Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. SEPTEMBER, 1948 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Kveld eitt, þegar Elsie var í þungum þönkum út af þessu, reyndi hún að fá Ben til að tala og hugsa um stjórnmál- in. Hún varð alveg hissa, þegar að hún komst að raun um, að hann vissi aldeilis ekkert um afstöðu föðursins til þeirra né heldur um vald hans sem flokksforingja. Hinn grimmi sorgarleik ur stríðsins hafði, aö minnsta kosti um tíma, þurkað úr huga hans alla umhugs- un um stjórnmál, eins og hann hafði gert, að því er flesta unga menn Suður- ríkjanna snertir og í stríðinu voru. — Það færðist draumkend ró yfir andlitið á Ben og hann tók í hendina á Elsie og sagði: “Eg lærði í stríðinu, að það er ekki til neins að leggja út á vaðið áður en að því er komið. Stjórnmálin eru ógeðsleg þvæla. Eg skal segja þér nokkuð, sem meira er virði —”. Hann fann að hún þrýsti takinu á hendi sér, og hann beygði sig og kysti á hönd hennar kurteislega. “Heyrðu”, hvíslaði hann að henni. “Mig var að dreyma, eftir að ég skyldi við þig í gærkveldi, um heimilið sem við vorum búin að byggja. Það var rétt á bak við gamla heimilið okkar, uppi á hæðinni þar sem útsýnið yfir ána er feg- urst. Foreldrar mínir piöntuðu þar sumu trjátegundirnar og þau plönt- uðu í kringum húsið sitt eftir að þau giftu sig. Þau plöntuðu trén til minning- ar um fyrsta son sinn, þar átti heimili hans að vera þegar að hann væri orðinn fullorðinn. En það átti ekki fyrir honum að liggja að búa þar. Hann býr á hærri stöðum, og hinir bræður mínir með honum. Þessi staður er mín eign. Það eru fjörutíu trjátegundir, allar vaxnar, á honum er Elmviður, Maple, Eik, Holly, Greni, Sídrusviður og Magnolia, og öll blóm sem vaxa í Suðurríkja-jarðvegi. Lítið hús var byggt á sléttri flötinni á meðal blómanna og trjánna til að full- nægja kröfum laganna, sem er í umsjá bónda þar í nágrenninu og fuglarnir búa hreiður sín í hverju tré og syngja þar einn og allir árið um kring — eitt langt ljúflingslag, og bíða komu ást- meyjar minnar —”. Elsie dró djúpt andann. “Heyrðu, mín kæra”, hélt hann áfram ákafur. “í nótt sem leið dreymdi mig að Suðurríkin væru risin úr rústunum. Eg sá þig þar. Eg sá heimilið þitt umkringt rósabiðum, sem þú hafðir plantað. Það var tunglsljós og blikaði á knöppum blómanna, en þú og ég gengjum- hægt, þegjandi og leiddumst á milli trjánna. En fegurra og bjartara en blik mánans, var andljt hennar sem ég unni og hljóm- fegri en söngur fuglanna var hennar rödd!” * Tár komu fram í augun á Elsie og djúpur roði færðist henni um kinnar, er hún leit upp til unnusta síns og sagði ofur lágt: “Kystu mig”. IX. KAPÍTULI Konungurinn skemtir sér Stoneman sótti ákærumál sitt á hendur forsetanum með ákafa — fyrsta málið, sem hafið hafði verið á hendur þjóðhöfðingja Bandaríkjanna fyrir framda glæpi og afglöp. Frumvarpið, um að lögnema eignir Suðurríkja-fólksins, var þegar komið á dagskrá þingsins. Það frumvarp var það furðulegasta frumvarp til laga, sem nokkru sinni hefir verið skráð á enska tungu og borið fram á þingi Aríaniskra manna. í því var tekið fram, að upptækt skyldi gjöra níutíu prócent af öllu landi í tíu ríkjum í Bandaríkjunum. Að hverj- um Negra í Suðurríkjunum skyldi fengn ar endurgjaldslaust fjörutíu ekrur úr landareign þeirra, sem þeir áður þjón- uðu, og hinum miljónum ekranna sem eftir voru skyldi skift upp á milli þeirra “þjóðhollu sem skaða hefðu beðið, sökum stríðsins”. Framkvæmd þessara laga, — þessa höfuðglæps, er yfirgnæfði alla svívirð- ingu, sem nokkrum enskumælandi lög- gjöfum hefir til hugar komið og sem innifól útlegð og eyðileggingu fyrir miljónir manna, konur og börn, var ekki hægt að treysta Andrew Johnson til að framkvæma. Það var óhugsandi að framfylgja slíkum lögum, á meðan að í forseta- embættinu sat maður sem viðurkendi og virti vald grundvallarlaga þjóðarinn- ar og hafði á bak við sig land- og sjóher hennar. Þess vegna var óumflýjanlegt, að víkja honum frá embættinu. Og ástand og aðstaða þjóðarinnar var þannig, að dyrnar voru opnar, að því dyrfsku-áræði. Það var ekki einasta, að stjórnar- valdið væri komið í hendur á uppreisnar mönnum, sem höfðu náð því á eymdar- og örðugleikatíð þjóðarinnar, heldur voru nú komnir til sögunnar ránsfor- ingjar, svo ósvífnir, að aldrei hefir frá verri sagt verið í sögu þjóðarinnar. Fyrstu járnbrautar agentarnir komu í hópum til höfuðstaðarins sem vildu í'á víðtæk sérréttindi og í fylgd með þeim voru lögfræðingar, áróðursmenn, agentar og væntiskonur. Baðmullarþjófar, sem ráku iðn sína í samfélagi við hóp af ríkisf járhyrslu-um- boðsmönnum, sem höfðu slegið eign sinni á þrjár milljónir af baðmullar- böggum í Suðurríkjunum á stríðstím- unum, og að stríðinu loknu, sem voru síðustu leyfar Suðurríkja-fólksins. Af þeirri upphæð hafði ríkisfjárhirslan fengið aðeins tuttugu þúsund bagga fyrir að lána fé til féránsréttar á þessum eignum. Verð þessara eigna, sem var stolið, frá ekkjum, föðurlausum börn- um og vönuðum, var $700,000,000.00 í gulli. Innstæða sem var nægileg til þess, að hjálpa fólki Suðurríkjanna, til efna- legs sjálfstæðis aftur. Umboðsmenn þessara sómamanna slógu hring um þingsalina til að vernda hinn illa fengna feng þeirra, og krefjast nýrra ránsréttinda fyrir þeirra hönd. Brennivínshringur hafði líka verið myndaður, og snörur hans lagðar til þess að veiða með allt sem þær gátu halað úr ríkissjóði, en út og upp yfir all- an þann þjófabálk, tók þó þjófafélag Oaks Omes, hið svonefnda Crédt Mobilier. Sú víðtæka svívirðing hafði læst sig inn í þingsalinn sjálfann, og grafiö þar gröf sem margir nafnkunnir menn féllu í. Svo víðtæk og opinská var þessi sví- virðing orðin, að Stoneman varð nauö- beygður til *að auka tölu nefndarmanna sinna á morgnana, sökum þess, að leið- andi menn í þeim höfðu verið keyptir um nóttina. Einu sinni stóð Stoneman upp í þing- inu leit til hins mannborlega þingfor- seta og sagði: “Herra þingforseti. Á meðan að þing- mennirnir sváfu, hefir óvinurinn komið og sáð illgresi á meðal hveitisins. Gróða félögin hér í landi hafa ekki líkama sem hægt er að refsa, og ekki heldur sál sem þau geta glatað, en þau hafa máske með sannfæringar afli einu — Power of ai'gument alone — tælt þingmanninn frá Connecticut svo að ég hefi ekki leng- ur meiri hluta í nefndinni hans. And- stöðumennirnir hafa nú eitt atkvæði meira en yið. Eg sting upp á að nefndar mönnunum sé fjölgað upp í tólf’. Þingforseti Colfax, sem skömmu seinna var rekinn úr varaforsetaembætt inu fyrir þátttöku sína í athæfi þjóf- anna, nefndi menn í nefndina. Mönnum var ljóst, að með sögninni “power of argument alone” Stoneman meinti tíu þúsund dollara, sem að þing- manninum frá Connecticut hafði verið borgað og hann lét heldur ekki sjá sig í þinghúsinu í heila viku af ótta við hvass yrði frá vörum leiðtogans. Þingið, þegar það komst að raun um, að það gat samið lög, eða felt þau úr gildi að vild, án tillits til þess; hvað for- setinn hafði um þau að segja, misti ná- lega alt vald á sjálfu sér. Skattar hækk- uðu upp úr öllu viti, en gjaldmiðillinn féll og flögraði svo án festu. Hvert lagafrumvarpið eftir annað var samþykt af þinginu, sem veitti fé- lögum og einstaklingum sérréttindi sem urðu öldnum og óbornum hlekkur um háls. Prívat stofnunum voru gefin víð- áttu mikil landsvæði, og miljónir á mlijónir ofan í peningum til stofnana sem menn urðu að borga mann fram af manni. — Spillingin, sem stóð í sambandi við stríðið, fjáreyðslan óhemjulega, samn- ingar um verk, sem námu miljónir doll- arar og menn urðu stórauðugir á, á einni nóttu, fjárhættuspilin sem menn sökktu sér í og svall þeirra sem voru að reyna að klófesta auðinn án þess að vinna fyrir honum, hafði sett alveg nýj- an svip á höfuðstaðinn. Samsafn illa innrættra, óheilla, óheiðarlegra, óþjóð- legra og siðspiltra sultar-hrafna, hafði safnast þar saman til þess að mata krókinn á andstreymi þjóðarinnar, og höfðu sett met í lífsstefnu höfuðstað- arins. — Á undan stríðinu var lífsmet höfuð- staðarins sett, og bæði að því er félags- lífið og stjórnmálin snérti af höfðingja- fólki sem bæði var vel ættað, og vel sið- að. Völdin, með sárfáum undantekning- um, voru í höndum heiðarlegra og hug- prúðra ríkisþjóna. Nú var stjórn borg- arinnar komin í hendur Negranna, og hópar drukkinna alvaldra Negra toru fram og aftur um götur borgarinnar með byssur í höndum sem þeir skutu af út í loftiö; án þess að á móti þeirri ó- hæfu væri mælt, eða athugasemdir við hana gerðar. Ný múgmergð, sem lauk- lyktina lagði frá, og sameinaðist ríkis- óloftinu, var orðin ímynd Bandaríska lýðveldisins. Afleiðingin af þessu var, að nýtt mannfélagsfyrirkomulag myndaðist í þessu andrúmslofti. Hinar fyrri menn- ingar hugsjónir, smekkur og áhugi varð að flýja í felur, þar sem að þær menningar lifðu við sult og seyru, á hugsuninni um það hvað verið hefði. í Washington, sem var morrandi af fjársjúku fólki, sem fyrst og fremst beygðu kné sín fyrir hinum almáttuga dollar, þar sem Negrarnir voru fyrstir í flokki, fékk ástríðan að njóta sín mót- mælalaust. . Negrakonan, sem var húsmóðir á heimili fremsta manns þjóðarinnar, hélt áfram að taka á móti gestum hans, með uppgerðar lítillæti. í þessu andrúmslofti, vaxandi löstum, og átumeins ákafa, fór stríð á milli Stoneman og forsetans um tilveru Suöurríkjanna og fólk þeirra sívaxandi. Þjóöin öll var í uppnámi, og viðskifti manna stóðu í stað. Tveimur árum eftir sigursælt stríð, hafði lánstrausti þjóðar innar svo hnignað, að verðbréf hennar sem báru sex prósent, seldust aðeins fyrir 73 cent dollarinn. Uppreisnarmanna flokkurinn, sem réði lögum og lofum í Washington, var alveg að því kominn, að eyðileggja stjórnina og setja upp einræðisstjórn í Hvíta húsinu. Fundur var haldinn í Philadelphia, til þess að reyna að efla bróðurhug, græða stríðssárin, vernda ríkislögin og endur- reisa ríkjasamband feðranna. Það var ágætis fundur, þar sem saman voru komnir vitrustu og beztu menn þjóðar- innar. Menn úr fyrra stjórnarráði Lincolns. Senatorar sem mótfallnir voru farganinu eins og það var drifið í Washington, þingmenn, ritstjórar frá stærstu demokkratisku og republikan- blöðunum, yfirmenn úr hernum, bæði að sunnan og norðan, sem ekki höfðu sézt í langa tíð, voru þarna saman- komnir, í sameiginlegu augnamiði. — Skömmu eftir að fundur sá hófst, komu Negra-prédikarar frá Boston ásamt fyrrverandi þrælahöldurum frá Suður- Carolina, inn á fundinn og leiddust, og hafði það svo róttæk áhrif á fundar- mennina, að þeir risu á fætur sem einn maður og fagnaðarlætin dundu og glumdu um allan salinn. Þessir menn, sem voru í nefnd undir forustu þjóðfrægs blaðamanns, voru á leiðinni til Washington, til þess að leggja mál sitt fyrir æðsta valdsmann þjóðarinnar og það einkennilega í sam- bandi við ferð þessara manna var, að þeir leituðu ekki að æðsta valdsmanni Bandaríkjanna í Hvíta húsinu, heldúr í litlu, dökkmáluðu húsi sem stóð í hliðar götu á þinghúshæðinni. Þegar þeir komu þangað, tók Negra- konan á móti þeim og sagði: “Þið getið ekki náð tali af hr. Stone- man í kveld, klukkan er meira en níu. Eg skal skila til hans, að þið viljið ná tali af honum á morgun”. “Við verðum að ná tali af honum í kveld”, svaraði blaðamaðurinn. “Konungurinn er að skemmta sér”, svaraði Negrakonan dálítið hvast. “Hvar er hann?” Köldu augun flögruðu fram og til baka í Negra konunni, og um varirnar dökkar og þykkar, lék dálítið bros. “Þið getið fundið hann í spila-helvít- inu hjá Hall og Pemberton. Þið eigið heima í Washington, og þekkið veginn þangað”. Blótsyrði hrökk af vörum blaðamanns ins, eða réttara sagt ritstjórans, þegar að hann sneri á hæl og fór ásamt félög- um sínum, sem nú voru aðeins tveir, og lagði af stað að leita Stoneman uppi. Það var ekki hægt að hugsa sér betri stað til að tala við hann, en þarna yfir máltíð af fínustu réttum og dýrindis vínum. Þegar að þeir komu til Hall og Pemberton sem var alþekt spilahús í borginni, þá gengu þeir strax inn, því útidyrnar voru ólokaðar og eftir gangi með þykkum gólfdúk á og upp stiga sem lá upp á næsta gólf og komu þar að dyr- um sem voru harðlokaðar, en ofan með þeirn lá bjöllustrengur, sem þeir kipptu í og á augabragði var loku, sem var ofar lega á hurðinni, rent frá og tvö dökk augu blikuðu í tveimur götum sem voru á hurðinni. Augu þessi litu á nafnseðil sem rit- stjórinn hélt upp að þeim, og dyrnar voru opnaðar tafarlaust. Fyrir innan þær dyr var annar gang- ur og svo var þeim vísað inn í stór og fagurbúin herbergi. Á gólfunum voru dásamlegir og dýrir gólfdúkar og svo þykkir og mjúkir, að þó að þúsundir manna hefðu á þeim troðið, hefði ekki eitt einasta fótatak heyrst. Veggir allir, og loft voru fagurlega máluð með brag meistarans á hverri mynd, og afar dýr- ar myndir héngu á veggjunum. Þykk og dýr gluggatjöld voru fyrir öllum glugg- um, svo ekkert heyrðist í gegnum þau, hvorki innan að frá né heldur að utan. Herbergin öll voru dásamlega lýst frá krystal-ljósakrónum, sem blikuðu og skinu eins og demantar. Negraþjónar, prúðbúnir, voru á hlaup um til að líta eftir hverri þörf gestanna sem þeir leystu úr með lipurð og kurteisi er minti á hina- glötuðu fágun Suður- ríkja fólksins. Húsbóndinn heilsaði gestunum frek- ar þurlega, og mælti: “Velkomnir, herrar mínir; þið eruð gestir mínir. Matur og vínföng eru ykk- ur velkomin ókeypis. Njótið þess og verið glaðir. Þið ráðið sjálfir, hvort að þið spilið eða ekki”. Glettnisglampi virtist stafa úr augum hans, en annars var andlitssvipur hans bæði harður og kaldur. Á bakvegg insta herbergisins hékk stór, máluð mynd af Pardusdýri, svo dásamlega vel gjörð, að það sýndist vera lifandi og hreifast á bak við ósýni- legar gyrðingar. Rétt undir þeirri mynd sem var sett glóandi gimsteinum, stóð undraborðið græna, þar sem menn offruðu pening- um sínum og glötuðu sál sinni. Herbergið var troðfult af fólki, flest þingmenn, ríkisembættismenn, her- foringjar úr land- og sjóhernum, skrif- urum, byggingameisturum, borgunar- meisturum, þingagentum og útsmogn- um spilameisturum. Einn maöur í þessum hópi dró athygli og aðdáun allra að sér, það var efri rnál- stofu þingmaður, eða Senator. Hann hafði á síðasta þingtímabilinu gjört “banka” þeirra Hall og Pemberton gjaldþrota, með því að græða meira en hundrað þúsund dollara á einu kveldi. Hann hafði reyndar tapað þeirri upp- hæð allri aftur og meiru, á tveimur vik- um, og hinir stimamjúku eigendur spilahússins héldu í höndum sér skulda- viöurkenningum, fyrir nálega öllu kaup gjaldi og ferðafé flestra þingmanna þjóðarinnar. Á þessu spilaborði hafði þúsundum af almenningsfé verið eitt á stríðstímunum, af óhófsmönnum úr hernum, gjaldkerum, og fjármálaum- boðsmönnum þjóðarinnar. Margur mað urinn hafði gengið að þessu græna spilaborði með hreinar hendur, er. geng- ið frá því aftur sem þjófur og meinsæris maður. Suma höfðu vel klæddu þjón- arnir orðið að bera út, og maðurinn með kaldranalega svipinn á andlitinu hefði getað sagt sögu af fleirum en einum dökkleitum bletti, á mjúka gólfdúknum sem báru vott um tragidíu dýpri og sorglegri, en penni nokkurs höfundar fær lýst. Stoneman var að spila þarna inni. Hann hætti sjaldan miklu fé í þeim leik. Hann hafði veðjað tuttugu dollara gullpening og grætt fjórtán hundruð dollara. Howle, sem fylgdi honum ávalt eftir og var reiðubúinn að þiggja staup, eða spila fé, hvenær sem það bauðst, sagði * “Veðjaðu á ásinn”. Stoneman gjörði það tvisvar og tap- aði. — “Gerðu það einu sinni enn”, sagði Howle. “Eg skal leggja heiður minn í veð, að þú vinnur”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.