Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. SEPTEMBER, 1948 5 4liieAM/ÍL ■WCNNA Ritstjóri. INGIBJÖRG JÓNSSON Spjallað við frú Lilju Eylands Eins og kunnugt er, dvöldu þau hjónin, séra Valdimar J. Ey- lands og frú Lilja, ásamt þremur börnum sínum, siðastlið ið ár á Islandi. Frú Lilja er hreinræktaður Vestur-íslending- ur, fædd hér og uppalin, og hafði nú séð ættland sitt í fyrsta sinn; mér var því nokkur for- vitni á að vita, hvernig hún hafði kunnað við sig og lagði leið mína norður á prestsetrið síðastliðna viku. Þau hjónin tóku mér með alúð, eins og þeirra er vandi og innan stund- ar vorum við seztar með kaffi- bolla og farnar að spjalla um það sem á dagana hafði drifið, síðan fundum bar saman fyrir ári síðan. Frú Lilja var nýkomin heim úr heimsókn til bræðra sinna sunnan línunnar, en hún er fædd og uppalinn í hinum fagra Mouse River dal í North Dakota; þar námu foreldrar hennar land, þegar þau komu frá Is- landi, árið 1900. — Faðir hennar, Guðbjartur Jónsson,, fæddur á Fellsströnd í Snæfellssýslu, lézt fyrir tíu árum síðan, en kona hans, Guðrún Ölafsdóttir frá Hrútafirði, Strandasýslu, andað- ist síðastliðin vetur og var dótt- ir hennar þá á íslandi. — Það mun jafnan til fyrirmyndar tal- ið, hve þessi mætu landnáms- hjón lögðu að sér að afla börn- um sínum æðri mentunar, því vitaskuld var ekki ávalt af miklu að taka. Tveir synir þeirra eru læknar og tveir eru lögfræðing- ar, en frú Lilja tók kennarapróf og stundaði kenslu í nokkur ár áður en hún giftist. — “Hvað hreif þig mest á ís- landi?” spyr ég frú Lilju. “Ekkert hreif mig eins djúpt eins og að hitta frændfólk mitt þar — nákomið frændfólk, sem ég hafði aldrei áður séð eða þekkt, frændfólk, sem fagnaði okkur af ósegjanlegum innileik og bar okkur á höndum sér. — Gaman þótti mér að sjá ýms ættareinkenni, sem ég kannaðist við, endurspeglast í fari þessa frænda minna, í hreifingum, málróm, útliti og framkomu. — Til dæmis var einn frændi minn í Hrútafirði, mjög líkur einum bróður mínum, bæði í útliti og hreifingum; stundum, þegar ég sá hann tilsýndar, fanst mér bróðir minii vera kominn. Og þegar ég kom í fæðingar- sveit móður minnar, Hrútafjörð inn, fanst mér ég í raun og veru vera komin heim. — Eg fór þangað í maí ásamt Elínu dótt- ur minni. Maðurinn minn var önnum kafinn við starf sitt og vildi að ég færi á undan sér til þess að ég gæti dvalið því leng- ur á þessum stöðvum. Móður- bróður minn, Guðj. Ólafsson, átti þar heima, en var nú nýlátinn. Eg kom einu ári of seint til Is- lands til þess að geta borið kveðjur milli þeirra systkinanna, móður minnar og hans. En fimm börn hans eru búsett þar í sveit og tóku okkur með mikilli ástúð. — Þegar við komum í sveitina, vildi svo til að verið var að halda samsæti til heiðurs séra Jóni Guðnasyni og frú hans á Prestsbakka. Okkur var boðið. — Mikla ánægju hafði ég af því, og að eiga þarna kost á að kynnast fólkinu í sveitinni í einum hóp. Móðir mín var umferðakennari eins og þá var títt með kenslu í sveit. Margt af miðaldra og eldra fólkinu kom til mín og sagði: “Þú ert dóttir hennar Gunnu Ólafs; hún kendi mér að lesa og skrifa. Vertu velkomin”. Eg gat ekki annað en komist við, Frú Lilja Eylands. að finna hve hún átti enn djúp ítök í hjörtum þessa fólks, hve tryggð þess var sterk og órofin. Eg kom á öll heimilin þar sem mamma hafði verið kennari og á ferðum mínum um þessa fögru sveit fanst mér ávalt sem hún væri með mér. Eg get ekki lýst tilfinningum mínum þegar ég stóð við leiði afa míns og ömmu og móðurbróðurs — þessa fólks, sem ég hafði aldrei séð, en var mér þó svo náið og kært. Faðir minn og systir hans, Lilja, komu í sveitina frá Borgarfjarðarsýslu. Þannig kynt ust foreldrar mínir og þau gift- ust að Prestsbakka tveim árum síðar. Eina konu hitti ég í sveit- inni, sem heitin er eftir móður minni og föðursystir — Guðrún Lilja. Og mikið þótti Elínu dóttur minni gaman af að heimsækja þessa sveit; hún var altaf úti á túni, upp um fjallshlíðar, niður við sjó, að skoða sig um; hún hélst ekki við inni. Mikla skemt un hafði hún af því að sjá ný- bornu lömbin, taka þau í fang sér og leika við þau eða ganga fram með sjónum og týna als- konar skeljar og hröpudiska. — Hún virtist finna það engu síð- ur en ég, að hér áttum við djúp- ar rætur, og sé ég mikið eftir því að öll börnin mín gatu ekki heimsótt þes^a sveit. — Faðir minn átti líka ætt sína að rekja í þessa sveit, því móðir hans var Þórunn Þórðardóttir frá Heydalsseli í Hrútafirði. Eg var líka svo lánsöm að hitta ná- komið frændfólk í föðurætt, sem búsett var í Hafnarfirði og Reykjavík”. Faðir Guðbjartar — afi frú Lilju — var Jón Magnússon póstur milli Reykjavíkur og Vesturlands 1864—’74. Var hann orðlagður fyrir karlmensku sína og drenglund. Hans er maklega getið í Söguþáltum Landspóst- anna eftir Helga Valtýsson. Frú Lilja mintist og afa síns í erindi, sem hún flutti á ensku og birt var í Icelandic Canadian, mars 1945. Hvernig kunnu börn ykkar við sig á íslandi? Þau höfðu mikla ánægju af dvölinni. Tvö eldri börnin, Jón og Elín, voru í heimavistarskól- anum á Laugarvatni um vetur- inn, en Lilja var heima og gekk í barnaskólann. Þau áttu dálítið erfitt fyrst í stað vegna þess að námsgreinarnar voru vitaskuld kendar á íslenzku; Lilju litlu leizt ekki á blikuna þegar hún átti að þýða danska stíla á ís- lenzku og kunni hvorugt málið! En það var hreinasta furða, hve þau komust fljótt niður í ís- lenskunni. Og mikið þótti þeim varið í það að þau fengu öll að hjálpa ofurlítið til við ensku- kensluna í skólunum. Eg gat ekki annað en brosað þegar ég sá til Lilju stundum; hún kom heim með vinstúlkur sínar úr skólanum, stóð spert fyrir fram- an þær, sem væri hún gamall kennari, og hlýddi þeim yfir ensku lexíurnar þeirra. — Öll eignuðust þau marga vini meðal skólasystkina sinna, sem þau munu skrifast á við og * öll segjast þau vilja heimsækja ís- land aftur. — Þótt þessi ferð setti þau til baka, um eitt ár í skólunum hér, þá sjáum við ekki eftir því, vegna þess að þau lærðu mikið í íslenzku, sáu land forfeðra sinna og kyntust mörgu nýju, sem víkkaði sjón- deildarhring þeirra; þáu urðu í raun og veru aðnjótandi mikill- ar verulegrar mentunnar, þótt hún verði ekki mæld með skóla- prófi. — Eg hefi gaman af því, að þau i hafa lært að nota ýms orð og 1 orðatiltæki, sem ekki heyrast ^ oft hér í daglegu tali. — Um i daginn vorum við á Gimli og litli bróðursonur minn, þriggja ára að aldri, ráfaði eitthvað í burtu; Jón fór að leita hans og hitti eldri mann og spurði: “Hefir þú séð smáslrák í rauðri peysu og síðum buxum? Hann er nefnilega týndur?” Maðurinn horfði undrandi á Jón og sagði: “Talar þú íslenzku?” — Einn daginn vorum við Lilja að laga til föt; ég var orðin þreytt og kom upp með það að hætta. “Ekki dugar að gugna, við skul- um halda áfram!” sagði telpa. “Fanst þér ísland svipað og þú hafðir gert þér hugmynd um það?” “Já, fátt kom mér ókunnuglega fyrir sjónir, vegna þess að ég hafði heyrt svo mikið um landið frá barnæsku. Mér fanst þó fyrst eftir að við komum, dálítið ein- kennilegt að sjá konur í peysu- fötum á götunum í Reykjavík, og að heyra öll börn tala ís- lenzku. — Reykjavík fanst mér fremur þröngur bær og mér ógnaði bílaumferðin á hinum þröngu götum. Þótt mér þætti gaman að koma til Reykjavíkur fanst mér altaf bezt að komast heim til Útskála. Það er fagur staður og friðsæll, suður við sjóinn, þó þar sé stundum veðra- samt; þaðan sáum við til skip- anna sigla að og frá landi. — Þaðan eru aðeins um 35 mílur til Reykjavíkur og akbrautin er ein sú bezta og breiðasta á land- inu; það var því auðvelt að sækja samkomur, boð og aðrar skemtanir í Reykjavík, hvenær sem við vildum”. — Nú kemur séra Valdimar inn og sýnir mér mynd af Út- skálum; hana hafði málað 19 ára gömul stúlka, byrjandi í málaralistinni, en myndin gefur þó góða hugmynd um staðinn. Aðra stóra mynd sýnir hann mér af Akureyri; það er falleg ljós- mynd í litum. Þegar þau hjónin fóru frá Akureyri, fylgdi séra Pétur og fleiri vinir þeim úr garði og gáfu þemi þessa mynd að skilnaði. “Ýmsir siðir á íslandi eru svo hlýir og fallegir eins og þessi, að fylgja gestum úr garði”, segir frú Lilja, “og margar fagrar gjafir og verðmætar voru okkur gefnar af hinum morgu vinum, sem við eignuðumst á Islandi”. “Var ekki líka tekið vel á móti Agnesi Sigurdson? “Jú, það held ég nú. Við sótt- um fyrstu hljómleikana henn- ar í Reykjavík. — Okkur, sem þekktum hana og hljómlistar- gáfur hennar, fanst fyrst í stað að áheyrendur skildu hana ekki en eftir því sem lengra leið á skemtiskrána, virtist fólk smám- saman átta sig á, að hér var um óvenjulegan píanóleik að ræða — að hér var snillingur á ferð, og að lokum var hún hylt með miklum fögnuði”. “Hvernig kunnir þú við þig sem prestskona á Islandi?” Það er tvent ólíkt að vera Kirkjulíf Vestur-íslendinga kjarni þjóðrœkninnar (Frh. af bls. 1) legt er, því ástin fer ekki altaf eftir þjóðerni. Þeim fer af eðlilegum ástæð- um fækkandi, sem koma á ís- lenzku messurnar. Er það aðal- lega eldra fólkið, sem þangað kemur. En þó yngra safnaðar- fólkið hafi yfirgefið íslenzkuna, þá yfirgefur það ekki söfnuðinn. Ræktarsemi þess við hugsjónir feðranna kemur í veg fyrir það. Unga fólkið vill ekki hverfa frá þeim félagsskap, sem feður þeirra stofnuðu. Kirkjan kjarni félagslífsins — Hvernig er samkomulag og samvinna milli hinna íslenzku safnaða í Winnipeg? — Samkomulagið er prýðilegt og góð vinátta milli kirkjufélag- anna. Það hefir verið til gagns að kirkjufélögin eru tvö, hefir skapað heilbrigða samkeppni þeirra á milli. Utanum söfnuðina og kirkju- félögin hefir svo myndast önnur félagsstarfsemi Vestur-íslend- inga, svo sem Þjóðræknisfélagið. Frá fyrri tíð eru líka stúkur í sambandi við söfnuðina. — Eru þær að miklu leyti starf- ræktar af eldra fólkinu og fer þar allt fram á íslenzku. Það var einkum á fyrstu ára- tugum Islendinga vestanhafs, að talsvert los var á mörgum þeirra. Þá blésu ýmsir vindar um menn og lífið var á margan hátt frumstætt, eins og oft á sér stað í nýjum bygðarlögum. — Bindindisstarfsemin meðal Is- lendinga var þá mörgum til blessunar, hjálpaði ýmsum til að ná þeirri kjölfestu, er nauðsyn- leg var í stórborginni. — Hvað verður að yðar áliti um íslenzku söfnuðina, þegar íslenzkan hverfur úr daglegu lífi þar vestra? — Hugmyndin er að færa kirkjustarfsemina yfir á enska málið. Halda söfnuðunum við lýði á þennan hátt, þótt íslenzk- an af óumflýjanlegum ástæðum hverfi af vörum manna. Þannig hafa innflytjendur annarra og fjölmennari þjóða orðið að fara að. Kirkjuleg starfsemi frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum heldur áfram vestra, enda þótt þeir hafi horfið frá tungu sinni að miklu leyti. En með þessu móti flytja innflytjendaþjóðirn- prestskona á íslandi og hér. Þar var lítið sem ekkert starf fyrir mig utan heimilisins. Kvennfé- lögin þar starfa á alt öðrum grundvelli en hér; þau vinna lít- ið að kirkjumálum, vegna þess að þar er ríkiskirkja. Þar eru heldur ekki sunnudagaskólar vegna þess að kristindóms- fræðslan fer fram í alþýðuskól- unum. — Kvennfélögin á íslandi starfa að ýmsum menningar- og mannfélagsmálum, sérstak- lega að bæta hag heimilanna. Þegar við fórum, gáfu kvennfé- lög safnaðanna mér fagran ís- lenzkan búning og þótti mér afar vænt um þann vináttuhug sem þær sýndu mér með þessari höfðinglegu gjöf. — Eg fékk dá- samlega hvíld þetta ár sem við dvöldum á íslandi. Það var öðru máli að gegna með mann- inn minn; hann var altaf önnum kafinn. En nú hlakka ég reglu- lega til að taka aftur til starfa í kvennfélaginu okkar og taka aftur sæti mitt í söngflokknum”. — Nú er liðið fram á hádegi; um leið og ég kveð frú Lilju, segi ég: “Eg hefði gjarnan viljað heyra meira um ferð ykkar, en ég held ég sé samt búin að fá nóg í dálkinn í þetta skipti”. “Þú ætlar þó ekki að prenta alt það sem ég hefi verið að masa við þig!” segir frú Lilja, “ég hefði þá viljað segja svo margt fallegt um landið og þjóðina, því allir tóku okkur svo unaðslega vel. Fegurð lands- ins og gestrisni fólksins verður okkur öllum ógleymanleg til æfiloka”. ar hugsjónir og trúarlíf heima- þjóða sinna inn í hinn enskumæl andi heim. Sama er að segja um þjóðræknismálin, tengslin við heimaþjóðirnar halda áfram, þótt tungan breytist. Fimmtíu þúsund manns — Hve margir teljið þér að séu í Kanada og Bandaríkjunum sem eru af íslenzkum ættum? tölu á það, því fólkið er svo dreift, og þegar íslenzkar stúlk- ur giftast annarra þjóða mönn- um, taka þær upp þeirra nöfn og þá er erfiðara að átta sig á, að börn þeirra eru Islendingar að hálfu. Rögnvaldur heitinn Pétursson rannsakaði þetta mál eftir því sem frekast var unnt og komst að þeirri niðurstöðu, að alls myndu menn af íslenzkum ættum í Ameríku vera um 50 þúsund, 35 þús. í Kanada og 15 þús. í Bandaríkjunum. Mjög er erfitt að koma V. St. Lesbók Mbl. The Bornoff School of Æusic offers the many advantages in music education that only a School can provide, plus a fine staff of music educators. Tuition provided in VOICE — PIANO — VIOLIN — CLARINET — TRUMPET WOODWINDS — STRINGS — BRASSWINDS Theory Classes Commence September 15th CONSULTING SERVICE—APPOINTMENTS PH. 29 877 (2-4 p.m.) 218 Bannaiyne Ave. (Opp. Ashdown’s) TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á • þumlunginn; þetta er a^vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur, Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn THE COLUMBIA PRESS LIMiTED THE VIKING PRESS LIMITED KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að jjreiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík. SÍMA KURTEISl BORGAR SIG Ef allir símnotend- ur sýna samvinnu- þýðleik. er auðvelt að halda símaþjón- ustunni í lagi. Þetta greiðir fyrir: • Fáyrði. • Fyrirbyggið óþörf SÍmtöl. • Rétt tilhögun sím nota. • Nærgætni. Ef þér eigi tilkynnið sím- þjóni er samtali lýkur, þá tefjið þér fyrir því, að aðrir símnotendur komist að, en slíkt veldur að sjálfsögðu óþægindum. Sé því gleymt að hringja af, skapar slíkt óánægju og getur valdið aukakostnaði við firðsímun. Verið fáorðir . Þolinmóðir . Nærgætnir 5—48 MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.