Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.09.1948, Blaðsíða 2
* 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. SEPTEMBER, 1948 ISLAND Flutt á Lýðveldisdaginn á Hnausum, 19. júní 1948 Mjallhvít rák varpaði fögru endurskini lengst í norðri. — Drekarnir skriðu einir eða á samfloti í áttina til íslands. Hægt og hægt tók landið að lyftast úr sænum, mjallhvítir jöklar yfir bláu hálendinu. Svo risu fjallshlíðarnar og loks láglendið alt. Landið sýndist vafið laufskógum milli fjalls og fjöru. En það voru auðæfi sem menn fornaldarinnar kunnu að meta. Líkt þessu mun ísland hafa komið landnemunum fyrst fyrir sjónir. Hugsum okkur svo Jandtökuna. Skipi er lagt í lagi. Reist eru tjöld og vissulega var hann þægilegur íslenzki skógarilmurinn af laufguðum víði og björk. Og jafnvel saltbrendum sjógörpum hefir fundist það notalegt að finna nú fast land undir fótum á þessum ystu slóðum Ránar. Vissulega voru þau furðuleg bláu fjöllin og furðulegar voru heitu laugarnar og gjósandi hverirnir. Já, margt var í þessu nýja landi furðulegt. En það sem tók1 langt út yfir alt var dýrð hins íslenzka vorkvölds, sem hvergi á sinn líka, er kvöld- sólin varpar úr norðvestri geislaflóði sínu yfir lög og láð, fjöll, skóga og laufgrænar flatir skreyttar marglitu blómaskrúði. Svona er landið vort enn í dag. Það á sér hvergi nokkurn líka í víðri veröld. Þegar forfeður vorir norræni aðallinn nam ísland, tóku þessir forfeður vorir ekki landið frá nokkurri annari þjóð. Það hefir enginn átt um sárt að binda vegna komu forfeðra vorra til landsins. Þeir sárfáu írsku einsetu og sjálfspíningar menn sem fyrir voru í landinu vildu ekki vera þar lengur og fluttu burtu af því að landið hætti að vera eyðimörk. Þessurn írsku meinlætamönn- um var ekkert mein gert. Til þess að gera oss skiljanlega sögu íslands, verðum vér að gera oss það vel ljóst að landnemar íslands voru úr æðstu stétt hins forn germanska mannfélags, já þeir voru meir að segja sá hluti hins norræna aðals, er hafði náð lengst í andlegum þroska og menningu — menn sem höfðu náð svo langt á þrbskabraut andans að þeiyrildu heldur yfirgefa óðul sín í Noregi og margvíslegar mannvirðingar þar í landi, en þola skerðingu á frelsi sínu. Þrællinn — hinn fullkomni þræll metur alt á mælivog efnis- ^yggjunnar í tímanlegum gæðum. En hjá hinum sanna manni eru hugsjónirnar og frelsið öllu ofar. Það var þessi síðari manntegund, sem mótaði tungu, menningu og þróun íslendinga. Aðeins með því að gera oss það ljóst hversknoar menn landnámsmennirnir voru, verður það skiljanlegt, að hin fámenna íslenzka þjóð megnaði — meðan hún hélt frelsinu — að vinna slík stórvirki að jafnvel sér- hvert stórveldi heimsins myndi telja sér sæmd, að geta minst slíks úr fortíð sinni. Hvílíkt mannval það var sem fluttist til íslands má sjá af mörgu. Með landnámi fslands hverfur til dæmis skáldskaparlistin úr Noregi. Svo að kalla öll skáld yfirgefa Noreg og fara til fslands, svo að Noregur varð skáldalaust land um margar aldir. En skáldin og skáldaefnin voru fráleitt einu andans menn sem tóku mannrétt- indi, frelsi og heiður sinn fram yfir auð og völd — nei þetta var svo á öllum sviðum. Og þetta — að vita og skilja hverskonar menn forfeður vorir voru, er fyrsti lykillinn að því að geta skilið fslend- ingseðlið enn í dag. Meðal íslendinga hefir aldrei verið til og er enn ekki til nein yfir eða undirstétt. Allir íslendingar eru yfirsétt, eru andans menn. Þótt gáfur kunni að vera misgóðar og misstórar, og getan til að beita hæfileikum sé ekki ætíð sú sama, er ekki neitt of mælt þótt sagt sé að íslenzkur almúgi eigi til að bera mikla andans auglegð. Á þessum grundvelli einum verða skiljanleg þau miklu afrek, sem íslenzka þjóðin hefir megnað að leysa af hendi; mjög fámenn, og fram til síðustu tíma einnig einangruð og fátæk. íslendingar byggðu á þjóðveldistímanum upp þjóðfélagsfyrir- komulag, sem mun vekja aðdáun allra alda, og er eitt hvert það full- komnasta sem upp hefir verið hugsað, unz það þjóðskipulag sem vestrænar þjóðir nú búa við kom á döfina. Ef til vill verður ein- hverntíma kveðinn upp óhlutdrægur dómur milli þingræðis fyrir- komulags nútímans og stjórnskipulags Grágásar — óhlutdrægan og alls kostar réttan dóm á milli þeirra mun torvelt að fá á vorri öld. íslendingar settu sér viturlegri og mannúðlegri lög en nokkur þjóð hafði áður gert og eru þau lög varðveitt í Grágásar handritum. Öldum saman og um allar aldir hafa fslendingar, allir sem einn staðið fast-á “Gamla sáttmála”, er gerður var á alþingi 1262. Saga fslands um aldirnar er að mjög miklu leyti saga baráttu þess fyrir frelsi sínu og rétti á grundvelli þessa sáttmála. fsland á merkilega og sérstæða sögu að baki sér, sem sýnir ljóslega að íslenzka þjóðin hopaði aldrei á hæl og aldrei örvænti hún um sigur síns góða og rétta málsstaðar, þótt við margfalt ofurefli væri að etja, og aldrei varð hún sigruð. Þessa heilögu baráttu frelsisins háði þjóð vor á þingstaðnum forna og fræga við Öxará, þar sem hún hafði í tíð hins forna lýð- veldis sjálfs sett sér hin glæsilegustu, viturlegustu og réttlátustu lög, sem nokkur þjóð eða þjóðfélag hafði til þess tíma megnað, að skapa. Þingvellir er heilagur stáður í hugum allra fslendinga vegna hinnar fornu frægðar. En helgi þess staðar mun í framtíðinni verða æ meiri í hugum fólksins vegna hinnar þrautseigu baráttu sem þjóðin háði þar með órjúfan- legri trúmensku gegn erlendu valdi, um margar myrkar aldir Og þótt alþingi sé ekki háð á Þingvöllum sem til forna, verður staðurinn ávalt hinn fornmerki staður — því að “þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði — þar komu Gissur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll’. Gömlu búðirnar á Þingvöllum eru, svo og sagan sjálf .ræk merki um hina frægu forfeður vora, hina spakvitru vík- inga sem ekki þoldu ofríki og voru sjálfir drengir góðir í þess orð fylstu merkingu. Eg held að litu þeir nú upp úr gröfum sínum væru þeir ánægðir. Okkur hefir ekki miðað aftur á bak heldur nokkuð á leið. Á íslandi hefir aldrei verið sofið á verðinum, heídur var um allar aldir vakað og barist. Tunga, bókmentir og stjórnmálasaga fs- lands alt frá elztu tíð og fram á þennan dag er alt órofin og óslit- in heild og það hefir altaf verið horft fram, aldrei hörfað til baka. Þegar frelsisöldur frönsku byltingarinnar bárust út um Norðurálfu, voru strax ungir ís- lendingar til taks sem gripu tæki- færið til að notfæra hin nýju straumhvörf í þágu lands síns. Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson og meðstarfs- menn hans risu upp og kröfðust fyrir fslands hönd, fulls jafn- réttis við Danmörku. Frelsisbar- áttunni var nú haldið áfram í anda hins nýja tíma og aldrei slakað á. Árið 1845 var alþingi endurreist sem ráðgefandi þing, árið 1874 fékk alþingi löggjafa- vald í ýmsum málum. Árið 1904 fékst stjórn íslands inn í landið og ísland Sjálft fékk ráð yfir enn fleiri málum en verið hafði. 1918 viðurkendi Danmörk svo fullveldi íslands gegn því að ís- land gæfi Danmörku umboð til að fara með utanríkismálin í 25 ár. Árið 1943 voru þessi 25 ár liðin og alþingi ákvað þá að endurreisa hið frona íslenzka lýðveldi. Það var gert með hátíð- legri athöfn á hinum helgasta reit þjóðar vorrar á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Það var dýr- leg stund fyrir alla íslenzku þjóð- ina. íslendingar vestan hafs hafa líka fagnað því, þeir sendu full- trúa heim til að samfagna "þjóð* vorri. Vér minnumst þessa áfanga í frelsisbaráttu þjóðar vorrar nú í dag af því að vér erum saman komnir hér til þess að fagna lýð- veldinu á íslandi. Má segja að mikið hafi áunnist, en samt horfir íslenzka þjóðin stöðugt fram á við. Krafa hefir þegar verið gerð um afhendingu hinna íslenzku handrita frá Kaupmnanahöfn, og er ekki sýnna en sú krafa verði tekin til greina enda ber Dönum skylda til þess. Og á síðasta alþingi var kröfu um endurheimt hinnar fornu íslenzku nýlendu, Græn- lands, einróma vísað til utan- ríkismálanefndar. Vér vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En ekki yrði það ómerkur þáttur í sögu lands vors, ef enn risi upp nýtt land- nám og nýjar Vínlandsferðir ættu eftir að hefjast. Nú skín björt vorsólin yfir landinu fagra og helga, bæði nótt og dag. Það er dýrlegt að líta ti1 hafsins og til fannhvítu jöklanna með bláma öræfanna og sjálfs himinsins í haksýn. Jöklarnir glitra í sólarljósinu. Tíbráin titrar yfir tindum og í fjallshlíð- um. Undir bláum snarbröttum klettabeltum skiftast á fagur- grænir grasgeirar og ýmislega litar sandskriður. Lækirnir fossa niður laufgrænar fjallshlíðar og hoppa í smáfossum stall af stalli, klöpp af klöpp. Undirlendið er fagurgrænt. Túnin glitra af fífl- um og sóleyjum, enn sem forðum. Litlu birki og víði skógarnir anga nú hvað mest. Þeir eru sífelt að hækka og breiðast út. Þeir eru í sókn eins og íslenzka þjóðin, og hún er gengin í bandalag við þá, því að með hverju ári sem líður er gert meira að skógrækt, meira til að klæða landið þótt enn meira verði að gera. Fengið hefir verið Barrviðarfræ og ýmisleg trjáfræ frá Alaska og nyrstu héruðum Noregs og hefir rætkun þessara trjáaegunda gefist ágætlega. — Þetta þýðir það, að einhverntíma fyr eða síðar verður alt óræktað undirlendi á íslandi, sem ekki er tún eða akrar og fjalllendið upp að einhverri ákveðinni hæð yfir sjávarflöt þakið nytja skógi og á honum svo gaundvallaður verksmiðju iðnaður við fossaflið. Niðri í dölunum breiða engin sig fram með ánum, sem liðast á- fram í bugðum með hyljum og grynningum. í þessum ám er lax og silungur. Nú er sum staðar farið að veita vatni á engin heima sumstaðar er slíkt enn í undir- búningi. Víða hefir það þótt gef- ast vel og spretta aukist. Túnin hafa víða verið sléttuð þó ekki allstaðar — og hefir tún og garð- rækt stór aukist. Gömlu torfbæ- irnir eru sem óðast að hverfa. — Þeir sem enn standa eru orðnir svo hrörlegir að þeir geta ekki átt langt eftir. f stað gömlu torf- bæjanna með græna torfþakinu og burstum er vísa fram á hlaðið rísa nú upp vönduð járnbent steinsteypuhús — ásamt hlöðum og peningshúsum úr sama efni. Og heima við þessa nýju bæi eru víða gróðursettar ýmsar trjáteg- undir svo og rifs og sólberja- runnar. Nú um þessar mundir eða upp úr 20. þessa mánaðar hefst hey- skapur á þeim túnum sem best eru ræktuð sunnanlands. Það er all miklu fyrr en áður var. En þeir sem hefja slátt svo snemma slá túnin aftur ef góð tíð er og spretta í betra lagi. Sumstaðar í sveitum á íslandi er enn heyjað með gömlu amboðunum, orfi, ljá og hrífu. En á mörgum og all- flestum bæjum eru sláttuvélar og sumstaðar bæði sláttuvél, rakst- arvél og vél til að snúa heyjinu með, svo það þorni fljótt. Með súgþurkunninni hefir verið unr,- in sigur á versta óvini landbún- aðeins á fslandi, óþurkunum. En ísland er auðugt af vatnsafli. Það á nóg vatnsafl til þess að þurka heyin, það þarf ekki annað en virkja það. Véltæknin heldur nú sem óðast innreið sína í stórum stíl á ís- landi á landbúnaðinum. Trakt- orar og allskonar landbúnaðar og heimilisvélar ryðja sér nú óð- fluga til rúms. Svo þótt fólkinu fækki í sveitum landsins, vex landbúnaðarframleiðslan hröðum skrefum. Landbúnaður allur er nu að miklu leyti að færast í það horf að verða vélaframleiðsla. Ein hin markverðustu nýju fyrir- brigði landbúnaðarins er gróður- húsaræktin. Þar sem við notkun hverahita eða hita frá heitum laugum eru ræktaðar allskonar káltegundir. Gerðar hafa verið tilraunir með ýms aldini svo sem vínber og banana. En sumurin heima eru stutt svo ekki hefir enn tekist að ná fullum árangri af ræktun þeirra aldina sem vaxa einungis í hinum suðræhu lönd- um. Á hinum myrku öldum varð það orðtak til að ógæfu íslands yrði alt að vopni. — Nú er þessu snúið þannig við að alt verði gæfu íslands til gengis — og er nú án efa sannmæli því við hvert skref sem heimaþjóðin megnaði fyrrum að stíga fram á við í frels- isbaráttunni óx henni ásmegin á atvinnusviðinu. Þetta kom fyrst og skýrast í ljós í verzluninni og fiskiveiðunum. Með hagsýni, at- orku og dugnaði kepptu íslenzkir kaupmenn og íslenzk pöntunar félög við hinar gömlu Dönsku selstöðuverzlanir og útrýmdu þeim svo, enda fóru svo leikar að öll verzlun komst í hendur ís- lendinga og hefir verið þar lengi. Svipaða sögu er að segja um siglingar frá og tíl íslands. Þær hafa um langt skeið verið að mikiu ieyti í höndum íslendinga, þótt í síðasta stríði vrðu þeir að leigja mörg erlend skip. Líklega á engin þjóð nú jafn- vönduð og stór fiskiskip og ís- lendingar, saman borið við fólks- fjölda í landinu. Aflamagn þessa fiskiflota er geysimikið og lík- lega að tiltölu meira en með flestr um öðrum þjóðum. Sjómennirnir íslenzku eru ekki aðeins miklir sjógarpar og afla menn, þeir eru hraustar hetjur og hafa aldrei vílað sér að leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga öðrum. Þeir eru ekki aðeins sjómenn, heldur menntaðir menn og meðal þeirra eru skáld og listamenn og kippir þeim í kynið til vorra fornu sæ- fara er fóru kaupíerðir og vík- ingaferðir og fundu Vesturheim Sjómannastéttin á íslandi er sterk og öflug. Sjómennirnir vita hvað þeir vilja og sjómanna-blað- ið er með hinum mesta myndar- brag. Á síðari árum hefir risið upp nýr atvinnuvegur á íslandí, það er verksmiðju-iðnaður. Sá iðnað- ur er að vísu enn í smáum stíl, samanborið við hin síóru iðnaðar- lönd. Samt sem áður hefir hann reynsí mjög þarfur og ómiisandi liður í þjóðar-búskapnum. Það gildir bæði um verksmiðjur er fullnægja þörfum innanlands svo og þær verksmiðjur er vinná fyrir heimsmarkaðinn. Sumar þessar iðngreinar hafa tekið mikl um framförum á fáum árum, eins og tildæmis mjólkur-iðnaðurinn, hraðfrystr'húsin og síldarverk- smiðjurna*. er fullvinna útfluttn- ingsvörur íyrir hundrað miljónir króna á hverju ári. Má gera ráð fyrir að aðiar iðngreinar eigi ef- laust eftir að taka slík risastökk, til dæmis niðursuðuverksmiðj- urnar og ýmskonar iðnaður úr sjávar afurðunum. Síoan vesíurfarirr.ar hættu hef- ir fólkinu á íslandi hraðflölgað. Viðbótin á öllu landinu er nú á þriðja þúsund á hverju ári — þessi viðbó*: og fóiksfluttningur úr sveitunam er safnast í kaup- túnin við sióinn og þó einkum í Reykjavík, gerir það að verkum að kauptúnin stækka og tala í- búanna £■: r stöðugt vaxandi. Fólkið leitar sér að atvinnu þar sem verksmiðjur hafa risið upp og mestar framfarir hafa átt sér stað. f sambandi við þessi kaup- tún og vegna þarfa þeirra hafa margar aflstöðvar verið byggðar við fossana og ráðist í ýmissleg- ar stórframkvæmdir eins og til dæmis hita veitu Reykjavíkur. Það mun vera nærri einsdæmi að borg eins og Reykjavík sé hit- uð upp með hvera hita, borg með milli 50 og 60 þúsund íbúa. Má gera ráð fyrir að þess verði ekki langt að bíða að íbúa-tala hennar aukist svo, að hún færist upp í tölu stórborganna. Stórborgarleg er Reykjavík nú þegar séð frá sjónum, og stórar og fagrar eru margar þær byggingar er reistar hafa verið nú á síðari árum — og skal eg fyrst og fremst nefna þjóðleikhúsið okkar — háskóla- byggingarnar, katólsku kirkjuna sem stendur á fögrum stað, á Landakotstúninu og ber hátt yfir — svo og hinn veglega sjómanna- skóla sem stendur í austur-bæn- um, feyknastór bygging með vita- leiðarljós sjómannanna til Reykj- avíkur hafnar. Reykjavík er fög- ur borg og nýtur sín svo vel á ströndum sunda og blárra voga, og fagurt og víðsýnt er útsýnið séð frá borginni sjálfri. Beint í norðri blasir Esjan víð marg- breytileg og fögur er hún með sinn bláa bjarma — og grænu grasgeira upp í miðjar hlíðar. f austur, fljöllin með öllum sín- um hnjúkum, tindum og hamra- beltum. Og öllum sem séð hafa sólarlagið í Reykjavík mun koma saman um að það sé fögur sjón Sjórin verður þá stundum undir sólarlagið líkt og purpurarautt glitofið klæði, en á hvítann jök- ulinn — Snæfellsjökul — og fjöllin slær rauðum bjarma en niðrá láglendinu slær yfir fyrstu skuggum hinnar komandi nætur- blámóðunni — sem er svo ein- kennandi á 'fslandi. Auk þeirra bygginga sem eg hefi hér talið hafa verið reist svo hundruðum eða þúsundum skiftir af íbúðarhúsum bæði í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, þau hús eru vönduð og falleg og búin öllum þægindum nútímans. Á síðari árum hafa risið upp f jöldi af þorpum út um sveitirn- ar, og eru sum þessara sveita- þorpa hituð upp með lauga eða hverahita, eins og til dæmis þorp- ið — Hveragerði — sem er rétt fyrir austan Hellisheiði. Þorpið Alafoss, það er um 15 kílómentra frá Reykjavík og þar eru Álafoss verksmiðjurnar — ullarverk- smiðjur, sem vinna dúka úr ís- lenzku ullinni, dúka sem reynst hafa ágætlega. Þorp er við Ölfusá og þar er kaupfélag og verzlanir og þar er stórt mjólkurbú. Svona mætti lengi telja því að í nærri hverri sýslu á íslandi er að mynd- ast eða hefir myndast sveitaþorp og mörg í sumum sýslum lands- ins. fslenzka þjóðin er að stækka á öllum sviðum og fólkinu að fjölga. Fullkomnasta véltækni nú tímans er að halda innreið sína og margfalda afköst manns- handarinnar og veita sér aukin þægindi. Útgáfu blaða ogjjóka og iðkun fræðisstarfa, skáldskapar og lista er í svo stórum stíl að það er mörgum sinnum framyfir það, sem búast mætti við eftir höfða- tölu landsmanna. Andleg og verk leg fræðsla er svo mikil og al- menn að betur mun óvíða gert hlutfallslega. Samt er þetta unga ísland sem reifa barn í vöggu saman borið við það sem verða skal. Vitanlega geta komið kyrrstöðu ár. En ís- lendingar eru ekki kyrrstöðu- menn. Eðli þeirra er framsækið, og þeir kunna því illa að standa í stað, enda sanna verkin það. fs- land á nú um 5 miljón hestafla í auðvirkjanlegum fossum, en vatnsaflið allt er auðvitað langt um meira. Þetta vatnsafl mun verða virkjað eins fljótt og við verður komið og notað til að knýja stórar nýtísku verksmiðj- ur. Þá er og ótalinn allur hvera- hitinn, laugarnar og alt það heitavatn sem fsland er svo ríkt af. Það, er sumstaðar virkjað og það verður notað til upphitunar í húsum, ræktunar, pg margs og margs. Hveragufan verður virkj- uð og notuð til framleiðslu raf- urmagns. Samgöngur hafa batnað nú á síðari árum. Vegir hafa verið lagð ir um allt landið og víðast hvar liggur bílbraut út af aðalvegin- um heim á hvern bæ, sem liggur í miðsveit. Þær brautir munu bændur hafa gert sjálfir enda eiga margir og flestir bændur nú flutnins bíla og eru gömlu lesta- ferðirnar með bagga hesta svo að segja úr sögunni. Hesturinn sem svo öldum skiptir hefir verið þarfasti þjónn bóndans og honum ómissandi er orðinn óþarfa grip- ur, nema til skemtiferða. í stað þess að ferðast á hestum, eins og áður fyrr bruna stórir og litlir fólksbílar eftir þverum og endi- löngum brautum fslands og um loftin blá svifa fólksfluttnings- flugvélar og eiga íslendingar nú nokkuð margar flugvélar sem annast fluttning innanlands og sömuleiðis hingað til Ameríku og Norðurálfunnar. Og þótti slíkt all merkileg nýung í fyrstu, og jafnframt þægileg. í stað 12 tíma í bíl til Akureyrar er hægt að komast þangað á einum klukku- tíma með flugvél. Einu sinni var mikið rætt um járnbraut á ís- landi. Hvað verður í framtíð er ekki gott að vita, — en svo mikið er víst að ísland á nóg rafurmagn í fossunum til að knýja áfram járnbraut sem lægi um landið þvert og endilangt. Framfarir síðari ára hafa verið svo miklar að furðu gegnir. Það er því alls ekki ósennilegt að ís- lendingum takist að klæða landið skógi — alt frá instu dölum til yztu annesja — og að takast megi líka að búa til ný afbrigði ávaxta- trjáa og krontegunda er hæfa fyrir loftslag lands vors og þau gróðurskilyrði sem þar eru. Það er líka mjög líklegt að í framtíð rísi upp stórborgir þar sem nú eru smá þorp — eða enn engin þorp. Það er heldur ekki úr von að fiskifloti landsins verði margfaldaður og muni sækja afla á mörg fiskimið við norðanvert Atlantshaf, bæði að austan og vestan. Þá mun og kaupskipaflotinn og flugvélaflotinn taka stór skref fram á við og sýna fána íslands á öllum höfnum og á öllum helztu flugvöllum hins austræna og vestræna meginlands. Landið er verið að rækta og sumir sveita- bæirnir eru raflýstir. En hug- myndin er að raflýsa hvern sveitabæ á landinu og er það mál þegar komið á dagskrá. Nái það fram að ganga verður það mikið framfaramál. Það mun skapa hlýju í híbýli manna, skapa betra og heilbrigðara líf fyrir alla þá sem lifa í sveitum á fslandi. fslendingar nútímans eru að vísu skáld og listamenn, vísinda- menn og andans menn. — Þetta eru þeir fyrst og fremst og það hafa íslendingar ætíð verið og verða vonandi alla tíma. Og á þessum sviðum hefir íslenzka (Frh. i bls. 3)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.