaði Bedúína
eyðimerkurinnar undir merki
sitt. Þetta áhlaup varð upphafið
að veldi hans. Ibn Saud hefir að-
setur sitt í konungshöllinni og
stjórnar þaðan eyðimerkurríki
sínu, þar hefir hann um sig hið
fræga lífvarðalið sitt frá Nedjed
ásamt sjeikum sínum og emír-
um. —
Ibn Saud heimsækir
olíulindasvæðið
Fyrir nokkrum mánuðum
bauð “Arabian American Oil
Co.” konunginum í heimsókn
til olíulindasvæðanna hjá Dha-
hran í Hasa. Hann fór frá höfuð-
borginni í einkaflugvél, sem
Roosevelt forseti hafði gefið hon
um. I fylgd með honum voru 13
af 31 sonum hans, og eins marg-
ir af hinni konunglegu hirð og
hægt var að koma fyrir í sex
öðrum flugvélum.
í Dahran kom bandaríski
sendiherrann r Saudi-Arabíu,
Rives Childs, til móts við hann.
Síðan var konunginum ásamt
fylgdarliði hans boðið til veizlu
hjá Arabahöfðingja einum þar í
grenndinni. Veizlan fór fram að
góðum og gömlum eyðimerkur-
sið. Menn sátu með krosslagða
fætur umhverfis stóreflis föt,
sem full voru af sauðakjöti, kjöti
af úlfaldakálfum, hrísgrjónum,
hænsnum, kryddi, úlfaldamjólk,
döðlum og fleira góðgæti. —
Vitanlega borðuðu menn með
fingrunum — þ. e. a. s. með
hægri hendi, en þrælar þógu
gestunum öðru hvoru með
vatni úr silfurkönnu. Vinstri
höndin er talin óhrein — með
henni þvær maður líkama sinn.
Þannig stendur það í Kóranin-
um. —
Svo bauð Olíufélagið til veizlu
og nú varð konungurinn og lið
hans að sitja til borðs að amer-
ískum sið, borða með hníf og
gafli vestræna rétti, svo sem
buff, kjúklinga o. s. frv.
I
Konungurinn vildi búa
í tjaldi sínu
í þá fimm daga, sem konung-
urinn dvaldi á olíusvæðinu,
hafnaði hann eindregið að búa í
gestaheimili við nýtízku þæg-
indi. Hann svaf í hinu sex skifta
tjaldi sínu um nætur, og þar
veitti hann þegnum sínum á-
heyrn. Þangað komu ríkir og
fátækir úr langri fjarlægð til að
sjá herra sinn og drottinn, þar
sem hann sat í tjaldi sínu og
hafði um sig sterkan lífvörð
herskárra og glæsilegra Bedú-
ína. —
“Arabian American Oil Co.”
gerði allt sem það gat til að
i þóknast konunginum, og til þess
höfðu þeir gildar ástæður. —
Landið, sem þeir voru að bora,
var hans eign, þeir höfðu það
aðeins á leigu. Félagið hefir
lagt að minnsta kosti 200 millj.
dollara í fyrirtækið, enda er það
orðið risafyrirtæki. Ekkert er
sparað til þess að gera lífið eins
ljúft og unnt er fyrir starfsmenn
ina og fjölskyldur þeirra í þessu
arennheita landi. Þarna eru
loftkældar íbúðir, kvikmynda-
hús, golfvellir, tennisvellir o. fl.
Það er heldur ekkert smá-
ræði, sem leigan eftir þessi auð-
ugu olíusvæði mun gefa af sér í
ríkissjóð Saudi-Arabía áður en
langt líður. Sem stendur er
dælt upp 200 þús. tunnum dag-
lega, og konungurinn fær 22
cent af hverri tunnu. Þetta
verða 44 þús. dollarar á dag,
enda er þetta aðaltekjulind
ríkisins ásamt með tekjum af
pílagrímum.
Konungurinn skoðar olíu-
brunnana, borturnana, hreins-
unarstöðvarnar og aðra vél-
tækni. Hann ferðast niður að
ströndinni og skoðar þar amer-
ískt olíuflutningaskip, sem var
komið frá Guam-eyju til þess að
sækja farm arabiskrar olíu. —
Hann skoðaði ennfremur amer-
ísku flugstöðina, sem gerð er
eftir fyllstu kröfum nútímans
og kostaði meira en 3 milljónir
dollara, og loks skoðaði hann alla
skálana og húsin, sem reist hafa
verið fyrir hina arabisku verka-
menn. Olíufélagið hefir ekki
einungis veitt þessari hirðingja-
þjóð þægileg húsakynni með
loftkældum herbergjum heldur
einnig miklar og stöðugar tekj-
ur. En hvaða áhrif þessi mikla
bylting mun í framtíðinni hafa
á þessi börn eyðimerkurinnar
veit ekki einu sinni Ibn Saud.
En hann sýndi þó strax afstöðu
sína gagnvart vestrænum venj-
um, þegar hann kaus heldur að
búa í tjaldi sínu en við þægindi
vesturlandabúa.
Konungurinn veitir vestrænum
konum áheyrn
Og svo skeði nokkuð, sem
vakti skelfingu um alla Arabíu
— nokkuð, sem ekki átti sér
hliðstætt dæmi í arabiskri sögu.
Konungurinn brá í fyrsta
skipti á ævinni ævafornri og
helgri venju gagnvart framandi
konum — einkum evrópskum
konum.Abdul Azizi ibn Abdur
Rahman al Feisal al Saud á nú
31 son og svo margar dætur, að
enginn vandalaus veit tölu
þeirra. — Dæturnar eru heldur
ekki taldar með afkomendum,
það eru aðeins synirnir, sem
teljast Arabar. — Og á allri ævi
sinni hefir hann veitt áheyrn
einungis 12 útlendum konum, og
þær urðu samkvæmt fornri
venju að vera huldar þykkri
blæju. Ein hinna síðustu var
hertogafrúin af Athlone, sem
hann veitti áheyrn 1938, og hún
varð að klæðast arabiskum
klæðum og hylja andlit sitt
þykkri slæðu. — Erfðaprinsinum
af Saudi-Arabíu hafði nefnilega
verið boðið að vera við krýning-
arhátíðina í Lundúnum, og nú
þurfti að endurgjalda heimsókn
hans. 1938 sendi brezka stjórnin
hertogann af Athlone, bróður
Maríu ekkjudrottningar, til
Riad ásamt með frú sinni.
Og nú fengu þó nokkrar
amerískar konur, sem giftar
voru starfsmönnum hjá olíufé-
laginu, áheyrn hjá konunginum,
og þær höfðu enga slæðu fyrir
andlitinu. Svo sveimuðu þessar
vestrænu konur umhverfis hinn
65 ára gamla einvalda. En nú
fóru gömlu Arabahöfðingjarnir
að velta því fyrir sér í alvöru,
hvort þetta væri upphafið að
því að afnema hina fornhelgu
venju. —
Fregnin barst eins og eldur í
sinu um alla Arabíu, og allir
fylltust undrunar yfir konungi
sínum og herra: “Quodoukum
Akhtar — Ibn Saud, sem ræður
yfir lífi og dauða, einvaldskon-
ungur yfir Arabíu — brýtur
fornhelgar venjur eyðimerkur-
innar, og veitir áheyrn villu-
trúarkonum með blæjulaus and-
lit------”.
Eg veit ykkur muni ekki þykja
Detta sérlega kurteist ávarp, og
jafnvel ekki sæmandi.
En sjáið þið nú til!
Þann tuttugasta september
næstkomandi, er ákveðið, að
ársfundur íslendingadagsins
verði haldinn í Góðtemplara hús-
inu við Sargent Ave. og nefndin
óskar eftir, að allir sem láta sér
annt um Islendingadags hátíða-
haldið, komi á þenna fund.
Næsta ár er sextíu ára afmæli
íslendingadagsins og það er hug-
mynd nefndarinnar, að kosta
talsvert miklu til fyrir það há-
tíðahald og gera það þannig úr
garði, að það verði öllum Islend-
ingum hér til sóma eða ósóma,
eftir því hvernig því verður ráð-
ið og hagað. Það getur ekki geng-
ið vel með því, að láta nefndina
eina, standa fyrir öllu án þess
að húhn viti nokkuð um hvað
fjöldinn af fólkinu vill.
Ef þið eruð óánægð með starf
nefndarinnar að einhverju leyti,
þá skellið þið allri skuldinni á
hana, en komið ekki á aðalfund
Islendingadagsins til að kjósa í
nefndina og láta álit ykkar í ljós
um, hvernig þið viljið að nefndin
hagi störfum, hvað hún eigi að
gera og hvað hún á ekki að gera.
I þetta sinn verða fimm menn
kosnir í nefndina í stað þeirra,
sem endað hafa tímabil sitt. Þið
verðið að kjósa þessa menn. Að
þessu sinni verður engin útnefn-
ingarnefnd. Kosningin verður
algjörlega í ykkar höndum. En
hún getur ekki verið það, nema
því aðeins, að þið komið á fund-
inn og sýnið vilja ykkar. Fund-
urinn er hafður svona snemma
að haustinu til þess, að næstkom
andi nefnd hafi allan þann tíma
sem hægt er að veita henni til
undirbúnings hátíðahaldsins
næsta ár.
Undanfarin ár, hefir fundur-
inn verið svo illa sóttur, að eng-
in leið hefir verið að kjósa form-
lega menn í nefndina. En það
verður að vera gert nú. Ef þið
sinnið þessu ekki, getið þið ekk-
ert sagt á móti gjörðum nefndar
innar á næsta ári í sambandi við
þetta mikla hátíðahald. Nefndin
getur þá farið sínu fram og þið
verðið þegjandi að gera ykkur
að góðu það, sem hún gjörir, hvað
vitlaust sem ykkur kann að
þykja það og hvað margar þús-
undir dollara nefndinni þóknast
að eyða. Nefndin hefir nú tals-
verða fjárupphæð í sjóði, sem
hún hefir verið að safna til undir
búnings þessa hátíðahalds. Ef
nefndinni skyldi koma til hugar
að eyða þessum peningum óvit-
urlega, að ykkar dómi, í sam-
bandi við undirbúning hátíða-
haldsins, þá getið þið ekkert
sagt við því, ef þið komið ekki
á ársfundinn þann tuttugasta
september 1948.
Það er óhugsandi, finnst mér,
að eftir alt sem íslendingar hafa
gert hér vestra til framkvæmda
og góðs í flestum mannfélags-
málum, að þó þeim sé farið að
fækka, sem fremstir stóðu, að
hinir, sem eftir eru, séu orðnir
svo andlega sofandi og kærulaus
ir, að þeir vilji ekki lengur
sinna því sem .jeynt er að gera
til viðhalds íslenzks þjóðernis
hér í landi, að þeir séu orðnir svo
værukærir, að þeir vilji bara
sofa á frægðarorði þeirra sem
fallnir eru. Helst virðist líta út
fyrir það, því sannarlega fara
engar frægðarsögur af gjörðum
íslendinga í Winnipeg síðustu
árin. Það virðist sem þeir vilji
signa allt og svæfa eilífum
dauða.
Um þetta mætti rita meira, og
þörf væri þess einnig, ef það
skyldi geta rumskað við ein-
hverri sofandi sál, sem hætt er
O-jæja — einnig í Arabíu eru
Rockefeller og Deterding farnir
að hafa áhrif á tímans straum.
Samvinnan.
að sjá dagsmörk íslenzkra áhuga
mála og framkvæmda.
Svo vil ég að síðustu aftur
minna ykkur á, að sækja fundinn
pann 20. þ. m. Ef þið gerið það
ekki, getið þið engum öðrum um
kennt en ykkur sjálfum, ef illa
tekst til með hátíðahaldið næsta
sumar. —
Davíð Björnsson
ritari
íslendingadagsnefndarinnar.
Dánarfregn
Miðvikudaginn, 1. sept., and-
aðist Wilfred Ernest Johnson, að
Silver Bay, Man. Hann var
fæddur í Winnipeg 7. jan., 1912.
Foreldrar hans eru þau hjónin
Arni og Jónína Margrét Johnson,
bæði á lífi. Árið 1915 fluttu þau
frá Winnipeg til Langruth og
þremur árum siðar til Silver
Bay, við Manitobavatn, þar sem
heimili þeirra hefir verið síðan.
Fjölskyldan var stór: 7 synir og
4 dætur. Wilfred var elzti son-
urinn. Reyndist hann heimilinu
drengur hinn bezti, vann því,
með ósérhlífni og árvekni, alt
það gagn sem honum var unt. —
Hann var góðum gáfum gæddur,
sæmilega mentaður, ágætismað-
ur í hvívetna. Hann ávann sér
traust og virðingu allra, sem
kyntust honum. Sterkur kær-
leikur tengdi hann ástvinunum:
foreldrum, systkinum og tengda
fólki. Hann unni þeim og þau
honum hugástum. Við burtför
hans fyllir djúp sorg huga allra
hinna nánustu og mikill göknuð-
ur meðal þeirra allra, sem voru
honum kunnugir.
Útfararathöfnin fór fram í
kirkju Betel-safnaðar í Silver
Bay og í grafreitnum, sem er
áfastur kirkjulóðinni, undir um-
sjón Mr. T. J. Clemens, útfarar-
stjóra í Ashern, Man. Séra Rún-
ólfur Marteinsson flutti kveðju-
málin; Mr. Hermann Helgason,
var organisti. Líkmenn voru
Gústi Davidson, Björn Björnson,
Leo Sigurdson, Kristján Jónas-
son, Gísli Gíslason, Thomas
Barnes. Kirkjan var alskipuð
fólki og allstór hópur fólks stóð
úti. Flest alt venzlafólk hins
látna var viðstatt. Faðir hans
kom í flugvél frá Norður-hluta
Winnipeg-vatns, þar sem hann
var við starf. Móðir hans, sem
þá var vestur í Vancouver, kom
þaðan ásamt dóttur sinni, Mrs.
S. G. Sveinson, og syni sínum,
Tómasi, sem bæði búa í Van-
couver. Djúp sorg þrengdi sér
inn að hverju hjarta.
Systkin hins látna, auk þeirra
sem nefnd voru, eru: Rúna og
Clare í Winnipeg, Skúli í Van-
couver. Kenneth í Fort McNeil,
B. C., Ella, Barney, Gordon, og
Arthur í Silver Bay.
Alúðar þakkir flytja aðstand-
endur, nágrönnunum fyrir dá-
samlega hluttekningu og hjálp-
semi í sambandi við þessa sorg.
Guð blessi ljúfar endurminn-
ingar. — .
Rúnólfur Marteinsson.
— Síðast, þegar ég hitti bróð-
ur þinn, var hann að reyna að
komast að á stjórnarskrifstofu.
Hvað gerir hann núna?'
— Ekkert, hann komst þar að.
♦
Villi: — Eg hefi svo hræöilega
tannpínu.
Tommi: — Ef það væri mín
tönn, sem tannpína væri í,
myndi ég láta draga hana úr
eins og skot.
Villi: — Já, ef það væri þín
tönn, myndi ég gera það líka.
♦
— Þér skrökvið svo freklega,
sagði dómarinn, að ég ráðlegg
yður að gerast lögfræðingur.
Spakmæli
Sælla er að gefa en þiggja.